Dagur - 01.02.1961, Blaðsíða 5
4
Dagur
SKATTAMÁL
í SÍÐASXA tölublaði Dags, var að
því vikið, hversu gííurlega fyrirtækj-
um væri mismunað með álagningu
veltuútsvarsins. Voru í því sambandi
nefndar nokkrar tölur, sem sýndu
þetta Ijóslega. Af þessari einu ástæðu
er það að sjálfsögðu fullkomið rétt-
lætismál, að heimildin til veltuútsvars
álagningar verði þegar í stað numin
úr lögum. Hefur það dregizt alltof
lengi öllum til óþurftar og ekki sízt
bæjarfélögunum.
En þetta er jafnframt nauðsynlegt
af annarri ástæðu. Meðan þessi álagn
ingaraðferð er notuð, má telja það
nokkurn veginn vonlaust verk, að
koma skattheimtunni í sómasamlegt
horf. Þetta mun líka vera sameigin-
legt álit þeirra manna, sem gleggst
mega um það vita. Samhliða veltuút-
svarinu var í gildi til 1958 mjög stig-
hækkandi tekjuskattur til ríkisins
(stríðsgróðaskattur). Þessi skattur gat
numið allt að 90% af skattskyldum
tekjum. Sjá allir hvílík fjarstæða var
hér á ferðinni. Svo ofboðslega háir
skattar verða til þess, að skapa mjög
neikvæð viðhorf hjá gjaldendum til
skattheimtunnar. Við slíkar aðstæður
er hætt við að sumir Iíti svo á og það
stundum með réttu, að glíman við
skattayfirvöldin sé beinlínis glíma við
tilveruréttinn. Afleiðing af þess(ari
stefnu varð sú, að skatta- og niður-
jöfnunarnefndum mistókst að veru-
legu leyti framkvæmd skattalaganna,
og skapaðist óviðunandi ástand í þess
um efnum.
Stórkostlegum fjármunum var vik
ið undan skatti, e. t. v. allt að fjórð-
ungi tekna. Þetta skattakerfi varð
heiðarleikanum ofraun.
í þessu efni hefur blaðið stundum
vitnað í þekkta menn, meðal annarra
Ólaf Bjömsson, prófessor við hag-
fræðideild Háskóla íslands. Ilann
sagði m. a. á Alþingi 1957 í sambandi
við þingsályktunartillögu Alþýðu-
flokksmanna um afnám tekjuskatts:
„Það er erfitt að fullyrða á einn eða
annan hátt um bað, hve mikil brögð
séu að því að tekjur séu ekki rétt
taldar fram. Ég vil þó Ieyfa mér í
sambandi við þetta að nefna tölur,
sem byggðar eru á athugunum í þessu
efni. Það hefur komið í ljós við sam-
anburð á þjóðartekjunum, gerðum
upp eftir skattaframtölum annars
vegar og með öðru móti, að tckjurnar
samkvæmt skattaframtölum cru 20—
25% lægri en þær eru gefnar upp á
annan hátt, þar sem gera má ráð fyrir
því, að öll kurl komi frekar til grafar
en ef við skattaframtölin er miðað.“
Vinstri stjórnin beitti sér fyrir því,
að hinn stighækkandi tekjuskattur
(stríðsgróðaskattur) var felldur nið-
ur og í staðinn settur hlutfallslegur
skattstigi á tpkjur félaga. Þetta er sú
lang mesta réttarbót, sem félögin hafa
öðlazt’í skattamálum og má segja, að
með þessu væri skrefið stigið til hálfs.
En eftir er að stíga skrefið til fulls
og afnema veltuútsvörin og setja
ákveðinn hámarksskattstiga fyrir
skatta til ríkis og bæja. Með því væri
þessum málum Iyft úr því svaði, sem
þau nú eru í. Samvinnumenn ættu
sérstaklega að standa fast saman um
þetta mál því það horfir mjög í fram-
faraátt, og meira en e. t. v. í fljótu
bragði virðist. □
liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiii' JONAS JONSSON FRA HRIFLU • -11111111111111111111111111 ni iii iiiiiiiiiniiii n iiiiiiiiiin
LiSTAVERKASYNI
Á AKUREYRI
í FYRRA var nokkuð rætt í Degi
um að vel færi á að liafa á Akur-
eyri sýningu á listaverkum lands-
ins í Gagnfræðaskólanum, á með-
an gestakoman er mest i bænum
og skólinn er ekki notaður til
kennslu.
Þetta mál fór vel af stað.
Menntamálaráð, sent hefur yfir-
stjórn og yfirráð listaverka lands-
ins tók vel í þctta crindi. Forráða-
menn Gagnfræðaskólans og yfir-
völd bæjarins lánuðu til sýningar-
innar nægilegt húsrúm. Aðstoðar-
menn við safnið í Reykjavík völdu
eftir því sem mér var sagt 21 mál-
Þorsteinn Hörgdal áttræður
HINN 27. janúar varð Þor-
steinn Marinó Grímsson Hörg-
dal, Sjónarhóli í Glerárhverfi á
Akureyri, áttræður. Foreldrar
hans voru Guðný Jónsdóttir og
Grímur Stefánsson, beykir og
skósmiður á Akureyri.
Þorsteinn Hörgdal lauk prófi
frá Möðruvallaskóla 1899 og
gerðist síðan 'kennari í Hörgár-
dal, Kræklingahlíð og Hrísey,
til ársins 1908. Hann rak fisk-
vinnslu í Sandgerðisbót í Gler-
árþorpi um 25 ára bil, hafði
einnig verzlun og stundaði bú-
skap.
Þorsteinn var í hreppsnefnd
Glæsibæjarhrepps, skólanefnd-
armaður, skattanefndarmaður,
gjaldkeri sjúkrasamlags hrepps
ins (þá tilheyrði Glerárþorp
Glæsibæjarhreppi), sóknar-
nefndarmaður, formaður vatns
veitufélags, vegaverkstjóri og
deildarstjóri KEA.
Þorsteinn kvæntist Jónínu
Stefánsdóttur frá Kollagerði
árið 1907. Þeirra börn: Guðný,
Sigrún, Reynir, Bjarki, Stefán
og Gyða, sem er látin.
Þorsteinn Hörgdal var reglu-
maður mikill um allt það, sem
honum var trúað fyrir í opin-
berum málum, skapstór er
hann, trygglyndur og mjög vel
greindur. □
Kristján í Frercsíafelli áffræður
Á SUNNUDAGINN varð Krist
ján Jónsson, bóndi í Fremsta-
felli í Ljósavatnshreppi, átt-
ræður. __
Hann er fæddur að Hóli í
Kinn, en fluttist ársgamall að
Hriflu með foreldrum sínum,
Jóni Kristjánssyni og Sigur-
björgu Pálsdóttur og ólst þar
upp.
Árið 1904 gekk hann að eiga
Rósu Guðlaugsdóttur frá
Fremstafelli og hófu þau þar
búskap næsta ár. Þeim fæddust
8 börn. Lifandi eru: Anna, gift
Júlíusi Lárussyni frá Kirkju-
bæjarklaustri, búsett í Kópa-
vogi, Rannveig, gift Páli H.
Jónssyni kennara á Laugum,
Áslaug, ekkja Sigurðar Thorla-
ciusar skólastjóra, Friðrika, gift
Jóni Jónssyni frá Mýri í Bárðar
dal, en þau búa í Fremstafelli,
Helga, fyrrum skólastýra á Ak-
ureyri, nú húsmóðir á Silfra-
stöðum í Skagafirði, gift Jó-
hanni Jóhannessyni bónda þar,
Jón kvæntur Gerði Kristjáns-
dóttur frá Finnastöðum í Kinn
og búa þau í Fremstafelli og
Jónas skjalavörður í Reykjavík
kvæntur Sigríði Kristjánsdótt-
ur, húsmæðrakennara.
Kristján og Rósa byggðu
tvisvar bæ sinn og í síðara sinn
úr varanlegu efni, settu upp raf
stöð með aðstoð Bjarna frá
Hólmi og ræktuðu landið. Síðar
byggði Kristján, í félagi við ná
granna sína stærri rafstöð við
Djúpá.
Fyrir nokkrum árum létu
þau búið í hendur Jóni syni
sínum og á hluta jarðarinnar
búa dóttir og tengdasonur,
Friðrika og Jón.
Hluti af Fremstafellslandi
hefur verið tekinn til nýbýla-
stofnunar á vegum landnáms
ríkisins.
Kristján í Fremstafelli er gáf
aður maður, mjög umbótasinn-
aður, ötull samvinnumaður,
hygginn bóndi Qg hjálpfús með
afbrigðum.
Þótt hann sé fyrst og fremst
bóndi, sem ræktar land, hlynn-
ir að skógi og skilar miklu
dagsverki í uppbyggingarstarfi,
hefur hann að sjálfsögðu tekið
þátt í félagsmálum sveitar
sinnar og sýslu og verið falin
þar margvísleg trúnaðarstörf.
Jónas frá Hriflu og Kristján
í Fremstafelli eru albræður.
Með þeim er kært og um sumt
eru þeir líkir þótt ólík störf hafi
mótað þá á sinn veg hvorn.
Kristján er enn vel ern, kát-
ur enn í kunningjahóp og ríkur
af hugsjónum. Blaðið sendir
honum beztu afmælisóskir. □
•1111111111111111111111111111111111111111111111lllllllllllllllllllf
| SJÖTUG |
ÞURA ÁRNADÓTTIR frá
Garði, eða Þura í Garði, eins og
hún er oftast nefnd, varð sjötug
26. þ. m.
Dagur sendir henni árnaðar-
óskir í tilefni afmælisins og
þakkar löng og góð kynni.
Væntanlega birtist viðtal við
hana síðar. □
verk eftir 21 listamann og sendu
listaverkin til Akureyrar í þessu
skyni. Sýningin var haldin eins
og til stóð og að því er virðist
nokkuð sótt. Þó held ég áð minna
orð hafi farið af ágæti hennar
heldur en bæði ég og ýmsir aðrir
stuðningsmenn málsins höfðum
gert okkur vonir um. Minnist ég
þess, að í einu Akurcyrarblaðinu
gætti nokkurrar gagnrýni og að ég
hygg réttmætrar út af vali mynd-
anna, sem norður voru sendar.
Þetta er gott mál sem á að verða
til að efla listmenningu lands-
manna. Vil ég fara nokkrum orð-
um um þau atriði þessa máls, sem
ég hygg að betur megi fara. Ég
hygg, að |>að hafi verið mjög mis-
ráðið að senda norður 21 mynd
eftir 21 listamann, því að af miklu
er að taka af prýðilegum lista-
verkunt eftir mestu listamennina
í hinu húsvana listasafni ríkisins
í Reykjavík. Samkvæmt þessu
hefur fólk á Akureyri fengið að sjá
á þessari sýningu eina ntynd eftir
Kjarval, aðra eftir Þórarinn Þor-
láksson, þriðju eftir Asgrím J<’>ns-
son, fjórðu eftir Jón Stefánsson,
finnntu eftir Blöndal o. s. frv. Svo
hafa vafalaust kotnið myndir eftir
snjalla málara og nokkuð þekkta,
en innan tíðar hefur röðin komið
að klessumeisturunum. Gæti ég
trúað að allt að því helmingur
myndanna á þessari sýningu hafi
verið eftir þá menn, sem almenn-
ingur kærir sig lítið um að kynn-
ast. Þetta var ntikil yfirsjón, sem
hvorki var að kenna forráðamönn-
unt málsins á Akureyri eða lieldur
menntamálaráði í Reykjavík, því
það.sýndi eindregna velvild í fram
kvæmdinni. Hitt held ég að hafi
orðið til skaða, að við val mynd-
anna í listasafninu í Reykjavík
hafi verið fólk, karlar og konur,
sem meta meira klessumeistara
landsins hcldur en hina snjöllu
listamenn, sem hafa gert listagarð
þjóðarinnar frægan allt frá tímum
Sigurðar Guðntundssonar málara.
Vil ég í þessu efni benda á ákveð-
inn dóm almennings í þessu efni.
Á hinum mánaðarlegu uppboðum
listaverka í Reykjavík er hátt boð-
ið í myndir eftir hina snjöllu lista-
menn þjóðarinnar. Mvndir eftir
þrjá eða fjóra ntestu snillingana
cru seldar á þessu uppboði á allt
að 40 þús. kr.. Aftur á móti er ná-
lcga ómögulegt að fá nokkurt boð
í klessumyndirnar eftir hina ungu
viðvaninga, scm stunda þá iðju.
Þetta er mjög eðlilegt, J)ar sem að
við smíði liinna svokölluðu atom-
mynda þarf ckki gáfur, Jiekkingu
eða smekk. Oft cru myndirnar
strik og fletir viðvaningslega gerð-
ir og algjörlega lausir við öll sál-
ræn áhrif. Ef svo á að halda álram
málinu að senda til sýningar á
Akureyri myndir eftir þá menn,
sem J)jóðin metur ekki sem lista-
menn, Jiá er bezt að hætta Jiessari
tilraun. Hugmyndin var góð en
framkvæmdin líklcga misheppn-
uð. Samt vil ég bæta við einu úr-
ræði, því að leiðinlegt er að Ijúka
máíinu á þann hátt, sem hér hefur
verið lýst. Þjóðin á ntörg ágæt
listaverk eftir góða listamenn, og
Jiau eru geymd i Reykjavík í forða
búri ])ar sem vel fer um þau en
engir sjá myndirnar nema við há-
tíðleg tækifæri. Á Akureyri er gott
hús, á góðum stað, með ágætri
birtu, ]>ar sem hægt er að ltafa
prýðilegar mvndasýningar, ef-rétt
er til vatulað. Ef Akureyrarbúar
vilja reyna í annað sinn að halda
myndasýningu, ]>á verða áhuga-
menn bæjarins að ráða algjörlega
hvaða myndir Jieir fara nteð norð-
ur til sýningar. — Slíkir menn
myndu velja myndir eftir hina
mörgu listamenn þjóðarinnar. Sú
sýning myndi geta orðið bæjarbú-
um og gestum til gagns og gleði.
Ef til vill mætti gera eina undan-
tekningu til að fullnægja þeim
mönnum, sem- vilja gjarnan fylgj-
ast með þróun klessugerðarinnár
hér á landi og sýna þcss háttar
myndir í einu herbergi. Sá háttur
er stundutn liafður á í listaverka-
safni Svía í Stokkhólmi, að klessu-
myndir eru þar í einu litlu her-
bergi til huggunar þeirn, sem vilja
Jiess háttar augnagaman.
Mér er kunnugt um, það, að
menntamálaráð var einhuga í
Jicssti efni og vildi fyrir sitt leyti
stuðla að því, að á Akureyri yrði
ánægjuleg-myndasýning yfir sum-
arið, J>ar sem hafðar væru til sýn-
is góðar myndir og annað ekki.
Er nú hentugasti tími um miðjau
vetur til að athuga Jretta mál að
nýju og undirbúa framkvæmdina
fyrir næsta sumar, ef áhugamenn
bæjarins hafa ekki af reynslunni
í fyrrasuntar tapað trúnni á hug-
sjónina, sem lá að baki fram-
kvæntdinni. □
Minni áfengisneyzla árið 1960
SAMKVÆMT skýrslum Áfeng
isverzlunar ríkisins hafa Islend
ingar minnkað víndrykkju sína
um 10% frá fyrra ári og er það
góð frétt.
Heildarsalan frá Á. v. r. varð
á árinu kr. 187.752.515.00, en
var árið 1959 kr. 176.021.137.00.
Þótt selt hafi verið áfengi fyr
ir fleiri krónur árið 1960 en
árið 1959, er neyzlan samt 10%
minni og kemur það í Ijós þeg-
ar þess er gætt, að áfengi hækk
aði í verði um 15—20%
snemma á síðasta ári.
Ef seldu áfengismagni er
deilt jafnt niður á íbúa lands-
ins, kemur það og í ljós að
neyzlan síðasta ár var 1,71 lítri
á mann, miðað við 100% alko-
hol, en var árið 1959 1,90 lítrar.
Sala áfengis síðasta ársfjórð-
ung 1960 var:
1. Selt í og frá Reykjavík kr.
41.491.801.00, í og frá Akureyri
kr. 3.955.980.00, í og frá ísafirði
kr. 1.435.777.00, í og frá Seyðis-
firði kr. 1.163.614.00, í og frá
Siglufirði kr. 861.117.00. Sam-
tals kr. 48.908.289.00
2. Sala í pósti til héraðsbann
svæðis frá aðalskrifstofu í
Reykjavík: Vestmannaeyjar kr.
772.028.00.
3. Áfengi selt frá aðalskrif-
stofu til veitingahúsa kr. 936.
537.00.
Til samanburðar má geta
þess, að síðasta ársfjórðung
1959 var salan á Akureyri 4,2
milljónir og á öllum útsölu-
stöðum hafi hún minnkað. □
Fæddur 7. janúar 1897 - Báinn 10. janúar 1961
EGILL GR. THORARENSEN
Sigurður O. Björnsson í skógi síninn í Fnjóskadal.
Sigurður 0. Björnsson sexfugur
MÖRGUM góðum hæfileikum
Jjurfa þeir að vera gæddir, sem
stjórna mannmörgum fyrirtækj
um eða stórum heimilum, svo
sem menntastofnunum eða hafa
önnur þau mannaforráð, sem
daglega krefjast náins samstarfs
við fjölda fólks. Sumir stjórn-
endur gefa ákveðnar og skil-
yrðislausar fyrirskipanir af
þeirri upphækkun sem staðan
gefur þeim, aðrir stjórna af
mildi og enn aðrir með nauði
og naggi og allt þar á milli. En
Jiað er á fárra manna færi, að
vera bæði vinur og félagi starfs
manna sinna og jafnframt rögg
samur húsbóndi. Þetta getur
Sigurður og gerir það og þess
vegna er hann gæfumaður í
starfi. Líklega er það einmitt
þess vegna, sem andi góðvildar
ríkir hjá þessu fyrirtæki er all-
ir verða varir, sem þangað eiga
erindi. Þeirrar góðvildar hefur
Dagur notið í verki í Prent-
verki Odds Björnssonar h.f.
alla tíð. Fyrir það er bæði ljúft
og skylt að þakka af heilum
hug, þegar Sigurðar er minnzt.
Fáir munu gera sér þess fulla
grein, hvílíkt óhemju starf
liggur að baki fullkominni og
vel rekinni prentsmiðju. En hef
ur nokkur maður fundið, þegar
hann á erindi við prentsmiðju-
stjórann og hittir hann á skrif-
stofu sinni, að hann hafi mikið
að gera? Nei, og mikil er sú
skapstilling og höfðingleg sú
gestrisni, og hvort sem hún er
áunnin eða ein af guðs gjöfun-
um, kemur það í einn stað nið-
ur.
En jafnhliða hinu erilsama
starfi hér í höfuðstað Norður-
lands á Sigurður O. Björnsson
sér mörg hugðarefni. Hann
ann náttúru landsins af heilum
hug, en lætur sér þó ekki
nægja að vera aðeins áhorfandi.
Hann byggði sér fyrir nokkrum
árum sumarbústað á fögrum
stað í Fnjóskadal og dvelur þar
tíma á hverju sumri og klæðir
land sitt skógi. Mun hann vera
einn mesti skógræktarmaður á
íslandi. Ekkert er líklegra en
Sigurður hafi í huga sér tengt
saman skógrækt, pappírsgerð
og bókaútgáfu. Þótt einhver
dráttur kunni að verða á því,
að hér rísi pappírsiðnaður, sem
byggist á innlendum gróðri, er
hitt víst, að skógur Sigurðar
dafnar og vex honum og öðrum
til yndis og eggjunar.
Sigurður O. Bjömsson varð
sextugur 27. janúar. Hann
dvelur nú erlendis.
Dagur sendir afmælisbarninu
beztu árnaðaróskir og þakkir.
Megi fyrirtæki hans eflast og
skógurinn dafna og fjölskyldu
hans farnast vel. Ef svo mætti
bæta við einni ósk enn, örlítið
eigingjarnri að vísu, en frómri
þó, þá yrði hún á þessa leið:
Gæfan gefi okkur Sigurð sem
lengst. E. D.
HINN 10. f. m. andaðist Egill
Thorarensen kaupfélagsstjóri á
Selfossi. Þar með var á enda
runnið æfiskeið eins mesta at-
hafna og umbótamanns, sem
Jjjóðin hefur alið og haft hefur
skilyrði til að neyta krafta
sinna og hæfileika.
Kraftur og hæfileikar voru
einkennandi eiginleikar Egils
Thoraransen, sem hann fékk í
vöggugjöf frá áum sínum og
ættstofni. Og hann var svo
heppinn að alast upp á þeim
tíma og á þeim stað sem veittu
hans óvenjulegu hæfileikum
verðug verkefni að takast á
við. Þau lögðu upp í hendur
hans ótæmandi verk að vinna.
En þá þarf til enn einn eigin-
leikann, þann sem stýrir styrkri
hönd og virkjar hæfileikana.
Það er hugmyndaflugið. Það er
hæfileikinn að sjá hugsýnir, að
eygja fjarlæg mið og stefna
síðan að þeim með fyrirhyggju
og óhvikulli einbeittni. Slíkur
maður var Egill. Að því leyti
var hann skáld og sjáandi. En
að hinu leytinu var hann svo
raunhyggjumaðurinn, fram-
kvæmdamaðurinn, sem breytti
hugsýninni í gallharðan veru-
leika.
Mikið hefur þegar verið um
hann ritað og stórvirki hans
tíunduð. Verk hans tala þó
skýrustu máli til allra þeirra
sem þau sjá. Sunnlenzkir
bændur og aðrir samvinnumenn
mega lengi muna hann, enda
verður honum ekki gleymt.
Hann hefur skilað þeim í hend-
ur voldugri félagsbyggingu,
sem ekki mun auðveldlega nið-
ur brotin. Nafn Eg'ils mun jafn-
an verða tengt Mjólkurbúi
Flóamanna, nú nýendurbyggðu
en það er'sá hyrningarsteinn,
sem framtíð sunnlenzks land-
búnaðar hvílir á öllu fremur.
Þó virðist svo, að sigur hans sé
jafnvel mest rómaður, er hann
gerðist frumkvöðull þess að
rjúfa hið aldagamla hafnbann
Suðurlandsins. Þ. e. með hafn-
argerð í Þorlákshöfn og stór-
framkvæmdum þar á staðnum.
Svo er að sjá sem Sunnlending
ar telji það munu marka tíma-
mót í sögu héraðsins. Egill steig
sitt stærsta heillaspor er hann
gekk í lið með samvinnumönn-
um í Árnessýslu. Þá kom fram-
^Fjármálaráðlierrann fékk fiskeitrun
VESTUR-ÞÝZKUR fiskiðnað-
ur fékk óttalegan skell um dag
inn. í miðjum klíðum var
feikna auglýsingaherferð til
eflingar fiskáti í landinu og
voru m. a. mikið auglýstar ýms
ar nýjar uppskriftir af gómsæt
um fiskréttum, svo sem karfa í
rauðvíni. Og allt gekk þetta
vel, þar til hr. Etzcl, fjármála-
ráðherrann veiktist. Var þá
skömmu síðar gefin út frétta-
tilkynning um veikindi ráð-
herrans og hún send öllum
sýnin honum að góðu liði.
Sjálfsagt hafa ekki allir sam-
vinnumenn þótzt öruggir um að
þar hafi verið gerð góð kaup.
En nú að leikslokum ljúka allir
upp einum munni um það að
hann hafi gert mikiu meira en
að láta allar vonir rætast sem
við hann voru tengdar.
Liðsmenn hans hafa þá held-
ur aldrei brugðizt honum þótt
stundum hljóti að hafa reynt á
þojrifin. Það á ekki við allra
skap að fylgja slíkum foringja,
stórhuga, kröfuhörðum, ráð-
ríkum. Því fór svo, að í afstöð-
unni til Egils skiptust héraðs-
menn í tvo flokka: Hinn stóra
hóp fylgismanna og aðdáenda
og hinn minni flokk hatramra
andstæðinga en jafnframt líka
aðdáenda. En nú, senn hvað
líður, er sú greining úr sögunni
og eftir stendur aðeins samein-
aður flokkur þeirra sem dá
minningu Egils og viðurkenna
helztu dagblöðum landsins. Og
hvað var þá að manninum?
Fiskeitrun! Fi-amámenn fisk-
iðnaðarins voru þrumu lostnir.
Þeir sögðu sjúkdóminn miklu
alvarlegri fyrir fiskiðnaðinn
heldur en ráðherrann. Búizt er
við Jdví, að þetta hafi mjög
slæmar afleiðingar í för með
sér fyrir iðnaðinn, en vonandi
ná þeir sér báðir aftur, hr.
Etzel og iðnaðurinn. (Uppl.
úr Fiskets Gang, 24/11, 1960.)
(Frá Sjávarafurðadeild SIS)
hið ómetanlega gildi hans og
starfs hans fyrir Suðurlandið.
Ég var heimilismaður Egils
einn vetur er ég var um tvítugt
og bjó yngri son hans undir
skóla. Reyndist hann mér hinn
ágætasti húsbóndi, og þau hjón
bæði. Og þótt leiðir okkar
lægju sjaldan saman eftir J)að,
minnist ég jafnan þeirrar kynn-
ingar með sérstakri ánægju og
þakklæti. Egill var bráð-
skemmíilegur maður viðræðu
og sneið ekki utan af því sem
hann hafði að segja um menn
og málefni. Hann hafði ósvikið
yndi af bókmenntum og ræddi
um þær af þekkingu og ljóm-
andi áhuga, einkum kveðskap
hinna klassisku ljóðskálda okk-
ar, svo sem Einars og Gríms.
En mest held ég að hann hafi
metið Matthías Jochumsson.
Og lengst mun ég minnast
hans þyljandi kvæði Matthíasar
svo sem: Og andinn mig hreif
upp á háfjallatind / og ég
ho'rfði sem örn yfir fold. Þá
Ijómaði hann, Jjessi harðskeytti
maður, af hrifningu fyrir töfr-
um ljóðsins. Hann var ógleym-
anlegur maður.
Hjörtur E. Þórarinsson.
EGILL GR. THORARENSEN
kaupfélagsstjóri á Selfossi and-
aðist 10. janúar, 64 ára að aldri
og var jarðsettur að Laugardæl
um 21. sama mánaðar. Um 1500
.manns fylgdu honum til grafar.
Egill Gr. Thorarensen var fá-
gætum hæfileikum gæddur.
Hann var fjölgáfaður hugsjóna-
maður og víkingur að dugnaði
og dirfsku. Fyrir þrem áratug-
um tók hann að sér fram-
kvæmdastjórastarf í litlu fyr-
irtæki samvinnumanna, Kaup-
félagi Árnesinga og stjórnaði
því af skörungsskap til dauða-
dags. Nálega jafn langan tíma
var hann einnig helzti ráðamað
ur Mjólkurbús Flóamanna.
Kaupfélagið varð stórveldi á
þessum tíma og í sumar var ný
verksmiðja Mjólkurbús Flóa-
manna vígð, sem að öllum bún-
aði stendur jafnfætis því full-
komnasta, sem þekkist í mjólk-
uriðnaðinum á Norðurlöndum.
Undir forystu Egils var hafizt
handa um að bæta úr hafnleysi
strandlengju Suðurlands, með
framkvæmdum í Þorlákshöfn,
og engum einum manni er
meira að þakka, að eins konar
höfuðborg Suðurlandsundirlend
isins er risin að Selfossi.
0
Samvinnuhreyfingunni var
það hin mesta gæfa að eignast
slíkan félagsmálaforingja og Eg
ill Gr. Thorarensen var. Allir
samvinnumenn landsins minn-
ast hans með þakklátum huga.
Nú taka nýir menn upp
merki hinnar föllnu sunnlenzku
höfuðkempu og halda stárfinu
áfram. Þeir byggja á þeim
trausta grunni, sem margar
hendur hafa að unnið í krafti
samvinnu og samhjálpar undir
mikilhæfri forystu. Megi sam-
vinnuhugsjónin verða þeim sá
töfrasproti, sem hún varð í
hendi Egils Gr. Thorarensen í
þrjátíu ára gifturíku samvinnu-
E. D.
•lllllllllllllllllll■l■lll■lllllllllllll•■lll■ll•l■lll•■l•■lll■l•,£
s -
| Náttstaður |
þrastanna |
ÞRESTIR virðast velja sér sér-
staka náttstaði. Á ytri brekk-
unni safnast þeir einkum á tvo
staði, skýlda og gróðurmikla.
Þar sitja hundruð þrasta er
kvölda tekur og svo þétt að
furðu sætir. Reynt var að telja
J>restina eitt kvöldið. Gizkað
var á, að þeir hefðu verið 7—
800 á þessum tveim stöðum.
Á gamlaárskvöld þótti þröst-
unum nóg um lætin. Varð ys
og þys í svefnstað þeirra þegar
flugeldar lýstu upp og flugu
þeir ráðvilltir um með aumkv-
unarlegum söng. Líklega hafa
þeir álitið að heimurinn væri
að farast.
Nú er kominn snjór, reyniber
in að verða búin og færra til
bjargar en áður. Góðhjartaðir
borgarar ættu að gefa þeim
matarúrgang og láta þá njóta
örlætis, sem þakklætisvott fyr-
ir sönginn og alla samveruna.