Dagur - 08.02.1961, Side 5
4
Bagur
ENN Á DAGSKRÁ
ALLIR þeir menn, sem nú sitja á Al-
þingi íslendinga, fullvissuðu kjósend-
ur sína um það, að aldrei myndu þeir,
eða flokkar þeirra, hopa fyrir Bretum
í landhelgisdeilunni eða fallast á
nokkrar tilslakanir frá 12 mílunum,
einum eða neinum til handa. Lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins gaf svo-
hljóðandi yfirlýsingu vorið 1959:
. . að flokkurinn skorar á alla Is-
lendinga að sýna einhug í landhelgis-
málinu og láta ekki undan síga fyrir
erlendu ofbeldi né sætta sig við minni
landhelgi en nú hefur verið ákveðin,
heldur sækja fram, þar til tryggður
er yfirráðaréttur Islands yfir öllu
landgnmninu.“
Þessi yfirlýsing var svo tekin upp
í kosningastefnuskrá flokksins við síð
ustu kosningar. Aðrir stjórnmála-
flokkar háðu kosningabaráttuna xmd-
ir svipuðum yfirlýsingum. Um þetta
var ekki ágreiningur.
En Sjálfstæðisflokkurinn tekur lof-
orð og yfirlýsingar ekki hátíðlega og
sízt sín eigin loforð. Brátt tóku að
berast af því fregnir, að forystumenn
flokksins, ásamt Alþýðuflokknum,
sem gegnir vinnukonuhlutverkinu á
stjómarheimilinu, sætu á svikráðum
við málstað landsins og hygðust
semja við Breta um nokkur fríðindi
innan 12 núlna markanna. Yfir
samningaviðræðunum hvíldi þó mikil
leynd. Hinsvegar hafði ríkisstjómin
tilkynnt, að hún gæfi Bretum upp all
ar sakir fyrir nokkur hundruð land-
helgisbrot og ofbeldisverk innan ís-
lenzkra fiskveiðitakmarka og var
þetta mikill ávinningur fyrir brezka
Ijónið, sem þegar hafði náð allgóðu
taki á bráð sinni. Hinum óbreyttu
Sjálfstæðismönnum úti um land allt
til mikils hróss, skiptu þeir ekki um
skoðun í málinu yfirleitt, og hafði þó
Bjami Benediktsson og fleiri íhalds-
forkólfar miklar yfirreiðar um landið
og opnuðu hjarta sitt á klíkufundum,
— töldu land og þjóð e. t. v. geta kom
izt að góðum kjörum á nýjum vett-
vangi viðskipta, þar sem landhelgin
yrði gerð að eins konar verzlunar-
vöru. Þessir forkólfar flokksins, svo
sem sumir yngri þingmenn, tjáðu sig
fyigjandi hiiftii nýju stefnu og svo
sjálfmn Bjarna Ben. í lífi og dauða,
samanber Akurcyrarfundinn.
Það var ekki fyrr en í útvarpsum-
ræðunum um Iandhelgismálið, að
glöggt lá fyrir alþjóð, hvemig mál
þessi stóðu. Fylgjendur stjórnarflokk
anna höfðu fæstir lagt trúnað á svik
foringja sinna fyrr en þeir heyrðu
málflutning þeirra í útvarpinu. Þar
stóðu þeir afhjúpaðir frammi fyrir al-
þjóð.
Nú er stjórain tregari í samning--
um en áður. Bretar eru nú famir að
láta ófriðlega og hafa hótanir í
frammi ef ekki sé samið. Senn mun
draga til tíðinda. Islenzka ríkisstjórn-
in hefur rétt Bretum litla fingurinn
og gengið inn á, að núverandi land-
helgi gæti verið til sölu ef vel væri
boðið. Hún á því erfitt með að hafna
áframhaldandi samningamakki. En
vonandi fær hún það aðhald hér
heima, að hún þori ekki að hampa
lengur fjöreggi þjóðarinnar og fal-
bjóða það einu þjóðinni, sem ekki
hefur virt íslenzka Iandhelgi. □
HEIMSÓKN TIL
ÞEGAR Þura í Garði átti sex-
tugsafmæli, og síðan er áratug
ur liðinn, var hún stödd hjá
vinafólki í Reykjavík: Borgin
var öll fánum prýdd. Sjálfur
Eisenhower kom í heimsókn til
höfuðborgarinnar og þar var
mikið um dýrðir. En í þann
mund er hinn mikli leiðtogi
gekk í síðasta sinn úr Hvíta
húsinu sem forseti Bandaríkj-
anna og nýr forseti var settur
í embætti, með þeim amerísk-
asta gauragangi, sem tæknin
hefur upp á að bjóða, lauk Þura
sjöuncla tug ævi sinnar og hóf
göngu hins áttunda, og svo sem
ekki þegjandi og hljóðalaust
heldur. Útvarp og blöð minnt-
ust hennar, 100 vinir hennar
sendu henni skeyti og félög og
einstaklingar héldu henni veizl
ur miklar, auk þess sem hún
tók sjálf á móti gestum í fleiri
daga. Og það var einmitt einn
slíkan dag, sem ég hringdi til
hennar og bað um viðtal. En áð
ur en ákvörðun hafði verið tek
in, sagði hún: Biddu á meðan
ég kyssi hann Einar, hann er
að koma inn úr dyrunum. Og
ég beið í símanum. Svo ákváð-
um við stund og stað heima hjá
henni í Eyrarlandsvegi 31.
Ég var að hugsa um það á
leiðinni þangað uppeftir, hvort
nokkur íslenzk kona myndi í
lifenda lífi hafa verið meiri þjóð
saga en Þura í Garði er þegar
orðin. Og hún mun verða það,
löngu eftir að hún hefur safnazt
til feðra sinna. Snillisvör henn-
ar, bæði í óbundnu og eink-
um þó í bundnu máli, halda
nafni hennar á lofti. Af þeim
hafa þeir, sem ekki þekkja
hana sjálfa, gai't sér hugmyndir
um höfundinn og búið sér til
þjóðsöguna Þuru í Garði. Og
víst er um það, að Þura er ekki
öðrum lík.
Svo heimsótti ég skáldkonuna
á tiltekinni stundu uppi á Syðri
brekkunni.
Þura sat við skrifborð sitt í
litlu íbúðinni sinni og úr eld-
húsinu barst kaffiilmurinn, og
hún tók mér vel. Oftast hafði
ég séð þessa konu vinnuklædda
í Lystigarðinum eða dúðaða
ferðafötum, útitekna, úfna og
önnum kafna. Nú var hún vel
klædd, virðuleg í fasi og gerði
nú hvort tveggja samtímis, að
bera fram ágætar veitingar að
gömlum og góðum sveitasið og
láta gamminn geysa í heimi
bókmennta, skáldskapar og
lista.
Hvað fékkstu marga kossa á
afmælinu þínu?
Mér fundust kossarnir sízt
of margir. Ég get svarið, að ég.
hef oft verið kysst miklu meira.
Manstu síðustu vísuna þína?
Nei, sem betur fer gleymi ég
mörgum vísum mínum jafnóð-
um. En með því síðasta krotaði
ég á jólakort til Einars Árnason
ar, vinar míns. Það var hann,
sem var að koma inn úr dyr-
unum, þegar þú hringdir um
daginn. En vísurnar eru svona
og eiga að minna á gamla daga
okkar Einars:
Á frosinni rúðu rós,
á rúmstuðlinum kertaljós,
lummur á diski og laufabrauð
líka ket af feitum sauð.
Svo voru okkar sveitajól,
sungu allir Heims um ból.
Friður á jörðu, fæddur er
frelsari manna á jörðu hér.
Þú hefur víst kveðist á
vjð marga?
Já, þeir eru orðnir margir.
Ég hef ennþá gaman af því að
kveðast á við karlmenn. Þar
kennir nú margra grasa, segir
Þura og brosir, já og er ekki
allt fínlegt, En orðaleikir eru
skemmtileg íþrótt.
Nokkum tima skotin,
á seinustu árum?
Mér hefur gengið illa að skil-
greina hvað það er, sem kallað
er að vera skotin. Skotin, eru
held ég, einkum fyrir fermingar
stelpur, og maður er nú vaxinn
upp úr fermingarkjólnum. En
ég get hrifizt af fallegum karl-
mönnum, eins og af fögru
kvæði. En ég hefði ekki viljað
eiga svo sem neina þá menn,
sem ég hef þó orðið hrifin af.
Og ekki öfunda ég blessaðar
kerlingarnar af þssum körlum
sínum. Svo er þó fyrir að þakka
að ég hef átt andlega vináttu
margra þeirra. í því efni geri
ég engan greinarmun á giftum
mönnum og ógiftum og fer ekki
eftir neinum lögum. Af því vin
fengi eru sprottnar margar góð
ar minningar.
Hvernig er að verða sjötug?
Ekki finn ég nú neina stökk-
breytingu við þau tímamót. En
smám saman verður þó ævin
önnur og viðhorfin breytast til
margar hluta, þegar aldurinn
færist yfir. Sjálfur gerir maður
sér þess kannski ekki grein,
nema við töluverða gegnumlýs-
ingu á eigin persónu. Þó held
ég, að yfirleitt verði fólk betra
með aldrinum. Eigingirnin vík-
ur og maður lærir að fyrirgefa
mótgjörðir. Þetta finn ég á
sjálfri mér. Ég var stundum
beizk á fyrri árum. En ég finn,
að hugurinn er mildari en áður.
Hvað hefur ævi þín gefið þér
fegurst?
Tvennt er það einkum. Hið
fyrra eru kynni mín af fjölda
fólks úr öllum stéttum þjóðfé-
lagsins. Það held ég að hafi ver
ið mesta lán lífs míns. Ferðir
mínar og persónuleg kynni við
allt þetta fólk, gerði sjóndeildar
hringinn víðari og jók skilning
minn á mörgum sviðum. Hið
síðara er náttúrufegurðin. Ég
varð snemma hrifnæm á þá
hluti. Oft var ég löngum stund-
um alein úti á víðavangi og
naut þess að eiga samfélag við
sumarið, fuglasönginn, blómin
og allt hið iðandi líf, kvöldsól-
ina, já, og sólaruppkomuna, lit-
brigði ljóss og skugga í vatni,
fjöllum og láglendi.
Hver er munurinn á æskufólki í
Mývatnssveit fyrir 50 árum og
æskufólki á Akureyri nú?
Hyldýpi skilur þar á milli,
segir skáldkonan. 1 mínu ung-
dæmi var fólk nægjusamt og
ÞURU í
gladdist af litlu. Það þótti gott
að fá tvær skemmtanir á vetri.
Svo voru heimsóknir og ung-
mennafélagsfundir. Þá voru
ekki gerðar kröfur til að
skemmta sér á hverjum degi.
Allir vita hvernig þetta er nú.
En það eru hinar ytri aðstæður,
sem eru breyttar og breyta venj
um fólks. Fólkið sjálft er auð-
vitað alltaf sjálfu sér líkt. Ætli
við hefðum ekki brugðið á leik
í Mývatnssveit fyrir 50 árum,
ef við hefðum haft fullar hend-
ur fjár, eins og unga fólkið hef-
ur haft á síðustu árum. Áður
fyrr var meiri munur á ríkum
og fátækum. Það þótti ekki við
eigandi að fátækar stúlkur
klæddu sig eins vel og dætur
efnaðra óðalsbænda. í þá daga
var erfiðara að vinna sig upp
úr fátæktinni en nú er. Þá
þótti sjálfsagður hlutur að elztu
börnin hjálpuðu foreldrum sín-
um, kauplaust, við það að ala
upp yngri börnin.
Ef þú ættir eina ósk?
Ekki veit ég hvernig ég hefði
svarað þessari spurningu á fyrri
árum. Nú er það mín heitasta
ósk að heimsfriður ríki í orðs-
ins fyllstu merkingu. Öryggis-
leysið og óttinn er hið voðaleg-
asta í mannheiminum um þess-
ar mundir. Fyrir sjálfa mig á
ég heldur enga aðra ósk betri.
Þú vinnur ennþá að ættfræði
og skáldskap?
Tæplega er nú hægt að kalla
það því nafni. En þjóðleg fræði
hafa alltaf verið lokkandi og
svolítið á ég í fórum mínum af
handritum, segir Þura og sýnir
mé'r marga doðranta og suma
stóra um ættfræði og margan
annan fróðleik. Og þar er mörg
vísan hnyttilega kveðin, bæði
eftir hana og aðra. Þura segir:
Það er eins með ættfræðina og
hænganetin í Garði. Mér þótti
gaman að greiða netin. Stund-
urri voru þau í einum hnút. En
ef maður fann bein, raknaði
kannski allt saman, nærri því
af sjálfu sér, ef rétt var að far-
ið. Þannig er það líka stundum
í ættfræðinni, að vissir einstak-
lingar, sem maður rekst á,
greiða mikinn vanda. Ættfræð-
in sýnir manni betur en nokkuð
annað, hve ættardramb er mik-
ill hégómi, eins og ættirnar eru
krossaðar hver í aðra og bland-
UR ERLENDUM BLOÐUM
lllli
Skíðamót haldið í Hlíðarfjalli
GARÐI
aðar sitt á hvað. Engin „fín“
ætt er eiginlega til. Ymsir hæfi
leikar ganga að sjálfsögðu í
erfðir og eru mismunandi hjá
hinum ýmsu greinum ættanna.
í minni ætt eru atorku bænd
ur, vinnugefnir og fúsir á að
kvænast og eiga börn. Sjöundi
ættliður í beinan karllegg elzt
nú upp í Garði og sýnir það að
staðfesta er til í ættinni.
Lengra verður nú samtalið
ekki rakið og þakka ég svörin.
Þura Árnadóttir, eða Þura í
Garði, vann 10 vor og einnig
mörg haust við skógrækt Héð-
ins Valdemarssonar á Höfða
í Mývatnssveit með þeim glæsi-
lega árangri, er þar gefur að
líta. Hálfan annan vetur vann
hún í heimavist Menntaskólans
á Akureyri, ennfremur í Gróðr
arstöðinni. En í 15 sumur vann
hún í Lystigarðinum á Akur-
eyri. Hún hefur átt heima á Ak
ureyri síðan 1941. Ljóðabók hef
ur hún gefið út, sem síðan var
endurprentuð og aukin, enn-
fremur Skútustaðaættina, og
margt á hún í handriti, eins'og
fyrr er sagt. En frægð sína á
Þura að þakka hinum lands-
frægu stökum, sem hún hefur
kastað fram við ýmis tækifæri,
eða að gefnu tilefni. Sjálf mun
hún ekki meta þann skáldskap
eins mikið og ýmsir aðrir.
Hin aldna og stórbrotna
skáldkona, sem við fyrstu
kynni virðist hrj'úf, tannhvöss
nokkuð og mikilúðleg,-er skör-
ungur að allri gerð, hreinlynd,
tilfinninganæm og laus við upp
gerð. Og hún er hið mesta
tryggðartröll. Yfir harða og
fastmótaða andlitsdrætti og
rúnaristur langrar ævi, bregður
heiðríkja efri áranna birtu
sinni.
Með þökkum og beztu árn-
aðaróskum. E. D.
■IIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIM*
| Einn á sjó |
Hauganesi, 6. febrúar. Hér hef-
ur í vetur aðeins einn dekkbát-
ur róið og er það Níels. Hann
hefur aflað mjög vel og stund-
um ekki þurft langt að sækja
fiskinn. — í fljótu bragði virð-
ist, að fleiri hefðií getað róið til
fiskjar með góðum árangri. □
Heiðurslaun útgefanda.
Á afmælisdegi (stofndegi)
,GyldendaI Norsk Forlag“ (Har
ald Grieg) 2. janúar sl., heiðr-
aði forlagið Þelamerkur-rithöf-
undinn Tarjei Vesaas með 7500
króna árlegum launum héðan
af til æviloka. Þorgeir er nú 63
ára, kvæntur skáldkonunni
Halldísi Moren úr Þrysidölum,
dóttur rithöfundarins Sven Mor
en. Þau eiga heima að Vinjum
á Þelamörk.
Góður dráttur.
Fyrir skömmu fengu fiski-
menn í Suður-Noregi allvænan
drátt og óvæntan. Var það
kassi allmikill, vafinn í segldúk,
og svo þungur, að beita þurfti
vindunni til að lyfta honum inn
byrðis. Og þá var innihaldið
ekki neitt óhræsi: 15 flöskur af
ginni (genever), all margar
flöskur af viskíi og konjakki,
þrír spritt-brúsar, 4000 vind-
lingar o. fl.
Fengnum skiluðu fiskimenn-
irnir til lögreglunnar í Krist-
jánssandi, en hún kom honum
til geymslu í tollskemmunni,
meðan rannsókn færi fram.
Heiðursskjal fyrir hundadráp.
Skaut 7 hunda sama daginn.
Víðar er rifizt um hunda en
í Reykjavíkurblöðunum! — Er
hér þó sjaldnast um þá hunda
að ræða, sem tjóni valda á sauð
fp og öðrum búpeningi. En það
er altítt erlendis”, þar sem laus-
ir ganga stórir hundar, veiði-
hundar og aðrir, og safnast oft
saman og rása um haglendi
bænda. Verða þeir títt eins og
vargar og villidýr, er þeir sjá
sauðfé og geitur, elta þau uppi
og drepa og sprengja, og gera
títt bæði tjón og usla, og eru
enda réttindalausir og réttdræp
ir, er svo ber undir. En erfið-
lega gengur að fá bætur fyrir
þessháttar tjón.
í Björgvin í Noregi og ná-
grenni er fjöldi hunda (600 skrá
settir, og sennilega jafn margir
óskráðir). Hafa hundar þessir
oft valdið tjóni í búfjárhögum
bænda, og eru því allmargir
skotnir á ári hverju. í sumar sl.
skaut t. d. sveitapiltur skammt
frá Björgvin 7 slíka hunda
rek sæmdi Fjár- og geitarækt-
arfélag fylkisins hann verðlaun
um og heiðursskjali.
Nú er unnið að því að stofna
til „ábyrgðar-trygginga hunda“,
sem tjóni kunna að valda, þann
ig að tryggingafélagið greiði
skaðabætur þeim, er fyrir tjóni
verða af hunda völdum.
Áttavilltar grágæsir.
Svo virðist, sem grágæsirnar
hafi mislesið almanakið víðar
en hér heima í vetur. Þann 20.
£. m. (janúar) sáust 8 grágæsir
koma fljúgandi að sunnan og
stefna í norðurátt, segir frétt
frá Sogni í Noregi, og er talið
einsdæmi í manna minnum.
Vænta menn þar um slóðir, „að
nú muni senn vora!“
HÉR FARA á eftir kaflar úr
ræðu, sem Karl Kristjánsson
hélt í Efrideild Alþingis 15. nóv.
s.l. við 1. umræðu um frum-
varp Framsóknarmanna um að
létta af Ræktunrasjóði og Bygg
ingarsjóði sveitabæja erlendum
lánum, sem gengisfellingin
hafði á svipstundu hækkað um
þriðjung.
Umræðurnar höfðu staðið í
nokkra daga og K. K, sem var
framsögumaður, hafði lokið
þrem ræðum, sem framsögumað
ur hefur rétt til, þegar Bjart-
mar Guðmundsson, 10. lands-
kjörinn , kvaddi sér hljóðs og
flutti skrifaða ræðu og sneri
máli sínu aðallega til K. K. Sú
ræða var í meginatriðum birt
í Morgunblaðinu.
Forseti Efridéildar, sem er
maður sanngjarn, leyfði K. K.
að taka enn til máls. Svaraði K.
K. Bjartmari um leið og hann
ræddi þó fyrst og fremst mörg
atriði úr ræðum, er landbúnað-
arráðherra, Ingólfur Jónsson,
og menntamálaráðherra fluttu.
Af því að Morgunblaðið flutti
ræðu B. G., þykir Degi við eiga
að flytja þá kafla úr svai’ræðu
K. K., sem snertir hana:
„Bændur hafa orðið fyrir ill-
um búsifjum af völdum efna-
hagsráðstafana hæstv. ríkis-
stjórnar. Enginn þarf að furða
sig á orðum bóndans, sem ég
vitnaði í, þegar á þetta er litið
(Það er hart að þurfa að lifa
móðuharðindi af mannavöld-
um). Sá maðui’, sem er hrundið
í krap, mælir ekki blíðlega til
þess, er hrindir honum.
Bændastéttin lítur svo á, og
er ekki ein um það, að hæstv.
ríkistjórn hafi með efnahags-
ráðstöfunum sínum unnið ó-
happaverk, að vísu ekki vísvit-
andi, og það hefur aldrei legið
í orðum mínum, en óviljandi,
eins og þegar gefið er inn
skakkt meðal. „Þetta hefur leitt
af sér lömun þjóðarlíkamans",
sagði formaður L. í. Ú. Hann
skóf ekki utai^ af því og er þó
Sjálfstæðismaður. Þá hefur
annar Sjálfstæðisflokksmaður
— eftir því sem blöð herma —
kveðið ærið fast að orði, Jó-
hann Pálsson úr Vestmannaeyj
um. Hann kvað hafa sagt á
fundi L. í. Ú.: „Ennþá hefur
ekkert eitur verið framleitt í
heiminum, sem orkar fljótar á
meindýr en efnahagsmálapóli-
tík ríkisstjórnarinnar verkar á
sjávarútveginn." Hann líkir að-
gerðunum við bráðdrepandi
eitur.
Háttv. 10. landskj., Bjartmar
SKÍÐARÁÐ AKUREYRAR
gekkst fyrir skíðamóti sl. sunnu
dag. Keppni fór fram í Hlíðar-
fjalli í bezta veðri. Keppendur
voru margir, eða 42 alls. Úrslit
urðu þessi:
Kvennaflokkur:
Helga Hilmarsd. KA 97.1 sek.
Anita Þórarinsd. KA 122,5 —
10 ára drengir og yngri.
Jón Halldórsson KA 59,4 sek.
Árni Óðinsson KA 73,9 —
Sig. J. Sigurbj.son KA 77,7 —
Guðmundsson, var síðasti ræðu
maður á undan mér. Ég hafði
gaman af þessari ræðu granna
míns, þó að ég hefði getað unnt
honum, vegna okkar fyrri
kynna, að halda rökvísari ræðu
og viðhorfasannari. Ræðan
sýndi, að nokkuð hafði komið
við hann það, sem ég hafði eft-
ir bóndanum, sem var Þingey-
ingur eins og við háttv. 10.
landskjörinn (ég get sagt það
nú) og ekki úr „þröngum dal“
eins og háttv. 10. landskj. taldi
að vera mundi, heldur úr Mý-
vatnssveit.
Við háttv. 10. landskj. höfum
báðir alizt upp í sveit, og báðir
verið bændur. Eigum við báðir
þarafleiðandi að hafa svipuð
skilyrði til að finna og sjá, hvað
að bændum snýr. Um alllangt
skeið var það líka svo að okkur
greindi ekki — mér vitanlega
— á í skoðunum í höfuðmálum
héraðs og lands. Nú greinir okk
ur á, svo mér veldur mikilli
furðu. Og ég er ekki einn um
það, að furða mig á afstöðu hátt
virts 10. landskj., heldur veit
ég ekki betur en sama furða
hafi lostið granna okkar og
samferðamenn á heimaslóðum
yfirleitt.
Hv. 10. landskj. virðist telja
mjög viðunandi fyrir bændur,
þær efnahagsaðgerðir, sem
hæstv. ríkisstjórn hefur látið
fram fara. Og hann sagði til
sönnunar því, að ekki syrti að
bændum fyrir norðan, eða þar
væri um að ræða nokkur ösku-
fallsáhrif frá ráðstöfunum
stjórnarinnar, að í tveim stór-
um hreppum, er hann nánar til
greindi, hefðu fjárfestingarfram
kvæmdir verið svipaðar í ár og
árið áður.
Nú hefur þessi háttv. þing-
maður skilyrði til að vita og
skilja, að menn höfðu ákveðið
sig til framkvæmda áður en
efnahagsráðstafanirnar skullu
yfir. Ekki voru þær boðaðar
fyrirfram. Ekki voru þær boð-
aðar í kosningunum haustið áð
ur! Ráðstafanirnar komu að
mönnum óvörum eins og gos.
En svo kemur líka annað til,
sem háttv. þingmaður veit líka
ákaflega vel — alveg eins vel
og ég — að menn hafa lifað
að meira eða minna leyti á verð
lagi vinstri stjórnarinnar þetta
ár, sem er að líða (1960), og
verðlag hæstv. núverandi ríkis-
stjórnar er fyrst fyrir alvöru að
leggjast með fullum þunga á
landsmenn nú. Bændur í S.-
Þingeyjarsýslu, á verzlunar-
svæði Kaupfélags Þingeyinga,
11—12 ára drengir.
Stefán Þorvaldss. KA 94,0 sek.
Ragnar Ingólfss. KA 98,1 —
Úlfar Ragnarss. KA 120,9 —
13—15 ára drengir:
Reynir Brynjólfss. Þór 59,7 sek.
Halld. Kristinss. ÍMA 79,2 —
Sig. Jakobsson KA 79,6 —
A, B og C flokkur:
Hákon Ólafsson ÍMA 49,1 sek.
Ivar Sigmundss. KA 54,5 —
Hörður Þorleifss. ÍMA 54,6 —
Mótsstjóri var Ragnar Sig-
tryggsson, en brautirnar lögðu
fengu miklar efnisvörur, meira
að segja sumir mestan hluta
efnisvara — sem þeir þurftu á
að halda til fjárfestingarfram-
kvæmda sinna, hjá kaupfélag-
inu, með gamla verðinu. Það
gerði þeim mögulegt að halda
áfram með það, sem þeir höfðu
ætlað að framkvæma. Þó hættu
margir, sem áttu erfitt með að
hætta. Það veit háttvirtur þing
maðurinn. (Hér kom svo upp-
talning á aðilum í Aðaldæla-
hreppi, sveit Bjartmars sjálfs,'
sem hætt höfðu við áformaðar
byggingar).
Ef háttv. þingmaðurinn hefði
sagt að hann hefði sannanir fyr
ir því að næsta ár, árið 1961,
yrðu framkvæmdir ekki minni
en að undanförnu, þá hefði það
verið innlegg til sönnunar fyrir
því, að ekkert væri skylt með
ástandi því, sem verið er að
leiða yfir landið og móðuharð-
indum. En hann veit það ákaf-
lega vel að fáir láta sér detta í
hug nýjar framkvæmdir á
næsta ári, að óbreyttu. Svo lam
aður er þjóðarlíkaminn, eins og
Sverrir Júlíusson, flokksbróðir
hans, sagði á landsfundi LÍÚ.
Svo sterkt og drepandi er eitr-
ið, sem hinn Sjálfstæðismaður-
inn á landsfundi LÍÚ talaði um.
Og svo dimmt er fyrir augum,
að vonum.
Háttv. 10. landskj. steig í stól
inn sem vandlætari yfir því, að
ég hefði notað of sterka lýsingu.
Ég skal játa, að líking bóndans
um móðuharðindin er sterk, en
hún er rökrétt, og verðskulduð
af því hve illa var í það mál
tekið, sem hér er til umræðu.
Ég hefði aldrei hreyft henni, ef
málinu hefði verið vel tekið.
Við Framsóknarmenn höfum
ekki hafið ertingar í þessu máli,
eins og háttv. 10. landskj. gaf
í skyn. Það eru þeir, sem hafa
talað af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar, sem hafa kallað fram sterk
orð. Og hvað segir svo háttv.
10. landskj. um líkingar Sjálf-
stæðisflokksins á fundi L.Í.Ú.?
Og svo kom það nú fyrir, að
háttv. vandlætaranum varð það
sjálfum á, að nota eina sóða-
legustu líkingu, sem íslenzk
saga getur lagt til — líkinguna
við Axlar-Björn. Á því mátti
heyra, að vandlætingin var upp
gerð og ekkert annað, enda er
ástæðulaust að vera með tæpi-
tungu í þessu máli. Samlíking-
ar eru notaðar til að gera það,
sem um er rætt, skiljanlegra og
auðsærra með samanburði.
Ég hafði gaman af sumum
Halldór Ólafsson og Sigtrygg-
ur Sigtryggsson.
Veður var hið fegursta og all
margt bæjarbúa í fjallinu. Inn-
réttingu skíðaskálans miðar all
vel áfram og þykir matsalurinn,
sem nú er unnið að, vera hinn
vistlegasti. Heyrzt hefur, að
skautamenn hafi í hyggju að
ýta til sunnan við skálann og
gera sér þar lítið æfingasvæði,
og er það vel, þar sem aðstaða
þeirra hefur verið hin erfiðasta
til skautaiðkana. Ennfremur
mun það án efa auka aðsókn að
skálanum, ef þarna myndast að
staða til æfinga í báðum þessum
vetraríþróttagreinum. □
ÖFUGAN
samlíkingum háttv. 10. landskj.
Hann vildi sýna með þeim bæði
að hann hafi lesið sitt af hverju
og komizt í snertingu við skáld
gáfuna! En allt verður að vera
í hófi ef vel á að takast. Hon-
um varð það á, sem slíkum
mönnum verður stundum á, að
ofhlaða með tilvitnunum. Hon-
um fór eins og eldabiisku, sem
lætur allt, sem hún nær hendi
til, í pottinn í einu, hversu frá-
leitt sem er, að það eigi suðu
saman.
Hemingur Ásláksson, Vel-
lygni Björn, Þórarinn Nefj-
ólfsson — allir voru þeir í ein-
um graut. Hitt er samt enn
verra, að hann virðist ekki
skilja líkinguna um móðúharð-
indin. Hann virðist alls ekki
átta sig á því, að hún er óbein
og aðeins um efnahagsaðgerð-
irnar og afleiðingar þeirra.
Hann tekur hann bókstaflega
og telur hana alls ekki standast,
af því, eins og hann orðaði það,
„sól skein með mesta móti í
sumar“, og „og haustið 1960 var
dýrðarveðráttuhaust."
Svo haldinn er þessi háttv.
þingmaður af trú á hæstvirta
ríkisstjórn, að hann gerir ekki
greinarmun á því sem kemur
frá drottni sjálfum og henni.
Líkingar eru, eins og ég
sagði, sjónaukar á sinn hátt, til
þess að gera það, sem horft er
á stærra og skýrara. En það er
um þær eins og sjónauka: Séu
höfð á honum endaskipti,
smækkar hann það, sem horft
er á, og óskýrir það.
Háttv. 10. landskj. virðist
hafa orðið fyrir því, að sjón-
aukar hans hafi snúizt við. Nú-
verandi félagar hans hafa haft
á þeim endaskipti í þessu máli
og fleirum. Það verðum við
sjálfsagt, gömlu grannarnir, að
sætta okkur við. Við getum
ekki að því gert.
Hæstv. menntamálaráðherra
(Gylfi Þ. Gíslason) hefur margt
sagt í þessum umræðum, sem
ber þess vott, að hann hefur
ennþá ekki áttað sig á gildi
landbúnaðarins fyrir þjóðina og
hlutverki bóndans. Orð hans
haf borið það með sér, að hann
telur að þetta frumvarp feli í
sér ofrausn við bændur og að
yfirleitt sé þeim of mikill stuðn
ingur veittur af þjóðfélaginu.
Háttv. 10: landskj. lét vel yfir
afstöðu hæstv. menntamálaráð-
herra og taldi að hann hefði
talað málefnalega.
Þegar trúin og kærleikurinn
fara saman, er nú allt umborið
á þeim bæ . . . .“
sama daginn! Og fyrir það af-
I Diskó og Harald G. Haralds, sem skemmta á vegum |
I skemmtiklúbbs K. R. A. að Hótel KEA næstkomandi laug- |
I ardags- og sunnudagskvöld, er vinsælasta hljómsveit unga i
fólksins í Reykjavík. „ |
• II IIMMimillllMIMIMMMimiMmilllllllllllllllMIIIMMIIIIMIMIMMIMMMMMMMMMMIMIMMMIMIIMMMMIMMMMMMIM*
B. G. HORFIR ISJÓNAUKANN