Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 1
; ; ! Mál<;a<;.\ I i;a\ísók,narma\na R I'Stjókí: Ek-í.ínci'k Davíb.sson SjKRlFSlWA i HAFNARSTRATrt 90 Simí H(56 . Sumxcc oe i-Rh.s rcN an.nast Hiientverk Odds Björnssonar u.i’. Akiírrvri --------—------------------------- Arci.vssNííASTjókt; JÖÍn Sam- ÚF.i.SSON . ÁR<iAN<5l-RINN KOSTAR Kli. 160.00 . < :. i Ai DD.M.i li! 1. JÍT.Í !3LADin KEMl’R ÍT' A SflDVTKtlDÖC- V M <><; A ! U <• MiDÍ k.l 'M I>V.<;AR ÁSiT.iiA 1>XK1R TII, lf Aukið og þróffmikið félagssfarf Framsóknarmanna á Akureyri Margt fólk gengur nú í Framsóknarfélögin FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri efndu til skemmtunar að Hótel KEA á sunndaginn var. Þar var húsfylli og urðu margir frá að hverfa vegna hinna geysimiklu aðsóknar. Spilað var bingó sem Jón Kristinssin stjórnaði og var það hið fjörugasta. Fjöldi manna hefur óskað eftir framhalds- skemmtunum Framsóknarfé- laganna og er þegar ákveðið anna bingó-kvöld, sunnudaginn 19. marz. Þá verður dansað til klukkan eitt eftir miðnætti að bingóinu loknu. Allar frekari upplýsing- ar á skrifstofu Framsóknar- flokksins frá kl. 8—9 e. h. virka daga, en þar er Aðalsteinn Jós- epsson til viðtals um þessi mál o. fl. Þetta verður nánar auglýst síðar. Nýtt líf virðist vera að fær- ast í félagsstarfið og til marks um það, eru margar nýjar inn- tökubeiðnir síðustu vikur í Framsóknarfélögin. Verður von andi framhald á þessu. □ MÖRG veiSivötn eru í Þingeyjarsýslu, svo sem Mývatn, Sandvötn tvö, Kálfborgárvatn, Svartárvatn, Vestmannsvatn, Kringluvatn og fleiri. Öll eru þau undir ís á vetrum og er þá AfSi góður - Bjargfuglinn kominn veitt á dorg. Frá 27. september til 1. febrúar eru þau friðuð. En síðari hluta vetrar er veiði oft góð og oftast bezt um það bil er ísa leysir. Margir hafa nokkra búbót af dorgveiði og auk þess er hún skemmtilegt sport. — Fyrir skömmu voru nokkrir Akureyringar á dorg á Kálfborgarárvatni og var þessi mynd tekin þar. Stærsti silungurinn var 5 punda urriði, en mest veiddist af smárri bleikju í því vatni. — Talið frá vinstri: Indíana Ingólfsdóttir, Kjartan Stefánsson og Stefán Kjartansson. — B. A. tók myndina. □ ■•Iiiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiii menns i U. M.S.E. Fertugasta þingið var haldið að Arskógi i.. ‘ BJÖRGVIN BLAÐIÐ leitaði frétta frá Gríms- ey hjá sr. Pétri Sigurgeirssyni, sem nýkominn er þaðan. Tiðin hefur verið sérstaklega gé>ð en fremur óstillt i sj<>. Fisk- afli góður, þegar á sjó gefur. En Jtað eru aðeiris Svéirisstaðafeðgar og Grenivíkurbræður, sem sjóinn sækja ennþá. Hrognkelsaveiðar eru í þárin veginri áð liefjast. Hinn fi. desember var flutt í ný- uppbyggðan bæ að Básum í Grímsey, nyrzta bæ landsins. Það eru j)eir bræður, Alfreð og Finnur Jónssynir og Ragnhildur Einars- dóttir, kona Alfreðs, sem bæ þenn- an byggja. ANNAÐ KVÖLD, fimmtudag, frumsýnir L. A. þriðja verkefni sitt á þessu leikári, en það er gamanleikurinn Biðlar og brjósla- höld eftir Glaude Magnier í þýð- ingu Sveinbjarnar Jónssonar. Leikstjóri er Guðmundur Gunn arsson og leikendur eru níu. Gamanleikur þessi hefur í vetur verið sýndur í Olafsvík, og eru sýningar þar nú orðnar um tutt- ugu, enda er leikurinn sprcng- hlægilegur. Léikluisgestir eru beðnir að at- Iiuga, að ákveðið hefur verið að sýningar á þessum leik hefjist kl. 20.30. Næstu sýningar verða á laugar- dag og sunnudag, en svo verður hlé vegna hinnar árlegu skemmt- unar Barnaskólans. Fastir frumsýningargestir taki miða sína í aðgöngumiðasölu leik- lnissins þriðjudag og miðvikudag kl. 3—5 e. h. Eftir þann tíma verða Jjeir seldir öðrum. Æfingar eru nú hafnar á fjórða verkefni L. A., sem er óperettan IÖagur I kemur næst út á laugard. 11. marz. Auglýsendur, mtuiið að senda auglýsingahandrit í tíma. Á sunnudaginn var messað í til- efni af æskulýðsdégi þjóðkirkj- unnar og var kirkjusókn mikil. Tveir málárar hafa unnið við kirkjuna og ltafa lokið við að mála hluta hennar að innan. Indíana Kristjánsdóttir og bré)ð- ir hennar Pétur gáfu kirkjunni fagra kristmynd, hjónin í Garði gáfu sjö arma ljósastiku, Einar Einarsson gaf fagra, útskorna stóla og Hólntfríður Guðmunclsdóttir gaf 1000 kr. til minningar um mann sinn, Þorkel Árnason, og Selrnu dóttur jteirra. Aangvían, skeglan og fíllinn eru komin til eyjarinnar. „Bláa kápan", og er leikstjóri frk. Ragnhildur Steingrímsdóttir. (Frá Leikfél. Akureyrar). MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII FERTUGASTA þing Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, skammstaf- að UMSE, var haldið í Árskógi á Árskógsströnd 25. og 26. febr. sl. Það sátu 46 fulltrúar þrettán sain- bandsfélaga af fjórtán, sem í sant- bandinu eru. Gestur þingsins frá Ungmen nafé 1 agi Islands var Stef- án Ólafur Jónsson. Forsetar voru kjörnir Eggert Jónsson og Haukur Berg en ritar- ar Kristján Vigfússon og Sveinn Jónsson. Formaður sambandsins, Þórodd- ur Jóhannsson, flutti starfsskýrsl- una. Eins og áður eru íþróttir efst á baugi hjá félögunum og þá unt leið hjá sambandsstjórn. Samband ið hafði tvo íþróttakennara, þá Martein Guðjónsson og Stefán Guðmundsson. Haldin voru miirg mót í frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu og keppendur sendir til þátttöku í aðra landshluta. Héraðsmót var haldið að Ár- skógi 28. ágúst í sumar. Það var mjiig fjölsótt og fór hið bezta fram. Boðhlaupssveit setti eyfirzkt met í 4x100 m. UMSE tók þátt í Norðurlandsmóti í frjá.lsum í- þróttum og knattspyrnu. Sambandið sá að miklu leyti um bændadaginn, sem haldinn var að Laugarborg 24. júlí. Þar var íjöl- menni og hinn mesti mannfagnað- ur. Þar var keppt í starfsíþróttum. Tvö skákmót hélt sambandið og keppti auk þess við Akureyr- inga í skák. Skógræktarferð var farin í Mið- hálsstaði og plantað þari á þriðja þúsund trjáplöntum í sérstakan (Framhald á bls. 7) ISTRANDADI I AÐ MORGNI hins 1. Jr. m. strand aði Björgvin frá Dalvík vestan Gjögra við Eyjafjörð. Hann var á leið frá heimahöfn á miðin, er slys þetta vildi til. Skipið losnaði af sjálfsdáðum, en leki kom að því og á því urðu töluvert ntiklar skemmdir að framanverðu, bæði á kjöl og byrð- ingi. Björgvin var tekinn i slipp á Akureyri, og samkv. upplýsingum Skafta Askelssonar, forstjóra Slipp stöðvarinnar h.f., verður gert við skipið þar, og mun það taka Jtriggja vikna tíma. Björgvin er stálskip, 250 tonn að stærð. Vélsmiðjan Atli h.f. hefur tekið að sér viðgerðina. Nokkrsr sarcþykktir U=MA.E. LANDHELGISMÁL: Um landhelgismálið vill þingið ítreka, að hvergi verði slakað til með fyrri samþykktir Alþingis varðandi rétt okkar til útfærslu fiskveiðimarkánna í tólf rnílur. HERSTÖÐVARMÁL: Þingið lýsir andstöðu sinni á hvers konar erlendri hersetu í landinu og ítrekar fyrri yfirlýsingar sambandsþinga um þau mál. Þingið lýsir andstöðu sinni á bjórfrumvarpi því, sent nú liggur fyrir Alþingi og skorar á þingmenn kjördæmisins að vinna gegn samþykkt þess. HANDRITIN: Varðandi handritamálið lýsir þingið ánægju sinni yfir því, að vænlegar virðist horfa unt lausn þess. Treystir þingið því, að það mál megi hljóta farsæla algreiðslu og eíla samstarf og vináttu Dana og íslendinga. KIRKJUSÓKN: Sambandsþingið heitir á ungmennafélög hvert á sínu félags- svæði, að stuðla að aukinni kirkjusókn meðal sinna félaga og verða öðrum til fyrirmyndar ií því efni, sem og öðrum góðum og hollum siðum. IMIIMIMIIIIMIMIIIIMIMIIIIMIMMMMIIMIIIIIMIIIIIMIIMMMIIIIMMIMIMIMIMimiMIMIIIIMIIMMMIMMMIMIMMIMI Stjóm U.M.S.E. Frá v.: Sveipn Jóhannss., Þóroddur Jóhannss. og Kristján Vigfúss. Standandi: Eggert Jónsson og Sveinn Jónsson. BIDLAR OG BRJÓSTAHÖLD Fruinsýniiigin verður annað kvöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.