Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 4
4 Bagub ÞVINGUNARRÁÐSTÖFUN EITT AF ráðum ríkisstjórnarinnar til að takmarka fjárfestingu í landinu og koma peningamálum þjóðarinnar í rétt horf var það, að lögfesta brott- flutning sparifjár fólks úr bönkurn, sparisjóðum og innlánsdeildum kaup félaga. Helmingur af innlögðu spari- fé í þessar stofnanir skyldi senda Seðlabankanum í Reykjavík til fryst ingar. Með þessari ráðstöfun var ný stefna tekin. Landsfólkið mátti ekki ávaxta sparifé sitt í heimabyggð sinni nema að hluta. Þetta virðist í fljótu bragði jaðra við stjórnarskrárbrot. En rökstuðningurinn fyrir þessu var sá, að þetta væri nauðsynlegur liður í hinni alhliða „viðréisn14 í efnahags- málum. Manni verður á að spyrja, hvort t. d. hér á Norðurlandi hafi verið bruðlað ólióflega með fjármuni þjóð- arinnar — svo mikið að það réttlæti slterðingarákvæði um ávöxtun spari- fjár á heimaslóðum. Auðvitað er þetta hin mesta fjarstæða og styðst ekki við nein skynsamleg rök að svifta fólk umráðarétti yfir því fé, sem það getur lagt til hliðar. En ríkisstjóminni mun hafa fund- izt, að fjárheimtan væri léleg og að ekki væri nægilegur peningastraum- urinn suður til Reykjavíkur af þess- um ráðstöfunum. En stjórnarherrarn- ir voru ekki af baki dottnir. Þeir gáfu þá út nýjar reglur og fyrirmæli. Þær fela það í sér, að innlánsdeildum kaupfélaga er skylt að afhenda 30% af innstæðuaukningunni, en þó aldrei minna en 3% af heildarinnstæðu, hvort sem sjóður deildarinar liefur vaxið eða minnkað. Sennilega þurfa félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga að sjá á þennan hátt á bak upphæð, sem nemur á aðra milljón króna. Ríkisstjórnin hafði búizt við stór- felldri sparifjársöfnun vegna vaxta- hækkunarinnar. Þetta brást. Um leið og lífskjör almennings voru skert, eins stórkostlega og raun bar vitni, eða um a. m. k. 15%, var engin von til þess að fólk gæti lagt meira fé til hliðar, og er bað auðskilið, enda varð sú raunin, að eftirspurn eftir lánsfé, þótt greiða þyrfti allt að 12% í vexti, jókst stórlega vegna versnandi efna- hags manna. Þegar innlánsdeildir skiluðu ekki Seðlabankanum eins miklu fé og áætl að hafði verið, var því haldið fram, að fólk færi í kring um lögin, legðu peninga sína t. d. inn í viðskiptareikn inga sína í stað þess að leggja þá í innlánsdeild. Þessu er heldur ekki til að dreifa og eru ástæður hinar sömu og áður greinir. Þegar vörur hækka um þriðjung, en kaupið er liið sama í krónutali og áður, er ekki von til þess að sparifé streymi í innlánsdeild ir eða aðra sjóði. Nýlega skýrði glöggur bóndi þetta á einfaldan hátt. Hann sagði frá því, að á tveim keyptum vörutegundum til búreksturs síns (benzin og fóður- bætir) hefði verðhækkunin numið 25 þúsund krónum á síðasta ári. Allir sjá hvílíkt herfilegt ranglæti það er, að skylda peningastofnanir úti á landi, sem alltaf hafa of lítið fé, til að skila verulegum hluta af spari- £é fólksins suður til Reykjavíkur til ráðstöfunar þar. □ Hallgrímur Þorbergsson á Halldórsstöðum í Laxárdal — MINNINGARORÐ — HVAÐ FENGU HALLGRÍMUR bóndi Þor- bergsson á Halldórsstöðum í Laxárdal í S.-Þingeyjarsýslu var jarðsunginn að Þverá í Lax árdal 21. febrúar sl. Hann var fæddur á Helgastöðum í Reykjadal 8. janúar 1880, sonur Þorbergs Hallgrímssonar og Þóru Hálfdánardóttur frá Önd- ólfsstöðum Björnssonar. Bú- fræðingur varð hann frá Eiðum árið 1898, en leitaði sér síðan þekkingar, sérstaklega í sauð- fjárrækt, í Noregi, Skotlandi og Englandi næstu árin. Hallgrímur keypti tóvinnu- vélarnar á Halldórsstöðum í Laxárdal og rak þær í nokkur ár, síðar keypti hann og setti niður tóvinnuvélar fyrir Kaup- félag Þingeyinga á Húsavík ár- ið 1924. Ríkisstjórnin fól Hall- grími 1932 að fara utan til að velja Border Leicester-fé, ann- ast flutning þess til landsins og gæzlu þess. Hafði Hallgrímur féð heima hjá sér á Halldórs- stöðum í mörg ár. Hann inn- leiddi sundbaðker hér á landi, var alla æfi einstakur áhuga- maður um sauðfjárrækt og einn af stofnendum Búnaðar- sambands S.-Þingeyinga og kom víða við sögu í framfara- málum. Hann skrifaði töluvert mikið um landbúnaðarmál í blöð og tímarit, var ritfær vel og snjall í máli. Hallgrímur kvæntist Berg- þóru Magnúsdóttur Þórarins- sonar á Halldórsstöðum árið 1915, og á Halldórsstöðum bjuggu þau á fimmta tug ára, en létu af búskap fyrir 2 árum. Þau eignuðust eina dóttur, Þóru, sem búsett er á Húsavík, gift Valdimar Halldórssyni, bif reiðaeftirlitsmanni. Svarfaðardal á þorraþrælnum 1961. Veðurfarið hér í vetur hefur verið mjög gott, snjólítið og greiðar samgöngur á vegum öllum. Um jólin voru hríðar og setti þá niður nokkra fönn. Varð þá þung færð nokkra daga. Með áramótum þíðnaði og tók snjó að leysa. Skiptust þá á þíðviðri með rigningar- skúrum og stillt veður með sköi'pu frosti. Svellrann þá jörð í byggð, einkum þó slétt tún, engjar og flatlendi. Varð þá vai-asamt á vegum vegna hálku, þótt ekki kæmi að slysi. Síðan hefur gert lítilsháttar driftir of- an á svellin, en veðurlag hald- izt hið sama, hreinviðri og frost allt upp í 12—15° og þíðviðri á milli með nokkuri-a stiga hita. Og nú í dag, er þoi-i'a lýkui', er sunnan mildur andvari, létt ský á lofti, sólskin og 5° hiti. Fyrir 95 árum oi'ti Ki'istján Jónsson, Fjallaskáld, ' á þorraþrælnum: „Nú er frost á fróni, frýs í æð- um blóð,“ o. s. fi’v. Skenrmtanir. Kvenfélagið hafði jólatrés- fagnað fyrir börn hinn 4. jan. sl. í þinghúsinu að Grund. Var Fi’á því ég fyrst kom í Laxár dal hefur mér fundizt dalurinn umvafinn meii'i töfi'um en aðr- ar sveitii'. Lengi var hann ein- angraður og er það að vissu leyti enn og hann hefur mótað sérkennilegt fólk eins og Hall- gi'ím og Bei'gþóru á Halldói's- stöðum og söngkonuna ástsælu, frú Lizzý, svo eitthvað sé nefnt. Hraunið, skógui'inn, áin undur fagra og kyri'ðin, hlýtur að snerta séi'hvei'n sjáandi fei'ða- mann. Höfðingskapurinn og hin rótgróna sveitamenning dylst þeirn tæplega, sem kynnast dal búum og gleymist aldi'ei þeim, sem komu á heimili Hallgríms og konu hans. Hallgrímur Þox-bergsson var hár vexti, fríður sínum og fyrir mannlegur. Skapið ólgaði af fjöri. Enginn hló hjartanlegar en hann. Þegar á móti blés, leysti hin meðfædda bjai'tsýni og stei-ka lífstrú og lífsmáttui’, alla ei-fiðleika. Hallgrímur var fi'jálsmannlegur í fasi og frjáls í hugsun, alla æfi óbundinn af kreddum og kenningum en þó hið mesta ti'yggðatröll. Jöi'ð inni unni hann og hafði óbifan- lega trú á fi’amtíð landbúnaðar ins. Smælingja umgekkst hann af einstakri nærgætni. Dvalar- börn dáðu hann og elskuðu. Um leið og ég sendi ástvinum Hallgi-íms Þorbei'gssonar sam- úðai'kveðjur, þakka ég uppörf-' andi og skemmtileg bréf hans, mai’gra ára ógleymanleg kynni og rausn, en mest þakka ég for sjóninni fyrir þá hugulsemi að ég fékk að kynnast hinum ein- stæða og hrífandi pei’sónuleika, hreinlyndi og drengskap er Hallgi'ími fylgdi til dauðadags. E. D. húsið prýtt með jólaskrauti og Ijósum og allt hið vistlegasta. Böi'nin skemmtu sér við söng og dans og gengu í kringum fag urlega ski-eytt jólatré. Að lok- um var börnunum og öðrum viðstöddum framreiddar ríku- legar veitingar. Þann 28. sama mánaðar efndu ungmennafélögin til þorrablóts að Höfða. Þar var margt um manninn og í orðsins fyllstu merkingu „setinn Svarfaðai'dal- ux’.“ Þótt þröngt væri „setinn bekkurinn", boi'ðuðu menn með beztu lyst hangikjöt, harðfisk, hákarl og annað heimafengið góðmeti. Flestir boi-ðuðu úr trogum að foi-num sið. Hnútu- kast vax'ð þó ekkert eða „hazar“ á nútímamáli. Fluttur var annáll ársins í sendibi'éfsformi, þ. e. helztu viðbui'ðir í Svai'faðardal á síð- ast liðnu ári. Allt var það í létt um tón og sumt sýnt í skoplegu Ijósi og gei'ðu menn góðan róm að. Þá var lesin þjóðsaga og fluttir nokkrir vísupai'tar sem samkomugestir botnuðu, flesta. Átta unglingar sýndu þjóð- dansa. Almennur söngur og (Framhald á bls. 7) HVAR sem tveir eða fleiri tal- ast við, ber landhelgismálið á góma og vei'ða menn stundum háværir þótt flestum beri sam- an um það, sérstaklega eftir út varpsumræðurnar þar sem mál ið var túlkað frá öllum hliðum, að samningui'inn við Breta sé töluvei't vafasamui'. En í þessu máli sem öðrum verður að hafa það sem rétt er og glöggva sig á aðalatriðum þessa stórmáls. Það ætti að vei-a nokkui'n veginn Ijóst hvað Bi'etar og ís- lendingar fá hvoi'ir um sig í sinn hlut, eftir að sanmingsupp kastið varð opinbert plagg og prentað í öllum stæi'stu blöðum landsins. En á gi'undvelli þess hefur ríkisstjórnin boi'ið fram þingsályktun um að henni verði falið að ganga frá samn- ingnum. Fjögur eru þau grundvallar- ati’iði, sem hinn nýi samningur felur í sér. Skulu þau nú rædd hvert um sig. Fjögur meginatriðin. 1. Ríkisstjórn Bretlands falli fi'á mótmælum sínum gegn tólf mílna fiskveiðilögsögu umhvei’f is ísland, sem mæld er frá grunnlínum. íslendingar munu fagna því að Bretar „falli frá mótmæl- um“, en hvernig á því stendur, að þeir viðurkenna ekki hrein- lega 12 mílurnar, er alveg óskilj anlegt. Lögfræðiprófessorar deila um mei-kingu orðanna „falli frá mótmælum". Hér er samningui'inn ekki ti'austai'i en það, að vegna þessa oi'ðalags hlýtur mei'king málsgreinarinn ar að oi'ka tvímælis. Þetta er áþekkt og ef samningsaðili gæfi já eða nei til kynna með höfuð- hreyfingu, en vildi hvorki játa eða neita á ótvíræðan hátt. En allt um það er gi'einin talin tekjumegin fyrir íslendinga, svo óviss sem hún er, og blendin að orðalagi. Benda má á, að Bi'etar eru fyrir rriörg um mánuðum síðan hættir of- beldisaðgerðum innan 12 míln-' anna og höfðu ekki ætlað sér að hefja þann ljóta leik að nýju, samkvæmt áliti Bjai'na Bene- diktssonar og Hermanns Jónas- sonar í sumai', en um þetta leyfðu þeir sér í-eyndar að vera sammála og töldu sig báðir hafa nokkuð öruggar heimildir fyrir. 2. Onnur gi'ein samningsins fjallar um grunnlínubreytingar á fjórum stöðum hér við land, sem Bretar vilja fallast á. Bi'eytingar þessar eru okkur hagstæðar og stækka landhelg- ina. Þetta eigum við að færa tekjumegin hjá okkui'. En þess ar grunnlínubreytingar þurft- um við ekki að fá úr hendi Breta eða frá neinum öðrum, því að samkvæmt úi'skurði á hafréttarráðstefnunni 1958, átt- um við þennan rétt og rétt til fleii-i grunnlínubi’eytinga, sem hægt er að nota hvenær sem er með einhliða ákvörðun ís- lenzkrar ríkisstjórnai’. Þegar þetta er athugað, getum við ekki fært þetta tekjumegin hjá okkur. Við höfum við enga að semja um það, sem við eigum sjálfii'. Eða myndir þú, lesandi góður, telja það þér til ávinn- ings ef skuldunautur þinn þrifi peningaveskið þitt upp úr vasa þínum og boi'gaði þér skuldina með þínum eigin peningum? Nei, en þetta er þó alveg hlið- stætt. Það er alveg út í hött, að ríkisstjórnin skuli telja þetta þýðingarmikla hagsmuni, sem Bi'etar veiti okkur. Það er aug- ljós blekking. , Hér hafa þá verið nefnd þau tvö atriði, sem okkur eru af, ríkisstjórninni, talin mjög hag- stæð og mikils verð. Þá eru eftir hin tvö atriðin, sem Bretar hreppa í sinn hlut. ■ 3. í þrjú ár frá dagsetningu svars yðar (segir ísl. ríkisstj.) við orðsending þessari, mun rík isstjórn íslands ekki hindra, að skip, sem skrásett eru í Bret- landi, stundi veiðar á svæði milli sex og tólf mílna innan fiskveiðilögsögunnar. Samkvæmt þessu ákvæði mega Bretar hvert ár næstu þrjú ár hefja fiskvciðarnar 1. janúar fyrir Austurlandi, færa sig síðan suður fyrir land síðari hluta vetrarvertíðar, halda svo norður með landinu vestan- verðu (út af Vcstfjörðum má þó ckki veiða) og skarka svo fyrir norðan land yfir sumarmánuð- ina og frain á haust. M. ö. o. Bretar mega veiða 365 daga á ári í 3 ár innan 12 rnílna márk- anna, án nokkurra takmarkana veiðiflota síns. ; Bretar eiga um 300 togara, sem þeir þannig gætu sent inn í landhelgina og við það bætast svo togarar annarra landa, sem gert er ráð fyrir að njóti sömu fríðinda. Þessir togarar geta fylgt fiski göngunum eftir allt árið. Það er mikið örlæti af fslands hálfu. Áður nutu hin friðuðu grunn- mið yfir 90% friðunar þrátt fyr ir veiðar Breta undir herskipa- vernd innan 12 mílna. Þær tímatakmarkanir, sem stjórnarblöðin nefna oft og leggja áherzlu á að séu miklar, í sambandi við togveiðarnar innan 12 mílna, eru úr lausu lofti gripnar, eins og þegar hef- ur verið bent á. Allur brezki flotinn fær að veiða á beztu fiskimiðunum allan ársins hring. Meira var ekki hægt að hafa það. Og hvergi eitt orð um það, að Bretar skuli hverfa úr landhelginni eftir þi'jú ár. 4. í fjórðu og síðustu grein lýsir ríkisstjórnin því yfir, að hún heldur áfram að vinna að útfærslu fiskveiðitakmarkanna . . . „en mun tilkynna rikis- stjórn Bretlands slíka útfærslu með sex mánaða fyrirvara, og rísi ágreiningur um slíka út- færslu, skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til AI- þjóðadómstólsins.“ Svo mörg eru þau orð. íslend ingar afsala sér, samkvæmt; þessari grein, réttinum til út- færslu fiskveiðitakmarkanna, sem þeir þó höfðu öðlazt alveg Bækur frá Yesfur-fslendingum ? HVAÐ FENGU óumdeilanlega, samkv. úr- skurði síðustu hafréttarráð- stefnu 1958. Þessi grein ómerkir þau veigamikiu rök, sem Islending- ai; hafa fram til þcssa haldið fram meðal allra þjóða og byggj ast á landgrunnslögunum frá 1948. íslendingar viðurkenna hér Breta sem herraþjóð og beinan samningsaðila um fisk- veiðilandhelgi. Fram að þessú hafa íslendingar stækkað sína fiskveiðilögsögu eins og 30 aðr ar þjóðir, með einhliða út- færslu. Og víst er, að með samningum hefðum við ekkert komizt í þessu efni, sízt með samningum við Breta, sem ís- lenzka ríkisstjórnin vill nú gefa helgasta framtíðarrétt okkar í þessum málum. Þetta atriði er stórhættulegt fyrir framtíðina. Islendingar máttu sízt af öllu rétta Bretum hendurnar til að láta þá handjárna sig fyrir alla framtíð. Bretar fagna þessu ákvæði alveg sérstaklega og fara ekki dult með það. Þegar þessi fjögur atriði eru metin og vegin af hlutleysi og án hleypidóma, hlýtur niður- staðan að verða sú, að landhelg issamningurinn sé íslendingum meira en lítið óhagstæður, svo vafasamt er hvort við berum nokkurn skapaðan hlut úr být- um. Nakinn sannleikur. Vert er að fara nokkrum orð um um áróður stjórnarflokk- anna í landhelgismálinu. Vand- lega var þagað um það sem raunverulega var að gerast og fullyrt að ekki væri samið, en hins vegar voru í laumi prent- uð aukablöð áðalblaða stjórn- arflokkanna með yfirlætisleg- um og beinlínis upplognum áróðri. Blöðum þessum var svo dreift út og á sama tíma var ríkisútvarpið tekið í þjónustu áróðursins mjög einhliða um leið og hið merkilega plagg var lagt fram á Alþingi. Sem betur fór fylgdu útvarpsumræður í kjölfarið. Þær gerðu meira en að eyða þeim áhrifum, sem kunnu að hafa orðið af hinu vel undirbúna áróðursher- hlaupi ríkisstj órnarinnar. Eftir þessar umræður stóð ekki steinn yfir steini af röksemdum stjórnarinnar og sannleikurinn lá nakinn frammi fyrir þjóð- inni. Hver gaf þeim umboð? Olafur Thors sagði í sinni ræðu, að hroðalegustu svikin, sem auðið væri að fremja væru að svíkjast um að semja. Sami maður sagði áður: „Ég hef ekk ert umboð frá neinum í þessu þjóðfélagi til þess að afsala ís- landi 12 mílna fiskveiðiland- helgi.‘‘ Hvenær skyldi Ólafur eða nokkur annar í ríkisstjórn íslands og á Alþingi Iiafa lilotið þann rétt? Eru þingmenn ekki bundnir yfirlýsingunni frá Al- þingi 5. maí 1959, sem þeir skrif uðu allir undir sem einn maður, en í þeirri yfirlýsngu Alþingis íslendinga „lýsir Alþingi því yf ir, að það telur ísland eiga ótví ræðan rétt til 12 mílna fiskveiði Iandlielgi, að afla bcri viður- kenningar á rétti þess til land- grunnsins alls, svo . seni stefnt var að með lögunum um vísinda lega verndun fiskimiða Iand- grunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiði- landhelgi en 12 mílur frá grunn línum umhverfis landið.“ Til viðbótar þessu eru svo all ir svardagar þingmannanna, hvers fyrir sig frammi fyrir kjósendum við síðustu alþingis kosningar. Enginn einasti þeirra liefur siðferðilegan rétt til að svíkja yfirlýsingu Alþing is og sínar eigin yfirlýsingar gagnvart kjósendum. Eða hvað an kemur þeim umboð til þess? Áróðurinn er brezkur. Enn má nefna, að við valda- töku núverandi ríkisstjórnar gaf forsætisráðherra eftirfar- andi yfirlýsingu fyrir hönd stjórnar sinnar: „Þá þykir rík- isstjórninni rétt að taka það fram, að stefna hennar í land- helgismálinu er óbreytt, eins og liún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5. maí 1959.“ Meira en lítið hefur stjórninni þótt við liggja að.selja Bretum landhelgina, eftir að hafa þó gefið allar þessar yfirlýsingar. Stjórnarblöðin segja, að þessi samningur sé ekki verri en sá, sem vinstri stjórnin hafi boðið áður en landhelgin var færð út í 12 mílur. En því er til að svara, að þetta tvennt er al- gerlega ósambærilegt. Skylt var, að vinna útfærslunni fylgi, áður en hún kom til fram- kvæmda. Það eitt væri sam- bærilegt ef nú ætti að færa landhelgina í 16 mílur og reynt væri að vinna aðrar þjóðir til fylgis við þá útfærslu. En að ganga til baka, renna frá því, sem gert hefur verið og allar þjóðir nema ein viðurkenndu þegar í upphafi, það er smán og af allt öðrum toga og að nauð- syn þess hníga alls engin rök. Stjórnarblöðin segja, að íslend- ingar fái stóra viðauka á úthaf- inu, með grunnlínubreytingun- um. Hér eru þau sýnilega kom- in undii' áhrifavald Breta. Þeir tala jafnan um landgrunnið sem úthaf. Það er í sannleika hart, að þurfa að hlusta á svo brezkar röksemdarfærslur af munni íslendinga. Stjórnarblöðin áfellast vinstri stjórnina fyrir það, að hafa ekki notfært sér réttinn til lagíær- ingar á grunnlínuni. Sjálfstæðis menn komu í veg fyrir það sumarið 1958. Þeir gátu hins vegar, ásamt Alþýðuflokks- mönnum notað réttinn ,um leið og þeir mynduðu sína ríkis- stjóm, en gerðu það ekki. Þess í stað vilja þeir nú taka við honum úr hendi Breta og láta landhelgina í staðinn. Saga Sjálfstæðisflokksins í landhelgismálinu er ljót en lær dómsrík. Foringjar þessa flokks og skriffinnar stóðu fast með Bretum sumarið 1958, áður en reglugerðin um 12 mílurnar tók gildi, svo fast og óskamm- IAR? feilið, að blöð brezkra togara- eigenda endurprentuðu land- helgisgreinar Morgunblaðsins sínjun málstað til framdráttar. Morgunblaðið sagði, að stjórn- arstefnan (vinstri stjórnarinn- ar) væri ekki í samræmi við þjóðarviljann enda réðu konun únistar einu og öllu. Bretar veitíu því athygli að stærsta blað íslenzku þjóðarinnar, sem jafnframt var blað stærsta flokksins, var þeim vinveitt. Telja verður líklegast, að vegna þessara skrifa hafi Bretar litið svo á, að nokkui' vel búin her- skip gætu bugað hinn óþæga hluta þjóðarinnar. Þeir sendu herskip og beittu ofbeldi. En þá reis öll þjóðin upp og stóð með vinstri stjórninni og þjóðarvilj- inn sigraði íslenzku Bretavin- ina svo gjörsamlega, að Sjálf- stæðisflokksforystan söðlaði um og gerðist hörð í andstöðunni við hið brezka ofbeldi, enda var skammt til kosninga. í tvenn- um kosningum sóru þeir allir við heiður sinn, að standa fast á rétti íslands. Þeir þurftu að þvo hendur sínar frammi fyrir þjóðinni meira en aðrir, því þeir vissu að viljandi eða óvilj- andi höfðu þeir boðið hinu berzka ofbeldi inn í landhelgi íslands. Óbreytt hjartalag. En hjartalag íhaldsins breyt ist ekki á skammri stund. Kosn ingarnar liðu hjá. Þeim fylgdi valdataka þess með aðstoð stjórnmálaflokks, sem einu sinni var og hét Alþýðuflokkur. Þá tóku úlfshárin að gægjast fram á ný og undirlægjuháttur- inn gagnvart Bretum. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi allt- af verið að sverja af sér samn- inga við Breta (svo maður tali nú ekki um Alþýðuflokkinn) svarið og sárt við lagt, að und- ansláttur frá 12 mílunum kæmi auðvitað aldrei til mála, gerði hann það samt. Svik hans eru nú fullkomlega afhjúpuð. Og þar með er þessi stjórnmála- flokkur búinn að ganga frá öll- um mikilvægum loforðum, sem hann gaf kjósendum fyrir síð- ustu kosningar. Samningar í Iandhelgismálinu fullkomnuðu 'þetta alveg. Stjórnarflokkarnir, sem nú síanda við stýrið, hafa ckki umboð þjóðariimar til þess að ráða slíkri stefnu. Sú ríkis- stjórn, sem ekki getur efnt eitt cinasta mikilvægt loforð, sem hún gaf kjósendum við valda- töku, verður að ganga frá borði og fela öðrum stjórnvöliim. □ Bretar fagna. Berzk blöð hafa fagnað því, að ríkisstjórnin þar í landi skyldi geta komið frekari út- færslu fiskveiðilögsögu íslend- inga fyrir kattarnef um alla framtíð. Það var þeirra stórmál að stöðva útfærsluna. En í stað þess að fylgja sigrinum eftir og færa baráttuna út fyrir 12 míl- ur, hopaði dáðlaus ríkisstjórn íslands og færði smán yfir þjóð sína með hinum hörmulegu samningum. □ Sigtryggur Þorsfesnsson —— KVEÐJA-™—“ ÞEGAR ég um hádegisbilið horfði út um gluggann minn, og virti fyrir mér góða veðrið, hrökk ég við þegar tilkynnt var í útvarpinu, að jarðarför Sig- tryggs Þorsteinssonar færi fram frá Akureyrarkirkju laust eftir hádegi í dag. Ég óskaði þess af heilum hug, að ég væri nú horfinn norður og gæti fylgt þessum gamla vini mínum síðasta spölinn. En þess var enginn kostur. Lang- aði mig þá til að senda nokkur kveðjuorð. Þeim fækkar nú óðum, æsku vinum mínum í Eyjafirði, svo nærri lætur að mér finnist tóm legt, þá sjaldan ég gisti Eyja- fjörð. Um slíkt er ekki að sak- ast, því „enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Fyrst þegar ég man eftir mér var Sigtryggur heimamaður á heimili foreldra minna á Möðru völlum í Hörgárdal. Mér var sagt að hann hefði komið þang- að aldamótaárið með börn sín tvö, Hallgrim og Þorgerði, móð ir hans, Þorgerður, fylgdi hon- um líka eftir. Þá var hann ný- orðinn ekkjumaður. Heyrði ég hann oft telja það lán, að hann fór að Möðruvöllum með hóp- inn sinn, en það var ekki síður lán fyrir heimilið, að fá svo góð an liðsmann, og mikill fengur var það fyrir okkur systkinin að eignast svo góð leiksystkin eins og börnin hans voru. Það var ekki laust við að ég öfund- aði Valtý bróður minn af því að hafa Hallgrím alltaf við hendina heima, vinkona mín, Þorgerður, bjó með ömmu sinni í litlum bæ, suður og upp á túninu á Möðruvöllum, sem hét Nunnuhóll. Þó ekki væri langt á milli bæjanna, gat það oft orðið torsótt leið fyrir litlar stúlkur. Um þessar mundir var fjöldi fólks á Möðruvöllum, úr- vals lið, bæði karla og kvenna. Er ánægjulegt að minnast þess, hve margt gott fólk var saman komið þar, og heimilið skemmti legt. Sigtryggur var ákaflega barngóður, urðum við systkin- in fljótt mjög hænd að honum. Mér þótti vænzt um hann af öllum piltunum, hann var líka pabbi Gerðu minnar. — Dugn- aði hans var við brugðið, og svo var honum svo margt til lista lagt. Hann las bezt af öllum, svo afi fékk hann til að lesa hús lestrana á kvöldin og sjá um, að engan vantaði við lesturinn. Og ekki nóg með það, hann stjórnaði líka söngnum, því söngmaður var hann góður. — Þá stóð ekki á honum að miðla málum, ef einhvar ágreiningur varð meðal heimamanna, og leggja góðu máli lið. Ef hann varð þess var, að lítil stúlka sat ein úti í horni og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, því hún var yfirkomin af harmi, tveir beztu vinir hennar höfðu dáið sama árið, Guðrún amma og Olafur, þá kom hann og reyndi að hugga hana. Leiddi hana út í sólskinið, eða setti hana á kné sér og raulaði fall- egt lag. Dreifði það huganum, svo henni létti í bili. — Sjálf- sagt hefur liann verið ennþá næmari vegna þess, að sjálfur átti hann litla stúlku, sem átti um sárt að binda. Sigtryggi voru falin mörg trúnaðarstörf á heimilinu, með al annars sá hann um „nýja fjósið“ og alla fallegu gripina, sem þar voru. Gerði hann þar nákvæmar fóður- og mjólkur- skýrslur, hygg ég að hann hafi verið með fyrstu mönnum hér á landi sem gerði slíkar skýrsl- ur. Heimilið á Möðruvöllum tvístraðist. — Fluttist Sigtrygg- ur til Akureyrar nokkru seinna, og átti þar heima upp frá því. Á Akureyri gegndi hann fjölmörgum störfum, tók þátt í félagslífi bæjarins, því hann var eftirsóttur, hvar sem hann fór. í nokkur ár var dóttir hans, Þorgerður, bústýra hjá honum. Kom ég oft til þeirra og var ætíð vel fagnað. Er mér ljúft að minnast þeirra stunda. Eftir að ég fór frá Akureyri, hef ég leitað til Sigtryggs, ef ég hef þurft að láta reka erindi fyrir mig þar norðurfrá. Og þegar móðir mín dó, undirbjó hann útför hennar á Akureyri. í hvert skipti sem ég hef komið norður, hef ég heimsótt þennan gamla bernskuvin .minn og far- ið ríkari af hans fundi. Síðast er ég sá hann, fyrir rúmu ári síðan, var honum mjög brugðið. Mér fannst átak- anlegt að sjá þennan hrausta mann ósjálfbjarga í rúminu, en hugurinn var sá sami, vináttan og tryggðin skein úr svipnum. Ég gat naumast tára bundizt, svo illa þótti mér kerling Elli hafa leikið þennan stælta mann. Hann fann hvað mér leið, og sagði við mig: „Vertu ekki hrygg Hulda mín, það er bót í máli hvað ég á yndislega konu, sem annast mig af mikilli ást- úð.“ Sigtryggur var tvíkvæntur og átti þrjú börn með seinni konu sinni, Sigurlínu Haralds- dóttur. Eru börn hans öll upp- komin og myndarfólk. Sigurlína reyndist honum framúrskarandi vel, enda gat hann aldrei lofað hana sem skyldi. Votta ég henni og syst- kinunum öllum samúð mína, um leið og ég kveð gamlan vin og þakka honum vináttu, er aldrei brást. Blönduósi, 25. febrúar 1961. H. Á. S. Hundrað þúsund sæti TALIÐ ER, að hér á landi séu 22 þúsund bifreiðir, miðað við síðustu áramót. Þar af eru 15695 fólksbifreiðar, 5926 vöru- bifreiðar og 335 tvíhjólabifreið- ar, en til þeirra síðastnefndu teljast skellinöðrur. Nær helm- ingur allra bifreiðanna, eða um 10 þúsund, er í Reykjavík. Þar næst kemur Gullbr.- og Kjósasýsla með 1959 bifreiðar. Á Akureyri og í Eyjafjarðar- sýslu eru 1375 slík farartæki. Af fólksbifreiðum eru taldar 95 tegundir. Má geta nærri hve óhagkvæmt þetta er. Bifreiðir landsmanna rúma um 100 þúsund farþega í sæti. Um áttundi hver maður er bíl- eigandi. Bifreiðaaukning á árinu 1960 nam 6,7%. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.