Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 7

Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 7
7 Óheppinn fréftarifari Morgunbl í AKUREYRARBRÉFI, sem birt er í Morgunblaðinu 28. febr. sl. er blandað saman frétt- um og núverandi stefnu ríkis- stjórnarinnar. Þar segir m. a. svo: „Með tilkomu núveíandi ríkisstjórnar, var stórt spor stig ið í rétta átt með því frjálsræði, sem þá var gefið til bygginga og annarra framkvæmda. Þá gat hið frjálsa framtak einstak- lingsins nofið sín, enda kom ár- angurinn fljótt í ljós. Hvert stór hýsið á fætur öðru hefur risið upp á sl. ári.“ Svo reynir fréttaritarinn að rökstyðja þessi ummæli sín með því að nefna 4 stórbygging ar á Akureyri, sem beina af- leiðingu að núverandi stjórnar- stefnu, þegar „hið frjálsa fram- (Frnmhald af bls. 4) auðvitað að síðustu dansað af miklu fjöri og almennri ánægju. Ekki sá vín á nokkrum manni, svo teljandi væri. Síðastliðið sunnudagsvöld efndi svo Kvenfélagið til kvöld vöku í þinghúsinu. Þar var spil uð Framsóknarvist á 21. borði og var það annað kvöldið af þremur fyrirhuguðum, þar sem veita á verðlaun þeim, sem hæsta hafa vinninga, samanlagt, öll kvöldin. Þá var þar ennfrem ur bazar, þar sem sýndir voru og seldir nokrri vel gerðir og eigulegir munir við vægu verði.. Munirnir voru gerðir af kvenfélagskonum og voru þeim til verðugs sóma. Heilsufar hefur verið gott það sem af er vetri. Nýlega er lokið skrásetningu bóka, sem Lestrarfélagi Svarf- dæla hafa borizt að gjöf. Alls eru þetta um 525 bindi. Gefend- tak einstaklingsins fær notið sín.“ En hér er fréttaritarinn kominn út á hálan ís. Eflaust vill hann senda þær fréttir ein- ar,' sem réttar eru og áreiðan- legar. En þegar hann blandar þær pólitískum áróðri brestur ísinn undir fótum hans. Stór- byggingarnar, sem hann nefnir eru: Amaro, Linda, verzlunar- hús Tómasar Björnssonar og Valbjörk. Því er til að svara, að búið var að fá bæði byggingar- og fjárfestingarleyfi fyrir öllurn þessum byggingum áður en nú- verandi stjórn kom til valda og meira að segja vcru byrjaðar byggingaframkvæmdir á tveim eða þrem þessara stórhýsa. Þess ar framkvæmdir verða því ekki skráðar tekjumegin hjá „við- reisninni“. □ urnir eru tveir Vestur-íslend- ingar, fæddir og uppaldir hér í Svarfaðardal. Soffanías Thorkelsson frá Hofsá hefur gefið rúmlega þrjá fimmtu þessara bóka, eða um 330 bindi. Hann fluttist vestur um haf fyrir aldamót og er enn á lífi vestra, hálf níræður að Hinn gefandinn, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, rithöfundur og skáld fi'á Syðra-Hvarfi, fluttist vestur árið 1901. Hans bækur munu vera dánargjöf, 195 bindi bundinna bóka og auk þess nokkurt handritasafn. Lestrarfélag Svarfdæla var stofnað árið 1880 af Þorsteini Þorkelssyni, kennara og sálma- skáldi á Syðra-Hvarfi. Hann andaðist érið 1906. Bókasafn Lestrarfélagsins er til húsa í Heimavistarbarnaskól anum á Húsabakka. Bókavörð- ur er Gunnar Markússon, skóla stjóri. □ I Mínar beztu þakkir ftcri ég öllum þeim, sem sýndu ''■■■ mér vinsemd d fimmtugsafmceli minu 5. þ. m. tí* íS* t , . , , r • , „ , . , t % r >. . 1- i 7 7T* r • > **JI 7 • / , ^ í I % JÓHANNES EIRÍKSSON, Kristneshœli. & I I I , . í + Hugneilar þakkir til allra þeirra, scm með heim- 5. sóknum, heillaskeytum, blómum og öðrum gjöfum, J j| glöddu mig á 80 dra afmalinu, þann 22. februur sl. og || í. gerðu mér þannig daginn ógleymanlegan. Guð og ga’f-; -t ö an fylgi ykkur œvinlega. 4 í t | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Oddagötu 3, | j;. Akureyri. J 4 * ® B-f'-Sf^'Ö-fSS'f'Ö-f^-S'Ö-f'iS-^-HS-f'Ö-fSií-f'Ö-f'íS-Wð-f'^-f'Ö-MS'Wð-fS'í-f'Ö-f^ ® t t x . % & Ollum þeim, sem minntust mín d sextugsafmœlinu © fccri ég minar innilegustu þakkir og árnaðaróskir. © © STEINGRÍMUR EGGERTSSON. | í I .................& Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýntlu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar ÓLAFAR JÓHANNSDÓTTUR, Oddeyrargötu 1. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Jóhanna og Margrét Sigurðardætur. NÍÐINGSVERK í FYRRINÓTT var farið inn í fjárhús Guðmundar Jónssonar, verkamanns, við Glerá hjá Ull- arþvottastöðinni, og framin níð ingsverk á nokkrum kindum. Þurfti að lóga þrem þeirra af þessum sökum. — Lögreglan biður alla þá, sem gefið geta upplýsingar um mannaferðir umrædda nótt, að láta sig vita. STRÁKUR MEÐ SNJÓKÚLUR SNJÓRINN er stundum þann- ig, að hann næstum biður um, að verða að snjókúlum. Dreng- ir verða fúslega við þeirri bón, þangað til þeim er orðið kalt á höndum. En það verður eitthvað að gera með snjókúlur, sem búið er að hnoða. Gaman er að reyna sig við að hitta með þeim ákveðinn hlut og enn meira gaman að hitta það, sem er á hreyfingu. Svo bar við í Reykjavík fyrir skömmu, að drengur einn hnoð aði snjókúlur og henti þeim hverri af annarra í fólkið, sem fram hjá gekk. Svo kom babb í bátinn. Mann einn bar að, og hann notaði sína aðferð, sem margir kannast raunar við. Hann tók í lurginn á óknytta- stráknum og sá stutti fór skæl- andi heim til mömmu sinnar. Daginn eftir hringdi maður- inn til móður drengsins. Hún þakkaði fyrir hinar verklegu að gerðir og sagðist þó ætla að þyngja refsinguna og gerði það. Hún lét strákinn hnoða 150 snjó kúlur úti í garðinum. Síðan tróð hún á þeim. Geta má þess, að faðir hins nefnda drengs er háttsettur, erlendur embættis- maður. □ FYRSTA LCÐNAN FYRSTA LOÐNAN veiddist á Pollinum á sunnudaginn, 90 tn„ og var hún seld til Vest- fjarða til beitu. — Talið er, að komin sé kröftug loðnuganga. Frá Rauða Krossinum MERKJASALA Rauðakrossdeild- arinnar síðasta öskudag á Akur- eyri og í nágrenni nam alls kr. 17.440.00. Þá bárust deildinni gjafir frá eftirtöldum: Oskudagsliði úr inn- bænum, foringjar Aðalheiður og Margrét, kr. 225.00, Þórðar Valde- marssonar kr. 132.25, Jóns As- mundssonar kr. 107.83, úr Glerár- hverfi kr. 55.00, af Oddeyri kr. 47.00, frá Halldóru o.fí. kr. 100.00 úr miðbænum kr. 165.00, af ltrekk- unni kr. 70.00, frá A. K. kr. 300.00, af ytri brekkunni kr. 92.00, frá G. S. kr. 25.00, frá N.N. kr. 100.00. Þá gaf Borgar Bíó deildinni á- góða af kvikmyndasýningu á ösku- daginn kr. 1300.00, auk þess sem Borgar Bíó bauð öllum merkja- sölubörnunum á kvikmyndasýn- ingu. Öllum þessum góðu gefendum, sem og öllum þeim, sem aðstoð- uðu við merkjasciluna og keyptu merki, sendir Rauðakrossdeildin sínar beztu þakkir. I. O. O. F. Rb2 — 110388y2 I. O. O. F. — 1423108V2 — Föstumcssa í kvöld (miðviku dag) kl. 9 e. h. (Ath. ekki hálf níu, eins og venjulega). 4. dag- ur kirkjuvikunnar. — Séra Sig urður Guðmundsson á Grenjað arstað predikar, séra Birgir Snæbjörnsson þjónar fyrir alt- ari. ICirkjan: Messað á sunnudag inn kemur kl. 5 e. h. — Loka- dagur kirkjuvikunnar. Séra Sig urður Stefánsson, vígslubiskup, predikar og sóknarprestar ann- ast altarisguðþjónustu ásamt séra Ólafi Skúlasyni. — Sálmar nr. 579, 24, 136, 390, 1. Kirkjan: Messað í Lögmanns- hlíðarkirkju á sunnud. kemur. Sálmar: 575, 131, 208, 318, 203. Séra Ólafur Skúlason, æsku- lýðsfulltrúi, predikar. B. S. Akureyringar: Takið þátt í kirkjuvikunni. Jóhannes Eiríksson, starfs- maður á Kristneshæli, varð fimmtugur á sunnudaginn, 5. marz. Hann er vinsæll mjög, enda hinn mesti úrvalsmaður og afburða duglegur. Sjálfsbjörg, Akureyri: Félags fundur verður haldinn að Bjargi í dag, miðvikud. kl. 8 e. h. — Kjörnir verða fulltrúar á sambandsþing. Stjórnin. • Afmælishátíð Iðju verður haldin 18. marz og til hennar vandað í tilefni af 25 ára af- mæli þessa félags. Sjá auglýs- ingu á öðrum stað í blaðinu í dag. I. O. G. T. St. Ísafold-Fjall- konan nr. 1 heldur fund að Bjargi fimmtudaginn 9. marz nk. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða, kosning fulltrúa í framkvæmdaráð, hagnefndar atriði, spurningaþáttur, para- keppni o. fl. — Mætum öll stundvíslega. Æðstitemplar. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnud. kemur kl. 10.30. — Eldri börn í kirkjunni, yngri börn í kapellunni. — Séra Ólafur Skúlason talar við börnin í tilefni kirkjuvikunnar. Bekkjastjórar, mætið stundvís- lega. Zion. Sunnudaginn 12. marz sunnudagaskóli kl. 11 f. h. — Samkoma kl. 8.30 e. h. Þórir Guðbergsson og Benedikt Arn- kelsson tala. Allir velkomnir. Niður falla samkomur að Sjónarhæð þessa viku og nk. sunnudag 12. þ. m. Síðan verða þær sem venjulega. Austfirðingamótið verður haldið 18. marz nk. að Hótel KEA. Nánar auglýst í næsta blaði. Orgelsjóði berast 2 minning- argjafir. Nýlega hafa tveir menn, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, fært orgelsjóði Ak- ureyrarkirkju gjafir, annar kr. 10 þúsund, hinn kr. 1 þús. til minningar um netagerðarmenn ina: Konráð Sigurðsson, Ólaf Jakobsson, Þorveld Jónsson, Ólaf Konráðsson, Jón Bene- diktsson, Björn Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson og Sig- mund Sigurðsson. — Nöfnin hafa verið skráð í minningar- gjafabók orgelsjóðsins. — Kær ar þakkir. Fjáröflunarnefnd. Dregið var í happdrætti Kven skátafél. „Valkyrjan“ Akureyri 5. marz. Vinningar komu á eft- irtalin númer: Nr. 957, farseð- ill Ak.-Rvík.-Ak. — nr. 410, farseðill Ak.-Rvík.-Ak. — nr. 766, Bókin Grafir og grónar rústir — nr. 763, Værðarvoð — nr. 96, Iðunnarskór — nr. 271, konfektkassi. — Vinninga má vitja á skrifstofu Prentverks Odds Björnssonar h.f. Tilkynning frá Krabbavarn- arfélaginu á Akureyri: Starfs- menn Tunnuverksmiðju ríkis- ins á Akureyri hafa lagt 1000 krónur í sjóð félagsins til minn ingar um Pálma Sigmundsson. Féhirðir. í B Ú Ð (þriggja herbergja) óskast til leigu með vorinu. Stefán Stefánsson, verkfræðingur, simi 1438 eða 1209. Spilaldúbbur Skógræktarfé- lags Tjarnargerðis og bílstjóra- félaganna. Síðasta spilakvöld okkar er í Alþýðuhúsinu sunnu daginn 12. marz kl. 8.30. Þórs félagar athugið! Vinnuferð í skíðaskálann í Hlíð arfjalli í dag, miðvikudag. Far- ið verður frá Hótel KEA kl. 6.30 e. h. og unnið til 11. e. h. Stjórnir KA og Þórs skora á meðlimi félaganna að mæta vel og stundvíslega. KA og Þór. Fertugasta þing UMSE (Framhald af bls. 1) reit, sem sambandið hefur þar til umráða. Vífia var unnið að skóg- rækt í hinum einstöku félögum. Fjárhagur hafði batnað á árinu. Menningarsjóður sambandsins veitti lán og stvrki félögum innan sambandsins til framkvæmda og námskeiða. I skýrslum hinna einstöku fé- laga kom það fram, að margt var starfað á liðnu ári. Föndurnám- skeið voru haldin, leikfimi og í- þróttir stundaðar, leikstarfsemi og fleira tii skemmtunar í sveitunum. Ahugi virtist mjög mikill hjá ung- mennafélögunum á enn auknu starfi, og er það vel. Rætt var á þingi þessu um þátt- töku í landsmóti Ungmennafélags íslands, sem verður haldið að Laugurn í sumar. íþróttakennari verður ráfiinn til að undirbúa keppendur sérstaklega undir það mót. Mörg fleiri mót eru fram undan. Þinginu lauk með veizlu, sem Ungmennafélagið Reynir efndi til, og þar fóru fram þingslit. En að kvöldi fyrra fundardags var kvöldvaka. Annars staðar í blaðinu eru nokkrar samþykktir þingsins um almenn mál birtar. Stjórn Ungmennasamb. Evja- fjarðar skipa: Þóroddur Jóhanns- son, formaður, Kristján Vigfússon, ritari og Sveinn Jóhannsson, gjald keri, allir endurkosnir. Varafor- maður er Sveinn Jónsson og með- stjórhandi Eggert Jónsson. Símanúmer mitt er 2684 Karl Jóhannsson, skósmiður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.