Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 08.03.1961, Blaðsíða 8
8 •MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI 11111111 llllllllllIIlllllllllllllllllllllII■lllllllll|llllll|lllllII111111111111111111111IIIIIIlllllllll■IIIIIIIIIW||» Helgi Valtýss. í norska útvarpinu Skúlason og Ezra Pétursson eiga eftir að flytja sín erindi. Séra Björn O. Björnsson svar ar tveim spurningum á hverri samkomu. Kórar bæjarins, lúðrasveit barnaskólans og einsöngvarar syngja og leika. Sóknarprestarnir á Akureyri, vígslubiskup og nágrannaprest- ar aðstoða. Jón Kristinsson og Rafn Iijaltalín annast kirkjuvikuna ásamt sóknarprestunum. Fyrstu daga kirkjuvikunnar var mjög fjölmennt í Akureyr- arkirkju og verður það eflaust til enda. □ | Næsti bænda- | klúbbsfundur I verður að Hótel KEA mánudag inn 13. marz á venjulegum tíma. Fundarefni: Byggingar fyrir búfé, Þórir Baldvinsson, arki- tekt, hefur framsögu og svarar fyrirspurnum þar að lútandi. □ urnar i Verkamenn þar fengu 15% kaupliækkun, en verkakonur 18.9% kauphækkun VINNUDEILURNAR í Vest- mannaeyjum voru til lykta leiddar eftir mánaðamótin síð- ustu. Sjómenn höfðu áður fengið ca. 27% kauphækkun. Verka- menn fengu um 15% kauphækk un — verkakonur 18,9% kaup- hækkun. Kvennakaup er nú 81% af karlmannskaupi. Nú streymir fólk til Eyja og athafnalífið hefst á ný. Það voru útvegsbændur, sem verkfall gerðu gegn fiskverðs- reglum frystihúseigenda og stóð það frá 1. jan. til 4. febr. Sjómannaverkfall stóð frá 15— 25. jan. og verkfall verkamanna og verkakvenna frá 25. jan. þar til deilan leystist, nú eftir mán- aðamótin síðustu. □ Útborgað kvennakaup í Vest mannaeyjum er nú 19,19 á klst. Kaup verkamanna er 23,75. Greitt er kaup í 9 klst. fyrir 8 stunda vinnu og er tímakaup- ið reiknað út er 9. tímanum hef ur verið jafnað á hinn raun- verulega vinnutíma. □ Varðveita raddir eldri Svarfdælinga LIONSKLÚBBUR Dalvíkur gengst fyrir því um þessar mundir, ásamt sveitarfélaginu, að taka raddir eldri Svarfdæl- inga á segulband. Einnig er í ráði að rita sögu Dalvíkinga og Svarfdælinga og er söfnun gagna þegar hafin. Hér er um athyglisverða nýjung að ræða. I NUTIMINN blað sem Stórstúka íslands ge ur út, fæst hjá Jóni Kristins syni, rakarameistara. Þriðj; tölublað er nýkomið. •[ •IIIIllllllllt'JIIIIIIIIllllllllliíllllllllllllllllllllllllIIIII ; | Laufásprestakal! { TVEIR prestar sækja um Lauf- ásprestakall í S.-Þingeyjar- sýslu, þeir séra Rögnvaldur Finnbogason á Mosfelli og séra Jón Bjarman frá Akureyri, prestur í Vesturheimi. f gær bárust þær fréttir frá skrifstofu biskups, að séra Rögnvaldur hefði dregið um- sókn sína til baka. Umsóknarfrestur rennur út 15. marz næstkomandi. □ undinn Helga Valtýsson. Edvard Drablþs les upp.“ dr. phil. Hallvarður úr Magur- ey var sendikennari (lektor) Norð- manna við Háskóla íslands um nokkurra ára skeið milli 1940 og J950. Árið 1958 varði hann við Óslóarháskóla ritgerð sína úm Bandámannasagu („Studier i Bándamannasaga"), og fékk þar dóktorsnáfnbót sína. Undanfarin ár hefur hann unnið að undirbún ingi nýs bindis af Norska forn- bréfasal'ninu („Diplomatarium Norvegitum). Edvard Drablps er gamall og kunnur leikari og leikhússtjóri í Ósló. Ásamt frú Huldu Garborg og fleiri áhugamönnum, var hann einn af frumstofnendum „Norska leikhússins“ (Det norske teatret). Kirkjuvika stendur yfir á Akureyri FYRIR tveim árum var haldin kirkjuvika á Akureyri. Hún var mjög fjölsótt. Nú stendur önn- ur kirkjuvika yfir er hófst á sunnudaginn. Aðalræðumenn á yfirstand- andi kirkjuviku eru: Þórarinn Björnsson, skólameistari, sem flutti erindi á mánudagskvöld. í gær talaði Hólmfríður Jóns- dóttir, magister, en séra Ólafur • 1111111111111111111111111111111111111111111i"'iiiii*iiii,i'i11'*» [ Skólastjóraskipti f í á Hólum í Hjaltadal [ EINS OG frá var sagt í fréttum fyrr í vetur, sagði Kristján Karls- son, skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, lausu starfi sínu og tekur við erindrekastarfi hjá Stéttarsambandi bænda. Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri, hefur verið skipaður skóíáistjóri í stað Kristjáns Karls- sonar og mun hann taka við þvl starfi nú í vor. | ÞRIÐJA | i Cloudmastervélin l LOFTLEIÐIR liafa nú keypt þriðju Cloudmasterflugvélina. Hún kom til landsins á sunnu- daginn og ber nafnið Þorfinnur karlsefni. Félagið átti áður vél- arnar Snorri Sturluson og Leif ur Eiríksson. Vélar þessar taka um 80 far- þega hver. Einar Árnason var flugstjóri á heimleið frá New York. Ferð- in gekk að óskum og áliöfn og farkosti var vel fagnað við heimkomuna. □ EKKI er hann neinn skrautvagn öskubíllinn okkar, en hann er búinn að þjóna þörfu hlut- i verki í nær hálfan annan áratug og liafa mörg farartæki látið á sjá á styttri tíma. En ending- i in sýnir m. a. góða umhirðu þeirra, sem með hafa farið. Sennilega flytur þessi bíll 6—700 i smálestir af hvers kyns úrgangi, sem til fellst og fleygt er í öskutunnurnar við íbúðir bæjar- i búa, upp á liina frægu öskuhauga, þar sem rotturnar, svarthakurinn og hinn síbrennandi i eldur taka við. Fimm menn hafa það starf á hendi að losa bæjarbúa við ruslið. Þetta starf i er fremur óþrifalegt eins og mörg þau störf önnur, sem til mestra þrifa horfa. Nokkuð hef- i - ur borið á því, að illa uppaldir strákar geri sér dælt við „öskukallana“, hendi í þá snjó- i kúlum, sandi og jafnvel óþverra, er þeir eru að skyldustörfum. Foreldrar ættu að taka í | taumana og benda börnunum á, að öll nauðsynleg störf eru fullrar virðingar verð, séu þau i sómasamlega af hendi leyst. Erfiðlega hefur stundum gengið að fá menn til þessara starfa. § Ekki mun það betur ganga, ef bæjarbúar samþykkja það með þögninni, að þeir verði fyrir i aðkasti við vinnu sína. Myndin er af öskubílniun og Vilhjálmi Sigurðssyni bílstjóra. □ i í DAGSKRÁ Norska ríkisútvarps- ins fyrir 20. marz, kl. 17.40—18.15 stendur nt. a.: „Norskur íslendingur. Dr. phil. Hallvard Magerþy talar um rithöl- .'Jlg'r Helgi Valtýsson, rithöf. Fótgangandi um f jöll og dal SVO nefndi Rósberg G. Snædal .rithöfundur ferðaþætti þá, sem hann llutti í útvarp í vetur og nú eru út kornnir í bókarformi með sama nafni og kosta 30 krónur. Bókaútgáfan Blossiun á Akureyri gaf út. Höfundur tileinkar ferða- félögnm sinum og þeint, er hann hitti á l'erð sinni bókarkver þetta. Menn munu hafa gaman af að lesa ferðaþætti Rósbergs, þvf að þeir eru í senn fróðlegir og skemmtilegir. | Hér eru tveir að moka snjó og gengur vel hjá þeim báðum. (Ljósmynd: E. D.) f «ll|llllllllll|lllllltlMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllfl1llllllllMJIIIIII|tlllllllllllllllllllllllll|||l||lllllllllll||lll|l||ll||||||||||||ltl||||||||||||||||»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.