Dagur - 10.06.1961, Page 5
4
0------------------
TVÆR LEIÐIR
„ÞAÐ ER STEFNA ríkisstjórnarinnar
að það sé og eigi að vera verkefni
samtaka launþega og atvinnurekenda
að semja um kaup og kjör.“
Þannig hljóðaði boðskapur núver-
andi ríkisstjórnar, er hún settist íjð
völdum. Síðan hefur stjórnin gefið út
tvenn bráðabirgðalög um bönn við
verkföllum og Morgunblaðið, aðalblað
ríkisstjórnarinnar, eys daglega út
svæsnum áróðri í kaupgjalds- og
kjaradeilum þeim, sem nú standa yfir,
og hefur í franuni hótanir inn hefnd-
arráðstafanir, sem geri allar kaup-
hækkanir að engu.
I kaupgjaldsmálum voru aðeins
tvær leiðir til, eftir að sýnt var að
fólk undi ekki lengur 15—20% kjara-
skerðingu, sem það hafði orðið fyrir
vegna beinna aðgerða ríkisstjórnar-
innar. Sú fyrri og skynsamlegri var
sú, að létta á einhvern hátt byrðar
þær, er lagðar höfðu verið á almenn-
ing, svo sem vaxtaokur, margfaldan
söluskatt og stöðvun útlána. Þessi at-
riði voru á valdi ríkisstjómarinnar.
Hin leiðin var sú, að látast hvorki sjá
eða heyra hin lélegu lífskjör og
hundsa kjarabætur. Þann kostinn tók
ríkisstjómin þótt því væri margoft
lýst yfir að hvers konar viðleitni til
að bæta hag fólksins, án beinna kaup-
hækkana, myndu metin að fullu. Val
ríkisstjórnarinnar var mjög óheppi-
legt, svo sem vænta mátti, og ber hún
því ábyrgð á öllum verkföllunum. —
Þetta er hin óumdeilanlega staðreynd,
sem blasir við.
Um hótanir ríkisstjórnarinnar um
gengisfellingu og önnur neyðarúrræði
er það að segja, að þær eru út í hött,
ef samð verður á svipuðum grundvelli
og t. d. hér á Akureyri. Sáttasemjari
ríkisins var sjálfur látinn bjóða í miðl
unartillögu sinni 6%. Á Akureyri var
samið um 10%. Ef mismunurinn koll-
steypir öllu efnahagslífi þjóðfélagsins,
hvað mætti þá segja um hag einstakl-
inga, sem núverandi ríkisstjóm hefur
þrengt svo mjög? Ríkisstjómin valdi
sjálf kauphækkunarleiðina með því
að neita algerlega að koma til móts
við kjarabótakröfur fólksins og hótar
þó á sama tíma nýrri gengisfellingu,
bráðabirgðalögum um bann gegn verk
föllum o. s. frv.
Það er sérstaklega athyglisvert hve
volæði og gremja stjómarblaðanna
beinist að samvinnusamtökunum fyr-
ir að leysa vinnudeilurnar að sínu
leyti með mjög skynsamlegum samn-
ingum — AÐUR EN ÖNGÞVEITI
LANGVARANDIVERKFALLA OR-
SAKAÐI HUNDRUÐ MILLJÓNA
KRÓNA SKAÐA í IIEILD OG EIN-
STAKLINGUM ÓBÆRILEG VAND-
RÆÐI.
Það er alveg óskiljanlegt, að ríkis-
stjórninni eða atvinnurekendum tak-
ist hagkvæmari samningar, en gerðir
voru hér á Akureyri og voru aðeins
4% hærri en framkomin tillaga sátta-
semjara ríkisins, sem aðeins náði sam
þykki verkakvcnna í Hafnarfirði, en
var hafnað mjög eindregið í verka-
lýðsfélögimum yfirleitt. Hin norð-
Ienzka Iausn er sennilega bezti fáan-
Iegi grundvöllur að vinriuiríði fyrst
um sinn, og hún verður að teljast
sanngjörn og hófleg. Afstaða ríkis-
stjórnarinnar er aftur á móti svo þver
girðingsleg að engu tali tekur. □
iiiiiiiiiKiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiaiii 1111111111111111 KARL KRISTJÁNSSON, ALÞINGISMAÐUR: ...
SKJÁÞYTUR SNÆDALS
Á SÍÐASTA aðalfundi Kaupfé-
lags Þingeyinga gerðist það, að
Bjartmar Guðmundsson, sem er
landskjörinn þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, var ekki end-
urkosinn í stjórn kaupfélagins.
Blöð Sjálftæðisfloksins hafa í
smápistlum reynt að túlka þetta
á þá leið, að um „pólitíska of-
sókn“ hafi verið að ræða af
hálfu Framsóknarmanna. B. G.
sé einmitt eins og „góður sam-
vinnumaður“ eigi að vera, og
það séu raunar sjálfstæðismenn
yfirleitt.
Ekki var við öðru að búast úr
þeirri átt. Þessi blöð munu hafa
talið þetta skyldu sína. Þau eru
nærri sjálfvirk og ómennsk
tæki flokksins. Ég fyrir mitt
leyti sá enga ástæðu til að
svara þeim, enda verður að líta
svo á, þegar þau eru rétt skilin,
að nöldur þeirra í þessu efni
hafi hingða til varla getað verið
minna.
Bragi leggur orð í belg.
Alþýðumaðurinn heitir lítið
blað á Akureyri, sem fáir lesa
og sjaldan er getið. Það segist
vera Alþýðuflokksblað. Rit-
stjóri þess er Bragi Sigurjóns-
son, náfrændi Bjartmars og
mjög viðkvæmur fyrir ætt sinni,
og þá auðvitað sjálfum sér.
Þessi frændrækni maður virð
ist nú hafa ættleitt Sjálfstæðis-
isflokkinn eins og hann leggur
sig. Á sá flokkur þar hauk í
horni, en maðurinn fullt í fangi
sem vonlegt er.
Bragi Sigurjónsson taldi sér
að sjálfsögðu skylt að láta Al-
þýðumanninn taka undir við
blöð Sjálfstæðisflokksins um
kosninguna í stjórn K. Þ. Reit
hann grein, er hann nefndi
hvorki meira né minna nafni
en: „Héraðsbyggð á háskaslóð-
um“ (Alþm. 16. maí).
í þetta sinn var B. S. létt um,
af því að hann er sjálfur varan-
lega sárgramur Þingeyingum
fyrir að hafa hafnað sinni for-
ustu, sem hann hefur árangurs-
laust, hvað eftir annað, boðið
fram. Þá byggð, sem það gerir,
telur slíkur maður vitanlega
háskanum ofurselda. Verður B.
S. Sjálfstæðisflokkurinn þarna
mjög nákominn og samgróinn
„ættingi“. Sína gremju reynir
hann samt að fela með heim-
spekilegum vangaveltum, t. d.
um öldur hafsins, og méð gerfi-
sagnfræði, en tekst það ekki, þó
ritfær sé. Hans lítilmótlegi „eig-
in harmur“ blasir við augum í
greininni, — og þar af leiðandi
er hún andsvar við sjálfri sér.
Útaf henni þurfti ekki að
skrifa.
Snædalsþáttur.
Hinn 26. f. m. birtist í blað-
inu íslendingi grein frá Húsvík
ingi, Þórhalli B. Snædal. Nefnir
hann skrif sitt „Hneykslið í K.
Þ.“
„Nú þaut í þeim skjá, sem
þúsund eru götin á“, mátti með
sanni segja.
Til gamans og fróðleiks má
geta þess, að Þórhallur B. Snæ-
dal mun vera formaður félags
Sjálfstæðismanna á Húsavík.
Þarna gefur því að líta topp-
hæð.
Grein Snædals er að nokkru
leyti sett upp eins og hún eigi
að vera staðreyndaskýrsla og
beinar fréttir af síðasta aðal-
fundi K. Þ. Þessvegna getur
hún vilt um fyrir ókunnugum,
ekki sízt, ef menn vita, að Snæ-
dal var fulltrúi á fundinum.
(Mætti sem varafulltrúi).
Varla er hægt að búast við,
að menn að óreyndu varist ó-
sannsöglina og ótugtarskapinn,
sem í greininni felst, þótt grunn
færnin leyni sér ekki.
Eg tel mér skylt að benda
opinberlega á nokkur dæmi, ó-
kunnugum til upplýsingar og
Snædal til áminningar og við-
vörunar.
Haft skal í huga gagnvart hon
um, að ekki á við mikil hlaup-
vídd, hvað hann snertir.
Hagur K. Þ.
Snædal segir:
„Á þessum síðustu og verstu
tinuun „móðuharðinda af
mannavöldum“ er þó gleðilegt
að heyra, að K.Þ. hefir yfir að
ráða gildum sjóðum og góðum
innstæðum."
Ég tek undir það með Snæ-
dal, að K. Þ. er vel stætt félag.
Hinsvegar felst meira en það í
hinum tilvitnuðu setningum, og
skal ekki fram hjá því gengið.
Ég hefi nokkrum sinnum vitn
að til þeirrar réttmætu, þungu
ásökunar, er fólst í líkingamáli
þingeyska bóndans, sem sagði
í fyrra haust: „Það er hart að
þurfa að lifa móðuharðindi af
mannavöldum“.
Þessi orð bóndans hafa snert
opin sár hinnar pólitísku sam-
vizku hjá sumum Sjálfstæðis-
mönnum eins og logandi glóðir.
Þeir eru sífellt að reyna að
hrinda þeim af sér, þó að þeim
takist það ekki og sviðinn vaxi
við rótið í hvert sinn.
Snædal meinar að fjárhagur
K. Þ. sanni að efnahaggsaðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar líkist eng-
um „móðuharðindum“. En hann
gætir þess ekki að fyrr mætti
nú vera „móðuharðindi af
mannavöldum“ en öflugt fyrir-
tæki eins og K. Þ. bugaðist á
einu ári, ekki sízt, þegar veður-
gott, framleiðsla því afarmikil
í landbúnaði, og sjávarafli
óvenjulega mikill á félagssvæð-
inu. Hagurinn hefði átt að
blómgast meira en nokkru sinni
ef allt hefði verið með felldu
og ekki harðindi af manna-
völdum. Þau harðindi fóru með
góðæri náttúrunnar í súginn.
Snædal grautar með ýmsar
tölur úr ársskýrslu kaupfelags-
stjórans og félagsreikningunum,
sem útbýtt var samkvæmt
venju á fundinum til allra fund
armanna. Ekki nenni ég að
hreinsa þann graut hans, enda
er þetta auka sletta. Aðalatriðið
á að vera eins og fyrirsögnin
bendir til „hneykslið í K. Þ.“.
Og hvað er „hneykslið"?
„Hneykslið“ á að vera að
Bjartmar Guðmundsson var
ekki endurkjörinn í stjórn K. Þ.
— og fundurinn, sem kaus hann
frá, samþykkti ekki til hans,
óframbærilega hugsað og samið
þakkarávarp, sem kastað var
inn á fundinn.
Hvers vegna var B. G. ekki
endurkosinn? Enginn vafi er á
því, að ástæðan er sú, að honum
er vantreyst til að vera — eins
og nú er komið — svo heil-
steyptur samvinnumaður, að
rétt sé að fela honum stjórnar-
umboð í félaginu.
Ymsar atkvæðagreiðslur hans
á Alþingi gefa fullt tilefni til
þessa vantrausts, og einnig orð,
sem hann hefur opinberlega
látið falla um málefni samvinnu
félaganna.
Strax á framboðstíma sínum
haustið 1959, gerði hann K. Þ.
að umtalsefni sínu í blaðavið-
tali á óviðeigandi hátt og með
ósannindum.
Eftir að hann bauð sig fram
til þings og þar til hann fór úr
stjórn K. Þ. í vor, voru haldnir
tólf fundir í stjórn félagsins og
tveir aðalfundir í félaginu.
Bjartmar mætti ekki á sjö
stjórnarfundum og hann mætti
á hvorugum aðalfundinum.
Við sátum báðir á Alþingi
þetta umrædda tímabil og vor-
um því svipað settir til þess að
mæta vegna K. Þ. En ég mætti
á öllum fundunum, nema þrem
félagsstjórnarfundum.
Þessi mikli mætingamunur
sannar, að áhugi B. G. var —
vægast sagt — ekki í góðu lagi.
Margir áttu von á því, að
B. G. mundi segja af sér félags-
stjórnarstarfinu, en það gerði
hann ekki. Víst hefði það verið
nokkur drengskapur.
Ég er þess fullviss, að allir
óhlutdrægir menn sjá og skilja,
að eins og nú var komið, þá
var eðlilegt að B. G. væri ekki
endurkosinn. Regin-fjarstæða
að nefna það „pólitíska ofsókn“.
Sú lýðræðislega regla, að
hafa fárra ára kjörtímabil, en
ekki lífstíðar kjör, er einfald-
lega til þess gerð, að breytt við-
horf geti notið sín.
Hvers vegna átti K. Þ., sem
hefir innan sinna vébanda sæg
af hæfum mönnum til stjórnar-
starfa, að endurkjósa mann,
andstæðinganna ?
Kosningamar.
í stjórn K. Þ. var kosinn í
stað Bjartmars ættmaður Bene-
dikts frá Auðnum, Skapti Bene
diktsson. Hlaut hann 72 atkv.
en Bjartmar 20 atkv. Vantaði
þó ekki að leitað væri eftir
fylgi fyrir Bjartmar. Það gerðu
menn eins og Snædal. Úrslitin
voru tvímælalaus.
Fjölgað var í félagsstjórninni
um tvo menn (úr 5 í 7). Þegar
Snædal segir frá því, stillir
hann sig ekki um að geta þess,
að annar þeirra sé Alþýðu-
flokksmaður. Hvers vegna talar
hann um þetta? Ekki bendir
Karl Kristjánsson, alþingism.
kosning á Alþýðuflokksmanni í
stjórnina til þess, að framsókn-
armenn kjósi sína flokksmenn
eingöngu í trúnaðarstöður
félagsins. Hvað kemur það
málinu við frá sjónarmiði því
er Snædal telur sig hafa hvaða
stjórnmálaflokki maður þessi
tilheyrir?
Þarna skauzt út úr Snædal
öfugsönnun. Svona er skjárinn
götóttur.
ÆðikoIIurinn ærist.
Snædal segir frá því, að
Vemharður Bjamason, sem er
mjög skjótráður, snaraði fram
svohljóðandi tillögu, þegar kom
ið var í ljós, að Bjartmar hafði
ekki náð endurkosningu:
„Þar sem Bjartmar Guð-
mundsson, alþingismaður, hefir
ekki hlotið endurkjör í stjórn
K. Þ. , þá vill fundurinn þakka
Bjartmari heillarík stjórnar-
störf þau 24 ár, sem hann hefur
setið í stjórn K. Þ.“.
Snædal segir: „Þessi tillaga'
V. B. virtist koma eitthvað illa
við hinri „félagslega þroskaða“
stjórnarformann, Karl Kristjáns
son. Hófst nú mikið málþóf við
„pontuna“ milli Vernharðs og
Karls“.
Hér skrökvar Snædal þannig,
að auðvelt er að sanna á hann
lygina. Milli okkar Vernharðs
varð ekkert málþóf. Fundarrit-
ararnir geta manna bezt borið
um þetta. Hér er yfirlýsing frá
þeim:
„Við, sem vorum fundarritar-
ar á síðasta aðalfundi Kaupfé-
lags Þingeyinga á Húsavík og
sátum rétt hjá borði fundar-
stjóra, vottum hér með, að ekk
ert málþóf átti sér stað á milli
fundarstjóra, Karls Kristjáns-
sonar, alþingismanns, og Vern-
harðar Bjamasonar, er hinn sið
arncfndi afhcnti honum tillögu
sína um þakkir til handa Bjart-
mari Guðmundssyni alþingis-
nianni vegna setu hans í stjóm
K. Þ.
30. maí, 1961.
Páll H. Jónsson, Áskell Sig-
urjónsson.“
Mega lesendur af þessu sjá,
hve lítið er að marka orð þessa
manns.
Afgreiðsla tillögunnar.
Allir sæmilega vitibornir
menn sjá hversu óframbærileg
og fáránlega gerð tillaga V. B.
er. Fylgisleysi á að vera for-
senda þakklætis. Tillagan er
eins.og samin handa Speglinum.
Meii-i ógreiða var ekki hægt að
gera Bjartmari þarna.
V. B. var beðinn að taka til—
löguna aftur, „hvað Vernharði
að sjálfsögðu datt ekki í hug að
gera,“ segir Snædal.
far ársins var með fádæmum sem hefir tekið ser stöðu í hopi
5
Ég hélt fyrst, að V. B. mundi
vera einn um flumbruháttinn
og kenndi hans kunnu fljót-
færni afglöpin. En nú hefur
Snædal lýst velþóknun sinni á
tillögunni.
Undarleg og stór eru sum göt
in á þeim skjá. —
Fjórir fundarmenn tóku sig
til, eftir að V. B. hafði neitað að
taka tillöguna aftui', og lögðu
fram svofellda, rökstudda dag-
skrártillögu:
„Þar sem fundurimi lítur svo
á, að nýafstaðnar kosningar í
félagsstjórn hafi markað nægi-
lega skýra afstöðu til þessa
máls, sem hér liggur fyrir, tek-
ur fundurinn fyrir næsta mál á
dagskrá.“
Tillögumennirnir voru: Þrá-
inn Þórisson, skólastjóri frá
Baldursheimi, Ingi Tryggvason,
kennari og bóndi á Kárhóli,
Steingrímur Baldvinsson, kenn
ari og bóndi í Nesi, Þórólfur
Jónsson, bóndi í Stórutungu.
Enn var óskað að V .B. tækj
tillögu sína aftur, — og hann
neitaði.
Ég lýsti yfir sem fundarstjóri,
að ég leyfði ekki umræður um
tillögurnar. Lái mér það hver
sem getur að vilja ekki stofna
til deilu á svo fjölmennum, opn
um fundi um svo persónulegt
mál.
Dagskrártillagan var sam-
þykkt með 69 atkv. gegn 7 atkv.
— svo skýr var afgreiðslan.
i Bágt á ég!i:.með að skilja,
hvers vegna Snædal vill koma
frásögn um þesga frammistöðu
sína: og sinna í blöðin. Hér átti
þó sannarlega við það, sem Sig-
pjjón Friðjónsson kvað:
„Bezt erij. fá orð um frostið
í fáráðri mannsins sál.“
Sagnfræði Snædals.
Bjartmar var fyrst kosinn í
stjórn K. Þ. árið 1937. (Sú kosn
ing á sína skrýtnu sögu, sem
lesa má í gjörðabók K. Þ. frá
þeim tíma, en hún kemur ekki
þessum Snædalsþætti við.)
Snædal segir:
„Þegar á öðru ári eftir að
Bjartmar kom í stjórn K. Þ. eða
árið 1938, gerði Karl Kristjáns-
son tilraun til að koma honum
úr stjórninni, en tókst ekki fyr-
ir harðfylgi þáverandi kaup-
félagsstjóra“ o. s. frv.
Þetta er þvaður. Fyrsta kjör-
tímabil B. G. stóð til 1940.
Þá segir Snædal enn fremur
að Bjartmar hafi komið inn í
stjórnina, „þegar kaupfélagið
var í hinum mestu þrengingum
eftir framkvæmdastjórn Karls
Kristjánssonar.“
Hér hagar Snædal af óheiðar-
leika sínum orðum þannig, að
þeir, sem ekki vita betur, skuli
halda, að ég hafi með fram-
kvæmdastjórn minni komið
K. Þ. í hinar mestu þrengingar.
Þarna notar hann aðferð
ómennisins. Út af þessu níð-
höggi vil ég taka fram eftirfar-
andi:
Ég tókst á hendur fram-
kvæmdastjórn K. Þ. um mitt ár
1935 fyrir tilmæli forráðamanna
félagsins og hafði hana á hendi
til ársloka 1936. Verkefni mitt
var miðað við að leysa félagið
úr miklum þrengingum, sjá um
uppgjör félagsins, koma á
breyttum starfsreglum og hefja
nýja sókn í starfsemi félagsins.
Um þetta er hægt að lesa í bók-
inni „Saga Kaupfélags Þingey-
inga“, sem Jón Gauti Pétursson
ritaði og gefin var út 1942, —
eða litlu síðar.
Ég skilaði af mér á aðalfundi
1937. í sambandi við frásögn í
fundargerð aðalfundarins af
skilagrein minni, er bókað, að
mér hafi þar verið þakkað: „fyr
ir að hafa sýnt þá fórnfýsi að
takast á hendur framkvæmda-
stjórastarfið á svo erfiðum tíma
fyrir K. Þ. sem kunnugt er og
leysa það svo vel af hcndi sem
nú er sýnt“. (Það, sem er inn-
an gæsalappa, er orðrétt tekið
upp úr gerðabókinni.)
Ekki skal ég gera þetta að
frekara umtalsefni. En skjöl
K. Þ. geyma um þetta margar
heimildir.
FuIItrúar á aðalfundum K. Þ.
Fulltrúatalan er um 100. Full
trúarnir eru kosnir í deildum
félagsins og deildirnar eru 10
talsins, — ein í hverju byggðar-
lagi.
Um fulltrúana segir Snædal,
að „flestir“ „mæti“ þeir „á að-
alfunduin K. Þ. eftir sérstakri
pöntun hins „féIagsþroskaða“
K. K..“
Aumingja fáráðlingurinn!
Þessu slöngvar hann framan í
hina mörgu fulltrúa og allt
fólkið, sem hefur kosið þá í
deildunum, og veit að þetta er
lygi-
Ég mætti aðeins á fundi í
þeirri deild, sem ég er skráður
félagsmaður í, og hafði engin
afskipti af öðrum fundum.
Snædal gerir sér líklega von
ir um, að einhverjir utan héraðs
trúi honum, — og þá er það til-
vinnandi að gera sig að ósann-
indamanni í augum kunnugra,
finnst honum.
Það er stutt á milli gatanna á
skjánum.
Hversvegna lætur Snædal
þjóta í skjánum?
Hann getur ekki annað vegna
gatanna, sem á honum eru.
Honum hafa orðið þessir smá-
munir eins og stórviðri, að
Bjartmar, pólitískur flokksbróð
ir hans, var ekki endurkosinn í
kaupfélagsstjórnina.
Hann vill með skrifinu um að
„hneyksli" hafi átt sér stað —
eins og Vernharður með Speg-
ilhæfu tillögunni — sýna B. G.
að hann eigi sig þó að.
Engu skal um það spáð, hvort
B. G. tekur viljann fyrir verkið,
en verkið hefur hann áreiðan-
lega ekki ástæðu til að þakka.
Hávaði er honum ekki til fram-
dráttar í þessu sambandi. Hann
hefur skipt um og skipað sér í
sveit andstæðinga samvinnu-
hreyfingarinnar. Samkvæmt lög
málum lýðræðisins er eðlilegt,
að samvinnuhreyfingin hætti að
láta hann sitja í stjórn hjá sér
og fara með umboð fyrir sig.
Aftur á móti munu kaupmenn
og heildsalar gera það, ef þeim
þykir hann þá nógu kraftalegur.
„Vinnirðu einn, þá týnirðu
hinum", segir Einar Ben.
Kunningjar og frændur Bjart
mars í þessu héraði skilja yfir-
leitt rétt þetta, sem gerzt hefur.
Það er þeim til sóma. Þeir hafa
„fá orð um frostið“.
Gömul og ný saga.
Bragi Sigurjónsson segir í
sinni grein, sem ég hef áður
nefnt:
„Sú var tíðin að Þingeyjar-
sýsla var á orði um allt land
fyrir vel mennt, víðsýnt og fé-
Jagslega þroskað foringjalið.“
Bragi hælir þessu foringjaliði,
svo sem verðugt er, fyrr það
hve vel það hafi haldið á mál-
um.
En fyrir hvað gat það haldið
þannig á málunum?
Því tókst þetta m. a. vegna
þess, að það kaus frá sér, and-
stæðinga og tvíveðrungsmenn,
sem á þeim tímum eins og nú,
vildu fá að hafa hönd í bagga
— og fara með umboð í liðinu.
Andstæðingarnir voru ó-
ánægðir með þau kosningaúrslit
þá ekki síður en nú.
Saga K .Þ. geymir um þetta
lærdómsrík dæmi.
Hinn frændrækni Bragi og
söguhneigði ætti að kynna sér
þetta. Hann gæti byrjað á því
að athuga, hvort hann finnur
ekki dæmi þessa fyrrum í sögu
sinnar eigin ættar.
Ættleiddi „ættinginn“ hans,
hann Snædal, hefði þar á eftir
gott af fræðslu frá honum um
þetta. Það veit ég að Bragi séx-,
hvað sem Snædal sjálfum kann
að finnast.
Húsavík, 4. júní 1961.
Karl Krístjánsson.
Nýjar Kvöldvökur
í NÝÚTKOMNUM Kvöldvök-
um skrifar séra Benjamín Krist
jánsson um Björgvin Guð-
mundss., tónskáld, Einar Bjarna
son greinina íslenzkir ættstuðl-
ar, Þormóður Sveinsson á þarna
ritgerð er hann nefnir Síðustu
orrustuna á íslandi og Þura í
Garði ritar Gamalíelsþátt Hall-
dórssonar. Þá er fi-amhald
Sjálfsævisögu Jónasar í Hof-
dölum, framhaldssaga o. fl. □
Garðyrkjuritið
ÁRSRIT Garðyrkjufélags ís-
lands 1961 er komið út. Það er
nær 80 blaðsíðu bók, mjög fjöl-
breytt að efni, því gi-einar eru
jafn margar og blaðsíðurnar.
Ritstjórinn, Ingólfur Davíðsson,
skrifar flestar greinarnar, en
aðrir höfundar eru: Óli Valur
Hansson og Arnaldur Þói-.
Margar myndir prýða ritið. □
t SAMVINNAN
MAÍHEFTI Samvinnunnar flyt
ur m. a. greinina Konurnar og
kaupfélögin eftir Guðm. Sveins
son, Úr fórum jökulfara eftir Ö.
H. og kvæðið Gvendarkarga eft
ir Sigurð Þórarinsson. Þá er við
tal við Ei-lend Einarsson for-
stjóra, framhaldssaga, fræðslu-
og skemmtiþættir, Hugleiðing
um kornu páska og sumars eftir
Guðmund Sveinsson og ýmis-
legt fleira.
lllllllll•llll■■IIMII•ll•l■ll•l•■lll■t•l■■•ll■lll 111111111 60 ARA • lllllllllll IIIIIIIIIII111111111111IIIIII M••I■•I■IIMII•■•
Séra Benjamín Krisfjánsson
EINN AF KUNNUSTU og lærð
ustu mönnum í prestastétt er
sextíu ára á morgun.
Séra Benjamín Kristjánsson
er fæddur 11. júní 1901 að Ytri-
Tjörnum í Eyjafirði. Foreldi-ar
hans voi-u hjónin Kristján Helgi
Benjamínsson bóndi þar Fló-
ventssonar og Fanney Friðriks-
dóttir frá Brekku í Kaupangs-
sveit. Eru þau nú bæði látin.
Séi'a Benjamín varð gagn-
fræðingur á Akureyri 1920 og
stúdentsprófi lauk hann frá
Menntaskólanum í- Reykjavík
1924. Guðfræðipi'óf við Háskóla
íslands tók hann 1928. En við
framhaldsnám í samstæðilegri
guðfræði var hann 1925—26 í
Kaupmannahafnarháskóla — og
árið 1937 í Englandi við háskól
ana í Cambridge og Oxford.
Hann fór til Ameríku og gerð
ist prestur Sambandssafnaðar í
Winnipeg á árunum 1928—1932,
en kom þá til íslands og var
vígður til Grundarþinga 13.
nóv. 1932. Síðan hefur hann
þjónað hinu víðáttumikla presta
kalli, og notið mikillar virðing-
ar og vinsælda sóknarbarna
sinna.
Ásamt séra Benjamín kom í
guðfræðideildina . stór hópur
stúdenta, er setti svip á félags-
líf háskólans og síðan kii’kjuna
alla eftir að hann og bekkjar-
bræður hans komu þar til
starfa. Þá lék sterkur stormur
efnishyggjunnar um hið and-
lega og hið trúarlega líf þjóðar
innar. Guðsafneitunarstefnan
frá Brandesarsinnum var ofar-
lega á baugi meðal mennta-
manna og nýguðfi-æðin kom
sem mótvægi. Séra Haraldur
Níelsson prófessor hafði stei'k
áhrif á nemendur sina, og man
ég glöggt, hve faðir minn mat
hann mikils. Séi-a Benjamín var
og er einn í hópi hinna skeleggu
baráttumanna og jafnan hefur
hann látið mikið til sín taka í
guðfi-æðilegum viðhorfum og
sjónarmiðum innan kirkjunnar.
Á skólaárum mínum fékk ég
að kynnast séra Benjamín og
heimili hans. Ex-u mér minnis-
stæðar stundirnar, þegar pi-est-
ar komu þar saman, og ég hlust
aði á séra Benjamín. Eitt skeið
var hann kennari minn í há-
skóla, er hann kenndi tímabil
fyrir séra Magnús Jónsson pró-
fessoi'. Hann nýtur sín vel í
kennarastóli sem og í kenni-
mannsstai'fi, — og við ritstörf
sín. Fyrir þau er hann löngu
þjóðkunnui'.
Oft hefur séra Benjamín far-
ið utanlands í erindum fyrir
kii'kjuna og til vísindastai-fa,
auk námsferða á skólaárum. —
Árið 1952 fór hann sem fulltrúi
á annað alheimsþing lútersku
kirkjunnai-, sem haldið var í
Hannover í Þýzkalandi og í
þeirri för kynntist ég honum
sem góðum og skemmtilegum
fei'ðafélaga, er jafnan var í'eiðu
búinn til hjálpar, er á þurfti að
halda. Einnig var séi'a Benja-
mín fulltrúi kii-kjunnar á þriðja
alheimsþinginu í Minneapolis í
Bandarikjunum árið 1957. — Þá
fór hann, eins og kunnugt er,
vestur um haf til fræði-iðkana,
er ráðizt var í það stórvirki að
safna æviatriðum Vestur-íslend
inga. Og nú hefur hann séð um
undirbúning á útgáfu æviágrip
anna, sem er mikið rit, og vænt
anlegt á bókamai-kaðinn næstu
daga. Annað bindi þeirrar bók-
ar mun þegar vera undirbúið
til prentunar frá hans hendi.
Séra Benjamín er mikill
fræðimaður, ættfi-æðingur og
afkastamikill í'ithöfundur. Hann
les mikið og á mikið bókasafn.
Hygg ég, að það muni vera með
stærstu bókasöfnum í eigu ein-
staklinga hér á landi.
Hann hefur verið kennari við
Húsmæðraskólann á Lauga-
landi síðan 1932 og sömuleiðis
annazt kennslustörf í barna-
skóla sveitarinnar. Ýms trúnað
arstörf hefur hann haft með
höndum fyrir sýsluna og byggð
arlagið ,t. d. átt sæti f yfirskatta
nefnd Eyjafjarðarsýslu í mörg
ár.
Séra Benjamín er kvæntur
frú Jónínu Björnsdóttur bónda
og skipstjóra á Kai'lsstöðum í
Fljótum, hinni ágætustu konu,
og hafa þau alið upp fóstui'dótt-
ur, Þóru Bjöi'k Ki'istinsdóttur.
Prestsheimilið á Laugalandi
er rnjög fagurt og indælt. Á
þessum mei'ku tímamótum vilj-
um við hjónin þakka margar á-
nægjulegar stundir á heimili
þeirra, og ég veit að ég má einn
ig . gera það fyrir hönd hinna
mörgu, sem hafa notið framúr-
skarandi gestrisni þeiri'a bæði
fyrr og síðai'.
Vináttu séra Benjamíns er
gott að eiga. Oft hafa leiðir okk
ar legið saman á undanförnum
árum og alltaf er jafngaman að
hitta hann. Hann er ávallt hi'ess
og glaður, frjálsmannlegur í
framkomu og hispurslaus. Þann
ig setur hann svip á umhvei'fi
sitt.
Ég árna þér heilla, kæri vin-
ur og starfsbróðir, á merkum
tímamótum ævinnai'. — Bless-
un Guðs vaki yfir þéi', ykkur
hjónunum, heimili ykkar og
störfum öll ókomin æviár.
Pétur Sigurgeirsson.
MIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIMMMIIimilllllllllMMI*
IDagur1
*
kemur út miðvikud. 14. júnl.