Dagur - 10.06.1961, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1961, Blaðsíða 7
Bezl'ii '/ • i # * Uýi tímÍMxviIl þf~otta.vél pvottsi-vólia skxlar ta-uiiru fallegustu, Mloeear xiota& er -þvo tbéLdvft. Perla. veriuiar Peruiuraaðr ,ert er óvinu.r áb.reiriíiida. © j £ Bezíu þakkir fœri ég öllum, scm minntust min d -> £ fimrntugsafmcelinu 26. mai síðastliðinn. ^ i í SIGURGEIR TRYGG VASON, Svcrtingsstöðum. J "f , . ■j' Faðir minn ANDRÉS GUÐMUNDSSON andaðist að heimili mínu, Kotá, Akureyri, 3. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn. 13. þ. m. kl. 2 e. li. Fyrir hönd vandamanna, Sigurhjörg Andrésdóttir. Faðir okkai', tengdafaðir og afi EINAR SVANBERG EINARSSON, Grænumýri 11, sem andaðist 4. júní sl. verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 12. júní kl. 2 e. h. Svanbjörg Svanbergsdóttir, Ardís Svanbergsdóttir, Magnús Þórisson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi KRISTJÁN TRYGGVI JÓNASSON frá Kjarna andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 7. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 2 e. h. Elín Einarsdóttir, Guðríður Tryggvadóttir, Kristjana Tryggvadóttir, Árni Árnason, Bjarni Sigurðsson, Einar Pálmi Árnason, Valgerður Ujöidís Bjamadóttir. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiitiiiit I BORGARBÍÓI i Sími 1500 I § Aðgöngumiðasala opin írá 7—9 I | EL HAKIM I | LÆKNIRINN | | Sjáið þessa ágætis mynd. | i Síðustu sýningar um helgina. | M U N I Ð i kl. 5 í dag: = I LITLA OG STÓRA 1 ; Síðustu sýningar á morgun. i «ii an iii iii ii ii ii min ii n 11111111111111111111 iii ii iiiii ii iiiii7 HtJS TIL LEIGU! Uppl. gefur Þormóður Helgason, BSO. ÍBÚÐ ÓSKAST sem fyrst. Þrennt í heimili Uppl. í síma 1184. LÍTIL ÍBÚÐ TIL SÖLU í Aðalstræti 24. Sigríður Bjarnadóttir. ÍBÚÐ ÓSKAST Tvö herbergi og eldhús. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1652 eftir kl. 8 e. h. Stóraukinn útflutn- ingur til U.S.A. SAMKVÆMT nýjum tölum, hefur útflutningur íslendinga á freðfiski til Bandaríkjanna fyrstu þrjá mánuði þessa árs hoppað úr 6.328.000 lbs. 1960 upp í 14.721.000 lbs. Eins og endranær eru Kanadamenn stærstu innflytjendurnir með 27.357.000 lbs. og hafa aukið söl ur sínar um tæpar 7 milljónir punda frá sama tímabili í fyrra. í hundraðstölum lítur myndin svona út: Kanada 55.4% (62.6%), ísland 29.8% (19.0%), Noregur 5.0% (5.9%), Danmörk 4.3% (3.5%), Vestur-Þýzkaland 2.4% (2.5%), önnur lönd 3.1% (6.5%). Sama tímabil 1960 í svigum. □ r 2 | Sviss tekur á móti | [ 200 flóttamönnum | FORSTJÓRI flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt að Sviss muni taka á móti 89 bækluðum og sjúkum flóttamönnum ásamt fjölskyld- um þeirra — alls 172 manns. Þetta flóttafólk, sem nú er statt í Austurríki og ítalíu, kemur til Sviss í marz og apríl. Auk þeirra verða enn valdir 28 flótta menn, þannig að alls fá 200 manns hæli í Sviss, menn sem eytt hafa 15 árum í flóttamanna búðum og aldrei átt þess kost að flytjast til nýrra heimkynni sökum krankleiks. □ 7 Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10.30. Séra Björn O. Björnsson prédikar. Sálmar: 14, 209, 137, 314 og 264. B. S. /5--ÍX Þeir Æskulýðsfélag- 'I%\ ar, sem ætla að taka Þátt í kappróðri í V V sumar, eru beðnir um að gefa sig fram við form. róðrarklúbbsins, Stefán Árna- son, Glerárgötu 16, sími 2712 og 1551. — Ráðgert er, að innanfé- lagsmót fari fram síðasta sunnu dag í júní. Hlífarkonur! Munið að kirkju göngudagurinn er á sunnudag- inn 11. júní. Nefndin. Skipstjórnarmenn cru beðnir um að þeyta eigi skipsflautur að óþörfu við fuglabjörg. Felmtraður bjargfugl ryður nið ur eggjum og ungum. — Samb. dýraverndunarfélaga íslands. Handavinnusýning nemenda Húsmæðraskólans á Laugalandi verður laugardaginn 10. júní. — Opin kl. 1—10 e. h. Hjónaefni: Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Marse lía Gísladóttir, verzlunarmær, Fjólugötu 11, og Ólafur Jóns- son, Reykhúsum, Eyjafirði. Silungsveiðimenn, kastið ekki girni á víðavang. Það getur skaðað búsmala. — Samb. dýra- verndunarfélaga íslands. Brúðhjón. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Grundar- kirkju af séra Pétri Sigurgeirs- syni, ungfrú Helena Eyjólfsdótt- ir og Finnur Eydal. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar 1961 verður haldinn í Rotarysalnum á Hótel KEA n. k. miðvikudagskvöld kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosn ing fulltrúa á kjördæmisþing að Laugum 18. þ. m. r Arsrit Ræktunarfél. Norðurlands FYRSTA TIL ÞRIÐJA hefti er komið út og verður ekki annað séð, en ritstjórinn, Ólafur Jóns- son, ráðunautur, sé alltaf að fær ast í aukana sem leiðtogi í land búnaðarmálum. Rit þetta er um 170 síður og þess virði að það sé lesið. Eftir ritstjórann eru þessar greinar: Kýr og kindur, Lauslegar ábend ingar um lífsþarfir fóðurjurta, Ástungur, Eftirlit og kynbætur o. fl. Þá er þýdd grein um líf- fræði, mannssálina og þjóðfé- lagslega uppbyggingu eftir dr. Holger Möllgárd og Steindór Steindórsson skrifar um íslenzk an jarðveg eftir Björn Jóhannes son. □ Landsmótið að Laugum í S.-Þing. (Framhald af bls. 1) það nokkuð hve Þingeyingum er annt um landsmót þetta. En allt húsnæði staðarins hrekkur þó skammt, þess vegna verða tjaldborgir settar upp. — Gert er ráð fyrir því, að hvert ungmennasamband fái úthlutað land undir tjaldbúðir, bæði á gamla túninu sunnan við tjörn- ina og ennfremur á yngri tún- um austan við skólann, uppi í brekkunum. Skólarnir hýsa fólk eftir því sem húsrúm leyf- ir, en fjöldi manns mun koma með tjöld sín og viðleguútbúnað til að geta notið hátíðadaganna að Laugum. Landsmót UMFÍ er fyrst og fremst íþróttamót, þar sem keppt verður í öllum algengum íþróttagreinum og starfsíþrótt- um að auki. íþróttavöllurinn vestan árinn ar hefur vefið byggður upp að nýju og er talinn mjög góður. Áhorfendasvæðin í skýldum brekkum í kring, hafa verið endurbætt og hlaðin í þrep, svo vel ætti, í góðu veðri, að fara um áhorfendur. Göngubrú verð ur sett við hlið aðalbrúarinnar á Reykjadalsá til að auðvelda umferðina, sem án efa verður feiknamikil. rþróttamótið hefst árdegis á laugardag með skrúðgöngu frá skólanum vestur á íþróttavöll- inn og ganga ungmennasam- böndin undir fánum sínum. Auk keppni í frjálsum íþróttum o. fl. verða a. m. k. 3 knatt- spyrnukappleikir og 2 hand- knattleikskeppnir kvenna. Landsmótið verður allt kvik- myndað. Margt verður til skemmtunar auk íþrótta og kappleikja. Sjö lrórar annast söng, lúðrasveit frá Akureyri leikur báða mótsdagana, laugar dag og sunnudag, 1. og 2. júlí. Fimleikar verða sýndir og um 100 manns sýnir þjóðdansa, enn fremur verður glímusýning. Bæði kvöldin verða dansleikir á þrem stöðum og kvikmyndir verða sýndar. Sést á þessu að margt verður til gamans gert. En aðalhátíðahöldin fara fram síðari daginn, um hádegi. Oskar Ágústsson setur hátíðina, séra Eiríkur J. Eiríksson sam- bandsstjóri flytur guðsþjónustu, aðalræðumenn mótins verða, Karl Kristjánsson alþingisi’nað- ur, Jóhann Skaptason sýslumað ur og Ingólfur Jónsson ráð- herra. Til gamans má geta þess, að útikvöldvaka verður á laugar- dagskvöldið. Þar talar einn maður úr hverjum landsfjórð- ungi og fær fimm mínútna ræðu tíma til að spreyta sig á við- fangsefninu: Æskan og ung- mennafélögin. Sérstök dómnefnd gerir til- lögur um verðlaun fyrir beztu umgengni og prúðustu og drengilegustu l'ramkomu á mót inu, meðal ungmcnnasamband- anna. Ilér er lauslega drepið á hið væntanlega landsmót að Laug- um, til þess að minna fólk á að undirbúa sig í tíma svo það geti notið hátíðahaldanna sem bezt. Til dæmis munu gistiherbergi verða af skornum skammti fyrir áætlaðan mannfjölda, svo menn þurfa að panta í tíma eða sjá sér farborða á annan hátt. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.