Dagur - 05.07.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 05.07.1961, Blaðsíða 4
Geysilegl Ijölmenni að Laugum á landsmoli Ungm.lélags íslands Hundruð íþróttamanna - Stórar tjald- og bílaborgir - Undirbúningur með ágætum - Starfsíþróttir eftirtektarverðar Greinargerð um niðurjöfnun úlsvara ELLEFTA laiidsmót Ungmennafélags íslands var lialdið að Laug- um í Reykjadal um síðustu helgi. Það var fjölmennasta íþrótta- mót, sem til þessa hefur verið haldið hér á Iandi. Mótið stóð í tvo daga og hófst árdegis á laugardaginn. Klukkan 7 að morgni þess dags hellti sólin geislum sínujn yfir Reykjadal. Þá þegar gat að líta 320 tjöld á túnunum umhverfis Laugaskóla, en þau urðu margfalt fleiri. Ungmennafélagarnir höfðu sín- ar tjaldborgir austan og norðan við skólann. Hvert ungmenna- samband hafði þar sína tjald- borg merkta. Þar var friður og umgengni góð. Önnur tjald- stæði voru sunnar — allt suður að Litlu-Laugum. Suður á gamla túninu, sunn- an við Tjörnina og allt suður að Reykjadalsá var ein samfelld breið.a bifreiða og hefur aldrei áður sézt slík bílaborg á Norður landi. Jónas Jónsson frá Hriflu var kjörinn heiðursfélagi U.M.F.Í. við mikinn fögnuð viðstaddra. Miklar áhyggjur steðjuðu að undirbúningsnefndinni vegna bílastæða og tjaldstæða. Allt leystist þetta á hinn ákjósanleg- asta hátt, vegna góðvilja ná- granna og ágæts skipulags. Um ferðatruflun varð engin og mátti þó merkilegt heita. Allt var í hátíðabúningi að Laugum, svo sem vera bar, og Reykjadalur hlýlegur og sumar fagur. Skrúðgangan. Landsmótið hófst á skrúð- göngu frá skólanum vestur yfir son gekk fyrir. Skrúðganga var hátíðleg og áhrifamikil og mun seint gleymast þeim, sem yið- staddir voru. Eiríkur J. Eiríksson sambands- stjóri U.M.F.Í. setti mótið með örstuttri ræðu, en að því búnu hófst frjálsíþróttakeppnin. íþróttimar. íþróttavöllurinn við Lauga- skóla er hinn ágætasti fyrir margra hluta sakir. Sjálfur er ’hann nýlega endurbyggður. Auk þess eru frá náttúrunnar hendi ágæt áhorfendasvæði fyr ir þúsundir fólks. Frjálsíþróttirnar fóru fram á tveim og þrem stöðum í einu mikinn hluta dagsins. Á öðrum stað voru starfsíþróttirnar, bæði í Húsmæðraskólanum, þar sem konur kepptu í mörgum grein- um. Sunnan Reykjadalsár var keppt í akstri dráttarvéla og bú fjárdómar voru á enn öðrum stað og trjáplöntun. Þorsteinn Einarsson stjórnaði frjálsíþróttakeppninni, Stefán Jónsson og Steinunn Ingimund- ardóttir starfsíþróttum og Guð- jón Ingimundarson sundkeppn- inni. Aðalþulur var Baldvin Baldvinsson bóndi á Ófeigs- stöðum og einnig Þráinn Þóris- son skólastjóri á Skútustöðum. Fimmtán lögreglumenn und- ir stjórn Hallgríms Jónssonar (frá Laxamýri) önnuðust lög- gæzlu en höfðu lengst af lítið að gera. Fríður flokkur. Til þess að gera sér ofur- litla grein fyrir íþróttum þessa mikla landsmóts, má geta þess, að keppendur og þáttakendur í íþróttum, kappleikjum, þjóð- dönsum, fimleikum og starfs- íþróttum voru á sjöunda hundr að, að meðtöldum starfsmönn- um mótsins. Var það hinn fríð- asti flokkur. Afrek voru góð í mörgum greinum. Skarphéðinn var sigut Marselína Hermannsdóttir varð sigursæl í starfsíþróttum kvenna á landsmótinu. Hún sést hér lengst til vinstri. (Ljósmynd: E. D.) Reykjadalsá og til íþróttavall- arins. Hvert ungmennasamband fylkti liði, búið íþróttabúning- um sambands síns og einnig með sambandsfána. Hóparnir röðuðu sér í hring umhverfis tjörnina. Lúðrasveit Akureyrar lék, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Svo hófst hin mikla skrúð- ganga. Fána íslands og merki U.M.F.Í. og ungmennasamband anna bar hátt. Þorsteinn Einars Dásamlegur samkomustaður norðan íþróttavallarins. Þar fóru liátíðahöld fram á sunnudaginn. Á pallinum sjást nokkrir Húsvíkingar, er sýndu þjóðdansa frá ýmsum löndum. (Ljósmynd: E. D.) Aðal-hátíðadagskráin fór þá jWPrjwl fram. Guðsþjónustu flutti Eirík ur J. Eiríksson sambandsstjóri, Lúðrasveit Akureyrar og öflug ur kór Kirkjukórasambands S.- " * ; * Þing. lék og söng undir stjórn Páls H. Jónssonar o. fl. Ræður fluttu: Ingólfur Jónsson ráð- herra, Jóhann Skaptason sýslu- maður og Kai-1 Kristjánsson al- WK / þingismaður. Húsvíkingar . «gl *Sm sýndu þjóðdansa frá ýmsum W*- JHk ^iÆfW-3 löndum og síðar kom fram stór , 1 og myndarlegur þjóðdansaflokk > '• ' JF*.* ur, glíma var háð, þótt ekki væri hún fögur og fimleikaflokk ur kvenna úr Laugaskóla sýndi undir stjórn Óskars Ágústs- sælasta ungmennasambandið að þessu sinni en Þingeyingar næst ir. Starfsíþróttirnar voru í há- vegum á þessu landsmóti. Fyrir þeim er mikill áhugi, en of fáir nutu þess að sjá þær, þar sem svo margar keppnisgreinar fóru fram samtímis og ógerningur fyrir hvern og einn að sjá allt það, er fram fór. Á laugardagskvöldið var úti- fundur. Þar töluðu fjórir menn, einn úr hverjum landsfjórð- ungi: Sigurður Greipsson, Jón Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi gekk fyrir hinni fjölmennu skrúðgöngu. (Ljósmynd: E. D.) F. Hjartar, Ingi Tryggvason og Kristján Ingólfsson. Lúðrasveit Akureyrar lék oft báða mótsdagana, öllum til hinnar mestu ánægju. Karlakór Reykdæla söng undir stjórn Páls H. Jónssonar. Nokkrir fræknir fimleika- menn sýndu undir stjórn Björns Jónssonar, sem kominn er á sextugsaldur og sjálfur sýndi fræknleik í mjög vandasömum æfingum. Sundkeppni fór fram í Tjörn- inni. Um kvöldið var dansað á þrem stöðum. Fyrir 15 árum var landsmót ungmennafélaga haldið að Laugum. Þar var hið mesta fjölmenni, en svo hóflega farið með áfengi að engan mann þurfti að taka úr umferð. Það er á orði, að hund einn hafi þó þurft að fjarlægja sökum óláta á því mikla móti. Nú var þetta nokkuð breytt. Enginn hundur spillti gleði manna, eða var þar til ama. Óskar grípur eina á fluginu á fimleikasýningu kvenna, er hann stjórnaði. (Ljósm.: E. D.) Öll þessi atriði fóru fram í undurfögrum hvammi norðan íþróttavallarins. Slíkan stað getur náttúi’an ein gert. Þarna var stór pallur, sem notaður var á hátíðinni og dansað var á bæði kvöldin. Á fátt eitt hefur nú verið drepið frá ellefta landsmóti Ungmennafélags íslands. Því miður var ekki nægilega séð fyrir aðstöðu blaðamanna og til dæmis reyndist ekki unnt að fá Óskar Ágústsson, kennari á Lauguni, var formaður fram- kvæmdanefndar og hafði hann „fullt að gera“. (Ljósm.: E. D.) upplýsingar um úrslit í íþrótt- um eða öðru, utan það, sem hver og einn gat náð að heyra á hverjum stað. Verðlaun voru flest afhent að kveldi síðari mótsdag. Þá var lágskýjað mjög, dimmt í lofti og aðstaða hin versta til mynda- töku. Síðar mun sitthvað fleira verða sagt frá landsmótinu að Laugum. í heildarmyndinni af móti þessu hvílir tign og hrein- leiki. Ungmennafélagshreyfing- in er bæði voldug og sterk. Hún á engu minni verkefni nú en fyrr og aldrei mun hún hafa átt dugmeira fólk til starfa. Margar leiðir eru auðveldari nú en áður til þess að láta stóra drauma rætast í sýnilegum verkum. En aldrei má það gleymaát, að stærsta verkefni allra ung- mennafélaga er maðurinn sjálf- ur, dáðir hans og drengskapur. E. D. 1. Útsvörum einstaklinga var jafnað niður samkvæmt útsvars stiga kaupstaðanna, sbr. 6. gr. laga 43/1960 frá 3. júní ’60 um bráðabirgðabreyting á útsvars- lögum nr. 66/1945, þó þannig að ekki var lagt útsvar á útsvars- skyldar tekjur lægri en 20 þús. krónur. „Útsvarsskyldar tekjur ein- staklinga eru hreinar tekjur til skatts skv. 1. nr. 46/1956 sbr. 1. 36/1958 að frádregnu fyrra árs útsvari, ef það hefir verið greitt að fullu fyrir 1. janúar s.I. Enn- fremur að frádregnum sérstök- um frádrætti, sbr. 10. gr. nefndra laga s. s. vegna veik- inda framteljanda eða náins venzlaliðs hans, vegna skóla- kostnaðar barna framteljanda, sem eru eldri en 16 ára og stunda háskólanám hérlendis eða erlendis eða annað langt nám utanbæjar. Ennfremur eru útsvör þeirra, sem orðnir eru 67 ára eða eldri lækkuð sérstak- lega ef ekki er um að ræða ó- venjumiklar tekjur. Loks eru allar bætur frá Almannatrygg- ingum dregnar frá skattskyld- um tekjum, áður en útsvar er á lagt. Framangreindur útsvarsstigi fyrir einstaklinga í kaupstöð- um utan Reykjavíkui’, er sem hér segir: Fjölskyldufrádráttur var veittur, eftir að útsvar hafði ver ið reiknað út eftir framangreind um stiga, svo sem hér segir: Fyrir eiginkonu kr. 800.00, og fyrir börn innan 16 ára: kr. 1000.00 fyrir fyrsta barn, kr. 1100.00 fyrir annað barn o. s. frv. stighækkandi um kr. 100.00 fyrir hvert barn. Síðan voru öll útsvör einsíak- linga og félaga lækkuð um 15%. 2. Útsvör félaga eru þrenns kon ar: a) útsvar af tekjurn, b) út- svar af rekstri (veltu) og c) út- svar af eign. Útsvarsskyldar tekjur félaga eru hreinar tekjur til skatts, auk þess að frádregnu fyrra árs útsvari, sem greitt hafði verið fyrir 1. janúar s.l. Af kr. 1000.00 útsvarsskyldum tekjum félags greiðast kr. 200.00 í útsvar, en síðan af tekjum 2000.00 — 75.000.00 20% og síð- an af tekjum 75.000.00 og þar yfir 30%. í áður greindum lögum, 6. gr. 2. c. eru ákvæði um hámark veltuútsvara félaga. Niðurjöfn- unarnefnd hefir samið sérstak- an veltútsvarsstiga fyrir félög, sem eru í öllum tilvikum lægri en hinn lögheimilaði stigi, nema að því er kvöldsölur snertir, þar er veltuútsvarið 3% eða óbreytt frá fyrra ári. Er veltuútsvars- stiginn þannig: Af 20—30 þús. kr. greiðast 1000 kr. af 20 þús. Af 30—40 þús. kr. greiðast 3300 kr. af 30 þús. Af 40—50 þús. kr. greiðast 5700 kr. af 40 þús. Af 50—60 þús. kr. greiðast 8200 kr. af 50 þús. Af 60—70 þús. kr. greiðast 10800 kr. af 60 þús. Af 70—80 þús. kr. greiðast 13500 kr. af 70 þús. Af 80—90 þús. kr. greiðast 16300 kr. af 80 þús. Af 90 þús. og þar yfir greið. 19200 kr. af 90 þús. og 23% og 24% og 25% og 26% og 27% og 28% og 29% og 30% af afg. af afg. af afg. af afg. af afg. af afg. af afg. af afg. ..........................mmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi iij | 5 I Reglur uui meðferð á ullinni I SAMBAND ÍSL. SAMVINNU- FÉLAGA hefur gefið út reglur um meðferð ullar, sem þegar koma til framkvæmda. Þær eru efnislega á þessa leið: Öll ull, sem send er til Ullar- þvottastöðvarinnar á Akureyri, þarf að vera greinilega merkt, félagsmerki framleiðanda. Auk þess þarf hver maður að hafa ákveðið númer, sem mála þarf á hvern ullarballa eða poka, sem ullin er send í. Ull frá sama bæ sé öll send undir sama núm eri. Ekki má önnur áletrun vera á ullarböllunum (pokunum). Ullin þarf að vera vel þurr, því sumt af ullinni þarf að geyma allt að 8—10 mánuði. Rök ull getur stórskemmzt við langa geymslu. Lagt er fyrir kaupfé- lögin að hlutast til um hversu merkja skal og meðfara. Lögð er áherzla á, að ullin sé ekki flutt án yfirbreiðslu í vot- viðri. Ofangreind atriði ættu að aulia vöruvöndun og vonandi einnig verðmæti ullarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að þessi atriði o. fl. komi þegar til framkvæmda. □ •IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII* I Frá Húsm.skólanum á Laugum I Þessir hlutu verðlaun fyrir starfsíþróttaafrek. (Ljósmynd: E. D.) Glímt var til sigurs en lítt til fegurðar. Til hægri er Ármann J. Lárusson núverandi glímu- kóngur íslands. (Ljósm.: E. D.) HÚSMÆÐRASKÓLANUM á Laugum var slitið 7. júní sl. Hæstu einkunn hlaut Ingunn Pálsdóttir, Höfn í Hornafirði. Sóknarpresturinn, séra Sig- urður Guðmundsson á Grenjað arstað, messaði við skólaslitin, og skólastjórinn, frú Halldóra Sigurjónsdóttir, þakkaði kennur um og nemendum góða sam- vinnu og störf og mælti sérstök um viðurkenningarorðum til frk. Kristínar Jakobsdóttur, Hólum, fyrir farsællega unnin störf í þágu skólans um aldar- fjórðungsskeið. Sýning á handavinnu nem- enda hinn 4. júní var fjölsótt að vanda. Nokkrir 10 ára nemendur skólans heimsóttu hann og færðu honum að gjöf veggklæði eftir listakonuna frú Barböru Árnason, hinn ágætasta grip. Húsakynni skólans hafa verið aukin og endurbætt. □ 3%: Kvöldsölur. 2%: Leigutekjur, umboðs- laun, persónuleg þjónusta. 1,5%: Skartgripa-, listmuna- og minjagripaverzlun. Hljóð- færaverzlun, sportvöruverzlun, verzlun með úr og klukkur. Blómaverzlun, Gleraugnaverzl- un. Gull- og silfursmíði — og ,Nú er bágt til bjargar‘ RITSTJÓRI Alþýðumannsins hefur átt fremur bágt undan- farnar verkfallsvikur. Sem stjórnarnefndarmaður Kaupfé- lags verkamanna samdi hann við Félag verzlunar- og skrif- stofufólks um hækkað kaup. Sem bæjarstjórnanneðlimur studdi hann tillögu Jónasar Rafnar og málflutning, að ekki mætti semja hér fyrr en háir herrar í Reykjavík gæfu merki. Sem stuðningsmaður ríkisstjórn arinnar barðist hann í blaði sínu gegn kauphækkunum. í gær telur hann lieldur illa á málum haldið hjá A. S. I. að ná ekki 18% kauphækkun á tveim árum, án þess að sú hækkun „færi að ráði út í verð lagið“. í sömu ráðaleysisgrein segir, að fullyrt sé að 10% kauphækkunin geri það. Já, það er bágt að heita Al- þýðuflokksmaður en vera þjónn íhaldsins. □ verzlun. Kvikmyndahúsrekstur. 1,3%: Benzin og olíur. 1,1%: Lyfjaverzlun. Farm- og fargjaldatekjur. 1%: Veitingasala og hótel- rekstur. Sælgætis-, efna- og gos drykkjaframleiðsla. 0,9%: Bóka- og ritfangaverzl un. 0,8%: Smásala og verzlun al- mennt. Iðnaður. Annað ótalið. 0,6%: Kolaverzlun. Heild- verzlun. Útgerð. Fiskvinnsla til útflutnings. Kaffibrennsla og kaffibætisgerð. (Frá .bæjarstj.) SKÁKFERÐIN SKÁKFÉLAG AKUREYRAR fór í keppnisferð til Suðurlands í síðustu viku. Skákmennirnir kepptu á Akranesi á fimmtu- daginn og sigruðu með 11% : 2%. í Reykjavík töpuðu þeir með 5 :13, gerðu jafntefli við Keílvíkinga 8 : 8 og unnu Hafn- firðinga 13 : 3. Skákmennirnir fengu hvar- vetna hinar beztu viðtökur. □ Fjögur tófugreni Leifshúsuin, 4. júlí. Sláttur hófst hér á flestum bæjum í sl. viku, stöku bóndi byrjaði þó fyrr, og hafa þeir hirt inn dálítið af heyi. Spretta er ekki góð, enda lengst af kuldatíð í júnímánuði. Unnin voru 4 tófugreni hér í Vaðlaheiðinni í vor. Það gerði hin kunna grenjaskytta Ottó Guðnason á Svalbarðseyri. Hann náði öllum fullorðnu dýr- unum nema einu og auk þess 20 yrðlingum, eða samtals 27 dýr- um. Ottó er snilldar skytta og vinnur oft greni strax fyrstu nóttina eftir að hann finnur þau. Allmikið var sett niður af kartöflum hér í sveitinní í vor, eða sennilega svipað og á sl. ári. Víði er lítið farið að koma upp í görðunum og sprettuhorfur því enn ekki góðar. S. V. SUNDNÁMSKEIÐ SUNDRÁÐ AKUREYRAR gengst fyrir sundnámskeiði í sundlaug bæjarins og stendur það yfir í eina viku. Kennari er Valdimar Örnólfsson, kennari, Reykjavík. Námskeiðið er ætlað félögum í KA og Þór. Kenndar verða dýfingar, bringusund og skrið- sund. Kennt verður í öllum aldurs- flokkum og er þetta gott tæki- færi fyrir sundfólkið. □ FERÐIR Á HESTUM SIGFÚS JÓNSSON á Einars- stöðum í Reykjadal hefur nú þegar farið nokkrar ferðir með ferðafólk á hestum í nágrenni Lauga og Reynihlíðar. Laxár- dalur, Gæsadalur, Seljadalur og fleiri góðir staðir eru valdir, en þar eru reiðvegir mjúkir og góðir. Ferðafólk þarf að tryggja sér þessar ferðir með fyrirvara. □ >.....................-.......> Dagub VINNUDEILU LOKIÐ SAMNINGAR tókust í vinnudeil- unni milli Dagsbrúnar og iðnaðar- mannafélaganna í Rcykjavík annars vegar og atvinnurekenda hins vegar, eftir langvarandi verkföll syðra. Aðalatriðin eru þessi: 1. Allt dagvinnukaup hækkar um 11%, þar af greiðist 1% í sjúkra- sjóð Dagsbrúnar. 2. Eftirvinnuálag hækkar úr 50% í 60%. 3. Orlofsfé verður 6% af öllu kaupi. 4. í vinnu utan Reykjavíkur greiðist fæði. 5. Eftir eitt ár hækkar kaup um 4%, hafi samningum ekki verið sagt upp. 6. Hækki framfærslukostnaður um meira en 5%, má segja upp samn- ingunum með mánaðar fyrirvara. Þetta eru nákvæmlega samskonar samningar og samið var um hér fyrir norðan og síðar víða um land, að und anskildum reglum um sjúkrasjóði. Að sjálfsögðu ber að fagna samningun- um. En líklega er það mörgum hul- in gáta, hvers vegna atvinnurekendur í Reykjavík, sem eru að meirihluta yfirlýstir fylgjendur núverandi ríkis- stjórnar, lokuðu viku eftir viku öllum samningaleiðum, eftir að samvinnu- menn á Norðurlandi og verkalýðsfé- lögin þar, höfðu vísað veginn af skiln- ingi og sanngirni á báða bóga og sam- ið áður en tjón hlauzt af. Hver einasti maður vissi, að til kauphækkana hlaut að koma af því að ríkisstjórnin þverneitaði hverri þeirri efnahagsaðgerð, sem hún hefur á valdi sínu og metin hefði verið til jafns við kauphækkanir. Hótanir rík- isstjórnarinnar um að hleypa af stað nýrri óðaverðbólgu ef samið yrði um kauphækkun, ókvæðisorð til sam- vinnumanna fyrir að viðurkenna hreinlega að fólkið yrði að fá kjör sín bætt að nokkru og strangur agi stjórnarflokkanna á auðsveipum at- vinnurekendum í Reykjavík, sýnir ríkisstjórnina í réttu ljósi. Engin ríkis stjórn á íslandi hefur lofað því hátíð- legar en sú er nú situr, að aldrei skyldi hún blanda sér í verkföll. Það loforð sveik hún blygðunarlaust, lét bjóða 3% kauphækkun, síðan 6+4+ 3% = 13% á tveim árum. Sama rík- isstjórn segir að 11% nú og 4% á næsta ári = 15% sé langtum meira en þjóðarbúskapurinn þoli. Menn geta velt því fyrir sér, hvort sú ríkisstjórn, sem sjálf hefur rýrt kjör almennings um 15—20%, kaus verkfallsleiðina og vann hatramlega gegn öllum kjarabótum eftir mætti, muni njóta trausts framvegis. Menn geta líka hugleitt hve miklu forganga samvinnuleiðtoga í lausn vinnudeilunnar hefur bjargað, og hversu ástatt væri hér, ef verkföll hefðu staðið á fimmtu viku að flialds- fyrirmynd. Samvinnufélögin í landinu hafa enn einu sinni sýnt yfirburði sína á sviði félagsmála og á þann liátt að þjóðin mun ekki strax gleyma því. Líklegt má telja, að þetta heillavænlega spor geti orðið upphaf að auknu samstarfi allra íhaldsandstæðinga við það að skapa betra þjóðfélag en nú er. Fæst- ir óska fleiri stórra áfalla af hendi ríkisstjórnarinnar en þegar hafa rið- ið yfir. Allir hafa fengið nóg af hót- unum núverandi stjórnar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.