Dagur - 05.07.1961, Blaðsíða 7

Dagur - 05.07.1961, Blaðsíða 7
7 HÚSGÖGN OG INNRÉTTINGAR Framleiði hverskonar HÚSGÖGN og INNRÉTT- INGAR, annast enn i'remur aðra trésmíðavinnu eftir pöntun. Öll smíðavinna unnin af fagmönnum. ÁRMANN ÞORGRÍMSSON. Iðja h.f. - Sími 1190. SÍMANÚMER okkar ltreytist miðvikudaginn S. júlí þannig, að síma- númer á afgreiðslu og skrifstofu verður 2 6 2 0 tvær línur. Sími bifreiðarstjóra verður 1218. BIFREIÐASTÖÐIN STEFNIR. AKUREYRINGAR! TAKIÐ EFTIR! SKYNDISALA (4 W > ►—5 ffl C/3 W & W H W w á þriðjudag, miðvkiudag, fimmtudag og föstudag, á KVEN-, BARNA- OG UNGLINGAFATNAÐI. Ejölbreytt úrval og einstætt tækifæri til að gera hagkvæm kaup. Aðeins í 4 daga > H r < w 5« «5 S 0 c < w * 0 VERZLUNIN STRANDGÖTU 19 © f t • 4 f Innilegt þakklœti til allra, sern glö'cldu mig d áttrœðis, f f afrtueli mlnu, þann 30. jútií sl. með heillaskeytum og f 'i- góðum gjöfum. — Sérstaklega þakka cg frœndfólki f % minu fyrir rausnarlegar veitingar, ásamt gjöfum. 4 ? Giú) blessi ykkiir öll. % I 4 e> $ G UNNA R JOHA NNSS O N. f 4 © *- A Alúðar þakhir sendi ég öllufn þeim, sem minntust % í| min og glöddu á 70 ára afmæli tninu 27. júní si. #< 3 4 | BJÖRN SIGMUNDSSON. 1 t ' í Jarðarför INGIBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR, Aðalstræti 52, sem andáðist á Ejórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. júlí sl. fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. júlí og hefst kl. 2 e. h. Vandamenn. ssss Hugheilar þakkir til allra nær og fjær, sem auð- sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jaiðarför mannsins míns INGJALDAR PÉTURSSONAR, vélstjóra. Fyrir hönd ættingja. Brynhildur Björnsdóttir. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- Iuig við amllát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður INDRIÐA ÞORSTEINSSONAR frá Skógum. Steinunn Sigurðardóttir börn og tengdabörn. Thomas Fearnley gef- ur þjóð sinni yfir 100 milljón króna menningarsjóð HINN VÍÐKUNNI norski skipa útgerðarmaður og iðnaðarfröm- uður Thomas Fearnley andaðist háaldraður í sl. janúar. í erfða- skrá sinni hefir hann ráðstafað 20 milljónum norskra króna (þ. e. um 106.600.000 ísl. kr.) verð- mæti af eignum sínum, er mynda skuli sjóð, og eigi síðan að verja vöxtum hans til al- mennra þjóðþrifa á vettvangi menningar og vísinda. Talið er að þetta sé einn stærsti gjafasjóður Noregs, sem varðveita muni verðuga minn- ing eins mesta athafnamanns og framkvæmdahöldar, sem Noreg ur hafi fóstrað. Norska skipaútgerðarfélagið mikla, Fearnley & Eger, er víð- kunnugt um öll heimsins höf. Faðir Thomasar Fearnley (Thomas Nicolay Fearnley) var fæddur í Hollandi 1841, sonur norsks listmálara, og naut í æsku verzlunar- og viðskipta- menntunar í Þýzkalandi og Bret landi. Árið 1872 stofnaði hann, ásamt Eger skipamiðlara, skipa útgerðina „Fearnley & Eger“, sem síðar vai’ð eitt hinna stærstu og fremstu skipaútgerð arfélaga Noregs og er það enn. Th. N. Fearnley var áhugamað- ur á víðum vettvangi og kom víða við, styrkti m. a. ferðir Nansens á norðurslóðum, og norskir íþróttamenn áttu hauk í horni, meðan hans naut við, og síðar. Hinn nýlátni Thomas Fearn- ley var fæddur 1880. Voru þeir feðgar forystumenn á víðum vettvangi, meðan beggja naut við. Síðan hélt Thomas yngri á- fram starfi föður síns og varð einn allra fremsti atkvæðamað- ur norskra skipaútgerðarmanna. M. a. var hann hvatningamaður og meðstoínandi „Norsku Afr- íku- og Ástralíu-línunnar“. Auk skipaútgerðarinnar var Thomas Fearnley víkunnur iðn frömuður, og m. a. fulltrúi Nor egs um 24 ára skeið í Alþjóða- Ólympsleikjanefndinni. Einnig var hann meðstjórnandi margra stærstu iðnfyrirtækja Noregs, t. d. Heyangursverksmiðjanna í Sogni, Þursavirkjananna, Stóra Norræna, Norsk aluminium Co., Norsk Hydro o. fl. Á tæpri öld hafa Fearnley- feðgar skráð alldrjúgan kafla í framþróunarsögu Noregs, og mun nafn þeirra lengi lifa með þjóðinni. v. RIPSKÁPUR MARKAÐURINN Sími 1261 Messað á Akureyri (kapell- unni) á sunnudaginn kemur kl. 10.30. — Sálmar: 207, 353, 346 og 675. Ræðutexti: Matt. 5, 20. B. O. B. f sumar munu guðsþjónustur á Akureyri fara fram í kirkju- kapellunni vegna þess, að verið er að setja upp pípuorgelið. Frá Ferðafélagi Akureyrar: Farið verður vestur á Vatnsnes um næstu helgi, ef næg þátt- taka fæst. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins í Skipa- götu 12, laugard. 8. þ. m. kl. 2 e. h. Ekið verður um Sauðár- krók, Skagaströnd, Blönduós, Hvammstanga og út fyrir Vatns nes. Komið heim á sunnudags- kvöld. — Skrifstofa félagsins verður opin miðvikudags- og fimmtud.kvöld kl. 8—10, verða þá nánari uppl. gefnar og far- miðar afgreiddir. — Síminn er 2720. Vikusundtiámskeið. Kennari Valdimar Örnólfsson. Dýfingar kl. 2 og 9 e. h. Skriðsund og bringusund kl. 8 á kvöldin. — Sundfélagar Þórs og KA eru hvattir til að sækja námskeiðið. Sundráð Akureyrar. Fundur á fimmtud.kv. kl. 8.30 í stúkunni Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundurinn verður að Bjargi. Áttræður. Þorsteinn Þor- grímsson, sjómaður, frá Ólafs- firði, nú í Skjaldarvík, varð átt- ræður í gær, 4. júlí, en kona hans, Jónína Sigurðardóttir, er 77 ára í dag. Hún dvelur í Ólafs firði, Strandgötu 3. Frá Löngumýri í Skagafirði HÚ SMÆÐR ASKÓL ANUM Á Löngumýri í Skagafirði var slit ið 30. maí sl. Skólinn starfaði í átta mánuði, en jafnhliða hús- mæðraskólanum voru starfrækt þar tvö námskeið, er stóðu í 5 og 3 mánuði. Alls stunduðu nám í skólanum í vetur 35 nemend- ur. Meðal námskostnaður átta mánaða nemenda varð kr. 8.300.00. Stjórnarnefnd Varmahlíðarfé lagsins hefur sýnt skagfirzkum menningarmálum þann skilning að leyfa skólanum á Löngumýri hveravatn til afnota, og var heitt vatn leitt að Löngumýri sl. haust. Skólastjóri Löngumýrarskól- ans er, eins og kunnugt er, Ingi björg Jóhannsdóttir, og nýtur hún mikillar virðingar og trausts í starfi. Nú í sumar, sem undanfarin sumur, eru á Löngumýri starf- ræktar sumarbúðir þjóðkirkj- unnar, og er sumarbúðastjóri séra Jón Kr. ísfeld, sem þekkt- ur er fyrir áhuga sinn á barna- og æskulýðsstarfi. Eru hinir tveir drengjaflokkar sumarbúð anna fullskipaðir, en enn er hægt að bæta við telpum í flokka, sem hefjast 22. júlí. Drengirnir, sem nú dvelja að Löngumýri, eru mjög ánægðir og ekki að efa, að þau góðu áhrif, sem þeir verða fyrir þarna, munu verða þeim til góðs á lífsleiðinni. □ Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína í Sussex í Englandi, Alberte Castian, Par- rnacie Central Calées-du-salat, Haute Garonne, Frakklandi og Jón Ævar Ásgi'ímsson, Munka- þverárstræti 27, Akureyri. Hjónaefni. Ungfrú Unnur Guðmundsdóttir, Arnarnesi, og Birgir Þórhallsson, Akureyri. Hjúskapur. Þann 2. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirkju ungfrú Þórunn Eydís Sigursteinsdóttir og Þór Þorvaldsson, prentnemi. Heim- ili þeirra verður að Gránufélags götu 7, Akureyri. ATHUGIÐ! Barnakojur óskast keyptar Elín Kjartansdóttir, Vatnsenda. TRILLA TIL SÖLU Upplýsingar hjá Valtý Jónssyni, Norðurgötu 3. SKÝLISKERRA TIL SÖLU. Uppl. í síma 2015. TIL SÖLU „Hugin“ rafmagns- saumavél. Selst ódýrt. Uppl. í Brekkugötu 19, uppi. TIL SÖLU SÝNINGARVÉL (8 mm, Dralowid) BÓNVÉL (þriggja bursta, sem ný). Uppl. í Hafnarstræti 67. (Skjaldborg). TELEFUNKEN BlLTÆKI TIL SÖLU. Uppl. í síma 1094. HÚSMUNIR TIL SÖLU: Bókaskápur, stofuskápur, Rafha-eldavél og ljósa- krónur. — Tækifærisverð. Upplýsingar gefur Snorri Kristjánsson, Strandgötu 37, sími 2274. SILVER CROSS BARNAVAGN vel með farinn, til sölu. Sínri 2570. GÖRICKA-SKELLI- NABRA TIL SÖLU. Uppl. í síma 2336. *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.