Dagur - 05.07.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 05.07.1961, Blaðsíða 8
8 Síldaraflinn 159 þúsund mál og tunnur I salt 86.216 uppsaltaðar tunnur, en rúml. 72 þúsund mál og tunnur í bræðslu og frystingu I»ór og landhelgisbrjóturinn við Torfunefsbryggju. (Ljósm.: E. D.) SAMKVÆMT skýrslu Fiskifé- lagsins var síldaraflinn kl. 12 á miðnætti sl. laugardag þessi: í salt 86.216 uppsaltaðar tunn ur, í bræðslu 67.254 mál og í frystingu 5.885 uppmældar tn. Þessi afli er mun minni en í fyrra, en svipaður að verðmæti, vegna þeSs hve mikill hluti fer til söltunar. Ekki er blaðinu kunnugt um fjölda veiðiskipa. í fyrra voru þau 261, en munu færri nú. 128 skip hafa aflað 500 mál og tunn ur eða meira um síðustu helgi. En þá var mikil aflahrota. Til dæmis bárust y'fir 40 þús. tunn- ur til Siglufjárðar frá því kl. 8 á sunnudagsmorgun til kl. 8 á mánudagsmorgun. Landhelgisbrjólur færður til Akureyrar Hann er brezknr og Þór stóð hann að verki UM KLUKKAN 8 í gærmorgun kom varðskipið Þór til Akureyr Togarinn er með á annað hundrað kitts af fiski. Hann er blaðið átti tal við skrifstofu bæj arfógeta kl. 8 í gærkveldi var málsrannsókn ekki að fullu lok- ið, en búizt við að dómur gengi ar með brezka togarann Khar- 421 smál., nýlegt skip. — Er um miðnætti eða síðar. toun, GY 47, sem var að veiðum 1,7 mílur innan 6 mílna mark- ......................■"•"■■•....... Raufarhöfn í gær. Hér hefur verið nær stanzlaus síldai’söltun frá því 28. júní. Saltað er á 6 söltunarstöðvum, en sú sjöunda er mannlaus ennþá. Hafsilfur er hæst með um 4 þús. tunnur. Alls nemur söltunin um 12000 tunnum. Tilfinnanleg fólksekla er hér og vantar sildarstúlkur. Margir unglingar vinna í þeirra stað við söltun, en eru ekki eins fljótir og þreytast mun fyrr. Hér er saltað í allan dag, en bræla er á miðunum ,og sum skip í vari. Hrísey í gær. Engin síldarsölt un í dag. Var að frétta að Ás- kell frá Grenivík væri á leið til lands með fullfermi. Aðrar veiðifréttir ekki. í gær var búið að salta tæpar 4 þús. tunnur. Heildarsöltun í fyrra var innan við 2000 tunnur. Dalvík í gær. Hér er búið að salta síld í 11.394 tunnur á þrem ur söltunarstöðvum. Söltunarfé lagi Dalvíkur, Múla h.f. og Sölt unarstöðinni Höfn. Síðastl. sól- arhring var saltað í 2338 tunnur. Jón Jónsson, Olafsvík, er á leið inni með 600 tunnur. Hjalteyri í gær. í dag er ekk- ert um að vera, bræla á mið- unum og ekki miklar veiðifrétt- ir. Kveldúlfur og Valtýr Þor- steinsson hafa hér söltunarstöð og hafa saltað 2000 tunnur og verksmiðjan hefur tekið á móti 4000 málum, mest úrgangi frá Dalvík. Síðustu skipin, sem hingað komu með síld voru Ólafur Magnússon með 1300 tn. og Gylfi II. með 250. Hér vinna 60 stúlkur þegar síld berst að. Leiguskipin tvö eru í ýmsum flutningum, en hafa ekki tekið síld á miðunum ennþá. Húsavík í gær. Mikið var salt að hér um helgina og fram á mánudagsmorgun. í dag er salt að úr þessum bátum: Smára 900 tunnur, Helga Flóventssyni 600 og Stefáni Þór 350^-400 tn. Mörgum skipum varð að vísa frá um helgina vegna fólksfæð- ar. í gær var búið að salta sam- tals 134000 tunnur, þar af 85000 á Siglufirði. Sildarafli Norðmanna hér við land er orðinn 134 þús. tn. □ Skýfaxi - ný flugvél FlugféSsgsins anna nýju út af Skaga. Skipstjórinn svaf, en stýri- maður brá sér inn fyrir línuna og var staðinn að ólöglegum veiðum. Herskip kom á vett- vöng, en mótmælti ekki staðar- ákvörðunum eða töku togarans. Yfirmaður frá brezka herskip- inu kom um borð í Þór til skrafs og ráðagerða og án þess að til tíðinda drægi. Málið var tekið til dóms hjá bæjarfógetaembættinu á Akur- j eyri strax í gær. JÁTAÐI BROT SITT. . JOHN GORDON SLEIGHT, . hinn 37 ára gamli skipstjóri, ; játaði brot sitt þegar í réttinum. [ Þetta er fyrsta brot hans. — 1 „Fellur vel á velli“. Hér er \ | Friðrik Júníusson á Flúðum j j að brýna ljáinn, en hann er \ | einn af sláttumönnum Ak- I \ ureyrarbæjar. (Ljm.: E.D.) j Ný brú á Jökulsá í Áusturdal INNAN SKAMMS mun hefjast bygging nýrrar brúar á Jökulsá í Austurdal í Skagafirði. Aust- an Jökulsár stendur Merkigil og allir hafa eitthvað heyrt um kvenskörunginn Moniku á Merkigili, sem barizt hefur við torfæru þessa öll sín búskapar- ár. En nú kemur brúin skammt frá bæ hennar. í Austurdal voru áður 20 bæ- ir, en auðir og yfirgefnir nema Merkigil. Þar eru landkostir góðir og ef til vill rís þar byggð á ný eftir fyrirhugaða sam- göngubót. □ HINN 25. júní kom til Reykja- víkur nýkeypt flugvél, sem Flugfélag íslands hefur keypt af SAS. Hún heitir Skýfaxi, samnefnd Katalinuflugvél, er félagið átti áður. Vélin tekur 80 farþega. Jóhannes Snorrason, yfirflug stjóri, flaug vélinni heim frá Kastrupflugvelli. Vél þessi er af Cloudmastergerð og sams Norska treigátan Garm í Akureyrarhöfn Harmsaga brezka leiðangursins á Jan Mayen HINN 30. fyrra mánaðar kom hingað til Akureyrar norska freigátan Garm, sem stundar eftirlits- og aðstoðarstörf fyrir norska síldarflotann hér við land. Skipið kom frá Jan Mayen með lík ungs brezks manns, er þar fórst ásamt fjórum öðrum félögum sínunv, sem allir voru um tvítugt. Þeir voru í hópi brezks leiðangurs, sem var að kortleggja liluta af eynni og raimsaka jökla þar. Leiðangursstjóri var dr. Frank J. Fitch, sem er 35 ára að aldri. Komst hann einn af úr slysinu og kom einnig með Garm til Akureyrar. Slysið við Jan Mayen bar að með þessum hætti, samkvæmt viðtali við leiðangursstjórann: Tveir menn úr leiðangrinum, sem var alls 10 manna hópur, fóru á fiberglassbát til að sækja fjóra félaga, er voru annars- staðar á eynni. Báturinn var 14 feta langur með tveim utan- háir og illkleifir klettar liggja að sjó. Honum tókst að komast þar upp. Snjór var á eynni. Skólaus í snjónum. Skipbrotsmaðurinn þurfti að ganga 15 km vegalengd til norskrar veðurathugunarstöðv- ar, sem þar er. Hann var skó- laus og þjakaður og kól lítils- háttar en hresstist von bráðar. Hinsvegar var hann dapur í bragði yfir örlögum hinna fimm dánu félaga sinna. Aðeins eitt lík hefur fundist, það er áður getur. Slysið varð kl. 9 að kveldi sunnudags. Á fjórða tímarium um nóttina náði dr. Fitch til veðurathugun arstöðvarinnar. Á Jan Mayen er ekki manna- byggð. En þar starfrækja 12 Norðmenn veðurathugunar- og loftskeytastöð. Landar þein-a 34 annast Loranstöð fyrir NATO þar á eynni. □ Mikill sársauki borðsmóturum. í bakaleið skall á hvassviðri, svo sem títt er á þessum slóðum. Alda reið yfir bátinn og stöðvuðust báðir mót orarnir og síðar hvolfdi bátn- um. Allir voru þeir sexmenn- ingarnir í björgunarvestum, en þeir dóu fljótt úr kulda því sjór er mjög kaldur norður þar, eða aðeins 2 stig. Einn komst af. Aðeins leiðangursstjórinn náði landi. En slysið vildi til ör- skammt frá landi, um eða innan við 100 metra. Dr. Fitch kom þar að, sem í TVEIM norðlenzkum kaup félögum hafa oi’ðið manna- skipti í stjórnarnefndum. Þingeyingar óskuðu að kjósa nýjan mann í stað Bjartmars á Sandi.Þá ærðist íhaldið. og kallaði ofsókn. Skagfirðingar vildu heldur Jóhann Salberg í stjórn kaup félagsins en Magnús Bjarna son. Þá ætluðu kratar að rifna af bræði. íhald og krat ar virðast lítinn skilning hafa á því, til hvers frjálsar kosningar í kaupfélögum eru og að það eru einmitt kosn ingar í stjórnir félaganna og önnur trúnaðarstörf, sem er hinn dýrmæti réttur fólks- in.s. Væri hann ekki fyrir hendi eða ónotaður, væri heldur ekkert samvinnufélag til. Fram hjá þesu lítilræði ganga málgögn stjórnarflokk anna algerlega, en reka upp hljóð ef „þeirra maður“ hlýtur ekki nægan stuðning til trúnaðarstarfa í einu eða öðru samvinnufélagi og hafa hinn versta munnsöfnuð. □ konar og flugvél sú, sem F. f. hefur haft á leigu í sumar. □ MERKTUR SELUR FINNST í STÖÐVAR- FIRÐI HINN 4. des. sl. var maður að gegna við kindur úti með norð- anverðum Stöðvarfirði. Rakst hann þá á kóp í fjörunni, sem hann rotaði umsvifalaust. Þegar maðurinn var að flá sel inn tók hann eftir því, að merki var fest við dindil hans. Merkið var stór, hvít ebonitplata með númeri og auðkenni London Zoo. Merkið var sent til Fiski- félagsins, sem sendi það áfram til The Zoological Society of London. Nú hefur Fiskifélaginu borizt bréf frá þeirri stofnun. í bréfinu er skýrt frá því, að Bretar hafi undanfarið merkt kópa til þess að fræðast um ferð ir selanna, aldur þeirra o. fl. Kóp þann, sem um ræðir, merktu brezkir vísindamenn við Orkneyjar 31. okt. sl. Ferð kópsins þaðan til Stöðvarfjarð- ar hefur því tekið röskan hálf- an mánuð í hæsta lagi. Kópurinn vó 16 kg., en gera má ráð fyrir, að hann hafi verið búinn að missa nokkurt blóð, þegar liann var veginn. (Ægir.) ÓK YFIR TJALD AÐ LAUGUM SVO BAR VID á mótinu stóra að Laugum um síðustu helgi, að drukkinn maður renndi bíl í gang og gáði þess ekki að hann fór yfir tjald, er uppi stóð. Sem betur fór var tjaldið mannlaust er þetta gerðist og maður, er þar var nokkrum augnablikum áður, farinn. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.