Dagur - 10.08.1961, Page 5

Dagur - 10.08.1961, Page 5
5 .........................—...--—■> Bagur Greiðsluþrot og gengisfelling RÍKISSTJÓRNIN gaf út enn ein bráða- birgðalögin hinn 2. ágúst s. 1. er fólu það í sér, að hún og Seðlabankinn skuli ákveða gengi íslenzku krónunnar en ekki Alþingi íslendinga. i kjölfarið fylgdi svo 3% gengisfellng. EJcki var því spáð fyrir rúmu ári, þegar núverandi ríkisstjórn lögleiddi gengis- fellingu, meiri en áður hafði þekkzt, að hún mundi vega í sama knérunn áður en hálft annað ár væri liðið. Sú varð þó raunin og gengur mönnum misjafn- lega vel að glöggva sig á nauðsyn þess. Ræðan, sem Ólafur Thors flutti er gengislækkuninni var skellt á, var án raka fyrir þessum verknaði og nánast pólitískur þvættingur. Tilefni gengisfell- ingarinnar var greiðsluþrot ríkissjóðs, kauphækkanirnar skálkaskjól. í ambandi við þetta óhappaverk rikis- stjórnarinnar er rétt að benda á nokkrar staðreyndir. Lífskjör almennings höfðu rýrnað um 15—20% síðan núverandi stjórn tók við, bæði af völdum hinnar fyrri gengis- fellingar, dýrtíðarflóðsins sem í kjölfar hennar fylgdi og nýrra skatta. 11% kaup hækkunin í sumar eða 400 krónu hækk- un mánaðarlauna verkamanna varð launafólki veruleg kjarabót og talin mjög réttlát lausn. Ríkisstjómin lét sáttasemjara sinn bjóða 6% kauphækkun og 4% á næsta ári og taldi efnahagskerfið þola þá kaup- hækkun. Gengisfellingin er réttlætt með mismuninum á því, sem ríkisstjórnin lét sáttasemjarann bjóða og því, sem end- anlega var samið um. En sá munur er svo lítill að ekki nemur meiru en sem svarar lítilsháttar verðsveiflu á erlend- um mörkuðum, þar sem íslendingar selja framleiðslu sína og hefur þó eng- um til hugar komið að breyta gengi íslensku krónunnar í hvert sinn og verð- breyting verður. Á þessu ári er fyrirsjáanlegur mun meiri útflutningur íslenzkra sjávaraf- urða en í fyrra og þær seldar hærra verði en þá. Ætti þetta að nema nokkr- um hundruðum milljóna og koma á móti kauphækkuninni. Þegar þetta er haft í huga ásamt þeim boðskap ríkis- stjórnarinnar fyrr á árinu að efnahags- kerfi þjóðarinnar þyldi 6% kauphækkun að viðbættum 4% á næsta ári, fer að verða vandséð þörf gengislækkunar. Hennar var a. m. k. ekki þörf vegna kauphækkananna í sumar, það er alveg útilokað, þótt því sé haldið fram. Hin raunverulega ástæða fyrir gengis- fellingu nú, mun vera tvíþætt. Hún er hefndarráðstöfun við fólkið, vegna ófara ríkisstjórnarinnar í verkföllunum í sum- ar. Og hún er þó miklu fremur sprottin af því, að ríkissjóður er nú kominn í greiðsluþrot, sem yfir þurfti að breiða. Allur málflutnngur stjórnarflokkanna er við það miðaður að fela hina raunveru legu orsök, greiðsluþrotin hjá ríkissjóði. Tvær gengisfellingar á 16 mánuðum og samdráttur á öllum sviðum uppbygg- ingar og atvinnulífs í landinu er harður dómur um mishcppnaðar efnahagsað- gerðir. Nýafstaðin gengisfelling sýnir sig brátt í hækkuðu verði útfluttra vara. Sama vörumagn og flutt var til Iandsins í fyrra þarf almenningur að kaupa 400 milljónum hærra verði en þá. Það er hin nýja skattheimta. □ V__________________________________ V aldemar V. Snæv arr —— MINNING —— í DAG, þann 29. júlí, var fyrrver- andi skólastjóri, Valdemar Valves- son Snævarr, Völlum, til grafar borinn á Dalvik, en hann lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. þ. m. Fjölmennari og virðulegri út- för fullyrði ég að aldrei hafi fram farið í Svarfaðardal. Sótti hana 'Tjölmenni langt að og í jjeim hópi 8 prestar. Þetta eitt útaf fyrir sig sýnir hversu víðtækrar virðingar og vináttu hinn látni naut, og vissulega að verðleikum. Valdemar V. Snævarr var fædd- ur að Þórisstöðum, Svalbarðs- strönd, S.-Þingeyjarsýslu, jjann 22. ág. 1883. Foreldrar hans voru hjónin Valves Finnbogason og Rósa Sigurðardóttir. Valdemar lauk gagnfræðaprófi frá Möðru- vallaskóla 1901. Arið 1905 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Steíaníu Erlendsdóttur. — Þeint hjónunt varð 6 barna auðið. Syn- ir 5, dóttir 1. Tvo sonu sína misstu þau hjónin á unga aldri, en jrrír synir lifa enn: Arni Þorveldur, verkfr., Reykjavík, Stefán Erlend- ur, prestur að Völlum í Svarfaðar- dal og Armann, liáskólarektor, Reykjavík. Dóttirin, Laufey Guð- rún, gift kona, búsett í Egilsstaða- þorpi, Fljótsdalshéraði. Auk þess ólu þau hjónin upp Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem nú er gift kona búsett í Reykjavík. Hér skal ekki gjörð tilraun til að rekja ævisögu Valdentars Snæ- varrs eða lýsa fjölbrotnu ævistarfi hans. Til jjess brestur hvort tveggja, geta mfn til að gera því efni þau skil sem skyldi, og verk- efnið meira en rúmast í stuttri minningargrein. Auk þessa er mér Ijóst að aðrir mcr færari skrifa um Valdemar. Menn sem kunna þá sögu vel að segja. Þessi orð ruín eru eingöngu bundin við mín persónulegu kynni, eftir að leiðir okkar Valde- mars komu saman, er hann flutt- ist í Svarfaðardal 1944. Ég hafði að sjálfsögðu löngu fyrr þekkt hann að orðspori. Hann varð snemma jjjóðkunnur og jafnframt hafði ég notið hans sem barnakennari í gegnum náms bækur lians, en ég leit hann fyrst augum 1930 á hátíð Möðruvell- inga það ár. Vakti hann þegar at- hygli mína, enda niun naumast hafa yfir hann sézt í margmenni, persónuleiki hans var slíkur og framkoma öll. Eigi grunaði mig þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman, sem sveitunga, og með okkur tak ast náin vinátta. En svona er lífið skemmtilega tilviljanasamt og ó- útreiknanlegt, og þó ef til vill allt föstum reglum sett og lögmáls- bundið. Valdemar V. Snævarr var einn Jreirra manna sem í senn er skemmtilegt og uppbyggilegt að kynnast. Gáfaður og fjölfróður, léttur í lund, glaðsinna og mál- reifur, en þó djúpur alvörumaður. Hugur hans mun jafnan á næðis- stundum hafa sýslað um lífsins torráðnu rök og leitað svara. Og hann leitaði ekki án árangurs, honum öðlaðist að finna það, sem liann leitaði að, guð sinn og herra, og hann boðaði jiann guð öðrum í sölum sínum, eins og hann hafði meðtekið hann í hjarta sitt og sál. Og bjarminn frá jjeirri birtu lýsti upp allt líf hans, og bar ávöxt í öllu starfi hans, sem lieimilisföð- ur og æskulýðsleiðtoga og rnanns, sem hverju góðu málefni vildi veita brautargengi. Valdeinar sagði mér ýmislegt úr Iífi sínu, og framan af ævi var það engin ganga á rósum. í frum- bernsku sinni missir hann föður sinn í sjóinn, og móðir hans verð- ur að vinna hörðum höndum fyrir þeim báðum. Þannig liða æskuár- in, þá taka unglingsárin við. Jú, Jjá er hann orðinn fær um að vinna fyrir líkamsjjörfum sínum, en honum er þetta ekki nóg. Sál hans hungrar og Jjyrstir í andlega fræðslu, sá Jjorsti er óslökkvandi, en fjármunir engir til að full- nægja þeirri þörf. Þó er á tæpum vonum ráðist í að fá inngöngu í Möðruvallaskóla. En peningarnir lirökkva ekki til. A miðjum vetri verður hann að tilkynna skóla- stjóra að hann verði að segja sig úr skóla. En Jón Hjaltalín skóla- stjóri, mun hafa séð hvað í pilt- inum bjó og orsökina til þessarar ákvörðunar. Hann vildi hvorugu una. Hann bauðst til að lána hon- um peninga svo að hann gæti hald ið áfram. „Það er lán“ sagði Hjaltalín, en Jjú átt að greiða þessa skuld síðast af þeim skuld- um, er þú kannt að hafa stofnað til. Þannig leysti Drottinn þennan vanda, sagði Valdemar. Þegar svo skuldina skyldi greiða, var svar Hjaltalíns: Greiddu þá einhverj- um þeim, er þú telur peninganna verðugan, og Ííkt stendur á fyrir og þér, er Jjú stofnaðir til hennar. Ég dreg þetta fram hér vegna Jjess að minningin um þessi drengilegu viðskipti skólastjórans, var Valdemar helgur dómur, er ég ætla að hafi síðan jafnan vak- að í sál hans, og orkað djúpstætt á sálarlíf hans. Skuldina mun Valdemar hafa greitt af höndum svo sem tilskilið var og Jjað með vöxtum og vaxta- vöxtum. Mundu ekki einhverjir geta vottað það? Mig grunar að svo muni vera, en ekki sagði Valdemar mér Jjað. Þó Valdemar hefði lokið gagn- fræðaprófi nægði það ekki til að svala menntajjorsta hans, og jafn- framt brann í sál hans löngun til ákveðins starfs. Hann þráði að verða prestur og sú þrá slokknaði aldrei. Ævina á enda bar hann söknuð yfir að hafa ekki náð Jjví marki. Valdemar hefur áreiðanlega háð sína Jakobs-glímu við Jjessa þrá sína. Honum var nú kleilt að ganga menntabrautina áfrani, ef hann sleppti hendi af móður sinni, en hún var Jjá hnigin á efri ár og starískraftar hennar Jjverr- andi. En hann var nægilegur drengskaparmaður til að sigra sjálfan sig í þessari glímu. Ástin til móðurinnar og skyldunnar við hana réðu úrslitum. En þráður- inn slitnaði ekki. Prestshempu og prestskragann hlaut hann ekki, en hann gerðist engu að síður sáð- maður í akri Kristskirkju. Kenni- mannsstarfið varð lífsstarf hans í heimahúsum og í barna- og ung- lingaskólum Jjeim, er hann kenndi við og stýrði. Sú sterka guðstrú er hann átti frjálsa og hindurvitnalausa, ásamt heilbrigðu lífsviðhorfi hans, virð- ingu fyrir starfi og hófsemi í lifn- aðarháttum, er lijá honum féllu í einn farveg, gerðu hann tilval- inn æskulýðsleiðtoga og kennara. Það var köllun hans í lífinu og hann var þeirri köllun trúr allt til hinztu stundar. Og lífið gaf honum líka mikið. Hann var hamingjumaður, eignaðist indæla konu er bjó honum friðsælt heim ili og börn Jjeirra með afburðum vel gefin. Betri gjafir getur lífið ekki gefið. Valdemar var sextugur er hann lét af skólastjóra og kennarastarfi. Þá fluttist hann til Svarfaðardals að Völlum, en þá var Jjar sonur hans orðinn þjónandi prestur. Þó Valdemar væri liættur kennslustörfum var hann sístarf- andi og afkastamikill og fullur áhuga. Mér fannst hann allajafna Benedikl Hólm Júlíusson, bóndi, Hvassafelli —— MINNINGARORÐ — vera ungur maður og ég hefi naumast áttað mig á Jjví enn að lrann sé horfinn yfir móðuna miklu. Hann var ætíð æskunnar maður og undi sér næsta vel í hópi barna og unglinga. Og þessa naut svarfdælsk æska þann tíma er hann dvaldi í Svarfaðardal. Hann hafði tíðlega samkomur með æskuíólki rædeli við Jjað og fræddi, og að ég hygg, án endur- gjalds. Hann var hinn trúi þjónn, sem ekki mat hvert sitt starf til peninga. Við Islendingar eigum of fáa slíka nú á tímum. Með Valdemar er merkur og að ýmsu leyti sérstæður maður til grafar genginn. Maður, sem liélt reisn sinni þó kjör væru stundum kröpp, og á brekku væri að sækja. Hann lét aldrei ytri lífskjör smækka sig andlega, heldur þvert á móti. Rúm hans verður vand- skipað, og minning hans lengi lifa. Við Svarfdælingar þökkum Jjeim hjónum komuna hingað. Hún var okkur í senn einkar kær og mikill ávinningur. Valdemar sendum við nú á öld- um liugans yíir dauðadjúpin okk ar vinakveðju með þökk fyrir ljúfa og elskulega samfylgd og störf. Konu hans og fjölskyldu færum við innilegustu samúðarkveðju. Tjörn, 29. júlí 1961. Þór. Kr. Eldjárn. AÐ KVELDI fvrra mánaðar barst mér sú frétt, að Bencdikt í Hvassa felli væri látinn. Mig setti liljóð- an, og ég var gripinn sárum sökn- uði. Minningarnar um tryggan vin komu fram ein af annarri. Þær minningar eru mér alltaf kær ar og munu geymast meðan lílið varir. Benedikt var fæddur að Hvassafelli 3. jan. 1903. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Júlíus Gunnlaugsson frá Þormóðsstöðum í Sölvadal, hinn mesti dugnaðar- og athafnamaður og Hólmfríður Árnadóttir frá Skuggabjörgum, mikilhæf og góð kona. Þau hjón hófu búskap í Hvassafelli um síð- ustu aldamót og bjuggu Jjar við rausn og myndarskap, sem kunn- ugt er. Benedikt ólst upp hjá for- eldrum sínum og tók snemma virk an þátt í búrekstri föður síns með lifandi áhuga og harðfylgi. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri, brautskráðist það- an gagnfræðingur, er hann stóð á tvítugu. Fékkst hann síðan við kennslu nokkra vetur, en vann að búi foreldra sinna á sumrum. Árið 1930 keypti hann jörð og bú foreldra sinna ásamt Pálma bróður sínum, og kvæntist stuttu síðar Rósu Jónsdóttur Thorlacius frá Oxnafelli. Þegar Pálmi brá búi nokkrum árum síðar. keypti Benedikt alla jörðina og hefur búið Jjar síðan. Fyrstu árin urðu erfið, Jjví að Jjá skall á hin mesta kreppa, sem mörgum varð Jjung í skauti. En Benedikt mætti henni með manndómi og karlmennsku, sem lionum var í blóð borin. Hann stóð alltaf í stórfram- kvæmdum, hafði hýst jiirð sína með ágætum og ræktað í svo stór- um mæli, að Hvassafell mun nú bera meiri áhöfn en flestar jarðir aðrar í Eyjaíirði. Með Benedikt Júlíussyni er genginn hinn mætasti maður, og Jjó sagt sé, að maður komi í manns stað, má þó tullyrða, að vandfyllt er í það skarð, sem nú er höggvið. Hann var hinn mesti rausnar- maður, góður vinur og bróðir, vildi hvers manns vanda leysa og var allra manna glaðastur bæði í vinahópi og heim að sækja. Bene- SÉÐ OG HEYRT. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi til birtingar: ÞEIR ERU margir skemmti- flokkarnir, sem hafa verið á ferðinni undanfarið og eru æði misjafnir og sumir léttvægir hvað menninguna snertir. Þó er leikflokkur Þjóðleikhússins un'dantekning og Kiljanskvöld- ið var gott. Hér var m. a. á ferðinni hinn þekkti Svavar Gests með hljóm sveit sína. Hér á Akureyri „skemmti“ hann, en hriíningin var lítil. Því næst lá leiðin í Freyvang og hélt hann og fylgd arlið hans ball þar. Aðsóknin var mikil og selt miklu meira en húsið tók. svo allt varð ein iðandi kös. Skemmtiflokkurinn vildi þó selja inn enn fleira fólki, en fékk ekki ráðið. Þarna var mjög mikið af börnum og unglingum. Inngangseyrir var 65 krónur fyrir mann. Hvergi var barnaverndarnefndin sjáan leg og hefði hún þó átt erindi til að líta eftir fermingarbörnunum frá í vor og fleira fólki á því reki, sem ótæpt notaði hinn sterka drykk. Um síðustu helgi, verzlunar- mannahelgina, héldu skógrækt- arfélögin mikla skemmtun í Vaglaskógi. Annað eins fyllirí hefur þar aldrei sézt og er þá langt jafnað á þeim ágæta stað. Mest bar á unglingunum. Marg ir þeirra voru dauðadrukknir, aðrir aðeins rólfærir. Það var hörmuleg sjón. Skógræktarfélögib. vinna þarf legt verk og gott með því að raektp skóg,. hjálpa fræjum til að skjóta rótum, vaxa upp og verða að stórum trjám, öllum til yndis. En skógræktarfélogin fara öfugt að er þau stefna UM SAMA leyti í sumar og síldaraflinn varð meiri en nokkru sinni áður í sögu síld- veiðanna hér á landi rak Mbl. upp skelfingarkvein og sagði, að aflast þyrftu 2 milljónir mála og tunna síldar til að síldarút- gerðin bæri sig, þ. e. að hvert skip þyrfti að afla langt til 10 þús. mál og tunnur. Þetta eru mjög athyglisverðar skoðanir hjá aðal stjórnarblað- inu, þegar þess er gætt að fyrir „viðreisnina“ var afkoman á meðal síldarbát sæmileg með 4—5 þús. mála og tunnu afla. Verð á síld er þó verulega hærra en áður. Morgunbl. ber mannfjölda í Vaglaskóg. Þar er nýgræðingurinn, æskan í sveit- um og bæjum við Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu, 'rótslitinn og skemmdur. Foreldrar og aðrir forráða- menn barna og unglinga ættu ekki að leyfa börnunum að hálda til í Vaglaskógi þegar svona er ástatt, án eftirlits. □ Landssamband íslenzkra útvegs manna fyrir þessum upplýsing- um. Hér er spurt: Hefur „við- reisnin“, sem átti að tryggja at- vinnuvegunum traustan grund- völl, leikið þessa grein útgerðar á íslandi svo grátt, að aflinn þurfi að vera meira en helmingi meiri en áður þurfti til að út- gerðin beri sig? Hefur ríksstjórnin og mál- gögn hennar gert sér ljóst, að yfirlýsing Morgunblaðsins, sem það ber LÍÚ fyrir, felur í sér fulla viðurkenningu á því hve hörmulegar afleiðingar mis- heppnuð stjórnarstefna er að leiða þjóðina út í? í sömu yfirlýsingu og hér er vitnað til er hlutaskiptingunni um kennt. Því er til að svara, að hún er óbreytt frá því sem verið hefur og á því ekki þátt í þessum hraklega vitnisburði um einstæð afglöp. Vonandi er að málgögn ríkisstjórnarinnar verði fús til að skýra það nánar hversu það má vera að útgerðarkostnaður síldarbáta hafi hækkað svo, að aflast þurfi helmingi meira en áður til að útgerðin standist kostnaðinn, eða lýsi því yfir ella að þau hafi farið með fleip- Börnin fóru í biðröðina 3 tímum áður en sala aðgöngumiða hófst. ur eitt. □ dikt hélt snjallar ræður við ýmis tækifæri og var meira leitað til lians en annarra, ef á ræðumönn- um Jjuriti að halda í byggðarlag- inu. Hann var gó'ður hagyrðingur og kær að kveðskap öllum. Benedikt var glæsimenni í sjón góðum íþróttum búinn, harðdug- legur og afkastamikill að liverju sem bann gekk. Benedikt unni gróðurmoldinni, sveitinni sinni og landinu öllu. Hann gerði bændastöðuna að líts staríi sínu og var góður bóndi í þess orðs fyllstu merkingu, átti góðan búpening og hafði yndi af að ala hann sem bezt. Hestamaður var hann og átti góðhesta allt frá bernskudögum til æviloka. Síðasta daginn, sem hann jilði, sté hann á bak hestum sínum, sér til hvíld- ar og ánægju og til að treysta leyni Jjráðinn milli manns og hests. Bíll inn liafði aldrei náð að deyfa ást hans og áhuga á þarfasta þjónin- um, eins og títt er um bændur nú á dögum. Benedikt voru falin ýmis trúnaðarstörf í bvggðarlagi sínu og reyndist hann alls staðar liinn nýtasti liðsmaður. Hann tók mikinn þátt í félags- og menning- armálum sveitar sinnar og lagði lið öllu Jjví, er mátti verða kom- andi kynslóðum til Jjroska og menningár. Hvatti hann börn sín og öhnur urigménni til að afla sér irienfitunar og þekkingar. Hann var örgerður, viðkvæmur og skapheitur, en sanngjarn og sáttfús, hélt vel á Jjví riiáli, ér hann fylgdi og vildi ávallt hafa það, er sannara reyndist. Börn Benedikts eru: Halla, húsfreyja að Dvergasteini í Glæsi- bæjarhrepjji, Haukur, ókvæntur lieima, Þuríður, verzlunarmær í Reykjavík, Einar, ókvæntur heima og Atli, nemandi við Menntaskól- ann á Akureyri. Einnig ólu þau hjónin upp tvö börn Pálma heit- ins bróður Benedikts og reyndust Jjeim sem sínum eigin börnum, þau eru: Benedikt Bragi, iðnaðar maður á Akureyri og Hólmfríður, verzlunarmær, einnig á Akureyri. Ég sendi frú Rósu konu Bene- dikts, börnum hans og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna, en vita skulum við Jjað og liafa hugfast, að huggun er það harmi gegn að eiga minn- ingarnar og vitneskjuná um Jjað, að hann var „drengur góður.“ Sn. S. Akureyringar sigur- sælir í Golfm.mótinu Um miðjan júlí var Golf- meistaramót íslandshaldið á Akureyri. Keppendur voru frá Akureyri, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Akureyringar sigr- uðu glæsilega í öllum flokkum og áttu t. d. fjóra fyrstu menn í meistaraflokki. Golfmeistari íslands varð Gunnar Sólnes. Sigurvegarar í fyrsta og öðrum flokki urðu Bragi . Hjartarson og Sævar Gunnarsson. Þorleifur Þorleif sson NÝ BRÚ Á HORNA FJARÐARFLJÓTI KVEÐJ Á S. L. VORI hneig í valinn einn af merkustu búhöldum úr hópi svarfdælskra bænda á þessari öld nær sjötugur að aldri. Verður hans minnzt hér lítillega. Þorleifur Þorleifsson var fæddur á Hóli á Upsaströnd 11. júlí 1891. Voru foreldrar hans Kristjana Jónsdóttir og seinni maður hennar Þorleifur Jó- hannsson. Þau hjón voru dug- mikil og ráku umsvifamikinn myndarbúskap á Hóli. Land- nytjar og sjávargagn var stund- að jöfnum höndum og hvort tveggja sótt af harðfengi og kappi. Heimilið var mannmargt, svo sem víða var á þeirri tíð, og heimilisbragur í fremstu röð, enda efnahagur allgóður. Þor- leifur ólst upp hjá foreldrum sínum. Vandist hann snemma fjölþættum störfum og var ekki hlíft við vinnu. Ekki naut hann annarrar fræðslu en venja var að veita til fermingar. Hvorki skorti þó greind né efni. En mér þykir trúlegt, að athafna- þráin hafi tekið hug hans allan, svo að ekki hafi orðið af frekara námi. En á sviði starfs og fram- kvæmda gerðist hann ungur bezti liðsmaður og hélt þeirri reisn ætíð. Árið 1913 verða þáttaskil í ævi Þorelifs. Þá kvænist hann Svanhildi Björnsdóttur frá Sela klöpp í Hrísey, mikilhæfri og merkri konu. Ungu hjónin hófu búskap á Hóli og sýndi sig brátt að þeim lék hugur á að vegur heimilisins héldist. Jörðin var erjuð og sótt til fanga í sjóinn. Og áður langt leið tekið að rækta og auka túnið á Hóli og bæta húsakost. Vélbátur kemur og er sú útgerð stunduð um margra ára skeið. Aflinn er færður á land við Hólsnaust og nýttur þar. Þarf þá oft að leggja nótt við dag til að ljúka nauð- synlegum störfum í tæka tíð. En hjónin ganga gunnreif til vinnunnar og stjórna af festu og hyggindum hvort á sínu sviði. Útgerðin reyndist stundum á- fallasöm t. d. vegna bryggju- tjóns af völdum sjávarhamfara. En ekki voru lagðar árar í bát, heldur hafizt handa um úrbæt- ur. Er líklegt að stundum hafi verið nokkur fjárhagsraun að halda í horfinu bæði til sjávar og lands. En með fyrirhyggju og dugnaði blessaðist þetta svo, að efnahagúrinn rýmkaðist eftir því sem tímar liðu. Eftir að Þor leifur hætti útgerð sneri hann sér óskiptur og af alhug að bú-' skapnum. Stóð hann áfram í miklum framkvæmdum. Er Hóll nú glæsileg jörð, vel hýst og víðlent tún þar sem áður voru forarmýrar eða nytjarýrt land. Allt ber þetta vitni um stórhug, atorku og ráðdeild. Þorleifur hætti biískap fyrir skömmu og fékk jörðina í hend ur yngsta syni sínum. Þorleifur á Hóli var fríður sýnum, vart meðalmaður á hæð en svaraði sér nokkuð. Hann var skerpulegur og gneistaði af áhuga og kappi, ef hann vildi koma einhverju áleiðis í skyndi. Hann var verkmaður ágætur, og svo ósérhlífinn, að hann ætl aði sér naumast af, tók svo rösk lega til hendi í fyrstu skorpu að fáir gerðu betur. En vegna vanheilinda þoldi hann slík vinnubrögð ekki til lengdar. Hann var hirðusamur og þrifn- aðarmaður. Nokkuð var hann ör í lund, en ekki varð honum það að fótakefli, enda var hann fús til yfirbótar og sátta, ef hann taldi sig hafa gert öðrum UQRÐ — órétt í orðaskiptum. Hann var hreinskilinn og heiðarlegur í skiptum við aðra. Loforð hans brugðust ekki og hann gerði líka kröfu til að aðrir stæðu við orð sín. Þorleifur var mikill dýravin- ur og athugaði háttu þeirra um fram marga aðra. Búfénað sinn fóðraði hann með ágætum og fékk af honum góðar afurðir. Ég ætla að sauðkindin hafi ver ið eftirlæti Þorleifs. Hann hafði gaman af að ræða um hana og kom þá greinlega í ljós hversu gott skyn hann bar á vel gert og frítt fé. Átti hann fallegt og vænt fé sjálfur, svo að orð var á gert um nokkurt skeið. Þorleifur var gefinn fyrir söng og hljófæraslátt, lék á org el fram eftir ævi. Hafði hann fengið lítilsháttar tilsögn í þeirri mennt á sínum æskuárum. Gott var að sækja Þorleif heim og eiga við hann viðræður. Hann hafði næmt auga fyrir því bros- lega og henti að því gaman með góðlátri glettni. En allt var það af hófsemd, laust við alla ill- kvittni. Það var fjarri hjartalagi hans, að valda öðrum miska, hvorki í orðum né gjörðum. Hitt var nær skaphöfn hans að greiða götu samferðamanna, einkum þeirra, sem minni mátt ar voru. Þorleifur á Hóli var enginn veifiskati. Hann tók ákveðna af stöðu til mála og varð ekki hnik að vegna annarlegra sjónar- miða. Enginn var han áburðar- maður eða leitaði eftir mann- virðingum. En þau störf, sem honum voru falin, leysti hann af hendi með sóma. Þau Svanhildur og Þorleifur eignuðust átta börn. Eru sjö þeirra á lífi, myndarlegt fólk og bráðduglegt. Þá ólu þau hjón upp að mestu bróðurson Svan- hildar. Ég held að Þorleifur á Hóli hafi verið hamingjumaður. Hon um auðnaðist að skila miklu og góðu ævistarfi. Hann eignaðist ágæta konu, sem var honum styrk stoð í umfangsmiklum bú rekstri. Börnin hafa reynzt nýt ir þegnar. Og hinir mörgu af- komendur Þorleifs virtu hann og unnu honum, enda var um- hyggja hans og ástríki til hans nánustu í ríkum mæli. Þorleifur var skjótur í heim- anbúnaði, þegar kallið kom þann 21. maí síðastliðinn. Hann hneig örendur við sín daglegu störf. Þar var mjög við hæfi, því að hann hafði aldrei hikað í lífinu. Vertu sæll, Þorleifur. Þú varst húsbóndi minn sumar- langt, en síðan hef ég haft á þér mætur. Hafðu þökk fyrir okkar kynni. Og þökk sé þér fyrir, hve góðan hlut þú áttir í því að prýða dalinn okkar og lagðir skerf tif að lyfta svarf- dælskri bændastétt um set. Helgi Símonarson. HART KONUHÖFUÐ Sagt er frá því í sunnanblöð- um, að 80 punda steinn hafi dottið í höfuð konu einnar á fimmtugsaldri, er Aðalbjörg heitir, þar sem hún var, ásamt öðru ferðafólki, að ganga á Kerlingu, vestan Vatnajökuls. Konunni blæddi nokkuð á höfði, en sakaði ekki meira en svo, að hún kleif fjöll sem aðr- ir eftir steinshöggið. Sunnudaginn 30. júlí fór fram hátíðleg vígsla hinnar nýju brúar á Hornafjarðarfljóti. Yf irsmiður var Eyfirðingurinn Þorvaldur Guðjónsson. Nýja brúin er 255 m. á lengd, kostaði um 10 milljónir, eða hálfri annarri milljón minna en áætlað var, og verkið tók skemmri tíma en búizt var við. Hún er 3 m. á breidd og hvílir á 18 stöplum. Samtímis var vígð brú á Hoffellsá og er hún 60 metra löng. Þessar nýju brýr eru ómet- anleg samgöngubót, tengja m. a. Mýrar og Suðursveit akvega- sambandi. □ LAXARÆKT Á V E G U M RÍKISINS RÍKIÐ hefur fest kaup á jörð- inni Kollafirði í Kjósarsýslu í því skyni að hefja þar laxa- rækt. Alþingi veitti heimild í vetur til jarðakaupa og lántöku í þessu augnamiði. Laxaeldisstöðinni er ætlað að vera tilraunastöð fyrir laxaeldi. Þar verða einnig gerðar tilraun ir með fóðurblöndur og kyn- bætur. Þá mun stöðin framleiða seiði, sem seld verða til að sleppa í veiðivötn og til annarra eldisstöðva. Mælingar og teikningar hafa þegar verið gerðar að stöðinni. Eldistjarnir eru fyrirhúgað&r 1.7 hektarar að flatarmáli. Unnt á að vera að' ala upp 300—350 þúsund gönguseiði ár- lega og selja 2,5 milljónir ung- seiða á ári, þegar stöðiri er komin í fullan rekstur. Fyrstu laxaseiðunum á að sleppa úr stöðinni vorið 1962 og fullur rekstur á henni á að geta orðið að fjórum árum liðn- um. □ | DÁNARDÆGUR | JÓN STEINGRÍNISSON, sýslu- maður í Borgarnesi, andaðist 22. júlí. Hann var jarðsettur 29. júlí í Fossvogskirkjugarði. Jón Steingrímsson var fædd- ur á Húsavaík 14. marz alda- mótaárið, sonur Steingríms heitins Jónssonar, sýslumanns þar, og síðar bæjarfógeta á Ak- ureyri, og konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur. Jón varð fulltrúi hjá föður sínum hér á Akureyri að námi loknu, en settur sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 1930 og gegndi því emb- ætti til 1937, er hann tók við embætti sýslumanns í Mýra- og Borgatfjarðarsýslu, en því gegndi hann til æviloka. Ekkja Jóns Steingrímssonar er Karí- tas Guðmundsdóttir. — Börn þeirra fjögur eru öll uppkomin. Jón Steingrímsson var mik- ilsvirtur emhættismaaður og vann mjög að framförum á sviði félagsmála.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.