Dagur - 23.08.1961, Síða 8

Dagur - 23.08.1961, Síða 8
8 Þjóðverji drukknaði í Mývatni Hraðbát með þrem mönnum hvolfdi - Tveir björ guðu sér á sundi í nærliggjandi hólma ÞAÐ sorglega slys varð sl. mið vikudagskvöld að Þjóðverji að nafni Peter Hellenthal drukkn- aði í Mývatni. Hann var sextug ur iðjuhöldur frá Bad Godes- berg í Vestur-Þýzkalandi, aðal- eigandi verksmiðju, sem eink- um framleiðir skyrtur og bindi. í fylgd með honum hingað til lands var 17 ára sonur hans, Hanno að nafni, og Voru þeir í skemmtiferð með öðrum ]önd- um sínum og dvöldust í Mý- vatnssveit um fyrri helgi. En feðgarnir ætluðu að nota síðustu daga ferðar sínnar til Grænlandsflugs F. í., miðviku- daginn 9. þ. m. Komu þeir því til Akureyrar 8. þ. m. og hugð- ust taka sér far með áætlunar- flugvél það sama kvöld. Sú flugvél kom aldrei til Akureyr- ar, vegna dimmviðris, og mælti iðjuhöldurinn, er hann kvaddi á afgreiðslu Flugfélagsins hér: „Þetta varð endirinn á ferðinni til Grænlands." Feðgarnir héldu þá aftur til Mývatnssveitar, leigðu bát á Hótel Reynihlíð og fór hótel- stjórinn, Arnþór Björnsson, með þá á litlum báti og var ferðinni heitir til Kálfastrand- ar til að skoða sérkennilega staði og taka myndir. Þegar báturinn, sem var hrað bátur með öflugri utanborðs- vél, var kominn 1—300 m frá landi (ber ekki saman), hvolfdi honum. — Þremenningarnir reyndu að koma honum á rétt- an kjöl, en það tókst ekki. Þeir yfirgáfu þá bátinn og lögðust til sunds. Allir voru vel syntir, en eldri Þjóðverjinn mjög þungt klæddur. Honum tókst þó með aðstoð hinna að losna við frakka og jakka og synda áleiðis, einnig með aðstoð. Brátt dapraðist honum sundið, færði hann son sinn og fylgdarmann í kaf og varð þá viðskila og sökk. Hinir komust í hólma íDaguk I kemur út á föstudaginn, helg- aður iðnstefnunni. þann er næstur var. Þeim barst hjálp frá Syðri-Neslöndum klukkustund síðar. En slysið vildi til kl. 16.15 á svokölluðu Teigasundi. Leit var þegar liaf- in að Peter Hellenthal og bar hún þó ekki árangur fyrr en kl. hálftíu morguninn eftir. Sýslumaður Þingeyinga, Jó- hann Skaptason, framkvæmdi réttarrannsókn á staðnum. — Kúrt Sonnenfeld ræðismaður á Akureyri flutti lík landa síns til Akureyrar og aðstoðaði son- inn, sem var niðurbrotinn af sorg eftir hinn válega atburð. □ Á FÖSTUDAGINN um kl. 5 síðdegis varð harður árekstur á þjóðveginum hjá Skriðulandi í Arn- arneshreppi. Jeppi úr Skagafirði og fólksbíll frá Dalvík, sem var á leið norður, skullu saman. Með- fylgjandi mynd sýnir afleiðingar árekstursins livað farartækin snertir. En meiðsli á mönnum urðu þau ein, að bílstjóri Skagafjarðarbílsins skrámaðist nokkuð. (Ljósmynd V. F.) 11 ■ ■ i ■ ■ i ■ i ■■ ■ ■ 111111 • 1111 ■ 1111 iii i ii 111 l•lllllll•l•l••••llllllllllllllllllllllllllllltllllll■ Góðir erlendir gestir heimsækja Eyfirðinga Leiðbeina bændrnn í meðferð mjaltavéla o. fl. Athuga byggðasafnsmál og gera tillögur um það HINGAÐ til Akureyrar eru komnir góðir gestir frá Dan- mörku og Noregi. J. C. Christ- ensen frá samtökum danskra mjólkursamlaga heldur þessa daga fundi í hreppunum á mjólkursamlagssvæði KEA og flytur fyrirlestra og hefur sýni- kennslu í meðferð mjaltavéla. Fræðir hann bændur einnig um hreinlæti við framleiðslustörfin. Er þetta einn liðurinn í barátt- unni við hina útbreiddu júgur- bólgu, sem bændur vilja feiga. Með hinum góða gesti er Olaf- ur Jónsson ráðunautur og túlk- ar mál hans. Fundarstaðirnir munu verða 12—15 og hafa þeir fundir, sem þegar er búið að halda, verið vel sóttir. Þegar umferðinni er lokið verður sam eiginlegur bændafundur hald- inn á Akureyri, erindi flutt, myndir sýndar og umræðna óskað. Búnaðarsamband Eyja- fjarðar og Mjólkursamlag KEA gengust fyrir komu hins er- lenda manns og þessum nauð- synlegu fundarhöldum. Hinn gesturinn er norskur og heitir Fartin Valen-Sendstað frá Litlahamri og er hann einn helzti forvígismaður byggðasafn anna þar. Akureyrarbær, Eyja- fjarðarsýsla og KEA hugðust koma upp byggðasafni og fólu eftirtöldum mönnum undirbún- ing: Jónasi Kristjánssyni, Ár- manni Dalmannssyni og Helga Eiríkssyni. Dagur hefur nokkr- um sinnum gert málið að um- ræðuefni og er ekki frekari kynningar þörf. Nú virðist nefnd þessi vera að rumska enda gekkst Svein- björn Jónsson fyrir því að hing að kæmi fyrrnefndur Norðmað ur, sem hefur bæði reynslu og menntun að baki, og greiddi enn fremur ferðakostnað hans úr eiginn vasa. Rætt hefur verið um að gera hluta af Fjörunni að bygg'ða- safni, Fartin Valen-Svendr.tad hefur, ásamt nefndinni, ferðazt um landið allt frá Rangárþingi til Mývatns. Blaðið hafði tal af honum sem snöggvast í gær. Ilvenær liófuzt þið lianda í heimabæ þínum um stofnun byggðasafns? Árið 1887. Hvert er viðhorf þitt til þess- ara mála hér? Ég hef séð, að hér sem annars staðar, á landið sína sögu og gamli tíminn er að yfirgefa það með öllum sínum minjum, sem þarf að bjarga nú þegar eða ekki. Hér á þessum stað eru góðir möguleikar til þess að koma upp myndarlegu byggða- safni, bæði safni bygginga og muna. En til þess að fram- kvæmdir séu mögulegar þarf mikið starf og sterkan stuðning almennings. Hefur þú komið að Laufási? Já, og þar kom fyrir 30 árum Anders Sandvig, sem er einn þekktasti safnmaður okkar tíma, íslandsvinur mikill og hef ur verið sæmdur ísl. Fálkaorð- unni. Þessi víðskyggni maður leit á Laufásbæinn gamla, sem einn merkilegasta minjagrip álfunnar. En bærinn lenti í nið urníðslu og var bjargað á síð- ustu stundu, og er það mjög ánægjulegt. Margir möguleikar eru til í þessu efni og enn ónot- aðir til að tengja saman nútíð og fortíð. Reynzlan sýnir það í Noregi, að gott og vel gert byggðasafn eykur ekki aðeins skilning fólks á sögu og atvinnuháttum þjóðar sinnar, heldur veitir því gleði og opnar leið til tekjuöflunar í sambandi við ferðamannastrauminn, segir hinn norski byggðasafnsmaður að lokum og þakkar blaðið hon um viðtalið. □ Málverkasýning á sunnudapn KL. 3 á sunnudaginn opnar Kristinn Jóhannsson málverka- sýningu í Landsbankasalnum á Akureyri. Þar sýnir liann um 50 myndir, allar frá tveim síð- ustu árum, en þá var hann kenn ari á Patreksfirði. £iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||mi|l|||,|,||,,|,,a|||(,|l|||l|l|||l||| ,, | Málverkasýning að Bjargi I GUÐMUNDUR HALLDORS- SON málari á Akureyri er frem ur seinþroska í list sinni, ef svo má að orði komast, því hann er Síldarafli nágrannaskipa Tólf skip hafa aflað yfir 10 þús. mál og tn. HÉR FER Á EFTIR afli 31 síld- Héðinn, Húsavík 13.574 arskips frá Akureyri og næstu Helga, Húsavík 5.900 útgerðarstöðva í nágrenninu: Helgi Flóventss., Húsav. 7.797 Akraborg, Akureyri 11.561 Hrefna, Akureyri 4.152 Áskell, Grenivík 11.980 Júlíus Björnsson, Dalv. 4.615 Baldur, Dalvík 11.779 Ólafur Bekkur, Ólafsf. 9.691 Baldvin Þorv., Dalvík 8.549 Ólafur Magnússon, Ak. 19.266 Bjarmi, Dalvík 11.835 Pétur Jónsson, Húsav. 13.728 Björgvin, Dalvík 11.354 Sigurður Bjarnas., Ak. 11.160 Einar Þveræingur, Of. 3.208 Smári, Húsavík 9.447 Garðar, Rauðuvík 6.410 Snæfell, Akureyri 13.300 Guðbjörg, Ólafsfirði 15.536 Stefán Þór, Húsavík 7.243 Gunnólfur, Ólafsfirði 2.406 Súlan, Akureyri 7.645 Gylfi I, Rauðuvík 4.952 Stígandi, Ólafsfirði 3.400 Gylfi II, Akureyri 8.466 Sæþór, Ólafsfirði 11.044 Hagbarður, Húsavík 5.105 Vörður, Grenivík 8.464 Hannes Hafstein, Dalvík 5.219 Þorleifur Rögnv., Óf. 4.065 Guðmundur Halldórsson. maður roskinn en hefur nú á síðustu árum náð verulegum tökum á litum og línum. Mál- verk hans á mörgum heimilum norðanlands, og raunar víðar, eru meðal þeirra muna sem fólk hefur til augnayndis. Listadísin gerði gælur við Guðmund þegar hann var á þeim aldri er leggur og skel eru kærkomin viðfangsefni og rauð ur leirsteinninn furðuefni til myndagerðar, og fyrir hana hef ur hjarta hans slegið á langri ævi, þótt hvorki gæfist tæki- færi til að njóta og nema á þroskaárunum eða afgangstími frá brauðstriti fullorðsinsár- anna. En síðustu árin hafa gef- ið Guðmundi tóm til að helga sig einvörðungu hinni ævilöngu þrá, að mála. Síðan fagnar hann hverjum nýjum dégi og vinnur þrotlaust að þeim verk- efnum, sem málverk hans bera vitni um. Myndir hans seljast jafnóðum. — Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, hefur nú fengið leyfi Guðmundar Halldórssonar til að halda sýningu á verkum hans í hinu ágæta húsnæði sínu, Bjargi, á sunudaginn kemur. Ágóðinn af hóflegum inn- gangseyri og' kaffisölu rennur til hinna fötluðu. Bæjarbúar og nágrannarnir munu hafa af því nokkra ánægju að skoða mál- verkasýningu þessa. Málarinn sýnir málefnum Sjálfsbjargar mikinn vinarhug með því að lána málverk sín til ágóða fyrir félagsskapinn. □ Meiri hlutinn er vatnslita- myndir en einnig nokkur olíu- málverk. Hinn 24 ára sérkennilegi listamaður, hefur áður sýr.t verk sín í þrjú skipti hér í bæ og einnig í Reykjavík. Að þessu sinni eru flestar myndanna án fyrirmyndar. Sýningar Kristins Jóhanns- sonar hafa jafnan verið vel sóttar og er vonandi, að svo verði einnig í þetta skipti. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.