Dagur - 30.08.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 30.08.1961, Blaðsíða 1
t ;\í u.<;a<;n Framsórnarmanna í'R tórjÓRi: Ekunííur Davíbssox SKRIJ-S'l OI'A j HaI NAUSI K.J.n ‘J(I StMJ j 1(5(5 . So'NlNClt <X! PRENTUN ANNAST PrKNTVERK OdDS BjíIRN.S.sONAR n.r. Akurkvki -------------------------------, Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 30. ágúst 1961 — 40. tbl. *— ---------—— ----------------- Augi.vsinca.stjöri: Jóv Sam- ÓEI.SSON . Akcanuurinn KOSIAK KR. 100.00 . CjALDDAOt ER 1. JÚLÍ Blaihs kemur A RftnviKODÖc- l'M OC Á I.AUr.ARDÖOU.M RKOAR ÁST.-KWA ÞVKIR TTL >---------------------------------> FJÖLMENNI AÐ LAUGUM Varðskipið Óðinn kom að togaranum Prince Phi Iipp, GY 218, þar sem hann var að ólöglegum veið- um á Grímseyjarsundi innan fiskveiðitakmarkanna. Varðskipið færði hinn brezka landhelgisbrjót til Akureyrar. Togari þessi er um 600 tonn og sex á ra gamall. Einn af eigendum togarans, Páll Aðal- steinsson, sem lengi hefur átt heima í Grimsby, var staddur í sumarleyfi sínu í Reykjavík, og kom hann þegar hingað norður til að fylgjast með réttarhöldunum. Mál skipstjórans var tekið fyrir eftir hádegi í gær hjá bæjarfógetanum á Akureyri, envar ekki lokið, er blaðið fór í prentun (Ljm. ED). Afli togara sæmilegur í sumar Trillur og smærri þilfarsbátar íiafa komið með meiri afla að landi en áður og margir menn vilja hefja smábátaútgerð á næstunni Trú sjómanna á smábátaút- gerð hefur mjög glæðzt síðustu árin, og er fast leitað eftir 'bát- um á skipasmíðastöðvum og hjá öðrum þeim, er bátasmíði ann- ast. Á LAUGARDAGINN héldu Framsóknarmenn í S.-Þingeyj- arsýslu almenna skemmtisam- komu að Laugum og hófst hún kl. 9 síðdegis. Þá strax var í- þróttasalurinn, en þar fór skemmtunin fram, fullur út úr dyrum. Karl Kristjánsson stjórnaði samkomunni. Á þriðju klukkustund skipt- ust á ræður, söngur og gaman- þættir. Hermann Jónasson og HIMHMHIIHlMIHHHIHHMHIMIMMM IIIIMIIIIIIIMHHIIM I SUMARSLÁTRUN | I Á AKUREYRI | í REYKJAVÍK hófst sala á sumarslátruðu dilkakjöti seinna en venjulega vegna ósamkomu- lags um álagningu kjötverzlana. Verðið er nú kr. 36.00 pr. kg í heildsölu, súpuket kr. 43.75, heil læri kr. 49.50 kg. og læra- sneiðar kr. 55.0. Á morgun, fimmtudag, verður rúmlega 100 dilkum úr Arnar- neshreppi slátrað hér á Akur- eyri á sláturhúsi KEA, og aftur í næstu viku eftir þörfum. Nýtt verð á dilkakjöti kemur e. t. v. á morgun. AFLI Akureyrartogaranna hef- ur verið sæmilegur í sumar og svo er enn, Síðustu landanir eftir 10—11 daga útivist sýna' þetta vel, þótt aflinn hafi stund- um verið mun meiri. Sléttbakur landaði 18. ágúst 134 tonnum. Kaldbakur hinn 21. ágúst 139 tonnum. Norðlendingur mun landa á- líka aflamagni í dag, og Harð- bakur landaði í gær 140 tonn- IÐNSTEFNUNNI LAUK MEÐ YEIZLU IÐNSTEFNU samvinnumanna lauk með mikilli veizlu á Hótel KEA á föstudagskvöldið. Þar sátu 300 manns til borðs. — Veizlustjóri var Harry Frede- riksen, en ræður og ávörp fluttu: Brynjólfur Sveinsson, Páll H. Jónsson, Arnþór Þor- steinsson, Jakob Frímannsson og að lokum Ólafur Ólafsson, sem þakkaði fyrir hönd iðn- stefnu og veizlugesta. Kvartett Starfsmannafélags KEA söng, Sigurveig Jónsdóttir fór með gamanmál og að lokum var stiginn dans. Iðnstefnan var opin almenn- ingi til þriðjudagskvölds, þótt kaupskap væri lokið, og kom þangað mikill fjöldi fólks, sem lauk á hana lofsorði og hefur eflaust haft hennar nokkur not og ánægju. Margt bendir til þess, að af- koma UA verði skárri en sl. ár, þótt of snemmt sé að fagna sigri í því efni. Freðfiskgeymslur hraðfrysti- hússins eru fullar og er fiskur og geymdur í Frystihúsi KEA. Freðfiskur þessi fer til Ameríku Rússlands, Bretlands, ísrael og ef til vill fleiri landa. Sennilega verða Akureyrar- togararnir látnir sigla með afla sinn strax í næsta mánuði, eftir því sem hagkvæmt þykir. Á fjórða hundrað manns vinn ur hjá Ú. A. þegar allir togarar leggja hér upp afla sinn og vel veiðist. Gefur þessi fólksfjöldi liugmynd um það, hve togara- útgerð er mikill þáttur atvinnu lífsins í bænum, og hve mikil- vægt það er, að hún gangi vel. Trillur og smærri dekkbátar á Húsavík hafa lagt upp þriðj- ungi meiri afla en á sama tíma í fyrra. Svipaðá sögu er að segja víða annars staðar. NYJAR KARTÖFLUR UM 1000 tonn voru flutt inn í landið af kartöflum þetta árið, og er það venju fremur lítið. íslenzkar kartöflur eru komn ar á markaðinn og kosta niður- greiddar kr. 4.60 kg, en rófur kr. 7.50. Búizt er við góðri kartöflu- uppskeru sunnanlands, en lak- ax-i hér fyrir norðan. Haustverð á kartöflum verð- ur auglýst 15. sept. n.k. Jeppi fór heila velfu á götunni TÖLUVERT margir bifreiðaá- rekstrar hafa orðið að undan- förnu, og hafa þeir valdið miklu fjárhagslegu tjóni, en ekki hafa slys oi’ðið á fólki. í fyrrakvöld mættust bílar tveir, jeppi og fólksbifreið, á mótum Byggðavegar og Ham- arstígs, og rákust harkalega saman. Jeppinn valt um hrygg Ingvar Gíslason fluttu ræður, Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson sungu með undir- leik Áskels Jónssonar og Gest- ur Þorgrímsson skemmtir. Á meðan þessu fór fram var salurinn algerlega laus við tó- baksreyk og voru þó reykingar hvergi bannaðar. Síðan hófst dansinn. Að þessu sinni hallaði ekki á eldra fólkið að sækja skemmt unina og fer bezt á því að eldri og yngri blandi geði á góðum samkomum. Öll var samkoman með hinum mesta myndarbrag. Sérstaka athygli vaktn ræða Hermanns Jónassonar. Nokkur atriði hennar eru birt á öðrum stað í blaðinu. □ og stöðvaðist á hjólunum eftir snúninginn. í bílunum voru eng ir farþegar. Hjá byggingavörudeild K E A rákust saman vörubíll og fólks- bíll og skemmdust báðir. Jeppi og fólksbíll lentu saman í árekstri nálægt Hrafnagili. Litlar skemmdir urðu á jeppan- um, en meiri á fólksbílnum. Grímur Thorarensen kaupfélagsstjóri á Selfossl og Halldór Ás- geirson, sölustjóri á Akureyri, ræðast við (ljósm. ED). MIKIL SMÁH EINS og blöð og útvarp hafa hermt varð Stefán Jónsson, fréttamaður útvarpsins, fyrir líkamsárás og meiðingum, er hann var hér á Akureyri í er- indum útvaarpsins, m. a. í sam- bandi við iðnstefnuna. Hann var einn á ferð síðla kvölds er þetta gerðist á leið í nætur- stað. Stefán er maður fatlaður, missti fótinn ofan við hné. Hann átti ekki sökótt við árásar- mennina. Árásin á Stefán Jóns- son er smán, ekki aðeins fyrir óhappamennina, heldur einnig fyrir bæ okkar og nágrenni. Daginn eftir fyrrgreindan atburð þurfti lögreglan að sækja tvo yfirgangssama Ak- ureyringa, sem heimilisfólk á afskekktum bóndabæ í hérað- inu gat ekki af eigin ramleik losað sig við. Það er sannarlega alvarlegt mál, ef sú skoðun festir rætur, að ferðamenn séu ekki óhultir fyrir illræðismönnum á götum Akureyrar og að friðsamt fólk á afskekktum sveitabæjum sé ekki óhult á eigin heimilum. Vonandi verða þessi mál tekin föstum tökum af hálfu yfirvald- anna, svo sem slíkir verknaðir gefa tilefni til, og reynt að fyr- irbyggja með öllu að þeir end- urtaki sig. Segja upp samningum Verkamannafélag Akureyrar kaupstaðar, Verkakvennafélag- ið Eining og Félag verzlunar og skrifstofufólks hafa öll sagt upp samningum um kaup og kjör. í gærkvöldi mun hafa verið haldinn fundur stjórnar og trún aðarmanna Iðju, félags verksm. fólks, og ákveðið að segja einn- ig upp samningum þar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.