Dagur - 30.08.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 30.08.1961, Blaðsíða 4
« 5 DJÚPSTÆÐUR EÐLISMUNUR ÍSLENDINGAR hafa löngum metið mikla veiði en minna hugsað um að nýta aflann. Það var líka keppikefli að eiga stórt land, en minna hugsað um að rækta það. Þessi sjónarmið eru að breytast og skilningur vex á því, að öflun hráefna er aðeins einn liður í framleiðslu vand- aðra vara og ræktun lands rányrkjunni hagstæðari. Iðnstefna samvinnumanna á Akureyri, sem nú er nýlokið, hefur eflaust orðið mörgum umhugsunarefni og aukið skiln ing á því, hvers virði iðnaðurinn er og að tími hinna einstrengingslegu hráefna sjónarmiða ætti að vera liðinn. Ollum er það gleðiefni að sjá fullunnar íslenzkar vörur, eins og þær koma úr verksmiðj- um samvinnumanna og sýndar voru á iðnstefnunni. Þessar vörur bera í senn vott um fagkunnáttu iðnverkafólksins í höfuðstað Norðurlands og þá gæfu Ak- ureyrarkaupstaðar að vera valinn fyrir hinn mikla iðnrekstur. Allt frá dögum vefaranna í Rochdale, hefur hugsjón samvinnustefnunnar farið sigurför um heiminn. Samvinnuhugsjón- in sjálf á sér ekki verulega andstæðinga lengur, þótt deilt sé um framkvæmda- atriði. Samvinnusamtökin voru, og eru enn, vöm gegn okri. í samvinnufélögun- um getur enginn gætt hagsmuna sinna án þess að gæta um leið hagsmuna ann- arra. Enginn einn maður hagnast á því, þótt óvenjugóð kaup eða sala náist í ein- hverri grein, en það kemur heildinni að notum. Þetta er alger andstaða gróða- hyggjunnar svo sem hver einasti maður getur skilið. Samvinnustefnan er í raun og veru Ieið frá frumstæðri rányrkju í viðskipt- um til siðmannlegra samskipta í sam- ræmi við strangar siðferðiskröfur. Margar frumstæðar þjóðir standa nú í sömu sporum og íslendingar stóðu áð- ur en samvinnustarfið hófst hér á landi. Alþjóðasamtök veita þeim margs konar aðstoð. Þeirra á meðal styðja þau fjár- hagslega stofnun samvinnufélaga í þess- um löndum og telja þau meðal öflugustu hjálpartækja í sókn frá örbyrgð til sjálfs bjargar. Á sama tíma gera íslenzkir fjár- plógsmenn og handbendi þeirra harða hríð að íslenzkum samvinnumönnum og þrengja kosti félaga þeirra á margan hátt. En þess skyldu samvinnmnenn vera minnugir, að rógurinn um samvinnustarf ið á hvergi hljómgrunn, ncma hjá þeim, sem skortir nauðsynlega, hlutlausa fræðslu um samvinnustefnuna. Um ein- tök framkvæmdaatriði má svo að sjálf- sögðu alltaf deila. Lengi vel var það skoð un margra, að verksvið samvinnustarfs- ins næði aðeins til verzlunarinnar og sumum finnst jafnvel ennþá að samvinnu hreyfingin eigi að láta sér annað óvið- komandi. Þetta er hin mesta villukenn- ing. Starfseminni eru engin takmörk sett. Verzlmi, iðnaður, tryggingar, sigl- ingar, bókaútgáfa, skóli o. m. fl. eru nokkrar starfsgreinar samvinnufélaga, en verða væntanlega fleiri og umfangsmeiri í næstu fraintíð. Mörg fjármálafyrirtæki er hægt að reka án hugsjóna og án tillits til vel- ferðar almennings, en með gróðavonina eina að leiðarljósi. Án þess að fordæma þau, verður þó ekki hjá því komizt, að minna á hinn djúptæka eðlismun þeirra og samvinnufyrirtækja. □ ........................................................................... Rússneskur rithöfundur á ferðalagi hér | Að lúta valdinu eða leeaia til bardaaa FYRIR stuttu var í heimsókn svo, að hér á landi virðist sér bæta við fleiri ullarverksmiði- - t ' Cz FYRIR stuttu var í heimsókn hér á Akureyri víðförull, rúss- neskur rithöfundur, að nafni Gennadi Fisj. Blaðamenn áttu kost á því að ræða við hann nokkra stund og var spjallað um alla heima og geima, Hinn 58 ára gamli rithöfundur hefur dvalið í Kóreu og Kína, Ung- verjalandi, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, svo að eitthvað sé nefnt, kann frá mörgu að segja og er hinn frjálsmannlegasti í allri fram- komu. Túlkur hans var Magnús Jónsson, íslezkur nemandi í Moskvu. Svo lét maður spurn- ingunum rigna. Talarðu tungumál þeirra þjóða, sem þú hafur dvalið með. Nei, því miður, til þess er ævin alltof stutt. í hverju bjóstu helzt við ávinningi af íslandsferð? Það er betra að sjá einu sinni en að heyra þúsund sinn- um og hér er margt merkilegt að sjá. Og nú get eg sparað mér að sjá Rochdale af því að nú er eg kominn í höfuðstað sam- vinnustefnunnar, Akureyri. Eg spurði í Danmörku um þróun samvinnumála. Svörin voru á þá leið, að þar væru öll ákjósanleg skilyrði fyrir mikilvæg samvinnustörf, enda væru samgöngur góðar, landið þéttbýlt og slétt, vegir ágætir, loftslagið milt o. s. frv. og menn tækju ósjálfrátt höndum saman. Eg sé nú, að ekkert af þessu er höfuðskilyrði fyrir miklum árangri og kann- ski er samvinnustarfsins enn meiri þörf í landi, sem er and- stæða Danmerkur um margt, því að nú hef eg séð hvað skýr- ing Dana nær skammt. Hvert var erindi þitt hingað til lands? Ég ætla að skrifa um land og fólk, og auðvitað skrifa eg um fisk. Hvernig væri líka hægt að skrifa um ísland án þess að skrifa um fisk, já og síld? Eg hef komið í fiskiðjuver og síld- arbræðslur og eitthvað mun eg drepa niður penna um þær at- vinnugreinar. Hefurðu skrifað margar bæk- ur? Nokkrar skáldsögur, ljóða- bækur og ritgerðasöfn. Þessar bækur hafa verið þýddar á 20 tungumál, eða svo reiknaðist mér til. En svo sá eg hér, að skáldsagan Skíðahetjurnar hafa komið út á Siglufirði á íslenzku 1940, og er því, að því er mér skilst, komin á lögaldur hér. Hún kom út í 1800 eintökum, og það er hlutfallslega miklu stærra upplag en heima. Hvað er ætlunin að dveljast lengi hér á landi? Eg hef mánuð til umráða í ís- landsferðina, og ef eg ynni 7 klst. á dag hrykki tíminn skammt, en eg vinn tvöfaldan vinnutíma eins og margir hér á landi á þessum árstíma. Hefurðu tekið eftir nokkrum markverðum sérkennum ís- lendinga? Rithöfundurinn hugsar sig stundarkorn um og svarar því svo, að hér á landi virðist sér unnið tvöfalt meira en á hin- um Norðurlöndunum, en lífs- kjörin séu svipuð. Hvað finnst þér um bók- menntirnar? Hér þarf maður að lesa bæk- ur til að kynnast þjóðinni. Ann- ars staðar er manni ráðið frá því að afla sér heimilda um þjóð með því að lesa. Þriðji hver maður, sem eg hef hitt, hefur skrifað bækur. Bókmenntirnar og fólkið er ein heild. Og hinir bókmenntasinnuðu ís- lendingar eru gestrisnir með af- brigðum. Það er einnig tekið vel á móti fólki í mínu heima- landi. Þannig á það að vera. Vinsamleg samskipti eru öllum til góðs. Þess vegna undraðist eg dálítið, að eitt Reykjavíkur- blaðanna sneri út úr orðum mínum á óviðfeldinn hátt. Hve mörg tungumál eru töluð í Sovétríkjunnum? Skilja allir stóru ræðurnar hans Krust- joffs? Tungumál og mállýzkur eru nær óteljandi. En hvert lýð- veldi innan ríkisins notar tvö ríkismál, sitt eigið og rúss- nesku. Þess vegna skilja menn leiðtoga sína. En í þessu sam- bandi má geta þess, að þýðend- ur gegna mikilvægu hlutverki í Sovétríkjunum. Annars var Þórbergur Þórðarson að agitera fyrir esperanto við mig um daginn. Sagði hann þér ekki líka draugasögur? Jú, það getið þið verið vissir um. Það væri lélegt ef hér væri engin hjátrú og engar drauga- sögur. Eg veit þá ekki hvers konar land ísland væri. Hvað segirðu svo um Akur- eyri? Ef maður á að vera einlægur, þá eru borgarstæði Reykjavík- ur og Akureyrar mjög ólík og þessum bæ í vil. En til þess að fyrirbyggja að móðga nokkurn, vil eg undirstrika, að í þessu felst enginn dómur um fólkið, sem bæina byggir. Hvað hefur þú skoðað mark- verðast hér á Akureyri? Eg var rétt áðan að koma frá því að skoða Ullarverksmiðjuna Gefjuni. Það er myndarlegt fyrirtæki og verksmiðjan hefur gott hráefni til að vinna úr. En það er sorglegt að flytja þarf út meiri hlutann af íslenzku ull- inni. Það hlýtur að vera hag- kvæmt að fullvinna hana alla og selja ullarvörur úr landi til að afla gjaldeyris. Eg sá teppin og peysurnar, sem verið er að framleeiða fyrir landa mína hér á Akureeyri. Slík viðskipti gætu eflaust vaxið. Annars er eg ekki hingað kominn í við- skiptaerindum. Þó mun ég vinna að því, eftir þessa heim- sókn, að meira verði pantað af þessum vörum, því að þær henta vel. Ég er alinn upp við samvinnu verkamanna og bænda og sé ekkert því til fyr- irstöðu að báðir þessir aðilar' vinni saman að eflingu ullar- iiðnaðarins, svo sem með því að bæta við fleiri ullarverksmiðj- um. Hvernig smakkast ykkur ís- landssíldin og fiskflökin? Það eru ágætar vörur, en verst að húsmæður okkar fá ekki nema fimmta hluta af þeim fiskflökum, sem lofað hafði ver ið. Markaður fyrir flökin á sér engin takmörk hjá okkur. Vöruverð í Rússlandi? Sumt er þar mjög ódýrt, ann- að dýrt og er erfitt til saman- burðar verðlagi hér á landi. Húsaleiga, námskostnaður, ferðalög o. fl. er t. d. mjög ódýrt. Til er skrítla hjá okkur á þessa leið: Heimilisfaðirinn við konu sína: Ég skil ekkert í því hvað kaupið okkar endist skammt, eg með mínar tvö þúsund rúblur, þú með þínar þúsund rúblur, og svo seljum við gler fyrir 500 rúblur! Hefurðu lært að taka í nefið? Eg hef aðeins einu sinni prófað það. Ægir Ólafsson gaf mér í nefið út í Moskvu einu sinni og mér þótti það ekki sem verst. En hvort tveggja er, að neftóbak er ekki til í Rússlandi og svo hitt, að eg hef of mikið konuríki til að geta iðkað þessa íþrótt, segir rithöfundurinn og hlær við. Búa margir Rússar hér á landi? Auk sendiráðsfólksins hef eg heyrt um tvo Rússa, en hef ekki hitt þá. Blaðið þakkar hinum kunna rithöfundi fyrir svörin og óskar honum góðrar heimferðar. □ Hermann Jónasson, fyrrv. for sætisráðherra flutti bæði snjalla og minnisverða ræðu á mjög fjölmennri skemmtisamkomu Framsóknarmanna að Laugum s.l. laugardag. Hann hóf mál sitt á því, að vegna fréttaflóðsins, sem hellt væri yfir þjóðina oft á dag, hætti mönnum við að gleyma og menn gæfu sér ekki tíma til að hugsa málin í næði. Ýmsir telja sig hafa gert athug un á því, sagði ræðumaður, að fólk gleymi nú almennt á einu ári eða tveimur, yfirlýsingum og loforðum, sem stjórnmála- flokkar gefa. Þessar veilur er auðvelt að nota. Hitler var talinn heims- meistari í að misbeita lýðræðis legum leikreglum. Sjálfstæðis- flokkurinn á marga lærisveina hans hér á landi, a. m. k. á þessu sviði. Á þetta minnti ræðu maður og gat þess um leið, að í trausti á gleymskuna væri sú aðferð notuð að setja upp stefnu skrá til afnota í kosningum, eins konar óskalista, án tillits til þess hvort hún væri framkvæm anleg eða ekki. í landhelgismálinu var það ótvíræður vilji þjóðarinnar að hvika hvergi.... þess vegna var hentugt að lofa þjóðinni að hvika hvergi. Það er vitað mál, sagði Hermann Jónasson, að á þeirri stundu, sem núverandi stjórnarflókkar gáfu þessi há- tíðlegu loforð, höfðu þeir ákveð ið að bregðast, eins og þeir líka gerðu.... Loforðin voru gefin án tillits til annars en atkvæða öflunar.... Það var treyst á gleymskuna í þvargi nýrra æsi- fregna. Hvað þráði fólkið mest fyrir síðustu kosningar? Tvímæla- laust stöðvun dýrtíðarinnar og bætt lífskjör. Hvað var þá sjálf sagðara en að lofa einmitt þessu?, og það gerðu núverandi stjórnarflokkar, Og Hermann sagði ennfremur, efnislega: T-il þess að tryggja sér stöðv un dýrtíðarinnar, greiddu kjós endur Alþýðuflokknum at- kvæði, því formaður þess flokks og þeir verkalýðsleiðtog ar, sem þar eru eftir, gáfu hver um sig út hátíðlegar yfirlýsing- ar um að dýrtíðin skyldi stöðv- uð. Það væri ófrávíkjanlegt skil yrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. En þegar þetta lof- orð var gefið, var búið að semja um „viðreisnina" í stórum drátt um. Loforðin voru gefin til að smala atkvæðum. Þetta þykir víst að kunna vel til vígs. En allt er þetta gert í trausti á gleymskuna og jafnvel sé hægt að leika sama leikinn í næstu kosningum. Ræðumaður minnti þessu næst á hið mikla loforð Sjálf- stæðisflokksins: „Leiðin til bættra lífskjara, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn“. Þá var búið, sagði Hermann Jónasson, að ákveða lífskjáraskerðinguna. En loforðin áttu að duga fram yfir kosningarnar. Hann falar í fónum við fivern og einn Viðtal við Josep M. hljómlistarmanninn, SENN fer að Ijúka mesta ferða- mannasumrinu á Akureyri. Ut- lendingar hafa einkum sett svip sinn á ferðamannahóp- ana, sem hingað hafa komið, enda er nú svo komið í landi voru, að óvíða er ódýrara að ferðast en hér, nema ef vera skyldi á Spáni. Og á Akureyri og Norðurlandi er margt að sjá. Fjórir gististaðir eru starf- ræktir hér í bænum í sumar: Hótel KEA, Hótel Akureyi'i, Hótel Varðboi'g og Heimavist Menntaskólans. Þrátt fyrir þetía takmarkar fjöldi fáan-j legra gistihei'bergja aukinn fei'ðamannasti-aum og þær tak- markanir munu segja til sín strax Ú næsta ári, ef ekki vei'ð- ur ráðin bót á í tíma. Auk gistihúsanna taka gest- risnir bæjarbúar á móti fjölda fólks, mai'gir hafa með sér tjöld og una sér úti í guðsgrænni náttúrunni og enn aðrir, sem ennþá eru á svefnpokastiginu, sofa hvar sem þak er að finna.' Annai's átti ekki að ræða hér um Akureyri sem ferðamanna- bæ, eða hversu mætti gera hann það, heldur birta örstutt sam- tal við eina Spánverjann á ís- landi, sem hefur hljómlistar- Riha, eina spánska r sem starfar á Islandi störf að atvinnu. En það er Josep M. Riba hljómsveitar- stjóri á Hótel Kea. En sá stað- er er sá eini á landinu, þar sem þriggja manna hljómsveit leik- ur á kvöldvei'ðartíma. Hvenær komstu fyrst til ís- lands? Það var árið 1933 að ég kom með fjögurra manna hljómsveit frá Spáni til Reykjavíkur og það þótti stói'kostlegt fyrirtæki að vera að fara til íslands. Um landið vissum við ekki mikið utan það, sem nafnið benti til og eitthvað heyrðum við talað um Eskimóa og nístandi kulda, já, svo mikinn kulda að við yrð um að bi'ynja okkur þykkum ullarflókum innanklæða til þess að fi’jósa ekki í hel við að spila. Hvernig gekk svo til þegar þið lékuð í fyrsta sinn? Við vorum með ullarflókana, segir Riba, og við ætluðum bók staflega að bráðna. Síðan hef ég gengið í nákvæmlega sams konar fötum á íslandi og í Barcelona og í þykka frakkann minn fer ég svona tvisvar til þi'isvar á ári. Svo sá ég aldrei neinn Eskimóann. Já, það er stundum betra að trúa varlega. J. M. Riba, hljómsveitarstjóri Svo kvæntistu íslenzkri konu? Já, hún heitir Maja Ólafsson frá Patreksfii'ði. Við bjuggum 16 ár á Spáni, en komum svoi hingað 1951 og eigum heima í Reykjavík. En ég var eitt og hálft ár hérna á Akureyri, þeg ar ég flutti til landsins, spilaði á Hótel Kea og kenndi við Tón listarskólann. Hvernig líkar þér hér á Ak- ureyri? Alveg ágætlega, og ég hef á- nægju af að leika fyrir hina góðu gesti. Þeir eru vel klædd- ir, prúðir í framgöngu og þakk látir fyi'ir músíkkina. Aldrei skrílslæti eða þau leiðindi, sem (Framhald á bls. 7) Fólk kaus Sjálfstæðisflokk- inn til þess að bæta lífskjöi'in. Allir þekkja efndii'nar. Stuðningsmenn stjórnarflokk anna kusu þá til þess að standa fast á rétti íslendinga í Iand- hclgismálinu. Stjórnarflokkarnir afsöluðu honum. Fólk kaus stjórnarflokkana til að bæta lífskjörin. En lífs- kjörin hafa ekki um langan tíma versnað meira. Fólkið kaus þá til að stöðva dýrtíðina. Stjórnarflokkarnir hleyptu af stað óðaverðbólgu. Hvert verður vald kjósend- anna ef þá skortir þroska og ár vekni til að sjá við þessum vinnuaðfei'ðum? Það hverfur með öllu. Kosningar vei'ða skollaleikur, lýðræðið innan- tómt orð. Ekkei't nema þroski kjósenda getur vanið óprúttna stjórnmálamenn af að beita þessum leikreglum.. .. Ef kjós- endur refsa þeim — og til þess hafa þeir kosningaréttinn — munu þeir sjá að sér, annars ekki. Heimann Jónasson benti þessu næst á það, að stjórnar- flokkarnir ræddu lítið um lof- oi'ð sín og efndtínar um þess- ar mundir. En ég get frætt ykk ur um það, sagði í'æðumaður, að það er unnið af því meira kappi við annað mál. Hvað hald ið þið að það sé? Það eru loforð in handa kjósendum fyrir næstu kosningar. Nú dugar ekki minna en heil bók, með ljósmyndum, teikningum og út reikningum þess efnis meðal annars, að nú hafi „viðreisnin“ komið efnahagskerfinu á réttan grundvöll. Nú sé unnt að hefja stói'fellda uppbyggingu — stór felldar framfarir. Þeir hafa fundið að þjóðin vill ekki sam- dx'áttarstefnuna, heldur fi-am- fai'ir. Við þetta verða þeir að miða loforðin. Síðar í ræðunni sagði Her- mann Jónasson eitthvað á þessa leið: Á þjóðina hafa verið lagðar þungar álögur hvað eftir annað til að halda framleiðslunni á floti. Gengisfellingar, sem valda dýrtíð, hafa hvað eftir annað verið rökstuddar með því, að þær væru nauðsynlegar vegna framleiðslunnar. Afleiðingin er sú, að margir álíta að atvinnu- vegir okkar standi á brauðfót- um og nýir þui'fi að koma til. Á þetta á líka að spila. í grein- argerðum fyrir síðustu gengis- fellingu er sagt, að nauðsyn hafi verið á að fella gengið til þpss að laða erlent fjái'magn inn í landið. Það á að telja fólki ti'ú um að hagkvæmt sé, að láta er- lenda auðjöfra setja hér upp stóriðju, svo Íslendingar geti unnið hjá þeim. Við þetta er það að athuga, að framleiðsla okkar á enga sök á álögum og gengisfellingum. Sökin er þeirra, er hafa stjórnað. Mat- vælaframleiðslan vei'ður nú með hvei'ju ái'i arðgæfari fram leiðsla en áður vegna fólksfjölg unar og vegna þess að mannúð- in hefur komizt það langt, að þjóðir eru yfirleitt ekki látnar svelta. Með margvíslegum að- kallandi endurbótum á fram- leiðslugreinum okkar geta þær yfirleitt orðið vel arðgæfar og traustar. Að lækka gengið til þess að hægt verði að selja erlendum auðjöfrum íslenzkt vinnuafl við ódýrara verði cn annars staðar tíðkast, er viðurstyggilegur hugsunarháttur. Ef hinar nýju atvinnugreinar eru gi’óðavæn- legar, hvers vegna geta þær þá ekki greitt það kaupgjald, sem annars staðar er greitt og veitt a. m. k. lífskjör, sambærileg við það, sem við höfum áður búið við! Síðar í ræðu sinni tók Her- mann Jónasson til meðferðar síðustu gengisfellinguna, taldi það algerlega í'angt að þurft hefði að grípa til þess úrræðis á sama tíma og verð útflutnings vara færi hækkandi. Þá hefði það vei-ið hin mesta firra að ekki hefði unnizt tími til að kalla saman þing til að breyta genginu — taka þannig valdið af Alþingi til frambúðar —. Og mér þykir næsta undarlegt, sagði ræðumaðui', að forseti ís- lands skuli taka slíka greinar- gerð gilda. Efni laganna og tilgangur er annar en þau segja. Lögin eru einræðishótun til launastétt- anna, bænda og annarra vinn- andi framleiðenda. Stjórnin seg Hermann Jónasson. ir við þessar stéttir: Ef þið hreyfið ykkur til að fá kjarabæt ur og fáið þæi', tökum við þær samstundis aftur. Við höfum tekið okkur einræðisvald í kaupgjalds- og kjai'amálum. Þetta eru efndirnar á því lof- orði ríkisstjórnarinnar að skipta sér ekki af kaupgjaldsmálum. ... Vinnustéttunum verður að skiljast um leið og þær tryggja sér réttlát lífskjör, að farsælar vei’ða þær því aðeins, að þær alheimti ekki daglaun að kvöldum, en leggi nokkuð af mörkum fyrir framtíðina -»• feg urra og betra þjóðfélag.... Rík isstjórnin hefur skipt þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar og magnað stéttabaráttuna. Fyrir vinnustéttirnar er ekkert um annað að ræða en að lúta vald- inu eða leggja til bardaga. Flest ir munu sjá hver kosturinn vei'ður valinn. En hitt sjá senni lega færri nægilega glöggt, til hvers þau vinnubrögð leiða, sem framkalla slík hjaðninga- víg. Ég hef enga ti'ú á því, að þessi hjaðningavíg endi fyrr en vinnustéttirnar fá stjórn lands ins í sínar hendui', svipað og tíðkast með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar. Ræðu Hermanns Jónassonar var tekið með dynjandi lófa- klappi og var hún umræðuefni flestra á eftir. □ LÍNAN” AÐ NORDAN SAMVINNUMENN í Eyjafjarð ai'- og Þingeyjarsýslum hafa hvað eftir annað komið á ör- lagaríkan hátt við sögu þjóðar- innar. I þessum héruðum stóð vagga kaupfélaganna. Þar var Samband ísl. samvinnufé- laga stofnaað. Þar var tekin upp sfarfsháttabreyting í kaupfé- lögunum að hætti ensku félag- anna. Þar hófu samvinnumenn myndarlegan iðnað, svo að eitt- hvað sé nefnt. Fyrir þetta hafa þeir hlotið lof og þökk fjölda fólks, sem skilur og þekkir þýðingu samvinnnustai-fsins, en einnig líka andúð og mótblást- ur þeirra, sem ekki skilja og af einhverjum ástæðum telja samvinnustefnuna sér óhag- kvæma. Undapfarnar vikur og mán- uði hefur samvinnumanna oft verið getið á síðum blaðanna í höfuðstaðnum og víðar og það af lítilli vinsemd, skiningi og þekkingu. Ástæðan er sú, að samvinnumenn í fyrrnefndum héi’uðum höfðu foi’ustu um lausn verkfallnna í vor og sumar. Til liðs við þá komu samvinnumenn annars staðar á landinu. Þeim tókst að gera það, sem öðrum virtist ekki ætla að takast: Þeir leystu verkföllin og náðu þeim hag- kvæmustu samningum við stétt arfélög verkamanna og iðnað- armanna, sem hægt var að ná, og er það viðurkennt af öllum, að hagkvæmaari samninga hefðu vinnuveitendur ekki fengið, þótt verkfall hefði staðið í mánuðii. Andstæðingar samvinnu- manna hafa valið þeim hin verstu heiti, vegna þessara at- burða. Samningar þeir, sem gerðir hafa verið ei’u nefndir „svikasamningar“ og nú síðast leiðtogar samvinnumanna kall- aðir „illræðismenn“. Þetta gerir samvinnumönnum ekkei’t til, en hins vegar bæði ómaklegt og óviturlegt. Með foi’göngu um lausn verk fallanna sneru samvinnumenn inn á nýja leið að nokkru, en einkum gætti þar þó nýrra við- horfa verkamanna og iðnaðar- manna. Sá merkilegi hlutur hefur gei'zt í þjóðfélaginu hér, að verkamenn hafa ekki séð í samvinnustefnunni sams kon- arhjálp og stuðning til betri lífskjara og stéttarbræður þeirra í öðrum löndum. Það hefur verið alið á tortryggni og óvild á rnilli samvinnumanna og verkamanna, af þeim mönn- um, sem hafa óttast að skipu- lag samvinnumanna gerði vei’kamennina of lýðræðissinn- aða og stuðningur verkamanna við saamvinnustefnuna gerði hana of stei’ka. Við lausn verkfallsmála undanfarin ár, hefur sjónai’- miða samvinnumanna lítið gætt. Nú tóku þeir hins vegar for- ustuna, þegar allt var komið í óefni og allir samningar strand- aðir. Verkamönnum skildist, að samvinnustefnan er ekki fjandsamleg neinni stétt. Hún er boðin og búin til hjálpar í fjölmörgum vandamálum þjóðr félagsins. Þeir stilltu kröfum sínum í hóf, svo að kaupfélög- unum og fyrirtækjum sam- vinnumanna yrði fremur kleift að í’áða við þær og samvinnu- menn höfðu fullan skilning á þörf hinna lágt launuðu á kaup hækkun, eftir að lífskjör þeirra höfðu svo mjög verið skei’t. — Með því að leggja til hliðar tortryggni og andúð tókust samningar og „línan“ var lögð í verkfalls- og kaupgjaldsmál- um, sem andstæðingai’nir nefndu ýmist Húsavíkurlínuna, Akureyrarlínuna eða SÍS-lín- una. Á vissan hátt hafði þessi „lína“ verið lögð áður, þ. e. í Vestmannaeyjum, eftir langt vei’kf. á vetrarvertíðinni, nema hvað samvinnumenn áttu eng- an þátt í lausn þeirrar deilu. Þeir, sem sömdu þar að lokum við verkamenn, voru skoðana- bræður þeirra, sem nú hrópa (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.