Dagur - 30.08.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 30.08.1961, Blaðsíða 8
8 Veglegt hóf að Bifröst Steingrímur SteinJ)órsson og kona hans heiðruð Sauðárkróki, 23. ágúst. Skagfirð ingar héldu Steingrími Stein- þórssyni búnaðarmálastjóra og konu hans, frú Theódóru Sig- urðardóttur veglegt hóf s.l. sunnudag í Bifröst á Sauðár- króki. Þau hjón voru heiðruð á margvíslegan hátt og þakkað áratuga langt og margþætt starf í þágu héraðsbúa. Liðin eru nær því 40 ár síðan Steingrímur fluttist í héraðið og tók við kennslustörfum og síðan skólastjórn bændaskólans á Hólum, en þingamður Skag- firðinga varð hann árið 1931 og hélt því sæti lengst af þar til hann lét af þingmennsku árið 1959. Forsætisráðh. var hann á árunum 1950—1953. Veizlustjóri í hófi þessu var Guttormur Óskarsson, gjaldk., Sauðárkróki, en aðalræðuna flutti Gísli bóndi Magnússon, Eyhildarholti. Mál hans var skörulegt og snjallt að vanda. Þakkaði hann þeim hjónum öll störf í þágu héraðsins og íbúa þess, og Steingrími forustuhlut verk í margvíslegum framfara- og félagsmálum héraðsbúa og raunar allra bænda landsins. Steingrími og konu hans var fært veglegt málverk úr Skaga firði, gert af Sigurði Sigurðs- syni, listmálara, einnig bók innbundin í loðskinn með skrautrituðu ávarpi og nöfnum velunnara þeirra hjóna, yfir 300 að tölu, o. fl. Fjölmargir héraðsbúar fluttu ræður og kom greinilega í ljós, hversu mikil ítök Steingrímur á í hugum Skagfirðinga sökum starfshæfni hans og drenglyndi í hvívetna. Á þetta ekki ein- göngu við um flokksbræður hans í héraðinu, heldur einnig þá, er staðið hafa gegn honum í landsmálum og háð við hann kapphlaup um fylgi kjósenda í mörgum kosningum til Alþing- is. Þetta kom m. a. fram í ræðu Jóns Sigurðssonar á Reynistað, fyrrv. alþingism., sem þakkaði Steingrími langt og gott sam- starf að málefnum Skagfirðinga. Þannig báru ræður manna vott um fölskvalausa virðingu og vinsemd í garð heiðursgestanna. Híismæður í orlofi SAMKVÆMT lögum frá Al- þingi frá 1959—60, sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka undir- bjuggu, eiga húsmæður rétt á styrk frá ríki og sveitar- og bæjarfélögum til nokkuri'a or- lofsdaga. Fjórtán konur frá Akureyri eru nýlega komnar heim eftir vikudvöl á Löngumýri í Skaga- firði, samkvæmt hinum nýju lögum um orlof húsmæðra. Þær voru þar í góðu yfirlæti. Mun þetta vera fyrsti norðlenzki hópurinn, sem þessa hefur not- ið. — Kvenfélagasamband Akur eyrar sá um framkvæmdir og var Laufey Sigurðardóttir um- sjónarkona fyrir hönd sam- bandsins. Er að lokum samkvæmisins leið, flutti Steingrímur Stein- þórsson ræðu og færði öllum hlutaðeigandi og þátttakendum í samkvæminu þakkir þeirra hjóna fyrir alla vinsemd. Þakk aði hann héraðsbúum langt og ánægjulegt samstarf og sagði að sér hefði alla tíð þótt gott að starfa með Skagfirðingum, og með engum öðrum eins gott, enda átt því láni að fagna að eiga með þeim samstarf um áratugi. Rifjaði hann upp minn ingar frá fyrstu árum dvalar sinnar í Skagafirði. Síðastur talaði veizlustjórinn, Guttormur Óskarsson. Ávarp- aði hann heiðursgestina nokkr- um skörulegum orðum og þakk aði þeim langa kynningu og á- gæta, og Steingrími fyrir mik- inn og góðan stuðning við mál- efni Sauðárkróksbæjar og hér- aðsbúa almennt. Sleit hann síð an samkomunni, sem hafði stað ið frá því kl. rúmlega 4 til kl. 8 e. h. G. I. Páli H. Jónssyni haidið fjöimennt skilnaðarhóf að Laugum í sl. viku Páll H. Jónsson. [ MIKÍL AÐSOKN | MÁLVERKASÝNING Kristins Jóhannssonar í Landsbankasaln um, sem opnuð var á sunnudag, stendur til helgar. Sýningin hefur verið mjög vel sótt. Fyrsta daginn seldust 17 myndir, og gestir voru hátt á annað hundrað. □ Frá iðnstefnunni á Akureyri: Helgi grasafræðingur á Gvendar- stöðum í góðum félagsskap (ljósm. ED). Á FIMMTUDAGINN efndu Reykdælingar til mjög fjöl- menns samsætis að Laugum og kvöddu þar Pál H. Jónsson kennara, er nú er tekinn við stjórn Fræðsludeildar SÍS með búsetu í Reykjavík. Það voru söngkórar sveitar- innar, sem fyrir þessu stóðu og var Guðmundur Gunnarsson kennari og form. Karlakórs Útsvörin í Reykjavík ALLS VAR jafnað niður 248 millj. króna, eða 28 milljónum meira en í fyrra. — Gjaldendur voru að þessu sinni 24.848 tals- ins, þar af 1130 félög og fyrir- tæki. — Útsvar SÍS var 3,3 milljónir, og er það hæsta út- svar álagt í Reykjavík. Hæstu útsvör félaga. Saamb. ísl. samv.fél. 3.360.100 Olíufélagið h.f. 2.112.000 Eimskipafél. íslands 1.958.000 Olíuverzlun íslands 1.688.200 Olíufél. Skeljungur 1.188.900 Loftleiðir h.f. 1.113.700 Flugfélag íslands 1.016.000 Slippfélagið h.f. 840.000 Kassagerð R.víkur 717.900 Eggert Kristjánsson h.f. 621.200 O. Johnson & Kaaber 521.700 Sláturfél. Suðurl. s.f. 502.400 Hæstu útsvör einstaklinga. Þorvaldur Guðmundsson 10.500 Þorsteinn S. Thorsts. 195.700 Helga Marteinsdóttir 177.800 Steindór H. Einarsson 166.500 Sturlaugur Jónsson 155.000 Jónas Hvannberg 153.700 Friðrik A. Jónsson 123.700 Bernhard Petersen 127.800 NÝTT ÚTIBÚ HIÐ NÝJA ÚTIBÚ KEA í Glerárhverfi, sem að undan- förnu hefur verið í byggingu, mun verða opnað innan . fárra daga. Verður nánar sagt frá því síðar. □ Reykdæla veizlustjóri. Tuttugu ræður voru fluttar og mikið sungið. Páli bárust ágætar gjaf ir, svo sem vegleg bókagjöf, pen ingar og taktstokkur úr silfri, kjörgripur. Á þriðja hundrað manns heiðruðu Pál og frú Rannveigu konu hans. Páll H. Jónsson hefur í meira en 3 áratugi verið forvígismað-f ur söngmálanna þar í sveit og raunar í sýslunni allri hin síðari ár, auk þess að kenna söng á menntasetrinu að Laugum. □ SOKK I GÆR í GÆRMORGUN sökk norski báturinn Sjövik frá Moldau, 50—70 mílur út af Dalatanga. Seley frá Eskifirði bjargaði á- höfninni, 7 manns, og var á leið til Seyðisfjarðar er síðast fréttist. Um orsök slyssins var blaðinu ekki kunnugt. □ HERAÐSFUNDUR í GRÍMSEY HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar prófastsdæmis verður haldinn í Grímsey að þessu sinni og er ákveðinn laugardaginn 9. sept. Lagt verðui' af stað frá Akur- eyri með póstbátnum Drang kl. 8 að morgni föstudags 8. sept. og komið við á venjulegum við- komustöðum út með firðinum. Ráðgert er að snúa heimleiðis frá Grímsey á laugardagskvöld. Messað verður í Miðgarða- kirkju á laugardag. Einar Ein- arsson, djákni prédikar, en í messulok setur prófastur fundinn með erindi eins og að venju. Safnaðarfulltrúar og aðrir, er sækja ætla fundinn, þurfa að tilkynna prófasti þátttöku sína helzt ekki síðar en á mánudag 4. september. (Frétt frá héraðsprófasti.) Frá Raufarhöfn Raufarhöfn, 29. ágúst. — Það i'ignir á hverjum degi. Fiskafli er. sæmilegur, þegar gefur. Síldarverksmiðjan tók á móti 250 þús. málum. Bræðslu lauk í gærkvöldi. Að síðustu var síld- arþró notuð fyrir mjölgeymslu. Einn farmur af lýsi er farinn og dálítið af mjöli. Síldarbræðsla hefur ekki verið eins mikil áður á 17 ára tímabili. Síldarsöltunin varð 69083 tn. Hún skiptist þannig: Hafsilfur 13813 tn. Óskarsstöð 13626 — Óðinn 11068 — Borgir 8532 — Gunnar Halldórsson 7883 — Norðursíld 7475 — Skor 6668 — Nokkuð er hér ennþá af að- komumönnum, og hafa þeir nóg að starfa. Rafmagnsveitur ríkisins eru að byggja yfir rafvélar sínar. Ekkert einasta íbúðarhús hef ur verið byggt hér síðustu tvö Frá Hósavík Húsavík, 29. ágúst. Um síð- ustu helgi var haldið hér fyrsta, stóra sundmótið. Það var meist- aramót Noi'ðurlands í sundi. Keppt var í 18 sundgreinum og voru keppendur frá 5 hér- aðssamböndum og íþróttafélög- um. Sigurvegari varð KA með 99 stig, Skagfirðingar næstir með 52,5 og Þingeyingar þriðju í röðinni með 50,5 stig. Meðal keppenda voru Ágústa Þorsteinsdóttir og Guðmundur Gíslason og kepptu sem gestir. Á sunnudaginn kepptu Húsvík- ingar við Sauðkræklinga í knatt spyrnu í 1. og 5. fl. og sigruðu með 2 : 1 í báðum leikum, en töpuðu í handknattleik kvenna með 2 : 4. Bæði þessi mót fóru vel fram. Völsungar sáu um undirbúning. Mótsstjórn annaðist Sigurður Jónsson frá Yztafelli. Voðalegt útlit Haganesvík, 29. ágúst. Sumir biðu dagsins í dag í ofvæni, en höfuðdagurnnn brást og enn rignir. í síðustu viku komu tveir þurrkdagar og þótt þeir væru vel notaðir má segja, að útlitið héi' í Fljótum sé voða- legt eins og er. Hingað voru í sumar keyptar 3 trillui' og hefur afli verið mis- jafn, en stundum ágætur. Byrjað er á vegi yfir Stíflu- hóla og vinnuflokkur vinnur við Strákaveg, m. a. við bygg- ingu ræsa og aðfyllingu. Síldarskipin öll komin Ólafsfirði, 29. ágúst. — Nú er höfuðdagurinn, og einnig hann brást, því að enn rignir. Síldar- skipin komu öll fyrir helgina og munu flest hætt. Ekki eru gæftir til i'óðra síðustu dagana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.