Dagur - 04.10.1961, Síða 1

Dagur - 04.10.1961, Síða 1
.MÁi.<;.\<;n Framsóknarmanna R ISTIÓRi: JÍRtlNt.lR Davíosson- Skrif.si'ofa i Hai NARSTR.r.ji 90 Sími i 186 . St.tninou <)c; trextun ANNASl l’líí.N l VEKK OlJUS Björnssonar H.F. AKI'RKVRI Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðviku daginn 4. október 1961 — 46. tbl. AOGLVSINI.ASI'IÓRI: JÓN SaM- ÚELSSON . ÁROAMJl RINS KOSTAR l Kk. 100.00 , G JALUDAOI T.R !. )L>,i ’ Bi.aðið KtM'.'R tVr Á .\ui»ViK.; oöt;- <»«. A I vrdói;!'.'.! (>E<;AK MliDA 1>YK1R 1(1. SKÚLÁRNIR SíTTIR IGÆR Hér er mynd af nýbyggingu á Laugalandi á Þelamörk. Þar cr heimavistarbarnaskóli fyrir 3 hreppa í smíðum og mun verða kepiit að því, að koma húsinu undir þak á þessu hausti. (Ljósmynd: E. D.) SAMEIMNG SKÓLAHVERFA BLAÐIÐ hitti sem snöggvast að máli Stefán Jónsson námsstjóra og spurði hann frétta af fram- kvæmdum í skólamálum. Hon- um sagðist svo frá: Að Laugalandi á Þelamörk er verið að byggja heimavistar- barnaskóla fyrir þrjá hreppa: Glæsibæjai'hrepp, Skriðuhrepp og Oxnadalshrepp. Aðalbygging in kemst vonandi undir þak nú í haust. Heitt vatn er á staðn- um, en rafmagn og upphitun eru skilyrði þess að hægt sé að vinna áfram við bygginguna í vetur og ekki útilokað, að raf- magn verði lagt í skólann í haust eða vetur. Námsstjói'i hélt í sumar fundi með sýslunefndum Húnavatns- sýslna og fræðsluráðum. Áætl- að er að byggja einn heimavist- arbarnaskóla fyrir hverja sýslu vestur þar, fyrir sveitahreppana sameiginlega. í A.-Hún. senni- lega að Reykjum á Reykjabraut og í V.-Hún. annað hvort að Reykjum í Miðfirði eða Reykj- um í Hrútafirði. Fræðsluráð kaus þriggja manna nefnd í hverri sýslu til að halda málum vakandi og kynna það í héruðum. I Eyjafjarðarsýslu og S.-Þing eyjarsýslu eru þessi mál á um- ræðustigi. En æ fleiri eru hlynntir því að sameina skóla- hverfi og byggja færri skóla en stærri, sagði námsstjóri. Kennarar í Norðurlandskjör- dæmi vestra héldu fund á Siglu firði 28. f. m. Auk námsstj. Stef áns Jónssonar, fluttu þar erindi Aðalsteinn Eiríksson fjármála- eftirlitsmaður skóla, frú Arn- heiður Jónsdóttir handavinnu- námsstj. og Páll Aðalsteinsson námsstj. handav. pilta. Fundinn sátu um 20 kennarar og bæjarstjórn Siglufjarðar bauð fundarmönnum til hádegis verðar að fundi loknum, sagði námsstjóri að lokum, og þakkar blaðið þessar upplýsingar. □ FLESTIR SKÓLAR bæjarins voru settir í gær. Enn hefur nemendum fjölgað og víðast hamla húsnæðisvandræði æski- legu skólastarfi. Barnaskóli Akureyrar var settur í Nýja bíó. Nemendur eru 780 og lítið eitt fleiri en í fyrra. Bekkjadeildir eru 30, kennarar 24. Árni Björnsson lætur af störfum vegna van- heilsu. Nýir kennarar eru: Jens ína Jensdóttir, Aðalgeir Aðal- steinsson og Steinunn Davíðs- dóttir. Skólastjóri er, sem áður, Hannes J. Magnússon. Oddeyrarskóli hefur í vetur í 13 bekkjadeildum 330 börn og er fjölgunin 30, miðað við síð- asta skólaár. Guðrún Lárusdótt ir og Hilmar Magnússon hætta störfum, en nýir kennarar eru: Magnús Þórarinsson, Stefán Að alsteinsson og Guðleifur Guð- mundsson. Stundakennai'i er Hulda Árnadóttir. Húsvörður í stað Georgs Jónssonar er Torfi Vilhjálmsson. Skólastjóri er Ei ríkur Sigurðsson. Allar kennslu stofur eru þrísettar. I Glerárhverfisskóla eru 104 nemendur, eða 10 fleiri en í fyrra. Skólastjóri er Hjörtur L. Jónsson. Af störfum láta Svava Skaftadóttir og Svanhildur Þor steinsdóttir. Nýir kennarar eru: Hulda Árnadóttir og Hólmfríð- ur Gísladóttir. Allir barnaskólarnir voru sett ir í gær, ennfremur Mennta- skólinn og Gagnfræðaskólinn, og verður sagt frá setningu þeirra í næsta blaði. □ i ■ 11 ■ ■ ■ ■ i ■ 11 ■ 11111 ■ i ■ 11111 ■ i • ■ ■ 11111 • ■ ■ 11111 ■ | DRAP KONU SINA I SÁ HÖRMULEGI atburður varð á sunnudagsnóttina í Rvík, að 35 ára sjómaður barði konu sína til dauðs í ölæði. KAUPSAMNINGUM SAGT UPP STRAX og kaupmáttur launa verði ekki minni en liann var 1. júlí í sumar - Gengisfellingunni mótmælt Á FORMANNARÁÐSTEFNU Alþýðusambands íslands, sem nýlokið er, var samþykkt álykt un um kaupgjaldsmál o. fl. í ályktuninni segir, að verð alls erlends gjaldeyris hafi hækkað um 50—79% með geng islækkuninni 1960 og verkalýð- urinn rændur þeirri kjaravernd, að kaup hækkaði með vaxandi dýrtíð. Með annarri gengislækk un í ágúst í sumar, hækkaði MADUR OG SELUR Á SUNDl Ófeigsstöðum 2. okt. Það bar nýlega við, að heimamenn á Björgum héldu af stað út í Nátt faravíkur til að skjóta niður kind, sem þar var í ókleifum MáSverkasýning á Ákureyri Jón Bjarnason úrsmiður er hér að setja upp myndarlega úti- lduklui á horni Hafnarstrætis og Kaupangsstrætis, við vinnu- stofu sína. (Ljósmynd: E. D.) FRÚ SÓLVEIG EGGERZ PÉT URSDÓTTIR opnar málverka- sýningu í nýja Amaro-húsinu á Akureyri næstk. laugardag. Þetta er fyi'sta sýning frúar- innar á Norðurlandi. En fyrir ári síðan hafði hún sýningu í Reykjavík og hlaut góða dóma og seldust flest eða öll málverk- in, er á þeirri sýningu voru. Á málverkasýningu frú Sól- veigar, sem bæjarbúum o. fl. gefst nú kostur á að sjá um helg ina, eru 80 myndir, flest vatns- litamyndir og eru þær allar mál aðar á þessu ári. Langflestar eru myndirnar úr Svarfaðardal, Dalvík og héðan úr nágrenni. Frú Sólveig Eggerz Péturs- dóttir er sonardóttir hinna mætu hjóna, séra Stefáns heit- ins Kristinssonar á Völlum og Sólveigar konu hans, sem allir Eyfirðingar kannast við. □ Sólveig Eggcrz Pétursdóttir, listmálari. björgum. En þangað fóru þeir erindisleysu, því kindin hafði komizt niður af sjálfsdáðum. En ferð þessi varð þó ekki án við- burða, því að á leiðinni sáu þeir sel, nálægt Skjálfandafljóti, og skutu hann á löngu færi með riffli. Skyttan var Sigurður Sig urbjörnsson, ungur maður og vaskur. Bátur var ekki við hendina, en Sigurður lagðist til sunds og náði taki á selnum. En selurinn var ekki dauður og skildi með þeim eftir stuttar sviptingar. Sigurður synti til lands og selurinn hvarf. Nokkru síðar skaut honum þó upp aft- ur og aftur lagðist Sigurður til sunds og tókst nú betur en áð- ur og kom í þetta skipti ekki tómhentur til lands. í ljós kom, að kúlan hafði hæft selinn framan í mitt enni, en ekki gengið inn úr beini. Segja má, að piltarnir frá Björg um hafi hér gert allgóða ferð, og fullyrða má, að þáttur hins unga manns, Sigurðar, hafi ekki verið á allra færi. Fyrir skömmu var haldin (Framhald á bls. 7) verð alls erlends gjaldeyris um 13—16%. Hinni fyrri gengis- lækkun fylgdi mikil verðhækk unaralda. Þegar er séð, að verð lag fer strax stórhækkandi vegna hinnar síðari. Nýrri verð hækkunaröldu hefur verið hleypt af stað og árangur hinna frjálsu samninga í sumar að engu gerður. Ráðstefnan mótmælir harð- lega, að nokkur gild efnahags- leg rök liggi til þess, að gripið var til nýrrar gengislækkunar, og hún telur ríkisstjórnina hafa svipt starfsgrundvelli undan verkalýðssamtökunum. Ráð- stefnan telur ennfremur í yfir- lýsingu sinni, að það sé ekki hlutverk ríkisstjórna að ákveða kaupgjald, heldur verkalýðsfé- laga og atvinnurekenda. (Framhald á bls. 2) IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMII iiiiMiiitiiiiio* I HÆTT KOMINN | JÓN ÁRNASON á Þverá í Öngulsstaðahreppi var hætt kominn í fyrradag, er hann var í öðrum göngum á Almenningi — fram af Garðsárdal. — Fé var þar í illfærum, háum klett- um og bágrækt að vanda. Jón var staddur á mjórri klettasillu, er grjóthrun varð. Gat hann nauðuglega vikið sér undan stórum steini, er á hann stefndi, og fylgdu fleiri á eftir. Svigrúm var naumt á sillunni og hengi- flug fyrir neðan. Ofar í klettun- um voru kindur á ferð. Svo giftusamlega fór, að að- eins smásteinn skrámaði andlit gangnamannsins, en það mátti heita vel sloppið eins og á stóð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.