Dagur


Dagur - 14.10.1961, Qupperneq 7

Dagur - 14.10.1961, Qupperneq 7
- VerðiagsgryndvöSiurinn (Framhald af bls. 8) útgjöld af stofnkostnaði. grund- vallarbús kr. 16.579.00. Gert er ráð fyrir, að bóndinn eigi vélar fyrir 65 þús. kr. 10% er reiknað til fyrningar af þessari upphæð. Algengustu heimilisdráttarvélar með tilheyrandi vinnutækjum munu nú kosta nálega 150 þús. krónur. Vextir í Ræktunarsjóði eru nú 6y2%. Lægstu imilánsvextir sparisjóða eru 7% og útláns- vextir 9%. Ef vaxtaútgjöld grundvallarbús af stofnkostnaði rcynast meiri en gert er ráð íyr ir í verðlagsgrundvellinum (af því að stofnkostnaður er meiri eða vextir hærri en þar er tal- ið), dregst mismunurinn frá kaupi bóndans. Hvað kostar áð byggja og rækta? í samanburði við stofnkostn- að grundvallarbúsins þykir, auk þess sem fram hefur verið talið, rétt að geta þess, að Teiknistofa landbúnaðarins telur, að bygg- ingarkostnaður fjóss, fóðul’- og áburðargeymslui' o. þ. h. sé nú 16—18 þúsund krónur fyrir kú, en byggingarkostnaður fjárhúsa (með grindum) og hlöðu 1200— 1400 krónur fyrir kind. Rækt- unarkostnaður eins hektara í túni telur Landnám ríkisins nú vera 7—8 þúsund kr. í sandi, 8 —9 þús. kr. á mólendi og 12 þús und krónui' á mýrlendi, auk framræslukostnaðar og girð- ingakostnaðar. Enn er í verðlagsgrundvellin- um gert ráð fyrir því, að bónd- inn kaupi timbur, þakjárn og málningu til viðhalds útihúsa fyrir kr. 4456.00. En ekki er gert 'ráð fyrir fyrningu á þcssum húsum. Allar afborganir af úti- húsalánum verður bóndinn því að greiða að fullu af kaupi sínu, auk þess sem hann greiðir af þessu kaupi afborganir og vexti af íbúðarhúsi sínu á sama hátt og þeir, sem engan atvinnurekst ur hafa. Engin trygging. Af þessum dæmum er það fullljóst, að því fer fjarri að 'bóndanum sé tryggt það kaup, sem lög ætlast til að bændur hafi samkvæmt verðlagsgrund- vellinum. Þeir bændur, sem minni bústofn hafa, fá þó að sjálfsögðu minni tekjur og marg ir áreiðanlega miklu minni. Segja má, að sexmannanefnd in og gerðardómurinn geti ekki við því/gert og að það komi þá, fræðilega séð, þeim til góða, sem stærri búin hafa. Ekki er þó víst að svo sé í öllum tilfell- um og kemur þar ýmislegt til greina, stofnkostnaður o. fl., sem gögn skortir að ræða. Aðeins bændur verða að sætta sig við gerðardóm. En úr því bændur, einir allra stétta, sýna þjóðíélaginu þá til- litssemi að sætta sig við gerðai'- dóm í kjaramálum sínum, er mikið undir því komið að úr- skurðir þessa dóms, þegar til þeirra kemur, séu reistir á góðri þekkingu, sanngirni og fyllstu tölulegum rökum. Kröfur bænda eru hófsamar. Bændur landsins leggja hart að sér í lífsbaráttu sinni og við það að bæta landið og eru ekki almennt þannig á vegi staddir, að þeir megi við því að sérstak- lega sé af hlut þeirra dregið. Ekki verður annað sagt, en að þeir hafi sýnt fullan skilning á kjörum annarra stéita og kröf- um sínum hafa þeir jafnan fylgt fram með hófsemi. Og bótalaust hafa þeir orðið að sætta sig við þá sorglegu niðurstöðu í heilum landshlutum og ár eftir ár, að hið margumtalaða grundvallar verð, sem þeim eru reiknaðar tekjur eftir, hefur aðeins verið á pappírnum, en ekki endanlegt og raunverulegt verð er þeim bar fyrir búvörurnar. Rétt þykir að taka það fram, að samkvæmt lagabreytingum frá 1960 er það ekki á valdi framleiðsluráðs að ákveða verð hlutföll milli landbúnaðarafurða innbyrðis, heldur heyrir sú á- kvörðun, eins og önnur atriði verðlagningai', undir sexmanna nefndina og gerðardóm. □ AÐALFUNDUR SIvÁKFÉLAGS AKUR- EYRAR verður haldinn n.k. mánudag í Ásgarði kl. 8.30 e. li. " D a g s k r á : 1. Venjuí. aðalfundarstörf 2. Hraðskák. Stjórnin. u> v *y" Iiugheilar þakkir lil allra, scm glöddu mig með 'ii: & heimsóknum, gjöfum og skeytum á séxtugsafmœli ® ¥ minu, 10. október siðaslliðinn. & <? | GU-ÐLAUG JONASDOTTIR, Glerárgötu 1S, Ak. £ £, Á Innilegustu þákkir fyrir auðsýnda samúð og hlýliug vegna andláts og jarðárfarar ÓLAFAR EINARSDÓTTUR, Guðrúnarstöðum. Sérstaklega þökkum við læknum og öllu starfsliði Fjórðungssjúkrahússins fyrir alla umönnun í liinum löngu veikindum liennar. Magnúsína Einarsdóttir. Jónas Sigurðsson. •Illlllllllll llll 11111111111IIIIIIIIIII lllllll 111111111II IHIIIlM* | Séra Rjarna Þor- j 1 steinssonar minnzt ! í DAG OG Á MORGUN fara fram mikil hátíðahöld á Siglu- firði í tilefni af 100 ára afmæli séra Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds. í dag hefjast hátíðahöldin með lúorablæstri og söng kirkju kórsins kirkju staðarins, klukka verður vígð og karla- kórinn Vísir syngur lagið Kirkjuhvoll eftir séra Bjarna. Ur kirkju er gengið í kirkju- garð að leiði tónskáldsins og þar fer fram minningarathöfn. Samsæti verður haldið í Hó- tel Iiöll og ræður fluttar, síðan er samkoma í Nýja Bíó og flutt tónverk eftir liinn ástsæla Sigl firðing. Á morgun hefjast hátíðahöld- in á ný. Ný bók, sem ber nafnið Omar, kemur út, og Ríkisútvarpið minnist hans á sunnudags- kvöldið. 1. Brauðgerð Kr. Jónssonar 2. Kjötbúð KEA 3. Blómabúð KEA 4. Grána hf. 5. Iðunn, skógerð 6. Gufupressa Akureyrar 7. Dagur 8. Netagerðin Oddi 9. Búnaðarbankinn 10. Linda 11. Nýja kjötbúðin 12. Þvottahúsið Mjöll 13. Þórshamar hf. 14. Olíuverzlun íslands hf. 15. Atlihf. 16. Saumastofa Gefjunar 17. Stefnir sf. 18. Tunnuverksmiðjan 19. ískex hf. 20. Laxárvirkjun 21. Norðurleið hf. 22. Skipasmíðastöð KEA 23. Jón M. Jónsson klæðskeri 24. Drífa 25. Skipaafgr. J. Karlssonar 26. Útgerðarfélag KEA 27. Vélsmiðja Steindórs 28. Akureyrar-Apótek 29. Efnagerðin Flóra 30. Kaupfélag Verkamanna 31. Samvinnutryggingar 32. P. O. B. 33. lasteinangrun hf. 34. Hótel KEA 35. Raforka hf. 36. Frystihús KEA 37. Oddi hf. 38. Slippstöðin hf. 39. Almennar tryggingar hf. 40. Gullsm. Sigtr. og Pétur 41. Véla- og raftækjasalan 42. Olíufélagið hf. 43. íslendingur 44. Brunabótafélag íslands 45. Rafsegull 46. Fataverksm. Hekla 47. Mjallhvít ,þvottahús 48. Valbjörk 49. Skóverzlun Lyngdals 50. Hótel Akureyri 51. Markaðurinn 52. Pétur og Valdimar 53. Drangur 54. Grímur Valdimarsson Frá kristniboðshúsinu Zíon. Sunnudagaskólinn byrjar n. k. sunnudag kl. 11 f. h. — Fundur í yngstu deild K. F. U. M. kl. 1. — Almenn samkoma um kvöld- ið kl. 8.30. Þórir Guðbergsson talar. Allir velkomnir. Fundir hafnir aftur. Á sunnudögum kl. 1 e.h. fyrir drengi 9-12 ára. Á þriðjud. kl. 8 e. h. fyrir drengi 12-17 ára. Á föstud. kl. 8.30 e. h. fyrir 17 ára og eldri. Fundir eru haldnir í Zion. Allir drengir velkomnir! Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 15. þ. m. kl. 2 sunnudaga- skólinn, kl. 8.30 almenn sam- koma. Kafteinn Anna Oma, sem er á förum frá landinu, mun tala á þessari samkomu. Mánudaginn kl. 4 heimilissam- bandið. — Þriðjudaginn kl. 8 æskulýðsfundur. — Allir vel- komnir. Skemmtiklúbburinn „Allir eitt“ er að hefja vetrarstarfið. Sjá auglýsingu í blaðinu. 55. Morgunblaðið 56. Amaró 57. Bjarni Jónsson, úrsm. 58. Bernharð Laxdal 59. Stjörnu-Apótek 60. Gefjun 61. Verzlunin Snót 62. Borgaibíó 63. Ragnar Ólafsson hf. 64. Bifreiðastöð Oddeyrar 65. Strætisvagnar Akureyrar 66. Varðborg 67. Möl og sandur 68. Skeljungur hf. 69. Radio 70. Landsbankinn 71. Brynj. Sveinsson hf. 72. Áfengisverzlun ríkisins 73. Einir hf. 74. Dúkaverksmiðjan 75. Halldór Ólafsson úrsm. 76. Tómas Steingrímss. & Co. 77. Kaffibrennsla Akureyrar 78. Sigtryggur Júlíusson 79. Skjöldur hf. 80. Krossanesverksmiðjan 81. Jóhannes Kristjánsson h.f. 82. Efnagerð Akureyrar 83. Vélsmiðjan Varmi h.f. 84. Fatahreinsun Árna og Vigf. 85. Byggingavöruverzlun Ak. 86. Hegri h.f. 87. Bókab. Jó'n. Valdimarss. 88. K. Jónsson & Co. 89. Verzlunin Eyjafjörður 90. Flugfélag íslands h.f. 91. Prentsm. Bj. Jónssonar 92. Bólstruð Húsgögn 93. Sendibílastöðin 94. Tíminn 95. Raftækni 96. Tryggvi Sæmundsson 97. Útgerðarfélag Ak. h.f. 98. B.S.A. verkstæði h.f. 99. Útvegsbankinn 100. Bílasalan 101. Bókabúð Rikku 102. Sjóvá 103. Kristján P. Guðmundsson Samtals 103 fyrirtæki. Til úr slita léku Áfengisverzlunin (Árni Ingimundars.) og Bruna- bótafélagið (Hafliði Guðmunds son). Áfengisverzlunin sigraði. Hjúskapur. Laugardaginn 7. þ. m. vofu gefin saman í Akur- eyrarkirkju af sr. Pétri Sigur- geirssyni ungfrú Anna María Sigurgeirsdóttir (Sigurðssonar bílstjóra) og Svavar Berg Magnússon (Gamalíelssonar út- gerðarm.), Ólafsfirði. Frá Skíðaráði Akurcyrar. — Sjálfboðavinna í Hlíðarfjalli og við skíðahótelið á sunnudag kl. 1.30 e. h. Munið minningarspjöld Styrkt- aarfélags vangefinna. Þau fást í Bókabúð Riklui. - Þuríður Helgadóttir (Framhald af bls. 5) fyrir ævi eyddri í eljusemi og heiðvirðu starfi, að hljóta svo hæga hvíld .að lokum, sátt við örlög sín og alla menn. — Við vinir þínir munum konu, sem engum brást, launaði alla góð- vild með meiri góðvild og bar örlög sín með reisn hins fædda höfðingja. Við vonum, að eigin- maður þinn fái borið harm sinn með karlmennsku, því: „Eitt sinn skal hver deyja.“ Við þökkum þér, góða kona, tryggðina gegn um æviárin, og væntum þess, að vinir hafi fagn að þér á hinni ókunnu strönd. Hulda Pálsdóttir. KVEÐJA. Dauðinn hreif þig út úr lífsins önn. Iðjan var þér töm sem verkin sýna. Vinum þínum varstu heil og sönn, því viknar margra lund við kistu þína. Langt úr geimi bjarma af stjörnu ber. Á björtum leiðum mun þinn andi skína. Eitt er víst, í hugum okkar hér mun hlýjum bjarma slá um minning þína. Ásgerður Stefánsdóttir, Guðlaugsstöðum. - Varnir gegn afbrota hættunni (Framhald af bls. 5) leiðslustörf og ekki greiddur Dagsbrúnartaxti, heldur hófleg þóknun miðað við fábreytt líf. Hér ætti að hafa starfstíma líkt og á góðum heimilum ráðsettra manna, en bæta við andlegri og líkamlegri tamningu síðari hluta dags og á kvöldin. Megin- ið af hinum margumtöluðu brot um æskumanna, held eg að stafi ekki af illu innræti heldur hirðuleysi foreldranna, kennara og þjóðfélagsins. Miklu valda of háar kauptekjur ábyrgðar- lausra ungmenna. Þar er mesta sýkingarbættan. Skipuleg og fjölbreytt framleiðslustörf, sam- hliða andlegri tamningu, mundi fækka hinum mörgu æskuslys- um. Frelsissvifting, framleiðslu- störf og einangrun frá spillandi skemmtunum og kynni við þjóð lega menningu mundi bæta úr mörgum tilfinnanlegustu mein- semdum ófullkominnar mann- ræktar. Jónas Jónsson frá Hrifiu. Firmakeppni Golfklúbbs Ák. 1961

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.