Dagur - 28.10.1961, Side 1
.'*>! vi i.m,\ I-'kamsórnarmanna
R .r.srjóki: J-.ki im.i k DAVíesso.N
SKmr.vioFA j Hai naks ní.rn 90
SlMÍ i 1(56 . SETNINGU Ofí i'líI-..N 11 N
AN.NAST PftKNTVÉRK Ol)MS .
BjÖRNSSONAtt il.l . Ak! T.I.VRI
—■——-----------------------—>
Dagur
XLIV. árg. — Akureyri, laugardagimi 28. október 1961-51. tbl.
Ari.l.v mm.'m | ■ mi: [ón Svm
úra.sso.N . ArcangUrInn' kosiar
j IO-. 100.00 . IAi |I]I.'.,|| ; i: I. júy
Ö!.A»ti> Kr.v,,u A MH'.viwaiói,
r\i or; Á i.aucaróöuum
(T.OAR Asta.da (.yk;r rri.
Snjórinn hvervur undir hraunið. Lítil hæð eins og eyja í glóandi hraunstraumnum.
Ljósmyndina tók Tryggvi Helgason.)
STÓRKOSTLEGT HRAUNGOS í ÖSKJU
Hraunstraumurinn lokar Öskjuopi, eldglæringar og 200 metra glóandi gossúlur, glóandi björg
voru greinileg í 30 þúsund feta hæð í gær
SPILAKVÖLD
SPILAKV ÖLD Framsóknar-
manna að Hótel KEA hefjast á
morgun, sunnudag, svo sem aug
lýst var í síðasta blaði.
Aðgöngumiðar fást á skrif-
stofu Framsóknarflokksins kl.
10—12.30 í dag og á morgun,
sími 1443, og víð innganginn.
Afsláttur er gefinn ef keypt er
fyrir öll þrjú kvöldin.
Góð kvöldverðlaun verða
veitt og mjög verðmæt heildar-
vérðlaun.
Framsóknarmenn og aðrir,
fjölmennið á spilakvöldin. □
MIKIL UPPSKERA
TALIÐ ER, að kartöfluupp-
skeran á landinu öllu sé mun
meiri en í fyrra.
Á félagssvæði Kaupfélags Ey-
firðinga er uppskeran talin um
15 þús. tunnur. KEA, sem um-
boð hefur fyrir Grænmetisverzl
un landbúnaðarins, hefur tekið
á móti 5—6000 tunnum af kar-
töflum, og eru þess geymslur
þar með fullar. "
Mikil geymsluvandræði hrjá
bændur,, enda þau mestu á
þessu sviði síðan 1953. Tugir og
jafnvel hundruð sekkja eru
geymdir í fjárhúsum og öðrum
útihúsum, því að kartöflu-
geymslur bænda hrökkva
skammt.
Að sjálfsögðu ber að fagna
góðri uppskeru, þótt nú sé
nokkur tvísýna um, að hið
mikla magn garðávaxta nýtist
að fullu. En ekki hafa haust-
frost grandað uppskerunni.
KLUKKAN rúmlega 5 síðd.
á fimmtudaginn hringdi
góðkunningi minn, Tryggs i
Sigtryggsson bóndi á Lauga
bóli í Reykjadal til mín, þá
að koma úr flugvél frá
Reykjavík, og sagði að Askja
væri farin að gjósa. Hann og
fleiri farþegar flugvélarinn-
ar, sem fór yfir skýjum, sáu
mjög mikla og svarta bólstra
er komu hver eftir annan
upp úr skýjaþykkninu í átt
á Öskju. í .talsverðri hæð
beygðu þeir til suðurs og
hvítnuðu í sólinni.
Um klukkan 7 e. h. sama
dag fóru tvær þotur vamar-
liðsins yfir Öskju og höfðu
miklar fréttir að segja. í
myrkrinu urðu þeir gossins
varir í um 100 km fjarlægð.
I»eir fóru í 30 þús. feta hæð
yíir gosstöðvarnar og í þeirri
hæð sjást hús ógreinilega í
góðu skyggni. Samt sáu þeir
glóandi björg ryðjast upp úr
jörðinni og hraunstraumur-
inn fór hratt. Gufuskýið upp
af gosinu töldu flugmennim
ir vera um 20 þús. feta hátt.
Seinna sama kvöld flaug
Björn Pálsson með Sigurð
Pórarinsson og fleiri yfir gos
stöðvamar og staðfestu þeir
frásögn Bandaríkjamanna.
Tryggvi Helgason flugmað
ur á Akureyri flaug svo aust-
ur í gærmorgun með nokkra
farþega. Meðal þeirra vom
Jón Sigurgeirsson og Láms
Haraldsson og fer frásögn
þeirra hér á eftir:
Við fómm laust fyrir kl.
10 árdegis og vorum nær tvo
tíma í ferðinni. Hér var
bjart en skýjað strax og kom
austur yfir Vaðlaheiði.
Stefnt var beint á Öskju
og flogið undir skýjum norð
an Dyngjufjalla. Þegar kom-
ið var nálægt Öskjuopi sáum
við hraunstrauminn, hrað-
fara og stórkostlegan, gráan
og svo sem með gullnu ívafi,
þar sem hið bráðna grjót
glóði undir. Og hraunjaðr-
amir vom rauðleitir,
En þegar við komum yfir
hraunjaðarinn hentist flug-
vélin upp og þeyttist til í
hinu ógurlega uppstreymi.
Það var ekki hægt að fljúga
yfir hið rennandi hraun í
lítilli hæð, eins og þarna
þurfti að gera, til að vera
undir skýjum.
Við gerðum fleiri tilraun-
ir að komast inn yfir Öskju
sjálfa en þar var bara sorta
að sjá. En allt í einu rofaði
til og vélin smaug inn með
fjallinu að vestan og gosið
blasti við í öllum mikilleik
sínum.
Þar gaf að líta:
Um 200 metra eldsúlur,
nokkrar að tölu, og upp af
þeim svartir bólstrar. Iimar í
Öskju vár allt þakið dökk-
um mekki. Það var ógleym-
anleg og stórkostleg sjón,
sem aldrei gleymist. Gosið
var á sama stað og hverimir,
sem áður hefur verið sagt
frá, nokkur hundmð metr-
um innan við Öskjuop að
austan.
Hraunstraumurinn rann
hratt norður og var svo breið
ur, að hann náði þvert yfir
Öskjuopið og bílatroðning-
urinn upp að Öskju, síðasti
áfanginn, var horfinn undir
hið nýja hraun. Hraunið
hafði runnið 9 kílómetra eða
meira, austur og norður.
Þegar við flugum upp úr
skýjaþykkninu sáum við gos
mökkinn, sem náði a. m. k.
í 12 þús. feta hæð, baðað-
ur í sól, langt ofar skýjum.
Aska var engin sjáanleg á
snjó og þáð var heldur ekki
reykur þar sem hraunið
rann, heldur aðeins gufa.
Norðanátt var á og sáum við
brúnleitan mökkinn svo
langt sem augað eygði í suð-
urátt.
Skýin yfir gossvæðinu
vom undarlega margbreyti-
leg að lit og lögun. Þar komu
ský og hurfu á svipstundu
eins og myndir á tjaldi. Þau
voru í rauðum lit, bláum,
gylltum og hvítum.
(Framhald á bls. 2)