Dagur - 15.11.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 15.11.1961, Blaðsíða 1
| í\Í.U.<;a<;n Framsók.narmanna R'tstjóki: Fruncitk Davíosson Skrii-sioi a i Ha1'\narstu.i;h 90 StMI í !()(> . Sktnincu OG I'RHNTUN asnast Prentyerk Odbs B HÍKN.SSONAU h.t. Akiikkvki . 'Mk------------------iii____J Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. nóvember 1961 — 54. tbl. At’i.i ssim.ast jóiíi: jó&Sam- ÚEI.SSON . Akcanguuinn kOS'I ak Kli. 100.00 . ( . l.u .iiJlAUI F.K i, JÚU Bi.aðiö um'.i; úy Á MlovtKUBÖr.- r\i or; A i,aui,akíjöcvm t*V'.<:AR ÁST.'F.DA TVKIIi T II. "'l Rafdælur komnar í borholurnar Kópaskeri, 13. nóv. — Hér um slóðir er snjólaust. Féð liggur úti ennþá og bændui' sinna haustverkum, því að heyskapur stóð fram á haust og þá hófust göngur og síðan vinna á slátur- húsi, sem var mannað sveita- fólki eingöngu. Kári var í fimmta róðri í gær. Aflinn er sæmilegur. Við sendum í sláturtíðinni frá okkur um 130 tonn af kjöti og yfir 30 tonn af loðdýrafóðri til Svíþjóðar og Englands. Lítið er um framkvæmdir. Eitt og eitt útihús í’ís þó af grunni ef vel er leitað, en ekk- ert íbúðarhús. í fyrra var borað eftir neyzluvatni á nokkrum bæjum í Kelduhverfi. Árangur varð góður. Sex bæir voru að kalla mátti vatnslausir, en fleiri létu bora. Dýpst þurfti að bora 60 m. Nú í haust voru settar niður rafdælur í hinar 6 þumlunga víðu borholur. En á þrem bæj- um var ekki rafmagn og voru þar settar upp dieselstöðvar. — Allt var þetta mjög kostnaðar- samt, en óhjákvæmilegt, því að til lengdar hefðu hinir vatns- lausu bæir ekki haldist í ábúð. Á Kópaskeri var framkvæmd borun fyrir frystihúsið, en án •árangurs. □ Drengur týndist í FYRRAKVÖLD um kl. 11.30 var lögreglan á Ak. beðin um aðstoð vegna 12 ára drengs, sem horfið hafði fyrr um kvöldið. Leit var gerð án árangurs. Klukkan rúmlega 1 eftir mið nætti, fréttist af drengnum. Iiann hafði tekið sér far með Esju til Siglufjarðar. □ MÓTMÆLI FUNDUR haldinn í FuUtrúa- ráði verklýðsfélaganna á Ak- ureyri, miðvikudaginn 8. nóv- ember 961, mótmælir því óbæri lega vaxtaokri, sem almenning- ur — sérstaklega í sambandi við húsnæðismál sín — og fram- leiðslustarfsemin hefur búið við í nær tvö ár. Jafnframt vill fundurinn freista þess að skora á Alþingi og ríkisstjórn, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að vextir verði lækkaðir af lánum til nauðsynlegs íbúð- arhúsnæðis og til framleiðsluat- vinnuveganna, a. m. k. niður í það, sem þeir voru fyrir vaxta- hækkunina í ársbyrjun 1960. Dráttarbíll Rafveitu Akureyrar með snjóbíl á palli — tilbúinn í Öskjuferð. — (Ljósmynd: E. D.). lllllllllllllllll(MIIMIIimmilllin(IIIM««l4lllltMllllln(milMIIIIIIIIIII«lllltll«IIMIIIflllll(IHIIMMIIIIIIMIIIIi«l IIIMMIIMIMMIIIMMMMMIMMIMII Fyrsta kornræktarfélag stofnað Þingeyskir bændur eru að brjóta 80 ha lands • • á Einarsstöðum og Oxará til kornræktarinnar HINN 4. NÓVEMBER var formlega stofnað kornræktar- félagið Akur í S.-Þingeyjar- sýslu. Að stofnuninni standa 22 IIIIMIIIIIIIIII Mótmæli á Hólmavaðsfnndi EFTIRFARANDI tillögur voru einróma samþykktar á mjög fjölmennum fundi á Hólmavaði í Aðaldal 11. nóv. s.l., en fund- arboðandi var Búnaðarsam- band Suður-Þingeyinga. 1. „Almennur bændafundur, haldinn að Hólmavaði laugard. 11. nóv. 1961, að tilhlutan Bún- aðarsambands Suður-Þingey- inga, lýsir því yfir að gefnu til- efni, að hann telur ekki hægt að una lengur við það skipulag óbreytt, sem nú ríkir í verðlags málum landbúnaðarins, þar sem ekki hafa verið teknar til greina þær niðurstöður um kostnað við framleiðsluna, sem fram voru lagðar af fulltrúum Stéttarsam- bands bænda á s.l. hausti, sem byggðar voru á rannsóknum, er gerðar voru til þess að ákveða réttmætan verðlagsgrundvöll. Skorar fundurinn á Stéttar- DAUÐASLYS VIÐ FREYVAN6 SKÖMMU fyrir kl. hálf tólf í gærdag fannst .maður liggj- andi í skurði norðan við heimkeyrsluna að samkomuhúsinu Freyvangi. Var lögreglunni á Akureyri þegar gert aðvart, og fór lögreglumaftur þegar á vettvang ineft sjúkrabifreið ásamt héraðslækni, og kom þá þegar í ljós að mafturinn var örend- ur, enda höfðu þeir, er fyrst kornu að manninum ekki fundift neitt lífsmark með honum. Maður þessi reyndist vera Ingvar Þórólfsson, nú til heimilis aft Brekkugötu 33 hér í bæ, en Iögheimili í Drápuhlíð 35, Reykjavík, 16 ára að aldri, nem- andi í matreiðslu. Skurðurinn, þar sem líkið íannst, er tölu- vert djúpur, en með fláum köntum og lítils háttar vatn seitl- aði í botni skurðsins. Rannsókn út af atburði þessum stóð yfir allan daginn í gær og hefur sú rannsókn ekki leitt neitti í Ijós er benti til að ncin átök hafi átt sér stað, er rekja mcgi dauðsfallið til, né lieldur að um drukknun hafi verið að ræða. Endanleg skýrsla um krufningu liggur ekki fyrir cnn. Frá bæjarfógcta á Akureyri og sýslumanninum í Eyjafj.s. 13. nóvember 1961. samband bænda, að hefjast handa nú þegar um undirbún- ing að nauðsynlegum breyting- um á lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins — eða nýrri löggjöf — er komi í veg fyrir, að hlutur bænda verði fyrir borð borinn framvegis, eins og átti sér stað með úrskurði „yfir- nefndar" á sl. hausti." 2. „Almennur bændafundur, haldinn að Hólmavaði 11. nóv. 1961, mótmælir framkomnu frumvarpi á Alþingi um að leggja Áburðarsölu ríkisins nið- ur og fela Áburðarverksmiðj- unni h.f. allan innflutning og verzlun með tilbúinn áburð. Telur fundurinn, að Áburð- arsala ríkisins njóti óskoraðs trausts íslenzkra bænda fyrir góða þjónustu og hagkvæman rekstur, það sé því mjög við- sjárvert að fela öðrum aðila þessa þýðingarmiklu starfsemi, sem ekki hefur enn aflað sér trausts bænda. Fyrir því skorar fundurinn á Alþingi, það er nú situr, að fella fram komið frumvarp, eða að minnsta kosti fresta afgreiðslu þess, unz Áburðarverksmiðj.an h.f. í Gufunesi hefur verið þjóð- nýtt, eða unnið sér meira álits meðal bænda.“ (Framhald á bls. 5) bændur í Ljósavatnshreppi og Reykjadal. Þeir hafa þegar brotið 20 ha. lands á Einars- stöðum í Reykjadal og liggur það að Reykjadalsá. En verið er að bylta stóru landi að Öxará í Ljósavatnshreppi og er ætlunin að vinna þar 60 ha. land til viðbótar nú í vetur, ef tíð leyfir. Enn er jörð þíð vegna þess að snjóföl hlífði þegar frostin voru mest og gengur vinnan greið- lega. Unnið er með jarðýtum og dráttarvélum og landið að síð- ustu fullunnið undir sáningu með tæturum. Verður þá næsta vor hægt að sá um leið og efsta yfirborð jarðvegsins þiðnar. Þingeyingar fengu dr. Björn Sigurbjörnsson sér til leiðbein- ingar í þessum málum og valdi hann landið með heimamönn- um. Næsta sumar verða svo keyptar þær vélar, er þurfa þykir fyrir hina nýju búgrein. Þingeyjarsýsla er ekki snjó- létt og ei' mest óttast um, að snjóa leysi sums staðar of seint fyrir kornrækt. Þegar talað er um kornrækt, er almennt átt við byggrækt. Sú korntegund þarf stytztan vaxt- artíma og er því bezt fallin til ræktunar hér, þeirra kornteg- (Framhald á bls. 5) íbúðir og „viðreisn” FORYSTUMENN auðhyggju- stefnunnar á íslandi létu „lands fundar“-menn samþ. fjölda af þakklátum blessunaróskum til foringjanna fyrir hvers konar afglöp, sem þeim hafa orðið á í stjórn landsins. Sömu menn létu samþykkja, að hvergi mætti hvika frá „viðreisninni“, og á grunni hennar myndu rísa stórstígustu framfarir í allri ís- lendingasögu. Flokksforingjarnir virðast hafa komizt álíka langt í því að fá almennar handauppréttingar fundarmanna og Stalin og Hitl- er, þegar þeir hétu og voru. Lítið dæmi: Fundarmenn samþykktu „viðreisnina11 og í öðru lagi þá stefnu að sem flestir gætu eign- ast þak yfir höfuðið. En þessir ágætu menn hafa víst ekki at- hugað það, að hækkun meðal- íbúðar frá því árið 1959 er yfir 100 þús. krónur. Byggingarlán (ef þau fást) hverfa því öll og meira til í „viðreisnarhækkunina", og ekk ert er eftir til greiðslu á öðrum kostnaði. En það er ekki nóg að 100 þús. lcróna hverfi í ,(viðreisnar- verðbólguna“. Auk þess koma til óhagstæð vaxtakjör, sem er þung byrði og svo kjaraskerð- ingin. □ •IUIMMMIMMIMMMMMMMIIIIMMIIIIMIIIMMMIIMMIIII 11» | Bændaklúbbsfundur verður haldinn mánudaginn 20. nóv. á venjulegum stað og tíma. Umræðuefni: Sauðfjárrækt og afkoma sauð fjárbænda. Frummælandi: Ingi Garðar Sigurðsson, ráðunautur. IIIMMMIIIIMI*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.