Dagur - 15.11.1961, Blaðsíða 5

Dagur - 15.11.1961, Blaðsíða 5
4 JÓN ÍVARSSON : 5 --------------------7~“--- Hvað sáu þeir í Tímanum? f LEIÐARA Þjóðviljans 3. nóv. stóðu þessi spámannlegu orð: „Það er nú orðið mjög ljóst af Tímanum undanfarið, að hægri menn hafa tekið þar við foryst- unni.“ Á sama vcttvangi hefur svo verið kveðið upp úr með það, að nafngreindir forystumenn Framsóknarflokksins séu „íhaldssamir“. Það getur verið óinaksins vert að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað það hafi verið, sem þeir Þjóðviljamenn sáu í Tímanum og gerði þeim svo bylt við að þeir fara að tala um „hægri- mennsku“ og „íhald“ hjá Framsóknar- flokknum? Hefur Tíminn kannski snúizt gegn verkalýðnum í kjaramálum? Eða gcngið í lið með ríkisstjóminni? Ekki mun verða talið að svo sé. En í hverju felst þá „hægrimennskan“ og „íhaldið“? Svarið er raunar einfalt: 1. Tíminn hefur sagt fréttir frá Austur- Berlín og skoðun sína á atburðun- um þar. 2. Tíminn hefur sagt fréttir af 22. flokksþingi kommúnista í Moskvu á svipaðan liátt og önnur blöð í frjáls- um löndum. 3. Tíminn hefur sagt fréttir af kjarn- orkusprengingum Rússa og rætt þær frá íslenzku sjónarmiði. En hvað segja svo Alþýðubandalags- menn yfirleitt um þami áróður Þjóð- viljans, sem hér er að vikið? Samkvæmt hans boðskap eru þcir menn sekir um „íhald“ og hægri villu, sem ekki taka í einu og öllu svari Sovétríkjanna, jafnvel þegar þeir eitra andrúmsloftið með kjarnorkusprengjum. Er þetta aðferðin til að tryggja sigur vinstri stefnu á ís- landi? Orð og verk FLOKKUR auðhyggjumanna hér á Iandi eyðir mikilli orku í að skamma kommúnista. Og hann tclur ganga glæpi næst af Framsóknarflokknum að vera í sttjómarandstöðu eins og þeir og deila á stjómina — og þess vegna séu Framsóknarmenn líka hálfgerðir komm- únistar. En þessi áróður er algerlega mis- heppnáður af tveim ástæðum einkum. Sagan vitnar injög greinilega um frjáls- lynda umbótastefnu Framsóknarflokks- ins, baráttu hans fyrir bættum og jöfn- um hag, alhliða framförum, eflingu at- vinnuveganna til sjávar og svcita, og að hugsjónir ungmennafélaganna og sam- vinnustefnunnar eru enn hið ráðandi afl í stefnu flokksins. Öfgastcfnumar til hægri og vinstri eru glögg hættumerki. I öðru lagi vitnar sagan mjög greini- lega um það, að þegar íhaldið stjórnar landinu, endurtekur þjóðsagan um púk- ann á fjósbitanum sig í íslenzkum stjórnmálum. í þjóðsögunni blés púkinn út þegar Ijótur munnsöfnuður var við liafður í fjósinu. Undir íhaldsstjórn verða hliðstæðir atburðir. Þá blása kommúnistar út og þeim eykst fiskur um hrygg vegna þess hve illa er stjórnað. V.________________________________/ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Ólafur Sigurðsson á Hellulandi Mildl fiárfesting - aukin útgiöld \t APTTD a TJDT T TTT A TVTTAT ■» —wm T-- T T1 TJTV ^ ' N—s OLAFUR Á HELLULANDI er allur. Hann fylgdi gestum úr garði, gekk til stofu og hné nið- ur örendur. Þessi sviplegi atburður gerð- ist fyrir hálfum mánuði, mánud. 23. október. Var útfö r Ólafs gerð frá Sauðárkrókskirkju í fyrradag, hinn 3. nóvember, og fylgdi honum mikill fjöldi manns til grafar. Hann var jarðsunginn af sóknarpresti sín- um, sr. Þóri Stephensen. Um Ólaf á Hellulandi skrifaði eg fyrir skömmu greinarkorn í „Heima er bezt“ (júlíheftið), og verð því orðfærri nú en ella. Var að vísu ekki neinn eftir- mælabragur á þeirri grein; uggði mig og sízt að svo skjótt mundi leiðir skiljast, því að eigi var lát á lífsfjöri Ólafs, eldhuga hans og æsku, þótt aldinn væri nokkur að árum. Hann lifði og hrærðist í samtíð sinni — og þó raunar á undan samtíð sinni — til hinztu stundar — og hné með fangið fullt af hugsjónum og hugmyndum. Mundi hann og vafalaust sjálfur hafa kosið að breytingin, sú er bíður okkar allra, yrði með þvílíkum hætti, — laus við allt veikindabasl, sem veldur hrörnandi líkama þarflausum þjáningum og venzlamönnum amstri og angri. Honum var það óhagganleg vissa, að sjálfur „dauði“ er ekkert annað en breyting á lífsformi og lífsháttum: — Sjálft lífið, hið sístreymandi líf, varir um eilífð. Ólafur Sigurðsson var fædd- ur að Vatnskoti í Hegranesi hinn 1. dag nóvembermán. 1885, og skorti því aðeins fáa daga á 76. ára aldur, er hann lézt. Stóðu að honum sterkir stofnar og gagnmerkir. Var faðir hans Sigurður hreppstjóri Ólafsson alþm. og umboðsmanns í Ási í Hegranesi og Sigurlaugar Gunn arsdóttur bónda á Skíðastöðum í Laxárdal ytra. Var Ólafur í Ási, afi Ólafs á Hellulandi, mestur félagsmálafrömuður í Skagafirði á sinni tíð, framsýnn maður og forkur hinn mesti, en Sigurlaug kona hans skörungur mikill. Móðir Ólafs á Hellulandi og kona Sigurðar var Anna Jónsdóttir prófasts í Reykholti Þorvarðssonar, gæðakona, gáf- uð og listhneigð. Sigurður á Hellulandi var maður snjall- gáfaður, landskunnur hugvits- maður og uppfinninga og lista- smiður. Kippti Ólafi mjög í kyn til beggja handa. Ólafur fluttist með foreldrum sínum að Hellulandi þriggja ára gamall og ól þar allan sinn aldur upp þaðan. Árið 1916 kvæntist hann Ragnheiði Kon- ráðsdóttur kennara og bónda á Ytri-Brekkum, Arngrímssonar, og konu hans Sigríðar Björns- dóttur á Hofsstöðum, Péturs- sonar, hinni ágætustu konu. Lifir hún mann sinn ásamt með kjördóttur þeirra hjóna. Á Hellulandi réðu þau Ólafur og Ragnheiður fyrir ríki hátt í hálfa öld. Þar gerðu þau í sann- leika garðinn frægan — og skyggðu hvorugt á hitt. Þangað hafa margir sótt þau heim um skamman veg og langan og ófá- ir dvalið langdvölum. Og það ætla eg víst, að allir lúki upp einum munni um alveg einstaka alúð þeirra hjóna, frábæra höfðingslund þeirra og rausn. Á Hellulandi var svo að gestum búið af báðum þeim hjónum, að þeir voru allir heima hjá sér. Ólafur á Hellulandi gegndi, sem vænta mátti, margháttuð- um trúnaðarstörfum á langri ævi. Hann var ráðunautur í fiskiræktarmálum um 20 ára skeið, fór víða um land og MINNÍNGARORÐ stofnaði 40—50 fiskiræktarfélög. Þar var hann frumherjinn, sem kveikti í mönnum og tendraði áhugann. Þá leiðbeindi hann og um æðarvarp um hríð og fór vítt um þeirra erinda. Heima fyrir hlóðust á hann ýmis störf. Deildarstj. Rípurdeildar Kaup- félags Skagfirðinga var hann alla stund frá 1907, hélt jafnan deildarfundi heima þar á Hellu- landi — og voru þá veitingar ekki skornar við nögl. Hann var formaður Búnaðai-félags Rípur- hrepps um árabil, formaður Skógræktarfélags Skagf. meir en 20 ár, formaður sjúkrasam- lags frá upphafi, hreppstjóri hin síðustu ár — og er þá fjarri því, að allt sé talið. Ólafur var hverju máli, því er fram horfði, ótrauður liðsmaður — og frum- herji margra, enda hverjum manni hugkvæmari. Hann var langsýnn umbótamaður, ein- blíndi alrei á stundarhag, hvorki sinn eigin né heldur sam félagsins, en var skyggnari flestum á þá þróun, andlega og efnalega, sem máttur samtaka og samvinnu einn fær valdið — þegar unnið er af fullum heil- indum. — Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. Fálka- orðu fyrir eigi all-löngu og hef- ur víst margur minna til unnið. Ólafur á Hellulandi var um marga hluti sérstæður maður, fjölgefinn og fáum líkur. Hann var listhneigður, hafði óskorað yndi af allri list, allri fegurð, í hvaða formi, sem hún birtist, enda gæddur óvenjulegu feg- urðarskyni. Hann kunni ógrynn in öll af kvæðum og stökum, sögnum og sögum, og honum voru snjallar ívitnanir í ljóð og laust mál tiltækar hvenær og ■hvar, sem var. Hann var mikill hugsjónamaður, brennandi í andanum, maður vors og gró- anda í hugsun og athöfn, opinn fyrir öllum nýjungum, þeim er hann taldi að erindi ættu, félags hyggjumaður og samvinnumað- ur af lífi og sál, hafði tröllatrú á mætti moldar og möguleikum íslenzks landbúnaðar og ís- lenzkrar þjóðar á ótal sviðum. Ólafur var um margt á undan sínum tíma. Því var hann naumast metinn svo af sam- ferðamönnum, sem efni stóðu til. Er og eigi fátítt um hug- sjónamenn, að sannmælis fái eigi notið fyrr en þeir eru allir. Ólafur var og fljóthuga á stund um, einlægur og opinskár og orðhvatur nokkuð; munu sumir hafa reiknað honum það til for- dildar eða jafnvel flysjungs- háttar. Slíkt var fjarri réttu. Hitt er það, að honum svall stundum móður, er honum þótti sem góð málefni ættu tregðu og skilningsskorti að mæta, — og eins ef hann taldi ómaklega vegið að mönnum og málefnum, og mælti þá ekki alltaf á silki- tungu. Hann gat verið fljótur að skipta skapi, enda ör í lund, en jafnskjótur var hann til sátta. Sveitin okkar hefur sett ofan við fráfall Ólafs á Hellulandi. Og eg vil enda þessi fátæklegu minningarorð um hugstæðan samferðamann með lokasetn- ingum Ólafsþáttar í „Heima er bezt“: „Það er gaman að horfa með Ólafi inn á heillandi lönd fram- tíðarinnar. Sjálfur er hann skyggn á fegurð og litadýrð þessara landa — og nemur brott ský af auga þess, er horfir undir handarkrika hans.“ Nú er hann sjálfur horfinn inn á hillingalöndin, þau er hann taldi fegurst allra. Við hjónin vottum Ragnheiði á Hellulandi djúpa og einlæga samúð. 6. nóvember 1961. Gísli Magnússon. ÞEGAR hlutafélagið Áburðar- verksmiðjan hefur tekið við áburðarverzluninni eins og land búnaðarráðherra hefur ákveðið samkv. bréfi til verksmiðjunnar 30. okt. síðastliðinn, verður væntanlega sú mikla breyting á, að allur erl. áburður, 12 þús- und smálestir eða meira, kemur til eins staðar á landinu, sem er Gufunes, í stað þess að hann hefur áður verið fluttur frá út- löndum beint til hinna einstöku staða á landinu, sem eru um 50 talsins. Meiri hluti verksmiðjustjórn- arinnar lítur svo á, að mikill ávinningur sé að breytingu þessari fyrir þá er áburð kaupa, og mun því framfylgja þeim háttum að flytja allan áburð fyrst til Gufuness, strax í vetur. Eins og kunnugt mun vera, er tilætlunin að flytja áburðinn allan Iausan — þ. e. ósekkjaðan — í stórum skipsförmum, 3000 smál. eða meira í senn, skipa honum upp með miklum hraða í Gufunesi, flytja hann í geymslu hús og sekkja hann í stórvirk- urn vélum og að því búnu senda hann með skipum til einstakra hafna, eða afgreiða hann með bifreiðum, eins og t. d. í ná- grenni Reykjavíkur, og líklega einnig í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Að undanförnu, eða síðan milli- landaskip gátu fengið afgreiðslu í Þorlákshöfn, hefur meginhluti áburðar þess, er þær sýslur hafa keypt, verið afgreiddur til þeirra þar. Fái einstök byggðarlög lands- i- ins sömu þjónustu í áburðar- verzluninni og undanfarið, verð ur að senda 4/5 eða 80 hundr- aðshluta áburðarmagnsins* ’aftur með skipinu frá Gufunesi. Eins og- gefur að skilja þarf góða og .sérstaka aðstöðu og yi?»búnað á þeim stað, sem ætl- unin er að framkvæma allt þetta á m.eð nægilegum hraða og-f-ullu ör-yggl - Fyrst og fremst verður að telja nægilega stóra og öfluga bryggju, er allstór skip geti lagzt og legið við, því að ráðgert er að hver áburðarfarmur sé ekki minni en 3000 smálestir, sem afgreiða þarf eða losa á tveimur til þremur sólarhring- um. Skipaleiga er hlutfallslega lægri á smálest í stórum förm- um en smáum og skiptir um FYRIRSPURN TIL FJALL- SKILANEFNDAR. „Karlinn á Grænhól“ skrifar Fokdreifum eftirfarandi: Fjallskilanefnd Akureyrar fékk Tryggva Helgason til að fljúga eftirleitarflug yfir Gler- árdal. Hundrað prósent skyggni. Engin kind á dalnum. Svo hljóðaði tilkynning leitax-manna að flugi loknu, nema flugmanns, sem sagði að of seint væri að leita þegar jörð væri oi’ðin flekkótt af snjó. Eg hugsaði til Gránu minnar á dalnum. Á laugardaginn fékk eg mann til að leita á ytri dalnum. Hann fann strax Gránu mína og hvítt lamb með henni, en lamb Gránu er grá gimbur. Maðurinn kom kindunum ekki til bæjai’. Moi-guninn eftir fóru 3 menn og sóttu þær og gekk það í nokkru stappi. Eg vil nú spyrja fjallskila- nefnd: Ætlar hún að láta sækja féð, sem enn er á dalnum, eða ætlar hún að láta það di’epast? Það þarf að senda 4 menn til að leita í björtu og góðu veðri. Fé, sem sást hálfri annarri viku eftir göngui-, er enn ekki komið fram, saman ber ána frá Barði o. fl. En meðal annarra oi’ða: Væi’i ekki rétt að gangnaforingi láti gangnamenn leggja fram lækn- isvottorð um sæmilega sjón, heyrn og heilbrigða limi? □ Yfirlýsing. Herra ritstjóri! í blaði yðai’, „Degi“, 25. okt. sl., er fréttapistill, þar sem skýrt er fi’á því, að laugai-dagskvöldið 21. s. m. hafi oi’ðið bifi’eiðaslys á Aðaldalsvegi, að afloknum dans leik á Breiðumýi’i, með þeim afleiðingum, að tvennt sem í bifreiðinni var hafi slasast all- verulega. — Oi’sök slyssins tel- ur blaðið þá, að „ölóður“ maður leið miklu að losun taka sem skemmstan tíma. Bryggja sú, sem nú er í Gufu nesi er of lítil og naumast nægilega ti’aust fyrir þau skip er hér um ræðir, auk þess sem ekki er fært að liggja við hana og losa farma á henni nema veður og sjór sé hagstætt. Menn með sérþekkingu telja, að að stækka þurfi bryggjuna um 20 metra og auk þess styi’kja þá sem er vei’ulega. Kostnaður við það var á árinu 1960 talinn að vera ekki niinni en 2.5 millj. króna. Siðan hafa orðið hækkanir miklar, bæði gengisskráningarbreytingar á erl. gjaldeyri og vinnulaunum, þannig að kostnaðurinn yrði aldrei minni en 3 millj. króna, en yrði sennilega töluvert meiri. Þessu næst verður að hafa öflug og fljótvirk tæki til losun- ar á áburðinum úr skipunum, 1000—1500 smál. á sólai’hring og koma honum án tafar í geymslu hús. Fyrir einu ái’i var verð slíkra tælcja áætlað 600 þús. kr., en yrði nú aldrei undir 700 þús. krónum. Þá er stórt hús, sem þarf til að geyma í áburðinn og sekkja hann ásamt rými fyriir allan út- búnað og menn sem að því vinna. Áætlað hefur verið að slíkt hús kosti 3.750 þús. krón- ur, en kostar víst aldrei minna en 4 millj. króna. Næst koma sekkjunarvélar tvær, ófoi’svaranlegt væri að hafa eina vegna bilunai’hættu, en ef öll sekkjunin á að fax’a fr-am í febr., marz og apríl má engan tíma missa vegna bilana eða annars, því að áburðurinn þarf að vera tilbúinn og kominn út um land nægilega snemma. í sambandi við sekkj- un þarf færiband mcð tilheyr- andi útbúnaði og mokstursvélar. Á árinu 1960 var kostnaðarverð alls þessa áætlaðar tæpar 3 milljónir króna, en mundi nú varla kosta minna en 3.6 millj. króna. Enn er ótalið, að óhjákvæmi- legt er að hafa timburpalla eða grindur til að stafla áburðarpok unum á um leið og sekkjun fer fram og láta þá standa þangað til áburðui’inn er fluttur í skip eða á bifreið. Pallar þessir eru taldir að kosta samtals ekki minna en 1.5 millj. króna. Séu þessir kostnaðai’liðir tald ir saman, verða þeir þannig: 1. Stækkun bryggju og styrking........................ 3.0 millj. kr. 2. Uppskipunartæki á bryggju......................... 0.7 — — 3. Sekkjunarvélar, ia:rib. mcð tilheyr. og mokstursvélar 3.6 — — 4. Timburpallar ...................................... 1.5 — — 5. Geymslu- og sekkjunarhús .......................... 4.0 — — Samtals 12.8 millj. kr. u;«: ■>. Auk þess ófyrirsjáanlegur kostnaður 0.7 — — , ,v; Alls 13.5 millj. kr. Allt þettá'sém hér er talið virðist brýnn og óhjákvæmi- legur kostnaður, eigi þetta sem um er rætt að gerast. Það er engu' ■ meii-i • líkur til þess að kosthaðurinh vérði minni en hér er talíð héldur en hann verði enn meiri. Hvort sem heldur væi’i, ef hér um stór- fcllda fjárfestingu-að tefla, sem veldur mjög tilfinnanlegum, ár legum kostnaði, sem kemur fram í verði áburðarins, annað hvort þess áburðar, sem inn- fluttur verður eða þá hins, sem unninn er í landinu, ncma hvort tveggja sé. Hin árlegu útgjöld, sem ekki vei’ður komizt hjá að taka til gi-eina eru vextir, viðhald og vátrygging hinna nýju eigna auk lögboðins framlags til fyrn- ingarsjóðs verksmiðjunnar. — Vexti verður að reikna, hvort sem lánsfé eða sjálfsaflafé er notað til framkvæmdanna og kaupanna. Bankarnir greiða af innstæðufé 9% vexti ef féð er óhreyft í eitt ár. Af lánunum — víxlunum — eru reiknuð 10%. Hér verður að miða vextina við 9 af hundraði að minnsta kosti. Viðhaldskostnaður á eignum vei’ksmiðjunnar virðast hafa á árinu 1960 verið 3% af kostnað- arverði að meðaltali og getur naumast orðið minni en þar reynist. Vátrygging er í-eiknuð eins og hún virðist hafa reynzt í Áburð arvei’ksmiðjunni á seinasta ári og fyrning hin sama og Iög um áburðarverksmiðju kveða á lægsta. Samkvæmt þessu sem að framan er sagt, vei’ða árleg út- gjöld vegna hinnar breyttu, skipunar eins og hér fer á eftir: meðal farþeganna hafi „ráðist“ á bifi’eiðastjói’ann og með því orðið valdur að slysinu. — Eg undirritaður, sem ók bifreiðinni þetta kvöld, lýsi hér með yfir, að á mig var ALDREI ráðist af neinum fai’þeganna, og er því sá hluti fi’ásagnarinnar helber uppspuni. — Kili í Aðaldal 8. nóv. 1961. — Sigti-yggur Björns son. □ Bændur þakka. Sverrir odd- viti á Lómatjöi-n hefur beðið blaðið að færa konum á Akur- eyri, er í haust og undanfarin haust unnu að kartöfluupp- skeru hjá bændum, kærar þakk ir. Ef þeix-ra hefði ekki notið við, væri enn mikll hluti kartafln- anna óupptekinn hér í grend- inni. Svipuð oi’ð hafa fleiri bændur látið falla og er blaðinu ljúft að koma þeirn á framfæri til hlutaðeigenda. □ 1. Vextir 9% af 13.5 millj. kr............ 2. Viðhald 3% af sömu fjárhæð............. 3. Vátrygging eignanna ................... 4. Fyrningargjald ........................ 2i/2% af 4.5 millj. kr., og 7j4% aí 9.0 millj. kr. kr. 1.215.000.00 - 405.000.00 - 67.500.00 - 787.500.00 Samtals kr. 2.475.000.00 Ekki er enn sjáanlegt að þessi útgjöld verði umflúin, en þau nema upp undir tvö hundruð krónur á hverja smálest áburð- ar, sem inn er flutt, að meðal- tali. Að óbreyttri skipun ábui’ð- arverzlunarinnar þurfti ekki að koma til neinna þessara út- gjalda, sem er afleiðing hinnar stórkostlegu fjárfestingar sem ráðin er og þegar er gerð grein fyrir. Að óbreyttu fyrirkomulagi vantar engar nýjar bryggjur, engin ný hús, ekki vélar né tæki vegna áburðarins, því að að- staða var fyrir hendi á hverri höfn til að veita honum viðtöku án nýrrar f járfestingar eða auk- ins kostnaðar. Hin ráðgerða fjár festing í Gufunesi er bein af- leiðing nýrrar skipunar áburð- arverzlunarinnar og verður ekki bændum til hagsbóta. □ - Kornræktarfélag (Framhald af bls. 1) unda, sem liklegast er að rækta megi hér á landi. Stjórn Akurs skipa: Bjami Péturss. á Fosshóli, Sigfús Jóns son á Einarsstöðum og Jón Jónsson í Fremstafelli. í sumar voru kornakrar hér á landi samanlagt um 500 ha. — Uppskeran var yfirleitt góð og þessi ræktun gaf sæmilegan arð. Dag skal að kveldi lofa eftir Elinborgu Lárusdóttur. Horfnar kynslóðir II. Saga frd IS. öltl. Dókaúlgdfan Norðri. Prent- verk Odds Djörnssonar h.f. — A kureyri. 1961. EINN af ínestu snillinguin ver- aldarinnar nefndi sjálfsævisögu sína Skáldskap og sannleika, og vildi hann efalaust með Jjví Iieiti gera Jiað ljóst, að innra líf mann anna heyrir sögunni til engu síð- ur en ytri atburðir liennar. I'átt vita memi reyndar um sögu ein- staklinga og Jijóða, Jió að Jieim séu kunnar ýmsar af Jjeim stað- reyndum, sem í annála eru færð- ar. Það eru persónurnar bak við atburðina, sem vér Jjuríum að kunna skil á, hugsanir Jjeirra og tilfinningar, ella getur vér aldrei gert oss rétta grein fyrir atburða- rásinni. Sá sem ekki Jjekkir að nokkru þessa innri hlið atburð- anna, skilur aldrei söguna. Fyrir honum verður hún aldrei annað en dauður bókstafur. Maður, sem segir sína eigin sögu, reynir ávallt að skýra Jjetta að nokkru. Og ef liann er góður ritliöfundur, lifum vér ekki að- eins með honum hans eigin lífi, lieldur sjáum vér einnig, hvernig hið lifanda líf samtímans speglast í sál hans, og þannig færumst vér nær atburðunum og skiljum bet- ur hin dýpri rök Jjeirra. Þetta er eins og að ganga undir hönd skyggnum manni og gerast ó- freskur með lionum. En liver tal- ar fyrir alla liina, sem komnir eru undir græna torlu án Jjcss að koma fyrir sig orði, allan hin mikla val skininna beina, sem liggur óbættur lijá garði með sína örlagasögu gleymda og grafna og ofurselda Jjögnin ni? Einn af spámönnum Gamla testamentisins talar um Jjað, að dorttinn liafi leitt sig í dal fullan af dauðra manna beinum, og skip að sér að tala í guðmóði yíir bein unum. Þá gerðist mikið krafta- verk. Þytur og skrjáf heyrðist, er beinin íærðust Iivert að öðru, sin- ar komu á Jjau, hold óx á þeim, og hörund dróst yfir Jjau, og kom í Jjau lilandi andi, svo að valur- inn reis á fætur og Jjað varð mik ill mannfjöldi. Einmitt þeta er það, sem skáld- in gera, Jjegar jjau sökkva sér nið- ur í sögu liðinna tíma. Til Jjess að klæða skinin bein sögunnar lif- anda líli, þarf innlifun og ímynd- unarafl, sem skáldum einum er geíið. Og Jiá verður sannleikur sögunnar að meiri, sem um hana er fjallað af meiri skáldlegri skyggni. Þá rísa kirkjugarðamir, og horfnar kynslóðir búa enn á meðal vor gæddar Jjví eilífa líti, sem þær eiga og þeim ber. Því að Jjær ern Jjættir af oss sjálfum og lifa enn í vitund vorri og blóði. Hin nýja skáldsaga frú Elin- borgar Lárusdóttur: Dag sltal að kvehli lofa, er önnur skáldsagan í sagnaflokki hennar: Horfnar kynslóðir, og kom fyrri lilutinn út á síðast liðnu ári og nefndist hann: Sól i hádegisstað. Vakti sú saga mikla og verðuga athygli, var í senn skemmtileg og ágæta- vel skriluð, og munu margir telja, að Jjessi sagnabálkur, sem vonandi verður haldið lengra áfram, sé eitt liið allra bezta, sem frú Elin- borg hefur skrifað. Er þá mikið sagt, því að auðgað hefur hún bókmenntir vorar af mörgum prýðisgóðum skáldsögum og rit- að ýmsar hugðnæmar bækur aðr- ar, einkum um dulræn efni. Skáldsaga þessi er reyndar beint áframhald aí liinni fyrri, og er söguþráðurinn tekinn upp á ný; Jjar sem hann féll niður, er prests dóttirin á Máná hafnar bónorði einkasonarins í Dal, en hann liveríur heim til sín, ekki erindi feginn og ber harm sinn í hljóði. En með því að hann veit, hvað hann vill, en ástamál prestsdótt- urinnar renna út í sandinn, sættir lnin sig að lokum við að giftast honum, eftir að lieiini hafði nokk uð lilekkzt á í lílinu. Er Jjó lítið um ástir til að byrja með, enda er nú tengdamóðirin orðin lítið lirif in al' ráðahagnum fyrir liönd son- ar síns. Fjallar Jjessi bók einkuni um átökin milli þessara stoltu kvenna, sem livorug vildi beygja sig, og liins vegar um það, livern- ig einkasonurinn í Dal vinnur sniám saman ástir konu sinnar með drenglund og mannkostum. Allt er Jjetta rakið af nænium skilningi. Sagan, sem styðst nokkuð við ættarsögu skáldkonunnar sjálfrar, gerist um miðja 18. öld og árin jjar á eftir. Hún er því jafnframt eins konar aldarspegill, Jjar sem rakið er eltir föngum siðir og venjur, búskaparhættir og klæða- burður, en umfram allt skyggnzt inn í hugarheim fólksins, áhyggj- ur þess, trú og vonir. Þetta eru tímar mikillar íátæktar og liörm- unga, þegar inenn gral'a u]j]j liolta rætur til að seðja hungur sitt, leggja sér jafnvel skóbætur til munns og íalla unnvörpum úr ó- feiti í hallærum Jjeim, sem yfir gengu. Ánaúð, líkamleg og and- leg, liggur eins og mara yfir land inu, hegningar eru strangar og aumingjar verða úti. Upp úr Jjcssu volæði standa Jjó einstöku menn eins og klettar úr hafinu, miss'a aldrei kjai’kinn og láta aldrei bugast og eru vegna dugnaðar síns og atorku fremur veitandi cn Jjiggjandi. Einn slíkur aðalsmaður meðal íslenzkra bænda er Hákon í Dal. Hann er gæddur öllum beztu ein- keniium liinna fornu ættarhöfð- ingja, framsýnn og vitur, en jafn- framt víkingur til verka, hjálpfús, drenglundaður og glaðlyndur. Mynd hans er ágæta vel dregin. Kona hans er höfðingi miinii og öllu þyngri á bárunni, én Jjó drengur góður iniist inni. Sonur- inn er nokkru einrænni en fað- irinn, en Jjó valmenni eins og - Hólmavaðsfundurinn (Framhald af bls. 1) 3. „Almennur bændafundur, haldinn að Hólmavaði 11. nóv. 1961, skorar á Alþingi að ti'yggja það, að vextir af lánum vegna breytinga á lausaskuld- um bænda í föst lán, njóti sömu vaxtakjara og gilda urn hliðstæð lán hjá sjávarútveginum og að Seðlabankinn sé skyldur að kaupa skuldabréfin með nafn- verði.“ Börn og kvikmyndir Orðsending frá barnaverndar- nefndinni á Akureyri. AÐ GEFNU tilefni vill Barna- verndarnefnd Akureyrar taka fram eftirfarandi: Langflestar myndir, sem kvik myndahúsin hér sýna, hafa verið skoðaðar í Reykjavík af sérstökum eftirlitsmanni kvik- mynda, sem skipaður er af ráð- herra, samkvæmt tillögu barna- verndarráðs. — Urskurð sinn stimplar eftirlitsmaður á seðil, er jafnan skal fylgja hverri mynd, og gildir úrskurðurinn hvar sem er á landinu. — Bann mynda ber að auglýsa. F.h. barnaverndarnefndar. Páll Gunnarsson. liann. Meginhluti sögunnar fjall- ar uin ástaniál hans, sem liggja undir ál'ölluni, en komast þó að lokuni heil í höfn vegna skapfestu hans og óbúgandi vilja. Sagan fellur í breiðum straumi, Jiar sem í meginmálinu er lýst lífi og búuaðarhátum 18. aldarinnar, tímabils, sem lítið heíur verið fjallað um í skáldsögum, en inn í meginmálið er olið snilldarleg- um svipniyndum, eins og t. d. liiiini ógleymanlegu siígu tállausu Tótu, sem sjálf var hýdd og síðan látin flengja barn sitt til óbóta vegna matarbita, sem hún stal til að sefa hungur Jjeirra. Þar er einnig lýst á óhugnanlegan hátt skjálfandi ótta Jjessa vesalings fólks við refsingar og harðræði annars heirns, lijátrú Jjess og hind urvitnum, sem Jjyngdi enn að niun armæðubyrði þcirra, sem gengu við vonarvöl á þessari mestu niðurlægingaröld íslenzks Jjjóðlífs. Skáldsaga frú Elinborgar er stór brotið verk, er lengi mun verða lesið af ölluni, sem láta sig varða líf og örlög Jjjóðar vorrar á liðn- um öldum. En Jjar að auki er hún heillandi skáldverk og skemmtileg aflestrar. Denjamin Kristjdnsson. ísvarnarefnið fyrir bílrúður komið aftur VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Vatnseyðir í benzín. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD MÓTORHJÓL TIL SÖLU. Upplýsingar gefur Gísli Lórenzson, Lyngholti 11 (niðri) TIL SÖLU Hoover-Jivottavél, Bón- vél, Ritvél. Uppl. í Hafnarstræti 67. (Skjaldborg) VIL SELJA: Dráttarhest, sjö vetra liryssu ótamda, kelfda kvígu og I. verðlauna hrút. Stefán Halldórsson, Hlöðum. Sími 02, Akureyri. TIL SÖLU Þriggja tonna TRILLA. Uppl. í síma 1638 milli kl. 7 og 8 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.