Dagur - 27.06.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1962, Blaðsíða 2
2 - Jxekkjan' um landið (Framhald af bls. 8) um löndum og kvikmynd var gerð eftir leiknum fyrir nokkru, sem varð mjög vinsæl. Rekkjan er hjúskaparsaga í sex atriðum og nær yfir 50 ára tímabil. Það má segja, að leik- urinn sé gamanleikur, þó mörg atriðin séu alvarlegs eðlis. — Hlutverkin eru aðeins tvö í leiknum. Þau eru að sjálfsögðu mjög erfið, og er það aðeins á valdi mjög góðra leikara að túlka þau. Leikurinn hefst á brúðkaupskvöldi ungra hjóna, og síðan er rakin sambúð þeirra í 50 ár á mjög skemmtilegan og listrænan liátt. Margt broslegt hendir í löngu lijónabandi, en jafnhliða því spaugilega er leik- urinn raunsönn mynd úr lífi þessara heiðurshjóna. Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson fara með hin erfiðu hlutverk, en Klemenz Jónsson er leikstjóri. Leiktjöld eru gerð af Guðna Bjarnasyni. Þau eru mjög skemmtileg og margbreytileg. Leikflokkurinn mun leggja af stað um 20. júní til Norður- og Austurlandsins. Ekki er að efa, að leikhús- gestir kunna vel að meta þenn- an skemmtilega leik, þar sem hgnn er líka fluttur af afbragðs leikurum. (Fréttatilkynning.) Akureynngar unnu Val 1:0 i»J^t-BÍSSSH í DÁLÍTILLI nox-ðan golu lék Valur við ÍBA hér á íþrótta- vellinum fyrsta leik sumai-sins sl. sunnudag. — Akureyringar kunnu líka að meta heimsókn- ina, því að á að gizka 2000 manns munu hafa horft á leik- inn og mxmdi það þykja í fi’á- SÖgur færandi, ef 15 þúsund manns sæktu knattspyrnuleik í Reykjavík. Valur kaus að leika undan golunni og lá verulega á Akur- eyringum mestan hluta fyrri hálfleiks að undanteknum xxokkrum upphlaupxxm, er voru hættulítil fyrii' Val. — Aftur á móti hafði Einar nóg að stax-fa, því að oft var skotið að mai'ki, þótt ekki væri um xnjög hættu- ieg mai'kskot að ræða. Akureyringum tókst að halda marki sínu hreinu, þrátt fyrir mikla sókn Valsmanna. í seinni hálfleik snerist þetta við. Þá sóttu Akureyi'ingar nær látlaust, en eina markið sem gert var í leiknum kom samt ekki fyrr en 7 mín. voru til leiksloka. Ðæmd var auka- spyi'na á Akureyringa fyrir gróft brot og leikmanni vísað úr leik. Valsmaður tók spyrn- una skammt utan við vítateig Akureyringa. En spyrnan kom i varnarmann, er spyrnti fi'am völlinn og eldsnöggt upphlaup dynur á Val, sem Kári rekur endahnútinn á, 1:0 fyi'ir Akux-- Hinir margeftirspurðu TEPPA- OG HÚSGAGNAHREINSARAR teknir upp í dag. Nýjasta aðferðin við að hreinsa TEPPI OG HÚSGÖGN. eyri. Valur setur nú nær allt sitt lið í sókn og sækir látlaust það senx eftir er leiksins, en án árangurs. í heild má segja að Valsliðið hafi spilað, en Akui'eyrarliðið sigi'að í þessum leilc. Valsmenn sýndu mun betri samleik og réðu meira yfir miðju vallax'ins, en svo rennur allt út í sandinn hjá þeim, þegar á að skjóta á mark. Onnar er þeirrg bezti maður og byggir vel upp, sem framlínan ætti að notfæra sér betur. Akureyrarliðið sýndi ekki góðan leik í þetta sixxn, enda mikið skarð, þar sem Jón Stef- ánsson vaixtar. Þótt armar Jón hafi skipað stöðu nafxxa síns og lofi góðu, mætti hanxx vera þess minnugur, að það getur enginn orðið góður múrari nema vanda sitt verk. Það sama er að segja í knattspyrnu. Fxamlínan, það er tríóið, ólmaðist á miðjunni, en gleymdi oftast útherjunum. Káx'i er sterkur gegnumbrots- maður og fljótur vel, en sam- hex'jarixir verða að treysta fleir- unx til markskota. Skúli vinxxur mjög vel og er þeirra leiknast- ur. Það er karmski ekki rétt að segja, að Steingi'ímur hafi ver- ið dauður í þessum leik, en daufur var hann. Benda mætti framkvæmda- nefndinni á það, að ekkert gerði til, þótt miðar væru seldir á fleira en einum stað uppi á klöppunum, svo að menn þui'fi ekki í langa biðröð til miða- kaupa. Essbje. Kveðið í bændaferð EINU sinni sem oftar var Ragn- ar Ásgeirsson fararstjóri bænda- hóps unx Suður-Þingeyjarsýslu. í þeirri för voru einnig max'gar húsfreyjur. Balaur bóndi á Ó- feigsstöðum kastaði fram þess- ari vísu til fararstjórans: Ekur rjóðum fljóðafans stækkar óðum hróður hans fjörgast blóð í æðum hans hann er bróðir forsetans. Ragnar Ásgeirsson svaraði fljótlega og kvað: Ætíð glaður, orðheppinn Ófeigsstaða-Baldur minn flaug hér að úr Köldukixm krossbölvaður háðfugiinn. □ - Hvert ætlar þii? (Fi'amlx. af 5. síðu!. þjóðlífi okkar er kalt og haust- legt. Þar geysa hretviðri og við erum að villast frá þessu fallega landi sem okkur var gefið til að byggja og vai'ðveita, sem á um aldur og æfi að vera vagga okk- ar og gröf, heimili og skjól. Hér eigum við að lifa — nota hin ó- nunxdu auðæfi, af heilindum, dáð og di-engskap. — En hræv- areldar nútímans hafa kastað reyk í augu okkar, og við erum að láta teyma okkur út í hruna- dans heimsmenningarixxnar. Verið er að reyna að ná okk- ur með í félagsskap, sem vax- inn er upp úr t o r t r y g g n i, gi-immd og hatri — koma á okk- ur fjötrum einræðis og ófrelsis. Efnahagsbandalag Evrópu er að koma í okkur klónum. Hvað er þá þetta bandalag? Um það vita víst fáir, og ekki ætlazt til að almenningur fái um það íxokki-a verulega vitn- eskju. (Niðurl. í næsta blaði.) Stórt fiskið jtiver í Tliorshavn FÆREYINGAR hafa nú byggt sitt fyrsta stóra frystihús, en þar eru fyrir nokkur lítil hús. Fyx'irtækið „Bacalao“ í Thoi's- havn er nú að byggja stórt hús, og pantaðar hafa verið tvær flökunarvélar af nýjustu gerð frá BAADER, en afköst þeirra vei'ða 50 tonn á dag. — (Er- hvex-vsnyt, 18. apríl 1962.) □ - Frá kjördæmisþing- inu á Laugum Franxhald af bls. 8. 12) Kjördæmisþingið beinir því til þingmanna Framsóknar- flokksins í kjördæminu, að fá því til leiðar komið, að teknir verði til raunhæfrar athugunar möguleikar á því, að fleiri op- inberar stofnanir en nú eru, verði staðsettar í kjördæminu. 13) Kjördæmisþingið bendir á, að íbúafjölgun í kjördæminu hefur á mxdanförniun áratug verið ínun minni hlutfallslega en íbúafjölgim landsins í heild. Telur þingið að viiuia beri að því af alefli að stöðva fólks- strauminn til Faxaflóa, sem hinni hlutfallslegu fólksfækkun veldur. Apaskinns-jakkar No. 2-12, 3 litir. Flauelskápur á 1—2 ára. Verð kr. 175.00. Flauelsgammasíur fóðxaðar. Verð kr. 150.00. VERZL. ÁSBYRGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.