Dagur - 27.06.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 27.06.1962, Blaðsíða 5
4 5 Dagxjm Síldveiðarnar STÖÐVUN síldveiðiílotans í vor, og það tjón, er af henni leiddi, verður naumast í tölum talið. Stöðvunin stafaði af þeirri kröfu útgerðarnianna að breyta hluta- skiptingu aflans. Byggðu þeir kröfur sín- ar á því, að undanfarin ár hefðu þeir kostað stórmiklum fjármunum til kaupa á síldarleitartœkjum, kraftblökkum og fleiru, sem sanngjarnt væri að útgerðin nyti í ríkari mæli en fengist með óbreyttu skiptafyrirkomulagi. Að þessu vildu síld- arsjómenn ekki ganga og töldu réttlátt, að meiri veiðitækni, og þá væntanlega meiri afli, kæmi bæði útgerðarmönnum og sjómönnum til góða samkvæmt sömu reglu og áður gilti. Hér var því ekki um verkfall sjó- manna að ræða, naumast heldur verk- bann útgerðarmanna, heldur einna helzt beina fjárþvingun, því að útgerðarmenn treystu samheldni sína með því að láta skipaeigendur skrifa upp á nokkur hundruð þúsund króna víxla, sem trygg- ingu fyrir því, að ekki yrði „undan svik- ist“ og samið við sjómennina. Fjárkúgun mun ekki leyfileg, samkvæmt íslenzkum lögum og gæti þessi aðíerð útgerðar- manna fallið undir mjög vafasamt ákvæði stjórnarskrárinnar. Á meðan setið var við sanmingaborð- ið, fengu Norðmenn svo mikla veiði á síldarmiðunum norðan við Iand, að þeir töldu uppgripaafla og hvert síldarflutn- ingaskipið af öðru sigldi fullhlaðið lieiin til Noregs af íslandsmiðum. Á sunnudaginn gerðist það svo í mál- inu, að sjávarútvegsmálaráðherra gaf út bráðabirgðalög, sem segja fyrir um það, að ekki megi liindra sjómenn í því að láta skrá sig á skipin upp á væntanlega samninga, en að gerðardómur fjalli um málið, ef samningar takist ekki fyrir 10. júlí. Bráðabirgðalögin voru nauðsynleg fyrir hálfum mánuði og hefðu líka verið æskileg viku fyrr en þau voru út gefin. En nú voru þau gefin út á síðustu stundu, ef svo mætti segja, því að samtök útgerð- armanna voru að gliðna. Svo var ástatt, að útgerðarmenn höfðu látið undir liöf- uð Ieggjast að segja sanmingunum upp á 13 af 37 síldarútgerðarstöðvum. Gekk félagsdómur í máli þessu á Norðfirði og féll hann á þá Ieið, að gömlu samning- arnir væru í gildi til næsta árs. Nokkuð niargir síldarbátar voru komnir á mið- in og sýnilegt ,að útgerðarmenn hefðu ekki, þrátt fyrir 300 þús. króna víxilinn, getað stöðvað síldveiðiflotann til Iengd- ar. Bráðabirgðalögin komu í veg fyrir það, að LÍU springi algerlega á málinu, og þau komu einnig í veg fyrir lengri stöðvun flotans og var það nauðsyn. En nú lítur helzt út fyrir, að nýju bráða- birgðalögin, og þá væntanlegir samning- ar líka, nái aðeins til þeirra staða á land- inu, þar sem uppsögn samninganna fór fram, en á öðrum stöðum gildi sömu kjör og í fyrra. En um þriðji hluti flotans fellur undir eldri samninga og getur þá svo farið, að síldarsjómenn búi við tvenns konar samninga í sumar, eftir því hvaðan bátar þeirra eru. — Hin nýju bráðabirgðalög virðast fremur gerð til að bjarga LÍU en síldarvertíðinni, en um það má þó segja, að betra er seint en aldrei, hver svo sem megintilgangur þeirra er. □ Konráð Yilhjálmsson NOKKUR KVEÐJUORÐ KONRÁÐ VILHJÁLMSSON, fræðimaður á Akureyri, andað- ist að heimili sínu, Hamarstíg 33, hinn 20. þ.m. Hann var jarð- sunginn að viðstöddu fjölmenni sl. mánudag. Konráð var fæddur á Sílalæk í Aðaldal 23. júlí 1885 og var því tæpra 77 ára gamall, er hann lézt. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Jónasson, bóndi á Hafralæk í Aðaldal, og kona hans, Kristín Jakobína Kristj- ánsdóttir Sveinssonar. Hann varð gagnfræðingur frá Akur- eyri 1904 og aflaði sér fáum ár- um síðar þeirrar kennaramennt- unar, sem þá stóð til boða í höfuðstaðnum. Konráð Vilhjálmsson lagði stund á marga hluti um dagana, en eftir því sem æviárunum fjölgaði, hneigðist hugur hans að fræðiiðkunum, ritmennsku ýmiss konar og skáldskap. Meðan Konráð var ungur, var hann um skeið verzlunarmaður á Sauðárkróki, kennari í Rvík og í fæðingarsveit sinni, síðan í mörg ár við Iðnskóla Akureyr- og og Gagnfræðaskóla Akureyr- ar — eða til ársins 1938. Smá- verzlun rak hann á Akureyri, um skeið, smábúskap stundaði hann einnig á Akureyri um langt skeið, og að sjálfsögðu var hann kjörinn í ráð og nefndir, svo sem títt er um vel gerða menn, en ungmennafélögin og störf í þeirra þágu voru honum sérstaklega hugleikin alla tíð. Konráð var bóndi á Hafralæk frá 1910—1930, flutti þá til Ak- ureyrar og átti þar heima til dauðadags. Ekkja Konráðs er Þórhalla Jónsdóttir frá Brekknakoti í Reykjahverfi og áttu þau gull- brúðkaup fyrir röskum tveim árum. Börn Konráðs og Þórhöllu, sem á lífi eru, eru: Kristín, gift Aðalsteini Tryggvasyni, verk- stjóra á Gefjun, Steinunn, gift Friðþjófi Gunnlaugssyni, skip- stjóra, og Gísli, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., kvæntur Sólveigu Ax- elsdóttur, og eru þau öll búsett á Akureyri og hinir mætustu borgarar. Árið 1937 gaf Konráð út ljóðabók sína Strengjatök. — Hann var líka einn af höfund- um Stuðlamála, 3. b., er út kom á Akureyri 1932 og vann veiga- mestan þáttinn 5. bindis Sýslu- mannáæva, sem út kom um svipað leyti. Þá þýddi hann margar ágætar bækur, m.a. fyr- ir Norðra. Eins og fyrr getur hneigðist hugur Konráðs Vilhjálmssonar því meir að ættfræði og fræði- mennsku yfirleitt, sem æviár hans urðu fleiri. Á síðari árum tók hann sér fyrir hendur að leysa erfitt verkefni og tókst það á 15 ár- um. Það var ritun Þingeyinga- skrár, þar sem getið er allra þeirra karla og kvenna, sem bú- settir voru í Suður-Þingeyjar- sýslu árið 1800 og þeirra, sem fæddust á 19. öldinni í sýslunni eða fluttust þangað. Getið er foreldra, dvalarstaða og fleira fram tekið til ómetanlegs fróð- leiks og skemmtunar. Hér munu liggja fyrir upplýsingar um meira en 15000 manns. Þetta einstæða ritverk, sem allt er í handriti, gaf höfundur- inn og kona hans svo fæðingar- sýslu sinni fyrir skömmu, og mun það réttilega talinn dýr- gripur hinn mesti og ekki vitað um slíka skrá yfir aðrar sýslur landsins eða landshluta. Konráð Vilhjálmsson var fríð- ur maður sýnum, sviphreinn, djarímannlegur og höfðingleg- ur. Ritfær var hann og mál- snjall og talaði hversdagslega svo þróttmikið og fagurt mál, að til þess var tekið. Stökur og spakmæli lágu hinum gáfaða manni létt á tungu, enda hag- mælska í blóð borin, ef svo má að orði komast og forn fræði hugðarefni hans. Mörg hin síðari ár lá leið Konráðs dag hvern á Amtsbóka- safnið á Akureyri, kom hann þá stundum við á skrifstofu Dags og voru það hinar ágæt- ustu heimsóknir, og stundum, já, raunar nokkuð oft, kom hann færandi hendi, svo sem lesend- ur blaðsins vita. Um leið og blaðið þakkar Kon- ráði Vilhjálmssyni, fræðimanni, margvíslega aðstoð og fjölda góðra greina, þakka ég persónu- lega vináttu hans og hollráðin hans mörgu, sem aldrei brugð- ust — og kveð hann með dýpstu virðingu og innilegri þökk. E. D. DÝRIR FLUTNINGAR VERZLUN ARM AÐUR hefur tjáð blaðinu, að frá því fyrstu dagana í maí í vor liggi í Rvík 250 tonn af fóðurvörum, hveiti og fleiri sekkjavörum, auk fjöl- margra annarra vara, sem KEA á og kom þangað með skipum Eimskipafélagsins. Þessar vörur eru sagðar vænt- anlegar næstu daga, eða eftir um það bil 7 vikna bið í Rvík. Til þess að bæta úr brýnustu þörfum hefur orðið að flytja af þessum vörum norður á bif- reiðum, sem er mjög óhagstætt. Hvert œtl ar du: > Ég hef verið að velta því fyrir mér að undanförnu, hvert við íslendingar værum að fara og hver lífssaga okkar, sem þjóð- ar, verður, ef við höldum áfram á þeirri braut, er við höfum gengið nú um tíma. í þessu sambandi skjóta margar spurn- ingar upp kollinUm í huga mér. Höfum við verið batnandi menn á menningarbraut? Höf- um við verið trúir landi okkar, tungu og frelsi? Höfum við gert allt til að styrkja sjálfstæði okk- ar, — eða „gengið til góðs, göt- una fram eftir veg“. — Eða er það kannske svo, að útsog hinna ægilegu sjóa, atoms, yfirdrottn- unar og efnishyggju stríðsgráð- ugra stórvelda, sé að soga okkur út á hið villta haf, þar sem ræn- ingjar hafa rifið burt vitana og vegvísana, til að geta hirt okkur og selt í þrældóm. Alltaf er talað hátt um frið á jörð og hið glæsta líf, sem mennirnir gætu lifað, ef þeirri tækniþróun, sem orðið hefur á síðustu árum, væri beitt til efl- ingar friði og kærleik í heimin- um, — en jafnhliða því við- gengst það, að stórveldi merg- sjúga og svelta menningar- snauðar þjóðir, sem byggja hin beztu lönd, ná undir sig auð- lindum þeirra til að geta fram- leitt djöfullegustu vítisvélar mannkynssögunnar. — Höfuð- paurar helræningjanna kalla saman ráðamenn hinna svo köll- uðu frjálsu þjóða, til að semja um frið á jörðinni — vopnaðan frið. En meðan setið er að samn- ingum um frið — um líf mitt og þitt, eru atomsprengjurnar að springa í háloftunum, en þjóðir heimsins skjálfa af ótta. Þegar síðustu heimsstyrjöld lauk, með öllum þeim þjáning- um og böli, er hún hafði í för með sér, lifnaði vonarneisti um varanlegan frið með samtökum hinna Sameinuðu þjóða. Margir efuðust þó um mátt slíkra sam- taka, munandi afdrif Þjóða- bandalagsins, sem á sínum tíma var álitið fært um að varðveita friðinn, en leið undir lok fyrir yfirgang og drottnunargirni stórvelda og valdamanna þeirra. Enda kom það í Ijós, að mestu stórveldi heimsins vildu ekki setjast að samningsborði sam- einaðra þjóða, þar sem semja skyldi um frið og bræðralag í hrjáðum heimi, nema að sýna mátt sinn og yfirburði gagnvart smærri þjóðum. — Stóri bróðir vildi ekki sátt og samlyndi nema með neitunarvaldi. Fleyg valds, hörku og grimmdar var komið inn í samtökin. Hernaðarbandalög voru stofn- uð, og vígbúnaði innan þeirra haldið áfram — til verndar friði er okkur sagt. Óttinn við atóm- vopnin átti að vera friðargjafi þjáðra þjóða. Villimennska und- irstaða menningarinnar. — Hliðarráðstafanir sameinaðra þjóða urðu nýjar vítisvélar. Þegar við íslendingar öðluð- umst það langþráða takmark að verða frjáls og fullvalda þjóð, ríkti mikill fögnuður í landi okkar. Langri baráttu var lok- ið og sigur unninn án blóðs og haturs. Við áttum engan hlut að styrjöld og manndrápum — en þráðum frelsi og frið —að mega nýta land okkar án íhlutunar annarra. En slíkt framferði gat ekki gengið. Sem sjálfstæð þjóð var ekki talið að þannig gætum við verið hlutgeng á skákborði hinna „frjálsu þjóða“, og agent- ar hernaðarbandalags lokkuðu valdamenn okkar til að sam- þykkja inngöngu íslands í At- lantshafsbandalag. Okkur var sagt að vegna legu lands okkar og yfirvofandi stríðshættu þyrftum við að ganga í hernað- arbandalag, og útlendan her í landið til vernadar okkur, svo við fáráðir og vopnlausir féllum ekki í hendur ræningjum og á þessum vísdómi er svo klyfað æ síðan. Ráðamenn þjóðarinnar hafa notað þessa ástæðu sem hunang í rökum síiium fyrir þýðingarlausri dvöl erlends herliðs í landinu, þó þeir hafi alltaf vitað fullvel að hin raun- verulega ástæða með herset- unni, var að ná hér hernaðar- legri aðstöðu, auk þess að ís- land er lítt numið land með ó- notaðar auðlindir og dýrmæt fiskimið, sem hinir stóru herr- ar hafa lengi litið hýru auga. Og þær fáu óánægjuraddir, sem heyrzt hafa meðal landsmanna með setu hersins í landinu, hafa verið þaggaðar niður með ölm- usugjöfum og háværu máli um þá ómetanlegu vernd, sem her- inn væri fyrir landslýðinn. Hvað gerðu þá verndarar okk- ar þegar ein bandalagsþjóð okk- ar réðst gegn okkur með vopn- um, þegar við vildum eiga rétt til fiskimiða okkar — og hög- uðu sér þar eins og óváldir sjó- ræningjar. — Þá lét varnarher- inn afskiptalaust, að brezkir sjó- ræningjar fremdu hér mannrán og gerðu ítrekaðar tilraunir til að sigla niður veiði og varðskip okkar, höfðu í frammi svívirði- legt ofbeldi. — Hér var herveldi gegn vopnlausri smáþjóð — bandamenn í hernaðarbanda- lagi — þar sem svo er mælt fyr- ir, áð engin bandalagsþjóð megi ráðast gegn annarri. Hér var stóri bróðir að níðast á þeim litla. — Hér sást það bezt hvert gagn íslendingar hafa af hern- aðarbandalagi og hcrsetu. Allar þjóðir nema Bretar virtu land- helgi okkar — en ráðamenn okkar tvístigu og þorðu ekkert gegn ræningjunum, en pukruð- ust loks til að semja við þjófana um að vera svo vinsamlegir að hætta að stela, gegn fríðindum í landhelginni, í stað þess að krefjast þess af Atlantshafs- bandalaginu að Bretar yrðu reknir heim með her sinn sam- kvæmt stofnskrá bandalagsins. Lágkúruskapur og þjónkun rík- isvaldsins í þessu máli mun lengi í minni, og grátbroslegt er það, þegar ríkisstjórnin er að hæla sér af landhelgissamning- um, eins og þar væri um þrek- virki að ræða, þar sem líkur eru til að hann eigi eftir að verða þjóðinni til óbætanlegs tjóns í framtíðinni til frekari útfærslu landhelginnar — og einnig að því er lýtur að öðrum málum er við þurfum að sækja viðkomandi frelsi og framtíð. En herinn situr enn í landinu og teygir angana — hve víða veit víst enginn — en nær meira og meira valdi á stjórnar- völdum landsins — eins og sést bezt á því er utanríkismálaráð- herrann lét hafa sig til að veita Keflavíkurherrunum leyfi til að setja upp sjónvarp, sem á að ná til helmings þjóðarinnar. Þar með er þeim háu herrum falið að nokkru leyti uppeldi og skoð anamótun allmikils hluta þeirr- ar æsku, sem á að erfa og nytja þetta land. — Enn einu sinni sýndu valdsmenn á íslandi þjónslundina við erlent vald. — Útlendingadekrið er að verða þjóðhættulegt. — Erlenda menn þarf að fá til íhlutunar og ráð- legginga í efnahagsmálum, at- vinnumálum og bankamálum o. fl. o. fl. svo segja má, að í raun og veru sé búið að afhenda er- lendum, svokölluðum sérfræð- ingurn, stjórn allra okkar meiri mála, og á ógæfuhliðina sígur svo æ meir, sem auðvitað er. Ef við getum ekki sjálfir stjórnað málum okkar sem sjálfstæð og fullvalda þjóð, hvernig er þá hægt að hugsa sér að erlendir menn, sem ekkert þekkja land og þjóð, geti það fremur, og hvar er þá okkar fullveldi og sjálfstæði? Eigum við ekki fjölda sérmenntaðra manna í hagfræði, lögfræði og reikni- kunnáttu? Eru ekki í ríkisstjórn inni menn með sérþekkingu á þessum sviðum? Er kunnátta þeirra og annarra sérmenntaðra manna á íslandi í molum, fyrst sækja þarf menn til annarra landa til íhlutunar í þjóðarbú- skap okkar? — Við, þessir fá- vísu, skiljum ekki þessa ráðstöf- un, en við vitum, að ef útlendur maður með hvítt um hálsinn sést á íslenzkri grund, er heill herskari valda- og embættis- manna kominn í kring um hann með bukti og beygingum. Boðið er til veizlu á ríkisins kostnað — ræður eru fluttar gestinum til heiðurs, sem brosa að bruðli og brauki hins bláfá- tæka íslendings. Erlendir menn eru fengnir til að stjórna sinfóníuhljómsveit- inni og einleikarar til skrauts, — leikarar fyrir Þjóðleikhúsið — ballettflokkar — jafnvel sjón hverfingamenn og dægurlaga- söngvara þarf að fá. — Síðan er svo litla krónan okkar felld tvis- var á ári samkvæmt útreikningi erlendra sérfræðinga, vegna þess að bannsettir verkamenn- irnir og bændurnir vildu fá að lifa af meiru en molunum frá þeim ríku. -— En suður í Kefla- GAMAN OG ALVARA VIÐ HÖFÐAVATN Við ósinn á Höfðavatni stóðu um daginn milli 10 og 20 manns, veiddu silung af kappi og þótti víst engum mikið vestur þar. — Silungstorfurnar voru svo þétt- ar að margur fiskurinn krækt- ist. Menn borga fyrir veiðileyfið við ósinn, en landslög eru, að því er sagt er, tæpast á sama máli um veiðar við álíka ósa og verður ef til vill tekið fyrir veið- ina á þessum stað. Sumir fengu góða veiði þarna, víst er um það, aðrir lítið eða ekkert. Þangað komu menn á vörubíl með marga kassa undir silunginn. Þeir ætluðu að veiða mikið, en fengu lítið. Frá Ak- ureyri komu menn á jeppa og með jeppaken-u, en fengu að- eins þrjá litla silunga. En sólin skín þar vestra, bár- an hjalar við sand, þar er vítt til veggja og fagurt um að litast. Allt er þetta meira virði en sil- ungur. Líklegt má telja, að gera mætti Höfðavatn að mikilli laxa- stöð. í það rennur lítil á og nokkrir lækir. Þegar hásjávað er, streymir saltur sjór inn í vatnið og færir með sér margs konar líf, sem auka má með því að stækka ósinn eða búa til ann- an ós, og einnig með því að bæta í vatnið áburðar- og gróð- urefnum öðrum. Skilyrði munu vera fyrir hendi að koma upp bæði klakstöð og eldisstöð fyrir laxfiska við Höfðavatn, og gera vík er þjálfaður her, sem heldur verndarhendi yfir hinni fávísu, íslenzku þjóð, og þó að þeir fáu herrar, sem þar dvelja, séu svolítið orðaðir við kvennafár og fyllirí, þá er það ekkert; þetta eru þó verndarar okkar með mamilegar langanir. Nei, við skulum ekkert segja — her- setan er „þjóðarnauðsyn“, segja forráðamenn okkar, jafnvel þó ofurlítið smygl fylgi í kaupbæti — og það, sem ekki má, eiturlyf. En þá fyrst er háska- leg herseta á íslandi, ef satt er að þaðan komi eiturlyf, sem æskufólk okkar færi að nota. Kannski er það bara skröksaga. Vonandi væri það. Nýlega birti Morgunblaðið — helsta málgagn ríkisstjórnar- innar — klausu um stúlkuaum- ingja, sem tekin var með eit.ur- lyf í fórum sínum, illa farin af notkun þess. Ekki var getið um hvaðan þessi lúxusvara væri fengin, enda var ekki um langt mál að ræða. Sagt er mér, að hið nýmóðins fjárhættuspil, Bingó, sé komið frá hermönnunum. Líklega er það ein þeirra dægradvala, sem aumingja hermennirnir hafa til að róa taugarnar í þeim sáru leiðindum, sem þeir kveljast af þarna á þessari eyðimörk, sem þeir byggja — eins og utanrík- isráðherra lýsti svo átakanlega í útvarpsumræðum um sjón- varpið. Nú er þetta Bingó orðið að fínni fjáröflunarleið, sem fyrir- tæki og blöð landsins hafa sér til framdráttar. Bingó er aug- lýst ósleitilega í útvárpi og blöð- um og unglingar og fullorðnir lokkaðir til að láta af hendi skot silfur sitt í von um stóra vinn- inga. Hver verður ríkur af þessu spili veit ég ekki, en þetta er fínt, og þá er allt fengið. Það er að koma vor á íslandi. Lóan er komin og snjóinn er að leysa og yndislegt land með hækkandi sól og gróandi grös blasir við sjónum okkar. En í (Framhald á bls. 2) þetta fallega og mikla vatn að paradís laxveiðimanna, eða reka laxfiskaeldi eins og hvern ann- an búskap. Möguleikarnir eru miklir við þetta sérstæða vatn, og er gaman að hugleiða þá, þótt bændur, sem land eiga að vatninu og munu vera 5 eða 6, hafi eflaust þegar gert það í ljósi þeirrár þekkingar, sem fyrir liggur í þessu efni. □ ÞEIM BER AÐ ÞAKKA Fokdreifum hafa borizt þakk- arbréf fyrir ábendingar Dags um nokkur mál, svo sem um barnaleikvelli, viss atriði er varða heilbrigðismál og eitt og annað smávegis. Þessi bréf verða ekki birt, þar sem engin ástæða er til þess. Öðrum ber að þakka það, sem vel kann að hafa verið gert í þeim efnurn, sem nefnd bréf tilgreina. Þakk- látum kveðjum er hérmeð kom- ið áleiðis til réttra aðila. □ BÖRÐUST MEÐ VOPNUM í vetur urðu nokkrar umræð- ur um ósæmilega dansleiki í fé- lagsheimilum. — Sveitamaður einn, gáfaður og ritfær, svaraði. þessu lítillega í blaðagrein og nefndi dæmi um prúðmannlega innansveitarsamkomu. En prent- svertan var tæplega þornuð á grein þessari, þegar sveitamað- ur slasaði annan sveitamann á þessum sama stað, svo að mán- „Enn tá að safna fyrsfu milljóninni/' segir Vestur-ísleiidinguriim Ásmundur Árna- son frá Kristnesi í Eyjafirði Á MÁNUDAGINN átti snarleg- ur eldri maður erindi inn á skrifstofur Dags. Því miður fór hann erindisleysu fyrir sjálfan sig, en koma hans var þvi betri, því að blaðið greip tækifærið og lagði nokkrar spurningar fyrir gestinn. Hér var kominn Eyfirð- ingurinn Ásmundur Árnason, i.iddur í Kristncsi 1892, en bú- inn að dveljast vestan hafs í 50 ár og stunda búskap. Ásmundur er bróðir Maríu, ekkju Jóns Guðlaugssonar, sparisj óðsstj óra á Akureyri. Hann missti móður sína mánaðargamall, en ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Einari og Ingibjörgu í Skjald- arvík, er þar bjuggu og var einnig á Sólborgarhóli og í Glerárþorpi hjó föður sínum og gekk í skóla hjá Tómasi barna- kennara í Syðra-Krossanesi. — Síðan var hann um skeið hjá Halldóri á Sigtúnum Benja- mínssyni og einnig hjá Davíð á Kroppi. Hann var einn af þeim, sem vann við byggingu síldar- verksmiðjunnar á Dagverðar- eyri, sem Hansen stjórnaði og eldri rnenn minnast. En hvers vegna fórstu vestur? Það var svo lítið um að vera hérna og lítið um atvinnu, enn- fremur átti ég skyldfólk fyrir vestan, sem hvatti mig að koma þangað. Svo lögðum við 13 ungir menn af stað hinn 13. maí 1913. Og svo einkennilega vildi til, að aða veikindi hlutust af. Það var á innansveitarsamkomu. Nýlega börðust bændur tveir á tröppum danshúss á Norður- landi. Hafði annar heykvísl að vopni, en hinn stungugaffal, hvöss vopn, sérstaklega hey- kvíslin, sem sem hiklaust gekk í gegnum „húddið“ á næsta bíl, og átti síðan að ganga á hol ná- grannans. Svo heppilega vildi til, að alvörulagið geigaði og féll sá við, er eftir fylgdi. Var hann þá fjarlægður. Þetta gerist á vorum dögum, dögum velmeg- unar og framfara, á dögum langrar skólagöngu almennings og aukinnar löggæzlu. Þessi tvö dæmi sýna, að menntun og menningu er sorg- lega áfátt, þrátt fyrir miklu meiri þekkingu fólks á flestum sviðum en áður var, enda er sönn menntun og þekking sitt- hvað. □ NÝ STEFNA Margir einstaklingar á Akur- eyri, stundum tveir í félagi, hafa þegar komið sér upp smá-við- gerðarverkstæðum í skúrum eða öðru ódýru húsnæði. Annast þessir menn viðgerðir bifreiða, bifhjóla o. fl. Er þetta hin at- hyglisverðasta þróun og stríðir algerlega gegn því áliti erlendra ráðunauta, sem telja mikinn vélakost, mjög rúmt húsnæði og sérhæfða iðnaðarmenn skil- yrði fyrir bættri þjónustu í þessum efnum. □ hingað til lands komum við nú í þessa heimsókn 13. júní sl. — Þrettán er mín happatala, eins og sést á öllu þessu. Kannski fór ég líka vestur af því ég hef allt frá fæðingu ver- ið einfaldur. Ég fæddist nefni- lega tvöfaldur, og svo varð ég auðvitað einfaldur þegar ég rétti úr mér! Hvar námuð þið land? Fcrðinni var heitið til Winni- peg og þangað komum við 13. júní. Faðir minn kom svo mán- uði síðar. Ég fékk fljótlega vinnu í borginni, en 1914 þegar stríðið braust út, varð allt vit- laust og þá fór ég út á land og vann á ýmsum stöðum til 1918, að ég keypti sjálfur jörð og hef búið þar síðan. Og hefur búnazt vel? Ég er ennþá að safna fyrstu milljóninni, en ég hef ekki ver- ið sveitarfélagi mínu mikil byrði ennþá, held ég. Jörðin er kölluð Prestssetrið og var hún heimilisréttarland séra Rögn- valdar Péturssonar og liggur í Kristneshéraði í Vatnabyggðun- um. Stundaðir þú kvikfjárrækt eða kornrækt? Fyrst, og reyndar lengi vel, höfðum við bæði nautgriparækt og sauðfé, og svo hveitirækt. — Árið 1947 skipti ég um og seldi ég þá nautgripina, en stundaði kornræktina áfram. En ég flutti mig í þéttbýlið, þegar börnin þurftu í framhaldsskóla, því að ég treysti mér betur en vanda- lausum að hafa auga með þeim. En svo hagar til, að þetta er að- eins 12 mílur frá búgarðinum, og þangað ek ég kvölds og morgna. Nú leigi ég af landinu. Annars er það 640 ekrur alls, mest akurlönd, en einnig skóg- ur og slægjulönd. Eru miklir hitar í ár? Ekki var það, að undanskild- um 2 dögum eða svo. En í fyrra komu miklir hitar, yfir 40 stig á Celcíus í forsælu. Ég man, að við feðgar ætluðum þá að gera við þreskivél, en járnið var svo heitt að ekki var hægt að snerta á því, þar sem sólin skein á það. Við lögðum þá alla vinnu á hill- una, enda óvinnandi, og fórum niður að Fiskivatni í lítið sum- arhús, sem við eigum þar og busluðum í vatninu. Hvenær sáið þið hveitinu? Oftast svona um 10. maí, en þá erum við áður búnir að eyða illgresinu úr ökrum. Uppskeran hefst svo um mánaðamótin ág- úst—september. Ríkið ábyrgist verðið? Já, það gefur áætlunarverð fyrir hvert bússell og stundum fær maður uppbót, eða eykur verð kornsins með því að geyma það. Birgðir af hveiti, sem voru mjög miklar, minnkuðu í fyrra vegna lélegrar uppskeru og mikillar sölu, t.d. til Kína, svo að nú er útlit fyrir að hveiti ætli að seljast. Mikiíl skuldabúskapur hjá bændum? Það er mjög mismunandi. — Margir hafa farið fremur ógæti- lega að í fjármálunum — stofn- að djarflega til skuldanna og þá orðið að láta uppskeruna af hendi um leið og þreskingu er lokið á sumrin og þá fyrir lágt verð. Hvað þetta snertir hef ég frá fyrstu tíð haft annan hátt á og' ekki orðið fyrir skakkaföll- um af þessu tagi. Verðlagið þar hefur breytzt eins og hér, allt hækkað í verði, þótt ekki sé það í eins stórum stíl og hér á landi. Ég hef verið eindreginn sam- vinnumaður frá fyrstu tíð og nágrannar mínir sumir, sem ekki hafa óskað að styðja þá stefnu, eiga heldur ekki gildan stofnsjóð. Og margir sjá það raunar og viðurkenna, þegar ár- in líða, hve mikill munur það er að fasteignir og fyrirtæki sam- vinnufélaga verða ekki í burtu flutt og fjármagnið þjónar fólk- inu áfram á þeim stað, sem til var stofnað. Það er auðvitað ótal margt, sem hefur áhrif á efnahag bænd- anna — ekki síður þar en hér á landi. En til lengdar er það ekki heppnin, heldur forsjálni og dugnaður, sem úrslitum ræður með afkomuna, og svo kunnátta í þeirri grein búskapar, sem stunduð er. Nefna má í þessu sambandi löst, sem ýmsum. er fjötur um fót vestra, en það er drykkj uskapur. Vínið er dýrt, enda drjúg tekjulind hins opin- bera, en það leikur ýmsa ein- staklinga grátt, bæði grefur það undan efnahag þeirra og veikir siðferðilegan styrk manna. Og þótt nauðsynlegt sé að keppa að efnalegu sjálfstæði, er hitt þó enn meira virði og gefur lífinu meira gildi — að byggja líf sitt og starf og sambúð við sam- ferðafólkið á traustum siðferðis- grundvelli, svo sem hver og einn er maður til. Er konan þín íslenzk? Ég held það nú, og hún er einnig ættuð úr Eyjafirði og heitir Elenora Aðalbjörg Frið- riksdóttir, Abrahamssonar, en fædd vestra. Hún kom með mér og finnst ennþá fegurra hér en nokkurn tíma mér, og kunn- ingjarnir segja, að hún hafi ekki neinn crlendan hreim í málfar- farinu eins og ég. Já, ég kunni ekki við það lengur að eiga ó- siglda konu, segir Ásmundur. Finnst þér verr eða betur búið hér? Landbúnaðinum hérna er ég ekki orðinn nógu kunnugur, til að geta sagt um það. En hér á Akureyri og í Reykjavík er glöggt, að fólk býr við meiri lúxus í húsum og húsbúnaði en í hliðstæðum bæjum vestra. Og ég held, að menn berist hér (Framhald á bls. 71

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.