Dagur - 27.06.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 27.06.1962, Blaðsíða 1
1- .’•! W, !-'ra\ísóknar'm,\\na |R'T>t,|ókí; Krungur Davíosnun SKWtFMO! R, í 1 i \| NARSTU.I.Í! 90 S r\i i i 1 (56 . Sktn i n i: u og pr e\f u n ANNAST 1‘nr.N l VERK ( 0)1» l;.)()KN.'S,)N \k !!.! . AkURRVRS --------------------------------------9 XLV. árg. — Akureyri, miðvikudagur 27. júní 1962 — 36. tbl. \!-C.;.\ si \;. Vs! |,')!<!: j 1SaM- ÚEJ-SSON . RINN KOSJ Aií Klí. -lOO.OO . CfAiiUDAGr TK ! jói.i Bi.ADIS Kr\í’TK : A Si’WVIKUDÖGn ' r\i {)(; a !..\i c, y,uio..r\! 1’WiAK ÁSR.TDA 1‘VKiK T». .............................. . .... Bændur ferðast um landi BÆNDAFERÐIR eru nú tíðar orðnar. Takast margar þeirra mjög vel, og sennilega allar, þegar veður er gott. Enn eru þeir margir ,sem í sveitum búa og ekki hafa gert tíðreist um landið. Fyrir þá eru bænda- ferðirnar hinar fróðlegustu, þar Sjö skip frá Akureyri veiða síld í sumar AÐ þessu sinni munu 7 skip frá Akureyri stunda síldveiðar við Norðurland. Þau eru þessi: Snæfell, Sigurður Bjarnason, Súlan, Ólafur Magnússon, Akra- borg, Gylfi II og Hrefna. Garðar og Gylfi eiga heimili á Rauðu- vík, þótt þeir séu venjulega taldir til Akureyrarbáta með öðrum bátum Valtýs Þorsteins- sonar. Fyrr á árum voru mörg síld- arskip gerð út frá Akureyri, ef til vill fimm sinnum fleiri en nú, og átti sú útgerð góðan hlut að uppbyggingu þessa bæjar. □ sem jafnan er kunnugur leið- beinandi með í för. Síðasti bændahópurinn, sem hér fór um, var skagfirzkur, og í honum 118 menn úr öllum hreppum sýslunnar nema Fells- hreppi í Fljótum. í þessum hópi voru konur að tveim fimmtu hlutum. Fararstjóri er Ragnar Ásgeirsson. Skagfirðingarnir þágu hádeg- isverðai-boð KEA á Akureyri á mánudaginn. — Þar ávörpuðu Jakob Frímannsson og Brynj- ólfur Sveinsson gestina ,en Jón Jónsson á Hofi þakkaði. En Jón á Hofi og Björn í Bæ annast far- arstjórnina ásamt Ragnari, sem kvaddi sér hljóðs, áður en stað- ið var upp frá borðum, lýsti ferðaáætlun og hvatti fólk til stundvísi,sem hann kvað mest á skorta í slíkum ferðum. Skagfirðingarnir ætla til Hornafjarðar og Suðursveitar og hafa áætlaða 8 daga ferð. í dag munu þeir koma í Hall- ormsstað, Skriðuklaustur og Fljótsdal. Á morgun verða þeir í Austur-Skaftafellssýslu. □ í Ein af mörgum flugvélum Flugfélags íslands, sem nýlega minntist merkra tímamóta. Sílderganga á vestan spáir mjög góðu Jakob Jakobsson fiskifræðingur segir ÆGIR er staddur út af Sporða- grunni í suðvestan kalda, sem fer vaxandi. — Síldarbátarnir þyrpast á miðin og bætist við á hverjum klukkutíma, sem líður. Þegar bátarnir komu hér í gær- kveldi, dreifðu þeir sér skipu- lega um Strandagrunn og síld veiddist þá þegar á Stranda- grunnshorni. Fanney auk Ægis. Pétur kemur í kvöld, en vegna vélarbilunar hjá Fanney seinkar henni. Jo- han Hjort var að leita á Þistil- fjarðardýpi og á Þistilfjarðar- grunni. Þar var síldin á stóru svæði, en torfur smáar. □ Söltun hefst á Sisílufirði einbvern næstu dasa Siglufirði, 26. júní. Tuttugu og ein síldarsöltunarstöð er tilbúin að taka á móti síldinni, ennfrem- ur allar síldarverksmiðjurnar. Fyrstu síldina kom HelgiHelga- son með, 11—1200 tunnur, Anna er að koma með 350 tunnur, Farsæll með 120, Guðmundur Þórðarson með 650 og eitthvert skip með 1000 tunnur. Allt fer þetta í frost og bræðslu. Síldin að vestan er misjafn- ari og ekki eins feit og sú síld, sem fyrst veiddist. En við síld- ina á vestursvæðinu eru nú mestar vonir bundnar, eins og er. Það lítur út fyrir að sú síld sé að komast inn í innra átu- beltið. í kvöld munu margar síldar- stúlkur koma til Siglufjarðar og á morgun er ráðgert að fólkið streymi að, ef svo heldur sem horfir með síldveiðarnar. Búizt er við að söltun geti hafizt allra næstu daga. STAL 2000 KRONUM UNGUR maður hér á Akureyri stal fyrir nokkru 2 þús. lcrónum í peningum frá gamalmenni einu hér í bæ, er hann heim- sótti. Nokkru síðar var kært til lögreglunnar og náði hún pilt- inum, sem játaði brot sitt. Dóm- ur verður væntanlega upp kveð- inn í málinu innan skamms. Síldin er enn sem fyrr á hvers manns vörum og allt snýst um síldina í landi. Siglufjörður verður væntanlega hinn mikli síldarbær næstu daga og von- andi næstu vikurnar, eða það vonum við heimamenn. Og hér eru skilyrði til að taka á móti óhemjumiklu síldarmagni, bæði í salt og bræðslu. Hingað kemur líka fólk svo hundruðum skipt- ir um leið og vinna hefst fyrir alvöru. □ Bygginprleyfi verkalýðshússins var loks samþykkt í bæjarstjórn gegn 3 atkv. Á BÆ J ARST J ÓRN ARFUNDI síðdegis í gær og enn stóð er blaðinu var lokað, var leyfi fyr- ir byggingu félagsheimilis verkalýðsfélaganna loks sam- þykkt með 8 atkv. gegn 3. — Á móti voru Bragi, Jón Sólnes og Árni. Er þar með langri deilu og harðri lokið, enda komin ný valdahlutföll í bæjarstjórn. Til bæjarráðs var vísað til- lögu frá Braga um að selja nú þegar 2 togarana, vegna verk- fallsins. Ekki var hægt að taka ákvörðun um aðstöðugjöld samkvæmt hinum nýju lögum, þar sem greinargerð vantar enn þar um. Dregst af þessum sök- um að jafna niður útsvörum og er vart við það unandi, að hið opinbera tefji nauðsynleg störf vegna þessa seinlætis. Samþykkt var að breikka innkeyrslu á Flugvöllinn í 10 metra og auka bifreiðastæðin, samkvæmt tilmælum Flugmála- stjórnar. Þessi skip fengu veiði: Far- sæll 150 tunnur, Anna 350 tunn- ur, Hrafn Sveinbjarnarson 600 mál, Höfrungur II 1000 mál, Rán 200 mál. Smári fékk góða veiði. Ennfremur Olafsfjarðar- bátar: Sæþór og Stígandi og' fl. bátar, sem eiga eftir að tilkynna afla sinn ennþá (árdegis í gær). Bátar voru einnig að veiðum út af Langanesi í gær og nótt, en þar var síldin meira dreifð og í smátorfum, en á stóru svæði. Átuskilyrðin eru mjög góð, því að rauðátustofninn er mjög sterkur. Og það sem nú gefur beztar vonir um síldveiði, ásamt rauðátunni, er það, að síldin skuli nú vera að koma að vest- an. Um styrkleika þeirrar göngu er enn ekki hægt að fullyrða. í sumar verða þrjú síldarskip eða Pétur Thorsteinsson og Llsfaverkið á Hellulandi í Skagaf. ÓLAFUR HEITINN SIGURÐS- SON á Hellulandi í Skagafirði og Jóhannes Kjarval voru mikl- ir vinir. — Kjarval málaði eitt sinn altaristöflu, er sett var í Rípurkirkju". En hún var síðan tekin niður, þar sem sóknar- börn felldu sig ekki við hana. Ólafur keypti hana þá og sendi utan til viðgerðar. Þar týndist hún, en kom fram eftir tilvísan úr öðrum heimi, og er sá kapí- tuli hinn sögulegasti. Ekkja Ólafs á Hellulandi á nú þessa altaristöflu og hafa ýmsir hug á að eignast þessa sögu- frægu mynd og hafa boðið tugi þúsunda króna fyrir hana. Einn- ig hefur fast verið eftir því leit- að', að gera af henni prentmynd- ir. — Hvort sem 40—60 þús. kr. boð í málverkið freistar eig- andans, sem hér verður í efa dregið, eða að það þyki betur komið á öðru mstað, skal ósagt látið. En óneitanlega er það nokkurs vert fyrir heimilið á Hellulandi, að eiga slíkan dýr- grip innan sinna veggja. Mikið seyðmagn er talið fylgja þessari altaristöflu, eða svo segja þeir menn sumir, er séð hafa. □ NÝR FORMAÐUR L.A. Á MÁNUDAGINN hélt Leikfé- lag Akureyrar aðalfund sinn — fyrra hluta. — Þar var Guð- mundui' Gunnarsson kosinn for- maður í stað Sigurðar Kristj- ánssonar, sem gegndi því starfi áður. Aðrir í stjórn eru: Björg Baldvinsdóttir og Haraldur Sig- urðsson. Leikfélagið sýndi tvo sjónleiki í vétur, Bör Börson og Við, sem vinnum eldhússtörfin. — Einnig hafði það nokkrar sýningar á Bláu kápunni, sem sýnd var vet- urinn áður. m 1111111111111111111111 ii iiiiiiiiiiiii ii ■iiiiiiiiiiiiiiiiiinmit [ Mokafli á togaramið- | um við Grænland | FÆREYINGAR ogÞjóðverj- \ ar mokveiða við Grænland = um þessar mundir, samkv. I upplýsingum frá þýzka eftir- § litsskipinu Poseidon, sem i kom til Reykjavíkur um i helgina. í Aflinn er stór þorskur og i svo mikill að furðu sætir. — \ Eftirlitsskipið lóðaði á mikl- í um fisktorfum á leiðinni i hingað, á landgrunnsbrún- í inni og utar. í Hin gífurlega þorskveiði \ er bæði við Norður-Græn- i land og Vestur-Grænland. \ Þessar aflafréttir ættu aS I verða livatning til lausnar i togaradeilunni hér á landi, Í ef stjórnarvöldin eru ekki i ryðguð föst í „viðreisn“ sinni. *"lllll 1111111111111 iii 111111111111111111 iii ■1111111111111111111111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.