Dagur - 22.08.1962, Síða 1

Dagur - 22.08.1962, Síða 1
Mái.gagn Framsóknarmanna Ritstjórí: Eruncur Davíðssón Skrifstofa í HafnarstR/ETi 90 Sími 1166. Sf.tningu oc; prentun ANNAST PrENTVERK OdDS Björnssonar h.f., Akureyri \___________________________l Dagur XLiV. árg. — Akureyri, miðvikudagur 22. ágúst 1962 — 42. tbl. ----------------------- , Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁRGANGURINN KOSTAR KK. 120.00. Gjalddagi f.r 1. JÚI.Í Bladid kemur út á midvikudög- UM OC Á LAUGARÐÖOUM, ÞEGAR ÁST.EÐA ÞS'KIR TIL »_____________________________J Vegagerð á Norðurlandi Ásgrímssýningin í Oddeyrarskólanum er fyrsta atriði afmælishátíðahaldanna ÞAÐ, sem unnið er að vega- gerð í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslum er einkum þetta: Múlavegurinn er orðinn akfær öllum bifreiðum út að Sauðá frá Dalvík. Erfiðasti kafli leiðar- innar, Ófærugjá, Flagið og fleiri torsóttir staðir norðan í Múlan- um, og eftir er að leggja veg yfir, er 4—5 km. að lengd. En allur Múlavegurinn, frá Dalvík til Ólafsfjarðar, er 18 km. — Þá er í sumar unnið að endurbót- um á Eyjafjarðarbraut og síðar í sumar vei-ður Laugalandsveg- ur lagfærður. Á þessum vegum er um smákafla að ræða, einnig í Hörgárdal. í Suður-Þingeyjarsýslu er unnið í Fnjóskadalsvegi hjá Veisuseli og nálægt Hólmavaði og Tjörn í Aðaldal. Þá er unnið í Tjörnesvegi austan við Máná, fullgerður nýr vegarspotti á Mývatnsöræfum og nýbyggður kafli á Mývatnsheiði og ætlunin r Arekstur Á LAUGARDAGINN tóku tveir ungir menn á Akureyri bifreið eina traustataki og óku liðugt um bæinn. En hæfni sinni og heppni treystu þeir um of, því að þeir lentu brátt í árekstri við fólksbifreið frá Rvík. Undruð- ust menn, hvernig Akureyrar- bíllinn var útleikinn eftir á- reksturinn. Piltarnir höfðu ekki ökuskírteini. H» | PRESTKOSNINC | SR. FRIÐRIK A. FRIÐRIKS- SON, prófastur á Húsavík, á- kvað í vor að hætta prestskap. Tveir umsækjendur eru um brauðið, þeir séra Örn Friðriks- son á Skútustöðum og séra Ingimar Ingimarsson á Sauða- nesi. Kosning fer fram 26. ágúst. Frá Húsavík Húsavík, 21. ágúst. Söltunar- stöðin Barðinn hefur saltað 3540 tunnur, Söltunarstöð K. Þ. 3456 tunnur og Höfðaver, þriðja sölt- unarstöðin, eitthvað minna. K.Þ. hefur látið frysta 69 tonn síldar. Fiskafli er fremur tregur eins og er, og í sumar dálítið mis- jafn. Fiskiðjusamlagið hefur þó alltaf haft nóg að gera. Askja hf. stofnaði nýja verzl- un í verzlunarhúsakynnumStef- áns Guðjohnsens. Aðalvörur eru: Byggingavörur, búsáhöld, fatnaður, húsgögn og teppi. — Verzlunarstjóri er Páll Þór Kristinsson. Verzlunin stendur við Garðarsbraut og er nýtízku- leg. er að vinna að vegalegningu í Bárðardal, austan Fljóts og vestan. Þá eru bættir vegir á Hólafjalli, Flateyjardal ogDetti- fossleið að vestan. En vegabæt- ur fjallveganna eru þó aðeins miðaðað við að jeppar eðafjalla- bílar komist þar leiðar sinnar. Á nokkrum stöðum við fjöl- farnar leiðir má sjá uppborin hey of nálregt vegum og hefnir það sín í vetur, þegar snjóalög torvelda umferðina. Gildir hið sama um skúrbyggingar og skóg, sem haft er of nálægt veg- um og skeflir af. Múlavegurinn er erfiðastur viðfangs allra norðlenzkra vega, að jarðgöngunum gegnum Stráka frátöldum. En þar er líka til mikils að vinna, þar sem þá verður aðeins 18 km. leið frá Ólafsfirði til Dalvíkur í stað 275 km., sem nú er stytzta leið á bifreið á milli þessara ná- grannastaða. □ og flótti Akureyrarpiltarnir völdu nú í snatri þann kostinn, sem þeim þótti auðveldastur og lögðu á flótta eins hratt og fæturnir gátu borið þá. En aftur brást þeim bogalistin, því að lögregl- an tók þá brátt til athugunar. Litlu áður tóku ungir menn bifreið eina hér í bæ og renndu henni undan brekkunni og upp á gangstétt. En gangstéttarbrún- in var há og urðu skemmdir á bílnum. Hinir ungu menn tóku nú til fótanna, enda engin umferð sjá- anleg og ekkert hægt að gera meira með skemmdan bíl. En kona ein sá til ferða sökudólg- anna, er fóru fram í skip, og gerði lögreglunni aðvart. Fund- ust þeir þar. Virðingarleysi ungmenna fyr- ir öllum og öllu, einnig fyrir sjálfum sér, mun algengari or- sök slíkra óhappa en skemmd- arfýsn eða beinn prakkaraskap- ur. Svo mun einnig vera um ofsahi-aðan akstur á götum bæj- arins, sem er of algengur og stórhættulegur. □ ] Aflaliæstu skipin | E SEX aflahæstu síldarskipin I | um sl. helgi voru: Ólafur i i Magnússon, Akureyri, 21.092 í Í mál og tn, Víðir II, Garði, i 1 21.042, Seley, Eskif., 20.553, í E Guðmundur Þórðarson, Rvk, E í 20.516, Helgi Helgason, Vest- I i mannaeyjum, 20.463, Höfr- i í ungur II, Akranesi, 20.118 j i mál og tunnur. □ E ÁSGRÍMUR JÓNSSON, braut- ryðjandi í íslenzkri málaralist, sem andaðist fyrir fjórum ár- um, gaf ríkinu málverkasafn sitt. — Það er stærsta og dýr- mætasta myndlistargjöf, sem þjóðinni hefur verið gefin. Ás- grímssafn í Reykjavík hefur vakið bæði undrun og aðdáun. Akureyri hefur verið sýndur sá heiður, að mega hafa 50—60 listaverk úr Ásgrímssafni til sýnis í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Myndirnar á þessa sýningu völdu þau frúBjarnveigBjarna- dóttir, safnstjóri Ásgrímssafns, og Jón, bróðir Ásgríms. Er þetta í fyrsta sinn að lánaðar eru til sýningar margar myndir úr safninu. Kristinn Jóhannsson, málari, hefur sett þær upp í Oddeyrar- skóla af mikilli smekkvísi. Sýning þessi er mjög sérstæð og fögur. Myndirnar eru olíu- málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Bænum er sómi að því að hefja afmælishátíð sína með sýningu á verkum eins af mestu listamönnum þjóðarinnar, og ef- laust er listþroski bæjarbúa og gesta nægur til að njóta hennar í ríkum mæli. Sögusýningin í G. A. SÖGUSÝNINGIN í Gagnfræða- skólanum verður opnuð aðal- hátíðisdaginn, miðvikudag 29. ágúst. Hún er í tíu deildum á tveim hæðum Gagnfræðaskól- ans, sem undir hana er lagður. Sögusýning þessi byggist á útdrætti úr sögu helztu þátta bæjarlífsins á breiðum grund- velli, og er bæði í máli og mynd- um. Fyrsta deildin fjallar um stjórn, bæjarins réttarstöðu, lögsagnarumdæmi og fleira. Önnur deildin sýnir skipulag bæjarins, húsagerð, gatnagerð, ennfremur mannfjölda og fjár- mál. Þriðja deildin sýnir sjósókn og iðnað og sú fjórða er um sam göngur og verzlun. — Þessar deildir eru á neðri hæð. Hin fimmtá er um bæjarstofn- anir, svo sem slökkvilið, lög- reglu, vatnsveitu, rafveitu, enn- fremur um póst og síma og hafn- armál. Sjötta deildin er helguð kirkju, heilbrigðismálum og skólum bæjarins. Sjöunda deildin fjallar um prentsmiðjur, bækur og blöð, og þar er myndasafn. Áttunda deildin er um búskap og ræktun. Hin níunda um í- þróttir og sú tíunda um ýmis fé- lög í bænum. Sverrir Pálsson, ásamt Har- aldi Sigurgeirssyni og Valgarði Frímann hefur sett upp sögu- sýninguna. □ Jafntefli á Húsavík SL. laugard. komu til Húsavíkur handknattleikskonur úr Kópa- vogi og kepptu við kynsystur sínar úr Völsungi. Jafntefli varð 7:7. Sunnankonur léku áður á Akureyri og sigruðu þá með 14:6. D Bæjakeppni á sunnud. Á SUNNUDAGINN kl. 4 e. h. fer fram bæjákeppni í knatt- spyrnu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keppni þessi er lið- ur í hátíðahöldunum miklu, er hefjast fyrr þennan dag. □ Ásgrímur Jónsson, málari.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.