Dagur - 03.10.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 03.10.1962, Blaðsíða 4
4 m ffTT^ 'IIIMIMIMIMtlltlMIMMIMIIMtMIMI.....IIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIMIIIIIIIMIIItlll IIIMMIIIIMIIMtMMIIMIMIMlMt "JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:............................................. IIUttttUIIIIIIIIIIIIM IMIMIMMIIMMflltll Bréf til Jónasar G. Rafnars, alþingism. á Akureyri Litið um öxl OFT er um það rætt, hve lítils virði séu loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar,. Mttn sá orðrómur því miður áTÖkum reistur. En gæta verður þess, áð þáð er sitthvað að birta stefnu ög fara eftir henni, svo sem efni og ástæður leyfa hverju sinni, eða að lofa skilyrðislaust lausn ákveðinna mála og á ákveðinn hátt. Nazistar birtu þau vísindi, eftir athugun þar í landi, að loforðin væru öflugustu vopn í kosningum og að þau væru langt- um líklegri til sigurs en að benda kjós- endunum á efnir loforða. Þessi kenning, svo sem fleiri þýzkar kenningar frá Hitl- erstímabilinu, virðast vera í miklu uppá- haldi hjá stærsta stjórnmálaflokki lands- ins og hjálparkokki hans, sem nú fara með völdin hér á landi. Eitt af því sem stjórnarflokkarnir lof- uðu af mestri ákefð fyrir síðustu kosn- ingar, var stöðvun dýrtíðarinnar, og al- ger stöðvun allra víxlhækkana. Alþýðu- flokkurinn lagði slíka höfuðáherzlu á þetta stórmál íhaldsins, að hann lýsti því yfir umbúðalaust, að þátttaka hans í rík- isstjórn væri algerlega háð algerri stöðv- un dýrtíðarskrúfunnar og yrði ekki lengri en full stöðvun dýrtíðarinnar. — Hraustlega var nú mælt. Menn skyldu ætla, að þessi litli flokkur ætti einhvern kjarna, sem nægði til að standa við þessi orð sín. Það reyndist ekki vera. Dýrtíðin hefur tvöfaldazt í landinu síðan stjórn- arflokkarnir kepptust við að gefa yfir- lýsingar sinar í dýrtíðarmálunum. Og Alþýðuflokkurinn situr enn. Og það sem ineira er: Dýrtíðin hefur magnazt hraðar en áður eru dæmi, þegar frá eru skildir þeir tímar, þegar Ólafur Thors lofsóng verðbólgu og hagaði sér sem forsætis- ráðherra samkvæmt því. Stjórnmálaflokkar, sem lofuðu að stöðva dýrtíðina, koniust til valda, m. a. vegna þessara loforða, og tvöfölduðu hana síðan á þrem árum, fara meira eftir kenningum nazista en góðu hófi gegnir. Ringulreið sú, sem orðin er í fjármálum þjóðarinnar á að mestu rót sína að rekja til hinnar skef jalausu verðbólgu. Hið íslenzka íliald hefur sömu megin- stefnu og aðrir íhaldsflokkar, sem yilja. skapa þjóðfélag fárra fésterkra manna en margra fátækra. f ringulreið dýrtíðar- flóðsins hefur ríkisstjómin lagt þungar skattabyrðar á almenning, en rekið falsk- an áróður fyrir hinu gagnstæða. Fólk með miðlungstekjur getur ekki lengur byggt eigin íbúðir. Meðallaun verka- manna hrökkva naumast Iengur fyrir vöxtunum einum af verði einbýlishúss. Þetta er staðreynd og því engin furða, þótt stórlega hafi dregið úr byggingum, svo sem bezt sézt hér á Akureyri og að bæjarstjórn treysti sér ekki lengur til að sitja með hendur í skauti. Stórbyggingar félagasamtaka og fe- sterkra einstaklinga, sem hér hafa risið upp annars vegar og íbúðavandræðin hins vegar, eru glögg merki um hina gömlu og nýju íhaldsstefnu allra landa. Hér hefur því aldrei verið haldið fram, að nauðsynleg stórhýsi félaga og ein- staklinga, í sambandi við þarfan atvinnu- rekstur eða menningarmál, séu óþarfar byggingar, heldur hinu, að fólk verður að eiga þess kost að búa í viðunandi hús- næði. Það er lágmarkskrafa borgaranna. FYRIR nokkrum árum upp- götvaði íslenzkur prófessor í Káupmannahöfn frumlega að- ferð til að ræða áhugamál sín við aðra persónu og það jafnvel •framliðinn mann, en ná um leið ,til »margra samborgara sinna. Þfigar þetta gerðist stóð prófess- prinn á svölum Alþingishússins og talaði í útvarpið. Beint fram- undan honum á Austurvelli var stytta Jóns forseta, kaldur máímur, en þó tákn hinnar snjöllu frelsishetju íslendinga. Prófessorinn beindi máli sínu til forsetans, þar sem hann stóð gervilegur og fyrirmannlegur á víðu torgi á dimmu skammdeg- iskvöldi. Prófessorinn bauð for- setanum strax að þeir skyldu þúast og það gekk að óskum. Slík boð við forsetann munu þó' ekki hafa verið algeng, meðan hann var í mannheimum, nema að undangengnum hæfilegum undirbúningi. Eftir þetta gekk ræðuflutningur prófessorsins að óskum. Hann opnaði hug og hjarta fyrir alþjóð manna, þó að forsetinn væri með nokkrum hætti gerður að aðila í málinu. Eftir hina miklu og vel heppn- uðu afmælishátíð Akureyrar, langaði mig til að segja nokkur orð við afmælisbarniS og allan almenning í landinu, eftir því sem til mætti ná. Þá þótti mér ráSlegast að fylgja að nokkru leyti í spor hins góðfræga pró- fessors, sem fyrr er frá sagt, án þess þó að vilja bera okkur nafna saman, við þá Jóna, sem þar áttust við. Ég vildi aðeins nota þessa kynningaraðferð við málefni mitt, . ná til lesenda Dags, en bera erindið fram í bréfsformi til þín. Á þetta sam- tal að geta orðið auðveldara fyr- ir okkur heldur en þá Jónana. Við erum báðir lifandi. Að vísu er með okkur aldursmunur, en við höfum áður haft nokkur góðlátleg kynni, m. a. hætt að nota hin virSulegu vankynnis- fomöfn af því að Vaðlaheiðin ein skilur æskustöSvar okkar. Ástæður til þess að ég sný mér til þín í þessu bréfkorni eru tvær. Hin fyrri er sú, að þú munt vera annar fremsti þing- maður Akureyrar, enda var ná- kvæmlega getið kjörsigra þinna í afmælissögu Akureyrar í út- varpinu. Hin ástæðan er sú, að þú hefur ritað allítarlega af- mælisgrein í Morgunblaðið um hina almennu þróun Akureyrar um hundrað ára skeiS. í þessari grein og annál Gísla Jónssonar, sem er einn kunnasti lærdóms- maður við Menntaskólann á Ak- ureyri, koma fram nýjungar í söguritun í sögustíl íslendinga, þar sem mjög var horfið frá hefðbundnum rithætti þjóðar- innar bæði í fornbókmenntum og seinni ritum fram að núver- andi lýðveldisöld. Hin glæsilega afmælishátíð Akureyrar virðist hafa heppnazt vel, nema ef vera skyldi tveir andlegir þættir. Þau mistök, sem þar kunna að hafa orðið eru ekki þess eðlis að þau hafi verulega neikvæða þýðingu fyrir afmælisbarnið sjálft, nema að því leyti, sem Akureyrarbær er merkur liður í þjóðarheild- inni. En ég vek máls á þessum atriðum, af því að mér þykir þau benda á, að nokkur kólnun sé að gerast í andlegu lífi ís- lendinga eins og athugulir er- lendir menn þykjast sjá merki til á síðustu árum. Misræmi það, sem ég taldi mig verða varan við í afmælis- greinum ykkar tveggja Eyfirð- inga, kom mér mjög að óvörum. Báðir eru höfundar af nafn- kenndum gáfumanna kynstofni í héraðinu. Síðan hafa þeir not- ið hinnar beztu skólagöngu, sem völ var á í landinu. Þótti mér sýnt, að þessi frávik myndu FYRRI HLUTI ekki verá* persónuleg meinloka þessara manna, heldur væri hér um að ræða mannfélagssynd. Áður en ég vík að málfærslu ykkar Gísla Jónssonar, mennta- skólakennara, vil ég horfa um hálfrar aldar skeið til baka til skipta minna við afmælísbarn- ið, Akureyrarbæ. Ég á mikið að þakka höfuðstað Norðurlands,. ekki sízt eins og hann var um aldamótin og á fyrstu áratugum yfirstandandi aldar. Á Akureyri naut ég kennslu þriggja ágætra manna. Nemendum var fyrri vetur minn kennt síðdegis í barnaskóla bæjarins við þröng- an og óvistlegan húsakost. Síð- ari veturinn fór kennsla fram í hálfsmíðuðu skólahúsi uppi á brekkunni. En þrátt fyrir þessa erfiðu aðstöðu, var skólalífið vinsamlegt, og hressandi, laust við yfirlæti og tildur. Bærinn var með landnámsblæ., þar sem myndarlegir íslendingar voru að byrja íslenzkt þjóðlíf án í- hlutunar hins forna erlenda ein- okunarvalds. — Bæjarmenn bjuggu í eínföldum timburhús- um. Göturnar voru lítt lýstar og í hlákum og regni óðú skólapilt- arnir í hálfstígvélum í gegnum leðjuna. Þó aS Akureyri væri á þessum tíma fátæklegur bær, þá var andlega lífið þar fjörugt. Þar var hver snillingurinn öðr- um meiri. Þar var fyrstur manna Matthías, sem spennti greipar um 611 mannleg áhuga- mál. Á Hrafnagili var Jónas afi þinn, mikill rithöfundur og göf- ugmenni og meira skáld heldur en samtíðin var fús að viður- kenna. Á Akureyri bjó Páll Ár- dal, sem kenndi börnum á vetr- um, en lagði á sumrin beztu vegi, sem gerðir voru á Norður- landi. í hjáverkum samdi hann leikrit, sem voru vinsæl og leik- in víða um land. Mörg af kvæð- um hans lifa enn á vörum fólks- ins. Þá var á þessu árabili merkilegur maður við ritstörf norðanlands. Það var Einar Hjörleifsson Kvaran, einn hinn f jölhæfasti menntamaður sinnar tíðar. Hann var í senn Ijóðskáld og söguskáld og snjall rithöf- undur á félagsmála vettvangi. Enn voru á Akureyri þrír ungir menn, sem ruddu nýjar leiðir í stórmálum. Fyrstur kom þar til starfs Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum. Hann kenndi ís- lendingum nútíma skógrækt og gerði íslenzkan landbúnað að véliðju í stað þess að áður bjó hann að mannsorkunni án þýð- ingarmikilla verkvéla. Næst gekk á leiðsviðið glímukappinn Jóhannes Jósepsson, sem byggði síðar og stýrði Hótel Borg í Reykjavík. Hann flutti hugsjón ungmennafélaganna frá Noregi til íslands. Sú hreyfing varð upphaf að mikilli þjóðarvakn- ingu hér á landi. Samtímis end- urreisti Jóhannes Jósefsson ís- lenzka glímu, sem viðurkennd var þjóðaríþrótt. Síðast kom til afreka Hallgrímur Kristinsson og stendur hann í fremstu röð, þegar minnst er ágætra manna á Akureyri um aldamótin. Mik- il voru þau verk hans, að breyta Kaupfélagi Eyfirðinga úr nafn- lausu smáfyrirtæki í stórveldi á verzlunarvísu og skapa síðan heildsölu Sambandsins, sem varð mesta viðskiptafyrirtæki, sem þjóSin hefur eignazt. Þó var maðurinn meiri en verk hans. í hug Hallgríms bjuggu heilbrigt samræmi, stórfelld skipulagsgáfa og brennandi drengskaparþrá eftir að láta allar framfarir leiða til full- komnara mannlífs. Við hlið þessara þjóðfrægu sjálfboðaliða, vil ég minnast þriggja konunglegra embættis- manna, sem áttu mikinn og ó- venjulegan þátt í að gera Akur- eyri aldamótanna að andlegum höfuðbæ. Þessir menn voru Klemens Jónsson, bæjarfógeti og þingmaður Eyfirðinga, Guð- mundur Hannesson, héraðs- læknir og Páll Briem, amtmað- ur, norðan og austan. Allir þess- ir menn unnu í hjáverkum stór- mikil áhugamannsstörf. Klem- ens var athafnamikill sagnfræð- ingur og hefur meðal fjöl- margra sagnfræðirita skrifað sögu Akureyrar. Guðmundur Hannesson var læknir Akureyr- ar, Eyfirðinga og Fnjóskdæla. Hann byggði fyrsta nútíma sjúkrahús þjóSarinnar og skar upp í þeim spítala, með lítilli aðstoð, menn af öllu Norður- landi. Þrátt fyrir óvenjulegar ' annir hafði Guðmundur læknir tíma til að fylgjast með þróun sinnar sérgréinar og flestum straumum andlegs lífs utan lands og innan. Guðmundur ræddi með áhuga og skilningi við bændur og verkamenn um þeirra hugðarmál, en við Matt- hías um vantrú og Indverska speki. Á Akureyri skrifaði Guð- mundur Hannesson þýðingar- mikið stjórnmálarit og leiddi mörg skynsamleg rök að því, að íslendingar gætu stjórnað sín- um eigin málum sjálfir í lýð- veldisformi eins og hefði verið gert í fornöld án aðstoðar er- lendra konunga. Grein hans er fyrsta rit skrifað af íslendingi til að sanna það, að ísland geti verið sjálfstætt lýðveldi. Enn er ótalinn einn hinn furðulegasti maður í fylkingu glæsilégra vökumanna um síð- ustu aldamót, þeirra, sem bú- settir vöru á Akureyri, en það var amtmaðurinn Páll Briem. Amtmannsembættið var dug- andi fyrirtæki. Páll var síðasti og jafnframt mesti amtmaður norðanlands og austan. Hann kveikti líf og áhuga um allt sitt veldi og raunar landið allt. Páll Briem var gæddur sjaldgæfri sköpunargáfu og marinþekk- ingu. Hann uppvötvaði hina ein- kennilegu sérgáfu Sigurðar búnaðarmálastjóra og Hall- gríms Kristinssonar og vísaði báðum þessum merkilegu mönnum á þær leiðir, sem leiddu þá til varanlegra afreka. Bændaskólinn á Hólum var að sofna. Ungir bændur sóttu lítt þangað til fræðslu og þroska. Amtmaður skildi þetta og ger- breytti skólanum, svo að hann varð um áratugi eldfjörug vakn- ingar- og fræðslustofnun sveita- manna. Þá skapaði Páll Briem með Sigurði búnaðarmálastjóra og Stefáni á Möðruvöllum, Ræktunarfél. Norðurlands, sem átti mikinn þátt í því að inn- leiða véliðjuna í búskap íslend- inga. Samhliða embættisönnum og öllum þeim stórmælum sem hér er minnst á hafði hann tíma til að gefa út vísindalegt tíma- rit um lögfræði, hið eina, sem nokkurn tíma hefur komið út á Islandi. Fyrir og eftir aldamótin bár- ust frá Akureyri margir merki- legir menningarstraumar. — Danskar og íslenzkar konur hófu þar skrúðgarðarætkun með góðum árangri. Friðbjöm Steinsson kenndi fólki að lifa án áfengis. Lárus Rist synti yfir Eyjafjörð og gerði samsýslunga sína sundfæra í hundraðatali. En sú saga öll er of viðamikil til að eiga heima í lítilli blaða- grein og verður ekki meira frá því sagt hér. Með þessari grein- argerð er það ætlun mín að leiða hug þinn og annarra sam- tíðarmanna að þeirri staðreynd, að um aldamótin síðustu var Akureyri ekki ríkmannlegur bær hið ytra, en með vakandi og fjölhæfa sköpunargáfu í and- legum og fjárhagslegum efnum. Þeim einkennum þarf Akureyr- arbær að halda, ef hann á að geta haldið fyrri aðstöðu sinni sem höfuðstaður í fjórðungi, sem fyllir landið hálft. Eftir þetta frávik kem ég að afmælisritgerð þinni í Morgun- blaðinu um atvinnuþróun Ak- ureyrar á undangengnu aldar- skeiði. Sú ritgerð er byggð með nókkuð undarlegum hætti og því líkast, að þú sért allókunn- ugur í bænum um merkilegustu þætti í þróun kaupstaðarins. Þú segir allítarlega frá atvinnu- framkvæmdum nokkurra sam- keppnismanna í bænum. Eru þær að vísu allmerkilegar, en fleiri eru þó hinar, sem ekki eiga erindi í yfirliti heillar ald- ar. Hins vegar hafa samvinnu- menn verið ærið stórtækir.í at- vinnunýfungrim' og f ramkvæmd- um í bænum á þessu tímabili, en þú bætir við þann hluta framkvæmdanna aðferð Nelsons sjókappa, er hann brá sjónpípu fyrir blinda augað, þar sem honum þótti það bezt henta. Ef t- ir grein þinni er helzt svo að sjá, að þú hafir ekki kynnzt samvinnufyrirtækjum á Akur- eyri. Vil ég þess vegna í bili láta eins pg sjón þín hafi, þegar þú ritaðir grein þína, verið bundin augnabliks töfrum, líkt og má lesa um í Þúsund og einni nótt. Vil ég þá um stund láta líta svo út, að við séum saman á heiðum júlídegi fyrir norðan, þar sem bezt sést yfir Akureyri. Látum við krafta- verkið gerast með þeim hætti, að Akureyrarbær líti nú út þessa dagsstund eins og vera mundi, ef lýsing þín í Morgun- blaðinu væri rétt. Þennan dag væri allt horfið burtu úr Akur- eyrarkaupstað, sem heyrir til samvinnuhreyfingunni og minn- ingu um starf samvinnumanna í bænum. Þennan dag mundu bæði samvinnuverkin og sam- vinnumennirnir hverfa burtu frá stað og starfi. í stað þess sjá- um við Eyjafjörð, eins og hann leit út fyrir heilli öld með þeim viðbótum, sem þú hefur lýst í þinni grein. Við byrjum þá á því að sætta okkur við, að allt sé þurrkað út, sem snertir Tryggva Gunnars- son og Gránufélagið. Gamla Gránufélagshúsið væri þá horf- ið með öllu. Ennfremur vegur- inn milli Akureyrar og Oddeyr- ar. Oddeyri yrði aftur gróður- laus og grýtt slétta. Öll hin and- legu áhrif Gránufélagsins á líf fólksins í héraðinu væru jafn- framt horfin þessa dagsstund. Næst kemur röðin að Hall- grími Kristinssyni. Pöntunar- skúr eyfirzkra bænda, sem þeir höfðu notað í 20 ár við kyrrláta vöruskiptingu tvisvar á ári,væri endurfæddur. Þúsundir pianna á öllum aldri, sem starfa nú á vegum KEA og fá þar lífsupp- eldi sitt skemmta sér þennan dag úti á götum og horfa á sól- skinið og grænar hlíðar Eyja- fjarðar inn og út til dala. Senni- lega myndi samvinnufólkinu þó þykja þessi dagur dálítið tóm- legur. (Niðurl. í næsta blaði.) ENN BRENNA HEY. Á haustin og fram eftir vetri er hætt við heybruna. Árlega berast fréttir af miklu tjóni af þessum sökum víðs vegar af landinu og svo er enn nú í haust. Síðasti heybruninn í ná- lægum sveitum varð í Auð- brekku í Hörgárdal í síðustu viku. Síðan hlöður urðu stórar og steyptar, er heyi hættara við að brenna. Hitinn, sem í heyinu myndast fær þar litla útrás, nema um súgþurrkun sé að ræða. Og í hinum stóru hlöðum er stundum mestur heyforði viðkomandi bónda á einuni stað. Enn sem fyrr þurfa bændur að vera athugulir í þessu efni og fylgjast vel með heyjum sín- um, því að brunahættan er enn fyrir hendi, alls staðar þar sem hey var ekki harðþurrkað. Og heyhitinn getur einnig verið mjög hættulegur í súgþurrkun- arhlöðum, þegar hætt er að blása, ef hann á annað borð get- ur myndast. Það er náttúrlega hægt að segja sem svo í hvert sinn og hey brennur, að viðkom- gndi bóndi hefði átt að sjá hætt- una fyrir, og oft er það líka svo. En stundum er það ekki og ein- mitt þess vegna er miklu nauð- synlegra að rannsaka heyhitann gaumgæfilegar en víða er gert, því að heybrunar eru óbætan- legir. Heybrunar endurtaka sig á hverju hausti og ættu að vera nægileg viðvörun. ? LANGFERÐIR Á HAUSTI. Menn eru furðu djarfir að leggja upp í langferðir á haust- in, og treysta því í blindni, að fjallvegir séu færir eins og um sumardag, ef snjóólaust er í byggð. Fyrir stuttu var illa komnu fólki bjargað af Holtavörðuheiði. Þar var að vísu ekki mikill snjór, en of mikill fyrir keðju- lausan lítinn bíl, sem svo lenti út af veginum í illviSri. Bílstjór- inn átti nýjar kveðjur í bíl- skúrnum heima hjá sér. Sama daginn tók fjölskylda sig upp í Reykjavík og skrapp til Norð- urlands. Snjór var kominn á Holtavörðuheiði og Óxnadals- heiði. Engar keSjur voru í bíln- um og ekkert nesti tekiS meS, utan mjólkurlögg handa fjög- urra mánaSa barni, sem einnig var meS í för. GóSir mennhjálp- uðu þessu fólki á leiðarenda. En ef menn leiða hugann að því, hversu áfátt varumfyrirhyggju. Það er nauðsynlegt fyrir ferðafólk að kynna sér vegi og veðurútlit áður en farið er í langferðir, þegar komið er fram á haust. Vegagerðin, ferðaskrif- stofurnar og bifreiSastöSvar eiga aS hafa þær upplýsingar á reiðum höndum. Skjólföt og nesti eiga að vera sjálfsagðir hlutir í slíkum ferðalögum, auk ullarteppa, ef til eru, snjókeðjur og skóflu, þegar lagt er upp á eigin bíl. Sé áætlunarbíll kosinn til ferðalaga er nokkuð öðru máli að gegna, að öðru leyti en því er skjólfötin snertir. Það hefur enginn maður sið- ferðilegt leyfi til þess að ana upp á fjöll og heiðar með konur og jafnvel ungbörn eftir aðþessi árstími er kominn, án þess aS vera viS því búinn aS mæta bæSi hríS og kulda og nokkurri útivist. Þetta ættu menn að leggja sér á minnið. ? •IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIItlllMIMIIItMllltllMIIMIMMMIIIlMt. | ÚRERLENDUM [ | BLÖÐUM ) Kurteis „bílþjófur". Óslóar-búi einn ætlaði fyrir skömmu að taka bílinn sinn og aka í vinnu sína að morgni dags. Fann hann þá í bílsætinu miða og „tí-kall" nældan fastan í sæt- ið. Á miSann var skrifað: „Vilj- ið þér ekki gera svo vel að læsa bílnum yðar, þegar þér gangið frá honum á kvöldin. Ég tók hann að láni í nótt, af því að hann virtist alveg við því bú- inn, þar sem hann stóð þarna sama sem galopinn. Þakka yður fyrir lánið! Ég býst við, að tí- kallinn nægi fyrir benzíneyðslu minni í nótt!" — Bíleigandinn fann kvenhanzka á bílgólfinu, og hafði því bíllinn sennilega veriS notaður í stutta skemmti- ferð í tunglsljósinu! • Lífseigt smákvikindi. Fyrir skömmu tók úi-smiður í Kristjánssundi í Noregi upp vekjaraklukku, sem komið hafði í sendingu snemma í vor. Sá hann þá smápöddu (skorkvik- indi) á milli glers og talnaskíf- unnar, og skreið hún hraðfara fram og aftur og hoppaði upp á vísirina til skiptis. Paddan hafði eflaust komizt þarna inn á milli, þegar klukkan' var sett saman í verksmiðjunni. En hvernig hún hefur getað haldið lífinu þarna í allt sumar, án þess „að bragða þurrt eSa vott", er hreinasta ráðgáta! „Drukknaði í síld". Sorglegt og einstætt slys gerð- ist við uppskipun á síld úr skip- inu „Steinevik", sem var ný- komið með síldarfarm af ís- landsmiðum til Úlfsteinsvíkur, skammt fyrir suðaustan Ála- sund. Einn skipverja lenti í síldarkösinni og kaffærðist. Fé- lagar hans náðu honum með herkjubrögSum upp aftur eftir skamma stund, en allar lífgun- artilraunir reyndust árangurs- lausar. Maðurinn hafði kafnað í síldarkösinni. — Þetta var kvæntur maður á bezta aldri. Sjaldgæft fyrirbæri. Á bæ einum í Eystridal í Nor- egi eru þrjú systkin, sem eiga sama afmælisdag. Að vísu eru systkinin 13 alls, en samt er þetta mjög sjaldgæft tilfelli. — Systkinin Oddur, Hreiðar og Nóra fæddust 23. júlí og eru þó öll einburar. - Bindindisdagurinn (Framhald af bls. 8) ið. Til þess aS vekja slíkt al- menningsálit, þarf rækilegt fræðslu- og upplýsingastarf í ræðu og riti, í blöðum og út- varpi og með margvíslegu fé- lagsstarfi. Stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu: Pétur Sigurðsson, ritstj., form., Björn Magnússon, próf., varaf., Tryggvi Emilsson, ritari, Axel Jónsson, sundl.forstj., féh., frú Jakobína Mathiesen, Magnús Jónsson, alþingism., séra Arelíiis Níelsson. ÞÆTTIR UM ÞJOÐMAL: Skaftar og follar fil ríkis- sjóös 1958 og 1962 SAGT hefur verið fráþvííDegi, nýlega athugað það mál nánar, að greiðslur úr ríkissjóði sam- og borið saman tölur í tekju- kvæmt fjárlögum og þar méð á- dálki fjárlaganna fyrir árin lögur þær, sem ríkið inhhelmtir 1958 og 1962. Tollar og skattar af þjóðinni, hafi nálega'tvöfáld- eru í þessum tvennum fjárlög- azt á fjórum árum. Ég hefi nú um taldir sem hér segir: 1958 1962 Tekju- og eingarskattur ..«-,.......... 118.0 millj. 95.0 millj. Vörumagnstollur..................... 36.0 — 33.0 — Verðtollur.................,........ 174.0 — - 438.1 — Innflutningsgjald af benzíni .......... 17.0 — 58.0 .— Gjald af innlendum tollvörutegundum .. 11.0 — 39.3 — Innflutningsgjald, samkv. sérst. lögum . . 90.0 — 105.0 — Lestagjald af skipum................ 0.3 •—?- 1.0 — Bifreiðaskattur og innfl.gj. af bifreiðum 13.0 — 65.0 — Aukatekjur......................... 12.5 — 26.0 >— Stimpilgjald ____..................... 20.0 — 43.0 — Vitagjald ........................... 1.7 — 3.0 — Söluskatrur.............---------...... 115.0 — 510.4 — Aðrar skatttekjur................... 14.9 — 15.0 — Samtals 623.4 millj. 1431.8 millj. ADRAR TEKJUR ríkissjóðs ásamt innborgunum á sjóðsyfir- liti voru 259.1 millj. kr. í fjár- lögum ársins 1958 og 320.2 millj. kr. í fjárlögum ársins 1962. — Munar þar mest um tekjur af rekstri ríkisstofnana (aðallega áfengis- og tóbaksverzlunar), sem voru áætlaðar 172.8 millj. árið 1958 og 295 millj. árið 1962. En alls áttu að koma inh í ríkis- sjóðinn 882.5 millj. árið 1958 og 1752 millj. árið 1962. Til sam- ræmingar er hér talin með „öðr- um tekjum" ríkissjóðs sú upp- hæð aftekjumÚTFLUTNINGS- SJÓÐS árið 1958, sem ætlað var til niðurgreiðslu vöruverðs það ár, en niðurgreiðslur eru nú inntar af hendi úr ríkissjóði og ' tilfærðar í fjárlögum 1962. Sá hluti söluskatts, sem á ár- inu 1962 er greiddur sveitarfé- lögum, eða jöfnunarsjóði þeirra, er hér að sjálfsögðu EKKI með- talinn. Ekki heldur sá hluti stríðsgróðaskatts, sem greiddur var sveitarfélögum árið 1958. Sértekjur sjóða og stofnana af lögbundinni skattlagningu eru heldur ekki taldar, svo sem tekjur brúasjóðs, millibyggða- vegasjóðs, skógræktar og líkn- arfélaga, eða stofnana, sem skammtanaskatts njóta. Það er fjarstæða, sem stund- um heyrist haldið fram, að álög- ur hafi lækkað undanfarin ár. Þær hafa í heild stórhækkað eins og glögglega sést á saman- burðinum hér að framan. Hin margumrædda lækkun á tekju- skatti er ekki fyrirferðarmikil, þegar aðrar álögur eru hafðar til hliðsjónar. Heyrt hefi ég því haldið fram, að samanburður eins og sá, sem gerður er hér að framan, stand- ist ekki vegna þess, að fyrir 4 árum hafi ríkissjóðirnir í raun- inni verið tveir, hinn almenni ríkissjóður og útflutningssjoður, og hafi í útflutningssjóðinn ver- ið innheimtar sérstakar álógur, sem nú séu niður fallnar, þ. e. yfirfærslugjald o. fl. Þeir, sem svo mæla, gleyma því, að ef yf- irfærslugjöld og aðrir tekju- stofnar útflutningssjóðs, sem varið var til verðuppbóta á gjaldeyrisvörur landsins á sín- um tima, áttu að kallast álögur á þjóðina, þá er 164% verð- hækkun erlends gjaldeyris méð gengisbreytingunum 1960—61 það ekki síður, og þessi mikla verðhækkun á erlenda gjaldeyr- inum nemur miklu hærri upp- hæð en tekjur útflutningssjóðs- ins námu. Það mun koma í Ijós, að „ríkissjóður nr. 2" tekur líka miklu meira til sín á árinu 1962 en hann tók til sín á árinu 1958. G.G. SAMTININGUR í Sovétríkjunum eru 20% kon- ur í verkfræðingastétt og 50% verksmiðjufólks þar í landi eru konur. —o^- Vestur-Evrópa er þrisvar sinn- um minni en Bandaríkin. En þar búa 300 milljónir manna á móti 180 milljónum í Banda- ríkjunum. Barnadauði er minnstur á ís- landi, samkvæmt skýrslum'S. Þ. MeSalaldur er hæstur í Svíþjóð og er hár á NorSurlöndunum öllum. í SvíþjóS er meSalaldur kvenna 75.24 ár, en karla 71.69 f Stokkhólmi stunda um þaS bil 40% giftra kvenna vinnu utan heimilis. í sumum löndum er naumast um annaS vinnuafl að ræða, sem ekki hefur verið nýtt, en giftar konur. Talið er vart komi til greina meira en 50% nýting á þessum HS, þar eð giftar konur hljóti að vera bundnar við heimili og móður- skyldur hinn helminginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.