Dagur - 03.10.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 03.10.1962, Blaðsíða 8
Bindindisdagurinn SL. ÁR hefur drykkjuskapur orðið svo áberandi í sambandi við ýmis mannamót, að blöðin hafa sameinazt um að átelja og fordæma þann ósóma. Áreiðan- lega hefur þetta komið að góðu gagni. Einnig verður að gera ráð fyrir, að hinn almenni bind- indisdagur í fyrra haust hafi átt sinn þátt í að minna þjóðina all- rækilega á þetta vandamál. Þá birtu blöðin áhrifaríkar ritgerð- ir um áfengismál og bindindi, og flutt voru ágæt útvarpserindi Laun bæjarstarfs- manna hækkuð BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt, að mæla með 7% kauphækkun til bæjarstarfs- manna, og að sú kauphækkun verði reiknuð frá 1. júní sl. Er þetta í samræmi við kauphækk- un ríkisstarfsmanna. ? um hið sama, en auk þess var gert ýmislegt-fleira víðs vegar í landinu til þess að auka áhrif bindindisdagsins, þar á meðal á- gæt þátttaka prestanna, sem þennan dag tóku vel í strenginn með okkur. Stjórn landssambandsins hef- ur nú afráðið,.að næsti almenni bindindisdagui- • skuli vera sunnudagurinn 14. október nk., og heitir ,hún nú á alla góða krafta í landinu, sem láta sig varða. þetta vandamál, að gera þennan bindindisdag sem á- hrifaríkastan, því að enn er þess full þörf. Sérstaklega send- um við kveðju okkar prestum landsins og biðjum þá vinsam- legast að minnast dagsins í ræð- um sínum þennan sunnudag, og bindindisstarfsins. Breyting til batnaðar í þessum efnum verð- ur að fást, og til þess er sterkt almenningsálit fyrsta stóra spor- (Framhald á bls. 5.) § Þetta er víst ósvikinn gæsagangur. Myndin tekin á fuglabúi Brynjólfs veitingamanns á Akureyri. Hrútasýningar í Eyjafj.sýslu Vilja aínesna presfskosningar HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarð- arprófastsdæmis var haldinn á Munkaþverá og Freyvangi 30. september sl. Þar voru flestir prestar og safnaðarfulltrúar hér- aðsins samankomnir. Hófst fundurinn með guðsþjónustu, þar sem séra Benjamín Kristj- ánsson prédikaði. Erindi fluttu sr. Sigurður Stefánsson, vígslu- biskup og fjallaði það um kirkjuleg mál, séra Pétur Sigur- geirsson flutti erindi um æsku- lýðsstarfsemi og séra Ragnar F. Lárusson um prentunarsögu Biblíunnar. Meðal samþykkta fundarins eru þessar helztar: Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis er sammála ályktun síðasta almenna kirkjufundar 1961, að nauðsynlegt sé að breyta núgildandi lbgum um prestkosningar í það horf, að prestkosningar leggist niður, en prestaköllin verði veitt eftir til- nefning ubiskups. Fundurinn minnir opinbera aðila á friðhelgi sunnudagsins og að ekki séu ákveðnar óvið- eigandi samkomur á messutíma (sennilega átt við íþróttamót, fundahöld og dans). Fundurinn lýsir einróma fylgi sínu við stofnun lýðháskóla í Skálholti. Jafnframt telur fund- urinn, að vinna beri markvisst að því, að endurreisa báða gömlu biskupsstólana í ein- hverri mynd og leggur áherzlu á, að það mál verði rækilega undirbúið og afgreitt svo sem unnt er á næsta ári, er nýja dómkirkjan í Skálholti verður fullgerð, en minnst verður tveggja alda afmælis dómkirkj- unnar á Hólum. ? HRUTASYNINGUM í Eyja- fjarðarsýslu er nýlokið og voru þær í öllum hreppum sýslunnar nema Hrísey og Grímsey. Og þær voru einnig á Akureyri, Ól- afsfirði og Siglufirði. Aðaldómarar frá Búnaðarfé- lagi íslands voru dr. Halldór Pálsson og Egill Bjarnason, ráðunautur á Sauðárkróki. Á þessum sýningum voru sýndir 670 hrútar og af þeim fengu 236 fyrstu verðlaun, 231 önnur verðlaun, 115 hrútar fengu þriðju verðlaun og 88 enga viðurkenningu. í Svarfaðardal voru flestir hrútar sýndir, eða 111 að tölu. Af þeim hlutu 42 1. verðlaun. í Saurbæjarhreppi fengu 35 hrút- ar 1. verðlaun af 108, sem sýnd- ir voru; í Skriðuhreppi voru sýndir 82 hrútar og af þeim fengu 22 1. verðlaun; 30 hrútar hlutu fyrstu verðlaun í Önguls- staðahreppi af 70, sem mættir voru; í Öxnadal voru 64 sýndir og 28 fengu 1. verðiaun; í Arn- arneshreppi komu 63 á sýningu og 17 af þeim fengu 1. verðlaun; í Dalvíkurhreppi fengu 16 hrút- ar 1. verðlaun af 51; í Hrafna- gilshreppi fengu 15 1. verðlaun af 34 sýndum; á Akureyri hlutu 10 hrútar 1. verðlaun af 25sýnd- um; í Árskógshreppi voru sýnd- ir 23 hrútar og hlutu 9 1. verð- laun; í Glæsibæjarhreppi voru Heybruni i Hörgárdal Ófeigsstöðum, 1. október. Tíðin er leiðinleg. Slátrunin hér er í fullum gangi og verður lógað 4—5000 fjár. Féð er sæmilega vænt í Kinn og heldur betra en í fyrra, en víða er vigtin á því léleg austan Fljóts. Heyskap er að fullu lokið alls staðar og kornskurði er lokið hjá Öxará og byrjað að slá á ökrunum í SJÖTUGSAFMÆLI. Frú Berg- þóra Magnúsdóttir á Halldórs- stöðum í Laxárdal í S.-Þing- eyjarsýslu varð sjötug í gær. Hún er kunn að gáfum og skörungsskap. ENN varð heybruni í síðustu viku og að þessu sinni að Auð- brekku í Hörgárdal á félagsbúi bræðranna Þóris og Stefáns Valgeirssona. Eldurinn kom upp í stórri fjárhúshlöðu, sem í voru um 1000 hestar af heyi, vel verkuðu, að því er sjónarvottar segja. í hlöðunni er ekki súg- þurrkun. Eldsins varð vart um vinnubrögð! Reykjadal. Uppskera korns mun sízt lakari en annars stað- ar á landinu, nema ef til vill undir Eyjafjöllum. Heimtur voru slæmar vestan Skjálfandafljóts í fyrstu göng- um. 14 kindur úr Kinn fundust í Hvanndölum, sem er afrétt Fnjóskdælinga. Þar er bratt og erfitt að fást við fé. Ég kom frá Akureyri í dag og sá hvergi. nema mannúðleg vinnubrögð! . . Mislingar hafa ekki náð að breiðast út og hafa ekki komii*' hér í sveit. í Norður-Þingeyjar- sýslu hafa mislingar lag/.t þungt áfólk. ? klukkan 7 á þriðjudagskvöldið. Þak hlöðunnar féll mjög fljótt og eldurinn í því, svo ég heyinu, varð mjög mikill. Slökkvilið frá Akureyri og Hjalteyri komu á vettvang, ennfremur hjálpar- menn úr nági-enninu. Barizt var við eldinn í tvo sólarhringa, eða til fimmtudagskvölds, og er það óvenjulega löng og hörð barátta við hlöðueld. Taka varð allt heyið út- og var það mikið verk og erfitt. Hlað- an er 30 metra löng og ekki um nema eina útgönguleið að ræða, vegna aðstóðunnar. Slökkvilið- ið hélt vörð allan tímann með tvær dælur í gangi eða tilbúnar, enda ekki vanþörf, því elSur- inn gaus upp hvað eftir annað við flutninginn á heyinu, en hins vegar var reynt að bleyta það sem minnst. Talið er, að veggir hlöðunnar og áfast fjárhús séu að mestu óskemmdir. Hús og hey var brunatryggt. Tjónið er engu að síður mikið og tilfinnanlegt. Um orsök eldsins er ekki vit- að með vissu. Góð verkun heys- ins bendir ekki til þess að hey- hitinn hafi valdið íkveikjunni. Heyið ónýttist nær allt. ? 20 hrútar sýndir og fengu 7 1. verðlaun; í Ólafsfirði vorusýnd- ir 15 og 2 fengu 1. verðlaun; á Siglufirði fengu 3 hrútar verð- laun af 4 sýndum. Afkvæmasýndir voru 11 hrút- ar og 7 ær. Af hrútunum hlutu 1. verðlaun: Sómi frá Syðra- Holti, eigandi Sigurður Ólafs- son; Þór á Grund, eigandi Þór: hallur Pétursson, báðir úr Svarfaðardal. Auk þess hlutu 8 hrútar 2. verðlaun fyrir af- (Framhald á 2. síðu.) Nýskipan iþróttamála Iþróttamannvirki bæjarins undir nvrri stjórn SAMKVÆMT tillögu frá síð- asta ársþingi íþróttabandalags Akureyi-ar, gerði bæjarstjórnþá breytingu á stjórn íþróttamála hér í bæ, að fela íþróttamann- virki bæjarins nýrri nefnd, sem skipuð er 5 mönnum. Nefnd þessi á að sjá um rekstur og viðhald íþróttavallarins, sund- laugarinnar,, íþróttahússins og hótelsins í Hlíðarf jalli. Ennfrem- ur að gera tillögur um ný mannvirki og vera bæjarstjórn- inni ráðgefandi í þeim íþrótta- málum, sem bæjarfélagið hefur á sínum snærum. Nefndina eða ráðið, sem sam- kvæmt ofanskráðu var kosið, skipa þessir menn: Haraldur M. Mývetningar eru fy. nrstu gongum Reynihlíð, 1. október. Nýlega voru menn að sunnan að mæla hér fyrir mannvirkjum væntan- legrar kísilgúrverksmiðj u. Verk- smiðjubyggingin verður í tveim aðalhlutum og á tveim s.töðum, í Bjamarflagi og við Helgavog. í gær var farið í fyrstu göng- ur og verður réttað á miðviku- daginn. Búið er að leggja háspennu- línu hingað og stauralínu og þræði héðan að Álftagerði. — Vonir standa til, að á þessu svæði fái fólk rafmagn í vetur. Veiði lauk í vatninu 27 sept- ember og stendur friðunin.til 31. janúar. ? Sigurðsson, formaður, Hermann Stefánsson, Bragi Sigurjóns- son og Ingólfur Árnason. Auk þessara manna er formaður íþróttabandalags Akureyrar sjálfkjörinn. Fimmti maður nefndarinnar er því Ármann Dalmannsson, er áður var for- maður íþróttahússnefndar og Vallarráðs, og óskaði að létta af sér störfum viðkomandi þessum mannvirkjum. En bæði íþrótta- hússnefnd og Vallarráð starfa ekki lengur. Hins vegar starfar bygginganefnd Skíðahótelsins á- fram, þótt reksturinn falli á starfsvið nýju nefndarinnar. ? Nyrzti bær landsins fékk síma Grímsey, 1. október. Tungufoss tók hér nýlega 1575 tunnur af saltsíld. Gekk útskipun vel, þótt veðrið væri ekki gott. Þetta er í fyrsta sinn að svo stórt skip leggst hér að bryggju og var okkur fagnaðarefni. Slátrun stendur yfir. Útibú KEA saltar kjötið og tekur gær- urnar til sölumeðferðar. Dilka- kjötið frá Grímsey þykir herra- mannsmatur. Hér er verið að byggja tvö í- búðarhús og fiskhús. Snjó höfum við ekki séð enn- þá, nema þegar litið er til lands. Búið er að leggja síma á nyrzta bæ eyjarinnar, Bása, sem einnig er nyrzti bær á íslandi. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.