Dagur - 20.10.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1962, Blaðsíða 5
4 5 iiimiimiiiiii immmmmmmmmmmii mmmmmmmi mmmmmmmiim immmmmmmmmmmmimmmiiimmmii immmmi ‘iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui iiimiiiiiiiimm iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiitiiinii' Daguk i Smíði stálskipa á Akureyri I ÞESSU BLAÐI er merk frétt birt frá Sauðárkréki. Rennismiður þar á staðn- um hefur byggt 17 rúmlesta stálbát og er það fyrsti norðlenzki fiskibáturinn, sem byggður er úr stáli. Þetta ætti að gefa Akureyringum dálítið umhug'sunar- efni. Skipasmiðamar í höfuðstað Norður lands, sem er athyglisverður þáttur at- vinnulífsins, hafa ætíð verið miðaðar við tréskip og enn mun tæpast vaknaður fullur skilningur í því tvennu, að hér á Akureyri er auðveldara að hefja smíði stálskipa en víðast annars staðar á land inu, og að það er sízt minna framtíðar- verkefni skipasmiða að byggja úr stáli en tré, samkvæmt þróun síðustu ára. AKUREYRINGAR mega ekki horfa á það með hendur í vösum, að „Suður- nesjamenn“ komi upp stálskipasmíða- stöðvum með sérstakri aðstoð frá rík- inu, án þess að liefjast handa. Sams kon- ar aðstoð myndi Akureyringum eflaust falla í skaut ef eftir því væri leitað, og ætti hún að lyfta þessari nýju grein yfir marga byrjunarörðugleika. Færeyingar hafa komið upp tveim slíkum stöðvum hjá sér og virðist allt benda til þess, að mikil áherzla verði lögð á skjóta aukningu þessarar fram- Ieiðslu þar í landi. EÐLILEGUR VÖXTUR Akureyrarkaup staðar hlýtur að byggjast á auknum iðnaði. Nýjar iðngreinar, ásamt aukningu hinna eldri, eru því mjög æskilegar. í sambandi við smiði stálskipa er vert að athuga, að hinn mikli fjöldi iðnaðar- manna, sem nú er hér, gerir stálskipa- smíði tiltölulega auðvelda, því að við slíkar smíðar þurfa margar iðngreinar að koma til. Ilin mikla innlenda þörf fyrir fiskibáta og flutningaskip gerir skipasmíðar aðkallandi innanlands. I þeiin umræðum, sem áður hafa farið fram hér í blaðinu, hafa fagmenn látið i ljósi mikinn áliuga fyrir skipasmíðum úr stáli og fært að því gild rök að hefj- ast beri handa í þessu efni. Akureyrar- bátamir hafa fyrir löngu vakið landsat- hygli og enn er Snæfell talandi tákn um kunnáttu Akureyringa í skipasmíðum. Ætla mætti að nýsmíði úr stáli yrði ekki lakari framleiðsla. FYRIR síðustu bæjarstjómarkosningar var stálskipasmíðin á dagskrá. Yfirlýsing Framsóknarmanna og fleiri stjórnmála- flokka um fylgi við þetta mál var eðlilegt framhald af umræðum, sem um þetta voru hafnar á opinberum vettvangi. Hér er aftur á þetta minnt, ekki sem pólitískt mál, heldur sem nauðsynjamál fyrir bæjarbúa almennt, sem bæjarfélagið sjálft þarf að styðja. Fyrirtæki í bænum og áhugasamir einstaklingar þurfa að halda málinu vakandi og undirbúa frum- drög að áætlun hið fyrsta. Sennilegt er, að bæjarstjórnin yrði sammála um að vera Ieiðandi kraftur í upphafi undir- búnings, meðal annars við að leita eftir því innan bæjarins, hverjir vilja og geta hafið smíði stálskipa og með því einnig að auðvelda framkvæmdir að því er til bæjarins kasta kemur. □ Farið þið á bak við flokksbroddana Æskuverndarstarf .j í BLAÐINU „íslendingi“ frá 21. september er m. a. eftirfarandi gréiriarstúfur: • „Á sínum tíma knúðu Fram- sóknarmenn í bændastétt það fram, að bændur landsins yrðu skattlagðir um nokkra milljóna- tugi til að koma upp 1. flokks hóteli í Reykjavík. Enginn Framsóknarmaður möglaði, en sumir aðrir létu sér fátt um finnast og töldu eflingu land- búnaðarins nærtækara verkefni fyrir stéttina en að byggja yfir „útlenda túrista“...En valdið var í höndum meirihlutans... . Á síðasta Alþingi kom til að- gerða út af því, að lánasjóðir landbúnaðarins voru nánast gjaldþrota og enginn peningur til að lífga þá við eftir hina hörmulegu frammistöðu V.- stjórnarinnar. Þá var gert að lögum, að auk mikils fjárfram- lags ríkissjóðs skyldu bændur leggja fram sem svaraði fram- lagi þeirra til hótelbyggingar- innar, en auk þess skyldu neyt- endur landbúnaðarvara gjalda ámóta skatt til eflingar þessum lánasjóði landbúnaðarins. Frum varpið var afgreitt sem lög frá Alþingi og hefur hvergi heyrzt hósti né stuna frá neytendum yfir þeirri skattlagningu til efl- ingar landbúnaðinum, en Fram- sóknarforustan hefur komið upp margrödduðum kór meðal bænda til að mótmæla því að ÞEIR SJÁLFIR legðu nokkuð af mörkum til að efla lánasjóði sína. Nei, takk! Upp með hótel- ið, niður með landbúnaðinn, er texti þessa kórs.“ Þetta er greinarkaflinn í fs- lendingi. í Reykjavíkurbréfi frá 15. september er skrifað um inn anríkismál í Rússlandi — eða á íslandi (ég veit ekki hvort Morgunblaðið ruglar þarna sam an Rússlandi og íslandi, eða ég misskil Morgunblaðið). Þar seg ir þetta m. a.: „Framsóknarflokkurinn á meg inhluta fylgis síns því að þakka, að honum hefur í sumum hér- uðum tekizt að einoka blaða- kost og vendilega gætt þess að láta blöð sín þegja um aðrar fregnir en þær, sem flokks- broddunum líkaði að fólkinu bærist.“ Þetta finnst mér aldeilis ó- mögulegt hjá Framsóknar- flokknum, og vil því biðja „Dag“ að fara nú á bak við flokksbroddana og birta þessar tilvitnanir, og af því að ég er alveg á móti svona einokun, ætla ég og að vitna um fleira. „íslendingur" virðist gera ráð fyrir jafnháu gjaldi frá bænd- um til lánasjóða landbúnaðar- ins og til „Hótelsins“. Nú er skattur bænda til stofnlánadeild arinnar 1% álag á söluvörur landbúnaðarins og tekinn af út- hlutunarverði til bænda. Vitna ég til greinargerðar með frum- varpinu, sem auðvitað var gert að lögum án þess að Framsókn- armönnum væri leyft að gera á því breytingar til hins verra. í greinargerðinni, sem Ingólfur landbúnaðarráðherra hefur sjálfsagt samið, er gert ráð fyr- ir, að skatturinn hjá bændum „ætti að geta numið rúmum 8 millj. kr.“ árið 1963. „íslending- ur segir, að neytendur skuli greiða „ámóta skatt“. Greinar- gerð Ingólfs áætlar hann „um 5,5 millj. kr.“ árið 1963. Ekki er hætta að snarist.. Um greinargerðina og lögin geta menn lesið í grein eftir Arnór Sigurjónsson ritstjóra í Árbók Landbúnaðarins 1962, bls. 103— 118. Þessi samsvarandi skattur til hólelsins í Reykjavík hlýtur að vera búnaðarmálasjóðsgjald- ið. Það er jú líka 1% skattur af brúttótekjum bænda, og auk þess, sem „íslendingur“ segir, held ég að bæði Alþýðublaðið og Morgunblaðið hafi sagt nokk urn veginn greinilega, að skatt- urinn gengi allur til hótelbygg- ingarinnar. Þá hlýtur þetta líka að vera satt. Þó er einhver minniháttar ónámkvæmni í þessu annaðhvort hjá blöðun- um eða Ingólfi í greinargerð- inni, því að þar talar hann um Vi% til Bændahallarinnar. En hvað er um að tala? Allir sjá, að ekki er umtalsverður munur á svo lágum tölum sem Vi og 1 — jafnvel þó að það séu %. Hinsvegar eru Framsóknar- menn víst í meirihluta í Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og því ekkert að marka það, sem þeir segja í skýrslum í 4. hefti Árbókarinnar 1961, að Bænda- höllin hafi fengið helming inn- heimtra gjalda, en hitt hafi skipzt að jöfnu milli Stéttar- sambandsins og búnaðarsam- bandanna, og einber vitleysa hlýtur það að vera, sem ég hef þó einhvers staðar heyrt, að hluti af hótelskattinum gangi svo langt að greiða hluta af launum héraðsráðunautanna — t. d. Inga Garðars, Eiríks Ey- lands og Skafta í Garði. Til dæmis um ómerkilegan málflutning ,framsóknarmanna‘ í Framleiðsluráði er það, að þar sem „íslendingur" upplýsir um „nokkurra milljónatuga“ skatt til hótelsins, þá halda þeir því fram í skýrslu í 2. hefti Árbók- arinnar 1962 að frá upphafi til 7. ág. í sumar hafi alls verið varið af þessum skatti til Bændahallarinnar kr. 8.260.010. 12. Ætli þeir eigi þó ekki við hótelið, þegar þeir tala um Bændahöll? „íslendingur“ skrifar um „V.- stjórn“, sem hafí staðið sig hörmulega og hálfdrepið lána- sjóði landbúnaðarins. Arnór Sig urjónsson segir í greininni um stofnlánadeild landbúnðarins, sem ég vitnaði í áðan, að Bygg- ingasjóður og Ræktunarsjóður „námu vaxa vel og dafna“ til ársloka 1957. Svo hafi komið „bjargráð", sem hafi kostað sjóð ina 31.7 millj. kr., en árin 1960 —1961 hafi svo komið viðreisn með gengisfellingum, sem hafi kostað sjóðina 99.4 millj. auk þess sem reksturshalli þeirra árin 1958—1961 var 12,3 millj. og hafi sjóðirnir að því loknu átt 34.4 millj. kr. minna en ekki neitt. Ég skil að vísu ekki hvað það er, þessi viðreisn með gengis- fellingum, en mér finnst þetta koma mjög vel heim við það, sem „íslendingur“ segir, enda held ég að Arnór hafi ekki verið Framsóknarmaður í fjölda ára — það var einhver „V.-stjórn“ við völd árin 1960—’61 — ekki sama stjórnin og nú situr, sem mér skilst á hógværum skrifum bæði Margunblaðs og Alþýðu- blaðs, að ráði bæði göngu síldar og skini sólar. En því var þá ekki sólskin á bændum í sum- ar? Öllum getur yfirsézt, bæði ágætri ríkisstjórn og Arnóri, þar sem hann virðist halda því fram, að í raun og véru hefði ekki átt að skattleggja bændur neitt, sérstaklega vegna eflingar sjóðanna, þar sem „Bjargráð“ og „Viðreisn11 hafi allra sízt ver- ið bændum að kenna. (Á kann- ski að segja þakka?) Ég hef nokkrum sinnum kom- ið í Búnaðarfélagshúsið í Reykjavík. Það hefur sjálfsagt verið ágætt hús fyrir 50 árum, en þegar ég kom þar, fannst mér af stofnunum landbúnaðar- ins væri brýn þörf á að eignast nýtt hús. Hinsvegar hélt ég fyrst, að ekki væri þörf á 8 hæða húsi. En svo fór ég að tala um þetta við ágætan kunningja minn, sjálfstæðismann í Reykja vík, og hann sannfærði mig al- veg um hið gagnstæða. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Borgarstjórnin sýndi þann myndarskap að úthluta bænda- stéttinni ágætri lóð á einum bezta stað í borginni. (Ég man ekki hvort hann sagði að ráðg- azt hefði verið við Alxeander). Þá er það beinlínis skylda bænda að byggja stórt, enda ó- dýrast þegar allt kemur til alls og hreinn gróðavegur þegar frá líður. Ég þarf, sagði hann, að fara að byggja yfir „vesenið“, svona hornhús ca. 30 m með annarri götunni en 50 m með hinni og svo port á bakvið. Sjálfur þarf ég ekki nema tveggja hæða hús fyrir mitt „vesen“, en allir bisnissmenn segja, að fái ég gott horn í borg inni, þá eigi ég að byggja minnst fjögra hæða hús, leigja svo efri hæðirnar fyrir verzl- j anir og skrifstofur og láta þær ! þannig borga allan kofann. I Sjáðu bara Fiskifélagið, hvað = það gerir. Það byggir svoleiðis, 1 að það leigir Útvarpi Reykjavík E ur með Vilhjálmi óg öllu saman i og tekur 4 millj. á ári í leigu.“ I Eitthvað svipað þessu hafa | sjálfsagt forystumenn bænda j hugsað og getur það kallazt í j mikið ráðizt, að allir landsins \ bændur byggi eitt 8 hæða hús, I þegar sonur fátæks bónda og j bílstjóra á að dómi bisniss- I manna að byggja fjórar hæðir? j Ég býst við að „íslendingur“ sé \ í raun og veru sammála mér og ; Sjálfstæðismanninum í Reykja- j vík um þetta, en hitt gæti ég ! vel fallizt á, ef „íslendingi“ væri 1 það geðfelldara, -að frekar hefði ! átt að vera t. d. myndarlegt ! kaupfélag í Bændahöllinni en j hótel. Nú hef ég einhversstaðar ! lesið, að allar áætlanir sem i gerðar voru í upphafi um verð ! á húsinu hafi farið svo í graut, ! að ekki sé þar lengur til heil j brú. Sé það að kenna (eða ! þakka) „Bjargráðum“ vinstri j stjórnarinnar og þó aðallega við ! reisn með gengisfellingum, sem ! rekja megi til V.-stjórnarinnar, j er ríkti árin 1960—’61. Jafnvel ! snjöllustu veðurfræðingum | skjátlast og mér finnst ekki rétt ! að áfellast foringja bænda svo i mjög, þó að þeir sæju ekki fyrir ! það svartaél, sem gegn varð að j ganga unz náð varð fram í það j hreinviðri, sem er ríkjandi und- ! ir handarjaðri þeirrar ríkis- j stjórnar, sem nú situr. En ein- j hver ruglingur hefur orðið um j húsið, sem nú er að verða full- j gert. Ég hélt, að það væri byggt j vegna fagstofnana landbúnaðar j ins. „íslendingur“ lætur liggja j að því, að það sé byggt fyrir j „útlenda túrista" en Alþýðublað j ið, og margir fleiri, kalla það j Bændahöll. Já, Alþýðublaðið — j vel á minnst —. Hafið þið tekið j eftir því, að meðan Tíminn (þ. i e. fréttafölsunarblaðið) og Dag- j ur birta margar og langar stagl- j og öfgagreinar um landbúnað- j inn, þá þjappar Alþýðublaðið öllum rökum, er varða búskap, saman í eina þaulhugsaða og hnitmiðaða setningu: „Sjáið Bændahöllina“. Þetta er að kunna til víga. Eitt er það í margnefndri ís- lendingsgrein ,sem ég held að rekja ve'rði til mistaka í prent- un. Þar er talað um bændakór, sem syngi textann: „Niður með j landbúnaðinn“. Það er nefni- j lega á öðrum stað í blaðinu frétt ! um söngstarfsemi Sigríðar j Schiöth í Hólshúsum í Eyja- ! firði fram. Sagt er, að hún j stjórni þremur kirkjukórum og j gefið í skyn, að hún syngi í ! karlakór. Hinsvegar er bóndi j hennar, Helgi Schiöth, sagður j hafa fullyrt, að landbúnaðar- j störf væru einna verst launuð j af öllum störfum, sem þjóðfélag j ið hefði að bjóða. Þetta held ég j að sé ein endemis prentvilla allt j saman. Ég álít að fréttin um Sig j ríði frá Lómatjörn hafi átt að j vera sú, að hún stjórnaði fimm j kórum: þremur kirkjukórum, I karlakór —- og bændakór — og j að Helgi syngi einsöng með j bændakómum. Prentvillur geta j komið fyrir í beztu blöðum. Ég vil svo að endingu skora j á sem flesta að fara á bak við Framsóknarbroddana og lesa stuðningsblöð ríkisst j órnarinn- ar, svo að þeir geti séð afrek hennar í skírara ljósi en fyrr. Hlöðver Þ. IHöðversson, Björgum. FLJÓTANDI í VÍNI í LEIÐARA síðasta blaðs, þar sem talað er um að ekki sé gengið hart eftir að lagaákvæð- um um lágmarksaldur sé fram- fylgt á skemmtistöðum, gæzlu- menn vanræki störf sín og að allt sé fljótandi í víni, skal það tekið fram, að hér er ekki átt við þann stað hér í bæ, sem hefur leyfi til að selja vín. □ I. VIÐAUKI. í „DEGI“ birtist 6. þ. m. all-löng frásögn af ráðstöfunum stór- borgar til verndar börnum og æskulýð borgarinnar. Með út- hverfum sínum mun Björgvin í Noregi vera álíka mannmörg og ísland um þessar mundir, og má því teljast stórborg á Norður- landa vísu. Var því eigi ófróð- legt að athuga hvernig þar væri snúist við vandamálum þeim, sem nú bryddir á um of, einnig í fámenninu hérlendis. Það er því gleðilegt, að hér heima virðist þegar hafa verið lagst á þá sveifina, sem í er- lendri stórborg er talin einna líklegust til úrbóta á þessum vettvangi. Mikilsverður vísir virðist þegar sprottinn hér heima með Æskulýðsráði Reykjavíkur og Tómstunda- þætti Jóns Pálssonar í Ríkisút- varpinu. Nær hann til alls lands ins, er afar vinsæll og mjög mikilvægur á marga vegu. Slíka „Tómstundaþætti“ mætti óefað stunda verklega í bæjum vorum og kauptúnum. Hafa t. d. templarar á Akureyri rekið þessháttar starfsemi all- fjölþætta meðal æskulýðs Akur eyrar í gistihúsi sínu og félags- heimili Varðborð undanfarin ár um all langt skeið. Ætti bæjar- stjórn Akureyrar að styrkja þá starfsemi ríkulega, svo að hún geti fært út kvíarnar! Það er sorglegur sannleikur, að meginhluta óknytta sinna, skemmdarverka og bellibragða hafa íslenzk börn og unglingar lært af „forboðnum“ bíó-mynd- um og glæpsamlegum inn á milli, og síðan aukið fróðleik sinn og kunnáttu með sorprit- um og glæpasögum, — og úti- vist barna fram yfir miðnætti. Á þeim vettvangi skortir hvorki kennslubækur né kennara! Ég hefi sjálfur orðið alls þessa var hér á Akureyri. II. ÁBYRGÐ BLAÐANNA. Á hitt ber einnig að benda, sem engu síður er háskalegt, einna helzt þó fyrir stálpaða unglinga, en það er, hve ábyrgð arlaust og kæruleysislega blöð vor — alltof mörg — segja frá skemmdarverkum og jafnvel glæpsamlegum afbrotum ung- linga! Frásagnir þessar eru alloft með stórum fyrirsögnum, jafn- vel fleirdálkuðum, og stundum í „ramma', skráðar í hreinum reyfarastíl, og afbrotamennirn- ir ungu hálfvegis gerðir að hetj- um dags og nætur! Rakinn er innbrotaferill þeirra og upp- brota og skemmdarverk öll inn anhúss. Og stundum bregður jafnvel fyrir hálfgerðum vor- kunnar-tón blaðamannsins, er hann skýrir frá, „hvé lítið þeir hafi nú haft upp úr krafstrinum aðeins 200—300 krónur“ — í Framhald á bls. 7. V - KVARTAÐ YFIR SAUÐFÉNU í BÆNUM. Sauðfjárræktin á Akureyri er að sjálfsögðu háð þeim takmörk unum að skrúðgarðaeigendur verði ekki fyrir ágangi kinda. Þessu gleyma fjáreigendur oft og gæta ekki fjárins haust og vor sem skyldi. Þeir treysta á góðvild manna í garð kindanna og slælegt eftirlit — í staðinn fyrir fjárheldar girðingar, svo sem þeim ber að hafa fyrir sauð féð. Enn á ný hafa árekstar orðið út af ágangi sauðfjár og eru garðeigendur gramir. Hafa þeir óskað þess getið að úrbóta sé þörf í þessu efni. VANÞROSKI ÍÞRÓTTA- MANNA. Samkvæmt reynslu undanfar- inna ára, telst það til undan- tekninga í keppnisferðum ís- Þegar Jón í Villinga- dal varð fimmtugur Þó að liúmi hausti að Iilýja sala kynni er þú fimmtugs fyllir blað af ferðasögu þinni. Verði langt til lokaskrár lífs þíns efstu draga. Ber þín mcrki um óræð ár eyfirzk byggðar saga. lenzkra íþróttamanna erlendis, ef keppendur lenda ekki í meiri háttar vandræðum fyrir fíflsku sakir eða ofdrykkju, nema hvort tveggja sé. En slík mál eru þögguð niður eftir föngum, en heimildanna um framkomu íslendinganna er oftast að leita í fréttadálkum erlendra blaða. Þegar svo íslenzkir íþrótta- menn hafa orðið landi sínu og þjóð til mestrar háðungar, utan keppninnar, og lítt við afrek orð aðir á íþróttaleikvanginum, er heimkoma þeirra undirbúin með blómum og fagnaðarlátum. Blöðin birta myndir af „hinum norrænu hetjum“ og útvarpið telur sjálfsagt að landsfólkið fái að heyra raddir þeirra manna, sem kynntu hina fá- mennu þjóð meðal milljónanna, „betur en lambakjöt, fiskur og fornsögurnar hafa nokkru sinni gert“, eins og það var eitt sinn orðað í mikilli hrifningu við heimkomu íþróttamanna, sem á ^ erlendri grund höfðu vakið á sér athygli fyrir algera vöntun á háttvísi. íþróttaforystan í landinu hef- ur verið samtaka um að láta sem ekkert saknæmt hafi skeð, ! af ótta við meiri sparnað á op- i inberu fé til íþróttahreyfingar- 1 innar í heild. Landsfólkið mátti í ekki vita hið sanna og lands- * feðurnir þaðan af síður. Gífur- legum fjárhæðum af sparifé al- mennings er árlega varið til styrktar íþróttastarfseminni í landinu og er það bæði sjálfsagt og nauðsynlegt. Hins vegar verður að gera nokkrar kröfur til íþróttahreyfingarinnar er ÞÆTTIR UM ÞJÓÐMÁL Glæfraspilið 1960 ORÐIÐ „VIÐREISN“, sem ríkisstjórnin og blöð hennar nota um efnahagsráðstafanirnar frá 1960, er stundum haft í háði, enda varla við öðru að búast. Ekki minnast menn þess, að neitt neyðar- ástand ríkti þá í byggðum landsins eða að atvinnuvegir þjóðar- innar væru í þeirri niðurníðslu, að þar væri sérstakrar „viðreisn- ar“ þörf. Þvert á móti er víst óhætt að segja, að hagur almennings hafi, er „viðrcisnin“ liófst, verið allgóður eftir því, scm tíðkazt hefur í þessu landi, atvinna almennt mjög sæmileg og fram- kvæmdir miklar til sjávar og sveita mörg undanfarin ár. sýni, að þessum fjármunum sé ekki á glæ kastað. Þar eru í- þróttaárangrar ekki einhlýtur mælikvarði, heldur miklu frem ur sá manndómur og dreng- skapur, sem íþróttafólk verður að sýna í verki.En mest er um vert þegar hin nauðsynlegu störf eru gerð að íþrótt. En á vettvangi stai'fsins . á þjóðin marga afreksmenn, sem sjaldn- ast eru nefndir á nafn og fæstir vita að eru til. Maðurinn við ár- ina og orfið, og arftakar þeirra í íslenzku atvinnulífi eigá flést íslandsmetin í afrekum. Q FULLIR MENN í FLUGVÉL- UM. Mörgum finnst nauðsynlegt að fá sér eitthvað hjartastyrkj- andi áður en stigið er upp í flugvél. Öðrum finnst betur við hæfi að fá sér duglega í staup- inu. En samkvæmt biturri reynslu hafa ölvaðir menn vald ið slysum og oft stefnt vél og áhöfn í mikla hættu. Og flug- vélar mega ekki flytja ölvaða farþega, nema sem sjúklinga og þá undir eftirliti. Það er á valdi afgreiðslu- manna flugstöðvanna, sem selja farseðlana, að neita drukknu fólki um afgreiðslu. En það matsatriði er erfitt og ósam- ræmt. Mörg dæmi hafa sýnt, að nær allsgáður maður verður óð ur, þegar komið er í nokkra hæð. Oft vill út af því bera, að þessu áfengisvandamáli sé næg- ur gaumur gefinn. Full þörf virðist á því að gera meiri kröf- ur til farþeganna í þessu efni. „Viðreisn“ ríkisstjórnarinnar var því ekki nein viðreisn í venjulegum skilningi. En ný ríkisstjóm og stuðningsmenn hennar á hinu fyrsta Alþingi, er kjörið var eftir afnám gömlu kjördæmanna, tóku sér fyrir hendur að koma á fót nýju verðlagskerfi í landinu, og í því var „viðreisnin“ fólgin. Um það tiltæki hafa þegar verið felldir margir harðir dómar. Sagt hefur verið um „viðreisn- ina“, m. a. að hún hefi stefnt að því að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari, að hún hafi verið dulbúin árás á lífs- kjör vinnandi fólks og endur- vakning íhaldsstefnu frá fyrstu tugum aldarinnar. Að margir hafi þó bjargazt af undanfarin ár, vegna þess að forsjónin hafi gefið þjóðinni góðæri, eink um til sjávarins, og þannig kom ið í veg fyrir, að eins illa færi og efni stóðu til. Um þá liluti skal ekki rætt að sinni. En að því skal nú vikið, hvemig þær ráðstafanir voru, sem gerðar voru árið 1960, og live ólíklegt það var þá þegar, að þær gætu borið þann árang ur, sem formælendur þeirra töldu sig ætla að tryggja, þ. e. jafnvægi I þjóðarbúskapnum og stöðugt verðlag til frambúðar án uppbótarkerfis. Allar ríkisstjórnir eftir styrj- öldina hafa staðið að ráðstöfun- um, sem til þess voru gerðar- að hækka verð á útflutningsvör um Iandsmanna vegna verðlags breytmga innanlands. Hófust þær ráðstafanir með fiskábyrgð inni 1946, í tíð nýsköpunar- stjórnarinnar, sem svo var nefnd. Árið 1950 var um beina gengisbreytmgu að ræða, en venjulega var fjár aflað með yfirfærslugjöldum, gjaldeyris- álagi (,,bátagjaldeyri“) eða sér- stökum aðflutningsgjöldum, til þess að greiða uppbætur á út- flutningsverðið. Síðustu árin fyrir „viðreisnina“ annaðist svonefndur Útflutningssjóður millifærslur þær, sem hér var um að ræða, cn dregið var úr verðuppbótaþörfinni með því að greiða jafnframt niður verð ýmsra neyzluvara innanlands. Síðasta árið fyrir „viðreisn“ (1959) munu greiðslur Útflutn- ingssjóðs til útflutningsuppbóta og annarra beinnar aðstoðar við útflutningsframleiðsluna hafa numið nál. 875 millj. kr. og árið 1958 rúml. 600 millj. kr. Ohætt mun að segja, að gengis- breytingin 1960 hafi yfirleitt ekki skapað útflutningsfram- leiðslunni betri kjör en liún naut þá. Þetta var þá sú upphæð, sem gamla gengið og uppbótarkerf- ið krafðist af notendum erlends gjaldeyris til þess að útflutn- ingsframleiðslan gæti búið við viðunandi verðlag — auk nið- urgreiðslna á vöruverði innan- lands, sem enn haldast og þarf því ekki að ræða í þessu sam- bandi. Verðuppbæturnar féllu að miklu leyti niður við gengis- breytinguna 1960. En hvað kom í staðinn? í því sambandi er rétt að íaka gjaldeyrisviðskipti ársins 1959 seni dæmi. En sam- kvæmt yfirliti í Fjármálatíðind- um 1962, bls. 50, nam gjaldeyr- issala bankanna árið 1959 nál. 1500 millj. kr. á gengi þess árs, nál. 3500 millj. kr. á gengi í árs lok 1960 og nál. 4000 milij. kr. á gengi í árslok 1961. Verðhækk- un þessa gjaldeyrismagns 1960 (um 134%) nam því um 2000 millj. kr. og samanlögð hækk- un 1960—61 um 2500 millj. kr. En hér kom fleira til. Umsetn ing fjárlaga og þar með álögur á þjóðina liefur hækkað um 600 millj. kr. síðan á árinu 1959, ef miðað er við fjárlög áranna 1959 og 1962, og um nál. 870 millj. kr. síðan á árinu 1958, reiknað á santa hátt. Að sjálf- sögðu hækkaði álagning á vör- ur líka vegna gengisbreytingar- innar. Á sama tíma voru hvers kon- ar útlánsvextir til aívinnu- rekstrar og framkvæmda stór- liækkaðir, almennir bankavext- ir t. d. úr 7% upp í 11% fyrst um sinn. Vextir af föstum fram kvæmdalánum, sem ekki verða að fullu greidd fyrr en eftir ca. 15—40 ár, voru t. d. hækkaðir um þriðjung eða meira. Það var fyrirfram vitanlegt, að allar þessar stórkostlegu hækkanir á erlendum gjaldeyri, ríkisálögum, álagningu og vöxt- um lilutu að koma fram sem gíf urleg verðhækkun í landinu og að hér var um svo miklar til- færslur fjár að ræða í efnahags- lífinu að kalla mátti byltingu á því sviði. Svo snögg og mikil röskun þess, sem áður var, hlaut að korna víða liart niður, og það á mörgum, sent ekki máttu við því, einstaklingum, lieimilum og atvinnureksíri. Og hún hlaut að draga mjög úr þeim ábata, sem útflutnings- framleiðslan gat haft af gengis- breytingu (þ. e. verðhækkun gjaldeyrisvöru í ísl. krónum). Jafnframt var svo ákveðið með lögurn, að hætta skyldi með öllu kaupgreiðslum sant- kvæmt vísitölu, það var ekki einu sinni reynd sú aðferð, sem beitt hefur verið erlendis, og einnig hér á sínunt tíma, að tak marka áhrif vísitölunnar í stað þess að afnema þau. Djarft skyldi spilið vera — „penna- strikið“ bemt — og ekki meira um það! Sjálfsagt er að gera ráð fyrir því, að ríkisstjórnin hafi verið í góðri trú, þegar hún taldi sig geta ráðið bót á vanda efnahags lífsins og sér í lagi útflutnings- framleiðslunnar með „penna- striki“ af þessu tagi. Hitt hefur henni þó hlotið að vera ljóst, að uppbótarkerfið var ekki úr sög unni árið 1960, þar sem haldið var áfram niðurgreiðslum á vöruverði innanlands, sem voru einn meginþáttur þess kerfis. En í augum þeirra, sem ekki liöfðu trú ríkisstjórnarinnar á þessu máli, var hér um glæfra- spil að ræða — glæfraspil vegna þess að svo mikið var í húfi og lítil von um þann árangur, sem boðaður var. Eða livernig gátu t. d. ýmsir forvígismenn Sjálf- stæðisflokksins, sem sumarið 1958 liöfðu hvatt stéttarfélög til kauphækkana af miklu minna tilefni, búizt við, að nú yrði allt með kyrrum kjörum á þeim vettvangi, svo að ekki sé fleira nefnt? Og hvemig var hægt að búast við því, að gengisskrán- ing ein gæti til frambúðar skap að hæfilegt verð fyrir allar greinar útflutningsframleiðsl- unnar? Víst er um það, að margir, sem hafa fullan hug á að taka þjóðholla afstöðu til mála — án annarlegra sjónarmiða — fylgd- ust með því með þungum á- hyggjum, þegar þetta glæfra- spil var hafið. Á ýmsan liátt voru þessar efnahagsráðstafan- ir svo fráleitar, að ekki var við unandi. En á hinn bóginn vóru þær í heild svo djúptækar, að þjóðin gat ekki látið þær mis- takast með öllu án þess að nýr vandi skapaðist. Sýnt var, að ef að því kæmi að byggja þyrfti upp að nýju, eftir uppgjöf „við- reisnarinnar“ yrði það ekki gert á grundvelli þess verðlags, sem hér var á árunum 1958 eða 1959, heldur á grundvelli nýrrar dýr- tíðar, nýrrar verðbólgu og mynteiningar, sem að vísu var lítil fyrir þremur árum, en nú er þó orðin miklu minni en hún var þá. Blikur eru nú á lofti. Tvær almennar kauphækkanir og ein gengisbreyting liafa þegar átt sér stað á „viðreisnartímanum“. Flestir kjarasamningar munu nú lausir vegna hækkunar vísi- tölu á þessu ári. Það, sem rík- isstjórnin hélt fram, að hún myndi geta látið kjaradeilur vera sér óviðkomandi, hefur ckki staðizt. Launakerfi opin- berra starfsmanna er hrunið og búið að afnema launalögin. Um- setning fjárlaga ríkisins kemst á þriðja milljarðinn á næsta ári, óvíst enn liv'e liátt. Lán þau, sem tekin eru til liúsbygginga og ýmsra annarra framkvæmda, gera í sumum tilfellum litlu eða ekki betur en að hrökkva fyrir verðhækkuninni einni saman. Verðbólguskrúfan snýst enn, og liætt er við, að snúningslirað- inn aukist. Reynslan virðist (Framhald á bls. 6)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.