Dagur - 24.10.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1962, Blaðsíða 1
Mái.gagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 Sí.mi 1106. Sf.tningu og i-rkntun annast Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri *___________________________> Dagur XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. október 1962 — 54 tbl. Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚELSSON . ARGAiNGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddagi f.r 1. júi.í Bladid kemur út á midvikudög* UM OG Á LAUGARDÖGUM, ÞFGAR ÁST.EÐA ÞYKIR TIL .______________________________> Hafnbann á Kúbu Ræða Kennedys í fyrrakv. vakti heimsathygli í FYRRAKVÖLD hélt Kennedy Bandaríkjaforseti útvarps- og sjónvarpsræðu, sem vakið hefur lieimsathygli. Hann sagði, að óyggjandi sannanir lægju fyrir því að Rússar hefðu, með leynd, komiö sér upp kjarnorkueldflaugum á Kúbu, sem Bandaríkjunum stæði ógn af, þar sem þeim mætti auðveldlega beina til inargra stærstu borga Bandaríkjanna. Á LAUGARD. var slökkliðiÖ kallað út vegna elds í rusli við vörugeymslu á bak við Hafnar- stræti 90. Fljótlega varð eldur- inn óskaðlegur og að fullu yfir- unninn. ELDUR f MÓ. Þá var slökkviliðið kallað að Hömrum, í nágrenni bæjarins. Þar hafði verið kveikt í rusli, en eldur borist í þurran upp- gröft úr mómýri þar nærri. Þann eld var erfitt að slökkva og tók það sjö klukkutíma og hálfum betur að slökkva að fullu. Hvassviðri var og landið mjög þurrt, þar sem ruðning- unum hafði verið jafnað út. □ HVERT SKIP STÖÐVAÐ. Forsetinn taldi þessa ógnun Rússa svo alvarlega, að stjóm sín hefði þegar ákveðið byrjun- araðgerðir til að mæta vandan- um. Þær eru m. a. í því fólgnar, að stöðvað verður hvert það skip, sem flytur árásarvopn til Kúbu, einnig rússnesk skip. KENNEDY AÐVARAR. Forsetinn sendi Krúsjeff persónulega aðvörun um að hætta þegar hinum leynilega vígbúnaði og ógnunum við lieimsfriðinn, og skoraði jafn- framt á hann að reyna ásamt Bandaríkjunum, að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið. EKKI VERÐUR HIKAÐ VIÐ AÐ SÖKKVA SKIPUM. Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna hefur sagt, að ekki yrði hikað við að sökkva rússneskum skipum, ef nauðsyn krefði. □ Enn er unnið við síldina á söltunarstöðvunum. Þessi mynd er frá Dalvík. íslendingasögurnar á sænsku Nýr sjovarnargarður á Hauganesi Á Hauganesi búa margir duglegir sjómenn Á HAUGANESI á Árskógs- strönd eru nú um 120 manns. Þar eru tvö íbúðarhús í bygg- ingu og verzlunarhús KEA er verið að stækka um helming. Sveinn bóndi og smiður í Ytra- Kálfsskinni, stjórnar þessum framkvæmdum, og ennfremur byggingu 92 m sjóvarnargarðs, sem er lokið. Þrjú aftaka stór- brim og önnur minni, á síðustu áratugum, hafa brotið land á Hauganesi, jafnvel svo, að sýnt þótti, að sjórinn myndi aðskilja hafnarmannvirki og þorp, ef ekkert yrði gert til varnar. Nýi sjóvarnargarðurinn er hinn traustlegasti, 2,20 m upp úr jörð, þar sem hann er hæstur og í hann munu hafa farið allt að 70 tonnum af sementi. Tveir elstu torfbæirnir voru jafnaðir við jörð og notaðir til uppfyll- ingar við garðinn. Á Hauganesi er góð höfn í BINGÓ FÉLAG ungra Framsóknar- i manna á Akureyri hefur BINGÓ n. k. sunnudags- kvöld kl. 8,30 að Hótel KEA. Vinningar eru góðir. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu í dag. □ norðanátt. Þaðan eru gerðir út þrír þilfarsbátar, Draupnir, Níels og Sævaldur, og auk þess trillur. Fiskurinn er saltaður á staðnum, en það eykur verð- mæti hans um nálega helming. Sjö menn eru við hvern bát og Siglufjarðarskarð lokað Siglufirði 23. okt. Hér er kom- inn snjór og Skarðið var um það bil að lokast fyrr í dag. Mikil vinna hefur verið við síldina, en óvíst er að hún verði öll farin fyrir áramót. Niðurlagningaverksmiðja SR, sem hóf starf í fyrra, hóf starf að nýju 18. þ. m. Þar vinna 17 konur og 5 karlar við niðurlagn ingu Sigló-síldar. Verksmiðju stjóri er Olafur Jónsson. Gert er ráð fyrir, að tunnuverksmiðj an taki til starfa um næstu mán aðarmót, eða svo fljótt sem auð ið er. Þar vinna um 40 manns. í fyrra voru framleiddar 63 þús. tunnur þar og 50 þús. á Akureyri. í vetur á framleiðsla verksmiðjanna að verða sam- tals 130 þús. tunnur. Afli þriggja stærri báta í haust hefur verið sæmilegur, eða 4—G tonn í róðri. Fjórði bát urinn hefur bætzt í flotann. Skólarnir eru allir byrjaðir. í barnaskólanum eru 350 börn, Á annað hundrað sögur í fimm stórum bindum STEINSVIK bokaförlag AB í bindi af íslendingasögum, sam- Stokkhólmi ætlar að gefa út 5 tals á annað hundrað sögur á þessu ári og því næsta. Hvert bindi verður 500 blaðsíður eða meira og verða þau mynd- skreytt. Þetta mun vera í fyrsta sinn að allar þessar sögur eru þýdd- ar á önnur tungumál í einu lagiG og mjög eftirtektarverð og mik- il kynning á þessum gömlu bók menntum íslendinga. Blaðið náði sem snöggvast tali af Gunnar Petterson, sem ásamt Bjarna Steinsvik, gerði útgáfuna mögulega. Hver er þýðandi þessara bóka á sænsku? Þýðandi er dr. fil. Áke ,Ohl- marks, sem var særiskur sendi- kennari við Háskóla íslands fyrir síðari heimsstyrjöld, og þýðingin er eftir íslendinga- sagnaútgáfu dr. Guðna Jóns- sonar. Frá livaða tímabili eru sög- urnar? auk þess fólk í línu. Aflahæsti báturinn, Níels, mun vera kominn yfir 600 skip- pund. Tekjur fólks eru mjög sæmi- legar á Hauganesi. En áhugi fyrir búskap dofnar. Nú er þar aðeins ein kýr, en allmargt fé (Framhald á bls. 2.) þar vantar þrjá fasta kennara. í gagnfræðaskólanum eru 200 nemendur og þar vantar einnig fasta kennara. Iðnskólinn og tónlistarskóli Vísis eru líka teknir til starfa. ! HUSNÆÐISMALA- | FUNDURINN I sem auglýstur var í síðasta ; 1 blaði, verður á sunnudaginn j I kl. 3 e .h. í Lóni. Framsögu ; E hafa Ilannes Pálsson og j 1 Haukur Árnason. Fundar- j í stjóri verður Ingvar Gísla-: Í son. Í Að frumræðum loknum, : z verða frjálsar umræður. All- ; Í ir eru velkomnir á fundinn, : 1 á meðan húsrúm leyfir. FYRIR KONURNAR EINS og auglýst er hér í blað- inu, á öðrum stað, verður kynn- ing á Singer-saumavélum og prjónavélum haldin hér norð- anlands, bæði á Akureyri og á Húsavík. Kunnáttumenn verða með í för, sem yfirfara eldri vélar, ef þess er óskað og mun það koma sér mjög, vel. Tvær konur sýna fjölhæfni vélanna og leiðbeina um notkun þeirra. Upplýsingar um þessaij kynningar eru veittar í Véla- og búsáhaldadeild KEA, auk þess sem lesa má í auglýsingu hér í blaðinu í dag. □ Þetta eru allar íslendinga- sögur, sem skráðar eru fyrir 1400. Þýðandinn hefur unnið þetta verk á tímabilinu sept.- okt. 1960 til febrúar 1962 og eru vinnuafköstin raunar ótrúleg, ekki sízt þegar það er haft í huga, að samtímis vann hann að (Framhald á blaðsíðu 2). Frá lögreglunni LÍTIL TELPA OG MAÐUR FYRIR BIFREIÐUM. f GÆRMORGUN varð það slys á Gránufélagsgötu, að Sverrir Magnússon, iðnverkam. varð fyrir bifreið og fótbrotnaði. Var hann þegar flutur á sjúkrahús. Á sunnudaginn varð 5 ára telpa fyrir bifreið hjá Ferða- skrifstofunni, féll í götuna og marðist á fæti og skrámaðist á höfði. Hún var flutt í sjúkrahús en síðan heim til sín, Á sunnudaginn varð bifreiða- árekstur á gatnamótum Geisla- götu og Gránufélagsgötu. Bif- reiðarnar skemmdust tölvert en fólk sakaði ekki. EINN IIANDTEKINN FYRIR ÖLVUN VIÐ AKSTUR. Á laugardaginn var einn mað- ur handtekinn fyrir meinta ölvun við akstur og tveir menn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í bænum. ÁVÖXTUM STOLIÐ. Um síðustu helgi var brotizt inn í vörugeymslu Vöruhússins h. f. Þar var gramsað í vörum, en ekki teljandi stolið, nema af ávöxtum. Hurð geymslunnar var brotin og skriðið þar í gegn. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.