Dagur - 14.11.1962, Síða 5

Dagur - 14.11.1962, Síða 5
4 Daguk Merkileg fræðsla MARGAR líísvenjubreytingar hafa orð- ið hin síðari árin, jafnt á sviði félags- mála, sem atvinnumála. Fyrrum voru kirkjuferðir og messugjörðir helztu mannfundir og mannfagnaðir. Nú eru kirkjur fásóttar en danshús troðfull. Áð- ur voru stjómmálafundir miðið sóttir —* * f* J og umtalaðir og menn fóru langar lciðir. til að sjá og heyra þjóðkunna stjómmála- skömnga. Nú em hinir pólitísku fundir svo lítið sóttir að stjórnmálaforingjar fá ekki áheyrcndur nema að hafa trúða.í för með sér. Áður undu menn löngum stundum við samræður og var mikið lagt upp úr frásagnarlist. Hin löngu vetrarkvöld voru með samræðum og upp lestri hinn andlegi arin heimilanna. Nú em samræður hljóðnaðar en útvarpið segir það sem segja þarf. Á VETTVANGI félagsmála er svipaða sögu að segja og hjá pólitískum samtök- um, að það er erfitt að lialda umræðu- fundi, og jafnvel lögboðnir aðalfundir hinna ýmsu félaga falla niður um árabil vegna slæglegrar fundarsóknar. MEÐ ÞETTA allt í huga mætti það vekja nokkra eftirtekt, að í meira en hálfan annan áratug hefur gróskumikið félagsstarf verið rekið meðal bænda, í formi Bændaklúbbsins. Öllum þeim til athugunar, sem í erfiðleikum eiga með félagsstarf á öðrum sviðum, skal bent á nokkur atriði varðandi Bændaklúbbinn. Skjallega var hann aldrei stofnaður, stjórn hans hefur aldrei verið kosin, fund argerðir aldrei skrifaðar, tillögur aldrei gerðar eða opinberar ályktanir, félags- gjöld engin innheimt, gerðabók engin rituð og þar af leiðandi er Bændaklúbb- urinn hvergi formlega skráður. Engu að síður er hann til og starfar á þann veg, að fundir eru hálfsmánaðarlega að vetr- inum. Sérfróðir menn, oft langt að komn ir, flytja framsöguerindi, oftast um land- búnaðarmál og umræður fara fram á eftir. Fundimir eru svo vel sóttir,- að þar mæta nokkuð oft yfir 100 manns og eru þó aldrei svonefndir skemmtikraftar með í för. Þessi einstæði félagsskapur sem býður alla velkomna, án þess að binda menn nokkrum félagsskyldum, er eins konar bændaháskóli Eyfirðinga og annarra nærsveitamanna og veitir án alls efa hina beztu mcnntun í búvísindum og í almennri búfræði, sem unnt er utan skóla. BÆNDAKLÚBBURINN leggur engum neinar skyldur á herðar. Enginn þarf að óttast að verða kosinn í nefnd eða stjórn því að hvorugt er til. En fundarreglum verða menn skilyrðislaust að hlýta. Fund um stjóma þrír menn úr stjóm Jarð- ræktarfélags Akureyrar til skiptis og út- vega ræðumenn. Svo var það í upphafi og er enn. Bændaklúbbsfundimir eru að jafnaði haldnir á Akureyri, en stundum úti um sveitir. Þar skeður oft hið óvænta í umræðum, þegar umræðuefni leitar sér nýrra farvega og brýst fram með brauki og bramli. Þeir sem vanir eru að fást við hin félagslegu störf pólitískra flokka og félaga sáu sér Ieik á borði að fá samþykktar yfirlýsingar, mótmæli gegn stjórninni o. s. frv. Þá kom til átaka og voru tillögumenn kveðnir í kútinn. □ _______________________________y HELGI VALTÝSSON: Á hverfanda liveli Ljóð. Helgafell, Reykjavík 1962. ENGINN, sem mætir Helga Valtýssyni á götu, gæti látið . sér til hugar koma að þar væri háifníræður öldungur á ferð. Þessi hraðstígi, brosmildi mað- ur vekur undir eins á sér at- hygli. Ekki af því að hann sé ,.svo hnakkakertur og fasmikill, því að yfirlætislausari maður er okki til, heldur vegna æsku- .Ijómans, sem yfir honum hvílir, og þeirra persónutöfra, sem frá honUrn streyma. •Það.er fyrst og fremst Ijúf- . mennskan, sem af honum skín, er - vér tökum fyrst eftir. Er hann.., er tekinn tali, verður maður þess var, að eldur hug- sjónanna brennur enn með glöð um loga í sálinni, og frá honum .geislar varma og birtu. Enda þótt lífið hafi ekki ávallt tekið mjúkum höndum á honum fer því fjarri að hann sé orðinn leið- ur á því eða uppgefinn. Hann hefur áhuga á hinum sundur- leitustu efnum. Sálin hefur engu glatað af mýkt eða tilfinn- ingahita æskunnar. Þannig er bezt að lifa. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Helgi Valtýsson hefur ein- hvern tíma komizt þannig að orði, að mannsævin væri of stutt til þess að hún entist manni til að verða gamall. Þetta sannast bezt á honum sjálfum. Alla ævi hefur hann verið svo önnum kafinn, að hann hefur ekki mátt vera að því að gefa ellinni gaum. Um tvítugsaldurinn fór hann til Noregs til kennaranáms og gerðist þar blaðamaður og rit- höfundur. Vann hann þar gott landkynningarstarf með því að snúa á nýnorsku íslenzkum sögum og kvæðum. Þar kynnt- ist hann ýmsum merkum skáld- um og rithöfundum, eins og t. d. Herman Wildenvey, sem seinna átti eftir að gera garðinn fræg- an í Noregi. Eftir heimkomuna gerðist hann einn af brautryðjendum ungmennafélagshreyfingarinnar hér á landi, stofnandi blaðsins Skinfaxi og fyrsti ritstjóri þess, og um skeið ritstjóri Skólablaðs ins og barnablaðsins Unga -ís lands, en stundaði jafnframt kennarastörf. Ekki kann ég skil á öllu því, sem Helgi hefur lagt á gjörva hönd um dagana, en kunnastur er hann af ritstörfum sínum og þeim mörgu bókum, sem kom- ið hafa frá hans hendi, þýddar og frumsamdar. En mest af þeim ritverkum er ritið Sögu- þættir landpóstanna, í þrem bindum, sem vinsælt varð á sín- um tíma og Hreindýraslóðir, þar sem hann segir sögu hrein- dýranna á íslandi. Eru þetta fræðirit. En af frumsömdum skáldsögum má nefna: Væringj- ar, (1935), Á dælamýrum og aðrar sögur (1947) og Þegar kóngsbænadagurinn týndist og aðrar sögur (1954). Otölulega margar eru þær sögur, sem hann hefur snúið á íslenzku. Af frumsömdum ljóðum vakti fyrsta ljóðabók hans: Blýants- myndir (1907 og 1908) athygli. Síðan komu ekki ljóð eftir hann nema ævintýraleikurinn Jóns- messunótt (1951), en grunur minn er sá, að fjöldamargt eigi hann af ljóðum í fórum sínum, sem aldrei hefur komið fyrir almenningssjónir. í tilefni af 85 ára afmæli Helga Valtýssonar 25. okt. s. 1. hefur Helgafell gefið út dálítið ljóðasafn eftir hann, sem hann nefnir: Á hverfanda hveli. Eru þetta einkum kvæði frá seinni árum bæði á íslenzku og norsku og ekki nema sýnishorn. Það sem einkennir þessi ljóð, eins og allt sem Helg hefur skrifað er hinn létti, ljóðræni stíll, mælsk- an og hraði hugsananna og hiti tilfinninganna. Bera þessi síð- ustu Ijóð hans engin ellimerki á sér að þessu leyti. Ættjarðarást- in er enn þá sá undirstraumur sem ber uppi alla hugsun hans. Um þetta vitnar strax fyrsta kvæðið í bókinni, sem ég hygg að verða muni langlíft. Vísan eina. Það endar þannig: Landið mitt hörku-ljúfa og [blíða! Mitt hjarta er helgað þér! í sælustu gleði og sárasta kvíða býrð þú í brjósti mér. Ekki eru heldur ellimerki á þessu: Frjómoldin ilmar og grasið [grær. Gróður í hverju blaði og strái. Svellandi líf, þar sem svart var [í gær. Sólskin og vor og lömb og ær. — Lífið er vaknað úr vetrarins [dái! Leikandi börn klappa lófum [saman, broseyg og brún í framan. Og hér kemur öpnur vorvísa: Vorið er komið! Það kom í nótt með kliðþýða sunnanátt. Nú fer það syngjandi um ger- [vallan geiminn með gleðitindrandi strengja- [slátt. Blátærar bunulæks-hörpur í [hlíðum heiðloftin fylla söng. Og hjarta mitt syngur í víðblá- [ins veldi vorkvöldin sólroðin, björt og [löng. Ekki veit ég hvort Helgi Valtýsson er söngvinn í venju- legum skilningi, en ljóð hans eru söngvar. Ég vil aðeins bæta við enn einu sýnishorni, upp- hafinu á kvæðinu Þrír svanir: í dag flugu svanir að sunnan, — sumarsins hvíta þxá. Hugur minn fylltist fögnuði og [söng við flug þeirra um loftin blá. Hann fylgdi þeim hátt í heiði. Mitt hjarta varð ungt á ný: þrungið af vorsól og Drottins [dýrð, og draumblátt hvert vona-ský. Árin festa sig ekki við þá, sem þannig yrkja. Ég gríp þetta tækifæri til að óska Helga Val- týssyni til hamingju með æsk- una og ævistarfið. Bcnjamín Kristjánsson. Tvær barnabækur MIKIÐ er gefið út af barnabók- um á ári hverju, misjöfnum að efni og frágangL Nýlega hefur bókaútgáfan Leiftur sent frá sér nokkrar barnabækur, og verður hér laus lega getið tveggja þeirra. Onnur þeirra er Gömul ævin- týri í þýðingu Theódórs Árna- sonar. Eins og kunnugt er, þýddi Theódór fimm hefti af Grimms ævintýrum á fallegt mál. Þessa ævintýrabók má því skoða sem framhald af þeim. Bókin er prýdd nokkrum teikni myndum. Falleg ævintýri er gott les- efni handa börnum. Þau eru í senn skemmtileg aflestrar og auðga ímyndunarafl barnanna. Hin bókin er Nasareddin, kímnisögur um tyrkneska skóla kennarann. Þessar sögur hafa verið mjög vinsælar og næsta ótrúlegt hverju þessi háðfugl finnur upp á. Smásögur þessar eru tilvaldar til upplestrar. í bókinni eru nokkrar góðar teiknimyndir. Báðar þessar bækur munu vera önnur útgáfa bókanna, en ekki stendur það á þeim. Þá vantar útgáfuár á báðar bæk- urnar. Sá ósiður að prenta ekki ártöl á bækur fer vaxandi og er ekki samboðinn stórum útgáfu- fyrirtækjum. Mun það valda bókasöfnum miklum erfiðleik- um. E. S. Skeldýrafána íslands II Sæsniglar með skel. Höfundur: Ingimar Óskarsson. Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur, Rvík. INGIMAR ÓSKARSSON, sem alþjóð er kunnur fyrir mörg fróðleg og skemmtileg útvarps- erindi um náttúrufræðileg efni og greinar og ritgerðir um sama efni, hefur nú samið aðra bók um skeldýr, og ber hún undir- heitið Sæsniglar með skel. En fyrri bók Ingimars fjallaði um samlokur og kom út fyrir 10 árum. í mjög fróðlegum inngangi segir, að um 1920 hafi verið bú- ið að gefa öllum íslenzkum sæ- sniglum heiti, en fleiri hafi bætzt í hópinn síðan. í heimin- um eru þekktar næst 85 þúsund ir tegunda sæsnigla, þar af 204 tegundir íslenzkar. Af íslenzku tegundunum eru myndir í hinni nýútkomnu bók, af þeim er í sjó lifa og fortálknar nefnast. Fram að allra síðustu áratug- (Framhald á bls. 7.) Alþingispistill Nýskip Eimskipafélags íslands 5. nóv. 1962 ÞEGAR ,viðreisnarstjórnin‘ tók við völdum fyrir 3 árum var það eitt hennar fyrsta verk að skerða hundraðstölu afurðalána bænda úr a. m. k. 67% niður í 50—55% með þeirri ráðstöfun sinni að veita sömu upphæðir að krónutölu og verið höfðu undanfarin ár, en miða ekki við afurðamagnið. Hefur þetta sætt hinni mestu gagnrýni af hálfu bændastéttarinnar og á síðasta aðalfundi sínum samþykkti Stéttarsamband bænda með öll- um greiddum atkvæðum áskor- un um, að lán út á landbúnað- arafurðir yrðu kækkuð í 70%. Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, sat fund stéttarsam- bandsins og lét svo um mælt í ræðu, sem hann flutti þar, að hann myndi beita sér fyrir því að fá afurðalánin hækkuð, eins og krafa bænda hljóðaði um. Ásgeir Bjarnason, 1. þingmað ur Vesturlands, gerði þetta mál að umræðuefni á Alþingi í fyrri viku, er hann mælti fyrir fyrir- spurn er hann beindi til Ingólfs landbúnaðarráðherra, svo hljóð andi: „Hvað líður ráðstöfunum af hálfu landbúnaðarráðherra til að koma því til leiðar og tryggja það, að út á birgðir landbúnað- arafurða fáist bankalán (er þá átt við samanlögð seðlabanka- lán og viðskiptabankalán), sem nemi a. m. k. 70% af heildar- söluverði birgðanna?“ Ráðlierrann svaraði og kvaðst hafa átt viðræður við banka- stjórana og lagt á það áherzlu að landbúnaðurinn sæti, að því er afurðalán snerti, við sama borð og sjávarútvegurinn, sem yfirleitt nyti 70% lána út á af- urðir sínar. Kom fram í máli ráðherrans, að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu ákveðið að bankinn lánaði 55% út á afurðir þessa árs, en hins vegar gat ráð- herrann ekki lofað neinu ákveðnu um það, hvort við- skiptabankarnir lánuðu þau 15% til viðbótar, sem á vantaði, til þess að ^fullnægja kröfu stéttarsambandsins um 70% lán. Kvaðst þó sannfærður um, að bankastjórar viðskiptabank- anna væru málinu „velviljað- ir“. Það er augljóst, eins og hér er rakið, að enn er allt í óvissu um það, hvort ríkisstjórnin stendur við þau fyrirheit, sem bændum voru gefin með yfir- lýsingu ráðherra á stéttasamb- andsfundinum. Það er að vísu spor í áttina, að afurðalán Seðlabankans eru nú ákveðin 55%, en hitt er jafnvíst, að hlut ur viðskiptabankanna er enn eftir, þrátt fyrir yfirlýstan „vel- vilja“ þeirra. Ríkisstjórnin getur ekki hummað málið fram af sér með því að láta einstaka bankastjóra segja fyrir um það, hvaða stefna skuli ríkja um afurðalán. Það er auðvitað ríkisstjórnin sjálf, sem á að móta þá stefnu og segja bönkunum fyrir verkum, en ekki öfugt. Því miður verður að segja eins og er, að landbún- aðarráðherra hefur enn ekki staðið við fyrirheit sín um fulla hækkun afurðalánanna, og með an svo horfir munu bændur að sjálfsögðu halda kröfum sínum til streitu. —i. STJÓRN Eimskipafélagsins hef- ur ákveðið að leita tilboða er- lendis frá í smíði tveggja eða þriggja vöruflutningaskipa, sem fermi sem næst 900 tonnum af vörum og hafi um 70 þúsund teningsfeta lestarrými. Slík skip eru um 1000 tonn D. W. Eimskipafélagið hefur allt frá upphafi látið smíða skip sín af traustustu gerð með þeim full- komnasta útbúnaði, sem hverju iinni hefur verið fáanlegur og verður ekki vikið frá þein'i stefnu. Með því að smíða slík skip telur Eimskipafélagið mögu- leika á að bæta verulega þjón- ustu sína við hafnir úti á landi, þannig að eitt af þessum skip- um sigli í áætlunarsiglingum umhverfis landið og hin tvö skipanna, milli íslands og Evr- ópuhafna, með það fyrir aug- um fyrst og fremst, að þau flytji vörur beint til hafna úti á landi án umhleðslu í Reykja- vík. Með þessu móti fá vöru- eigendur vörurnar fyrr í hend- ur en ella, og við það sparast einnig mikill umhleðslukostnað- ur. Hugmyndin er að hraða nú sem mest nauðsynlegum undir- búningi að fyrrgreindum fram- kvæmdum og verður fyrst unn ið að öflun tilboða í nýsmíðarn- ar, útvegun lána og nauðsyn- legra byggingarleyfa. (Fréttatilkynning frá H. f. Eimskipafélagi íslands). Afi falar við sonarson sinn „ÞÚ ERT ORÐINN svo lærður í skólanum, Bjössi minn, að það á að mega tala við þig um pen- ingamálin okkar, elzta og yngsta mannsins á heimilinu. Við erum nefnilega þeir einu á þessu heimili, sem eigum spari- sj óðsinnstæður, karlarnir.“ „Já, þú gafst mér á jólunum fyrir þremur árum sparisjóðs- bók með eitt þúsund krónum í, afi minn.“ „Hefurðu tekið nokkuð úr henni?“ „Nei, nei, en háu vextirnir, sem ríkisstjórnn lætur borga mér, eins og öðrum, hafa verið lagðir við innstæðuna síðan.“ „Jú, jú! Lof mér að sjá bók- ina “ — (Bjössi sækir sparisjóðs- bókina). „Sjáum nú til, drengur minn. Fylgstu nú með: Eitt þúsund RÖDD AÐ SUNNAN. KÆRI DAGUR: Það er víst orðð mál að senda þér línu. Ég^bið afsökunar á því hve langt er síðan, og þakka jafnframt þolinmæðina, því þótt engar sérstakar stórfréttir verði sendar með þessum línum er þó verið að sýna lit á því að efna gamalt loforð. Það er nýtt að snjórinn komi svona snemma hér í höfuðborginni, og þótt hann sé ekki mikill, þá setur hann þó svip á borgina og sýnir að sumarið er farið frá völdum, og veturinn hefur tekið við á réttum tíma. Ég held að við ættum að standa við þarna of- urlitla stund, og hugleiða miss- iraskiptin. Við mennirnir fljót- um með straumi tímans, án þess að geta nokkru um ráðið, og hvert árið færir okkur nær þeirri stund, sem allir verða að lúta. Er ekki undarlegt að hugsa um það, hve tímakerfið og náttúrulögmálið er bundið í fastar skorður. „Allt fram streymir endalaust“. Hver árs- tíðin tekur við af annarri og himintunglin gegna sínu hlut- verki eins og þeim hefur verið fyrir sett frá öndverðu. Allt er í stakasta lagi frá drottins hendi og öllu vel stjórnað. Svo eru mennirnir með allt sitt fávísa brölt, að reyna að seilast út fyr- ir þau takmörk, sem þeim eru ætluð, þó að allt sé í öngþveiti á þeirra starfssvæði, en þetta er mönnum áskapað, að for- vitnast um það, sem hulið er á bak við tjöldin, hvort sem þeir hafa nokkuð gott af því eða ekki. Og merkilegt er það hve langt þeir komast. Maður stend- ur ráðþrota og spyr: „Hvað verður næst?“ Það má svo sem búast við því að einn góðan veðurdag vakni maður upp við það, að þeir séu komnir til mánans, eða einhverrar stjörn- unnar. Tæplega munu þeir þó fá að ráða þar ríkjum, eða hvað heldur þú „Dagur“ sæll? Það er taugastríð í heiminum núna eins og þú veizt, og ekki þarf mikið til að allt fari í bál. Það er hróplegt ranglæti, að einn maður í þessum stóra heimi skuli hafa svo mikið vald að hann þurfi ekki nema að kveikja á einni eldspýtu til þess að allt fari í bál. Skyldi nú ekki sú stund upprunnin, sem biblí- an talar um, að jörðin vefjist upp eins og bókfell, og öllu lífi verði eytt? Tákn tímanna eru auðsæ hverjum, sem gefur sér tíma til að staldra við og athuga það sem er að gerast í dag. Þetta eru nú mínar hugleiðing- ar á þessum tímamótum, ásamt þakklæti til Skaparans fyrir vernd og varðveizlu á sumrinu, sem liðir er. Á meðan ég sit við gluggann minn og skrifa þessar línur, er mikið um að vera í snjónum hérna fyrir utan. Börn in fá ekki betra leikfang. Það er hnoðað og byggt, og augun eru ljómandi af hamingju. Það er gott að vera barn svo lengi, sem það varir, en æskan er fljót að líða, eins og vorið, áður en varir er haustið komið. Ég minnist bernsku minnar heima í sveitinni, hversu skammdegið var mér dýrmætt, með snjó og skautasvell, stjörnur og mána, rökkursögur, söng, tóvinnu, bókalestur og skólagöngu. Þá var gaman að lifa. Ég vildi óska þess að æska nútímans mætti eiga kost á þeim skemmtunum, sem þá voru á boðstólum, bæði við sjó og í sveit. Nú eru kröf- urnar orðnar svo miklar að til vandræða horfir. Tímarnir breytast og mennirnir með, þótt árstíðirnar komi á réttum tíma. Gleðilegan vetur, íslenzka þjóð. krónurnar, sem ég gaf þér fyrir þremur árum eru með vöxtum og vaxtavöxtum orðnar um 1300 krónur. Vextir og vaxta- vextir því um 300 krónur sam- tals. Vel í lagt er þriðjungur vaxtanna orðinn til vegna vaxta hækkunarinnar, sem ríkisstjórn in fyrirskipaði og hælir sér öll ósköp af. En gáðu nú að: Hvað eru peningar?“ „Þeir eru ávísanir á lífsnauð- synjar, segir kennarinn minn.“ „Ágætt, ágætt, hjá þér Björn litli! Peningar eru ávísanir á lífsnauðsynjar eða eitthvað, sem maður vill kaupa sér. Taktu nú eftir, Bjössi! Vísitalan segir, að lífsnauðsynjar hafi hækkað um 40% síðan ég gaf þér sparisjóðs- bókina. Sú hækkun vísitölunn- ar er gjöf frá ríkisstjórninni Þetta er aukning dýrtíðarinnar á hennar starfstíma. Dýrtíðin hefir minnkað gildi eitt þúsund krónur, sem ég gaf þér, um 40% eða nálægt 400 krónum. Upp í þetta 400 krónu tap hefur þú 100 kr. vaxtahækkunina frá ríkisstj órninni, svo hér er um 300 króna skerðingu á þúsund krónunum þínum að ræða á þrem árum. Þú færð vegna afskipta ríkis- stjórnarinnar 30% minna af lífsnauðsynjum núna fyrir þess- ar 1000 kr., en þú hefðir getað fengið, þegar ég gaf þér þær. Skilurðu. þetta?“ „Já, afi. En hvað hefur ríkis- stjórnin skert sparisjóðsinn- stæðu þína um háa upphæð?“ „Þrjátíu siimum hærri upp- hæð en þína! Geturðu reiknað hvað sú skerðing er mikil fjár- hæð?“ „Er það ekki 9000 krónur?“ „Jú.“ „En segðu mér, afi: Hvers vegna heldur „íslendingur“ því fram, að ríkisstjórnin sé að passa innstæðuna fyrir okkur? Kann hann ekki að reikna?“ „Jú, ætli það ekki. Hann bara reiknar ekki dæmið allt.“ „Kennir hann svo mikið í brjósti um ríkisstjórnina?“ „Sennilega er bezt fyrir þig, að líta svo á. Þú ert ennþá svo ungur.“ - Frá Bindindisfélagi ökumanna á Akureyri (Framhald af bls. 2) ara merkja er hér í bæ.) 7. Numin verði burt umferð- armerki sem fallin eru úr gildi, svo sem merki þau sem á stend ur „Aðalbraut - Stanz - Stopp“. 8. Sett verði upp grindverk á gangstéttarbrún gegnt dyrum Borgarbíós. Akureyri, 6. nóv. 1962. F. h. Bindindisfél. ökumanna. Jónas Jónsson ÞÆTTÍR UM ÞJÓÐMÁL Á að reyna að siöðva slrauminn? ÁRIÐ 1940 var mannfjöldi á Is- landi nál. 121 þús. Árið 1961, eða 21 ári síðar, var hann um 180 þúsund. Á þessum tima hef ur þjóðinni fjölgað um 58—59 þús., eða rúmlcga 48%. •Heíði jafnvægi verið í byggð landsins, ætti íbúatalan í hvcrj- um landshluta að hafa hækkað um svipaðan liundraðshluta. Lætur þá nærri, að fyrir liverja 2 íbúa árið 1940 ættú nú að » • C/- vera 3 t. d. á Norðurlandi.. En því fer fjarri, að svo se. Breytingamar í einsiökúm landshlutum á árunum 1941— 61, að báðum meðtöldúm eru þessar: Á Suðurlandi, austan Fjalls, að meðtöldum Vest- mannaeyjum, liefur íbúunum fjölgað um 18%, á Austurlandi um 4%, Á Norðurlandi um 11% og á Vesturlandi, sunnan Gilsfjarðar, um 22%. Á Vest- fjörðum hefur íbúum FÆKK- AÐ um 18%. En í Kjalarnés- þingi (vestan Fjalls) nemur- íbúafjölgunin 112%. Þessar tölur sýna, að í ein- um landshluta, Vestfjörðum, hefur orðið bein fólksfækkun á þessum tíma. í fjórum -lands lilutuni hefur orðið hlutfallsleg fólksfækkun, miðað við. 48% þjóðarfjölgun. En í einum lands liluta er um gífurlega fólksfjölg un að ræða. Þessi eini lands- hluti hefur tekið við 90% af allri fólksfjölgun landsins. íbú- um Stór-Reykjavíkur, sem tek- ur yfir 6 samliggjandi sveitar- félög á litlu landssvæði, hefur' fjölgað úr ca. 43.400 upp í ca. 90.600. Þar á nú rúmlega helm- ingur þjóðarinnar heima. Jafnvel í höfuðstað Norður- lands, Akureyri, var um mikla hlutfallslega fólksfækkun að ræða á síðasta áratug. Við sam- anburð á íbúatölum bæjarins nú og fyrir 10 árum verður að hafa í huga þá stækkun, «em orðið hefur á lögsagnarumdæm- inu eftir 1950. Af hálfu Framsóknarflokks* ins hefur nú verið flutt frum- varp til laga um sérstakar ráð- stafanir til að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. Þar segir svo, að tilgangi þeim, er í frv. felst, skuli reynt að ná „með rannsóknarstörfum, áætlana- gerð og fjárhagslegum stuðti- ingi til framkvæmda og eflingar á atvinnulífi í þehn lands- hlutum, þar sem bein eða hlut- fallsleg fólksfækkun hefur átt sér stað undanfarið eða talin yfirvofandi“. Samkvæmt þessu frumvarpi á að koma upp á vegum ríkisins sérstakri og sjálfstæðri stofnun sem sinni því hlutverki einu að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Svo er fyrir mælt, að ríkið leggi ár hvert 1%% af tekjum sínum í sjóð, sem jafn- vægisstofnunin hafi undir hönd- um og ráðstafi, í fyrsta sinn af tekjum ársins 1962, en 1%% af áætluðum tekjum þess árs eru um 26 millj. kr. Svo er til ætlazt að jafnvægisstofnunin fylgist með þróuninni í hinum cinstöku landshlutum og byggð arlegum, geri um athuganir sínar skýrslur þær, er nauðsyn- legar þykja, í samráði við hlut- aðeigandi aðila, áætlanir urn framkvæmdir, sem fé verði var- ið til af hennar liálfu. Gert er ráð fyrir útlánum „til hvers konar framkvæmda, sem eru til þess fallnar að stuðla að jafn- vægi í byggð Iandsins“, og m. a. tekið fram, að veita megi sveit- arfélögum lán til þess að koma upp íbúðum, þar sem slík aðstoð telst aðkallandi. Heimilað er þó, með tilteknum skilyrðum, að að veiía óafturkræf franilög, ef sérstaklega stendur á svo og, að jafnvægisstofnunin gerist með- eigandi í atvinnufyrirtæki. Um tryggingu fyrir láni, vexti og afborgunarskilmála á að fara eftir ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni. Þá er í frv. ákvæði sem gera ráð fyrir þeim mögu- leika, að lireppsnefndir, sýslu- nefndir og bæjarstjórnir geti sjálfar stofnað jafnvægissjóði, og fengið til þess aðstoð af því fé, sem ríkið leggur fram. Hygg ég, að þar sé um að ræða mjög atbyglisverða Ieið, sem a. m. k. sumstaðar myndi verða reynd, ef til kemur. í frumvarpi þessu er ekkert hróflað við lögum þeim um at- vinnubótasjóð, sem sett voru á síðasta þingi. í þeim lögum fel- ast aðallega reglur um úthlut- un á svonefndu atvinnuaukning arfé, sem verið hefur til ráð- stöfunar all lengi og margir kannast við. Við setningu þeirra var jafnvægissjónarmiðið ekki viðurkennt svo sem vera ber. Var þar um lítið nýmæli og engin ný fjárframlög að ræða, heldur minnkun fjárframlags miðað við verðlag. Sú hugmynd, að koma upp til frambúðar sérstakri og sjálf- stæðri stofnun, sem liafi veru- leg fjárráð til þess að stuðla að jafnvæg í byggð, hefur verið víðar á dagskrá en hér á Islandi. í Noregi voru sett Iög um þetta efni fyrir tíu árum og hafa bor- ið mikinn árangur. í fyrravetur skrifaði ég í Dag greinarkorn um þessa norsku löggjöf og uin hina svonefndu Norður-Noregs- áætlun, samkvæmt skýrslum, sem mér bárust frá Noregi um þetta efni. Að þessu sinni er ekki hægt að rifja upp það, sem þar kom fram. Mikilvægi hins norska jafnvægismáls virðist vera ráðamönnum Noregs vel ljóst, og sýna þeir það í verki. En frumvarp okkar Framsókn- armanna er að verulegu leyti, eftir því sem staðhættir leyfa, samið með hliðsjón af hinni norsku Iöggjöf. G. G.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.