Dagur - 06.02.1963, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1963, Blaðsíða 2
2 (Framhald af blaðsíðu 5). Stefáni, sem fékk bullandi blóð- nasir. Hvenær fórstu fyrst í göng- ur? Þá var ég 11 ára og ekki hár í loftinu. Enda fór það svo, að félagar mínir treystu ekki á hreysti mína og skildu mig eft- ir á malar- eða sandhrúgu uppi á Gljúfurárjökli. En þannig stóð á því, að er við vorum þar komnir, sáust kindur tvær framanvert við jökulinn áustán- verðan. Þeir fóru að sækja kindurnar en báðu mig að halda kyrru fyrir og gerði ég það. Sól- skin var og hlýtt. Ég lét fara vel um mig og naút veðurblíðunnar, liggjandi á þessu undarlega kennileiti jökulsins. Eftir stundarkorn fór ég að heyra eins og steina dettá eða grjóthrun, óljóst þó, og átt- aði mig ekki á, hvaðan hljóðið kom. Lét ég mig það svo engu skipta fyrr en ég leit útundan mér og sé þá örlitla hreyfingu í sándhrúgunni, sem ég lá á. Ég i'ærði mig þá út á jökulsvéllið og béið þar. Félagarnir komu kindalausir og höfðu ekki kotiri- izt af jöklinum því svo var hann sprunginn. En þéim brá í brún þegar þeir komu. Malar- eða sandhrúgan var hbffin, en firna mikil sprunga komin í staðinn. Jökull þessi er skrið- jökull. Húenær eignaðist þú fyrstu kindina? Vofið 1893 var mér gefin mó- kápótt gimbur. Mér þótti hún falleg. Um haustið voru miklir - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðú 5). ustu útgjöldum. En til þess að ná þeim tekjum, þyrfti verka- maðurinn að vinna um 11 klst. á dag, miðað við kaupið í des- -ember 1962. Þessu vill Bragi ekki kyngja og kallar tölufals og svívirðing- ar við lesendur. En það vill svo til, að hann getur ekki hrakið eina einustu af þésédtli tölum, énda eru þær frá Hagstofu fs- lands og frá Alþýðusambandi íslands. Sóðalegu orðbragði Braga um fals og^ svívirðingar ætti hánn að beina til þéirra, sem bera á því ábyrgð, að þéssár tölúr liggja fyrir, sem vitni um ó- gæfulega stjómarstefnu. Silimgur í Höfðavatni (Framhald af blaðsíðu 8) hér. Én í Alaska lifir svartfisk- urinn, sem er silungstegund, vet urinn af, þótt verustaður hans botnfi-jósi, sagði veiðimálastjóri áð lokum. Bændur við Höfðavatn veiða árlega mikið af silungi. Er það því mikið hagsmunamál fyrir þá að silungurinn dafni í vatn- inu. Ennfremur er talið líklegt að Höfðavatn geti orðið eftir- sóttur staður fyrir sportveiði- menn, og getur það einnig.verið tekjulind bænda. Q á Yfra-Hvarfi vatnavextir í göngunum. Þá var það, sem ég óð mig fastan í Skíðadalsá. Maður sótti mig á hésti. Þá voru ámar óbrúaðar og ekki gerlegt talið að setja féð, sem komið var í Tunguna, austur fyrir ána. En á þeim ár- um voru sauðir heima. Þegar þeir vora komnir svona nærri heimaslóðum, héldu þeim engin bönd. Þeir tóku strikið heim, skélltu sér hiklaust í ána og all- ur hópurinn á eftir þeim. Allt fór vel. Ég var búinn að koma auga á Mókápu mína fyrr um daginn, en sá hana hvergi eftir að féð var allt komið vestan yfir ána. Leitaði ég hennar lengi og fann hana loksins í dýi, og stóð að- eins hausinn upp úr Ég tosaði henni upp. Mókápa varð gömul og mesta happakind. Hvenær vora ámar, Svarfað- ardálsá og Skíðadalsá, brúaðar? Það var gert árið 1896. Þær voru byggðar úr tré. Það var mikið átak, en líka mikil sam- göngubót. Hvenær liófstu búskap? Við Soffía sáluga, sem er ný- látin, giftum okkur 1906 og hóf- um þá búskap á Ytra-Hvarfi. Áður hafði ég búið með móður minni í eitt ár. Allt annað var þó ætlunin. Sigurður bún- aðarmálastjóri, sém síðar varð, var eiginlega búinn að fala mig til starfa. En ráðgert var að ég færi után til frekara náms. Ég var þá orðinn búfræðingur frá Hólaskóla. Já, svona vildi það til að ég gerðist bóndi. Ég var aldrei neinn búmaður. Þetta hefur baslazt svona og reyndar smálagaðist efnahagurinn, og ekki kom það fyrir nema einu sinni, að ég gæti ekki staðið fullkomlega í skilum. En ég hafði samt alltaf gaman af búskapnum. Það er svo margt sem telja má honum til gildis, umfram það sem beinlín- is snertir afkomuna, og naum- ast er að finna annars staðar. Nú hefur Ólafur sonur minn bú- ið á Ytra-Hvarfi í allmörg ár. . Ég er alveg hættur, á ennþá nokkrar kindur að gamni mínu, þykíst grípa í verk stundum, eri það munar ekkert um mig. Eitthvað um félagsniál í Svarf aðardal? Ég held við látum þau liggja milli hluta þó af mörgu sé að taka og merkilegar félagsmála- hreyfingar hafa hvað eftir ann- að skotið upp kollinum í Svarf- aðardal. Á öðrum tug aldarinn- ar var t. d. starfrækt rjómabú á Dalvík, sem yfir 30 bændur stóðu að, þegar flest var. Eigin- lega var það innan ramma Land afurðafélagsins, sém fyrr komst á fót. í fyrra var gamla rjóma- búshúsið jafnað við jörðu. Það stóð sunnan við Lágina. Ein- hvernveginn var það svo, að hagur bænda virtist batna með tilkomu rjómabúsins. Valgerður frá Ósi var rjómabússtýra einn vetur, en lengst var Aðalbjörg Sigurðardóttir það og síðast Þóra Sigurðardóttir frá Hrís- um. Það gat svo sem hvesst á sveitarfundum hjá okkur í þá daga og út af margs konar hlut- um, en það förum við nú ekki að rifja upp. — Og nú treður Tryggvi í pípu sína og ekki þá fyrstu. Hvenær byrjaðirðu að reykja, Tryggvi? Það veit ég svei mér ekki, en það er orðið langt síðan. Þegar mér hefur alveg ofboðið hvað ég reykti mikið, hætti ég stund- um og fór að tyggja, kannski svona ár í einu. En svo hefur þessi skratti komið yfir mig aft- ur, einkum á vorin, að mig hef- ur farið að langa í pípuna. En þó ég reyki, hef ég skroið við hendina og tek svona eina tölu á dag, helzt áður en ég fer að sofa. Þú hefur alltaf verið lieilsu- hraustur? Ég var nærri dauður úr blóð- eitrun 1910. Ég var þá staddur á Akureyri og fór að finna smá stingi í handarbakið. Ég hélt að strá eða eitthvað svoleiðis væri uppi í erminni. En svo leyndi sér ekki að hverju stefndi. Ég var með mótorbát, sem ætlaði morguninn eftir til Dalvíkui'. Fór ég um borð um kvöldið og svo úteftir daginn eftir. Fram að Árgerði staulaðist ég, en var svo máttfarinn, að ég varð að hvíla mig öðrum hvoru. Sig- urjón læknir græddi mig og síð- an hef ég eiginlega aldrei legið í í'úminu. Svo er fyrir að þakka. Og livernig finnst þér svo ver- öldin í dag? Maður þekkir nú ekki mikinn part af veröldinni. Fólkið virðist mér að mörgu leyti betra en það var í gamla daga. En það er of alvörulítið og of mikil lausung í orðum þess og athöfn- um Landbúnaðurinn er á heljar þröm. Ég er oft að renna aug- unum yfir sveitina, og sé ég ekki betur, en að það sé alveg á takmörkum, að margar jarðir fari í eyði Og ég get ekki komið auga á, að maður komi í manhs stað á jörðunum. Það er ekkert undanfæri fyrir þjóðfélagið að opna mönnum leið að svo hag- stæðum lánum, að landbúnað- urinn ráði við þau og að bænd- ur fái viðhlýtandi verð fyrir bú- vörar. En það þarf meira til. Það þarf þjóðarv'akningu til að landbúnaðurjpn- ym-ði rétt met- inn og eftirsótt atvinnugrein, segir Tryggvi Jóhannsson að lokum. Dagur þakkar skemmtilegar samræður og vonar, að hinn aldni Svarfdælingur megi enn njóta margra ára í skjóli af- komendanna í hinum fagra Svarfaðardal. E. D. UNCU MENNIRNIR AF LISTA fullrúanna á auka- kjördæmisþingi, sem birtur var í síðasta blaði féllu niður í prent un nöfn fulltrúanna frá Félagi ungra Framsóknarmanna á Ak- ureyri. Fulltrúarnir voru: Sig- urður Jóhannesson, Haukur Árnason og Gunnar B. Gunnars son. Þá er Sæmundur bóndi í Fagrabæ, sem var einn af full- trúurn S.-Þing. talinn Jónsson, en hann er Guðmundsson. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessu □ FREYVANGUR Dansleikur í Freyvangi laugardaginn 9. febrúar kl. 9l/2 e. h. Hljómsveit Pálma Stefánssonar leikur. Kvenfélagið „Voröld“. SPILAKLÚBBUR LÉTTIS Næsta spilakvöld okkar verður í Alþýðuhúsinu föstudaginn 8. febrúar kl. 8.30 e. h. Fjölmennið, mætið stundvíslega. Skemmtinefndin. GÓÐ ÍBÚÐ ÓSKAST í vor eða nú þegar. Uppl. í síma 2844 og 2099. ÍBÚÐ ÓSKAST Ung hjóii ósiká eftir íhúð æm fyrst. Uppl. í síma 2619. ÍBÚÐ ÓSKAST Ung hjón óska eftir 2—4 herbergja íbúð til léigú eða kaups. sem fyrst, óg helzt á góðum stað í bæn- um. — Góð úthorgun. Ritstjórinn gefur u’þp- lýsingar. EINBÝLISHÚS TIL SÖLU. Uppl. í síma 2636 milli kl. 7 og 9 næstu kvöld. ÍBÚÐ ÓSKAST Tveggja herbergja íbúð óskast, sem fyrst. Uppl. í síma 1781. RITVÉL TIL SÖLU Vil sélja Olympia-ritvél, sem nýja. Hagstætt verð; Uppl. í sírna 1161. TIL SÖLU: Fimmtíu ær. Hey getur fyígt. Uppl. í síma 2477 eftir kl. 6 e. h. TIL SÖLU: G.óðtir gítarmagnari, með vihrasjón. Uppl. í síma 34, Dalvík, frá kl. 1—6 e. h. TIL SÖLU: Tan Sad BARNAVAGN, vel með farinn. Uppl. í síma 2767. TIL SÖLU: Sem nýr BARNAVAGN. Uppl. í síma 1781. TIL SÖLU: Chevrolet sendibíll, árgerð 1955, í fyrsta flokks lagi. Gísli Kr. Lórenzson, Lyngholti 11, sími 1642. HUNANG Enskt og hollenzkt KJÖTBÚÐ K.E.A. Anairas-safí í dósum. Hvað haldið það hanri kosti? Aðeins 8.00 kr. dósin. Það er ódýrt, en gott. KJÖTBÚÐ K.E.A. ROSE DALE ANANAS í 14 — /> — 1/1 dósum. KJÖTBÚÐ K.E.A. Hýjar vörur frá Tilrauriareykhúsi SÍS REYKTUR LAX béinlaus. Fallég og ljiiffeng vara. HEILREYKT SÍLD (Buckling) Nýtt, sem ekki hefur komið á markað hér áður. KJÖTBÚD K.E.A. Nýjar amerískar NIÐURSUÐU- V Ö R U R : LIBBY’S VAX BEANS LIBBY’S BL. GRÆNMETI LIBBY’S SPANISH RICE LIBBY’S SNITTU BAUNIR LIBBY’S PICKLES, hakkaður LIBBY’S PICKLES, blandaður KJÖTBÚÐ K.E.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.