Dagur - 06.02.1963, Side 4

Dagur - 06.02.1963, Side 4
4 5 EINAR OLGEIRSSON LEYS- IR FRÁ SKJÓÐUNNI ÞÆR FRÉTTIR berast frá Alþingi, að í umræðum um áætlunarráð ríkisins, en um það flytur Einar Olgeirsson frum- varp, hafi hann mjög opinskátt talað um traust sitt á Sjálfstæðisflokknum og for- ingjum hans, og minnzt með þakklæti og hlýju framkomu þeirra við sig. Aftur á móti úthúðaði Einar í sömu lotu Framsóknarmönnum fyrir ein- þykkni, óbilgirni í samstjórn og ólýðræð- islegt innræti, en rifjaði upp margt því til sönnunar, að hann bæri ekki oflof á Sjálfstæðisflokkinn. Hann þakkaði þeim fyrir lijálp þeirra 1958 við að koma 6% viðbótar-kauphækkuninni fram, sem eyðilagði efnahagsgrundvöll vinstristjórn arinnar, sem liafði tryggt 5% hækkun með óskertum kaupmætti. Ekki gat hann þess þó, að Sjálfstæðisflokkurinn tók kauphækkun þessa síðar til baka með löggjöf. Hann lýsti fallegri framkomu Sjálfstæðismanna við sig, með því að kjósa sig í Norðurlandaráð og Sogsvirkj- unarstjóm. Þetta hafa verið feimnismál Sjálfstæð- isflokksins og má geta nærri, að öllum þingmönnum hans liafi ekki þótt gott undir upprifjun Einars að sitja. Óbreytt- ir liðsmenn flokksins hafa ekki viljað trúa þessu. Nú komast þeir ekki hjá því. Afstaða Einars er vel skiljanleg, þegar hann telur Sjálfstæðisflokkinn vera lipr- an í samvinnu og lýðræðislegan. Lýðræði er orð, sem Einar og aðrir kommúnistar hafa á vöruin sér í annarlegri merkingu. Einar á við það, að foringjar Sjálfstæðis- flokksins séu undanlátssamir við konim- únista í samstarfi. Andvaraleysi og glannaskapur Sjálfstæðismanna í þeim efnum er líka staðreynd, sem nauðsyn- legt er að allir þeir, sem vita hvert eðli kommúnismans er, geri sér grein fyrir. Svo langt létu foringjar Sjálfstæðisflokks ins leiðast, að beir buðu 1944 kommún- istaflokknum dómsmálaráðherraembætt- ið, samkv. frásögn Áka Jakobssonar. En Áki sagðist þá hafa verið svo hræddur við byltingargeð sitt, að honum hraus hugur við að gerast yfirmaður réttarfars og dómsvaldsins í landinu, og hafnaði tilboðinu. En söm var lipurð Sjálfstæðis- flokksins, og Brynjólf Bjamason settu þeir yfir uppeldismálin. Von er að Einar treysti Sjálfstæðismönnum og sé þeim þakklátur. Hins vegar hefur Einar Olgeirsson reynslu fyrir því, að þótt Framsóknar- flokkurinn hafi ekki alltaf koniizt hjá því að hafa samstarf við kommúnista, þá Iætur hann þá ekki afvegaleiða sig og afhendir þeim aldrei mikilvægustu lykil-aðstöður. Þess vegna telur Einar vont með Framsókn að vinna og segir hana ólýðræðislegri en hinn kæra Sjálf- stæðisflokk. Hreinskilni Einars Olgeirssonar við þessar umræður- er eftirtektarverð, það sem hún nær, og Framsóknamienn una þessum dómi vel. Morgunblaðið fer hjá sér og forðast að láta fram koma ástúðarorð Einars til Sjálfstæðisflokksins, en rembist við að reyna að halda því fram, að Einar hafi hælt Framsóknarmönnum stórlega. Vísir (28. tbl.) er hins vegar í háa lofti yfir orðum Einars, og segir að liann hafi sagt sannleikann og ekkert nema sannleik- ann. Þar þarf ekki á blóðrannsókn að halda! I-------------------------------------- Frá vinstri: Sigurður H. Guðmundsson, Jónas Matthíasson og Elínborg Björnsdóttir. Sitjandi: María J. Lárusdóttir í hlutverkum sínum. (Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson.) Menntaskólaleikurinn í ár OLDUNGURINN A YTRA-HVARFI TRYGGVI JÓHANNSSON á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal leit ný- lega inn á skrifstofu Dags, hressilegur að vanda, skjótur í svörum, og ennbá þráðbeinn í baki þótt á þeim hvíli áttatíu ár og nálega einu betur. Mér sýnist hann furðu unglegur og hef orð á því, en hann segir það hinn mesta misskilning. Bæði sé liann orðinn nærri tannlaus, sjónlaus á öðru auga og svo náttúrlega ónýtur til alls annars en að slæpast. Hinsvegar fari sér lítið aftur við reykingarn- ar og hrukkunum hafi kannske ekki fjölgað mikið, enda hafi and- litið á sér alla tíð verið í fellingum og verði það víst liéðan af. SÍÐASTLIÐINN föstudag hafði Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri frumsýningu á gaman- leiknum Brúðkaup og Botul- ismi eftir Englendinginn Ken- neth Horne. Þessi 'höfundur hef ur áður verið kynntur hér á leiksviðinu af Leikfélagi' Akur- eyrar með sjónleiknum Aum- ingja Hanna, sem varð á sínum tíma mjög vinsæll, enda snöggt- um betra leikrit en það, sem menntaskólanemar bjóða nú upp á. Ekki verður þó annað sagt en að hér sé á ferðinni lipur gam- anleikur, sem skemmt geti á- horfendum eina kvöldstund, en þar með er líka öll sagan sögð. Leikurinn fer fram í sumar- húsi einhvers staðar skammt frá London, og koma þar sjö persónur við sögu auk þeirra, sem vinna bak við tjöldin og ekki eru sýnilegir leikhúsgest- um, en þeirra þáttur í sýning- unni er þó nokkur, koma þar til greina leiktjaldasmiðir, málar- ar, Ijósamaður, hárgreiðslukona og hvíslari, sem allir virðast hafa unnið sitt verk vel. Elinborg Björnsdóttir fer með hlutverk Andreu hinnar eftir- sóttu brúður og leysir hlutverk- ið yfirleitt mjög vel af hendi. Leikur hennar er ekki yfirborðs kenndur eins og oft vill bregða við, þegar viðvaningar leika gamanleik. Elinborg leggur sál- rænan innri leik í hlutverkið og sýnir víða skemmtileg svip- brigði og skörp tilþrif, en henni bregst heldur ekki bogalistin á hinum mýkri tónum þegar það á við. Þó skyldi hún gæta að sér þegar hún talar í símann, að mótparturinn þarf líka að tala, það er nefnilega maður við hinn endann. Frú O’Connor, ráðskona, er leikin af Bergþóru Einarsdótt- ur og minnir hún óþægilega mikið á vinkonu okkar Línu Langsokk í þessu hlutverki. Bergþóra leggur höfuðáherzlu á taumlausa frekju þessarar að- sópsmiklu ráðskonu og verður leikur hennar um of yfirspennt- ur og óraunverulegur. Ég hygg að réttari túlkun á þessu hlut- verki sé þóttafull, skapvond kona, sem vill þó sýnast hæfi- lega virðuleg í augum þeirra, sem hún umgengst og þá einnig sjálfrar sín. Jónas Matthíasson leikur Dudley, hinn afturgengna eigin mann, og gerir honum víða all góð skil og eru talsvert mikil til- brigði í leik hans. Hlutverkið er vandleikið og verður ekki ann- að sagt, en að hann komist vel frá því. Sigurður H. Guðmundsson leikur Claud, brúðguma. Hann er hæfilega virðulegur þar sem það á við, en tapar þó reisn sinni eins og vera bei', þegar hann heldur að hann hafi orðið manns bani og einnig þegar hann heldur að komið sé að hans eigin endalokum. Svip- brigði hans eru víða ágæt og framsögn góð og verður ekki annað sagt, en að hann spili vel úr öllum sínum trompum. Geirþrúður frænka er leikin af Maríu Jóhönnu Lárusdóttur og verður þessi daufdumba frænka einkar skemmtileg í höndum hennar. Það er alltaf erfitt fyrir ungling að leika gamla manneskju, en Maríu förlast þarna hvergi, hún dettur aldrei úr hlutverkinu, en er svo gjörsamlega heyrnarlaus, að maður gæti ímyndað sér að hún hefði verið það í síðastliðin fimmtíu ár. Þá hafa verið nefnd helztu hlutverk leiksins, en ótalin eru tvö smáhlutverk, blaðakonunn- ar og blaðaljósmyndarans, en þau eru í höndum Jóhönnu Hjörleifsdóttur og Arnars Ein- arssonar. Bæði eru þessi hlut- verk vel af hendi leyst, einkum tekst Arnari að skapa skemmti- lega týpu úr litlum efnivið. Leikstjórinn, Sævar Helga- son, hefur unnið sitt verk af sér stakri vandvirkni og ber heild- arsvipur leiksins þess glögg merki. Hvergi eru dauðir punkt ar, hraði hæfilega mikill og leik sviðsmyndin ágæt. Þó leikritið sem slíkt sé ekki á marga fiska og skilji lítið eft- ir hjá manni er þó vel þess vert, fyrii' þá sem vilja njótg skemmt- unar eina kvöldstund, að sjá það, og ég trúi ekki öðru en að áhorfendur sæki þangað nokkra gleði og er þá visulega ekki til einskis unnið. Hafi Menntaskólanemendur þökk fyrir góða skemmtun. G. NÆRTÆKT ÍKVEIKJUEFNI VIÐ verzlun eina hér í bæ var nýlega settur út opinn trékassi, hálffullur af bréfum og öðru góðu uppkveikjuefni. Eftir litla stund var logandi eldspýtu kast- að í kassann og brátt varð af nokkurt bál. Þótt ekki yrði þarna tjón, er rétt að minna á, að við vörugeymslur verzlana hér í bæ má oft sjá tóma kassa undan vörum, venjulega fulla af eldfimum umbúðum. Hér er hættunni boðið heim og er gá- leysi af þessu tagi alveg óafsak- anlegt af hendi eigenda. □ ÖKUFANTAR í BÆNUM NÆR daglega eru bílaárekstrar á Akureyri, en ekki hafa orðið slys á fólki svo teljandi sé. Mun það þykja vel sloppið, en tuga- og hundraða þúsunda króna tjón hafa orðið á ökutækjum. Um hámarkshraða ökutækja gilda reglur hér í bæ, eins og annars staðar, en eftir þeim er lítið farið. En all margir öku- menn, flestir ungir, aka daglega hér í bænum svo langt yfir lög- legan hraða, að ökufantar mega kallast. Það er t. d. of algengt að sjá menn aka á 60—90 km hraða eftir sumum götum bæj- arins. Hér þarf lögreglan að grípa í taumana áður en verr fer, og er hér með skorað á En þú lest gleraugnalaust sé ég- Mér vildi það happ til, segir Tryggvi, að árið 1946 hrökk steinflís upp í augað á mér. Við vorum feðgar að fást við stein og ég veit ekki fyrr til en flísin fer í augað. Ég þurfti til Helga augnlæknis með þetta og þá sagði hann mér að ég hefði ekki mátt seinna koma, því ella hefði ég orðið blindur innan tíðar, ekki af steinflísinni heldur af öðrum ástæðum. Og sjóninni hefi ég haldið á auganu og sennilega endist hún mér. Hitt augað er ónýtt fyrir löngu og gerir ekkert annað en að vera þarna í hausnum á mér. Þú ert fæddur og upp alinn á Ytra-Hvarfi? Já, ég fæddist í stórhríðar- bylnum 11. apríl í byrjun harð- indanna miklu. Þegar upp birti var Eyjafjörður fullur af ís. Fyrsta sumarið mitt var mis- lingasumarið og svo harðindin þá og síðar um árabil. Ég hef stundum verið að hugsa um það hvernig svona náungar, eins og ég, fóru að því að lifa af þetta helvíti allt saman. Hverjar eru fyrstu minningar þínar? Þegar bændur úr Svarfaðar- dal voru að koma með síld á hestum, á sleða eða á bakinu frá Akureyri til að seðja svanga hana að hefja nú þegar herferð gegn óhæfilega gálausum akstri á Akureyri. □ RÍKISREKSTUR Á TRÚAR- BRÖGÐUM UNDANFARIÐ hefur verið rætt og skrifað talsvert um trú- arbrögð og trúarstefnur Er nú ekki í beinu framhaldi af þess- um umræðum tímabært að gefa þjóðinni tækifæri til að láta álit sitt í ljósi í almennum kosning- um. Hvort hún vill áframhald- andi Ríkisrekstur á trúarbrögð- um, eða láta ríkið hætta afskipt um af trúmálum. Hér er trúfrelsi, og því þá ckki að hafa jafnrétti líka í þess um málum. Það ætti að vera hægt að láta þessar kosningar fara fram jafn hliða Alþingiskosningunum nú í vor. S. Sig. SUNDLAUGIN FYRIRSPURN til þeirra, er sundmálum stjórna. Hvers vegna er útisundlaugin ekki hituð upp og notuð yfir veturinn. Það er afturför frá því, sem var, ef það á að fara að nota innilaugina í staðinn, sem eingöngu var ætluð sem kennslulaug, enda alveg útilok- að að synda þar svo nokkru nemi, þegar margir mæta í einu, maga fólksins það var 1887. Bændur utan af Ufsaströnd fóru jafnvel gangandi til Akureyrar, vissi ég var, og báru síld á bak- inu heim. Það er löng leið. Eitt- hvað um svipað leyti man ég eftir því hvernig stórhríðin lamdi húsin dag eftir dag og að ég fór oft fram og opnaði úti- dyrahurðina til að komast út, en hrökk í hvert sinn öfugur til baka vegna veðurofsa. Þá var líka heljarfrost. Svo birti upp og ég hljóp út. Fönnin hélt mér alveg, svo var hún saman barin. Undir ofurlitlu barði fann ég helfrosinn snjótittling. Ég gekk þá til bæjar og syrgði litla fugl- inn. Þá mynduðust frostkúlur í bæjargöngunum, sem þurfti öðru hverju að brjóta, því þær voru glerhálar og svo rak mað- ur fæturnar í þetta í myrkrinu. Þær mynduðust af því, sem draup úr þekjunni og fraus jafn harðan, því niðri við gólfið var frost, þótt eitthvað þiðnaði af hélunni í loftinu. Gestkvæmt á Ytra-Hvarfi á uppvaxtarárum þínum? Já blessaður vertu. Þar var einskonar áningastaður Skíðdæl inga og fleiri. Það komu gestir á hverjum degi langtímum sam- an og næturgestirnir voru marg ir. En sumir vildu ekkert stanza og samt greiðir maður fullt gjald fyrir. Er ekki hægt, og til bóta í sambandi við böðin, að setja upp blásara þar sem menn, að sundi loknu, geti þurrkað sig og losnað þar með við hand- klæðanotkunina? S. Sig. SKAUTASVELLIÐ. Hvers vegna er nú ekki búið til skauta svell á íþróttasvæðinu núna í frostunum? Spurningum eins og þessari hefur verið beint til blaðsins. Blaðið sneri sér til æskulýðs- leiðtogans, Hermanns Sigtryggs sonar og spurðist fyrir um þetta. Hermann sagði: Þetta verður gert eins fljótt og hægt er, eða þegar tæki fást og útlit fyrir frostkafla. BRIDGEMÓT U. M. S. E., liið fyrsta í röðinni hófst í sl. viku. Fimm sveitir keppa og eru tvær umferðir búnar. Úrslit í 1. umferð: Sveit U. M. F. Reynir — sveit U M. F. Þorsteinn Svörfuður 6:0. A-sveit U. M. F. Svarfdæla — og man ég eftir oftar en einu sinni, að mamma kom með hrær ing og mjólk fram í bæjardyrn- ar, en þar var fiskasteinninn og hann var hafður fyrir borð. Manstu eftir einhverju sér- stöku í sambandi við gestakom ur? Víst man ég eftir mörgu. Ég skal segja þér atvik eitt frá því ég var strákur. Það var sunnu- dag einn að vetrinum að messað var á Völlum. Þá var venja að allir færu til messu. Þegar kom- ið var fram undir rökkur, komu, að mig minnir, 8 manns úr Skíðadalnum frá kirkjunni, flest börn og unglingar. Veðrið var að ganga upp og útlitið ljótt. Einhver átti erindi í bæjardyrn- ar. Mamma kom þar að, leit til veðurs, lokaði síðan útidyrum og bannaði fólkinu að fara. Meðal gestanna voru börnin frá Hnjúki, sennilega hafa þeir Rögnvaldur og Snorri verið þar með. Er rofaði til sást maður einn vestan ár, á leið frameftir. Ber nú ekkert til tíðinda fyrr en kl. 4 um nóttina, þá heyrir ein- hver að klórað er í baðstofu- gluggann en ekki guðað eins og siður var. Strax var farið út. Sást þá á eftir manni út í hríð- ina, var hann eltur og reyndist hér vera maðurinn, sem sást til um kvöldið. Hann hafði villzt og var nú aðfram kominn, Hann áttaði sig ekki einu sinni á því, að hann hafði komið heim á bæ- inn rétt áður. Þessi maður var nú drifinn niður í rúm til mín. Minnist ég þess ennþá, hvað hann var kaldur. Auðvitað var hann látinn drekka heita mjólk og svo vildi pabbi endilega að hann fengi sér að reykja. En maðurinn var svo máttlaus, að neðri kjálkinn hékk niður. Pabbi hélt þá undir hökuna og hætti ekki fyrri, en gesturinn var búinn að fá sér nokkra reyki. Maðurinn lá svo tvo eða þrjá daga en varð jafn góður. Var ekki silungur í ánni? Jú, þá var nú silungur svo um munaði. Fleiri ferðir fór ég með pabba og Stefáni heitnum í Hofsárkoti til að veiða. Stund- um höfðum við tvo hesta og mokuðum upp silungi. Auðvitað notuðum við net. Heima var sil- ungur saltaður í tunnur og ent- ist fram á vor, þegar vel hafði veiðzt. Mest veiddist um og upp úr aldamótunum. Svo minnkaði veiðin og er svo til engin núna. Var lax í ánni þá? Við fengum lax stöku sinnum og oft nokkuð af sjóbirtingi. Einu sinni sem oftar fengum við lax. Hann var náttúrlega rotað- B-sveit U. M. F. Svarfdæla 6:0. 2. umferð: Sveit U. M. F. Reynir — A- sveit U. M. F. Svarfdæla 5:1. B-sveit U. M. F. Svarfdæla — sveit U. M. F. Saurbæjarhr. og U. M. F. Framtíðin 6:0. Þriðja umferð verður spiluð í kvöld. Fimm sveitir keppa SMÁTT OG STÓRT Tryggvi Jóhannsson. ur. Og Stefán heitinn var að dást að þessum fallega laxi og hafði hendur á honum. En þá raknaði laxinn úr rotinu, vatt einhvern veginn upp á sig og rak hausinn upp undir nefið á (Framhald á blaðsíðu 2). RÍKISSTJÓRNIN mun telja sér henta að gera ráð fyrir því nú um sinn, að Efnaliagsbandalags- málið sé úr sögunni, til þess að komast hjá umræðum um það fyrir kosningar. Hún lét fresta umræðu, sem átti að fara fram á Alþingi 30. jan. s.l. og mun vera að hugsa ráð sitt. En rétt er að gefa því gaum, að 5 af 6 aðildarríkjum banda- lagsins eru með aðild Breta. Innganga Breta getur því komið aftur á dagskrá, og málið þá aftur þar með hér á landi. —o— MARGIR brosa í kampinn þeg- ar Morgunblaðið er að reyna að hræða fólk á því, að Framsókn- arflokkurinn sé öðrum flokkum líklegri til að vinna með komm- únistum. Var það ekki Ólafur Thors, sem fyrstur myndaði stjórn með kommúnistum 1944, afhenti þeim embætti mennta- málaráðherra og bauð þeim að tilnefna dómsmálaráðherra, sem er yfirmaður lögreglunnar í landinu? Hafa ekki Sjálfstæðismenn tvisvar sinnum samið við komm únista um breytingar á stjórnar skránni, 1942 og aftur 1959? Er ekki stutt síðan Sjálfstæð- ismenn studdu Einar Olgeirsson upp í forsetastól neðri deildar Alþingis og síðan í Norðurlanda ráð? Hjálpuðu þeir ekki kommún- istum til að ná völdum í verka- lýðshreyfingunni um 1940? Það er von að fólk brosi —o— ÞEKKT erlent fjármálatímarit birtir nýlega skýrslu um aukn- ingu dýrtíðar frá miðju ári 1961 til jafnlengdar 1962 í 12 Vestur- Evrópulöndum. f 11 löndum hef ur dýrtíðin vaxið um 2—6%, en í því 12 um 11%. Tólfta landið er ísland. „Viðreisnardýrtíðin" á metið. „FORVEXTIR hæstir á fs- landi“, segir danska blaðið Poli- tiken nú nýlega. Blaðið ber sam an vexti í 13 löndum og niður- staðan er þessi: Hér eru forvext ir 9% (framlenging 9 Vá %), en í því landi, sem kemst næst á þessu sviði eru þeir 6V2%. Sam- anburðarlöndin eru öll í Vestur- Evrópu. Hér er því haldið fram af stjórnarvöldunum, að háu vextirnir hafi verið til hagsbóta fyrir sparifjáreigendur. Það hefðu þeir e. t. v. getað orðið ef ekki hefði annað komið til. En vaxtahækkunin er aðeins þáttur „viðreisnarinnar‘ ‘. Og „viðreisn ardýrtíðin“ gleypir ekki aðeins vaxtahækkunina, heldur vext- ina í heild og drjúgan hluta af höfuðstólnum að auki. Samanlagðar innstæður í bönkum og sparisjóðum hafa hækkað verulega í ísl. krónum eftir „viðreisn“, en í pundum eða dollurum er upphæðin svo að segja hin sama, þrátt fyrir hið mikla góðæri við sjávarsíð- una af náttúrunnar völdum. —o--- ÍBÚÐ, sem kostaði 370 þús. kr. árið 1959, kostaði á sl. ári 502 þús. kr., segir Sigurvin Einars- son alþingismaður (Tíminn, 26. jan. sL). Ef gert er ráð fyrir 100 þús. kr. framlagi eigenda bæði árin og venjulegum banka vöxtum að öðru leyti, hafa vaxtagreiðslur af íbúðinni hækk að úr 19 þús. kr. fyrra árið, þ. e. 1959, upp í rúmlega 34 þús. kr. síðara árið, þ. e. 1962. Þá er eftir að reikna afborganir eða fyrn- ingu, sem hækkar með bygging- arkostnaðinum. □ —o— BRAGI Sigurjónsson lagði geð prýði sína til hliðar í gær, svo sem sjá má á blaði hans sem þá kom út. Bregður hann Degi um tölufölsun og beinar svívirðing- ar við lesendur. Ástæðan er sú, að Dagur birti nýlega opinberar tölur um tímakaup verka- manna í des. 1958 kr. 23.86) og tímakaup verkamanna í síðasta des. (kr. 24,80). Hækkun kaups- ins er á þessu tímabili aðeins 4%. Þá sagði Dagur frá því, að Hagtíðindin segðu meðalfjöl- skyldu þurfa kr. 82.982.59 í árs- tekjur til að mæta nauðsynleg- (Framhald á blaðsíðu 2). Skaðleffur kvistur4 ÞEGAR núgildandi verðlags- ákvæði voru sett héldu marg ir að með þeim væri neyt- endum tryggt lægsta fáan- legt vöruverð. Þau yrðu á þann hátt til þess að bæta og létta erfið lífskjör. Nú vita flestir betur, nema þau stjórnarvöld er ráða framkvæmd þeirra. Verðlagsókvæðin, eins og þau eru framkvæmd, tryggja ekki lægsta vöruverð, heldur segja bau aðeins til um hve háa hundraðstölu í krónum og aurum megi Ieggja á vör- una. Það borgar sig því bezt að verzla með þá vöru, sem dýrust er í innkaupi. Fyrir utan þetta, er leyfi til álagningar í smásölu svo takmarkað, að ckki er hægt að verzla með fjölda nauð- synjavarnings, án fyrirsjáan- Iegs halla. Þetta neyðir kaup félög til taprekstrar, ef þau fyrst og fremst verzla með lífsnauðsynjar, og hafa ekki einhverja aðra tekjustofna en neytendaverzlun. Kaup- menn neyðir þetta til alls konar undanbragða og úr- ræða, sem fæstir þeirra óska eftir. Það er nú augljóst á því, sem skrifað hefur verið um málið, að það er sameiginlegt áhugamál kaupfélaga og kaupmanna, að verðlags- ákvæðin verði afnumin, eða þá framkvæmd þannig, að hægt sé, þrátt fyrir þau, að reka heiðarlega verzlun með opnu bóklialdi, traustri end- urskoðun og góðri stjóm, án árlegs halla. Það er löng leið frá okur- verzlun til vel rekins kaupfé lags, sem endurgreiðir félags !; mönnum, það sem þeir kynnu að hafa greitt meira fyrir vöruna en liún raun- verulega kostaði Það vita all- ir, sem skyn bera á, að vegna kaupfélaganna þarf ekki verðlagsákvæði. Framkv.stj. Kaupmannasamtaka íslands segir í grein í Vísi alveg ný- lega: „Eins og verðlagseftirlitið áður gat verið nauðsynlegur förunautur haftastefnunnar, er það í dag skaðlegur kvist- ur á vaxandi sviði frjálsrar verzlunar.“ og síðar í sömu grein: „Kaupfélögin hafa gef ið yfirlýsingar um, að þau muni gera sitt til þess, að verðlagseftirlit almennings, sem af frjálsri verðlagssam- keppni myndi leiða, verði virkt. Kaupsýslumenn sjá um að kaupfélögin standi við yfirlýsingar sínar og að sam- keppni, sem háð yrði á jafn- réttisgrundvelli, hlýtur sá að sigra, sem býður hagkvæm- ust kjör. Neytandinn verður sjálfur dómarinn, sem keppi- nautamir verða að hlíta.“ Það er eðlilegt og sjálfsagt að kaupmenn hafi áhuga á samkeppni við kaupfélögin um verzlunina. En það er á- nægjulegt, að í afnámi verð- Iagseftirlitsins, eða breytingu þess í bóflegt og skynsam- legt form, hafa báðir þessir aðilar fundið sameiginlegan málstað. Nú vill svo til, að kaup- niannasamtökin liafa sterka aðstöðu til þess að fylgja þessu eftir við ríkisstjóm og alþingi. Þess má því vænta, að stuðningur þeirra við af- náin hinna óviturlegu og mis heppnuðu verðlagsákvæða, reynist þungur á metunum. P. H. J.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.