Dagur


Dagur - 06.02.1963, Qupperneq 8

Dagur - 06.02.1963, Qupperneq 8
8 Frysfilæki seft í togarann Narfa GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON útgerðarmaður er nú að láta setja frystitæki í togara sinn, BV Narfa, sem gera kleift að heilfrysta aflann á míðunum. Er þetta nýjung hér á landi. Ennfremur hefur Guðmundur samið um fasta sölu alls aflans eitt ár fyrir hagstætt verð. Þessa breytingu gerir útgerð- armaðurinn til að mæta minnk- andi veiði, því verð það sem hann hefur samið um fyrir heil- frysta fiskinn í Bretlandi, er tvisvar og hálfum sinnum hærra en greitt er hér á landi. Full- vinnsla um borð hefur valdið vonbrigðum, segir útgerðarmað- urinn í blaðaviðtali. En t. d. Þjóðverjar eru að taka upp þessa aðferð, sem er ólíkt álit- legri síðan nýjar vélar til að þýða heilfrysta fiskinn, eru komnar til sögunnar. Miklar breytingar þarf að gera á Narfa, og verða þær gerð ar í Þýzkalandi og frystivélarn- ar settar þar í skipið. Guðmundur Jörundsson hef- ur fengið ríkisábyrgð á láni vegna kostnaðar við breyting- arnar á skipinu, en þær kosta, samkv. áætlun hans, um 11 milljónir ísl. króna. | FISKISKIP í SMÍÐUM i TALIÐ ER, að íslendingar eigi I 33 fiskibáta í smíðum erlendis I og 13 hjá innlendum skipasmíða § stöðvum. En athyglisvert er 1 það, að enginn togari er nú í = smíðum fyrir landsmenn, enda Í hefur togaraútgerðin gengið illa i udanfarin ár, en hinsvegar hef- Í ur bátaflotinn dregið mestan 1 hluta alls aflans úr djúpi. Í Hin óvenju góðu aflabrögð l síðustu 2 ár, sérstaklega, og i hækkandi verðlag á sjávarafurð Í um örvar að vonum marga til i útgerðar um þessar mundir. — Í Ævintýralegar tekjur sjómanna Í á aflahæstu bátunum eru einnig i mjög örfandi fyrir yngri sem i eldri til þátttöku í þessum at- i vinnuvegi. ; ........................... Helkuldi í mörgum Evrópulöndum Veðurguðirnar hafa gælt við fsland um skeið ekki um slíkt að ræða, því að fiskurinn var farinn að skemm- ast. En að silungurinn var ekki frosinn bendir til þess, að hann hafi lifað eitthvað eftir að vatn- ið fraus að honum. Þorskaseyði og hornsýli voru í ísnum ásamt silungnum. Þór Guðjónsson veiðimálastj.: Ég hef ekki haft tíma til að kynna mér þetta mál, en mér virðist það vera hið merkileg- asta. Ég vil enga dóma leggja á orsakir silungsdauðans í Höfða- vatni. Það má hugsa sér þá skýr ingu, að órannsökuðu máli, að hlutfallið milli ferskvatnsins og saltvatnsins hafi raskazt veru- lega og silungurinn hafi leitað í ósalt yfirborðið um of. Hvort silungurinn getur lifað í ísnum einhvern tíma er órannsakað (Framhald á blaðsíðu 2). Silungurinn í Höfðavalni Irosinn í ísnum í þúsundalali Slíkt Iiefur ekki komið fyrir í manna minnum BLAÐIÐ HAFÐI um helgina tal af nokkrum þeim mönnum, sem séð hafa silunginn í Höfðavatni, dauðan í þúsundatali, frosinn í ísnum. Björn í Bæ sagði: Það hefur griðarmikið drepizt af silungi. Ég vil ekki gizka á magnið. Hæpið er kannski að nefna tonnatölu í því sambandi, en þúsundir silunga eru frosnar í ísnum, það leynir sér ekki. Mér sýnist þetta vera sjósilung- ur, en ekki sá silungur, sem hér er staðbundinn í vatninu, eða var staðbundinn þar til ósinn var gerður í sjó fram. Innan um eru vænir silungar. Þetta hefur aldrei í minni tíð áður komið fyrir og aldrei heyrði ég föður minn minnast á slíkt, svo þetta er alger nýlunda. Þrátt fyrir þetta er góð veiði í vatninu. Ný- lega vai' lagt hálft net í smávök og komu fljótlega í það 11 sil- ungar. Tízkuskólinn hingað? KNATTSPYRNUFÉLAG Akur eyrar hefur hug á því, að fá Tízkuskólann, sem frú Sigríður Gunnarsdóttir hefur stjórnað í höfuðborginni, hingað norður. Standa samningar yfir um þetta og útlit fyrir að innan skamms eigi Akureyringar kost á að kynnast skóla þessum. □ Níels Hermannsson á Hofsósi: Dauði silungurinn er mest undan Mannskaðahóli, sunnan til við mitt vatnið. Hann liggur ekki á botninum, heldur er hann frosinn í ísnum og stend- ur gjarnan uggi eða eitthvað af honum upp úr ísnum. Mér sýnd ist þetta vera staðbundni Höfða- vatnssilungurinn en ekki sjósil- ungur. Ástæðan virðist mér sú, að ísinn hafi brotnað í hlákun- um fyrir jólin, þá hafi myndazt tjarnir ofan á ísnum, silungur- inn hafi farið í þessar tjarnir og svo legið á þurru á næstu fjöru eða beinlínis fokið á þurrt í ofsaveðrum, sem þá voru. Sonnenfeld tannlæknir segir: Það eru þúsundir og aftur þúsundir af silungi, sem hafa frosið inni og alveg í yfir- borði íssins. Við brutum upp svell með silungi er var al- veg þíður, eins og hann hefði ekki drepizt strax þegar vatnið fraus í kringum hann. Það voru á að gizka 5—7 silungar á hverj- um fermetra á stóru svæði. Silungategundir í Alpafjöllum geta legið í dvala í botnfrosn- um tjörnum og lifna við þegar vorar og ísa leysir. En hér var vegir færir, sem um sumardag, og oftast gefið á sjó. Frost hafa verið allmikil inn til landsins, en lítil við ströndina. Um helg- ina skipti um veður með snögg- um norðangarði. En á sama tíma hafa heljar- kuldar gengið yfir Evrópu, á- samt stórviðrum og. ógnarsnjó. Hundruð manna hafa þar látið lífið og svo er að heyra á veð- urfréttum, að enn sé lítið lát á. Jafnvel suður í Róm er snjór á götum Fullkomið neyðarástand hefur ríkt á ýmsum stöðum á Englandi, Þýzkalandi og Frakk landi. Þorp og bæir hafa ein- angrazt, en vistum verið varpað niður úr þyrlum. 5—8 metra þykkur snjór var sagður á nokkrum stöðum. Á öðrum stað er greint frá veðurfræðilegri athugun um þetta efni. Nokkrir ungir menn fengu aðstoð Æskulýðsráðs kaupstaðarins til að koma upp „þurrum“ dans- leikjum hér í bæ. En þeir hafa ekki tíðkast lengi, nema hjá templurum. Ungu mennimir halda dansleiki sína í Lóni og er aðgangur miðaður við 15—18 óra aldur. Fréttamaður Dags leit inn til unga fólksins á laugardagskvöldið. Þar var enginn tóbaksreykur, enginn undir áhrifum áfengis. Þar var ánægjulegt að koma, og unga fólkið, sem var vel búið og myndarlegt, skemmti sér ágætlega. Hljómsveit og söngvari voru fró Menntaskólanum á Akureyri. (Ljósm. E. D.). SEGJA MÁ, að veðurguðimir hafi gælt við gamla Frón síðan fyrir jól. Síðan hafa verið ein- muna stillur um allt land og snjólaust að kalla. Á þessum tíma hefur tæplega komið snjókorn úr lofti, allir TÍU DAUDASLYS í JANÚAR f JANÚARMÁNUÐI urðu 10 dauðaslys hér á landi og er sú tala hærri en venjulega og vekur menn til umhugs- unar um orsakir og hversu fyrirbyggja megi slíkt niann- fall. Meðalaldur þess fólks, sem lífið lét, var aðeins 29 ár. Slysin eru flest umferðar- slys og einnig bein ölvunar- slys. Seint verður hægt að koma í veg fyrir slysin, en tæplega verður of mikið gert til að koma í veg fyrir þau. Tíð umferðarslys orsakast oftast af kunnáttuleysi vegfarenda, sem virðist mega bæta nokk- uð úr með alinennum leið- beiningum og meira eftirliti með hæfni ökumanna. Orð- ugra mun reynast að koma í veg fyrir hvers konar ölvun- arslys og þau umferðarslys, sem að einliverju leyti eða öllu orsakast af ölvun — því enn er það svo, að á áfengis- brotin er jafnan litið mildum augum, bæði af almenningi og dómstólum, jafnvel þótt þau leiði af sér slysfarir og dauða og engin löggjöf er jafn oft brotin og áfengislög- gjöfin. Leiðir til úrbóta hinna yfir vofandi slysa ó landi í sam- bandi við umferðina, er án efa stóraukin fræðsla og sterkara aðhald dómsvalds- ins í landinu í áfengismálum. í því efni eiga ekki templar- ar einir að herða róðurinn, heldur allur ahnenningur og þeir, sem með völdin fara hverju sinni. f sambandi við umferðar- slys hefur af sumum verið bent á það hegningarráð, að láta hina seku, sem umferð- arslysunum valda, horfa á þjáningar þeirra, er fyrir slysunum verða. En þetta hef ur verið gert vestan hafs og talið bera árangur. En í sam bandi við ofdrykkju ætti að nægja að láta viðkomandi sjá sjálfan sig á kvikmyndatjald- inu. Hingað til hefur það þó þótt of þung refsing.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.