Dagur - 13.02.1963, Side 4

Dagur - 13.02.1963, Side 4
4 5 Daguk L ÁBENDING NÝLEGA SENDU KONUR á Akureyri bæjarfógetanum opinbera áskorun um meira eftirlit með félagsheimilum. Þær gleymdu að biðja um sams konar eftjrlit í bænum. Sveitamaður skrifaði um sama leyti skelegga grein m a. um ófagran þátt Akureyringa í samkomum sveita- manna og kom víða við. Ástæðan fyrir blaðaskrifum og almennum umræðum um samkomur fólks hér um slóðir og fyr- ir vítum sitt á hvað, á opnum vettvangi, er siðleysi fólks á opinberum skemmti- stöðum, einkum í sambandi við ofnotkun áfengis. Drykkjuskapur og siðleysi hald- ast jafnan í hendur, svo sem mjög marg- ar almennar skemmtisamkomur bera glöggt vitni hér um slóðir, bæði í sveit og bæ. Eii það vill svö til, í sambandi við fé- lagsheimilin í nágrenni Akureyrar, að ekki er hægt að ganga íram hjá þessum tveim staðreyndum í umræðum: Sveiía- menn byggðu hin glæsilegu félagslieim- ili og starfrælcja þau. Bæjarbúar sækja opinberar samkomur bar að miklum meiri hluta. Þessar staðreyndir hljóta fyrr eða síðar að leiða til samvinnu með- al sveitafólks og bæjarmanna um úrbæt- ur í áðumefndum vandamálum sam- komuhaldsins og eiga að gera það. Við spyrjum sjálf okkur og aðra, hver sé veikasti hlekkurinn í spilltu samkomu haldi. Við getum einfaldlega skellt skuld inni á stjórnendur félagsheimilanna fyrir lélegt aðhald. Við getum líka sakfellt dómsvaldið fyrir að taka ekki í taumana, svo sem því er skylt, ef Iög eru brotin. Þá getum við einhliða skellt skuldinni á þann undirheimalýð, sem selur eða gef- ur ungmennum áfengi undir hús\(eggj- um eða jafnvel innan þeirra, en þar munu flest lögbrotin. í gremju sinni skella margir skuldinni á unga fólkið sjálft eða skólana og lieimilin. En ef menn vilja athuga hvern þessara þátta fyrir sig og síðan alla í einni heild, er ljóst, að einhliða rökræður eru haldlaus- ar og úlfúð milli sveita og bæja út af þessum málum hin skaðlegasta. Hér skal enginn áfellisdómur upp kveðinn, en hins vegar bent á, í fram- haldi af því, sem sagt er hér að framan, að samvinnan er h'klegust til árangurs. Hér á Akureyri er nýstofnað æskulýðs- ráð, sem hefur ráðið sér framkvæmda- stjóra. Stjómir félagsheimilanna og æskulýðsráð gætu eflaust í sameiningu fundið leiðir til varanlegra bóta í skemmtanalífinu og þessum aðilum er það öðrum skyldara. Er þeirri ábendingu hér með komið á framfæri, að æskulýðs- ráð, eða framkvæmdastjóri þess, leiti samvinnu við forsvarsmenn félagsheim- ilanna um þessi mál. Líklegt er að bæjarfógeti og lögreglu- menn vildu taka þátt í viðræðum þess- um, ennfremur skólamenn. Við athugun mun það koma í ljós, að stór meirihluti æskufólks í bæ og sveit óskar einlæglega eftir breytingu og á fullan rétt á að krefjast hennar. Það er alveg fráleitt, að virða þær óskir að engu, lengur en orðið er. Á meðan Akureyringar eiga ekki skemmtistaði á borð við félagsheimilin, er eðlilegt að þau verði mikið sótt enn um skeið. Ekkert er athugavert við það þegar nokkrar meinsemdir skemmtana- lífsins hafa fengið rétta meðferð. 1 þessu efni hafa bæjarbúar allt að vinna og ættu því að hafa frumkvæðið. □ J ar ðræktarf ramkvæmdir í Eyjaf jarðarsýslu og nokkur atriði frá aðalfundi Búnaðar- sambands Eyjafjarðar 4. og 5. febrúar sl FRÁ BÆJARSTJÖRN EINS OG sagt var í síðasta blaði, hélt Búnaðarsamband Eyjafjarðar aðalfund sinn 4. og 5. febrúar. Þar lagði stjórn sam- bandsins fram skýrslu sína og ráðunautamir sínar starfsskýrsl ur,. og hafa blaðinu nú borist þæj\ ■ Ur stjórn sambandsins átti Björn Jóhannsson á Laugalandi að ganga og gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs: í hans stað var Jón Hjálmarson í Villinga- dal kosinn Aðrir í stjórn eru: Ármann Dalmannsson, Akur- eyri, form. og Eggert Davíðs- son, Möðruvöllum. Aðalfundurinn samþykkti fyr ir sitt leyti að verða við ósk Jarðræktarfélags Akureyrar, um að taka að sér fyrirgreiðslu bændaklúbbsfundanna, svo sem getið var í síðast blaði. ÚR SKÝRSLU STJÓRNAR. Fjárhagur Búnaðarsambands- ins er tiltölulega góður, þrátt fyrir nokrar framkvæmdir. Það hefur starfrækt búvélaverk- stæði undarfarin ár, sem bænd- um hefur verið hið þarfasta. En nú hefur lóðarsamningi verið sagt upp og verður verkstæðið því að flytja. Eru líkur taldar á því, að það fái hluta væntan- legrar nýbygingar Þórshamars hf. á Akureyri til nokkurra ára. Stjórnin hefur unnið að und- irbúningi þess, að koma upp jarðvegs- og fóðurrannsóknar- stöð vegna óska búnaðarfélag- anna í flestum hreppum hér- aðsins. Unnið er að því að koma upp rannsóknarstofunni í sam- ^ bandi við Sjöfn á Akureyri og 1 undir umsjón forstöðumanns hennar. Sótt hefur verið um framlag af gjafafé því, sem SÍS hefur ákveðið að verja til jarð- vegsrannsókna í landinu. Búnaðarsambandið hefur gengizt fyrir því, að haldinn hefur verið árlegur bændadag- ur síðustu árin í félagi við Bændafélag Eyjafjarðar og Ungmennasamband Eyjafjarð- SKÝRSLA JARÐRÆKTAR- RÁÐUNAUTS. Ingi Garðar Sigurðson, jarð; ræktar og sauðfjárræktarráðu- nautur sambandsins lagði fram starfsskýrslu sína. Fara hér á eftir nokkur efnisleg atriði hennar. Mældar jarðabætur á árinu voru: Nýræktir 250,7 ha, túna- sléttur 9,8 ha, matjurtagarðar 7,6 ha, handgrafnir skurðir 250 m, hnausaræsi 272 m, grjót- og viðarræsi 2603 m, girðingar 35875 m, vélgrafnir skurðir 399795 m eða 181716 m3. Byggð- ar voru þurrheyshlöður, samt, 14983 m3 og súgþurrkunar- kerfi sett í hlöður að rúmmáli 3020 m3. Haughús voru 1655 m3, safnþrær 36 m3, haugstæði 151 m3 og garðávaxtageymslur 505 m3. Fjöldi jarðabótamanna var 308, eða 7 færri en árið áður. Framkvæmdir eru í sumum til- fellum dálítið minni en árið áð- ur, segir ráðunauturinn, svo sem í nýræktun og vélgröfnum skurðum, en hlöðubyggingar meiri. Engar votheysgeymslur voru byggðar á árinu 1962 og er það raunar merkilegt rann- sóknarefni. Eftirtaldir bændur ræktuðu 3 ha eða meira: Skírn- ir Jónsson Skarði í Grýtubakka- hreppi, 4,4 ha. Flosi Kristins- son Höfða, sömu sveit, 4,3 ha, Gunnbjörn Jónsson Olversgerði Saurbæjarhreppi, 3,56 ha, Gísli Þorleifsson Hofsá Svarfaðardal, 3,51 ha, Benedikt Alexanders- son Ytri-Bakka Arnarneshreppi 3,17 ha og Reimar Sigurpálsson Steindyrum Svarfaðardal, 3,0 ha. Mestar nýræktir í einum hreppi eru í Ongulsstaðahreppi, 44,0 ha, næstur er Saurbæjar- hreppur með 33,56 ha og þriðji Svarfaðardalshreppur með 31,31 ha. Mestar nýræktarfram- kvæmdir eru í Árskógshreppi, ef miðað er við tölu jarðabóta- manna. Þar kemur 1,08 ha í hlut hvers, en næstir eru, í þesu efni, bændur í Glæsibæjar- hreppi og Arnarneshreppi með 1,07 ha og 1,01 ha á jarðræktar- mann. Mestur skurðgröftur er í Grýtubakkahreppi, þá í Ong- ulsstaðarhreppi og Akureyri er nr. 3 í röðinni. Geta má þess, að árið 1959 mældust nýræktir 437,29 ha (nú 250,7 ha). Þá voru vélgrafnir skurðir 265,037 rúmmetrar (nú 181,716 rúmmetrar). Hér er minnst á þessar undirstöðu- greinar fyrir aukna framleiðslu til að sýna hinn tölulega og mikla samdrátt í framkvæmd- um. SAUÐFJÁRRÆKTAR- FÉLÖGIN. Félagatala í sauðfjárrækt- ar félögunum er kominn niður fyrir 70. Fjöldi kinda á skýrslu breyttist þó mjög lítið og var nú 1581. Gerður er samanburð- ur á Vestfjarðafé og þingeysk- um stofni. Niðurstöður virðast svipaðar og fyrri ár. Til jafn- aðar í félögunum gaf vestfirzki stofninn 21,37 kg. kjöts eftir ána en sá þingeyski 21,29 kg. Ásgrímur Halldórsson á Hálsi fékk mestan kjötþunga eftir á, 30,43 kg. Marínó Sigurðsson Koti 26,84 kg., Sigfús Þorsteins- son Rauðuvík 26,83 kg., Sigurð- ur Jónsson Miðlandi 26,58 kg.,1 Sigurður Stefánsson Stærri Ár-j skógi 26,30 kg og Gestur Sæm-j undsson Efstalandi 25,46 kg.É Allir þessir bændur hafa þing-j eyskan stofn. Vestfirzkan hafa:l Jón Sigfússon Hallandsnesij 28,30 kg. og Grímur Jóhannes-j son Þórisstöðum, 26,58 kg. EFNAGREININGAR JARÐ- VEGS. Atvinnudeild Háskóla íslandsj gerði efnagreiningu á 550 sýn-j ishornum, og urðu Hrafnagils-j hreppur, Akureyri, Glæsibæjar-j hreppur og Svarfaðardalur fyr-j ir valinu að þesu sinni, auk 150 j sýnishorna úr Ongulsstaða-j hreppi notfærðu sér 22 bændurj efnagreiningarnar viðvíkjandij áburðarnotkun. BÚVÉLAVERKSTÆÐI BSE Eitt merkasta viðfangsefnij Búnaðarsambands Eyjafjarðar hin síðari ár, er tvímælalaust rekstur búvélaverkstæðisins og leiðbeiningastarf vélaráðunauts sambandsins. Stefán Þórðarson vélaráðunautur hefur þríþætt starf: í fyrsta lagi stjórnar hann verkstæðinu, í öðru lagi hefur hann umsjón með vélum rækt- unarsambandanna, sem er dýr vélakostur og mikilsvert að sé í lagi, og í þriðja lagi hefur ráðunauturinn leiðbeint á drátt- arvélanámskeiðum í héraðinu, nú síðast í Engihlíð á Árskógs- strönd. Fimm menn starfa að stað- aldri á búvélaverkstæðinu, en sennilegt telur ráðunauturinn, að ekki muni veita af 10 starfs- mönnum, þegar starfsskilyrði batna, hvað snertir húsrúm, en að því er vikið áður í grein þessari. Vélar ræktunarsambandanna gengu í sumar án mikilla tafa. Þrjár nýjar beltisvélar komu í notkun á árinu. Væntanleg er vél til Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps, B. T. D. 20. Slíkar vélar eru af stærstu gerð, sem notaðar eru við jarðvinnslu hér á landi. □ í NÆST SÍÐASTA blaði íslend ings segir í leiðara, að núver- andi stjórn sé sú, sem þori að bæta meinsemdirnar í þjóðfé- langinu, þótt það kosti einhvern sársauki í bili. . . . Hverjar voru svo þessar meinsemdir? Jú, það var verðbólgan, erlendu skuld- irnar, vinnudeilurnar og skatta- álögurnar. Og aftur skal spurt: Hvernig hefur gengið að bæta þessar meinsemdir? Undan því víkur íslendingur sér að svara, enda kostar það „einhvern sárs- auka“ að minnast á misheppn- aðar aðgerðir stjórnarinnar. En minnt skal á, að verðlag inn- fluttra vara hefur hækkað í landinu um allt að helming. Minna mátti nú gagn gera til að halda niðri verðbólgunni. Er- lend lán hafa verið tekin í stór- um stíl og aldrei meiri en undir j „viðreisnarstjórninni“. Á vinnu- = markaðinum hefur verið ófrið- samara en nokkru sinni áður í j sögunni og sýnilegt hvert stefn- I ir í þeim málum, því flest verka- [ lýðsfélög hafa lausa samninga, i þrátt fyrir 5% kauphækkunina É í janúar sl. Enda er launagrund- i völlurinn algerlega brostinn og jj hreint öngþveiti ríkjandi í þeim É málum. Og skattarnir hafa i hækkað stórköstlega. Ofan á É þetta eru svo sparifjáreigendur E hlunnfarnir á svívirðilegan hátt. i Svo kemur „stérki Jón“ í íslend É ingi og segir sína menn „þora“ i bæði eitt og annað. É EINTAL SÁLARINNAR. i Ritstjóri Alþýðumannsins i birti nýlega viðtal við sjálfan | sig, sem margir hafa hlegið að. É Þetta eintal sál-arinnar, þar sem É hann skiptir sér í tvennt, bónda NÝTT stórmál var til umræðu á bæjarstjórnarfundi 6. þ. m.: Varmaveita fyrir Akureyrar- kaupstað, undirbúningur að rannsókn þess máls verður að sjálfsögðu fyxst og fremst fólginn í því að borað vei-ði eftir heitu vatni hér í nágrenn- inu. Norðurlandsborinn frægi, sem unnið hefur verið með í Ólafsfirði og nú er tekinn til starfa á Húsavík, hefur áætlun hingað, en mun þó fyrr sendur í Námaskarð, svo ólíklega kem- ur hann hingað fvrr en næsta vetur. Jarðboranir eru fyrir- hugaðar á þrem stöðum hér, Kristnesi, Laugalandi í Hörgár- dal og í landi kaupstaðarins. Samkvæmt áætlun og álitsgerð s. f. Vermis (er út af fyrir sig kostaði 100.000 kr.), verður bor unarkostnaðurinn margar millj- ónir (8 millj.-). Ekki lá fyrir skipting þessa væntanlega kostnaðar milli ríkisins og ann- arra aðila, en fullyrða má, að aðeins rannsóknirnar verða bænum dýrar. Allir virtust á- hugasamir fyrir þessu mikla máli, er verður tekið fyrir inn- an tíðar, eftir athuganir bæjar- ráðs Virtist bæjarstjóri og bæj- og blaðamann, sýnir einkar vel þá sjaldgæfu blaðamennsku, að gera öðrum upp orðin, eða þá, ef raunverulegt samtal ritstj. og bónda hefur átt sér stað, sem er ólíklegt, að birta viðtal, sem bóndinn neitar að leggja nafn sitt við. Slík viðtöl eru aðeins notuð í neyð. FRAMBOÐ HJARTAR. Alþýðumaðurinn hefur það eftir Alþýðublaðinu og Alþýðu- blaðið eftir Bergi Sigurbjörns- syni, að Hjörtur á Tjörn væri „eftir sem áður þjóðvarnar- maður“, þótt hanh sé á fram- boðslista Framsóknarm. í Norð- Urlandskjörd. eystra. Þessum blöðum og öðrum þeim, sem á þessu hafa japlað og haft heim- ildir sínar frá einhverjum öðr- um en Hirti sjálfum, skal bent á, að hinn umræddi frambjóð- andi er í Framsóknarfélagi Svarfdæla. Er æskilegt að sú staðreynd sé höfð í huga, fyrir þá, sem þetta framboð vilja ræða. í MIKILLI HÆTTU. í leiðara síðasta Alþýðumanns eru m. a. þessar hugleiðingar: „Alþýðuflokkurinn er tvímæla- laust í mestri hættu með full- trúa sinn hér í kjördæminu, í uppbótarsæti.“ í sama leiðara er ritstjórinn að reyna að verj- ast þeirri hugsun, að Framsókn- armenn fái hér 4 fulltrúa og læðist þó að honum sterkur grunur um það að svo geti farið, því hann reiknar með fylgis- aukningu flokksins. Huggun hans er sú ein, að Framsókn fái a. m. k. engan uppbótarþing- mann! □ árstjórn vera vel á verði í mál- inu, en ætla sér nokkurn tíma til athugana, áður en samþykkt verður endanlega hvemig á þessu verður tekið. Einkum mun eiga að athuga rækilega, hvaða grundvöllur er fyrir því á Akureyri og í nágrenni henn- ar, að hitaveitufyrirtæki sem þetta, geti borið sig fjárhags- lega Fyrir fundinum lá áætlun Vatnsveitu Akureyrar, sem er sjálfstætt bæjarfyrirtæki. Felur áætlunin fyrir árið 1963 í sér verulega hækkun vantsskatts- ins, sem ýmsum mun þó finn- ast að sé nokkur fyrir, a. m. k. þeim, sem búa í nýjum og nýleg um húsum. Upplýstist, að hann væri um 400 kr. á meðalíbúð og mun það ekki oftalið. Hækkun- artillagan, sem nemur hvorki meira né minna en 25% frá þeim vatnsskatti, sem nú er, byggist á því tvennu, að fram- undan eru óhjákvæmilegar endurnýjunarframkvæmdir á gönilu vatnsæðunum og að vatnsþörf bæjarins er í svo ör- um vexti, að leita verður eftir meira vatni. Til sannindamerkis um ástæður vatnsveitunnar má telja það, að hún greiðir í vexti af föstum lánum kr. 340.000.00 á ári. Virðist raunar ekki á þá skuldasúpu bætandi. Hins veg- ar er hér um að ræða eina brýnustu þörf fyrir aðbúnað og atvinnu bæjarbúa, svo að erfitt mun að standa á móti rökstudd um hækkunarþörfum rekstrar- fjár. Er ástæðulaust annað en leggja trúnað á þær upplýsing- ar, sem fyrir liggja um þetta efni, og ekki er vitað til þess, að illa sé á málum þessa fyrir- tækis haldið. Málinu var vísa ðil II. um- ræðu. Töluverðar umræður urðu um sérstakt atriði í skipulags- málum bæjarins, lóðaveitingar á Barðstúni, vegna framkominn ar skipulagstillögu frá bæjar- verkfræðingi og byggingafull- trúa. Felur tillagan í sér breyt- ingu á skipulagi, sem virðist miðað við lóðarveitingar handa tilteknum bæjarstarfsmönnum. er um þetta sterkur ágreining- ur. Hafði bæjarráð verið klofið í málinu og svo var einnig þessi fundur. Kom fram rökstuddur ótti við, að með þessari undan- þágu frá heildarstefnu skipu- lagsmálanna og með hliðsjón af væntanlegri hugmyndasam- keppni um skipulag miðbæjar- ; ins, skapaðist hættulegt for- ; dæmi, sem viðkomandi bæjar- : starfsmönnum yrði sjálfum : verst ehir á. En svo kom einnig : fram sú skoðún, að ekki væri ; óráðlegt að hygla þannig starfs- ; mönnum, sem nauðsyn vasri að ; ú-yggja bæjarfélaginu sem ; lengst. Málinu vísað til skipulags- j nefndar. | Þá var enn á ný karpað um I félagsheimilislóð verklýðssam- j takanna. Gætir þar greinilega j tortryggni forustumanna bygg- É ingarmálsins í garð þeirra, sem É (Framhald á blaðsíðu 2). Skurðgröfurnar þurrka landið. 111111111 ■ 11 ■ i ■ ■ ■ ■ 111111111 ■ i ii ■ ■ 111 ■ ■ 1111 LITIÐ I BÆJARBLOÐIN JÓHÁNN PÉTURSSON FIMMTUGUR JÓHANN Pétursson, stundum nefndur Risinn úr Svarfaðardal, varð fimmtugur á laugardaginn var 9. febrúar. Hann er fæddur á Akureyri, en fluttist kornung- ur með foreldrum sínum út í Svarfaðardal og ólst þar upp í Brekkukoti, ásamt systkinum sínum. Jóhann varð með stærstu mönnum heims, 2 m 25 cm, og hefur hann goldið þess og notið. Frá tvítugsaldri hefur hann ferðast víða um lönd með sýn- ingarflokkum og sirkusum og hvervetna vakið hina mestu undrun. En fyrstu ferð sína úr landi, fór hann ásamt Stein- grími Matthíassyni lækni, sem opnaði honum lífvænlega æf- intýraleið, er hann síðar hefur gengið meðal framandi þjóða. Fyrir stríð dvaldi hann í Þýzkalandi, en var í Danmörku á myrkum hernámsárum. Síð- ustu 15 árin eða svo hefur svo Jóhann dvalið í Bandaríkjun- um, lengst af í Florida. Heim hefur hann komið nokkrum sinnum, en ekki fundið verkefni við sitt hæfi hér á landi. Margt hefur á daga hans drifið, bæði æfintýralegir atburðir og aðrir hrollvekjandi, sem hér verður þó ekki raktar. En hvar sem veg ir Jóhanns liggja um framandi lönd, fer þar sannur íslendingur og hinn ágætasti drengur. Dag- ur sendir honum hinar hugheil- ustu árnaðaróskir. □ Fluttur á sjúkrasleða Á LAUGARDAGINN varð það slys hjá skátum í Fálkafelli, að einn þeirra fór úr axlarlið. Mað urinn var þegar í stað lagður á sjúkrasleða, er skátar áttu þar upp frá og ekið til bæjarins, þar sem sjúkrabíll beið. Pilturinn fékk nauðsynlega meðferð í sjúkrahúsinu, en var síðan fluttur heim til sin. □ F oring j anámskeið UM HELGINA var haldið for- ingjanámskeið skáta, fyrir 17— 19 ára, í Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli. Leiðbeiningar veitti Ing- ólfur Ármannsson, erindreki Bandalags íslenzkra skáta. □ Þeir komasf ekki af baki I AFSTÓÐU sinni til Efnahags- bandalags Evrópu, minna for- ingjar ríkisstjórnarinnar á strák inn, sem þjóðsagan segir að hafi í fljótfærni og óleyfi farið á bak reiðskjóta Eiríks á Vogsósum. Strákurinn festist við bak hests- ing og mátti dúsa þar, þangað til Eiríkur sjálfur tók hann af baki. Foringjar þessir fóru snarlega á bak og vildu þeysa. í janúarmánuði 1961 lýsti við- skiptamálaráðherra því yfir, að álit sinna manna um, að ísland gæti kimizt af með að gera tolla- og viðskiptasamning við Efna- hagsbandalagið, stafaði af van- þekkingu. í febrúarmánuði 1961 hélt miðstjórn Alþýðuflokksins aðal- fund sinn í Reykjavík og álykt- aði, að ráðlegast væri fyrir Is- land, að ganga í EBE með auka- aðild. f sepembcrmánuði 1961 hélt Samband ungra Sjálfstæðis- manna fund hér á Akureyri og lýsti yfir því, að fsland ætti að sækja um aðild. f október 1961 hélt Sjálfstæð- isflokkurinn landsfund í Reykja vík. Ekki setti sá fundur ofaní við ungu mennina frá Akureyr- arfundinum. Öðru nær. Fundur- inn ályktaði, að tryggja yrði að- ild fslands að EBE. Síðla sumars 1961, þegar mik- ið fór að bera á ákafa ríkis- stjórnarinnar í máli þessu, ósk- aði miðstjóm Framsóknarflokks ins að fá að láta menn frá sér ræða við ríkisstjórnina um mál- ið og sjá gögn þau, er ríkis- stjómin hafði á að byggja um EBE. Var því vel tekið. Beittu nú Framsóknarmenn áhrifum sínum, eftir því sem þeir gátu, til þess að ekki væri rasað um ráð fram eða farin gönuskeið í málinu. Kröfðust þess, að mál- ið væri Jagt fyrir Alþingi áður en nokkurt spor væri stigið er bundið gæti. Á miðstjórnarfundi Framsókn arflokksins í febrúar 1962 var gerð álykíun, þar sem lýst var yfir, að miðstjórnin teldi ekki koma til greina að ísland gengi í EBE, vegna þess, að íslending- ar geti ekki gengið undir sam- stjórn með öðrum þjóðum eða veitt útlendingum jafnan rétt sér, til atvinnu í landinu og af- nota af því. Hinsvegar var áherzla á það lögð, að leysa vandann með sérsamningum um tolla- og viðskiptamál. Þessi ályktun vakti mikla at- hygli. Það fór að byrja svip- breyting á andlitum forystu- manna stjómmálaflokkanna. Kosningar til Alþingis fóru að nálgast. f nóvember 1962 lagði ríkis- stjórnin skýrslu um Efnaliags- bandalagið fyrir Alþingi. f þeirri skýrslu taldi stjórnin að- eins um tvær leiðir að velja fyr- ir ísland: Aukaaðild eða tolla- og viðskiptasamning. Framsóknarmenn töldu tví- mælalaust, að íslendingar gætu ekki gengið í EBE með aukaað- ild. ToIIa- og viðskiptasamning- ur væri sú leiðin, sem þeir yrðu að fara. Þá urðu stjómarliðar æfir, og mátti af því ráða hvert þeir stefna. Þeir vilja auðheyri- lega innlima ísland í EBE. Hitt leyndi sér ekki, að þeir vildu ekki segja þetta berum orðum strax af því að kosningar em fyrir dyrum og þeir vita, að al- menningur er á móti því, að okkar litla þjóð týni sjálfri sér með því að ganga í stórvelda- samsteypuna EBE. Þeir ætluðu sér að fara af baki fram yfir kosningamar — á klár, sem þeir liöfðu ætlað að þeysa á í óleyfi. Svo gerðist það, að de GauIIe forseti Frakklands beitir neit- unarvaldi sínu til þess að hindra, að Bretar fái inngöngu í EBE. Þá halda forsprakkar þessir, að þeir hafi fengið tækifæri til að komast af baki. Þeir segja: „Málið er úr sögunni. Fram- sókn hefur misst glæpinn og nú getur hún ekki haft það fyrir kosningamál, að deila á okkur fyrir að við ætlum að innlima ísland með aukaaðild í EBE.“ En þetta bjargar þeim ekki. Málið er ekki úr sögunni. Það hefur, eins og Bretar segja, — aðeins orðið töf. Sama segja for- sætisráðherra Frakklands og framkvæmdastjóri EBE, og jafn vel de Gaulle. Allir, nema ís- lenzka ríkisstjórnin. íslendingar mega ekki undir ■ höfuð leggia, að ræða til hlýtar afstöðu sína til EBE. Undan því komast stjómarflokkarnir ekki fyrir kosningar. Þetta er eitt allra mikilvægasta kosninga málið. Forsprakkar stjórnarflokk- anna sitja fastir á baki, fram að kosningum, hvernig sem þeir sprikla. Allir vita hvert þeir ætluðu að hleypa. En í kosning- unum tekuð þjóðin þá af baki. □ Nv tarbeqatluqvei til lanasins Farþegaflug til Snæfellsness og Vestfjarða BJÖRN PÁLSSÖN flugmaður er nú að gera ráðstafanir til að reyna að leysa samgöngumál þeirra staða á landinu, sem ekki hafa fengið stóra flugvelli. Hann var nýlega úti í Bret- landi og festi þar kaup á 15 far- þega vél af gerðinni Prestvic Pioneer. Flugvél þessi hefur sér staklega stutta lendingar og flugtakseiginleika, þannig að hún getur lent á öllum sjúkra- flugvöllum. á landinu. Hún er sérstaklega hentug til farþega- flugs til Snæfellsness og Vest- fjarða. Prestvick Pioneer er að ýmsu leyti lík hinni svokölluðu Ceri- bou-flugvél, sem .mikið var tal- að urn að kaupa fyrir nokkrum árum, en miklu ódýrari. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.