Dagur - 13.02.1963, Side 8

Dagur - 13.02.1963, Side 8
8 Snæfell á leið inn Eyjafjörð með góðan síldarafla. Myndin er gömul og nótabátar notaðir. Skipt um aflvél í Snæfellinu effir 20 ár Þetta tvítuga skip er að útliti og fyrirkomu- lagi eins og skip, sem teiknuð eru í das UM þessar mundir er verið að skipta um aðalaflvél í Snæfell- inu á Akureyri. í skipið er komin ný Wichmann-vél, 600 ha og kom hingað norski vél- fræðingurinn Johan Halldorsen frá Wichmann-verksmiðjunni til að yfirlíta niðursetninguna og prufukéyra. En Kjartan Sig- urðsson vélvirkjameistari stjórn aði niðursetningu fyrir hönd Odda hf. er tók að sér verkið. Gamla vélin, Ruston-vél, sem sett var í þegar skipið var byggt hefur dugað vel, eða í 20 ár. Hún var 435 hestöfl. Hina góðu endingu má eflaust þakka góðri hirðingu. Frá byrjun hefur Ax- el Björnsson verið annar vél- stjóri en fyrstu vélstjórar þeir Jón Lárusson og síðan Olafur Jónsson. Snæfell teiknaði Gunnar Jóns son skipasmíðameistari á Akui'- eyri árið 1942 og stjórnaði smíði þess í Skipasmíðastöð KEA. Þetta var þá stærsta skipið, sem byggt hafði verið á íslandi, 165 tonn, og vakti þá stráx mikla athygli. Snæfell fór á síldveiðar sum- arið 1943 og hvert sumar síðan, en einnig stundað togveiðar og flutninga. Á stríðsárunum var það í fiskflutningum til Bretl. Ekki hefur blaðið aflað sér talna um aflamagn skipsins frá upphafi. En fullyrða má, að Snæfell hefur lagt mikinn afla á land, enda ætíð verið í röð aflahæstu skipa og stundum aflahæst á sumarsíldveiðum. En eigandi þess er Útgerðarfé- lag KEA, og skipið hefur alltaf verið gert út frá Akureyri. Fyrsti skipstjóri var Egill Jóhannsson til ársins 1952, þá Bjarni Jóhannesson til ársins 1959 og síðan Baldvin Þorsteins son. Yfirleitt hafa lítil manna- skipti orðið og engin teljandi slys hafa að höndum borið. Teikningin af Snæfelli EA 740, sem Gunnar Jónsson gerði fyrir 20 árum og skipið sjálft, eins og það var upphaflega byggt, er að útliti og fyrirkomu lagi mjög líkt skipunum, sem (Framhald á blaðsíðu 7). Húsavík, 13. febr. Unnið er af kappi við Norðurlandsborinn á Húsavík og leitað eftir heitu vatni fyrir kaupstaðinn. í gær var borholan orðin um 600 metra djúp og hitinn í henni 85 stig. En hvorki gufu eða vatns hefur enn orðið vart. Okkur sýnist þetta álitlegt og borunin gengur vel. í framhaldi af þessari frétt sneri blaðið sér til Gunnars Böðvarssonar verk- fræðings til að fá hans álit á þessari varmavatnsleit Þingey- inga. Hann sagði: Ennþá verður ekkert um það sagt, hvers árang urs sé að vænta. En jarðhitinn gefur miklar vonir. Spurningin er aðeins sú, hvort hittist á vatnsæð í fyrstu tilraun. En borað verður í fulla dýpt, rúml. 1000 metra, ef vatnsæðin finnst ekki áður. Þarna er eflaust heitt vatn og það mun senni- lega finnast. En stundum geta nokkrir metrar til hægri eða vinstri gert gæfumuninn í leit að heitu vatni. □ Iðnverkamaður slasast í SÍÐUSTU VIKU varð það slys í Ullarþvottastöðinni á Ak- ureyri, að roskinn starfsmaður, Olafur Rósinantsson, lenti með vinstri hendi milli tannhjóla og slasaðist mikið. Hann var þeg- ar flutur á sjúkrahús og gert að sárum hans. □ Eiff kvöld í viku hverri AÐ undanförnu hefur Æsku- lýðsráð Reykjavíkur undirbúið svokallaðar heimilisvökur, en þær eru í því fólgnar að hvetja fjölskyldur til að halda heimilis- í vélarrúmi. Fv: Kjartan Sigurðsson verkstj. Johan Halldórsen frá Wichm. verksm. Friðfinnur Árnason vélsm. Gunnar Þorsteins- son II. vélstj. Ólafur Þorsteinsson I. vélstj. Á bak við Johan Karls- son suðum. (Ljósmynd E. D.) Nýja Wiehmann aflvélin í Suæfelli (Ljósmynd E. D.) kvöld vikulega þar sem foreldr- ar sinna börnum sínum, fjöl- skyldan safnast saman um ein- hver áhugamál og eyðir kvöld- inu við upplestur, leiki, söng og fleira. Æskulýðsráð Akureyrar hef- ur ákveðið að hvetja til slíkrar starfsemi hér á Akureyri og heí ur haft samráð við Æskulýðsráð Reykjavíkur um undirbúning þessara mála. Hugmyndin og takmarkið með heimilisvökun- um er eins og fyrr segir að hvetja fjölskyldur til að eigs saman eitt kvöld í viku og hef ur mánuðurinn 17. febrúar ti 16. marz verið ákveðinn ti (Framhald á blaðsíðu 7). Vatn flutt langa vegu ENNÞÁ er vatnsskortur á mörgum bæjum í héraðinu, svo flytja þarf allt vatn, bæði handa fólki og fénaði. Einn svarfdælskur bóndi not- ar til heimilis síns hið ágæta Hlíðarfjallsvatn frá vatnsveitu Akureyrarkaupstaðar, fær það flutt í mjólkurbrúsum, en sæk- ir í Svarfaðardalsá vatn handa búfénu. □ ■/V-Vv/v/^-/v/-^'V--/v/v/v/v/v/v/^/-/v/x/v/v/v/v/v/v/v/v/v/v<rx/v/v/v/N/v/%/v/v/-/v/v/v/-/v/v/v/VV/V/V/V/V/--/V/--/--/V/V/VV/-/-/V/V/V/V/V/V, '/v/v/v/v/v/-Vv/v/v/v/v/v/v/-v/v«vv-v/-vv/v/v/v/v/v/v/v/%/v/v/v/v/-^-W/-v--/v/v/v/v/' A//-//v/-//-//WWWv/W-//////-/v///v/^///n/^ í Fróðlegir klúbbfimdir Framsóknarmann FRAMSÓKNARMENN á Akur eyri halda öðru hverju klúbb- fundi á skrifstofu flokksins. Hefjast þeir kl. 8.30 og eru hin margvíslegustu bæjarmál og þjóðmál tekin þar til umræðu, og umræður, að framsöguerind- um loknum, mjög frjálslegar og fjörugar. Margan fróðleik er hægt að fá á fundum þessum um ýms þau málefni, er alla varðar, og nýjar hugmyndir koma þar fram. Húsakynni eru að vísu ekki mikil, en „þröngt mega sátt ir sitja“ og enn hefur enginn þui'ft frá að hverfa. Á síðasta klúbbfundi hafði Lárus B. Haraldsson framsögu um upphitun húsa og Sigurður Óli Brynjólfsson um skólamál. Ræddi Sigurður Óli einkum um atriði, er hafa verður í huga, ef taka á fræðslulögin eða skólakerfið til endurskoð- unar. Sagði hann að margt bæri að athuga, en á tvennt yrði að leggja megin áherzlu: Að skóla kerfið styddi að viðhaldi ís- lenzkrar menningar, sem um margt væri sérstæð og auk þess þyrfti það að þjóna atvinnu lífinu. Umræður um skólamálin urðu nokkuð á víð og dreif, svo sem nærri má geta um svo víð- tækt mál. Lárus B. Haraldsson gerði meðal annars í sinni ræðu sam- anburð á upphitunarkostnaði, í- hér hefur farið fram. Niðurstaða hans var sú, að meðal olíunotk- un á rúmmeter yfir árið væri 15 lítrar, Hver olíulítri kostar kr. 1.55 eða kr. 23.25, sem kostar að hita rúmmeter í eitt ár. Við næturhitun var raforkutotkun- in 75 kílóvattstundir á ári á hvern rúmmetra. K.ílóvattstund- in kostar kr. 0,14 og hitakostn- aðurinn verður þá kr. 10,50 á hvern rúmmetra yfir árið. Ræðumaður sagði ennfremur, að stofnkostnaður fyrir nætur- hitun með rafmagni mundi vera um 7 þús. krónum meiri en fyrir sjálfvirka olíukyndingu miðað við ca. 400 rúmmetra íbúð. Sæist á þessu hvað inn- búða, samkvæmt rannsókn, sem lenda orkan væri hagkvæm og spurningin hlyti að verða það, í sambandi við upphitun húsa, hvort nota ætti heitt vatn úr iðrum jarðar eða raforku. Erlendur orkugjafi ætti þar ekki að koma greina. Umræður snerust mjög um væntanlega jarðborun eftir heitu vatni í nágrenni Akureyr- ar og hitaveitu í sambandi við jarðhitann, ennfremur um hinn gífurlega olíuinnflutning til landsins annarsvegar en óvirkj- uð fallvötn og jarðhita hinsveg- ar. Mikill hiti á Húsavík Borholan orðin um 600 m. djúp og hitinn 85 stig

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.