Dagur - 20.03.1963, Page 1

Dagur - 20.03.1963, Page 1
Mái.gagn Framsóknarmanna Rixstjóri: Erlinggr Oavíösson SkRIFSTOFA í H AKNARSTR.cn 90 Sími 1166. Sf.tningu og prenton ANNAST PrKNTVERK OdDS liJÖRNSSONAR H.F., AKUREYRI s____________________________ ---------------------------——------V Al Gl.ÝSINGASTJÓRl JÓN SAM- • ÚF.LSSON . ÁrGÁNGURLNN KOSTAR KR. 120.00. Gjalddagi er 1. JÚI.Í Bladid kemur út á MinviKODÖt;- _ UM OG Á LAUGARDÖGUM, ÞEGAR ÁSTEÐA ÞYKIR TIL ■_______________________ ...... ,,..< FLUGVÉL TÝND ÞAU SORGLEGU TÍÐINDI urðu sl. mánudagsnótt, að ný, tVeggja hreyfla, fjögurra farþega flugvél Flugsýnar týndist. Vélin var á heimleið. Hún fór frá Gander í Nýfundnalandi um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt og ætlaði til Grænlánds, en kom ekki fram. Leit hefur ekki borið árangur. Flugstjóri var Stefán Magnússon, 36 ára, og Þórður Ulfarsson flugmað- ur, 24 ára. Talið er, að ísing hafi valdið slysinu. □ Sorpeyðingarsföð á Akureyri? Bæjarstjórn athugar síðasta tilboðið HINGAÐ koma í dag sendi- menn frá þýsku fyrirtæki, sem m. a. framleiðir sorpeyðingar- stöðvar. Hefur tilboð þess fyrir- tækis verið í athugun hjá yfir- völdum bæjarins. Bæjarstjórn hefur ekki sam- þykkt að koma slíkri stöð á lagg irnar, en bæjarráð samþykkti á sínum tíma að málið væri rækilega athugað og leitað eftir tilboðum. Sænskt tilboð hefur áður bor- izt, en til þessa hefur enginn ákvörðun verið tekin og er mál- ið á könnunarstigi. Ekki verður hér framleiddur „skarni“ úr sorpinu, svo sem Reykvíkingar gera, sjálfum sér (Framh. á bls. 2) Wmm (Ljósm. E. D.) Færri komast á sjóinn en vilja, sýnist manni á þessari mynd, -■ Mikil starfsemi Ferðafélags Ak. AÐALFUNDUR Ferðafél. Ak- Jón Þórðarson við handfæravinduna. ; ureyrar fyrir árið 1962 fór fram ! 3. marz. í skýrslum stjórnar og !! ferðanefndar kom meðal annars !| þetta fram: I Skemmti- og fræðslufundir I; voru tveir á s.l. ári. Á hinum ;; fyrri, er fram fór 11. febr. og ;; helgaður var Dyngjufjöllum og ! Öskju, flutti Ólafur Jónsson, ! ráðunautur, erindi um eldstöðv- arnar þar, og sýndar voru I; skuggamyndir er Tryggvi Helga i; son flugmaður og fleiri höfðu ;; tekið, er gosið varð þar árið ;j 1961. Eðvarð Sigurgeirsson ljós- ;! myndari sýndi kvikmynd frá ! sama gosi og Guðmundur Frí- !; mann skáld las upp. Síðari fund !; urinn fór fram 9. des, og voru ;; þá sýndar skuggamyndir frá ;; ferðum félagsins, en Ólafur ;; Jónsson ráðunautur skýrði þær. ]; Eins og að undanförnu gaf fé- ;! lagið út ritið Ferðir, er að þessu ! sinni fjallaði aðallega um !; Dyngjufjöll og Öskju. Var það j; kærkominn leiðarvísir mörgum ;! ferðamönnum, er lögðu leið Ný islenzk handfæravinda NÝLEGA var Sveinbjörn Jóns- son hér á ferðinni og notaði Dag ur tækifærið til að spyrja hann frétta um tæknilegar nýjungar. Hann kvað þá helzta, að frændi sinn hefði fundið upp vélknúna handfæravindu, sem ekki aðeins létti mestu erfiði af sjómönnum, sem handfæraveiðar stunda, heldur þyrfti ekki nema einn mann við tvær vindur. Það er Jón Þórðarson, tækni- legur framleiðslustjóri á Reykja lundi, sem síðastliðin tvö ár hef ur náð þessum árangri í hjá- verkum sínum, sagði Svein- björn. Þekktur reykvískur sjómað- ur, Haraldur Kristjánsson, hef- ur reynt nýju færavinduna á skipi sínu, Kristínu, og er hann sérlega ánægður með árangur- inn og segir auðvelt að nota tvær vindur í einu. Jón hefur sótt um einkaleyfi á vindunni og Fiskimálasjóður íslands hefur veitt honum mynd arlega viðurkenningu. Jón und- irbýr nú framleiðslu á 50—100 vindum, sem verða tilbúnar fyr- ir haustvertíðina. Ráðgert er, að Haraldur skipstjóri og Marinó Pétursson kaupmaður, sem tek- ið hefur að sér sölu á vindunum hér og erlendis, komi hingað til Akureyrar og kynni þetta nýja tæki hér á Pollinum fyrir norð- lenzkum sjómönnum. Vinda Jóns gengur fyrir sjó, sem dælt er með vissum þrýst- ingi að vinduhjólinu. Með lítilli sveif er hægt að láta línukeflið renna færinu út, eða draga það upp, og gefa eftir þegar alda hnykkir bátnum til eða gefa þarf eftir þegar stórfiskur er á. Rörið, sem vindan sést standa á, á myndinni, er rammlega fest við borðstokk bátsins. Vindan vegur ca 16 kg. Sennilega kost- ar hún 10—15 þús. krónur. □ sína um þessar slóðir á síðast- liðnu sumri. Hundruð manna hafa nú gist í Herðubreiðarlind- um og notið skjóls í Þorsteins- skála, sem F.F.A. reisti þar. Ferðafélagið gekkst fyrir sex ferðum í Öskju auk annarra ferða, er farnar voru. Lengsta ferðin var farin um Suðurland og var þá komið í Þórsmörk, Landmannalaugar og víðar. Sú nýbreytni var tekin upp í ferð- um félagsins, að greiðsla fyrir morgundrykk og súpu var inni- falin í fargjaldinu í lengri ferð- unum. Á undanförnum árum hefur félagið gert tilraunir með áburð ardreifingu við skálann í Herðu breiðarlindum og gefur það góða raun. Umgengni í skálan- um og við hann var nokkuð misjöfn, en í heild var hún frem ur góð. Eins og kunnugt er, hefur F.F.A. lengi beitt sér fyrir veg- arlagningu upp úr Eyjafirði suður á fjöll, og fyrir atbeina þess var gerður bílfær vegur upp Hafrárdal og suður um Vatnahajlla. Síðar var horfið að (Framhald á blaðsíðu 5.) Skólaæskan leilar til fjatla Skíðahótelið í Hliðarf jalli er miðstöð hennar UM ÞESSAR mundir eru dag> lega stórir hópar skólafólks frá Akureyri uppi í Hlíðarfjalli, og sækja þangað væntanlega bæði líkamshreysti og andlegan þrótt. Nemendurnir eru þarna í fylgd með kennurum sínum. Göngu- ferðir, skíðaíþróttir og hvers konar leikir er stundað að deg- inum, en kvöldvökur hafðar í næturstað. Skíðahótelið er dval- arstaður fólksins, á meðan „úti- legan“ stendur yfir. En þar er aðstaða í flestu til fyrii-myndar. Gagnfræðaskólinn sendi fyrst sína nemendur til fjalla, næst kemur Menntaskólinn og að síð- ustu barnaskólarnir. Veður hafa verið hin hagstæðustu og óhöpp hafa ekki orðið. Svefnloft góð eru í Skíðahótelinu — en örygg- isútbúnaði er ennþá áfátt, hvað þau snertir. Munu ekki hafa ver ið sett upp „rör“ eða stigar, við neyðardyr, og er það mikil van- ræksla með tilliti til eldhættu. Sími er ennþá enginn í Skíða hótelinu, og er það mikil vönt- un ef skjótt þarf til að taka, svo sem verða vill, ef ná þarf til læknis eða annarrar aðstoðar. En sími er næst á Glerá, og mun um 20—30 mínútna gangur þangað frá hótelinu. (Framhald á blaðsíðu 2). | TÍZKUSÝNING SUNNUDAGINN 24. þ. m. efn- ir Knattspyrnufélag Akureyrar \ til tízkusýningar að Hótel K. E. í A. Sýningarnar verða tvær, sú fyrri kl. 3 e. h. \ Spilað Bingó í hléinu. Seinni sýningin verður kl. 9 um kvöld- í ið. Þessi fyrirtæki taka þátt í > sýningunni: Herradeild K. E. A. Herradeild J. M. J., Saumastofa j Gefjunar, Verzlunin Heba, \ Verzlun B. Laxdal, Verzlunin j Markaðurinn, Verzlunin Drífa. I' Þá verða sýndir kjólar frá fyrir- fækjum í Reykjavík. Forsala aðgöngumiða hefst að Hótel K. E. A. á laugardaginn \ kl. 1 e. h. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.