Dagur - 23.03.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.1963, Blaðsíða 5
4 5 Ákvæðisvinna VESTUR Á ÍSAFIRÐI hafa undanfarið staðið yfir tilraunir með ákvæðisvinnu eða bónusgreiðslur hjá íshúsfél., einkum í sambandi við handflökun, sem byggðar eru á túnamælingum og verkönnun þar á staðnum. Þessar tilraunir hafa staðið síðan í júní s. 1. sumar. Og smám saman hafa fleiri þættir vinnunnar verið greidd- ar eftir afköstum, í stað þess að greiða kaup eftir tímamælingu, svo sem algeng- ast er. Helgi Þórðarson, forstjóri, lét þess get- ið nýlega í blaðaviðtali, að forsenda þessa væri, að tækjauppstilling og eftirlitskerfi væri svo úr garði gert, að hægt væri að mæla afköstin örugglega og fylgjast ná- kvæmlega með vinnugæðunum, svo að vörugæðin minnkuðu ekki. Kanna þarf vinnuaðferðir á hverjum stað, finna einföldustu handtökin við sér- hvert starf og breyta vinnu í samræmi við hina beztu nýtingu vinnuaflsins. Við slíka verkkönnun þarf einnig að athuga rækilega staðsetningu vinnutækja og flutningsþörf vörunnar innanhúss, frá manni til manns. Þegar valið hefur verið á milli vinnuaðferða og fólkið þjálfað í ákveðnum handtökum, er hægt á grund- velli tímamælinga, að koma á ákvæðis- vinnu. f fiskflökun hefur þama verið byggt upp launakerfi, sem er samsett af tíma- kaupsgreiðslu og uppbót fyrir afköst og nýtingu. Uppbótin, sem greidd er, er veitt fyrir afköstin sem talin eru fram yfir „normal“-afköst, þótt vitnað hafi verið hér að framan í vestfirzkt fyrirtæki, er þetta víðar í byrjun. Talið er, að þarna sé niikill möguleiki til þess, að hver vinnustund færi starfs- fólki auknar tekjur, allt að 30—40%, og án þess að það aukna kaupgjald þyngi rekstur fiskiðjuveranna, nema síður væri. □ Aukaskattdrnir ÞÓTT ríkið Ieggi 1300 milljónir hærra á landsmenn, en árið 1958, samkv. síðustu fjárlögum, er ekki allt þar með talið, því að ýmsir nýir skattar em látnir renna til sérsjóða og koma ekki á fjárlög. Hinir nýju aukaskattar eru m. a. þessir: Útflutningsgjöld hafa verið stórliækk uð eða meira en tvöfölduð. Lögfestur hefur verið sérstakur 2% launaskattur á bændur. Lögfestur hefur verið 0,7% söluskatt ur á landbúnaðarafurðir. Lögfest hefur verið 1% ríkisábyrgð- argjald, sem leggst algerlega að á- stæðulausu á húsbyggjendur. Verið er að Iögfesta 0,4% söluskatt á iðnaðarvörur. Lagt er til í stjómarfrumvarpi, sem liggur fyrir þinginu að leggja nýjan skatt á sement, timbur og jám og útborguð vinnulaun verkamanna. Samanlagt nema þessir skattar háiun upphæðum, sem ekki sjást á fjárlögun- um. Hækkun álaga síðan 1958 er því miklu meiri en þær 1300 millj., sem koma fram á fjárlögunum. Þannig efnir Sjálfstæðisflokkurinn fyr- irheit sín tun að lækka álögur á almenn- ingi. DIMMUBORGIR Sjónleikur í tíu sýningum eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leiktjöld: Gunnar Bjarnason. Sigurður Róbertsson leitast við að sýna leikhúsgestum hvað búa kann undir sléttu og felldu yfirbragði mikils kaupsýslumanns, sem lánið virðist leika við. Heiti þessa manns er Ögmundur Úlfdal, leikinn í Þjóðleikhúsinu af Ævari Kvaran. Við kynnumst manninum í fimmtugsafmæli hans. Hann er að Ijúka störfum á skrifstofu sinni og framundan eru mikil hátíðahöld. Hjóli tímans er nú snúið aftur á bak og við kynnumst því, sem gerzt hefur. En leiðin liggur líka inn í ríki dauðans, Dimmúborg- ir, þar sem hinir látnu hitta Úlfdal og segja honum tíðindi, sem hann þekkti ekki áður, og sem ekki eru öll sem þægileg- ust. Þar eru á ferð konan hans sálaða, sem var geðveik meðan hún lifði, tengdafaðir hans, sem alltaf kunni fótum sínum for- ráð bæði þessa heims og ann- ars, móðirin, sem var gleðikona í lífinu, en nánast heilög hinum megin, og loks hálfbróðirinn, Hallur, sem framið hafði sjálfs- morð fyrir atbeina kaupsýslu- mannsins. Að allri þessari martröð lok- inni vaknar Úlfdal af svefni og fer til veizluhaldanna. Oneitan- lega mjög misheppnaður endir, sem þó væri auðvelt að breyta og gera þannig leikritið allt á- hrifameira. Annaðhvort er að láta það enda í Dimmuborgum og- skilja Úlfdal eftir í óvissu um hvort hann er heldur lifandi eða dauður, eða láta hann vakna fársjúkan á skrifstofunni. Atburðirnir í Dimmúborgum eru bezt gerði hluti leikritsins, einkum samtal Úlfdals og tengdaföðurins, sem fær hressi- legan og eðlilegan blæ á ágætri meðferð Vals Gíslasonar, sem enn einu sinni sannar afburða leikarahæfileika sína. Fyrsta myndin er misheppn- uð. Hún er sýnilega gerði til þess að sýna algert tillitsleysi Úlfdals gagnvart öðrurri. Hann leitast við að lokka fulltrúa sinn (Gísla Alfreðsson) til vafasamra viðskipta, sem hann er þrátt fyr ir allt ekki spilltari en svo, að hann biður um umhugsunar- frest. Skrifstofustúlkan, Ásdís, drekkur að vísu eitt glas með forstjóranum en hraðar sér síð- an á fund unnustans eftir að hafa veitt álitlegri fjárhæð við- töku fyrir ekki neitt. Sannarlega ekki í anda Úlfdals að láta lítils- gilda stelpu, sem ekki kann einu sinni að koma inn úr dyr- um a. m. k. ekki á leiksviði, hlaupa með fjármuni fyrir það eitt að drekkka úr whiskyglasi. Annaðhvort er að breyta þess- ari skrifstofustúlku verulega eða láta hana hverfa með öllu. Viðskipti Úlfdals við Hjördísi (Sigríður Hagalín) konu Halls og son hennar Val (Stefán Thors) eru með afbrigðum vandræðaleg. Kemur þar einnig til, að Hjördís er ólíkleg persóna í mesta máta. Hún bregst trausti mannsins síns eftir 15 ára hjóna band þegar honum liggur mest við og veldur þannig dauða hans. Þetta virðist hún gera fyr- ir áeggjan Úlfdals, sem löngum hefur verið vonbiðill hennar og heldur því leiðindahlutverki á- fram. Atriðið sýnir að vísu enn eina spillta hlið á Úlfdal, en það leiðir líka fram á sviðið konu, sem virðist hafa dottið í sundur í höndunum á skapara sínum. Við endurskoðun leikritsins ætti Sigurður að gera meira úr Hjördísi, hún er þannig sett, að hún mætti verða eftirminnileg. Sigríður Hagalín ræður sýni- lega ekki við þessa misheppn- uðu persónu og er henni það naumast láandi. Stefán Thors skilar litlu hlutverka laglega. Della skrifstofustúlka (Bryn- dís Pétursdóttir) er holdsnaut- ur Úlfdals, sem hann elskar þeg ar hann þarf á henni að halda. Ekki verða samskipti hans við þessa konu með meiri glæsibrag en við hinar. Whiskyþamb leik- konunnar á sviðinu, þegar til- finningar hennar komast í upp- nám, færa atriðið ekki nær veru leikanum. Segja má að þessir gallar stafi að nokkru leyti af því, að Úlf- dal er gerður of spilltur maður og ekki vex hann af meðferð Ævars Kvarans. Hann virðist ekki búa yfir neinum jákvæð- um tilfinningum, allt snýst um auð og völd og dýrslegar full- nægingar hvatalífsins. Svona manngerð er of einföld í snið- um og höfundurinn spillir góðri hugrnynd með því að lofa ekki kaupsýslumanninum að eiga eitthvað æðra en auðsöfnun og ástlaus kvennasambönd. Segja má að vísu að Úlfdal elski konuna sína geðveiku, Láru Guttormsdóttur, á vissan hátt, og þ óer þar fremur um að ræða ástríðu en ást. Hlutverk hennar fyrir framan spegilinn er að vísu ekki illa gert geðtrufl unaratriði og Kristbjörg Keld leikur það prýðilega. Hitt væri með ólíkindum ef kaupsýslu- maður, sem ekki kann aura sinna tal, sæi ekki um, að hjúkr VETTVANGUR SAMVINNUNNAR FÉLAGSMENN kaupfélaga fá endurgreiddan arð í hlutfalli við viðskipti sín við félögin, en ekki eins og í hlutafélögum, þar sem eigendur fá arð í hlutfalli við það fjármagn sem þeir hafa í þau lagt. Því meir sem félagsmenn verzla við kaupfélag sitt, verður hinn endurgreiddi arður af við- skiptum þeirra meiri. Af viðskiptum sínum á árinu 1961 fengu félagsmenn IÍEA ENDURGREIDDAR í STOFNSJÓÐ SINN KR. 2.735.641.52. Síðastliðin 10 ár hafa endur- greiðslur KEA til félagsmanna sinna numið kr. 14.224.980.51. Að miklu leyti hefur þetta fé verið greitt inn í stofnsjóð fé- lagsmanna, en annars í við- skiptareikninga þeirra. Geta menn á þessum tölum séð, hve gífurlegir fjármunir eru sparaðir félagsmönnum sam vinnufélaga, og hve sjálfsagt er að njóta þessara hlunninda, með því að verzla við búðir sam- vinnufélaganna. S. J. unarkona liti eftir hinni sál- sjúku konu. Vel mætti færa mis heppnuðu skrifstofustúlkuna úr fyrstu sýningu yfir í þessa og gera hana að elskulegri hjúkr- unarkonu Láru. Rúrik Haraldsson leikur Hall með miklum ágætum og sýnir greinilega muninn á manninum lífs og liðnum. Hann hefur öðl- azt styrk þess manns, sem hef- ur verið órétti beittur, fyrirgef- ið það og lítur nú á þá, sem léku hann verst, ofan frá eins og vera ber. Guttormur gamli (Valur Gíslason) er sérstaklega skemti- legur karl. Braskari af beztu gerð, sem alltaf veit hvað klukk an slær og að sá hlær bezt sem síðast hlær. Honum eru lögð í munn fyndnustu tilsvörin í öll- um leiknum, og gefur það til kynna að höfundur telji ekki með öllu óaðgengilegt að dvelja hinum megin. Líklega er samt kvenfólkið náttúrulaust á þeim slóðum því Elín, þessi lífsglaða kona, sem skildi strákinn sinn einan eftir í kotinu fyrir vestan meðan hún naut atlota embætt- ismannsins föður Halls, er nú orðin eins konar helgigyðja. Maður gæti helzt látið sér detta í hug, að hún hefði verið í sál- greiningu hjá Freud og síðan lært siðfræði hjá Ágústinusi kirkjuföður. Ekki get ég séð að Gunnar Eyjólfsson hafi aukið neitt hróð ur sinn við þessa leikstjórn. Smá atriðin, sem hefði mátt laga, eru. svo mörg, að annaðhvort hefur hann verið glámskyggn í meira lagi, eða samvinna hans við höf- undinn ekki eins góð og æski- legt hefði verið. Gunnar hefði átt að sjá, að í þessu leikriti er margt gott, en það skortir á, að Ævar Kvaran og Valur Gíslason í hlutverkiun sínum. nógu vel sé unnið úr góðu efni. Það er ekki nema um stundar sakir í Dimmuborgum, 1 sem unnt er að gleyma að maður sé í leikhúsi. Vel gerð leiktjöld Gunnars Bjarnasonar hvað Dimmuborgir snertir, eiga ríkan þátt í því, svo og ágæt beiting Ijósa. En þrátt fyrir þessa galla, sem hverjum manni er uauðsæir, tel ég feng að þessu leikriti, og ef- ast ekki um, að Sigurður Ró- bertsson getur breytt því þann- ig, að það eigi framtíð fyrir sér. (Lítið stytt). Ólafur Gunnarsson. - Undirbúningur Sæluvikunnar er í fuilum gangi (Framhald af blaðsíðu 8) það vel til fundið. í lok borð- haldsins birtist Kirkjukór Sauð- árkróks á leiksviðinu og söng, undir stjórn Eyþórs Stefánsson- ar, fagurt lag og tilkomumikið, eftir Jón Björnsson og hefur höf undur tileinkað kirkjukórnum lagið. Eftir að borð höfðu verið upp tekin hófst svo dans og stóð með miklu fjöri lengi næt- ur. Þótt Heimir sé nú orðinn 35 ára verða engin ellimörk á hon- um séð, þvert á móti. Kórinn er nú á ýmsan hátt öflugri en nokkru sinni fyrr. Margir þeir erfiðleikar, sem torkleifastir voru á árum áður, eru nú úr sögunni. Skagfirðingum þykir vænt um kórinn og meta að verðleikum þá menningarstarf- semi, sem hann hefur með hönd um. Engin ástæða er til annars en ætla að Heimir megi vænta langra lífdaga og áreiðanlega er sú ósk rík í hugum héraðsbúa. Undirbúningur Sæluvikunn- ar er nú í fullum gangi, en hún mun fara fram með líku sniði og verið hefur. Leikfélag Sauðár- króks mun að þessu sinni ætla að sýna Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurj ónssonar. Er sýning þessa stórbrotna leikrits raunar ekki heiglum hent, en Leikfélag Sauðárkróks hefur áður glímt við Fjalla-Eyvind og borið hærra hlut. Er ekki ástæða til annars en ætla að svo takist enn til nú, því leikkraftar eru góðir á Sauðárkróki.' Trúlega fer Sæluvikan ekki fram fyrr en að baki páskum. Skagfirðingar, og þá ekki sízt Blöndhlíðingar, þykja hross- margir og líklega eru þeir það nokkuð. Það er því ekki nema að vonum, að þeir þurfi töluvert á tamningamönnum að halda. Kemur það sér vel, að í vetur eru tvær tamningastöðvar rekn- ar í hreppnum. Aðra eru þeir með í félagi Broddi Björnsson á Framnesi og Sigurður Ingi- marsson á Flugumýri, en hina rekur Jóhannes Jónsson á Tyrf- ingsstöðum. Þá starfar og tamn ingastöð á Sauðárkróki, á veg- um hestamannafélagsins Létt- feta og hefur svo verið nokkra undanfarna vetur. Tamningar munu einnig fara fram á Hólum í Hjaltadal. Vera má að fleiri séu að störfum á þessum vett- vangi, þótt mér sé ekki um það inu í gær, að Asíu-inflúenzan breiddist enn út, en hefði farið hægt. Veikin komst í barna- skóla á Svalbarðsströnd og í Saurbæjarhreppi og lét að sér kveða þar og í þeim sveitum, einnig nokkuð í Öngulsstaða- hreppi. í ýmsum lireppum sýsl- unnar hefur veikinnar lítt orðið vart. Bólusetningin hefur tafið út- breiðsluna og hún dregur mjög úr veikindunum, ef 10 dagar eða meira líða frá bólusetningu. Hér í bænum var veikin mjög kunnugt. Er þetta hin þarfasta starfsemi, og stuðlar mjög að því að hestaeigendur geti komið í verð þeim hrossum, sem þeir þurfa ekki á að halda til eigin nota. Nýlega lézt sá frægi Skagfirð- ingur, Hjörleifur Sigfússon, venjulega nefndur Marka-Leifi, háaldraður. Leifi var gæddur þeirri merkilegu og sérstæðu gáfu að þekkja flest mörk í mörgum sýslum. Miklum hluta sinnar löngu starfsævi eyddi hann í það að greiða málleys- ingjum leið til heimahaga. Það var göfugt ævistarf. Upprekstr- arfélög þau, sem mest áttu Leifa upp að unna, kostuðu útför hans, sem fór fram að Glaum- bæ að viðstöddu miklu fjöl- menni. mhg. útbreidd í MA, svo að upp und- ir 120 nemendur voru fjarver- andi daglega í eina viku, þegar verst var. Glerárhverfisskólinn er nú lokaður, þar voru fjarvist ir nemenda orðnar 40—50%. Veiki þessi leggst fremur þungt á marga, og því nauðsyn að leggjast strax í rúmið, þegar veikinnar verður vart, og síðan tvo daga eftir að menn eru orðn ir hitalausir. Alvarleg eftirköst hafa ekki orðið hér ennþá, sagði Jóhann Þorkelsson hér- aðslæknir að lokum, en þau eru hættulegust. □ Infiúenzan er orðin snjög útbreidd Bólusetning tefur útbreiðslu hennar mikið HÉRAÐSLÆKNIR tjáði blað- (EFTIR KIPLING) Þar sem gullna hofið horfir, hljótt og aldið sæinn á, situr brúna Birmastúlkan, bíður mín þar austurfrá, því að hofsins klukkur kliða, kliða í pálmatrjáa þey: „Komið aftur, kóngsins hermenn, komið þið til Mandalay!“ Komið þið til Mandalay, þar sem lágu Flotans flev: rymja hjól og rista fljótið Rangoon frá, til Mandalay! Man ég leið til Mandalay — fiskar stikla streng við ey, árlog rísa eins og þruma yfir Kína, handan Bay! Kjóllinn hennar, hann var gulur, Sup’- yaw - let var heitið hennar, fyrsta sýn mér fyrnist ekki: eyddi kossum, alltof dýrum, húfan græna lítil var. — heiti Zabadrottningar, feikna vindil reykti snót, ofaná heiðna goðsins fót: satans goðið, leirmynd Ijót — þar í landi er Búddablót — greip ég svanna og kvssti kaldur, kærði hún sig um goð ei hót! Man ég leið til Mandalay — Móða hvíldi yfir ekrum, eygló hægt að djúpi vék, Kúlla-lú-lú söngva sína söng hún, og á banjó lék, arm á herðum, enni að vanga, undum við á bökkum hám, horfðum þá á eimskip elfar, og á hathis lyfta trjám — fílirm lyfta tekkartrjám, lágt í vogi, leirugrám, þar sem grúfði þung og sífelld þögnin, undir himni blám! Man ég leið til Mandalay — Óraleið og árin mörgu, okkar hafa skilið, mey, — framar eigi leiðir liggja, London frá, til Mandalay, hér í borg ég heyri segja, herrrmn brezka um áratug: „Hafi Austrið á þig kallað, öðru víkur þú á bug.“ Öllu víkurðu öðru bug: ilmur kriddsins eggjar dug, glampa straumar, glitra pálmar, grípur bjöllukliður hug! Man ég leið til Mandalay — Leiður hef ég lengi slitið leðri á harðan götustein, fari í eldsvart enska súldin, allt hún smýgur, merg og bein, — þótt ég ótal þernur leiði, þessa og hina, niðr’á Strönd, hvað er það sem þær nú skilja? — þeirra er skraf um hjónaband, aðeins hjal um ástastand, — gróft er andlit hrjúf er hönd! Mín er fínni, mýkri súlka, mitt er grænna, hreinna land! Man ég leið til Mandalay — Út vil ég: því austan Suez, illt og gott er jafnt og samt, þar sem Boðorð banna engum, bragðsterk aldin, sætt og ramt: því að á mig klukkur kalla, kalla í Ijúfum ausanþey, þar sem aldna hofið horfir, hljótt og vært í Mandaiay---- man ég leið til Mandalay, — gamla Litla Flotans fley, tjölduð skýlum sjúkra og særðra, sigldu þá til Mandalay! Minnist ég þín, Mandalay — fiskar stikla streng við ey, árlog rísa eins og þruma yfir Kína, handan Bay! D. Á. Daníelsson. DULFRÆÐIMAÐUR úti í lönd um spáir því, að það eigi fyrir íslandi að liggja að bjarga heimsmenningunni. Hér muni sá viti brenna, er lýsi um veröld alla. Ekki mun þessi spádómur al- mennt hafa verið tekinn alvar- Igea hér á landi eða annars stað ar. Við nánari aíhugun kynnu menn samt að geta komizt að þeirri niðurstöðu, að skilyrði til að koma upp fyrirmyndar þjóð- félagi séu að ýmsu leyti betri hér en víðast hvar annars stað- ar, ef þjóðin gerir sér það ljóst, og leggur sig fram til þess. Flestar þjóðir eru auðugri að sýnilegum minjum en við fs- lendingar. Þær hafa fyrir löngu erft ræktuð lönd, liús úr varan- legu efni, listaverk og margs konar verðmæti, sem við öfund um þær stundmn af. En þær hafa líka tekið í arf stórborgir með fátækrahverfum og mennta snauðum „undirheimalýð“, rót- gróna stéttaskiptingu og gífur- legan mismun lífskjara, þar sem háir og lágir áttu fátt.sameig- inlegt annað en „lokadaginn mikla“. í sumum hinna fjöl- mennustu og þunglamalegustu þjóðfélaga hafa í seinni tíð orð- ið sprengingar, sem svo mætti kalla, blóðugar byltingar, sem æfinlega hafa endað með nýrri harðstjórn í einhverri mynd, m. a. af því, að ekki tókst að koma á kyrrð eftir slíka spreng- ingu með öðrum hætti. Víða um heim er það nú til siðs að liafa taumhald á þjóðum með því að mnræta þeim mögnuð trúar- brögð með tilheyrandi kenning um um sælustaði og kvalastaði hér í heimi í sambandi við kommúnisma og kapitalisma eða annað slíkt — í ætt við það, sem fyrrum var talið í vændum annars hehns. Stéttaskipting eins og sú, sem drepið hefur verið á hér að fram an, er ekki til hér á landi. Telja má, að hér standi allar stéttir á svipuðu meimingarstigi, enda tilfærsla mikil milli stétta, þótt ekki sé hún allskostar gagn- kvæm. Einkaauðvald er hér að vísu til, en ekkert í líkingu við það, sem algengt er á Vestur- löndum. Ríkisvaldið er hér svo sterkt, að ýmsimi þykir nóg um, og þó ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem tíðkast, þar sem innleiddur hefur verið almenn- ur ríkisrekstur atvinnuvega. Hvorug þessara tveggja tegunda auðvalds hefur emi sem komið er náð þeim tökum á þjóðfélagi íslendinga, að þjóðin sé ekki frjáls ferða sinna inn í framtíð- ina af þeim sökmn. En hún gæti átt efíir að búa við slík tök, ef ekki eru reistar við því skorður meðan tími er til. Framtíðarmöguleikar okkar íslendinga til að koma hér upp fyrirmyndar ríki, eru einmitt í því fólgnir annars vegar, að þjóðin er enn, þótt liún hafi lent í miklum raunum á fyrri tím- um, tiltölulega óháð fylgjum for tíðar á sviði þjóðfélagsmála, en hins vegar því, hve þjóðfélag vort er lítið og þar af leiðandi létt í vöfum og einfalt að gerð miðað við flest önnur. íslending um á að geta verið auðveldara en öðrum að stjórna þjóðfélagi sínu og gera á því umbætur eft- ir þörfum. En til þess þarf að efla félagshyggju, þegnskap og þjóðleg viðhorf. Það er eflaust hollt fyrir okk- ur fslendinga að afla okkur þekkingar á öðrum löndum á ýmsum sviðum, ekki sízt að því er tækni og verkmenningu varð ar, svo og ýmsa skipulagshætti, sem geta verið við okkar hæfi. En hitt er áreiðanlega á mis- skilningi byggt og getur orðið bæði dýrkeypt og hættulegt, ef menn gera sér í hugarlund að hagvísindabákn eða flókin þjóð- félagskerfi, sem nú tíðkast í löndum með tugum eða hundr- uðum milljóna íbúa, hljóti yfir- leitt að vera nothæfar fyrir- myndir fyrir hið smávaxna þjóð félag fslendinga. Miklu fremur mega íslendingar vera þakklát- ir fyrir að þurfa ekki á mörgu því að halda, sem aðrir þykjast ekki geta án verið, en vildu oft fegnir vera lausir við, ef unnt væri. Að ýmsu Ieyti er fsland samværilegt við landshluta eða hérað erlendis, en þó sjálfu sér ráðandi, fullvalda ríki. Því þurfum við íslendingar fyrst og fremst á þeirri stjórn- málastefnu að halda, sem sprott in er úr íslenzkum jarðvegi og mótuð við íslenzkar aðstæður. „Dótturfyrirtæki“ stjórnmála- samtaka stórþjóðanna, henta okkur fslendingmn ekki. Sú stjómmálastefna verður að vera miðuð við hina sérkenni legu afstöðu smáþjóðarinnar ís- lenzku í stóru landi mikilla möguleika og þá lífsnauðsyn, sem lienni er á því að byggja þetta Jand. Framh. LOÐIN UM LÓFANA AMERÍSK kona, sem hafði ver- ið vinnukona alla ævi, lézt ný- lega, 82 ára að aldri. Eftir lát hennar kom í ljós, að hún hafði ánafnað góðgerðastofnunum reit ur sínar — sem voru 5 milljónir ísl. króna. Q BANKARÆNINGJAR í PARÍS komu 5 ræningjar í banka og rændu 3,5 millj. (ísl. kr.), komust burt með ránsfeng inn og hafa ekki fundizt. Ræn- ingjarnir voru í einkennisbún- ingi lögregluþjóna! Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.