Dagur - 27.03.1963, Síða 1
--------------------—““ll
Málcacn Framsóknarmanna
Rjp'STJÓRl: Eruncur Davíðsso.n
Skrifstoi a í Hafnarstr.t.ti 90
SÍMI 1160. Sf.tningu og prentun
ANNAST PrENTVERK OdDS
Björnssonar h.f., Akureyri
V -
Dagur
XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 27. marz 1963. — 18. tölublað
< , ---------------
Augi.ýsingastjóri Jón Sam-
ÚELSSON . Árg?ANCURINN KOSTAR
kr. 120.00. Gjalddáói ER 1. JÚLÍ
BLADID KEMOR C'T Á MÍDVl KUDÖG-
UM OC Á I.ÁCGARDÖGUM,
ÞEGAR ÁSTÆDA ÞVKIR TIL
Mánafoss í ævinfýri á Húsavík
Norðurlandsborinn farinn upp í Mývatnssveit
Húsavík 25. marz. Þegar Mána-
foss var að fara frá bryggju hér
á Húsavík sl. laugardag, rak
hann undan suðlægri golu norð
ur eftir höfninni og inn á lægi
smábátanna. Skipið var búið að
sleppa bryggjunni og hafði því
engan stuðning af henni. Anker
ið var úti og gat skipið því von
bráðar stöðvað sig, en var þá
komið ískyggilega nærri landi.
Því tókst að mjakast vestur að
hafnargarðinum, en þar voru
menn fyrir, sem gátu fest það
við hafnargarðinn. Skömmu síð
ar komst Mánafoss klakklaust
út úr höfninni.
Á ferðalagi sínu um höfnina
hafði skipið með ankeri sínu
dregið til legufæri báta og opna
vélbátinn Báru ÞH 18 dró skip-
ið með sér. En engar skemmdir
urðu á Báru eða öðrum bátum,
enda flestir bátarnir við bryggju
þegar þetta bar við, annars
hefði illa farið.
í vetur hafa miklar útvarps-
truflanir verið á Húsavík og
slæm hlustunarskilyrði. Einhver
erlend stöð eða stöðvar yfir-
gnæfa oft hið innlenda útvarp,
einkum á aðaldagskrártímanum,
kl. 20—22. Bæjarstjórn Húsavík
ur hefur sent formanni útvarps-
ráðs tilmæli um úrbætur. Von-
andi koma þau í veg fyrir að
hlustendur efli með sér samtök
og grípi til gagnráðstafana, svo
sem áður hefur komið fyrir.
Starfsmenn Norðurlandsbors-
ins eru nú farnir og borinn líka,
upp í Mývatnssveit. Áður en
starfsmenn fóru mpeldu þeir hit
ann í borholunni á Húsavík og
reyndist hann 115 stig. Nú er
búið að panta nauðsynleg tæki
frá Svíþjóð, til að unnt sé að
;
■ ' -£ ■ ' ”* " *' ’ -rw-jjl
Snjólaust í byggð. — Skíðasnjór í fjöllum
(Ljósmynd: E. D.)
ÞORA EKKI AÐ TAKA AFSTÖÐU?
bora dýpra. Eiga þau tæki að Landssamtök liinna ýmsu greina fiskiðnaðarins
gera kleift að bora niður í 2000 J °
mæltu eindregið með samþykkt tillögunnar
metra dýpi. Og það verður gert
þegar pöntunin kemur, væntan
lega í júní eða júlí.
Bruni í Hvammi í Þistiifirði
Gunnarsstöðum í Þistilfirði 25.
marz. Á laugardaginn kviknaði
í vélaverkstæði í Hvammi og
urðu þar miklar skemmdir. Ung
ur maður, Arnar Aðalbjörnsson,
var nýbúinn að koma sér fyrir
með verkstæði þetta og byrjað-
ur að vinna við fyrstu dráttar-
vélarnar, og var að logsjóða,
þegar eldurinn varð laus. Önn-
ur dráttarvélin var gangfær og
var henni fyrst bjargað, þá bar
þar að annan bónda í Hvammi,
en þar er þríbýli, og litlu síðar
menn af næstu bæjum. Hinni
vélinni varð einnig bjargað, og
eldurinn var slökktur, áður en
hann næði að breiðast út. En
þak verkstæðisins ónýttist að
mestu og Arnar missti mikið af
lágt brunatryggðum eða ó-
tryggðum verkfærum. Er tjónið
því tilfinnanlegt fyrir hann.
Afi Arnars var Arngrímur
Jónsson, dáinn fyrir nokkrum
árum, dverghagur maður bæði
á tré og járn. Hann bjó í
Hvammi og byggði verkstæði
það, er nú brann. En þar hafði
Arnarr nú hafið starf og
gert sér íbúð í hluta verkstæðis-
hússins. íbúðina tókst að verja
og munu þar litlar skemmdir,
af vatni og reyk. □
ÞVERMÓÐSKA ríkisstjórnar-
innar og ósjálfstæði margra
þeirra þingmanna, sem styðja
haría, kemur víða fram um þess-
ar mundir.
Eitt nýjasta dæmið er af-
greiðsla allsherjarnefndar sam-
einaðs þings á tillögum fiskiðn-
skóla, sem þeir Ingvar Gíslason,
ÚR AFREKASKRÁ „VIÐREISNARINNAR“
VERÐRÝRNUN KRÓNUNNAR. Gengi krónunnar hefur
verið fellt um nær helming, þótt tekið sé tillit til þeirra
yfirfærslugjalda sem áður voru. Með þessu hafa sparifjár-
eigendur óbeint verið sviptir miklum eignum. Enn er þó
ógnað með meiri gengisfellingu.
MARGFÖLDUN NEYZLUSKATTA. Skattar, sem leggjast
á nauðþurftir manna, eins og innflutningstollar og sölu-
skattar, hafa verið margfaldaðir, en óbeinir skattar á lág-
tekjufólki þó ekki lækkað skv. vísitöluútreikningi Hag-
stofunnar.
RANGLÁTARI EIGNA- OG TEKJUSKIPTING. Hinar
miklu gengisfellingar, auknu skattaálögur og aðrar hlið-
stæðar ráðstafanir liafa stórbreytt allri eigna- og tekju-
skiptingu í landinu — gert þá ríku ríkari og fátæku fátæk-
ari. Alveg sérstaklega bitnar þetta á ungu kynslóðinni.
SAMDRÁTTUR FRAMKVÆMDA. Margar nauðsynlegustu
framkvæmdir hafa dregizt saman seinustu árin, eins og
t. d. ræktunarframkvæmdir og íbúðabyggingar. Vegna hins
síðarnefnda fer húsnæðisskortur nú mjög vaxandi og í
kjölfar hans fer óeðlileg verðhækkun á húsaleigu og hús-
næði.
Bifreiðarstjórinn grunaður um ölvun við akstur
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ valt
fólksbifreið á hliðina við Hafnar
stræti 41. í henni voru 4 menn
og sakaði engan. Lögreglan tók
ökumanninn til athugunar,
vegna meintrar ölvunar. Málið
er ekki að fullu rannsakað.
Fjórir ökumenn voru kærðir
fyrir of hraðan akstur eitt kvöld
ið. En lögreglan hefur nú fullan
hug á að koma í veg fyrir
glannafenginn akstur í bænum,
hefur komið sér upp athugun-
arkerfi í þessu sambandi og lát-
ið marga ökumenn sæta ábyrgð
fyrir háskaleg umferðarbrot.
I fyrrakvöld laust fyrir mið-
nætti varð maður fyrir bifreið
á Glerárgötu, við veginn upp að
Þórshamri, og féll hann í göt-
una og reyndist fótbrotinn.
Hann var þegar fluttur í sjúkra
hús.
Aðfararnótt sunnudags voru
rúður brotnar með grjótkasti
í þrem húsum í miðbænum.
Biður lögreglan þá, er gefið
gætu upplýsingar um spellvirkj
ana, að gera henni aðvart. □
Jón Skaftason, Geir Gunnars-
son og Gísli Guðmundsson
fluttu á öndverðu þingi í vetur.
Efni þessarar tillögu er að
undirbúa setningu löggjafar um
„fiskiðnskóla“ er ætlað sé það
hlutverk að búa menn undir
fiskmatsstörf, verkstjórn,
kennslu og leiðbeiningarstarf-
semi í fiskiðnaði.“
Hér virtist um alveg ópóli-
tískt efni að ræða og í upphafi
var líka leitað eftir því við
menn úr stjórnarflokkunum, að
þeir yrðu meðflutningsmenn að
tillögunni. En þeir, sem talað
var við, treystu sér ekki til
þess. Var þá ekki meira að þeim
lagt. Málið lá lengi í nefnd. En
nú nýlega hefur blaðinu borizt
álit minnihlutas. Meirihlutaálit-
ið, þ. e. stjórnarmanna í nefnd-
inni, er ókomið. í minnihluta-
álitinu segir, að meirihlutinn
hafi reynzt ófáanlegur til að
mæla með tillögunni, jafnvel
þótt boðið hefði verið upp á
breytingu til samkomulags. Hins
vegar hafi hann ekki verið bú-
inn að gera það upp við sig,
hvort hann vildi vísa henni frá
með rökstuddri dagskrá!
í nefndaráliti minnihlutans
kemur fram, að leitað hefur ver
ið álits margra sérfróðra aðila
um þessi mál. Álitsgerðir hafa
borizt nefndinni frá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, Sam-
bandi íslenzkra samvinnufélaga,
Sölusambandi ísl. fiskframleið-
enda, Skreiðarsamlaginu og
Fiskifélagi íslands. Allir þessir
sérfróðu aðilar mæltu með sam
þykkt tillögunnar. Allir hafa
þeir með höndum fiskverkun af
enhverju tagi eða eftirlit með
fiskverkun. Hér er um að ræða
landssamtök hinna ýmsu greina
fiskiðnaðarins og eftirlitsstofn-
anir hins opinbera á þessu sviði.
Þetta eru þeir aðilar í landinu,
sem bezt vita, hvar skórinn
kreppir að í þessum efnum og
hve mikið er í húfi.
íslendingar eru ein mesta, ef
ekki mesta fiskveiðiþjóð heims-
ins, miðað við fólksfjölda. Vegna
nálægðar fiskimiðanna berst
hvergi betri sjávarafli á land.
Við fslendingar ættum að geta
framleitt eins góðar sjávarafurð-
ir til utflutnings og nokkur þjóð
önnur, ef ekki betri. En aðrar
þjóðir hafa yfir að ráða miklu
fjármagni og mikilli tæknikunn-
áttu til að fullkomna fiskiðnað
sinn. Samkeppnin er hörð. Ár-
angurinn af starfi þeirra, sem að
því vinna að breyta fiskinum
eins og hann kemur upp úr sjón
um í markaðsvörU, þyrfti að
vera meiri en hann er. Gjaldeyr-
isverðmæti sjávaraflans þarf að
auka. Til þess þarf atvinnutæki.
En til þess þarf líka þekkingu,
mikla og vaxandi þekkingu,
stjórnsemi og leikni í vinnu-
brögðum. Sé þekkingu og vinnu
brögðum á þessu sviði ábóta-
(Framhald á blaðsíðu 5.)
f DAG og framvegis verður
mjólk á Akureyri afgreidd í
nýjum flöskum úr lituðu gleri.
Þykir mjólk úr þessum flösk-
um betri, því litaða glerið
hindrar ljósgeisla, sem valda
stundum þráabragði í mjólk-
inni.
Áfram verður mjólk einnig
seld í lausu máli, og skipt verð
ur um flöskurnar til 5. apríl.
Verð á þeim er óbreytt.
Mjólkursamlagið mun í dag
dreifa leiðbeiningum um bæ-
inn um þetta efni. □
l^»#########################»#d