Dagur - 06.04.1963, Síða 7
1
- SKIPBROT VIÐREISNARINNAR
(Framhald af blaðsíðu 1)
ið, felst skipbrot viðreisnarinn-
ar, sem nú blasir við allra aug-
um.
En hefur viðreisnin þá ekkert
gagn gert, spyrja menn. Stund-
um er reynt að svara því ját-
andi með því að gjaldeyrisvara-
sjóður hafi myndazt og innstæð-
ur hækkað í sparisjóðum.
En trúi því einhver, að það
hafi þurft viðreisn, með öllu því
brauki og bramli, sem henni
fylgdi, og búsifjum öllum, til
þess að metafli á sjónum skap-
aði erlendan gjaldeyri? Halda
menn, að það hefði ekki haft
einhver áhrif, einnig í tíð fyrri
ríkisstjórna, ef þá hefði t. d. ver
ið annar eins síldarafli, bæði
fyrir norðan og sunnan, og verið
hefur tvö síðustu árin?
En hafa þá ekki einhverjir
hagnazt á viðreisninni? Trúlegt
er að svo sé. En ekki hafa bænd
ur grætt. Ekki munu útvegs-
menn telja hag sínum betur
borgið nú en 1958, að jöfnum
afla. Ekki hafa þeir gi-ætt, sem
áttu sparifé, er viðreisnin hófst.
Ekki hafa þeir grætt á viðreisn-
inni, sem staðið hafa í því að
byggja sér íbúð eða í öðrum
framkvæmdum. Ekki hafa
launamenn grætt.
í upphafi kosningahríðar
stendur viðreisnarskútan á
skeri. Þó nokkrum hásetum
hefur verið varpað fyrir borð.
En mestu valda þeir, sem í
brúnni standa. Og almenningur
í landinu verður að taka afleið-
ingunum — bæta það, sem bæta
þarf. □
BÍLALEIGAN AKUREYRI
LEIGJUM LANDROVER og VOLKSWAGEN-BÍLA
BÍLALEIGAN AKUREYRI
SÍMI 2141
EINS OG ALLTAF HÖFUM VIÐ
NÝJUSTU TEGUNDIRNAR AF
Iðunnarskóm
í MIKLU ÚRVALI
fyrir kvenfólk, karlmenn og börn.
SKÓBÚÐ K.E.A.
Skíðasnjór er í Hlíiarfjalli
SKÍÐASKÓR fásf í
SKÓBÚÐ K.É.A.
Jarðarför
ÁRNA HALLDÓRS JÓNSSONAR
frá Laugalandi,
er andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann
3. þ. m. fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 9.
þ. in. kl. 2 e. h.
Fyrir hönd systkinanna og aniiarra vandámanna.
Kristján Jónsson.
..................................................IIIIII
Hugheilar þakkir séndum við öllum þeim mörgu,
nær og fjær, serh auðsýndu okkur samúð og hluttékn-
ingu við andlát og jarðarför
SNORRA HANNESSONAR, Hleiðargárði.
Eiginkona, synir, téngdadóttir og barnaböm.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát Og járðarför
JÓHANNESAR ERÍ.MANNSSONAR frá Gilsá.
Vandáménn.
- Smátt og stórt
(Framhald af blaðsíðu 8)
líka, því að hann kemst að sem
uppbótarmaður hjá Sjálfstæðis-
flokknum, ef hann nær ekki
kosningu. Barátían stendur því
á milli þeirra Hjartar á Tjörn og
Bjartmars á Sandi, sagði hann.
Ekki þótti honum líklegt, að
Friðjón rnyndi ná uppbótarsæti
í þetta sinn, en áleit, að þótt svo
kynni að fara, myndi hann meta
meira embætti sitt en þing-
mennskuna og senda Braga á
þing. Þetta er nú fyrsta kosn-
ingasþáin, sem blaðið hefur
heyrt, en það mun, eins og vant
er, verða margt sagt um kosn-
ingamar, áður en lýkur.
SÝSLUMENN SÓTTU FAST.
í liði Sjálfstæðismanna í Vest
urlandskjördæmi hefur, að sögn
sunnanblaða, verið uppi mikill
ófriður. Sýslumenn sóttu þar að
núverandi þingmönnum flokks-
ins, þeim Sigurði Ágústssyni og
Jóni Ámasyni. Vígorð syslu-
mannanna var að sögn: Niður
með skuldakóngana. Þó fór svo,
að „skuldakóngamir“ héldu sín
um lilut. Kom þá til átaka sýslu-
mannanna, hvor hreppa skyldi
3. sætið. Veitti Ásgeiri sýslu-
anni í Borgarnesi betur í þeim
viðskiptum, en Friðjón sýslu-
íhðaur í Búðardal neitaði þá að
vera á listanum. Géngu stjórri-
armenn úr Dölum méð sínum
tnanni af fundi. Svo mikið þótti
þá í húfi, að Bjarni Benedikts-
son gerði í skyndi férð sína í
Dali vestur. Fór hann dagfari og
náttfari, og voru nienn eftir þá
för sáttir að kalla. En bétra er
lieilt en vel gróið.
Hvernig ætli standi á því, að
Morgunblaðið tók upp á því að
skrifa viðreisnarstjórn með stór
um staf? Búizt er við því, að A1
þýðuflokkurinn léggi stefnuskrá
sína fyrir landsfund Sjálfstæðis-
manna upp úr páskum.
„DÓTTURFYRIRTÆKT' ÚT-
LENDRA.
eru varhugaverð hér á landi —
hvort sem um er að ræða „dótt-
urfyrirtæki“ erlendra auð-
liringa, stjórnmálaflokka eða
ríkja — sérstaklega þó, ef þau
leyna uppruna sínum og hafa á
sér heiti úr fornbókmenntum
íslendinga eins og dæmi eru til.
HÖFUÐBÓLIÐ OG HJÁ-
LEIGAN.
Óðum Hkist hjáleigan höfuð-
bólinu. Alþýðublaðið er nú bú-
ið að taka upp gamla sóninn úr
Morgunblaðinu, að Eysteinn
Jónsson hafi lengra í því farið
en aðrir, að „innleiða nýja
skatta á landsmenn“. Mun þá
átt við „stjóm liinna vinnandi
stétta“, sent svo var nefnd 1934
—1938. Þar sat Haraldur Guð-
mundsson og var þá aldrei á A1
þýðublaðinu að liéyra, að skatt-
ar væm þungir, síður en svo.
Því valda „Kolur og kroppm-
skeggur“ að margt er breytt á
bænum þeim.
Auglýsingar þurfa að
berast fyrir hádegi dag-
inn fyrir útkomudag.
MESSAÐ verður í Akureyrar-
kirkju n.k. sunnudag (Pálma-
sunnudag) kl. 10.30 f.h. Ferm-
ing. Sálmar: 372, 590, 594, 648,
591. — B. S.
ÞRESTIR eru byrjaðir að bera
í hreiður sín hér í bænum og
„helga sér athafnasvæði". Ló-
an er farin að syngja fyrir
Sunnlendinga og er hennar
því fljótlega von hingað á
norðurslóðir.
BRAGVERJAR: Fundur á Skír
dag kl. 8.30 e. h. í Gildaskála
KEA.
FRÁ Sálarrannsóknafélaginu:
Munið aðalfundinn að Bjargi
n. k. þriðjudag kl. 8.30 e. h.
Sjáið nánar augl. í blaðinu í
dag.
KVÖLDVÖKU Austfirðingafé-
lagsins, sem átti að vera að
Bjargi í kvöld, er frestað. —
Austfirðingafélagið.
ALLIR í KIPPNUM. Nokkuð
að frétta af jarðskjálftum, var
spurt. Nei, ekki nema þetta
með templarana, þeir lentu
loksins allir í kippnum.
í GÆR var aðeins ein önd á
Andapollinum góðkunna á Ak
uréyri, og tveir svanir. Þetta
er eftir af fuglastofni þeim,
sem upphaflega taldi á annan
tug tegunda, og var til hinnar
mestu fyrirmyndar og yndis-
auka. Niðurníðsla Andapolls-
ins er bænum til hinnar
mestu vansæmdar og þyrfti
úr að bæta.
UM HÁDEGISBILIÐ í gær var
14 stiga hiti, sólskin og sunn-
an gola.
- Fréttabréf úr
FRÁ Þýzk-íslenzka félaginu. —
„Kynnisför um Þýzkalánd“
(hrífandi kvikmynd í litum 1
klst. og 20 mín.) verður sýnd
í Borgarbíó laugardaginn 6.
apríl kl. 3 síðdegis. Öllum
heimill ókeypis aðgangur,
börnum þó aðeins í fylgd með
fullorðnum. — Kvikmyndin
„Skólaskipið Pamir“ (áður
auglýst í „íslendingi") verður
ekki sýnd fyrr en eftir páska.
Nánar auglýst síðar. Stjórnin.
SKEMMTIKVÖLD F. U. F. í
Nýja Bíó í fyrrakvöld heppn-
aðist mjög vel. Aðsóknin var
ágæt og skemmtiatriðum tek-
ið mjög^ vel. Útlit var einnig
fyrir ágæta aðsókn í gær-
kvöldi, síðast þegár blaðið
frétti.
- Rentukammerið ...
(Framhald af blaðsíðu 4).
Ánægjulegt væri til þess að
hugsa, ef gömlu stjórnarherr-
arnir úr rentukammerinu
mæítu nú líta upp úr gröf sinni.
Þeir rnyndu verða eins og
lieima lijá sér, blessaðir karlam-
ir, hjá fjármálaráðherranum í
Arnarhvoli og ölluni þeim dá-
samlegu ríkissjóðum, sem hann
er búinn að koma sér upp og
„hagræða“ á þann hátt, sem nú
liefur verið lýst. □
- Land og þjóð
(Framhald af blaðsíðu 5).
leiðslugrein, sem teldist stóriðn-
aður á íslenzkan mælikvarða og
notar kraftinn, sem landið legg-
ur til, í mörgum sinnum stærra
Svarfaðardal
(Framhald af blaðsíðu 2).
arnir eiga vissulega miklar
þakkir skildar fyrir forgöngu og
framkvæmd alla, við námskeið-
ið. Því lauk með smáhófi sl.
fimmtudagskvöld.
í gærkvöldi efndi Framsókn-
arfélag Svarfaðardals til árshá-
tíðar sinnar í þinghúsinu að
Grund. Formaður þess, Björn
Jónsson, setti samkomuna með
stuttu ávarpi. Sameiginlegt borð
hald var, og á meðan setið var
undir borðum, fóru fram ýms
skemmtiatriði: Kvintettinn Ól-
afur Tryggvason og félagar
sungu nokkur lög. Hjörtur Þór-
arinsson las úr gömlum hrepps-
bókum og flutti hugleiðingar út
af því. Sigtryggur Árnason fór
með nokkrar stökur eftir ýmsa
Svarfdælinga og Magnús Gunn-
laugsson flutti frumsamda smá-
sögu. Auk þess var almennur
söngur. Er borð höfðu verið
upp tekin var stiginn dans.
Engar verulegar skemmdir
urðu í jarðskálftanum sl. mið-
vikudagskvÖld. Þó munu sjást
nokkrar sprungur á veggjum
húsa og ýmislegt lauslegt datt
niður svo sem bækur úr hillum
og annað, sem tæpt stóð. Jarð-
hræringar fundust hér af og til
alla fimmtudagsnóttina og fram
á morgun. Svefn mun hafa verið
slitróttur hjá fólki yfirleitt þá
nótt. Smákiþpir fundust og
tvær næstu nætur. Q
mæli en mannsorkuna. Skapa
jáfnframt nýja öfluga atvinnu-
lífsmiðstöð þannig staðsetta, að
hún hamli gegn sporðreisn þjóð-
félagsbyggðarinnar, sem nú hyll
ir undir, stuðli að jáfnvægi í
byggð landsins.
Ekki er vért' að setja það um
of fyrir sig, þó að erlent peninga
vald, sem aldrei má raúnar
gléynia áð gjálda várhuga við,
kýnni, ef niéð þárf og unnt er,
að verða notað, og þá áð ein-
hvérju leyti í formi beinnar fjár
féstingar til þess að styrkja sjálf
stæði íslands á þennan hátt, þótt
liitt sé að sama skapi fráleitt
að leita slíkra úrræða til að
örva fólksstrauniinn suður, og
hættu þá sem í honum felst fyr-
ir framtíð Iands og þjóðar.
(Franih.)
HÚSMÆÐUR!
BÖKUNAREGG
kr. 35.00 pr. kg.
NYORPIN EGG
daglega til sölu í símaaf-
greiðslu Hótel Akureyrar.
Verð kr. 40.00 pr. kg.
Fastir kaupéndur fá egg-
in send heim einu sinni
í viku.
Hringið í símá 2525 og
gerist fastir kaupéndur.
ALÍFUGLABÚIÐ
ÖVERGHÓLL