Dagur - 03.07.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 03.07.1963, Blaðsíða 8
8 FréSiabréf úr Bárðardal Stóratunga 24. júní. arbrekkukifkju. Sr. Þórarinn NU ER blíðviðristíð aftur eftir Þórarinsson sóknarpréstur þión viku þokur og úrhellis úrkomu. aði. í kirkju voru gefin saman Tún spretta vel. tvenn hjón.Guðrún Sveinbjörns Hinn 19—20 þ. m. var aðal- dóttir frá Ófeigsfirði á Strönd- fundur Sambands þingeyskra um og Tryggvi Höskuldsson frá kvenna haldinn hér í hinum Bólstað í Bárðardal og Ásta nýju og .vistlegu húsakynnum Jakobsdóttir frá Akureyri og barnaskólans. Mættir voru um Jón Höskuldsson einnig - frá 40 fulltrúar víðsvegar að úr Bólstað. Einnig voru skírð fjög héraðinu auk stjórnar. Kven- ur börn í kirkjunni. félagið Hildur í Bárðardal sá Eftir kirkjuathöfnina var boð um fundinn, með mestu prýði. ið til veizlu í barnaskólanúm. Fyrri dagurinn fór í venju- Setið var við kaffiveitingar leg aðalfundarstörf, en síðari (Framh. á bls. 7) daginn flutti séra Sigurður NÝI FARÞEGAVAGNINN Á AKUREYRI HEFUR MIKIÐ AÐ GERA FYRIR um það bil einum mán- uði kom til bæjarins 38 farþega bifreið, sem síðan hefur tæpast sézt í bænum, svo mjög hefur hennar verið þörf til hópferða. Þarf raunar engan að furða, sem lítur á bifreiðakost bæjarbút til slíkra hluta. Hann er æði bág- borinn og rýr. Hefur þess- vegna oft þurft langt að leita eftir viðunandi farkosti. Nýi farþegavagninn kostaði um 840 þús. krónur og er talinn góður. Eigandi er Hópferðir s.f. á Akureyri. Bjarni Bjarnason, Guðmundur Tryggvason, sem áttu tvo 17 farþega bíla áður, og Hilmar Gíslason, eru stofnend- ur Hópferða og eigendur nýja vagnsins. Nýi bíllinn bætir úr brýnni þörf, og vonandi tekst rekstur hans svo vel, að fleiri komi á eftir og hægt verði að fullnægja hópferðaþörf bæjarins og ná- grannasveita á sómasamlegan hátt. Ferðaskrifstofan Saga hefur afgreiðslu hins nýja bíls, ásamt eigendunum. n Ákveðnar bendingar um áburðar- og grasfræteg. Kjarni gefur minni eftirtekju en kalksaltpétur í UMFANGSMIKLUM tilraun- um á Hvanneyri í Borgarfirði með áburðartegundir og gras- frætegundir, hafa athyglisverð- ar bendingar komið fram, er margir munu hafa áhuga á að heyra nánar frá. Þar hefur það t. d. komið fram, að því er Tíminn hermir 28. júní s.l., að Kjarninn okkar ísjenzki reynist verr en kalk- saltpétur sá, sem fyrrum var mjög notaður hér á landi og einnig er einhliða köfnunarefn- isáburður, en þó framleiddur á annan hátt. Kjami gefur minni uppskeru og jörð, sem Kjarni er borinn á, er hættara við kali, en samanburðarreitirnir, sem kalksaltpétur er borinn á. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi, sem Kjarnann framleiðir, notar ekki kalk til íblöndunar og má vera, að þar sé skýringin Nýjar gerðir mjaltavéla SÍÐUSTU daga hefur Sigurgeir Stefánsson, starfsmaður SÍS, sett upp nýja gerð mjaltavéla hjá tveim eyfirzkum bændum. Mjaltavélar þessar eru af gerð inni Alfa-Matic og eru sjálf- rennslisvélar, þannig að mjólkin kemst ekki í snertingu við and- rúmsloftið í fjósunum, en renn- ur eftir loftþéttum plastleiðslum frá spenum kúnna og alla leið í kælinn í mjólkurhúsi eða beint í mjólkurbrúsana, sem þá eru þróarkældir. Við þessa aðferð eru engar mjólkurfötur notaðar við mjalt- ir. Er að því mikill léttir og einn ig mun þar um vinnusparnað að ræða, auk hreinlætisins. Síld til Ólafsljarðar FYRSTA síldin kom til Ólafs- fjarðar í fyrradag, 300 tunnur af Jónasi Jónassyni, og var hún söltuð hjá Auðbjörgu h.f. í gær kom svo Guðbörg, Ólafsfirði, með 200 tunnur, sem saltaðar voru á söltunarstöðinni Jökli. Þorskafli er enginn. Heyskapur hófst mjög víða á fimmtudag- inn og fyrsta heyið er þegar bú- ið að þurrka. Spretta er sæmi- lega góð. ' □ Fyrstu mjaltavélarnar af þess ari gerð, sem settar eru í norð- lenzk fjós, eru hjá Sigurði bónda Jónssyni á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð og í Leyningi í Saurbæjarhreppi, hjá Kristjáni Hermannssyni. Bráðlega verða slíkar vélar settar upp á Hall- anda á Svalbarðsströnd. Áður hafa 7 bændur hér á landi reynt þessar mjaltavélar og látið vel af. Fyrstur þeirra var Sveinn bóndi á Egilsstöðum. Kaupfélag Eyfirðinga hefur söluumboð fyrir vélar þessar. □ á nefndum mismun. En sé svo, og að ekki sé hægt að breyta Kjarna með tilliti til þessa, þarf súr jörð sérstakan kalkskammt. Hér virðist ekki .um endanlegar niðurstöður tilrauna að ræða, heldur ákveðnar ábendingar við þau skilyrði, sem á þessu til- raunalandi eru. Þá hefur það komið í Ijós í nefndum tilraunum á Hvann- eyri, að vissar tegundir af vall- arfoxgrasi, sem jafnan er mikið af í grasfræblöndum fyrir tún- rækt, þoli illa íslenzka veðráttu, en aðrar mjög vel, svo sem tvær norskar tegundir. Hinar stórkostlegu kalskemmd ir á túnum norðanlands í fyrra, eru að mestu órannsakaðar og ýmsum getum leitt að orsökum þeirra. Slíkar skemmdir hljóta stöðugt að vera yfirvofandi, þar til viðhlýtandi rannsóknir hafa leitt í ljós, hverjar hinar raun- verulegu ástæður liggja þar til grundvallar, og hvaða ráð eru til varnar. Sé það svo, að Kjarni og mjög óþolnar grastegundir uppfylli ekki nægilega kröfur um vöru- gæði, er sannarlega tími til þess kominn, að bændur eigi kost á betri vörum til búa sinna. Q Haukur Guðjónsson erindi er hann nefndi „Morgunþankar um konuna og kirkjuna" og var gerður að því mjög góður róm- ur. Fundinum lauk með kaffi samsæti og tóku þátt í því flest ar konur sveitarinnar, einnig flutti Ingvar Þórarinsson erindi og sýndi skuggamyndir. 21. þ. m. áttu gullbrúðkaup hjónin Jón Pálsson Jónssonar hreppstjóra frá Stóruvöllum og Guðbjörg Sigurðardóttir Jóns- sonar fyrrverandi ráðherra frá Ystafelli. Þau hafa búið allan sinn búskap á Stóruvöllum. Þau buðu til sín ættingjum og vinum er þágu rausnarlegar veitingar. í gær var guðþjónusta í Lund Margir áhorfendur á íþróttavellínum Á SUNNUD AGSKV ÖLDIÐ fjölmenntu Akureyringar á íþróttavöllinn, svo sem á þjóð- hátíðardegi væri. Erindi þeirra var að sjá ÍBA-liðið keppa við Va 1 í knattspyrnu. Þetta var fyrsti I.-deildar-kappleikurinn, sem hér er í ár, og virðast bæj- arbúar ætla að sýna þessari íþrótt mikinn áhuga í sumar. Eins og sagt er frá í íþrótta- þætti sigruðu Akureyringar í þessum leik með 2:1. — Betur þarf að skipuleggja aðgöngu- miðasöluna en nú var gert. Fólk ætti ekki að þurfa að bíða í hundraðatali við inngönguhlið. Vonandi stendur þetta til bóta. Fjórtán flugvélar samtímis á Ák. UM ÞAÐ leyti á mánudag er morgunsólin vakti árrisula Akureyringa, heyrðist gnýr mikill í lofti er tvær millilanda flugvélar Loftleiða, Snorri Þor- finnsson og Snorri Sturluson flugu yfir bæinn og settust með stuttu millibili á Akureyrarflug völl. Vélar þessar komu vestan um haf með um 190 manns inn anborðs en gátu ekki lent í Reykjavík, eða á Keflavíkur- flugvelli sökum þoku. En hér sást tæplega ský á lofti og hið blíðasta sumarveður. Naut ferðafólkið veðurblíðunnar lengi dags, og þótti gott hér að vera. Átta flugmenn brugðu sér' í sundlaugina og luku þar 200 metra sundinu á meðan dvalist var í bænum. Flestir farþeg- anna voru útlendingar. Á mánudaginn voru 14 flug- vélar staddar samtímis á Akur- eyrarflugvelli. Ljósm. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.