Dagur - 10.07.1963, Síða 1

Dagur - 10.07.1963, Síða 1
'Mái.gagn Framsói>narmanna Ritstjóri: Erlincur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstr.eti 90 Sími 116(5. Setningu og prentun ANNAST PrENTVERK OlIDS Björnssonar h.f., Akurevki r----------- Auglýsingastjóri’'Jón Sám-j;, " :.úelssonÁrcancujunn kostar kr. 150.00. Gjalddagi er ÍÍLADID KF.MÚR ÚT Á ÁlIÐVIKUDÖG- ’ ' . U.M OG Á LAUCÁRDÖGU.M,. ÞEGAR ÁST.EÐA FVKlR TIL ___................ ' _________ Skozkir fræðimenn slá tjöldum Hveitibrauðsdögum eytt við rætur Hálsjökuls Hópur skozkra fræðimanna hefur nýlega sett tjöld sín og tæki rétt við bæinn Kleif í Þor- valdsdal á Árskógsströnd, og ætlar að dveljast þar í 10 vikur. Hér er um að ræða jarðfræð- inga, grasafræðing, fuglafræð- ing og dýrafræðing o. fl. Tjöld þessara erlendu manna standa við Stórhól. Dag hvern fara fræðimenn þessir í lengri og skemmri könnunarferðir og vinna einnig að rannsóknum í bækistöð sinni. Bóndinn á Kleif heitir Einar Petersen og er danskrar ættar, býr sjálfur hjá sér í gömlum húsakynnum á Kleif, er víðles- inn maður og vill ógjarnan fara troðnar slóðir í búskapnum, svo sem m. a. sést á því, að hann varð fyrstur manna hér á landi Norðlenzka að taka upp „skurðverkun" ,á votheyi og hefur gefizt það vel. Einar er nú túlkur og fyrir- greiðslumaður fræðimannanna skozku. Grasafræðingurinn varð strax svo hrifinn af dvöl sinni í Þor- valdsdal, að hann sótti konuefni sitt til Skotlands, flýtti brúð- kaupi sínu og er kominn aftur, kvæntur maður. Hveitibrauðs- dögunum ætlar hann, og þau hjón, svo að eyða við Hálsjök- ul, sem er næsti dalur vestan Þorvaldsdals. □ PILTUR Á FLÓTTA Á SUNNUDAGINN tók ölvað- ur piltur bíl og ók honum. Pilt- urinn var próflaus og aðeins 16 ára. Hann sinnti ekki stöðvun- armerki lögreglunnar. En hún elti hann, fyrst á bíl, en síðan varð flótti og eftirför á „tveim- ur jafnfljótum“ og varð undan- koma stöðvuð. Hún er ekki stórbrotin löndunin við þessa bryggju og aflinn ekki mældur í hundruðum mála eða tunna. Hér eru bræður tveir á Skútustöðum í Mývatnssveit að gera að silungsafla sínum. Silung- urinn er hálft annað pund á þyngd til jafnaðar. Æfðar hendur fletja og salta. Siðan er þessi lands- þekkti gæðafiskur reyktur og seldur í matvöruverzlunum. Nú í sumar er aflinn í Mývatni mjög mikill og silungurinn feitur og ljúffengur, nær allt bleikja. Myndin er tekin s.l. sunnudagskvöld og keypt í soðið um leið. Kilóið kostar 25 krónur. (Ljósmynd: E. D.) Síldin nær landi og vestar en f yrr Kjaradómur felldi úrskurð sirat segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur, er stjórn- ar síldarleit á Vestursvæðinu. Byggðasafnið STJÓRN Norðlenzka byggða- safnsins hefur ákveðið, að safn- ið í Kirkjuhvoli á Akureyri verði opnað fyrir almenning 17. júlí n.k. kl. 5 e. h. og verði dag- lega opið frá þeim tíma að telja, samkvæmt nánari ákvörðunum síðar. Kl. 2 e. h. hinn 17. júlí opnar þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn, safnið og flyt- ur ræðu og verða þá ýmsir boðs gestir viðstaddir. Safnvörður er Þórður Frið- bjarnarson, form. safnstjórnar er Jónas Kristjánsson. □ í fyrrinótt var ölvaður mað- ur tekinn fastur, er hann hafði tekið bíl „traustataki" og kom- inn af stað. Á fjórða tug manna er búið að taka, það sem af er árinu, vegna ölvunar við akstur. Það er ískyggileg þróun og þarf að taka fast í taumana í þessu efni, áður en voðaslys hljótast af hinni miklu og auknu áfengis- neyzlu meðal ökumanna. □ Dagur kemur ekki út næstu þrjár vik- ur vegua sumarleyfa í prent- smiðjunni. BLAÐIÐ átti í gær viðtal við Jakob Jakobsson fiskifræðing, sem stjórnar síldarleit á Ægi á Vestursvæðinu. Síldin er, sagði hann, á leið vestur og er komin nær landi en áður. Pétur Thorsteinsson leitar fyrir austan en Fanney út af Sléttu. Austan Langaness hefur ver- ið leiðindaveður síðustu daga. í nótt var nokkuð góð veiði út af Sléttu, sagði fiskifræðingur- inn, eða rúmlega 35 þúsund mál og tunnur. Þar var sæmi- legt veður. Síldin er 35—40 míl- ur frá Rauðunúpum og heldur vestar en hún var fyrir helgina. Þetta stendur allt til bóta, og þótt ísinn sé nærri, er þess að mihnast, að gömlu síldveiðisjó- mennirni köstuðu milli jakanna og mokveiddu á Húnaflóa. ísinn þarf því ekki að hindra síldveið arnar þótt hrafl af honum komi nær landi en nú er. Talsverð áta er komin á vest- ursvæðið og ekki ástæða til syartsýni, sagði Jakob Jakobs- son að lokum. í síðustu viku var reitings- afli. Veður var gott en oft þoka. Vikuaflinn var rúmlega 120 þús und mál og tunnur síldar. Heild araflinn í vikulok 357,962 mál og tunnur. Rúmlega 47000 tunn ur höfðu þá verið saltaðar. 205 skip höfðu fengið einhvern afla, þar af 166 skip 500 mál og tunn- ur eða meira. Aflahæstur er nú Sigurpáll, Garði, með 8,922 mál og tunnur, næstur er Sigurður Bjarnason Akureyri með 7.378 mál og tunnur. Þá koma næst: Gunnar, Reyðarfirði, 5.787, Hof- fell 5.558, Guðmundur Þórðar- son Reykjavík 5.449, Hannes Hafstein, Dalvík, 5.399, Eldborg Hafnarfirði, 5.377, Helgi Fló- yentsspn, Húsavík, 5.364, Grótta Reykjavík, 5.316, Halldór Jóns- son, Ólafsvík, 5.277 og Sæfari, Tálknafirði, 5.081 mál og tunn- ur. □ barizt fyrir. Ríkisstjórnin hafði boðið 23% kauphækkun. Úrskurður kjara- dómsins er því 17% hærri en síðasta og hæsta tilboð stjórnar- innar var. Samkomulag virtist því óhugsandi, þótt það hefði verið æskilegast. Q BÆNDADAGURINN SAMKOMAN, sem getið var um í síðasta blaði, verður að Laugarborg, sunnud. 28. þ. m., en ekki Árskógi, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Verður nánar tilkynnt síðar út um sveit irnar um tilhögun samkomunn- ar. □ Sundlaugin í Selárdal við heitar uppsprettur. Suadnámskeið stendur yfir. Kennarinn er frá Keykja- vík, en ráðskonan frá Ytri-Nýpum. Bömin eru frá Vopnafirði og Bakkafirði. Mörg þamba gos og jóðla góðgæti, þótt verzlun sé ekki á næsta leiti. Hér er Sundlaugarhylur — efri og neðri, skammt upp með ánni er gúmmíbátur á streng til hagræðis fyrir veiðimenn, og héðan er aðeins snertuspölur fram að fossi. Fossin hindrar laxgöngu lengra fram á dal. En hver veit, hvað gert verður fyrir laxinn. (Ljósmynd: E. D.) í SÍÐUSTU viku birtist „Salo- monsdómur“ Kjaradóms í deilu stjórnarvaldanna við ríkisstarfs menn. Samkomulag hafði þó áð ur orðið milli.samningsaðila um skiptingu í 28 launaflokka. Kom því aðeins til kasta dómsins að ákveða föst laun í hverjum fl., vinnutíma, yfirvinnugi«eiðslur og önnur starfskjör. Talið er, að kauphækkun sam kvæmt þessum dómi sé um 40%, og er það mikil kjarabót, enda voru ríkisstarfsmenn orðn ir langt aftur úr. Kjaradómurinn staðfesti að nokkru launamun með hliðsjón af menntun, ábyrgð og sér- hæfingu, sem lengi hefur verið

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.