Dagur - 28.09.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 28.09.1963, Blaðsíða 4
* i 4 HÆSTIRÉTTUR HÆSTIRÉTTUR var settur í Landsbankasalnum á Akureyri ár- degis sl. miðvikudag, liinn 10. sept- ember. Þessi atburður var merkileg- ur fyrir margra hluta sakir. Þetta er í fyrsta sinn, sem hæstiréttur er sett- ur utan Reykjavíkur. I sögu Akur- eyrarkaupstaðar mun þetta talinn eftirtektai-verður atburður. Og í sögu hæstaréttar og dómsmálanna í landinu er þetta. söguleg* nýjung. En lagaákvæði frá 1962 heimilar réttin- um að starfa utan höfuðborgarinn- ar, ef þess gerist þörf. Hæstaréttardómarar og lögmenn I réttarins voru í einkennisklæðum. Rétturinn var virðulegur og mál- flutningur hófsamlegur og algerlega málefnalegur, svo sem vera ber. Hvert sæti áheyrenda var skipað. Maður fann til öryggiskenndar gagn- vart hinum virðulega rétti. Hver þegn þjóðfélagsins hefur rétt til að 1 leggja mál sín fyrir hann, ef liéraðs- dómi er ekki unað. Rétturinn nýtur mikillar virðingar með þjóðinni og þarf að gera það og vera vanda sín- um vaxinn. I margslungnu lýðræðis- þjóðfélagi, þar sem hnefarétturinn hefur orðið að víkja, eru traustir dómstólar meðal hyrningarsteina. Eflaust hafa flestir eða allir, sem komu í Landsbankasalinn á mið- vikudaginn, gert sér þess fyllri grein en áður, hvert öryggi slíkur dóm- stóll veitir. Engri rýrð er þó þar með kastað á aðra dómstóla. Grundarmálið svonefnda, sem hæstiréttur tók til meðferðar á Ak- ureyri, er landamerkjamál og hefur því ekki almennt gildi og er ekki nógu stórt mál til að vekja sérstaka athygli Norðlendinga. En Grundar- málið getur hins vegar verið tákn- rænt um, að smærri málin þurfa dómstólarnir stundum einnig að leysa. Og sérhvert deilumál er stórt fyrir þann eða þá, sem deila. Islendingar hafa löngum þótt fús- ari til að semja lög og breyta eldri lögum, en fara eftir þeim og fram- fylgja þeim. Sem betur fer tekst þó flestum að lifa og starfa án árekstra við samferðamenn eða þjóðfélags- heildina, án þess nokkru sinni að líta í lögbók. Greinarmun þess, sem er rétt og rangt læra flestir við móð- urkné, a. m. k. þau grundvallarat- riði, sem mestu máli skipta. Með auknum afskiptum þjóðfélagsins og fjölþættari atvinnu- og viðskipta- háttum er |>ó þörf meiri og almenn- ari lögfræðikunnáttu en nú er. Rit- ari hæstaréttar, Hákon Guðmunds- son, hefur á undanförnum árum frætt útvarpshlustendur mjög vel um ýmsa þætti dómsmála, er al- mennt gildi liafa í samskiptum manna. Meiri almenn fræðsla væri æskileg í einhverju formi. Hæstiréttur Islands var stofnaður með lögum frá Alþingi árið 1919. Þá var jafnframt afnuminn landsyfir- réttur og dómsvald hæstaréttar Dan- merkur í íslenzkum málum afnum- ið. Hæstiréttur tók til starfa 16. febrúar árið 1920 og dæmdi þá fyrsta málið, sem fyrir hann var lagt. Það fjallaði um eignarétt á reka í umdæmi Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. □ sæti á Alþingi, væru kosnir í 60 einmenningskjördæmum, væri þetta á annan veg, og inn- an sviga má bæta við: (Auðvit- að er, að með því skipulagi hefðu sumir þeirra sextíu, sem hlutfallskosningarnar og upp- bæturnar drösla nú til sætis á Alþingi, hvergi komizt að. En það er anna'ð’ mál og gefur því skipulagi líka gildi). Hvemig gengur að fá Alþingi til að líta á hag þessa kjördæm- is? Því er ekki að leyna, að ég tel, að núverandi meirihluta- flokkar á Alþingi hafi verið of tómlátir, vægast sagt, um mál- efni þeirra, er utan aðalþéttbýl isins búa, og þar með í Norður- landskjördæmi eystra. En svo að vikið sé að öðru. Er þingeysk menning eins mikil og almannarómur hemiir? Já, auðvitað er hún það. Bók- Frá Húsavíkurhöfn. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Smáíbúðahverfið með asperthúsunum í forgrunn. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. UM ÞINGEYJARSÝSLA heilsaði fréttamanni með öllum þeim litbrigðum haustsins, sem feg- urstir og fjölbreyttastir finnast á Norðurlandi. Leiðin lá að Skjálfandaflóa, sem „gefur sín 5500 tonn af fiski á ári“, og num ið staðar á Húsavík, kaupstaðn- um, er vex örast allra bæja landsins, utan Faxaflóasvæðis- ins. Erindið þangað var að hitta nokkra málsmetandi menn stað arins, svo sem alþingismann, sýslumann, bæjarstjóra og kaup félagsstjóra. Allir voru þeir heima og heimsóttir í þessari röð. Þá var stuttur dagur líka að kvöldi kominn og farið hjá garði margra annarra fyrir- manna, svo sem prests og lækn- is, svo og skáldanna, listamann- anna og hinna mörgu athafna- manna til sjós og lands. Þótt Húsavík standi við hinn breiða Skjálfandaflóa, nánast við úthafið, er þar furðu skýlt. Kinnarfjöll, Húsavíkurhöfði og Húsavíkurfjall draga úr vind- um. Flóinn er gjöfull og sjómenn á Húsavík duglegir. Sjávarafl- inn stendur að verulegu leyti undir þeim miklu framförum, er þar eru nú. Og hin stórmikla túnrækt Húsvíkinga, sem stað- urinn var lengi rómaður fyrir og enn setur mikinn svip á bæ- inn, byggðist einnig á sjávarafl- anum. Fiskútgangur var flutt- ur á túnin og verðandi ræktar- lönd og var góður áburður. Mik ill bátafloti, nýleg hafnarmann- virki, nýtt skólahús, gamla kirkjan, fjöldi húsa í byggingu og fremur fáir „flibbamenn", en þess fleiri við framleiðslu og framkvæmdir, hvert sem litið er, eru svipmyndir, sem kaup- staðurinn sjálfur bregður upp um leið og ferðamaður ekur um bæinn. Margir bændur eru staddir í leit, er nú svo komið, að vinnu aflsskortur háir framleiðslu og framkvæmdum allt árið. Jafn- hliða hefur iðnaður aukizt og verzlun. Héi- hafa verið upp- gangstímar, þrátt fyrir erfið- leika vegna núverandi stjórnar hátta. Aukin aflabrögð og dugn aður fólksins hefur haft betur en „viðreisnin“. Það eru sýnilega miklar fram- kvæmdir í kaupstaðnuni. Á undangengnum árum hafa átt sér.-stað miklar húsbygging- ar, t. d. í ár eru 40—50 íbúðir í smíðum. Þá eru ýmsar fram- kvæmdir á vegum Kaupfélags Þingeyinga, félagsheimili er í byggingu, sem verður að hluta fokhelt í haust, verið er að steypa upp svonefnt bæjarhús, en þar verður slökkvistöð, lög- reglustöð og áhaldageymsla, ennfremur eru verbúðir í bygg- ingu á vegum hafnarinnar og stækkun Fiskiðjusamlags Húsa- víkur og nýbygging á milli frystihúss og bræðsluhúss upp á fjórar hæðir. Stórt bifreiða- verkstæði hefur risið upp á ár- inu og nokkur iðnaðar- og verzl unarhús eru í smíðum eða á- formuð. Margt er á undirbún- ingsstigi, t. d. sjúkrahúsbygging og gagnfræðaskóli og fleira, sem ekki verður hér upp talið. Um framtíðarmálin almennt? Hér á Húsavík haldast í hend ur traust og nokkuð árviss fiskigengd og blómlegar sveitir í nógrenni bæjarins með þörf fyrir mikla verzlun og nýtingu búvara. Þetta eru hyrningar- steinar afkomunnar hjá bæjar- búum í Húsavík. Leggja verður á það mikla áherzlu, að auka iðnaðinn við sjávaraflann og bú vöruna, ennfremur þjónustuiðn aðinn, bæði fyrir héraðsbúa og bæjarbúa. Húsavík þarf að geta þjónað sem bezt verzlunarum- dæmi sínu og vera iðnaðarbær jafnframt. Húsvíkingar binda miklar von ir við kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn. Eftir athugunum að dæma, virðist það vel hugsan- legt, að kísligúrvinnslan verði eftir nokkur ár gildur þáttur í atvinnulífi bæjarins. Nauðsyn- legt er að iðnaði landsmanna (Framh. á bls. 7) HÚSflVÍ bænum, því sauðfjárslátrun stendur yfir um þessar mundir. Tjörnesingar komu þennan dag með fé sitt. Það er ekki nógu vænt, segja þeir. Engin huggun, þótt það sé kannske rýrara ein- hversstaðar annarsstaðar. Og vei’ðið! Það kemur í kvöld og menn kvíða fréttunum. Við ókum fyrst heim til hins fjölgáfaða og kunna alþingis- manns, Karls Kristjánssonar, sem tók erindi fréttamanns vel. Att þú von á að ríkisstjómin láti Seðlabankann fella gengi ís- lenzku krónunnar? Hvers getur ekki verið að vænta? segir þingmaðurinn. En endurteknar gengisfellingar eru álíka snjallræði og úrræði það því sambandi viðleitni til að koma í bönd bagga þeim, sem núverandi ríkisstjórn hefur með því fálmi, sem hún kallaði „við- reisn“, sett úr reipunum. Verður það ekki erfitt? Jú. Manstu ekki hvernig var í gamla daga í hvassviðri að fást við heybagga, sem fór úr reip- unum? Það þarf að saxa upp aftur og setja rétt á reipin, ef að fullu gagni á að koma. Heldur þú að stjómarliðið fáist til þess? Um það vil ég engu spá. En það ætti að gera þetta. Reynsl- an af „viðreisninni11 er ótvíræð fengin. Að tosast með hana á- fram, getur aðeins valdið enn meira tjóni. Askell Einarsson ast. Með útfærslu landhelginn- ar gjörbreyttist aðstaða til út- gerðar. í stað þess að bæjar- búar flykktust burtu í atvinnu- ■ iT Karl Kristjánsson hjá manni, sem er ofurölvi, að „bæta á sig“ — drekka meira til þess að verða „færari“. Hver liyggur þú að verði megin- viðfangsefni næsta þings? Meginviðfangsefni þess hljóta að verða efnahagsmálin, og í Hvemig er að vera þingmaður þessa kjördæmis? Ef þú átt við það, hvernig sé að koma sér saman við fólkið, þá get ég ekki sagt annað en gott um það í heild. í kjördæminu liggur í landi mikill skilningur á samvinnustarfi, enda sam- vinnuhreyfingin í þessum lands hluta hafin. Þó allmargir kaup- menn séu t. d. hér á Húsavík, af því þeir hafa af því atvinnu, eru jafnvel þeir, alls ekki sljóir fyrir samtakagildinu. Þetta ger- ir manni, eins og mér, miklu auðveldara að fara með umboð fólksins á Alþirigi. Hinsvegar er kjördæmið óþægilega stórt til þess að hægt sé að hafa tal af kjósendum eins og væri æski legt. Þetta gætu auðvitað vel þeir sex menn, sem eru þing- menn í okkar kjördæmi, ef þeir skiptu á milli sín kjördæminu í jafna reiti. En það gera þeir vitanlega ekki. Flokkaskipting- in veldur því — og hún nærist á því, og ókostir hennar alveg sérstaklega. Ef þeir 60 þingmenn, sem eiga menntaskilningur og félags- hyggja standa hér á gömlum merg. Jafnréttistilfinning einn- ig og þjóðræknishugur. Frjáls- lyndi liggur hér í landi, þó mat sé auðvitað lagt á skoðanir og afstaða tekin. Ég tala um fólkið almennt, en ekki einstaka menn. Er þingeyska montið staðreynd? Það er þjóðsaga, sem haldið er áfram að segja til gamans, ■og ef til vill líka af því, að ein- hverjir ala með sér afbrýði vegna orðrómsins um þingeyska menningu. Þingeyingar yfirleitt stæðu vel við að láta meira á sér bera en þeir gera, segir Karl Kristjánsson alþingismaður að lokum og þökkum við svörin, og konu hans,' frú Pálínu, fyrir nýja slátrið og aðrar góðgerðir. —o— - Og svo hittum við Áskel Ein- arsson bæjarstjóra á Húsavík, vasklegan mann á velli og skjót an til svara. Hvemig líkar þér við Húsvík- inga? Mér hefur gengið vel að vinna með þeim, og reyndar þingeying um almennt. Hér hafa mætt mér margs konar verkefni og viðhorf, sem gaman hefur verið að fást við og leysa í samvinnu við fólkið. Efnahagur manna er sagður góð ur hér? Ég held, að svo verði að telj- n 4 n 4 % 4 4 % w 4 4 f\ 4 % W/ % 4 n : ! 4 f % 4 % 4 n 4 n 4 % 4 % 4 % : 1 4 % i $ : 1 4 4 % : 1 4 SUNDGARPURINN Ljóð til vinar mins Álberts Sölvasonar, forstjóra, á sextugsafmæli hans, 11. júlí 1963. Áttir hugsjón æsku írá, andans merkið harstu. Ljóða-vangi lékst þér á, löngum íremstur varstu. íslendingsins aðalsmerki átt þú glöggt í starfi og lund. Hraustur snýrðu að hverju verki hugdjaríur með trausta mund. Heill og vaskur hverja stund hefurðu iðkað glaður stökk og hlaup og stundað sund — stælti æsku-maður. Margott við um sunda-svið sóttum gleði næga. Kempur fyrr í kaldri Nið keppni háðu íræga. Sterkur beittir styrkri mund, á steðja járnið lúðir. Eldurinn seiddi unga lund, er þú starfið knúðir. ★ Sæmdarmaður. — Sannur drengur. Sú er einkunn hezt í raun. Fyrnast ei, er ævin gengur: Afreksmannsins heiðurs-laun. Ég óska þér hamingju og allrar blessunar með sex- tugsafmælið og alla framtíð þína. Ég þakka þér af alhug alla þína hjálp og vinsemd í minn garð, frá fyrstu kynnum til þessa dags, og annarra þinna minnstu bræðra. Trú þín er grundvöllur gæfu þinn- ar, gjörvuleika og karlmennsku. Sú ánægja og sæmd hefur mér hlotnazt, að tvívegis hef ég fylgt þér á sundi, í annað skiptið fram og aftur um Oddeyrarál. Sittu svo og gakktu, syntu og vaktu heill og blessað- ur alla tíma. Við sundfélagar þínir og verðir Sundhallarinnar þökk- um þér samverustundirnar við og í Sundlaug Akureyrar. Albert minn! Nú lá við borð, að ég gleymdi aðalerindinu: Eigum við ekki að leggja upp í Grettissundið einhvern tíma?_ JÓN BENEDIKTSSON, prentari. m, , ! % w 5 w i w % w , i % w. d w, i & m % w, : te m y w w i m % Ll I m I % r) I Í m d w, % fc] ! w 3 % w % w 3 d

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.