Dagur - 28.09.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 28.09.1963, Blaðsíða 8
8 Foringjanáinskeið á vegum æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar á Norðurl. sl. haust. (Ljm. E. Sigurg.) F.' v. Eiríkur, dr. Ari, Guðrún móðir Ara, Ólafur, frú Margarit og Guðrún. (Ljósm. E. D.) Kjarnorkan í þágu friðarins Viðtal \ ið Ara Brynjólfsson frá Ytra-Krossanesi FYRR í þessum mánuði fluttu blöðin fréttir af eyfirzkum bónda- syni, sem orðinn er þekktur á sviði kjarnorkuvísindanna og hefur þegar verið í fararbroddi við byggingu tveggja stærstu geislarann- sóknarstöðva, sem byggðar liafa verið. Þessi maður er dr. Ari Brynjólfsson frá Ytra-Krossanesi við Eyjafjörð, skammt frá Ak- ureyri. Hann kom vestan um haf nú í vikunni og brá sér til æsku- stöðvanna, ásamt konu sinni og þrem börnum þeirra hjóna. Frétta- maður Dags hitti hann að máli lieima í Krossanesi og bað hann að svara nokkrum spurningum urn störf hans og hin nýju viðhorf, sem eru að skapast í hagnýtri notkun kjarnorku. Hvemig er ferðum þínum háttað nú? Ég kom frá Bandaríkjunum fyrir tveim dögum. Það er lítill en alveg sjálfsagður krókur að koma við í Krossanesi um leið. Manni líður svo notalega að vera kominn heim, þar sem hver blettur er gamall kunn- ingi og mitt fólk tekur á móti manni. Talið berst þegar að þeim möguleikum, sem felast í geymslu matvæla, með notkun hinna geislavirku efna. Já, sagði Ari Brynjólfsson. Aðferðirnar til að geyma mat- væli óskemmd voru ekki marg- ar. Maturinn var hertur, súrs- aður, saltaður og geymdur í snjó. Niðursuða matvæla er þó crð- in nokkuð gömul? Napoleon lagði áherzlu á það, að geyma matvæli handa her- mönnum. Upp úr því spratt nið ursuðan. En á henni voru lengi ýmsir annmarkar, m. a. var POST- OG SÍMA- GIÖLD HÆKKA SAMKVÆMT fréttatilkynn- ingu frá póst- og símamála- stjórn, gengur ný gjaldskrá í gildi um næstu mánaðamót. Símskeytagjöld innanlands hækka um 20—25%, burðar- gjöld undir bréf innanlands og til útlanda hækka um 50 aura fyrir einfalt bréf og árs- fjórðungs símagjöldin hækka um 105 krónur, upp í 640 krón- ur, þ. e. fyrir einkasíma. Árs- fjórðungs hækkun verzlunar- síma verður 125 krónur eða upp í kr. 900.00. □ umdeilt hve lengi átti að sjóða og hvort umbúðir ættu að vera loftþéttar eða ekki, var líka vandamál. Það liðu 70—100 ár þar til niðursuðan varð nokkuð fullkomin og almennt notuð. Hvenær varð það ljóst, að hægt væri að drepa bakteríur með kjarnageislum? Það var um 1920 og einnig með últra-fjólubláum geislum, sem eru alþekktir á sjúkrahús- um. En kjarnageislarnir voru enn alltof dýrir til þess að nota þá almennt. En með tilkomu kjarnaofna, eftir síðustu heims- styrjöld, var fyrirsjáanlegt, að hægt var að framleiða kjarna- geislana miklu ódýrar en áður þekktist. Og nú eru þeir að verða svo ódýrir að hægt er að gerilsneiða með þeim matvör- ur og lækningavörur. Tilraunir í þessu efni’ voru gerðar í mörg um löndum. Stórveldin voru ekki ein að verki þar, og hrað- aði það þróuninni. Þar voru Danir nokkuð fram- arlega, eða hvað? Kjarnarannsóknarstöðin í Ris- ö var byggð 1956—1957, stærst sinnar tegundar þá. Danir eru miklir matvælaframleiðendur og útflytjendur matvæla og höfðu snemma mikinn áhuga á þessum rannsóknum. Árið 1961 jókst mjög áhugi Bandaríkja- manna fyrir rannsóknum á þessu sviði. Stöðin í Risö þótti um margt til fyrirmyndar, en það varð til þess, og ég var beð- inn að koma til Bandaríkjanna, þar sem hin umtalaða cobolt- geislabyssa var gerð. Bæði þar og í Danmörku eru geislarnir notaðir til varnar því, að mat- væli skemmist við geymslu af rotnun. Hvernig er geislunarmagnið reiknað? Doktorinn svaraði þessu m. a. svo. Geislunarmagnið í stöðinni í Massachusetts jafngildir geisl- un frá 1,2 smál. af radium. En eitt gr. af radium kostaði áður fyrr meira en 100 þúsund krón- ur, segir dr. Ari en flóknar skýr ingar hans á orkunni er ekki létt að endursegja að öðru leyti. Ekki minnist dr. Ari einu orði á sinn þátt í stjórn þeirra framkvæmda, sem hér er getið og hann varð frægur af og við- urkenndur sem snjall kjarn- orkuvísindamaður. Hvaða árangurs er svo að vænta af öllu þessu? Það hefur þegar sýnt sig t. d. að hægt er með góðu móti að geyma geislaðar kartöflur 15— 25 mánuði óspíraðar og óskemmdar. Á þann hátt er hægt að taka á móti framleiðslu- og markaðssveiflum í þessari framleiðslugrein. Nú þegar er þessi geymsluaðferð viðurkennd í Kanada og Rússlandi. Tvö síð- ustu sumur hafa Kanadamenn tekið aðferð þessa í notkun í nokkrum mæli og gefist vel. Neytendum hefur líkað þetta ágætlega. Bandarikjamenn og Danir munu brátt viðurkenna þessa geymsluaðferð. Sama máli gildir um geislun ýmiskonar grænmetis, svo og ávaxta, og líður sennilega ekki á löngu þar til íslendingar borða geislaða ávexti, svo sem epli og appel- sínur. í Bandaríkjunum er búið að leyfa geislun korns, til að eyða kornorminum. En hann eyðileggur t. d. um 25% alls korns, sem selt er frá Ameríku til Indlands. Hér á landi er þetta ekki mikið vandamál, vegna kaldari veðráttu. Bandaríkja- menn eru einnig farnir að geisla svínakjöt og kjúklinga, og síðar munu aðrar kjötvörur koma í kjölfarið. Hvernig er háttað þessum „leyfum“ á geislun hinna ýmsu tegunda matvæla? Geislaðar fæðutegundír eru : þaulprófaðar undir stjórn heil- brigðisyfirvaldanna. Þegar.sann að er, að geislun er algerlega hættulaus, er leyfi veitt og fyrr ekki. Geislunarhætta er engin, hvorki mikil eða lítil, en þar með er ekki kostnaðarhliðin leyst, segir dr. Ari. • En livað segirðu þá um fiskinn, í sambandi við geislunina? Hingað til hafa ekki sérlega miklar rannsóknir farið fram á geislun fiskjar, nokkrar þó vestra og einnig í Englandi, Skotlandi og lítið eitt í Dan- mörku. Fiskur er tiltölulega ódýr matvara en það hefur sýnst og kostnaðarsamt að nota þessa aðferð við hann, þ. e. a. s. svo mikið að hann sé fullkom- lega gerilsneyddur. Hinsvegar væri liægt að gerilsneyða hann að nokkru og lengja geymslu- tíma hans 3—5 sinnum, án þess að það þyrfti að verða of kostn- aðarsamt. Til að gerilsneyða full komlega þarf geislamagn sem er 4 millj. rad. Til að geril- sneyða að nokkru þarf 16 sinn- um minna geislamagn. Þetta mundi þýða, að hægt væri að taka fisk frá bátum, slægja hann, geisla og flytja hann ýsað an til erlendra neytenda. Neyt- endur þar, myndu þá fá nýjan fisk-í stað hálfrotnaðs fisks, svo . sem nú vill verða. ... Ég get nefnt dæmi um þetta. Ég bjó 30 mílur frá höfninni í Boston og þar var ómögulegt að fá nýjan fisk. Sá éini fiskur, sem heitið gat ferskur, var fisk- ur, sem strax var geislaður hjá okkur í stöðinni. Þá geymdist hann prýðilega í hálfan mánuð. Hvað kostar geislunarstöð? Geislunarstöð, sem afkastað getur 10 tonnum fiskjar á klukkutíma myndi kosta um 11 (Framh. á bls. 2). Jafnvægi" og „bjarfir fímar" „VIÐREISNIN hefur tekist og jafnvægið í efnaliagsmálum orð in stadreynd. Frainundan eru bjartir tímar ef þjóðin gefur okkur uinboð í kosningunum“. Man nokkur eftir þessari klausu og öðrum hliðstæðum fullyrð- ingum í vor í blöðum stjómar- innar? Og stjómin fékk það umboð kjósenda, sem hún bað um, þótt naumt væri, og hún situr enn og stjómar efnahagsmálunum. En hvar er „jafnvægið“? Það fyrirfinnst hvergi. Óða- verðbólgan hefur aldrei verði magnaðri en nú. Vörur og fast- eignir svo sem íbúðir hækka dag frá degi og kaupkröfur fylgja í kjölfarið. Kjaradómur úrskurðaði 4C% kauphækkun hjá opinberum stnrfsmönnum, yfirdómur úrskurðaði hækkun verðlagsgrundvallaris um rúml. 20%. Bæjarstarfsmenn í R-vík hafa nú fengið hliðstæða kaup- hækkun og ríkisstárfsmenn og mun sú hækkun síðar ná til annara bæjarfélaga. Farmenn eru nýbúnir að fá launahækk- un. Verzlunar- og skrifstofufólk hefur lausa samninga í næsta mánuði, án uppsagnar. Það mun gera kröfur um sambærilegar kauphækkanir til að mæta hinni miklu lífskjaraskerðingu, svo sem aðrar stéttir. Og hvað gera verkamenn? Sannleikurinn er sá, að jafnvægisleysið hefur aldrei verið meira en nú, verð- bólgan aldrei eins mikil og upp- lausnin og ringulreiðin orðin svo í efnahagsmálunum að hvergi er lieila brú að finna □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.