Dagur - 02.10.1963, Blaðsíða 1
Málgagn Framsóknarmanna
Ritstjóri: Erungur Davíðsson
Skrifstofa í Hafnarstræti 90
Símar: Ritstjóri 1166. Augl.
OG AFCR. 1167. Prentverk Odds
Björnssonar h.f., Akureyri
r
XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. okt. 1963. — 57. tbl.
. AuglýsÍngASTJÓRI Jón’ Sam-
uklsson . Árgancurinn' kostar
kr. 150.00. Gjalddagi ER 1. JÚLÍ
Blaoið kemur út á miðvikudöc-
UM OG Á LAUGARDÖGUM,
ÞF.GAR ÁSTÆÐA 1-YKlR TIL
SIUKRAHUSIÐ
UM ÞESSI mánaðamót tekur
nýr sérfræðingur í lyflækning-
um til starfa á Fjórðungssjúkra
húsinu á Akureyri. Hann heitir
Hrafnkell Helgason og hefur
síðustu ár starfað á erlendum
sjúkrahúsum. Ber að fagna því
og jafnframt að stefna að því,
ÓSIÐAÐIR MENN
Á FERÐINNI
FYRRA SUNNUDAG fékk
Snorri bóndi á Skipalóni leiða
heimsókn. Voru það 5 ungir
menn í A-bíl skotvopnum búnir.
Tóku þeir þegar að læðast kring
um aligæsir Snorra á túninu og
þótti nú bera vel í veiði. En
bóndi á um 80 aligæsir.
Þegar bóndi sá atferli aðkomu
piltanna, fór hann til þeirra og
bað þá hafa sig á brott. Þeir
svöruðu illu einu og höfðu í
hótunum, sögðust mundu loka
á honum túlanum og það varan-
lega ef hann ekki heldi kjafti og
hypjaði sig hið snarasta í brott.
Snorri fór þá inn og hringdi á
lögregluna. Hypjuðu skotmenn
sig þá burtu, en hafa nú verið
kærðir. □
NÝ BÓK KILJANS
HELGAFELL gefur út nýja
bók eftir Halldór Kiljan Lax-
ness, sem út á að koma eftir fáa
daga. Bókin heitir Skáldatími
og er á fjórða hundrað blaðsíð-
ur að stærð. Talið er, að bók
þessi hafi að geyma ýmsar end-
urminningar skáldsins. Útgef-
andirtn telur, að hér verði um
metsölubók að ræða. □
að fá sérmenntaða lækna í sem
flestum greinum.
Samkvæmt upplýsingum Torfa
Guðlaugssonar framkv.stjóra
Fjórðungssjúkrahússins, hefur
rekstur sjúkrahússins gengið
sæmilega vel fjárhagslega. En
með tilkomu hinna nýju launa-
laga og almennrar dýrtiðar, verð
ur eitthvað nýtt til að koma,
svo að rekstrinum sé fjárhags-
lega borgið.
Starfslið Fjórðungssjúkrahúss
ins á Akureyri er nú rúml. 100
manns, þar af eru 9 læknar og
30—40 hjúkrunarkonur og
hjúkrunarnemar. — Sjálft er
sjúkrahúsið jafnan fullskipað
sjúklingum, og er strax farið að
ræða um stækkun.
Verið er að byggja á sjúkra-
hússlóðinni hjúkrunarkvennabú
stað. Það er einnar hæðar hús,
tvískipt, og verða þar íbúðir fyr
ir 12 hjúkrunarkonur. • □
TJÓN 6ÆNDA
Hey og kartöflur undir fönn, einnig sauðfé
FYRIR viku síðan, á jafndægri,
gerði norðan-aftakaveður um
mestan liluta landsins, með
meiri kulda og fannkomu en áð
ur á þessari öld, miðað við árs-
tíma. Bændur landsins hafa orð
ið fyrir tugmilljón kr. tjóni af
völdum óveðursins, einkum á
Vestfjörðum og á vestanverðu
Norðurlandi.
Hey, kartöflur og fé er nú
undir fönn í Húnavatnssýslum.
Þúsundir fjár beria gaddinn,
eins og um hávetur, og holdin
tálgast af sláturfénu.
Ólafur Sverrisson kaupfélags
stjóri á Blönduósi lýsti þessu
svo, er blaðið talaði við hann í
gærmorgun:
í dag er fjórði góðviðrisdagur
inn, en þótt sólskin sé, klökkn-
ar lítið, því mikið frost er um
nætur. Víða eru alger jarðbönn.
Svo er það t. d. í Vatnsdal og
Svínadal. Heldur skárra er í
KA Norðurlandsmeistarar 1963. — Aftari röð frá vinstri: Jakob
Jakobsson, Sveinn Kristdórsson, Jón Stefánsson, Birgir Hermanns-
son, Þormóður Einarsson og Frímann Frímannsson. — Fremri
röð frá vinstri: Kári Árnason, Haukur Jakobsson, Einar Helgason,
Skúli Ágústsson og Árni Sigurbjömsson. — (Ljósm. Gunnl. P. K.)
Undirbúningsdeild tækniskólans
var sett á Akureyri í gær í fyrsta sinn
SAMKVÆMT lögum frá síðasta
Alþingi og áður er frá sagt hér
í blaðinu, starfar undirbúnings-
deild tækniskóla hér á Akur-
eyri í vetur í fyrsta sinn.
Hún er á vegum Iðnskcla
Akureyrar og hliðstæð þeirri,
sem í fyrra starfaði í Reykjavík
á vegum Vélskólans. Skólastjóri
Iðnskóla Akureyrar og hinnar
nýju deildar er Jón Sigurgeirs-
son. Blaðið bað hann á mánu-
dagínn að segja lesendum eitt-
hvað frá hinni- nýj.u undirbún-
ingsdeild. Honum sagðist efnis-
lega frá á þessa leið.
í undirbúningsdeild þeirri,
sem hér verður sett á morgun,
þriðjudag, í fyrsta sinn, verða
42 kennslustundir á viku í 7
mánuði. Að námstíma loknum
ganga nemendur undir próf.
Stærðfræði verður kennd 16
klst. á viku, efnafræði 3 klst.,
eðlisfræði 3 klst., íslenzka 3
klst., danska 3 klst., enska 4
klst. og þýzka 4 klst.
Væntanlegir nemendur þurfa
að hafa lokið landsprófi, gagn-
fræðaprófi eða iðnskólaprófi.
Þessi deild gefur nemendum
sínum rétt til inngöngu í tækni-
skóla í Danmörku og Noregi,
auk íslands. Pi-ófverkefnin
verða þau sömu og upp í
danska tækniskóla. Sparar þetta
því íslenzkum nemendum árs-
dvöl.við tækniskóla í nefndum
löndum. En þar hefur náms-
tími verið lengdur úr tveim
árum upp í.þrjú ár. Auk þess
þurfa nemendur svo að hafa
stundað eins árs iðnnám í ein-
hverri grein til að fá inngöngu í
tækniskóla. Ráðgert er, að fara
af stað með fyrsta bekk tækni-
skóla í Reykjavík næsta vetur.
Kennarar við undirbúnings-
deildina hér verða: Jón Sigur-
geirsson skólastjóri, Aðalgeir
Pálsson rafmagnsverkfræðing-
ur, Aðalsteinn Jónsson efna-
verkfræðingur og Skúli Magnús
son gagnfræðaskólakennari.
Kennsla fer fram í góðu hús
næði í Geislagötu 5. Skólasetn-
ing fer fram á morgun. Nem-
endur verða 12 talsins.
Jón Sigurgeirsson skólastjóri
hefur í sumar kynnt sér iðn-
skóla- og tækniskólamál í
Noregi og víðar. Vonandi verð-
ur þess skammt að bíða, að
fyrsti bekkur tækniskóla taki
til starfa á Akureyri. Q
Svartárdal, en þar er féð enn
uppi á heiði (Eyvindarstaða-
heiði), en enginn veit ennþá,
hvernig því hefur reitt af. í
dag verður brotizt þangað með
jarðýtu til að ryðja veg fyrir
féð, ef hægt er að ná því sam-
an. En hættan er sú, að ófærðin
sé svo mikil, að ekki sé hægt að
koma fénu yfir jörðina, svo mik-
ill er snjórinn.
Uti á Skagaströnd er feikna
mikill snjór, jafnfallinn. Þar er
haglítið. Þar sem féð nær til
jarðar, nagar það gróðurinn nið
ur í mold.
Bændur hafa ekki áður séð
slíka fannbreiðu hér um slóð-
ir á þessum árstíma. Við veg-
ina eru víða ótrúlega háir ruðn
ingar af snjó. Hjarnfönnin, sem
liggur yfir sveitunum, er óhugn
anleg.
Enginn veit ennþá hve margt
fé er í snjó — dautt og lifandi.
Hitt er öllum ljóst, að allt fé,
og þó dilkarnir alveg sérstak-
lega, tapar holdum mjög ört.
Slátrun er ekki hægt að flýta
sökum manneklu og ekki enn
búið að taka á móti helmingi
sláturfjárins.
Heiðarnar vestan Blöndu,
Auðkúluheiði og Grímstungu-
heiði voru gengnar í viðunandi
veðri. En aðrar göngur áttu að
fara fram í dag, en er frestað.
Fé það, sem búið er að lóga, er
fremur rýrt.
Við höfum losnað við á annað
hundrað tonn af kjöti og inn-
mat á Bretlandsmarkað, og von
er á kjöttökuskipi fyrir næstu
helgi. Héðan mun flutt út fast
að 300 tonnum kjöts á þennan
markað.
Þá höfum við saltað kjöt fyrir
norskan markað (stórhöggvið)
um 600 tunnur. Það kjöt verður
ekki sent út fyrr en eftir ára-
mót, segir Ólafur að lokum.
SVARTIR
skemmta á Akurevri
J
SKÍÐARÁÐ Akureyrar, sem
um þessar mundir safnar fé í
skíðalyftuna í Hlíðarfjalli, hef-
ur fengið svarta skemmtikrafta,
Deep River Boys, frá Banda-
ríkjunum. Bandaríkjamennirn-
ir, 5 að tölu, auk tveggja reyk-
vískra hljóðfæraleikara, munu
skemmta í Nýja Bíó kl. 5 og 9
hinn 4. okt. n.k. með leik og
söng.
Aðgöngumiðasala hefst í
Bókabúð Rikku á morgun,
fimmtudag, kl. 1 e. h. □
Afréttir ofbeittar?
ATVINNUDEILD Háskólans
hefur undanfarin ár látið kort-
leggja afréttir og ennfremur
látið rannsaka beitarþol hinna
ýmsu svæða hálendisins og gera
tilraunir með gróðurrækt á
beitilöndum. Ingvi Þorsteinsson
magister hefur stjórnað þessum
verkum. Telur hann fullvíst, að
afréttir, einkum sunnanlands,
séu ofbeittar. Sé það rétt, virð-
ast ekki aðrar leiðir fyrir hendi
en að takmarka fjölda búpen-
ings á vissum svæðum, eða
auka gróðurinn með þeim að-
ferðum, sem tiltækar eru.
Þessum athugunum á beitar-
þoli og gróðurfarsbreytingum,
sem rekja má til ofbeitar, þarf
að gefa sérstaklega mikinn
gaum. Og í því efni mega Norð-
lendingar ekki eingöngu horfa
suður yfir heiðar, heldur líta
sér nær. Q
KREFJAST
KJARABÓTA
VERZLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur, sem er eitt hinna
fjölmennari launþegasamtaka
landsins hefur gert tillögur um
breytingar á samningi við vinnu
veitendur. Miðast þær að
nokkru við úrskurð kjaradóms
í máli ríkisstarfsmanna og ný-
gerða samninga borgarstarfs-
manna í Reykjavík.
Samningar skrifstofu- og
verzlunarmanna rennur út um
miðjan þennan mánuð, án
uppsagnar. Q
STÖÐUMÆLAR
SETTIR UPP
VERIÐ er að setja upp 20 stöðu
mæla í Hafnarstræti á Akur-
eyri, milli Ráðhústorgs og Kaup
vangsstrætis. Bílaeigendur, er
leggja bílum sínum á þessu
svæði, geta valið um 15 mín.
og 30 mínútna stæði, sem kosta
1 krónu og 2 krónur.
Búizt er við að stöðumælarn-
ir verði teknir í notkun fyrir
næstu helgi. Ekki hefur blaðinu
þó borizt reglugerð um þessa
breytingu á umferðamálum bæj
arins.
í Helga-magra-stræti kemur
nú til framkvæmda bann við bif
reiðastöðum, utan fjögurra bíla
stæða, sem þar eru. Um þetta
gildir eldri samþykkt bæjar-
stjórnar, þótt ekki hafi hún kom
ið fyrr til framkvæmda. Q