Dagur - 02.10.1963, Blaðsíða 8
Skólafólk í Bókabúð Jóhanns Valdemarssonar í gœr. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson).
SKÓLARNIR HEFJA STÖRF
^ Hátt á þriðja þús. nemendur í skólum bæjarins
Menntaskólinn á Akureyri var
settur kl. 2 e. h. í gær. Nemend-
ur þar eru 420, eða um 40 færri
en í fyrra. Fækkunin stafar af
því, að annar bekkur skólans
fellur niður og búfræðingarnir
dvelja ekki hér að þessu sinni.
i
j Tveir nýir, fastir kennarar
taka til starfa við skólann, þeir
Eyjólfur Kolbeins og Þórir Sig-
urðsson. Nýir stundakennai’ar
eru Helgi Hallgrímsson og Jón
Margeirsson.
Gagnfræðaskólinn. Setningu
Gagnfræðaskóla Akureyrar er
frestað um nokkra daga vegna
þess, að kennaraliðið er ekki
fullskipað. Vonir stóðu til þess
í gær að mál þetta væri að leys
ast. — í skólanum verða 630—
640 nemendur í vetur, í 24 bekkj
ardeildum. Tvær deildir skól-
ans verða til húsa í Oddeyrar-
skólanum og skólinn hefur auk
þess leigt 3 kennslustofur úti
í bæ.
Barnaskóli Akureyrar. Setning
hans fór fram í Akureyrar-
kirkju síðdegis í gær. í skólan-
um eru nær 800 börn í vetur og
er það nokkru fleira en í fyrra.
Mjög illa hefur gengið að fá
kennara. Bekkjadeildir eru 28.
Nýir kennarar eru: Halldóra
Þórhallsdóttir og Hulda Árna-
dóttir, sem kennir í stað frú Sól-
veigar Einarsdóttur, handa-
»———----------------------------
SEXTÍU FARÞEGAR
NEITLÐU
ÞAÐ BAR VIÐ fyrir skömmu,
að 60 Svíar, knattspyrnumenn,
blaðamenn og fl. neituðu að
ganga um borð í flugvél þá,
sem átti að flytja þá frá Frakk-
landi til Noregs. Ástæðan var
sú, að einhverjir af áhöfninni
höfðu séðzt ölvaðir kvöldið áð-
ur. Braathensflugfélagið, sem
hér átti hlut að máli, varð að
senda nýja áhöfn til að taka
við stjórn vélarinnar, og hefur
lýst yfir hrygð sinni vegna
þessa atburðar, Q
vinnu drengja kenna Þórður
Friðbjarnarson og Jens Holse.
Oddeyrarskólinn verður settur
á laugardaginn. Þar verða 355
börn í vetur. Síðar verður skól-
ans getið.
Glerárskólinn var settur í gær.
Nemendur eru 108 og er skól-
inn fullsetinn. Kennaraliðið er
því nær óbreytt.
Iðnskólinn á Akureyri var
settur í Húsmæðraskólanum í
gær. Skólastjóri er Jón Sigur-
geirsson. Nemendur eru 140—
150. Kennsla 4. bekkjar fer fram
í Húsmæðraskólanum til ára-
móta og 3. bekkjar eftir áramót.
Kénnsla fyrsta og annars bekkj-
Frostastöðum, 22. sept. í haust
hætta tveir kennarar störfum
við Hólaskóla og flytja burt úr
héraðinu. Eru það þeir Vigfús
Helgason og' Páll Sigurðsson.
Muii Vigfús flytja til Reykja-
víkur en Páll til Akureyrar.
Vigfús Helgason hóf kennslu
við Hóláskóla haustið 1921 og
hefur verið þar kennari alla
stund síðan eða í rúm 40 ár en
það er helmingur þess árafjölda
sem bændaskóli hefur starfað á
Hólum. Er starf Vigfúsar á
Hólum orðið bæði mikið og
gott. Páll gerðist íþrótakenari
á Hólum 1934. Allmörg hin síð-
ari árin hefur hann einnig
stundað búskap á Hofi í Hjalta-
dal. Mikil eftirsjá er að þesum
mönnum báðum úr héraðinu.
Síðastliðið fimmtudagskvöld
var Vigfúsi, PáU og fjölskyldum
þeirra haldið kveðjusamsæti að
Hólum. Stóðu að því Haukur
Jörundarson, skólastjóri, eldri
og yngri nemendur frá Hólum
og sveitungar og vinir þeirra
Vigfúsar og Páls. Mættu þar
nokkrir tugir manna, en þó
hömluðu ýmiss konar annir
ar fer að nokkru fram í Gagn-
fræðaskólanum
Rafvirkjar fá sérkennslu í
Samkomuhúsinu, skipasmiðir
verklega kennslu í Oddeyrar-
skóla.
Kröfur verða æ háværari um
verklega kennslu innan skólans.
Næsta vor verður væntanlega
hafin bygging nýs iðnskólahúss
á Akureyri. Með byggingu þess
skapast nýir möguleikar. □
Tónlistarskólinn á Akureyri
verður settur n.k. föstudag.
Nemendur verða 50—60 talsins.
Á þessu stutta yfirliti sést, að
í þeim skólum bæjarins, sem
hér hafa verið nefndir, verða
yfir hálft þriðja þúsund nem-
endur. Q
mörgum frá þátttöku svo sem
heyannir, sláturfjárrag og
gangnaundirbúningur. Haukur
skólastjóri stjórnaði hófinu og
ávarpaði heiðursgestina. Gat
hann þess m. a., að þeim myndi
færð að gjöf málverk úr Skaga-
firði, sem þó væru enn ekki til-
búin til afhendingar. Auk skóla
stjórans tóku til máls: Frið-
björn Traustason, Hólum, Björn
Sigtryggsson, Framnesi, Páll
Þorgrímsson, Hvammi, frú
Emma Hansen, Hólum, sr.
Björn Björnsson, Hólum, Guð-
mundur Ásgrímsson, Hlíð,
Steingrímur Vilhjálmsson, Lauf
hóli, Magnús H. Gíslason Frosta
stöðum og svo að lokum þeir
Vigfús Helgason og Páll Sig-
urðsson. Á milli ræðuhalda fór
fram almennu.r söngur undir
stjórn og við undirleik Frið-
björns Traustasonar fyrrver-
andj söngkennara á Hólum. Var
kveðjuhóf þetta allt hið ánægju
legasta, þótt yfir .því hvíldi að
sjálfsögðu sá skuggi, sem ávallt
fylgir því, að ágætt fólk flytur
úr héraðinu.
□
Kennaraskipti á Hólum í Hjaltadat
Nokkrar BOB-bækur í prentun
BOKAFORLAG Odds Bjöms-
sonar h.f. á Akureyri vinnur nú
af kappi að prentun þeirra bóka,
sem út eiga að koma fyrir ára-
mótin.
Má þar fyrst" hefna Bók-
menntasögu Austfirðinga eftir
dr. Stefán Einarsson.
Þá má nefna nýja skáld-
sögu eftir Árna Jónsson Amts-
bókavörð á Akureyri. Eftir
Árna hefur áður komið skáld-
sagan; Einum unni ég mannin-
um og vakti athygli.
Þá hefur Davíð Stefánsson
skáld fíá Fagraskógi tekið sam-
an bók um Matthías Jochums-
son. í bókinni eru greinar um
Matthías, eftir þjóðkunna menn,
þeirra á meðal tvær greinar
eftir Davíð Stefánsson.
Þegar liimnarnir opnast er
bók um andleg efni eftir Arnald
Árnason.
Á völtum fótum nefnist ævi-
saga Árna heitins Jakobssonar,
sem lamaðist í fótum um tví-
tugt. Þórir Friðgeirsson á Húsa-
vík býr til prentunar.
Læknir í leit að hamingju
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttir.
ísafold fer í síld, barnasaga
eftir Gísla Ástþórsson fyrrv.
ritstjóra. Höfundurinn hefur
sjálfur teiknað myndirnir.
Hrímfaxi og örlög hans er
framhald af bókinni „Garðar og
Glóblesi“ eftir Hjört heitinn
Gíslason.
Imbulimbinmi, barnabók eft-
ir Gest Hannson.
Adda lærir að synda, eftir
Jennu og Hreiðar, er í endur-
prentun.
Að síðustu er svo ævintýra-
bókin Prinsinn og rósin eftir
Ómar Berg, myndskreytt af
Barböru Árnason.
Talið er, að bókaútgáfan verði
ekki minni þetta ár en að und-
anförnu hér á landi. En flestar
bækur ársins koma út skömmu
fyrir jólin. Q
Verkstæði flytur
LÉTTSTEYPAN h.f. á Akur-
eyri, sem framleitt hefur
hleðslustein úr mývetnsku
gjalli, sandi og sementi, er um
þessar mundir að skipta um
framleiðslustað og flytur í húsa
kynni brennisteinsnámanna
gömlu við Bjarnarflag í Mý-
vatnssveit.
Bændur í Reykjahlíð og Vog-
um hafa keypt hluta sunnan-
manna í fyrirtækinu og eru að-
aleigendur. Verkstjóri verður
Bóas Gunnarsson í Vogum. □
Íslenzk-ameríska fél. á Akureyri
Á LAUGARDAGINN var les- hún búin hinum fjölbreyttasta
stofa íslenzk-ameríska félagsins bókakosti, bæði almennra bóka
opnuð í mjög rúmum húsakynn og bóka um sérfræðileg efni.
um í Geislagötu 5, þar sem Þá hefur lesstofan hljómplötu-
verzlun Valbjarkar var áður. safn til útlána, svo og fjölda
Við það tækifæri var við- góðra kvikmynda. Safnvörður
staddur ambassador Bandaríkj- er Arngrímur Bjarnason.
ana James K. Penfield og flutti Tíu ár eru liðin frá því er les-
ræðu, enn fremur Rymónd-J. stofan fyrst var opnuð. Formað-
Stover forstöðumaður Banda- ur félagsins þá var Haukur heit
rísku upplýsingaþjónustunnar. inn Snorrason ritstjóri.
Formaður íslenzk-ameríska- íslenzk-ameríska lesstofan er ,
félagsins á Akureyri er Geir S. opin alla virka daga nema mið-
Björnssón og lýsti hann í ávarps vikudaga. Á mánudögum og
ræðu störfum félagsins og les- föstudögum kl. 6—8, á þriðju-
stofunni sérstaklega. Lesstofan dögum og fimmtudögum kl.
er mikið sótt, einkum af yngra : 7.30—10 og á laugardögum kl.
fólki, t. d. skólafólki, enda er 4—7 síðdegis. □
Við opnun Lesstofu íslenzk-ameríska félagsins á Akureyri. Frá
vinstri: Geir S. Bjömsson formaður félagsins, frú Aníta S. Bjöms-
son og Mr. James K. Penfield, ambassador Bandaríkjanna á ís-
landi. Ljósm. B. S.
SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- urinn fyrstu 8 mánuði þessa árs
um Hagstofunar var vöruskipta var 2.948 millj. kr. en útflutn-
jöfnuðurinn óhagstæður,. 8 ingur á sama tíma 2.351 millj.
fyrstu mánuði . ársins, eða til krónur.
ágústloka, um nær 600 milljónir Síðan tölur þessar urðu kunn-
króna. Sl. ár var vöruskiptajöfn ar hefur stjórnarliðið .lítt hald-
uðurinn hagstæður um 6 millj. ið „viðskiptajöfnuðinum" á
króna á sama túna. Innflutning- lofti. Q