Dagur - 02.10.1963, Blaðsíða 5
4
5
Mál málanna
MÁL MÁLANNA hér á landi eins
og sakir standa og á næstu áratugum
er, að íslendingar haldi áfram að
byggja land sitt, og að landsbyggðin
eflist öll. Þetta er mál málanna vegna
sjálfstæðisins, tungunnar, þjóðmenn-
ingarinnar og hreysti kynstofnsins.
En hvernig er búsetan? Byggja
íslendingar ekki land sitt? Er ekki
byggðajafnvægi milli landshluta?
Lítum á manntalið í árslok 1962. Það
er nýkomið út í Hagtxðindum. í
Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og
tveim hreppum í næsta nágrenni
I þessara kaupstaða eru 92 þúsundir
manna á landræmu, sem er ca. 20
krn. á lengd. En á öllu Suðurlandi,
austan fjalls eiu 16300 manns, á öll-
um Vestfjörðum 10500 manns, í öll-
um Austfirðingafjóiðungi 10700
manns og í öllum Norðlendinga-
fjórðungi, bæði í Norðuilandskjör-
* dæmi eystra og Norðurlandi með 6
sýslum og 5 kaupstöðum þ. á. m.
Akuieyri tæplega 31 þúsund manns.
Þetta er sá fjórðungur, sem stærstur
er og fjölmennastur var í þann tíð,
er þjóðríki íslendinga hið foina stóð
í blóma og landskostir einir réðu
byggð.
En hafa landskostirnir þá ekki
breytzt? Hefur það ekki komið í ljós,
að yfirgnæfandi hluti landsgæðanna
sé á þessum litla, fjölmenna bletti
við flóann fyrir sunnan? Eru ekki
landkostir eyddir í sumum landshlut
um, þannig að þar sé nú ekki lengur
byggjandi eins og áður var?
Það er bezt að láta skýrslumar tala.
Það vill svo til, að búið er að pienta
yfirlit um sjávarafla landsmanna á
árinu, sem leið. Það sýnir m. a. að
sjávaraflinn, sem er í heild um 750
þús. tonn upp úr sjó, eða slægður
með liaus, hefur komið á land í 63
fiskihöfnum. Þar af eiu 13 á Vest-
fjörðum, 18 á Norðurlandi og 12 á
Austfjörðum. Nýkomin síldaiskýrsla
segir, að á þessu sumii sé búið að
veiða 1,6 millj. mál og tunnur úti
fyrir Norðurlandi og Austuilandi og
vinna úr öllum þessum afla í þessum
landslilutum. Ekki skortir lieldur
jörð til notkunar í þessum landshlut-
um og enn er ríkulega á borð borið
fyrir búfénaðinn í sumarhögum í
norðlenzkum- og austfirzkum afrétt-
um. Jarðhitinn, sem þjóðin hefur nú
lært að hagnýta í stórum stíl og mun
hagnýta í vaxandi mæli, er mjög
dreifður um landið, bæði byggðir og
óbyggðir. Og hvað um orku fallvatn-
anna? Ekki eru þau fyrst og fremst
við Faxaflóa. f óbyggðum milli
Norður- og Austuilands er Dettifoss,
hin mikla aflstöð, jafngildi kola-
náma og olíulinda fyrir liandan liöf.
Frá náttúxunnar hendi eru skilyrði
næg til vaxandi byggða í öllum lands
hlutum.
Útlendur vísindamaður, sem hér
kom í sumar, sagði eitthvað á þá leið,
að útlendingar hlytu að vilja nota
sér það land, sem íslendingar vildu
ekki eða gætu ekki notað. í þessu
ætti að geta falist aðvörun. Það ætti
að geta verið dálítil tilbreyting í dag-
legu stjórnmálaþjarki, að íeyna að
lesa það, sem ósýnileg hönd skxifar
á vegginn. □
Heilsað upp á yfirvaldið.
Næst heilsum við upp á yfir-
vald staðarins, Jóhann Skapta-
son, bæjarfógeta í Húsavíkur-
kaupstað og sýslumann Þingeyj
arsýslna, beggja.
Jóhann varð sýslumaður A-
Barðstrendinga 7. nóv. 1935, en
núverandi embætti hefur hann
gegnt frá 1. júní 1956. Á hann
því 28 ára sýslumannsferil að
baki.
Á tröppum embættisbústaðar-
ins mætti ég glaðlegum
manni, sem þegar vísaði mér
leiðina og bauð mér að gjöra
svo vel. Inni voru fulltrúar önn-
um kafnir að afgreiða fólk, með
al annars tvo þéttvaxna bifreiða
eftirlitsmenn. Innan stundar
birtist sýslumaður og tók því
erindi mínu vel, að svara nokkr
um spurningum og leiddi mig
til skrifstofu sinnar.
Jóhann Skaptason er maður
beinvaxinn og léttur í spori,
virðulegur í fasi og alúðlegur.
Hann var í einkennisbúningi,
en smeygði sér úr jakkanum,
er við hófum eftirfarandi sam-
tal:
Er það löghlýðið fólk, sem þú
gætir laga og réttar hjá?
Við Þingeyingar erum að
sjálfsögðu allra manna löghlýðn
astir, þótt ég þori ekki að full-
yrða, að við séum alfullkomnir
á því sviði fremur en öðrum.
En óhætt er að segja, að fáir
vilja vamm sitt vita. En hingað
kemur, sérstaklega á sumrin,
fólk af öllum landshornum, og
sannast þá stundum, „að mis-
jafn er sauður í mörgu fé.“
Eru dónisstörfin niikill liluti af
starfi sýslumanna og bæjarfó-
geta?
Það mun nú vera nokkuð mis
jafnt. í stærri bæjunum mun
svo vera, og sá þáttur fer vax-
andi með auknum viðskiptum
og umferð og vaxandi óreglu,
sem fylgir aukinni vínnautn.
Hér í sýslu er lítið um einka-
mál, en allmikið að starfa á
sakadómssviðinu, fyrst og
fremst í sambandi við umferð-
ina og vegna vínnautnar á sam-
komum. Og alltaf sannast betur
og betur, að vínnautnin leiðir
marga til afbrota. Stór þáttur
afbrota er framinn undir áhrif-
um áfengis.
Geta dómsmálin ekki verið
skemmtileg?
Dómsmálin eru fyrst og
fremst lærdómsrík. Þar á eg
ekki við það eitt, að maður læri
lögspeki af að fást við þau, sem
þó alltaf verður, heldur hitt, að
þar fær maður innsýn í fjöl-
breytni viðskiptalífsins og sál-
arlífs þjóðarinnar. Því verður
svo ekki neitað, að í dómsmál-
unum bregður víða fyrir bros-
legum tilvikum og stundum
kemur fyrir að dómari leyfir
sér léttúðugar uppástungur, svo
sem þegar piparsveinn og pip-
armey áttu í landamerkjamáli
og dómarinn ráðlagði þeim að
flytja rúmin sín á landamærin
hlið við hlið og vita hvort þau
næðu þá ekki sáttum án til-
verknaðs dómara.
Hver er þyngsta refsing, sem þú
hefur lagt á mann eða konu?
Því get ég ekki svarað, því ég
hef ekki aðgang að dómabókum
Barðastrandarsýslu, en þar
dæmdi ég bæði landhelgismál,
og mál út af banaslysum í sam-
bandi við ógætilegan akstur, en
í slíkum málum mun ég hafa
ákveðið þyngstar refsingar.
Hefur þú dæmt sérkennilega
refsingu fyrir lögbrot?
Nei, en eitt sinn dæmdi ég
tvo menn til að gefa með sama
barninu og þótti sumum það
undarlegur dómur.
Finnst þér almenn fræðsla um
dómsmál og refsilöggjöf æskileg
umfram það, sem nú er?
Ekki get ég að því gert, að ég
met meira þá menn, sem ég
verð var við að eru nokkuð að
sér í lögum, en hina, sem enga
rækt hafa sýnt þeirri hlið þjóð-
lífsins. Verður að álykta af því,
að ég telji meiri fræðslu í lög-
um æskilega.
Að mínum dómi ættu oddvit-
ar og hreppstjórar að eiga kost
á fræðslunámskeiðum í sínu
fagi.
Hverrar tegundar eru algeng-
ustu misgerðimar, sem koma til
athugunar í þínu embætti?
Algengust eru brot á umferða
lögum og áfengislögum og svo
ýmsum greinum hegningarlaga,
sérstaklega í sambandi við ölv-
un.
Hvar finnst þér fegurst í þínu
lögsagnarumdæmi?
Á góðu dægri finnast mér
Þingeyjarsýslur alfagrar, næst-
um hvert sem litið er. En fjöl-
breyttasta litafegurð hef ég séð
af Axarfjarðarheiði á síðsumar-
kvöldi, er sólin var að síga í
ægi í norðvestri með fádæma
sterkum litbrigðum um hauður
og haf til þeirrar áttar, fjöl-
skrúðug litbrigði á gróðri og
hrjóstrum allt umhverfis mann
og ótal blámablæbrigði suðaust
ur um Þistilfjarðaröræfi.
Það mun eitt og annað sögulegt
hafa borið við, fyrir vestan?
Já, segir sýslumaður, í starfinu
koma oft fyrir óvænt atvik. —
t. d., var ég vakinn upp með
þeim fréttum, að maður einn
væri orðinn fárveikur af tré-
spíritus. Spíritustunnu hafði rek
ið á fjörur og var geymd í lok-
uðu húsi. Umræddur maður
komst yfir lyklana og tók sér
á flösku og drakk. Hann dó af
eitri þessu. Ég aðvaraði fólkið
með auglýsingu um hættuna,
og tréspíritusinn varð ekki fleir
um að fjörtjóni.
Nokkur verulegur „liasar“ á
dansleikjum?
Fyrir kom það. Það bar eitt
sinn við seint að kvöldi 1. des.
fyrir vestan, að til mín var leit-
Jóhann Skaptason.
að vegna óeirða. Dansleikur var
og skip í höfn með enskri áhöfn.
Útlendingarnir urðu drukknir
mjög og létu ófriðlega í dansin-
um. Barst þeim til eyrna, að
þeim yrði hent út, enda mun
það hafa verið í ráði. Fór þá
allt í bál og brand, og sáust jafn
vel hnífar á lofti. Enginn lög-
regluþjónn var á staðnum. Þeg-
ar mig bar að, voru óeirðir að
mestu um garð gengnar. En
einn íslendingur var mjög sár,
hafði fengið hnífstungu rétt
neðan við hjartað. Annar var
særður hnífstungu neðarlega á
baki, en þar hafði buxnatala
bjargað að nokkru. Hnífsoddur
inn kom í hana, en rann svo út
af og gekk í holdið. Báðir greru
sára sinna. Rannsókn málsins
var erfið. Þó kom þar, að grun-
ur féll á ungan aðstoðarmann
í eldhúsi hins útlenda skips.
Hnífur fannst í fórum hans,
langur mjög og hárbeittur. En
strákur þverneitaði. Ég sá
grunna skurði á fingrum og í
lófa hægri handar hans og
spurði, hverju þetta sætti. Hann
gaf ekki fullnægjandi skýringu
og játaði að lokum. Þegar hnífs
oddurinn kom í áðurnefnda
buxnatölu, rann hönd árásar-
mannsins fram á blaðið. Sami
maður átti sök á sárum beggja
hann
dóm samkvæmt því.
Já, sagði sýslumaður og
brosti, ég var oft vakinn upp og
erindin voru mjög mismunandi.
Sumir áttu það erindi eitt að
kyssa mig, og voru þá á því
stigi ölvunai-, þegar kærleikur-
inn verður tæpast haminn. En
oftar voru þó erindin alverlegri
og í sambandi við ölvun, mörg
þeirra.
Nokkuð sérstakt í sambandi við
skipsströnd vesturfrá?
Þegar Doon strandaði undir
Látrabjargi var sæmilegt veður
og var þar áreiðanlega um mik
inn klaufaskap að ræða. Yfir-
menn voru aftur á, en undir-
menn voru á hvalbaknum og
fengu þeir engar fyrirskipanir
eða leiðbeiningar. Á fyrstu fjöru
fór þó einn maður fram á og
átti einhver orðaskipti við þá,
sem þar hýrðust, en ekki um
það, hvað gera bæri. Á næsta
flóði fórust allir þeir, sem aftur
á voru. Hinir áttu von á dauða
sínum, þar til ljós birtist á bjarg
brúninni. Þar var komin
Björgunarsveit Rauðasands-
hrepps og bjargaði öllum, sem
á hvalbaknum voru. Það var
„Björgunarafrekið undir Látra-
bjargi", sem allir kannast við.
Þá er mér minnisstætt þegar
enski togarinn Sargon strand-
aði í ógurlegu desember-óveðri
við Orlygshafnarmúla. Þar
skiptist áhöfnin einriig í tvo
flokka og var sá minni — þeir
óbreyttu — undir hvalbaknum.
Þetta gerðist að kvöldi. Undir
morgun króknuðu þeir, sem aft-
ur á voru, hver af öðrum og
dóu allir nema gamall maður,
nýkominn af sjúkrahúsi. Og'
nann kvaðst hafa varað hina
við því að sofna. En áfengi mun
hafa verið notað óhæfilega og
með því flýtt fyrir dauða allra
þeirra manna, sem þarna létu
lífið. Gamli maðurinn og þeir,
sem einangraðir voru og „hress-
ingarlausir“ undir hvalbaknum
héldu lífi. En undarlegur er ör-
lagaþráðurinn. Flestir þeir, sem
af komust, fóru strax á annann
enskan togara, og sá togari fórst
með allri áhöfn í næstu veiði-
ferð út af Vestfjörðum.
Þau eru mörg örlagabroíin í ís-
lenzku þjóðlífi?
Já, sannarlega, segir yfirvald-
ið, og hugsar nokkra stund.
Minningarnar þyrpast fram, þeg
ar litið er til baka, sárar og
ljúfar. — Á afskekktum bæ í
A.-Barðastrandarsýslu bjó fólk,
sem lítið fór að heiman, en bjó
að sínu. Konan fór eitt sinn
með aðra dóttur sína í heim-
sókn til ættfólks síns í aðra
sveit. í bakaleiðinni féll ferð út
í Flatey og þaðan til hennar
heimasveitar. Hún brá á það
ráð að nota sér þessar ferðir.
Frá Flatey var farið á nýjum
bát, en hann fórst og allir, sem
með honum voru. Um veturinn
fór hin dóttirin til Reykjavík-
ur. Hún veiktist og komst ekki
heim fyrir jólin. Föður hennar
féll það mjög þungt. Hann
fannst um þetta leyti drukknað-
ur í sjónum, skammt frá bæ
sínum. — Margslungnir eru ör-
lagaþræðirnir, eins og þetta
litla dæmi sýnir.
Nokkuð að Iokuni, sýslunxaður?
Við höfum fyrst og fremst
spjallað um einn þátt sýslu-
mannsstarfsins. Innheimtustörf-
in, inheimta tolla og skatta, eru
mikill þáttur í starfi embættis-
ins, ennfremur skiptamálin, sem
taka að jafnaði mikinn tíma, ef
þeim er framfylgt svo sem til
er ætlazt. Þá er innritun afsala
og veðbréfa mikið starf. Færsla
firmaskrár, skipaskrár og bif-
reiðaskrár tekur allmikinn tíma,
og bréfaskriftir vegna embætt-
isins eru .upifangsmikil.
Sýslumenn og bæjarfógetar
eru umboðsmenn Trygginga-
stofnunar ríkisins og er það mik
ið starf.
Svo fylgir embættinu ein
skylda, sem hvergi er í letur
færð, en það er að vera til við-
tals um fjölbreyttustu efni í lífi
almennings í héraðinu og vera
á mörgum sviðum lögfræðileg-
ur ráðunautur sýslubúa.
Þá eru sýslumenn oddvitai'
sýslunefndanna, en sýslunefnd-
unum ber skylda til að sinna
ýmsum ákveðnum störfum inn-
an héraðsins, auk þess sem þær
hafa rétt til að hafa afskipti af
fjölda mála, sem snerta hags-
muni héraðsins. Ef þær hefðu
næg fjárráð og oddviti þeirra
góðan tíma til að sinna málefn-
um sýslunnar, gætu sýslunefnd-
irnar komið mörgu gagnlegu til
leiðar innan héraðsins, t. d. í
heilbrigðismálum, samgöngu-
niálum og mermingarmálum hér
aðsins.
Margir sýslumenn eru svo
önnum kafnir við hin föstu störf
embættis síns, að þeir geta ekki
beitt sér svo sem æskilegt væri
á ýmsum sviðum, sem sýslu-
nefndirnar hafa heimild til að
starfa á. Úr því þyrfti að bæta.
Auk þessa tel ég nauðsynlegt
að sjá sýslunum fyrir fleiri og
heppilegri tekjustofnum en nú
er um að ræða.
Suður-Þingeyjarsýsla er aðili
að rekstri Laugaskóla, kvenna-
skólans á Laugum, Sjúkrahús-
inu á Húsavík, Héraðsbókasafn-
inu, Héraðsskjalasafninu,
Byggðasafninu á Grenjaðarstað,
Árbók Þingeyinga og hefur hug
á að byggja yfir söfnin og koma
upp náttúrugripasafni fyrir hér
aðið. Norðursýslan starfar að
svipuðum málum og að sumum
framnngreindra mála ásamt Suð
ursýslunni og Húsavíkurkaup-
stað. Ef góð samvinna tekst
milli allra þessara héraða, ættu
þau að geta komið ýmsu góðu
til leiðar, sem annars yrði ógert.
Þingeyjarsýslur eru gagnauðug-
ar af náttúrugæðum til lands og
sjávar. Þar fyrirfinnast flest
landsins gæðþ enda leikur orð
á því, að þó nokkuð loft sé í
okkur Þingeyingum. Það ætlum
við að nota til að knýja fram
allar nútímaframfarir hér
heimafyrir. Samanþjappað loft
er mikill aflgjafi, segir Jóhann
Skaptason að lokum.
Dagur þakkar svörin og þess
utan ágætt kaffi frú Sigríðar,
sý slum annsfrúar.
—o—
Gömul stofnun í örum vexti.
Frá sýslumanni lá leiðin til
Finns Kristjánssonar, sem
stjórnar elzta kaupfélagi lands-
ins, er stofnað var fyrir 81 ári
Finnur á 25 ára kaupfélags-
stjóraafmæli á næsta ári. Hann
tók við kaupfélagsstjórastarfi í
KÞ á Húsavík fyrir nær 10 ár-
um, en stjórnaði áður Kaupfé-
lagi Svalbarðseyrar og er einnig
stjórnarnefndarmaður SÍS.
Kaupfélagsstjórinn er hvorki
Finnur Kristjánsson.
hátalaður eða sviptingasamur
að sjá, en hann vekur tiltrú og
traust og er mikill fyrirgreiðslu
maður.
í hvaða stórræðum stendur KÞ
um þessar mundir?
Á þessu ári var t. d. sett upp
stærsta kjörbúð landsins, að ég
hygg. Hún er eitthvað um 33 m
á lengd. Kjötbúð, mjólkurbúð
og nýlenduvörubúð voru sam-
einaðar í kjörbúð hérna á aðal-
verzlunarhæðinni. Þetta var
hægt að gera á tiltölulega auð-
veldan hátt vegna þess, að verzl
unarhúsið er borið uppi af súl-
um, en engir burðarveggir eru
til í húsinu.
Hvemig hefur fólkið tekið
breytingunni?
Yfirleitt mjög vel, sagði kaup
félagsstjórinn og verzlunin hef-
ur vaxið töluvert mikið.
Hvar var verzlað á meðan breyt
ingin fór fram?
Þá var verzlað í gömlu Sölu-
deild, sem er nálega 60 ára
gamalt hús og allir Þingeyingar
muna. Þar var auðvitað þröngt,
en þá líkaði mörgum eldri
mönnum lífið. Þeir eiga margar
góðar minningar úr Söludeild,
gamla verzlunarhúsinu, og
höfðu gaman af að koma þar
aftur.
Hvemig Iíkar þér að starfa
héma?
Mjög vel. Ég hef mjög gott
samstarfsfólk, og Þingeyingar
eru miklir samvinnumenn. Það
skiptast á skin og skuggar, eins
og gengur og gerist í hverju
starfi. En hin mörgu verkefni,
sem alltaf kalla á úrlausn, eru
sannarlega þess verð að leggja
fram orku sína, þeim til fram-
dráttar.
Þið erað byrjaðir að slátra?
Já, hér verður lógað um 35
þúsund fjár, en hefði orðið 50
þúsund, ef þróunin væri eðlileg
í þessu landgóða sauðfjárrækt-
arhéraði.
Viltu skyra þetta nánar?
Vegna misræmis á verðlagi
milli kindakjötrfsamleiðslu og
mjólkurframleiðslu, hefur kúm
fjölgað hér stórkostlega svo að
mjólkuraukningin verður ef-
laust meira en 15% í ár. Við
liggjum með smjörbirgðir fyrir
margar milljónir, en sauðfénu
fækkar í héraði. í haust var
tekin í notkun hluti af nýrri
stórbyggingu, sláturhúsi, ásamt
kjötgeymslu o. fl., sem kaupfé-
lagið er að relsa sunnan við
kaupstaðinn. Um næstu mán-
aðamót verður kjötgeymslu-
pláss fyrir 15 þúsund skrokka
tekið í notkun þar og búið er að
einangra frystiklefa sem miðast
við 2500 skrokka á dag. Aðal-
kjötgeymslan, sem rúmar 500
tonn, er nú notuð fyrir gæru-
söltun og vörugeymslu.
Er féð vænt að þessu shmi?
Nei, og meðalþungi dilka hef-
ur farið minnkandi síðustu ár.
Hvítklæddur maður snarar
sér rétt í þessu inn úr dyrunum
— einhverra erinda. Þar er kom
inn mjólkurbússtjórinn Harald-
ur Gíslason. Spurningu er skot-
ið að honum á samri stundu:
Hvað færðu mikla mjólk í dag?
Það stendur ekki á svari. 26
þúsund kg. á dag til jafnaðar í
sumar og hefur farið upp í 36
þúsund. Salan er heldur treg á
smjöri og ostum og dýrt að
liggja með vörur fyrir milljón-
10 mismunandi gerðir.
ir. Hér fer um 85% mjólkurinn-
ar í vinnslu og er það óhagstætt
hlutfall.
Við þökkum upplýsingarnar,
og beinum næstu spurningu til
kaupf élagsst j órans.
• 1 |
Hvaða framkvæmdir hefur
kaupfélagið í undirbúningi um
þessar mundir?
Framhald á sláturhússbygg-
ingunni, útibú okkar sunnan.
við ána verður að fá betra hús-
næði, útibú í Reykjadal er í
smíðum og gagngerð breyting á
vefnaðai-vörudeildinni stendur
vonandi fyrir dyrum.
Annir kalla Finn kaupfélags-
stjóra frá langri samræðu að
þessu sinni og þakkar blaðið
svörin.
Af því sem að framan er get-
ið og eftir að hafa skoðað eitt
og annað hjá K. Þ. er ljóst, að
starfsemi hins aldna kaupfélags
er í örum vexti og er vel stjórn
að. E. D.
Tugir fallegra lita.
Póstsendum.
BRYNJÓLFUR
SVEINSSON H.F.
Sími 1580.
Hér mætast gamli og nýi túninn. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík)
Einu sinni á jóladagsmorgun íslendinganna og hlaut
Nylonskyrtur, glæsilegt úrval
HINAR MARGEFTIRSPURÐU
MANCHETT - og
SPORTSKYRTUR
nýkomnar. — Hagstætt verð.
Enn fremur hinar
þekktu ANGLI-SKYRTUR
ný munstur.
HERRADEILD
SKUIUGARNIÐ
LANÐSÞEKKTA
Stór sending nýkomin.
7