Dagur - 16.10.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 16.10.1963, Blaðsíða 1
------------------------------\ Málgagn Fr.\msóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í. Haknarstræti 90 Símar: Ritstjóri 1166. Aucl. oc afcr. 1167. Prentverk Odds Björnssonar h.k., Akurf.vri i._______—____________________< — Augi.ýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ArGANGURINN KOSTAR kr. 150.00. Gjalddagi KR 1. JÚLÍ Blaðið KEML’R út á miðvikudög- UM OC Á LAUCARDÖGUM, ÞEC.AR ÁST.KÐA I'YKIR TIL __________________ Fjórir sjoppueigendur voru kærðir af lögreglunni HINN fyrsta október s.l. kærði lögreglan á Akureyri 4 af 8 svo- kölluðum sjoppueigendum, sem kvöldsöluleyfi hafa. En þeir Vildu ekki hlýta reglum um lok unartíma. Þeir máttu hafa opið FULLT AÐ GERA! Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ tók lögreglan tvo ökumenn fasta fyrir meinta ölvun við akstur og kærði aðra fyrir glannalegan akstur um helgina. Nú mun lögreglan hafa haft hendur í hári 50 ölvaðra öku- manna, það sem af er árinu. Ölvun er töluvert mikil og fer vaxandi, segir lögreglan, og „fullt að gera“. □ til kl. 22 í sumar, en aðeins til kl. 18 virka daga frá og með 1. október. Sjoppueigendur gera nú harða hríð að bæjarstjórn og fara fram á lengri sölutíma. Eru þeir hin- ir skeleggustu í baráttu sinni og beita ýmsum ráðum. Verður fróðlegt að sjá hversu bæjarfull- trúar bregðast við á næstu fundum sínum og jafnframt fróðlegt fyrir almenning, sem vissulega hefur látið sig mál þetta nokkru skipta. Auk hinna 8, sem kvöldsölu- leyfi hafa, _hafa bensínsölurnar Veganesti, Ferðanesti, Þórsham ar og BSO kvöldsöluleyfi, og undir kirkjutröppunum rekur bæjarfélagið kvöldsölu á breið- ari grundvelli. □ Fyrsla lilraun með olíumöl á Akureyri Reynslan ein sker úr um slitþol olíumalarinnar Skyítur með nesti og nýja skó í GÆRMORGUN mátti heyra, að rjúpnaskyttur voru komnar á kreik. En hvoi't vel hefur veiðzt þennan fyrsta dag, var iblaðinu ekki kunnugt. Samkvæmt reynzlunni um 10 ára sveiflur rjúpnastofnsins undanfarna áratugi, mun tölu- vert vera af rjúpum og á þeim að fara fjölgandi allra næstu ár, en verða í lágmarki 1968. Dr. Finnur Guðmundsson hef ur beðið allar rjúpnaskyttur landsins að fylla út eyðublöð, sem fást í skotfæraverzlunum og hjá yfirvöldum á hverjum stað. Verða upplýsingar, sem þarna fást, liður í þeirri alls- herjarrannsókn, sem nú fer fram á íslenzku rjúpunum. □ UM síðustu helgi var fyrsta olíu mölin lögð á götur Akureyrar- kaupstaðar. Fyrir valinu varð stuttur vegarkafli neðan við Samkomuhús bæjarins, við sjó- inn. Enn liggur kostnaðarhlið verksins ekki fyrir, enda mun hún ekki aðalatriði í þessari til- raun, heldur það, hvernig hinn olíumalarborni kafli reynist. Reynist olíumölin svo vel, að hún yfirleitt komi til greina sem slitlag á götur bæjarins, kemur kostnaðarhliðin til athugunar. Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðingur hefur stjórnað þessu verki og bíða margir óþreyju- fullir eftir því, hvaða vísdóm reynslan muni færa okkur um þetta efni. Á myndinni er verið að leggja út olíumölina á veginn austan við Samkomuhúsið. (Ljósmynd: E. D.). □ Býður liún útlend- um Búrfellsvirkjun? KJARABARÁTTA LAUNÞEGANNA FER Á FJÖLMENNUM fundi í Verkalýðsfélaginu Einingu, Ak- ureyri, sem haldinn var 14. þ. m., voru eftirfarandi tillögur einróma samþykktar: I. Fundur Verkalýðsfélags- ins Einingar, haldinn 14. októ- ber 1063, telur, að eins og nú er komið þróun verðlags og launa í þjóðfélaginu, sé ólijákvæmi- legt að meginkröfur af hálfu fé- lagsins og annarra félaga al- menns verksfólks við gerð nýrra kjarasamninga verði þessar: 1. Kauphækkun í kr. 40.00 á klst. fyrir almenna vinnu Hver ók á folaldið? Á LAUGARDAGINN fannst ný dautt folald skammt frá þjóð- vegi í Kræklingahlíð. Það var beinbrotið og með áverka á hausnum. Eigandi er Sigurður bóndi á Ásláksstöðum. Sýnt er, að folaldið hefur orðið fyrir bifreið og komizt lítið eitt frá slysstað. Lögreglan biður þá, sem kynnu að geta gefið upplýsing- ar um slysið, að gera aðvart. □ verksfólks og hliðstæð hækk- un á öðrum kaupgjaldsliðum. 2. Sanmingsbiindnar ráðstafanir til styttingar vinnutíma. 3. Verðtrygging á almenn laun verði heimiluð og fcst í næstu samningum. Fundurinn felur stjórn félags- ins að hefja svo fljótt sem auð- ið er, samninga við atvinnurek- endur um þcssar meginkröfur. Jafnframt er stjórninni falið að ganga í einstökuni atriðum frá öðrum breytingakröfum í eðli- legu samráði við einstaka starfs greinshópa innan félagsins og trúnaðarmannaráð þess. Þá samþykkir fundurinn einn ig að sem nánast samstarf verði liaft við önnur verkalýðsfélög í sambandi við samningsgerð og allar aðgerðir er að henni lúía. II. Fundur Verkalýðsfélags- ins Einingar, haldinn 14. októ- ber 1963, samþykkir að beita sér fyrir því, ásamt Verka- mannafélaginu Dagsbrún og Verkamannafélaginu Hlíf að stofnað verði landssamband al- mennra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands íslands og jafnframt að gerast stofnfélag (Framh. á bls. 5) ÞAÐ vekur athygli um þessar mundir, að Eiríkur Briem for- stjóri Rafveitna ríkisins og Jó- hannes Nordal form. stóriðju nefndar eru nýlega komnir heim úr ferðalagi suður um lönd, og samtímis berst sá orðrómur út, að svissneskt fjármagnsfyrir- tæki sé fáanlegt til að reisa alúminiumverksmiðju, sem noti raforku frá Búrfellsvirkjun í Þjórsá. Hinn 22. marz 1961 sam- þykkti Alþingi að skora á ríkis- stjórnin að láta hraða gerð fulln aðaráætlunar um virkjun Jök- ulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram- leiðslu á útflutningsvöru. Tillag HÆKKUN 1700 MILUÓHIR FJÁRLAGAFRUMVARP ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1964 var lagt fram á Alþingi á mánudaginn. Á sjóðsyfirliti frum- varpsins eru niðurstöðutölur tæpl. 2.540.000 þús. kr. Hafa fjárlög því hækkað um 1700 milljónir undir stjórn núver- andi stjórnarflokka og með þessu frumvarpi hækka fjárlög- in um 415 millj. kr, frá fjárlagafrumvarpi því, sem upphaf- lega var lagt fyrir Alþingi í fyrra, eða 340 millj. miðað við afgreiðslu fjárlaganna í fyrra, en þau hækkuðu mjög í með- ferðinni. Verklegar framkvæmdir munu, samkvæmt frumvarpinu, ekki njóta hlutfallslegs framlags og í fyrra, því mörg fram- lög eru óbreytt þótt dvrtíð hafi vaxið. Þá eru niðurgreiðslur lækkaðar í fjárlagafrumvarpinu um 92 milljónir króna og hækkar vöruverð sem því nemur. Engar álögur eru niður felldar í frumvarpi þessu — ekki heldur þær, sem fyrr voru lagðar á til bráðabirgða og lofað að fella niður. □ an var flutt af þingmönnum í Norðurlandskjördæmi eystra. Þessa ályktun þingsins byrj- aði ríkisstjórnin að framkvæma með þeim einkennilega hætti, að leggja fram, án sérstakrar heimildar eða áskorunar Alþing is, stórfé til rannsókna á virkj- unarskilyrðum Þjórsár við Búr fell, alls 18 millj. kr. árið 1961— 1962. Þegar Norður- og Austurland tók að ókyrrast út af þessu, var einnig látin fara fram athugun við Jökulsá, en til þess aðeins varið broti að þeim milljónatug um, sem búið er að nota síðan tillagan var samþykkt. Enn hefur Alþingi ekki verið gefin nein fullnaðarskýrsla um það, hversu háttað sé fram- kvæmd þingsályktunar frá 22. marz 1961 um Jökulsárvirkjun- ina. Við fyrirspurn á Alþingi í fyrra fékkst ekkert upplýst um niðurstöðu. En ætla má, að Al- þingi, en ekki útlent fjármagns- fyrirtæki, eigi að taka ákvörðun um val stórvirkjunarstaða hér á landi. □ OPNAÐ A NÝ RAFTKJAVERZLUNIN Raf er opin á ný, í Geislagötu 12. Þar hafa húsakynni verið lagfærð og breytingar gerðar á verzlun- inni. Gústav Jónasson rafvirkja meistari rekur nú verzlun þessa einn eftirleiðis. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.