Dagur - 16.10.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 16.10.1963, Blaðsíða 8
8 Fundargerð um heymjölsverk- og Baldur Halldórsson, bóndi og bátasmiður, á Hlíðarenda og nýjasti trillubáturinn hans, ný- sjósettur. (Ljósmynd: E. D.) Béiidi og báiasmiður á Hlíðarenda Byggir bátana lieima hjá a ser 1 tómstundum EKKI telst það til stórra tíð- inda í höfuðstað Norðurlands, þótt nýr trillubátur sé sjósettur eða fari í sinn fyrsta róður, því mönnum er gjarnt að horfa fremur til þess, sem hærra ber í flotanum. Hinsvegar mun það sjaldgæft orðið, að bændur smíði báta heima hjá sér, langt uppi í sveit, og selji sjómönnum. Þessvegna má það fréttnæmt teljast, að bóndinn á Hlíðarenda í Glæsi- bæjarhreppi, Baldur Halldórs- son, smíðar árlega góða trillu- báta, allt að sex tonn að stærð, a. m. k. þau ár, sem hann sjálf- ur stendur ekki í byggingafram kvæmdum heima fyrir. Baldur er skipasmíðameistari að iðn og stundaði skipasmíðar þar til hann hóf búskap á Hlíð- arenda fyrir 12 árum. Um helgina var einn trillubát ur Baldurs sjósettur hér á Ak- ureyri, og er hann um 3 tonn að stærð. Eigandi er Bjarni Þor valdsson sjómaður, og fór hann í sinn fyrsta róður á þessum bát í gær, að því er blaðinu var tjáð. Mikil eftirspurn er eftir minni og stærri tril! rbátum á Akur- eyri, xví furðu margir bæjarbú- ar stunda sjóróðra í hjáverkum í þessum trillum og aðrir hafa af >ví sínar. aðaltekjur. Um þá sjómennsku má segja, að afli þessara báta er oft drýgri, en í fljótu bragði virðist. Afi Baldurs bónda og skipa- smiðameistara á Hlíðarenda, Ol- afur Olafsson í Pálmholti, smíð- aði einnig báta, meðal annars smíðaði hann lítinn trillubát uppi á lofti heima í Pálmholti og var báturinn skírður Loftur. Faðir Baldur, Halldór Ólafs- son oddviti, smíðaði litlu eftir 1930, heima á Búlandi, 18 feta árabát. Efnið í hann kostaði 100 krónur og vinnan jafn mikið. Nú kostar álíka bátur um 9 þús. krónur. □ ÁR 1963, föstudaginn 11. okt. kom bæjai'ráð Húsavíkur ásamt hreppsnefnd Reykjahrepps sam an til fundar á skrifstofu bæjar stjóra Húsavíkur. Á fundi voru: bæjarstj. Ás- kell Einarsson, Ásgeir Kristjáns son, Páll Kristjánsson (í fjar- veru Jóhanns Hermannssonar), Ingimundur Jónsson, Atli Bald- vinsson, Jón Þórarinsson og Vig fús Jónsson, þrír þeir síðast- töldu í hreppsnefnd Reykja- hrepps. Þetta gerðist á fundinum: Bæjarstjóri, Áskell Einarsson, gerði grein fyrir því í hvaða tilgangi hann hefði boðað til fundarins, en fundinn hafði hann boðað til umræðu um möguleika á heymjöls- og fóð- urkögglaframleiðslu í sambandi við ræktunar- og hitavatnsskil- yrði í Reykjahverfi (þar með Hvammsheiði). Eftir umræður um málið var svofelld ályktun samþykkt ein- í'óma: Grímseyingar öfluðu 700 fonn af ufsa Unnið cr að margs konar framkvæmdum í landi FRÉTTARITARI Dags í Gríms- ey, frú Steinunn Sigurbjarnar- dóttir, sagði blaðinu eftirfarandi í símtali á mánudaginn: f haust hefur fiskazt töluvert þegar á sjó hefur gefið, en tíð er fremur óstillt. Sjómenn keyptu nót og báta Snæfells á Akureyri í vor og flestir trillueigendur unnu að ufsaveiðum í sumar með ágæt- um árangri. Þeir öfluðu um 700 tonn af ufsa og lögðu aflann upp á ýmsum stöðum norðan- lands, en lítilsháttar var saltað í heimahöfn. Þessar veiðar hafa því gefið mjög góða raun og til- raunin heppnazt betur en flestir þorðu að vona í upphafi. Ufsa- veiðunum lauk í ágústlok og vax' þá farið að róa á trillunum. Auk framangreinds aflamagns létu þeir oft aðra hafa ufsa, ef þeir fengu meira en þeir megn- uðu að flytja til lands. Að ýmsum fi'amkvæmdum er unnið í landi. Má þar fyrst nefna viðgerð hafnargai'ðsins, sem skemmdist í vetur. Þá hef- ur grunnur nýja félagslieimils- ins verið tekinn og á að fara að steypa í rásir. Og verið er að ljúka byggingu þriggja íbúðar- húsa. Fiskvinnsluhús Haraldar Jóhannssonar er langt komið. Sauðfé var smalað s.l. þriðju- dag og heimtist vel, enda ekki mikið víðlendi hjá okkui'. 8— 900 fjár voi’u á fjalli og féð gengur allt á eyjunni, enda nóg gras og langt frá því að vera bitið upp. Menn leggja vel til búa sinna og útibú KEA tekur einnig kjöt til söltunar. Eyja- búar eru sjálfum sér nógir hvað mjólk snertir og eiga nú um 20 nautgripi. Fólki fækkar ekki. En það hefur staðið í vegi fyrir innflutn ingi fólks, að húsnæði hefur vantað. □ Aðeins 4 arnarhjón verpiu í FRÉTTATILKYNNINGU frá Fuglaverndarfélagi íslands seg- ir, að á þessu ári hafi aðeins fjögur arnarhjón vei'pt og kom Skólinn á Hrafnagili BARNASKÓLINN í Hrafnagils hreppi tók nýlega til stai'fa. — Kennsla fer fram í gamla fund- ai'- og samkomuhúsinu á Hrafna gili og hefur það verið endur- bætt. Laugai-vatn er notað til upphitunar. Skólabörnin eru 53 talsins. Skólastjóri er frú Edda Eiríks- dóttir og einnig kennir við skól- ann Aðalgeir Aðalsteinsson kennari frá Reykjadal. Stóru-Laugum í □ ið upp samtals 6 ungum. Árið 1959 hafi ai’narhjón verið 8 og ungai', er komust á legg, 12. Á þessu ári fundust 4 full- orðnir ernir dauðir, þar af einn við eitrað hræ. Áður voru aðal- varpstaðir arnanna á Vestfjarða kjálkanum. Á því svæði komst aðeins einn ungi úr hreiðri nú í vor. Eitrun var lögboðin á Alþingi 1957. Hún leiðir til algerrar út- rýmingar þessa fugls. Þegar fiskiöi’ninn tók sér ból- festu á Bretlandseyjum fyrir nokkrum árum, þótti svo mikið við liggja, að þar voru settir varðmenn allt árið til þess að búa fuglum þessum frið. (Framhald á blaðsíðu 5.) ALÞINGI var sett 10. þ. m. eftir að alþingismenn höfðu hlýtt messu í Dómkirkjunni, er séra Óskar Þorláksson flutti. Daginn eftir fóru venjulegar kosningar fram á Alþingi. For- seti sameinaðs þings var kosinn Birgir Finnsson, Sigurður Óli Ólafsson forseti efri deildar og Jóhann Hafstein forseti neðxú deildar. Sú heildarbreyting er á Al- þingi nú, að aðalstjórnai'and- stæðingurinn, Framsóknai’flokk urinn, telur 19 þingmenn í stað 17 áður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sömu þingmannatölu og áður, en Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag hafa einum færri en áður. Stjórnarliðið hefur 32 af 60 þingsætum og heldur því meirihluta, þótt veikari sé en á síðasta þingi. □ ÚTVEGSMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR VAR STOFNAÐ SL. LAUGARDAG Á AKUREYRI Á LAUGARDAGINN stofnuðu útvegsmenn við Eyjafjörð deild í Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna, Utvegsmannafélag Eyjafjarðar. Áður höfðu flestir útvegsmenn á þessu svæði ver- ið í LÍU, en sumir þeirra sem einstaklingai’. Með félagsstofnun þessari s'tyrkja útgex’ðarmenn aðstöðu sína til sameiginlegra hagsmuna mála, svo sem til kjarasamn- inga. í stjórn Útvegsmannafélags Eyjafjarðar voru þessir menn kosnir: Valtýr Þorsteinsson út- Stofnfundui’inn var haldinn að Hótel KEA. gerðarmaður á Akureyri, for- maðux’, Bjarni Jóhannesson skipstjóri Akureyri, Leo Sig- urðsson útgerðarrrjaður á Akur- eyri, Magnús Gamalíelsson út- gerðai-maður í Ólafsfirði og Kári Sigfússon útgei’ðarmaður á Dalvík. □ 18! „Bæjai-ráð Húsavíkur og hx-eppsnefnd Reykjahrepps beina því til alþingismanna úr Norðui’landskjördæmi eysti’a, að hlutast til um að athugaðir séu möguleikar til þess að koma upp fóðuriðnaði í sambandi við nýtingu jarðhitans í Reykja- hverfi. Bæjarráð og hreppsnefndin leyfa sér að benda á að í Reykja hvei’fi og á Hvammsheiði eru óvenjulega góð skilyi’ði til stór- felldrar og samfelldi’ar í-æktun- (Fi-amhald á blaðsíðu 4). EYJAR VIÐ ISLAND KJARTAN Ó. BJARNASON sýnir kvikmyndir í Nýja Bíói á Akux’eyi’i á fimmtudag og föstu dag með ofanskráðu heiti. En myndii’nar eru margs konar, svo sem af fegui’ðarsamkeppni kvenna 1963, hindiunarhlaupi hesta í Berlín, þar sem m. a. ey- firzkir hestar spi’eyta sig. Aðal- efnið í sýningu Kjai’tans er þó frá eyjum við ísland, svo sem Viðey, Vigur, Æðey, Grímsey, Hrísey, Drangey, Skrúð o. fl. □ Níræður kvenskörungur HALLDORA BJARNADOTT- IR, sú eina og saxxna með því nafni og allir landsmenn þekkja, varð niræð mánudag- inn 14. október sl. Hennar hef- ur verið minnzt rækilega í blöð- um, svo sem vera ber. Dagur sendir liinni níræðu sónxa- og merkiskonu beztu afnxælis- kveðjur og þakkir fyrir ágæt kynni í áratugi. □ TVEIR NYIR GUÐFRÆÐINGAR FYRRA mánudag fluttu tveir guðfræðikandidatar prófprédik- anir sínar í kapellu Háskóla ís- lands, þeir Bolli Gústavsson frá Akureyri og Lárus Guðmunds- son. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.