Dagur


Dagur - 16.10.1963, Qupperneq 4

Dagur - 16.10.1963, Qupperneq 4
4 ÓSIGUR PENNASTRIKSINS ÞEGAR fyrstu öldur verðbólgunnar gengu hér á land frá brotsjó heims- styrjaldarinnar, komu framsýnir menn fljótt auga á, að þar var hætta á ferðum fyrir efnahagslíf lands- manna og að gera þyrfti ráðstafanir því til hindrunar, að sú liætta magn- aðist. Verðbólgan var í öndverðu er- lent fyrirbrigði, eða kom utan að, og þá var liún viðráðanleg. Það þurfti að koma í veg fyrir að sérstök verðbólguskrúfa færi að snúast inn- anlands. En þegar til kom reyndist það ekki framkvæmanlegt. Ólafur Thors og þeir, sem honum stóðu næst, mátu það þá meira, að koma á breytingu á stjórnarskránni og setja á laggir nýsköpunarstjóm með kommvinistum, en að hafa hemil á verðbólgunni. Þá var eytt gjaldeyris- innstæðum, sem námu milljörðum íslenzkra króna, miðað við núver- andi gengi, og margt gekk úr skorð- um. Ólafur Thors viðurkenndi, að verðbólgan gæti raunar gengið of langt. En liann hafði af því engar á- hyggjur í þann tíð. Það var þá, sem hann sagði með nokkru yfirlæti: Ef okkur fer að þykja ástandið uggvæn- legt, þá lögum við það með einu pennastriki. Ástandið varð uggvænlegt, svo ugg vænlegt, að nýsköpunarstjórn Ólafs Tliors lnökklaðist frá völdum liálfu öðru ári eftir að liún hlaut mikinn meirihluta í kosningum, eða þeir þrír flokkar, sem að henni stóðu. Svo uggvænlegt, að Alþingi varð að sam- þykkja ríkisábyrgð á litflutningsverð allra sjávarafurða. Ekkert pennastrik virtist geta bjargað nýsköpunarstjórn inni eða rétt við hag útflutningsfrani leiðslunnar. En á því herrans ári 1960 kom Ól- afur með pennastrikið. Það liét þá „viðreisn". Þetta var stórt strik og feitt, dregið yfir svo margar stað- reyndir að furðu sætti. Lögfest var gengisbreyting svo mikil, að flestir urðu forviða. Samtímis voru stór- hækkaðir skattar á almenningi og vextir á fjármagni. Þetta var að vega tvisvar eða þrisvar í sama knérunn, og það samtímis, en við því voru ís- lendingar varaðir eftirminnilega á sínum tíma, sem kunnugt er. Svo þegar kaupgjald hækkaði nokkuð ár- ið 1961, eins og raunar flestir höfðu búizt við, eftir afnám vísitölunnar, var samstundis brugðið við með nýju pennastriki, gengislækkun nr. 2. Þetta pennastrik var sama auðsæja axarskaftið og upphaf þess glundr- oða, sem stjórnarblöðin barma sér nú yfir. Sannleikurinn er sá, að það er ekki hægt að ráða fram úr vandamálum efnahagslífsins með einu pennastriki, eins og Ólafur Thors lét sér detta í hug. Það er líka fásinna, að hægt sé að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll, sveiflur x atvinnuvegi eins og sjávar- útvegi, með gengisskráningu. Stjóm í lýðræðislandi má aldrei treysta á pennastrikin. Ef liún gæti það, væri vandi liennar minni en hann er. Hennar vandi er að samstilla krafta þjóðfélagsins í svo ríkum mæli sem (Framhald á blaðsíðu 7). Einar Aniason 85 ára sem þarna voru mættir, töluðu Þórarinn Björnsson, Hannes J. Magnússon, Sverrir Pálsson og Eiríkur Sigurðsson, ennfremur Valdimar Oskarsson formaður áfengisvarnanefnda í héraðinu. N í R Æ Ð U R Guðmundur í DAG er níræður Guðmundur Árnason, fyrrv. bæjarpóstur. Guðmundur er upp vaxinn í Kelduhverfi, af góðu bergi brot inn á alla vegu. Var hann .bóndi austur þar og hreppstjóri, áður en hann fluttist til Akureyrar. Þekkti ég hann þegar ungur drengur, og hús hans var það fyrsta, er ég kom í hér á Akur- eyri. Er skemmst af því að segja, að vammlausari manni hefi ég ekki kynnzt. Hann er einn þeirra, sem ekkert gróm getur á fest. Sál hans hefir varð veitt hreinleika sinn fram á þennan dag. Er þar ef til vill að leita skýringar á því, hve vel hann ber ellina. Á honum sann- ast, að „fögur sál er ávallt ung“. Og enn er sinnan sú sama, að FÓL Á SAMBANDSÞINGI Fram- sóknarfélaganna á Laugum sl. sumar, var allmikið rætt um breytingar, sem orðið hafa á fólksfjölda hér á austanverðu Norðurlandi í sambandi við þær breytingar, sem orðið hafa á í- búafjölda landsins undanfarið. Þarna lágu fyrir nýlegar tölur B. Árnason vilja bera því vitni, er hann veit sannast og réttast. Það eyk- ur trúna á lífið að kynnast slík- um mönnum. Um leið og ég þakka Guð- mundi öll góð kynni frá fyrstu tíð, óska ég þess, að hið bjarta kvöldheiði megi enn endast honum góða stund. Ak., 15. okt. 1963. Þórarmn Björnsson. STÖKUR TIL STEINGRÍMS í NESI. Steingríms varnar vísunni veltist þungt á bárunni. Hallar niður að heimskunni hennar nesjamennskunni. Jón frá Pálmholti. GRUNDARMALIÐ. Snæbjörn brjálar búa stétt. Brögð í Njálu finnur. Hann við skálar Hæstarétt. Höfðar mál og vinnur. J. B. VIÐREISNARÞANKAR. Ennþá stendur allt á gati, eyðsluhítin betlar fórn, Sem ljóta rifu á Ijótu fati lít ég okkar ríkisstjórn. Nú er byrjuð helja og haust, húsið bert að innstu viðum. Hér er að skapast hurðarlaust helvíti á öllum sviðum. ÞANN 1. október sl. varð Ein- ar Árnason, Oddagötu 7 á Ak- ureyri, 85 ára. Hann er fæddur á Finnsstöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu og oftast við þann bæ kenndur, en bjó á ýmsum stöðum í Ljósavatns- hreppi framan af ævi, lengst þó á Vatnsenda, 13 ár, allt til þess er sú jörð var gerð að prests- setri. Til Akureyrar fluttist Ein ar árið 1933 og hefur dvalið hér síðan, hin síðari ár hjá Páli Einar Árnason. Bjarnasyni símvirkja og Aðal- björgu konu hans. Einar er enn vel ern, hefur ferlivist hvern dag, gengur stundum „í bæinn“ til að hitta kunningjana. Hann er ennþá skarpur í hugsun, kastar stundum fram stöku en lætur annars rólega daga ellinn ar líða, án mikillai' eftirsjár eða eftirvæntingar. Kona Einars var Kristjana Sigfúsdóttir frá Halldórsstöð- um í Reykjadal og er hún látin. Lítið hefur Einar á lofti hald- ið vísum þeim og kvæðum, sem hann hefur ort og væri þó þess vert, því maðurinn er skáld- mæltur og ágætlega greindur. Stökur Einars hafa oftast orðið til á andartaki, leiftrað í hvers- dagsleikanum, sumar borizt frá manni til manns, aðrar horfið. Einu sinni kváðust þau á, Einar og Þura heitin í Garði. Það var skemmtilegur skáldskapur, allt frá eldheitum ástavísum til hinna verstu skamma, en þau voru hinir mestu mátar, Einar og Þura. Vísur þessar munu hafa skipt hundruðum og eru til í handriti þótt þeim hafi sjálf sagt ekki verið ætlað langlífi heldur ortar til dægrastytting- ar. Ef að vísur þesar eiga eftir að koma fyrir almenningssjón- ir, munu ýmsir undrast vopn- fimi Einars í þeim leik. Fyrir fáum dögum fór Einar með nokkrar vísur á skrifstofu Dags og voru sumar þeirra hrip aðar niður. Einar kvað um sjálfan sig, þegar hann var áttræður: Léttur í spori laus við rugl lifi ég sæll án meina, líkt og þegar flýgur fugl frjáls á milli greina. Og þessa vísu gerði hann fimm árum síðar, á 85 ára af- mælisdegi sínum um daginn: Um mig fellur hugarhrelling hált lífs-svellið er. Nú er Elli — kraftakerling komin að skella mér. Einu sinni kvað Einar eftir að hafa spjallað við góðan kunn ingja: í lífinu hef ég löngum hér leitað þess sanna og góða. Og vinina ætíð valið mér vitra, sanna og fróða. Einar var eitt sinn spurður hvort hann væri hættur að yrkja. Hann svaraði: Mitt er laskað ljóðafley og lítill andans forði. Af djúpmiðunum dreg því ei dýran feng að borði. Konu nokkurri, sem var í heimsókn hjá þeim hjónum, Einari og Kristjönu, þótti Ein- ar orðfár og lét þess getið. Ein- ar sagði þá: Heyrðu gjalla af munni mér málið snjalla, kona. Illa falla þagnir þér, þið eruð allar svona. Um heyrn sína kvað Einar þessa vísu: Heyrnin mín er heldur sljó. Hún er á því stigi. Mér finnst ég heyra nærri nóg af nútíma skvaldri og lygi. Eitt sinn fór Einar með mörgu fólki austur í sveitir. Þá kvað hann: Tæpast hefði ég trúað því á tímum sumaranna, að kysi hópinn komast í kaupstaðarflækinganna. Eitt sinn kynntist Einar Hall- dóru nokkurri, borgfirzkri konu, er bæði var greind og skáldmælt. Hún var frá bæ, er Svangi hét en síðar Hagi. Þegar heim kom, varð þessi vísa til: Hugann þangað líða læt er liljur anga og skarta. Dóru í Svanga minning mæt mér vill ganga að hjarta. - FUNDARGERÐ ... (Framhald af blaðsíðu 8) ar í nábýli við mikinn ónotan jarðhita. í Telja bæjarráðið og hrepps- nefndin að þar séu mjög ákjós- anleg skilyrði frá náttúrunnar hendi fyrir grasmjölsframleiðslu og annan fóðuriðnað, og jafn- framt fyrir fóðurbirgðabúr er þjóni heilum landshlutum. Því beinir bæjarráðið og hreppsnefndin því sérstaklega til alþingismannanna að könnuð séu til hlýtar skilyrði fyrir fóð- urbirgðastöð Norðurlands, stað- settri í Reykjahverfi.“ Bæjarstjórn var falið að senda þingmönnum kjördæmisins á- lyktunina og einnig dagblöðun- um. □ Fundur um haldinn á Á LAUGARDAGINN boðaði Umdæmisstúka Norðurlands og áfengisvarnarráð bæjarins blaða menn, skólastjóra, yfirlögreglu- þjón og æskulýðsleiðtoga o. fl. á sinn fund í Hótel Varðborg til skrafs og ráðagerða við áfengis varnaráðunaut ríkisins, séra Kristin Stefánsson. Ármann Dalmannsson form. áfengisvarnarráðs bauð gesti vel komna og flutti ræðu um áfeng ismál. Hann benti á nauðsyn þess, að hinir fjölmennu skólar bæjarins gætu verið sínum nem endum nógir, hvað skemmtanir snerti, með auknu félags- og skemmtanalífi innan skóla- veggja, að forráðamenn ríkis og bæja takmörkuðu mjög áfengis- veitingar, því eftir höfðinu dönsuðu limirnir. Séra Kristinn Stefánsson á- fengisráðunautur vék í sinni fyrstu ræðu að spurningunum tveim: Hvað viljum við gera? Hvað er hægt að gera? Hann lýsti því yfir, að í Reykjavík væru hundruð áfeng issjúkra manna, sem ekkert væri hægt að hjálpa. Hæli væru engin til og áfengisvarnarnefnd- ir hefðu hér á landi ekki vald til að úrskurða menn á hæli, eins og t. d. í Noregi. Ástandið væri alvarlegt í áfengismálun- um, einkum í þéttbýlinu. Heim-' ilin geta ekki varið börn sín, sagði ráðunauturinn, skólarnir hafa brugðizt eða ekki valdið hlutverkinu. Sama má segja um kirkjuna. En það væri spurt úr öllum áttum: Hvað er hægt að gera? Þannig spyrði einnig nefnd sú, sem skipuð var til að rannsaka Þjórsárdalsævintýrið, kona drykkjumannsins hrópaði á hjálp, foreldrar einnig. Orsak- ir hins alvarlega ástands taldi ráðunauturinn í þjóðlífinu sjálfu, en ekki hjá æsku lands- ins. Lífsvenjubreyting hinna fullorðnu þyrfti til að koma, ann að og nýtt almenningsálit í á- fengismálum. Af 5 skólastjórum, UM BRUNAVARNIR í SVEITUM. Um brunavarnir í sveitum landsins hefur verið allt of hljótt, þar sem þeim málum hef ur mjög fleygt í framfaraátt, einkum í kaupstöðum og kaup- túnum, bæði með tilkomu nýrra tækja og bættrar þjónustu vá- tryggingafélaganna. Svo virðist sem sveitir landsins, og þá eink- um þær afskekktari, standi ber- skjaldaðar gegn þeim vágesti, sem eldurinn er. Vel er mér kunnugt um það, að minnsta kosti hér norðan- lands, að ekki muni vera not- hæf slökkvitæki á sveitabæjum, nema þá ef vera skyldi á örfá- um, og gegnir það furðu, að það skuli ekki vera lögboðið, að hvert sveitabýli landsins skuli jafnan hafa eitt eða fleiri slík tæki til afnota og kunnáttu til að fara með það á réttan hátt. Gæti það eflaust hafa afstýrt mörgum brunanum, sem orðið hefur í sveitum landsins, þar sem vatn er víða ekki nærtækt og fólksfæðin í strjálbýlum sveitum gerir björgun örðuga. Gamall sveitamaður. BÖRNIN STJÓRNA UMFERÐINNI. FJÖLDI umferðarslysa í Rvík er geigvænlegur og er tæpast hægt að líta í sunnanblað án 'þess að rekast á fréttir af meiri og minni umferðarslysum, sem stundum eru mörg sama dag- inn, og nú síðustu daga hafa inn, og nú síðustu daga eru það börnin, sem oftast lenda í slys- um. Hinn mikli fjöldi nemenda í skólum á sinn þátt í umferða- hættum og umferðaslysum. Er- lendis hefur það þótt gefast vel að láta nemendur stjórna um- ferðinni í nágrenni skóla sinna, á þeim tímum dags, sem um- ferðin er mest. Mun þetta að- eins í byrjun einnig í höfuðborg inni. Hér á Akureyri er furðu- legt tómlæti ríkjandi í um- ferðáfræðslu og er þó full nauð- syn á henni. Hér hefur t. d. aldrei verið hægt að koma á umferðaviku, svo sem annars staðar hefur þótt bera góða raun og í skólum hafa umferða málin ekki skipað viðunandi rúm. Hér á Akureyri vill það bera við, að unglingar úr skólum stjórni umferðinni á þann að tefja hana að óþörfu, sér til skemmtunar, að því er vlrðist. Það væri óneitanlega skemmti- legi'a að sjá þau stjórna umferð af ábyrgðartilfinningu og kunnáttu, undir handleiðslu lög reglunnar. □ um þetta efni. Þær eru í megin- atriðum þessar: Á fimm ára tímabili, 1958— 1962, að báðum árum meðtöld- um, hefur íbúum landsins fjölg- að um 10%, eða aðeins minna en 2% á ári. í Norðurlandskjör- dæmi eystra hefur íbúatalan hækkað dálítið í beinum tölum talað. En hlutfallslega hefur fólki hér fækkað, miðað við landið í heild. Hér vantar um 600 manns til þess að íbúatalan hafi hækkað um 10% á fimm árum. Þetta er tala útflytjend- anna suður, umfram þá, sem inn hafa flutt. í sumum öðrum landshlutum er brottflutningur- inn þó ennþá meiri. Kaupstaðirnii' þrír, hér á Norðurlandi eystra hafa haldið sinni eðlilegu fólksfjölgun og vel það á þessum fimm árum. En í Eyjafjarðarsýslu hefur að- eins fjölgað um fjórðung af eðlilegri fólksfjölgun (10%) undanfarin fimm ár. Og í báð- um Þingeyjarsýslum er um beina fækkun að ræða. Hin hlut fallslega fólksfækkun virðist vera sem hér segir: Eyjafjarðarsýsla 285. S.-Þingeyjarsýsla 286. N.-Þingeyjarsýsla 222. í sumum fámennum sveita- hreppum er áberandi fækkun. í Fjallahreppi hefur íbúatalan á þessum fimm árum fallið úr 44 niður í 33, í Sauðaneshreppi úr 134 í 101, í Flateyj arhreppi úr 91 í 58, svo að nokkur mjög at- hyglisverð dæmi séu nefnd. í Reykjahreppi hefur íbúatalan t. d. fallið úr 109 niður í 87, í Svalbarðshreppi úr 234 í 196, í Grýtubakkahreppi úr 336 í 319 og í Öngulsstaðahreppi úr 410 í 380 o. s. frv. Á sambandsþingi Framsókn- arfélaganna var mönnum nú sem fyrr efst í huga að leita að leiðum og úrræðum til að stöðva þessa ískyggilegu þróun eða draga úr henni. Þær sveitir hér norðanlands, sem sérstak- lega eiga við fólksfækkunina að stríða eru yfirleitt kostasveitir. Sumar þeirra eru í röð beztu sauðfjárræktarbyggða á íslandi, flestar með ágæt ræktunarskil- yrði, í sumum eru mikil hlunn- indi eða prýðileg aðstaða til sjó sóknar, sumstaðar jarðhiti o. s. frv. Lífsskilyrði frá náttúrunn- ar hendi skortir því ekki. Á Laugum var margt rætt í þessu sambandi og þá fyrst og fremst nauðsynina á því að tryggja bændum þann rekstursgrund- völl fyrir búin, að viðunandi væri, svo og að taka til með- ferðar hin sérstöku vandræði þeirra byggðarlaga, sem dregizt hafa aftur úr, af því að þeir, sem þar búa, bera skarðan hlut frá borði. En margt bar á góma samtímis: Vaxtabyrði og láns- fjárskort, íbúðamál bæja og ' þorpa, hafna- og vegamál, raf- væðinguna, sem strjálbýlið bíð- ur með eftirvæntingu, jarða- kaupamálið, strandferðirnar, barna- og unglingafræðsluna, tækniskólann, sem Framsókn- armenn beittu sér fyrir á síð- asta þingi að komið yrði upp hér norðanlands, aðstöðu fisk- iðjuvera með hráefni, sem er sérstaklega dýrt í vinnslu, nauð syn á stofnun fiskiðnskóla, efl- ingu iðnaðarins hér á Norður- landi, t. d. ullariðnaðar og skipa smíða — og síðast en ekki sízt Jökulsárvirkjunina, og að varð staðan í því máli mætti ekki gleymast. UJm útivist barna í LÖGREGLUSAMÞYKKT Ak ureyrarkaupstaðar eru ákvæði um útivist barna og unglinga. Þar sem nauðsynlegt er, að þau ákvæði liggi ljós fyrir, er 20. greinin, sem um þetta fjallar, birt hér á eftir: Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem eiga ekki brýnt erindi, umferð út í skip, sem liggja í höfninni, frá kl. 20—8 á tímabilinu 1. okt. til 1. maí, en frá kl. 22—8 á tíma bilinu 1. maí til 1. október. Enn fremur getur lögreglan jafnan bannað börnum innan 16 ára ald urs umferð um bryggjur og ferð út í skip og báta í höfninni, telji hún ástæðu til. Unglingum innan 16 ára ald- urs er óheimill aðgangur að al- - KJARABARÁTTAN (Framh. af bls. 1) slíks sambands. Fundurinn felur stjórn félags ins framkvæmdir í þessum efn- um þ. á. m. að boða ásamt fram angreindum félögum til stofn- þings sambandsins svo fljótt, sem við verður komið. (Fréttatilkynning). 'CÍS53 mennum knattborðsstofum, dans stöðum og ölstofum. Þeim er og óheimill aðgangur að almenn- um kaffistofum eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að ung- lingar fái ekki þar aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. októ ber til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. októ ber til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Þegar sérstaklega stendur á, getur bæjarstjórn sett til bráða- birgða strangari reglur um úti- vist barna allt að 16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur barn anna skulu að viðlögðum sekt- um sjá um, að ákvæðum þess- um sé framfylgt. □ 3 Merkilegur kafbátur BANDARÍKJAMENN hafa eignazt sinn fyrsta kafbát til fiski- og hafrannsókna. Kafbát- ur þessi er aðeins 4ra metra langur, getur kafað í 300 feta dýpi og siglir með 2 til 6 hnúta hraða neðansjávar. Tveir menn geta verið í bátnum og hafa þeir útsýni í allar áttir. Kafbát- ur þessi kostaði um 9000 doll- ara, eða sem svarar 390.000 krón um. Ef farartæki þetta gefur góða raun, ætti það ekki að verða íslendingum ofurefli að eignast sinn fyrsta kafbát. Bát- ar þessir eru útbúnir senditækj- um og geta verið í kafi í 10 klukkustundir samfleytt. Hægt er að ímynda sér fiskifræðing- ana okkar í slíkum kafbáti, kom andi upp með síldartorfum fyr- ir norðan eða siglandi innan um þorskinn um hrygningartímann. á Selvogsbanka. (Commercial Fisheries Re- view, April, 1963). Q Ný „Ensk lesfrarbók” komin út NÝLEGA er komin út kennslu- bók í ensku eftir Björn Bjarna- son cand. mag., og nefnist hún „Ensk lestrarbók“. Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja. Höfund- urinn, sem er löngu þjóðþekkt- ur fyrir kennslu- og prófdóm- arastörf, hefur unnið hér gott verk og þarft, sýnilega grund- vallað á víðtækum kynnum af enskukennslu og því, hvers þeim er helzt þörf, sem hyggja á ferðalög eða dvöl meðal Eng- lendinga. Bókin er ætluð nemendum, sem þegar hafa nokkuð kynnzt ensku, og eru leskaflarnir greinilega valdir með það fyrir augum, að efnið sé í senn áhuga vekjandi og enskt nútímatal- mál. Þá er í síðari hluta bókar- innar kynning frægra höfunda og sýnishorn úr verkum þeirra. Má þar nefna: Katherine Mans- field, Robert Louis Stevensen, Charles Dickens, Geox-ge Bai'n- hard Shaw o. fl. Köflum bókarinnar er raðað eftir þyngd, og er það mikill kostur. í fyrri hluta bókarinnar eru kaflar um forsetningar og fjölmörg dæmi tekin um notkun þeirra í daglegu máli. Áfast bókinni er orðasafn, sem í-aðað er upp eftir blaðsíðu tali og í þeirri röð, sem orðin koma fyrir. Slíkt er vafalaust mörgum nemanda kærkomið í tímaþi'öng unglings- og náms- ára. Eins af kostum þessarar bók- ar skal enn getið, en hann er sá, að auk þess að gefa óreglu- legar sagnir í venjulegri staf- rófsröð með framburðartákn- um, er þeim líka raðað saman í flokka eftir sameiginlegum framburði stofnsérhljóða. Ekki mun nokkur vafi á leika, að þessi bók er einkar hentugt lesefni gagnfræðaskóla nemendum og til undii'búnings undir landspróf, og á höfundur þakkir skilið fyrir tilkomu henn ar. Þ. Guðm. - Fjögur arnarhjón (Framhald af blaðsíðu 8). „íslendingur ei'u miklir nátt- úruunnendur og hafa mikið auga fyrir stói'brotnu landslagi. Það er stórkostlegt að sjá ís- lenzka öi'ninn á flugi yfir hrika- legum fjöllum. Otalinn fjöldi fólks mun að okkar dómi koma hingað til lands til þess að sjá þessa sýn, ef okkur tekst að forða erninum frá að verða eitri eða skammsýnum mönnum að bráð. Skamma stund verður hönd höggi fegin. Alíir góðir íslendingar ættu nú að leggjast á eitt að forða því að örninn deyji út. Ennþá er það ekki of seint,“ segir að síðustu í nefndri fréttatilkynningu og munu marg ir vilja taka undir þau orð. Q FIMMTUGUR Stefán Reykjalín STEFÁN REYKJALÍN bæjar- fulltrúi á Akui'eyri vax'ð fimm- tugur 9. október. Hann er bygg- ingameistari að atvinnu og hef- ur staðið fyrir smíði ýmissa þeirra stórhýsa, sem mestan svip setja á höfuðstað Noi'ðui'- lands, enda mikill atoi'kumað- ur. Síðustu árin hefur hann tek- ið vaxandi þátt í opinberum mál um bæjarins. Auk þess að skipa eitt af sætum Framsóknarflokks ins í bæjarstjói-n kaupstaðarins, er hann í óteljandi nefndum og ráðum bæjarins, sem of langt er að rekja, og nýtur trausts boi'garanna. Stefán Reykjalín er hreinlynd ur maðui', baráttuglaður og á- hugasamur um framfaramál bæjar og héraðs. — Hann er kvæntur ágætri konu, Guð- björgu Bjarnadóttui', og eiga þau myndarlegt heimili í Holta- götu 7. Dagur sendir Stefáni og fjöl- skyldu hans beztu árnaðaróskir í tilefni afmælisdags húsbónd- ans. Q

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.