Dagur - 13.11.1963, Side 8

Dagur - 13.11.1963, Side 8
Bændaklúbbiirinn fór vel af stað A fyrsta fundi hans mættu um 180 manns MÁNUDAGINN 4. nóvember fjölmenntu eyfirzkir bændur svo á fyrsta Bændaklúbbsfund sinn á Hótel KEA, að aðalsalur hótelsins var þéttsetinn og margir urðu að standa. Frummælandi var dr. Hall- dór Pálsson búnaðarmálastjóri. En Ármann Dalmannson stjórn aði fundi og gat þess í upphafi, sem Eyfirðingum er kunnugt en mörgum þykir með ólíkindum, að Bændaklúbbur Eyfirðinga á sér enga stjórn, engin lög, eng- án skráðan félaga, enga pen- inga, enga fundargerðabók, en er þó svo vel sóttur af bændum héraðsins, sem raun ber vitni. Á þessum fyrsta fundi voru 180 manns. Dr. Halldór Pálsson flutti þarna athyglisvert erindi. Vék hann fyrst að því, að bændur ættu í vök að verjast vegna þess að þjóðfélagið skildi ekki gildi bændastéttarinnar. — Jafnvel væri svo langt gengið í þéttbýl- inu, að bændur væru ásakaðir um lítil afköst. Væri þetta hinn fáránlegasti misskilningur, því að framfarir og uppbygging, svo og framleiðsluaukning landbún- aðarvaranna, vitnuðu um þetta svo ekki þyrfti um að villast. Nefndi hann tölur í því sam- bandi, bæði í byggingum, rækt- un og framleiðslu. En framfarir bænda væri því athyglisverð- ari, sem hagur þeirra hefði jafn- an verið þröngur og væri enn. En stéttin, sem heild, hefði jafn- an verið spai'neytin og bændur hefðu árlega lagt mikið 1 fjár- festingu, þótt meðaltekjurnar væru lágar. En íslenzkir bændur eru ekki nógu miklir jarðræktarmenn, sagði búnaðármálastjóri. Þrátt fyrir alla ræktunina og hina miklu möguleika til ræktunar, Þeir, sem eru að byggja í ÁRSLOK 1958 var bygg- ingarkostnaður íbúðarhúsa hér á Akureyri talinn sem næst 850 kr. á rúmmetra. í dag er hann talinn vera ná- lægt 1600 kr., og nemur hækkunin rúmlega 88%. í árslok 1958 kostaði því 360 rúmmetra íbúð 306 þúsund krónur. íbúð af sömu stærð kostar í dag 576 þúsund krónur. Árið 1958 var hámarkslán til íbúðarhúsa frá Húsnæðis- málastjórn kr. 100 þús. á íbúð, og þurfti því húsbyggj- andi að eiga eða fá til láns annarsstaðar 206 þús. krón- ur. Þetta var mjög óhagstætt, og þeir sem byggðu sér hús á þeim tímum þurftu að leggja sig alla fram til að geta haldið íbúðum sínum, og sumir urðu að gefast upp. Nú er hámarkslán frá Hús- næðismálastjórn til íbúða 150 þús. kr. á íbúð, og þarf því húsbyggjandi að útvega sér að láni eða eiga sjálfur 426 þúsund krónur. Þeir, sem eru að byggja núna, vita bezt hvernig gengur að fá pen- inga að láni, og tíminn mun skera úr um það, hvernig mönnum gengur að halda íbúðunum, enda þótt þeim takizt að koma þeim upp. í árslok 1958 voru verka- mannalaun kr. 21.85, en eru í dag kr. 28.00, og hafa á þessu tímabili hækkað um rúmlega 28%. Má því fara nærri um, að þeir hafi ekki safnáð digrum sjóðum til húsbygginga, og sízt þegar einnig er athugað, að dýr- tíðin hefur vaxið langtum meira en kaupgjaldið. Þeir, sem um þessar mund- ir standa í húsbyggingu, reka sig hvarvetna á „viðreisnar11- hindranir. Núverandi stjórn- arstefna í efnahagsmálum er alls ekki við það miðuð, að ungt fólk geti stofnað heim- ili í sæmilegu húsnæði, af venjulegum láglaunatekjum. Svo mjög hefur þjóðfélagið brugðizt þeim fjölda karla og kvenna, sem stofna vilja heimili. hefði mátt búast við enn meiri afköstum á því sviði. Ræktun- arframkvæmdir væru auðveld- ari en byggingaframkvæmdir, en ræktunin þyrfti að aukast um helming á næstu 10 árum. í búfjárræktinni væri um greinilega framför að ræða og stefni þar í rétta átt. Um fóðr- un búfjár sagði dr. Halldór Pálsson, að nokkuð skorti enn á, að rétt væri fóðrað. Þó stæðu kúabændur þar framar en sauð fjárbændur. Því miður væri fóðri stundum eytt til ónýtis, en um of væri sparað á stundum. Hann nefndi sem dæmi, að á sumrin væri oft um vanfóðrun að ræða, þ. e. kúnum væri ekki alltaf látið í té nægilega gott beitiland, miðað við hámarks- afurðir. Hinn mikli árangur kynbótastarfsins notaðist ekki, ef fóðrun væri ekki í fyllsta lagi bæði vetur og sumar. Bún- aðarmálastjórúm sagðist sam- gleðjast bændum með það, að þeir ættu nú betri búpening en áður, — búpening, sem skilað gæti miklum og' góðum afurð- um, svo sem sjá mætti. Síðan vék búnaðarmálastjór- inn að því, að bændastéttin hefði of litlar tekjur, vegna þess að störf hennar væru ekki rétt metin. Hið takmarkaða kaup bóndans yrði að nokkru að verja til fjárfestingar ár hvert og lánsfjárskorturinn væri til- finnanlegur. Ræðumaður benti ennfremur (Framh. á bls. 2) Land í PÁLL H. JÓNSSON, formaður Fræðsludeildar SÍS hefur und- anfarið ferðazt á vegum Kaup- félags Þingeyinga um félags- svæðið, ásamt Finni Kristjáns- syni kaupfélagsstjóra. Þeir hafa boðað til funda á mörgum stöðum og fengið á- gæta aðsókn. Kaupfélagsstjór- inn hefur flutt erindi, formaður Fræðsludeildar ávarp og sýnt auk þess fræðslukvikmyndir. Fréttamyndir þær, er sýndar voru, eru í sama flokki og „Vilj- ans merki" og nefnast: „Land í norðri“, sem er frá Norður- FRÁ BÆJARSTJÓRN FUNDUR bæjarstjórnar hald- inn þriðjudaginn 5. nóv.1963. Fyrst voru teknar fyrir tvær fundargerðir bæjarráðs, frá 24. og 31. okt. Sjúkrahús. Á fundi bæjarráðs þann 24. okt. mættu stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins ásamt Guðmundi Karli Péturssyni yf- irlækni. Gerðu þeir grein fyrir fjárhagsástandi og horfum sjúkrahússins nú, svo og fram- tíðaráformum, m. a. stækkun sjúkrahússins. En sumar deild- ir sjúkrahússins eru orðnar of litlar, einkum röntgendeild, sem brýn nauðsyn er að búa nýjum tækjum. Einnig þyrfti að koma upp sérstöku þvottahúsi í sambandi við. sjúkrahúsið, og gera uppdrætti og tillögur þar að lútandi. Nú er svo komið, að útgjöld sjúkrahússins hafa hækkað mik ið með vaxandi dýrtíð, en dag- gjöld ekki hækkað að sama skapi. Ef daggjöld hækka ekki, mun hallinn á þessu ári verða um 2V-í milljón krónur, og á næsta ári um 4V2 milljón. Bílastyrkir. Vegna hinna nýju launasamninga, lagði bæj- arráð til, að frá og með 1. nóv. yrðu engir bifreiðastyrkir hjá Akureyrarbæ og stofnunum hans hærri en kr. 1500 á mán- uði, fyrir notkun eigin bifreiða í þágu starfs síns. Bæjarráð setji nánari reglur um bifreiða- styrki þessa. Allmiklar umræður urðu um þetta má á fundi bæjarstjórnar, en bréf hafði borizt frá rafveitu stjóra og bæjarverkfræðing, þar sem athygli var vakin á að telja megi tillögu bæjarráðs vafa- sama, þar sem bifreið verði ekki rekin fyrir minna en kr. 2000 á mánuði. Sjái þeir sér ekki fært oð nota bifreiðir sín- ar í þágu bæjarins fyrir þetta gjald. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu þessarar tillögu þar til reglu- gerð hefði verið gerð. Tilaga um að bærinn greiði ekki bílastyi'ki fyrr en reglu- gerð hefur verið samin. Byggingalán. Um lán úr byggingarsjóði sóttu alls 96, en 86 umsækjendum voru veitt lán. Til úthlutunar voru kr. 1.450.000.00, en úthlutað’ kr. 1.715.000.00, eða nokkru meira fé en var í sjóði, vegna þess hve margir húsbyggjendur eru skammt á veg komnir. — Lánin voru veitt í fjórum flokkum, eða 10, 15, 20 og 25 þús. 25 þús. hlutu þeir, sem eiga hús í bygg ingu, alls 42, 20 þús. hlutu þeir, er höfðu lokið byggingu á þessu ári, en höfðu sótt í fyrra, alls 14. Út á gömul hús vóru veitt 10 og 15 þús., og höfðu um 30 umsóknir borizt. Bæjarstjórn barst þakkarbréf frá Agli Þórlákssyni. Bæjarráð heimilar vatns- veitustjóra að fá jarðfræðing til athugunar á möguleikum til vatnsöflunar, þar á meðal til að framkvæma tilraunaboranir til leitar að köldu vatni. — Vatns- notkunin eykst ár frá ári, og virkjanlegar uppsprettur í Hlíð arfjalli eru nú að heita má full- nýttar. Því þarf að leita nýrra leiða til vatnsöflunar. Q Fyrsta bílstjóranám- skeiðið á Húsavík Húsavík, 12. nóv. Hér er nokk- ur snjór en lítið snjóaði fram til dala. Samgöngur hafa enn ekki truflazt. Óstillt tíð hefur tafið byggingaframkvæmdir. Hér stendur yfir námskeið bif- reiðastjóra til meiraprófs. Nem- endur eru um 40 talsins. Þetta er fyrsta bifreiðastjóranám- skeið á Húsavík. Búið er að setja Norðurlands- borinn upp við gömlu borhol- una. En ennþá „vantar stykki“ í borinn. Fara ógæfilep Leifshúsum, Svalb.str. 4. nóv. Sauðfjárslátrun lauk hjá Kaup- félagi Svalbarðseyrar þann 11. okt. Slátrað var rúmlega 12 þús norðri Noregi, og Þýtur í skógi, frá Finnlandi. Um 760 manns sóttu fundina. Á því mun full þörf, að kynna samvinnustefnuna í máli og myndum. Þetta skilja Þingeying ar manna bezt og láta sér annt um alla samvinnufræðslu. Hið mikla og margþætta hlutvei'k samvinnufélaganna í landinu, sem svara verður kalli tímans á svjði viðskipta og menningar- mála hverju sinni til hagsbóta fyrir þorra landsfólksins — þarf að kynna drengilega í hverri sveit á íslandi og eins oft og verða má. □ með skotvopn und fjár, og er það á þriðja þús- und færra en haustið 1962. Mis munurinn liggur aðallega í því hvað mikið fleiru fullorðnu fé var slátrað í fyrra. Meðalvigt dilkafalla var 14 kg. eða 400 gr. minni en haustið 1962. í fárviðrinu hinn 23. okt. sl. fuku 12 plöntur af járni af ný- byggðu fjósi á Svalbarði, og hluti af fjárhúsþaki í Leifshús- um. Heyvagnar fuku og brotn- uðu á nokkrum bæjum. Annars má segja að tjón af þessu ofsa- veðri yrði vonum minna. íbúar Svalbai'ðseyrar hafa skýrt mér frá því, að áhafnir sumra trillubáta, sem eiga leið þar framhjá, fari í mesta máta ógætilega með' skotvopn, jafn- vel svo að tilviljun ein hefur ráðið því að ekki hafa orðið slys á mönnum eða búfé. Hér munu þó ekki fiskimenn Akur- eyrar vera að verki. S. V.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.